Kreppa

Ég verð að segja að það er ekki beint skemmtilegt að í öllu þessu blessaða krepputali skuli líka vera landsleikjahlé.

Ég gæfi mikið fyrir það að Liverpool væri að keppa í Meistaradeildinni í kvöld svo maður gæti talað um annað en gjalþrot, lánalínur og þvíumlíkt.

Mikið ofboðslega bíð ég spenntur eftir 18.október. Þá segir Davíð að krónan verði komin í lag og þá fer Liverpool að spila aftur í deildinni.

En þangað til bíðum við.

18 Comments

  1. Við erum þó á toppnum í kreppunni, það er mjög jákvætt. Tap fyrir Wigan og Chelsea sigur mundi eyðileggja þá veikustu eins og staðan er í dag. Það sem ég er að segja er “kannsi er þetta gott”

  2. Mér finnst að það hefði mátt skipuleggja neyðarviðureign milli Liverpool og Man Utd í þessu landsleikjahléi. Það hefði svo stór hluti heimsins getað veitt athyglinni frá kreppunni og að metingi við vini sína sem halda með hinu liðinu, þó ekki sé nema í smá stund hefði það gert okkur öllum gott og haft merkjanleg áhrif á alþjóðasamfélagið.

    Ég er ekki að grínast. 🙂

  3. Talandi um kreppu.

    Það verður áhugavert að sjá þróun mála í enska boltanum. Kreppan nær aðallega til Vesturlanda og munu því ekki fjárfestar frá Asíu og olíulöndunum flykkjast inn í enska boltann í enn meira mæli og kaupa upp ensk félög á brunaútsölu?

    Verður hægt að borga leikmönnum laun?

    Leggjast allar framkvæmdir á völlum ekki af?

    Fer ekki fram alls herjar endurskipulagning á launastrúktúr leikmanna?

    Hvað með sponsora?

  4. Þó mig minni að um Everton mann sé að ræða Nr.3 þá eru þetta afar mikið sömu hugleiðingar og ég hef verið með undanfarið! Staða enskra (sem og líklega annara) liða hefur verið alvarleg undanfarið….en hvernig ætli þetta sé eiginlega núna!!!?

    Trú mín á okkar Amerísku vinum er allavega ekki mikil og auðvitað hefur maður aðallega viljað losna við þá vegna þess að þetta ástand hefur verið yfirvofandi í dágóðan tíma (þó ekki alveg svona slæmt) ásamt því auðvitað að þeir vita ekki nokkurn skapaðan hlut um fótbolta.

    Framundan sér maður allavega fram á að nýr völlur sé alveg úr kortinu í bili og eins myndi maður ætla að sala á allskyns varningi tengdum Liverpool muni rýrna gríðarlega, ásamt jafnvel aðskókn að leikjum.

    Annars var þetta ágætt til að lyfta hjá manni brúninni milli dómsdagsfrétta úr efnahagslífinu

  5. Væri afskaplega þakklátur ef ekkert yrði talað um kreppu á þessari síðu. Stundum er komið nóg og stundum of mikið. Maður kemur hingað til spjalla og lesa um fótbolta og forðast daglega ruglið 🙂

  6. ég þurfti að mæta með hárið úfið og allt út í loftið í morgun. er nefninlega kominn í greiðslustöðvun….

    ekki góður? ok bæ.

  7. Liverpool og vonandi áframhaldandi staða þess á toppnum er jákvæði punkturinn í tilverunni núna en annars heldur lífið áfram og ekki þarf það að vera leiðinlegra með minni peninga á milli handanna.
    Maður er farinn að sjá sig verða einnþá meiri og dyggari stuðningsmann í framtíðinni. Mæti á pöbbann eftir vinnu, fæ mér bjór og tala um fótbolta (ekki talar maður um peninga 😉 og horfi síðan á fótbolta. Þetta verður meira í líkingu við það sem félagar okkar í Liverpoolborg gera 😉

  8. 13 maí 2006 hefur mikla tilfinningarlega þýðingu í mínum huga og þó ég vonist eftir að þurfa aldrei að ganga í gegnum aðrar eins stundir og komu í kjölfar sigursins á West Ham, þá ætla ég að leifa mér að spá því að 24 maí n.k. muni verða rosalega rosalega stór dagur í sögu Liverpoolaðdáenda

  9. Það er alveg klárt, sama hvað Björgólfar og aðrir segja að þessa kreppa á pottþétt eftir að koma niður á fótboltanum, og kannski rightly so. West Ham mun t.d. halda áfram að selja leikmenn sína og án efa munu önnur lið þurfa að gera slíkt hið sama þar sem tekjur þeirra eiga eftir að dragast saman. Þ.e. ef einhverjir verða til að kaupa. Þá verður þetta annars vegar spurning um það hvort klúbbarnir séu reknir sjálfbært (minni á umræðu hér fyrir nokkru), eða hvort þeir eigi nógu andskoti ríkan sugardaddy – ekki Björgólfsríkan heldur Mohammed Al-eitthvað ríkan sem er ekki að tapa tugum og hundruðum milljarða á þessum fjármálaævintýrum sem er að ganga yfir núna. Þá spyr maður sig hvað verður um 365 miðla í þessu og þar af leiðandi enska boltann á Íslandi?
    Hins vegar tek ég heils hugar undir að gott væri að fá einn stórleik núna.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  10. Það lítur a.m.k. ekki vel út fyrir West Ham í augnablikinu. Aðalsponsorinn (XL) farinn á hausinn og þeir að sögn ekki búnir að fá allt greitt frá þeim, Sheffield United að lögsækja þá fyrir fleiri tugi milljóna punda útaf Tevez málinu og núna sogast þeir inní vitleysuna á Íslandi í gegnum Björgólf. Svo við tölum nú ekki um meiðslavandræðin og þetta rotation-policy á stjóra sem þeir hafa notað undanfarið.

    Með þetta til hliðsjónar þá er ég nú meira en sáttur sem Liverpoolaðdáandi, og sætti mig við það að Anfield verði heimavöllurinn okkar í nokkur ár í viðbót.

  11. Ekki þetta hér. Bara að tala um fótbolta hér ekkeret væl um kreppu og annað. Þetta á að vera sá staður þar sem þannig skrif eiga ekki heima.

  12. Geir H (ilmar Haarde) haltu þig bara við að leysa deiluna við Breta, ekki vera að eyða tímanum í að blogga.

5 leikmenn í spænska hópnum.

Alonso of hægur? – Pongolle hlakkar til