Eins dauði er annars brauð. (uppfært)

Núna þegar ljóst er að Skrtel verður frá næstum út þetta tímabil til áramóta fær Agger upplagt tækifæri til að tryggja sitt sæti í byrjunarliðinu aftur sem og mikilvægi Hyypia verður ekki minna. Vitanlega er þetta ekki eins og Agger vildi fá tækifærið en það er lítið við því að gera. Sjálfur segir hann þetta:

“Of course, I was hoping for some playing time but this is not exactly the way I wished to get it. I have had to be patient, but I’m not complaining.”

Síðan er ég hrikalega ánægður með “attitude-ið” í drengnum:

“I hope to get my chance now and then I will prove that it is my place. At the same time it could be (Jamie) Carragher’s place we are talking about because I don’t know why people only say it is me and Skrtel fighting each other for a starting position.”

Það er nákvæmlega þetta sem er málið, það á enginn eitt né neitt í Liverpool (nema kannski Torres í dag).

Núna mun Agger spila með Dönum gegn Möltu á laugardaginn og það mun klárlega nýtast honum vel í að komast í gang. Danir spila engann leik á miðvikudaginn kemur þannig að Agger fer beint tilbaka til Liverpool til að undirbúa sig og verður vonandi 100% klár gegn Wigan.

Uppfært (MAM): Það hefur nú verið staðfest á official síðunni að Skrtel þarfnast ekki uppskurðar og mun vera væntanlegur tilbaka um áramótin. Þetta er góðar fréttir því í fyrstu var talið að hann yrði frá allt tíambilið.

7 Comments

 1. Frábært attitjút í hjá þessum magnaða strák, núna er það bara að vona að hann grípi tækifærið.

 2. Við getum þakkað fyrir að hafa Agger því annars gætum við kysst tiltilbaráttuna bless þetta árið. Hyypia er gott cover en fyllir ekki í skarð Skrtel. Agger á reyndar talsvert í land með að fylla í skarð Skrtel en reyndar er langt síðan maður hefur séð hann spila alvöru leik. Kannski er hann búinn að styrkja sig eitthvað því allt annað hefur hann til að bera til að verða frábær varnarmaður.

  Mér hefur þótt einhver vælutónn í Agger undanfarið en það hefur líklega verið eitthvað uppblásið hjá dönskum og enskum blöðum. Ég er allavega rosalega ánægður með með þetta comment um að Carra þurfi að berjast líka fyrir stöðunni. Hef fulla trú á honum!

 3. Frábærar fréttir frá klúbbnum. Skrtel þarf líklega ekki uppskurð og gæti farið að spila í kringum áramót. Vægast satt góðar fréttir.

 4. MA – “Það er nákvæmlega þetta sem er málið, það á enginn eitt né neitt í Liverpool (nema kannski Torres í dag).”

  ..og Gerrard og Reina kannski?

 5. brynjar:
  “MA – “Það er nákvæmlega þetta sem er málið, það á enginn eitt né neitt í Liverpool (nema kannski Torres í dag).”

  ..og Gerrard og Reina kannski?”

  Ingi: ……og kuyt og arbeloa og alonso og o.fl. o.fl. kannski þar til við fyllum í heilt lið. 🙂

  Ég segji frekar að það á enginn fast sæti í liðinu. Það er ekki sanngjarnt gagnvart hinum í liðinu. Ef Torres spilar illa þá fær bara einhver annar sætið, punktur

 6. Munurinn á því að ef Torres spilar illa eða Arbeloa og fleiri er sá að Torres er alltaf líklegur og þarf að vera í gæslu allan leikinn og heldur varnarmönnum við efnið sem opnar fyrir aðra. En ef menn sem spila aftar á vellinu t.d. Arbeloa ef við tökum hann sem dæmi að þá skapar það mikla hættu og andstæðingar sækja frekar á hann í sóknaraðgerðum sínum ef þeir sjá að hann á slæman dag.

 7. Er ekki líka við hæfi að taka fram hér að Diego Capel meiddist og Albert okkar Rieira var valinn í hans stað í spænska landsliðið…

Skrtel alvarlega meiddur

5 leikmenn í spænska hópnum.