Carra, basic drengur!

Sunday Times ræðir við Jamie Carragher og ævisögu hans sem talinn er með þeim betri í bransanum: Carra: My Autobiography

Carra fer vítt og breitt um völlinn og segir m.a. að tími Evans og Houllier séu vanmetnir. Um Rafa segir hann:

…is “the biggest influence on my career. Even this morning he took me aside after training. Robbie Keane was saying, ‘Jeez, he talked to you like you’re a YTS player . . .’ You get used to it. Rafa is always on your back. Some players can’t handle that. Me, I don’t like it but I’m the sort of person who responds. You’ve always got that thing in the back of your mind with Rafa, ‘Does he actually think I’m any good?’ You’re always wanting to prove yourself. He hasn’t got much good to say about anyone, Rafa. . . even other managers.

Hann ræðir einnig um sínar áhyggjur af þeirri þróun að ungir leikmenn koma í akademíurnar vegna nýrra reglna í evrópukeppnum félagsliða o.s.frv.

Það er virkilega þess virði að lesa þetta viðtal og hætta að hugsa um gengið eða Davíð Oddsson í smá tíma.

*myndir er frá http://www.4thegame.com

12 Comments

  1. Las bókina hans Carra í gær og hún var allt í lagi en ekkert stórkostleg. Hann lofaði að tala hreint út sem hann gerir sérstaklega vel um enska landsliðið en voða lítið um Liverpool. Svo er mikill kafli um hvað hann langar að gera í framtíðinni sem er einskonar umsókn um framkvæmdastjórastöðuna hjá Liverpool.

    Annars er þetta frekar basic bók. Hann virðist ótrúlega viðkunnalegur en líka bara frekar einfaldur, hugsar bara um fótbolta og ekkert annað. Missti meira að segja af fæðingu sonar síns þegar Danny Murphy sagði honum að hundskast heim frá Sviss. Bill Beswick ráðlagði honum að fá sér önnur áhugamál líka.

    Hann var mjög hrifinn af Houllier og einnig af Benitez. Ég hef oft gagnrýnt Benitez en fannst mjög áhugavert að heyra hvernig Carra, Owen og Gerrard mátu stöðuna þegar hann tók við. Maður gefur Benna aðeins meira kredit eftir á.

    Fyrir þá sem vilja kynna sér hugarfar afreksmannsins er Carra algjör fyrirmynd. Virkilega flottur þar.

    En eitt sem Carra kemur inná er að Kanarnir hafi jú staðið við sitt, að kaupa leikmenn sem áður var ekki hægt að kaupa. Þannig hafi þeir haldið sínu. En það sem þarf að hafa miklar áhyggjur af er að yfirtakan var skuldsett. Vonandi lendum við ekki í því að það þurfi að fara að selja eignir. T.d. var í fréttum í UK um helgina að virði Newcastle hefði hrapað 65% á nokkrum vikum, s.s. Ashley fær í mesta lagi 35% af ásættanlegu verði útaf ástandinu á mörkuðunum.

    Miðað við bókina hans Owen er þessi góð, en miðað við Fowler og Gerrard er hún frekar róleg. Gerrard sagði í sinni að hann sæi það strax hvort nýjir leikmenn yrðu góðir eða ekki, Carra gefur þeim mánuð. Fowler nefndi nöfn, dró ekkert af og er ennþá kóngurinn, innan vallar, utan og á ritvellinum líka.

  2. Persónulega finnst mér skemmtilegast að lesa þessar bækur þegar ferillinn er búinn. Hvort sem það er leikmannaferillinn eða þjálfaraferillinn. Flestir þessara kappa sem maður les bækur eftir halda áfram í mörg ár til viðbótar. Carra hefði að mínu mati mátt bíða aðeins og hafa tímabilið sem hann vinnur loksins titilinn sem hápunkt bókarinnar 😉 (hef ekki lesið hans ennþá btw).

    En fyrst við erum að tala um aðrar bækur í þessum flokki….
    Fowler bókin var mjög góð enda engar hömlur á honum frá þáverandi vinnuveitanda og hann sagði bara það sem honum fannst, eins og við var að búast auðvitað. Owen bókin var afar dauf fannst mér og meðal skáti gæti skrifað áhugaverðari bók…….um skátastarfið. Eins mæli ég með Stan Collymore bókinni, ekki endilega vegna gæða heldur til að menn átti sig á hversu klikkaður sá kappi er 😉

    En betu ævisögur leikmanna sem ég man eftir í fljótu bragði eru Tony Adams, Di Canio, Gazza, Roy Keane, Vinnie Jones, Perry Groves, þ.e. kappar sem voru hættir og dróu akkurat ekkert undan, bættu frekar í ef eitthvað var.

  3. Er hjartanlega sammála þér Babu… er í raun líka absúrd að skrifa ævisögu þegar þú ert ekki orðinn þrítugur…

  4. Mér finns mikið til í þessu sem Carra er að segja: það að klúbbar eru ferkar að fá til sín stráka(16-18ára) sem eru frá öðrum löndum og “falla aldrei inn”.

    Í stað þess að vinna það besta úr því sem eru með hjartað á réttum stað.

    Ekki það að hinir í liðinu gefa sig ekki 100%, heldur illjar það meira um hjartans rætur þegar menn eru til í að gera allt fyrir klúbbinn sinn.
    En hoppa ekki bara á penninganna eins og hauslaus api.

  5. Ævisaga Tony Adams er einkar áhugaverð og í raun ótrúlegt að sá maður hafi verið að spila í efstu deild á Englandi þegar hann gat ekki beðið eftir að pubbinn opnaði á hverjum degi. Mæli með þeirri lesningu.

  6. Ævisaga Roy Keane og Di Canio eru ásamt Fowler með mest hressandi fótboltaævisögum sem maður hefur lesið.

    Manni finnst lýsingarnar á gömlum tímum áhugaverðar, t.d. hversu arrogant og leiðinlegur Paul Ince var og hversu litla virðingu leikmenn báru fyrir þjálfurum. Sammy Lee bað menn um að vinsamlegast láta sig vita hverjir kæmust í varaliðsleiki og samt stóðst það ekki alltaf. Didi Hamann kemst svakalega vel frá þessum bókum og það væri gaman að fá eina frá honum þegar hann er hættur.

  7. eru hætt að kauða þessa bækur í eymubdsson á íslensku þýðingu:p

    • Vá! Er til ævisaga Perry Groves????

    Ekki vanmeta þessa bók, hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því hvernig hann var. Þetta var ein mest selda bókin í Englandi í þessum flokki að ég held í fyrra eða árið þar áður. Arsenal vinir mínir mældu svo með henni að ég keypti eitt stk.

    …..en kaflinn í kringum ´89 gerir það að verkum að ég get ekki mælt með henni 😉

    og Fulginn, ekki svo ég viti nei

  8. Sammála Babu. Ævisaga Vinnie Jones er einhver almerkasta bók sem ég hef nokkurn tíman lesið.

    Einstaklega áhugaverð og Vinnie alveg frábær. Æðislegur karakter fyrir það fyrsta og svo segir hann hlutina svo um munar frá sínu hjarta. Fyrirmyndar náungi!

Landsliðsmennirnir okkar á fullri ferð!

Kuyt og nokkur video