Nú er lag

Það hefur vægast sagt verið margt jákvætt hjá liðinu okkar undanfarið. Engar fréttir er varða eigendaklúðrið og allt sem að því kemur, liðið að ná betur og betur saman og lykilmenn að stimpla sig inn. Sjaldan eða aldrei hefur breiddin í liðinu verið jafn mikil og í hverjum leik erum við með firnasterkan bekk, fullan af mönnum sem maður væri alveg til í að sjá í byrjunarliðinu, en fáir sem í því eru sem maður vill samt skipta út. En auðvitað verða ALLIR að halda sig á jörðinni því næstu fjórir leikir eru afar áhugaverðir.

Framundan er mikil prófraun á liðið. 4 erfiðir leikir sem gætu gefið góðan tón fyrir tímabilið sem er rétt ný byrjað. Staða liðsins í dag er afar góð, en vinnist þessir 4 leikir, þá gæti hún verið frábær. Á sunnudag tökum við slaginn við Man.City, sem hafa verið á góðu skriði og hafa ekki verið jafn sterkir síðan elstu menn muna. Þeir eru sókndjarfir og skora mikið af mörkum, en á móti kemur þá höfum við ekki verið að hleypa miklu inn okkar megin. Við erum með sterkara lið en þeir og ef menn halda uppteknum hætti þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ná í þrjú stig þangað.

Á eftir þeim leik kemur svo uppáhaldið mitt, LANDSLEIKJAHLÉ. Mikið hef ég saknað þeirra (eða þannig). Menn munu væntanlega liggja á bæn þegar að því kemur og vonast til að menn snúi tilbaka heilir heilsu. Leikurinn sem við eigum eftir það er heimaleikur gegn Wigan sem VERÐUR að vinnast. Wigan er reyndar lið sem hefur komið manni hve mest á óvart og Steve Bruce hefur því miður reynst snillingur í því að ná í stig á Anfield síðustu árin, alveg sama hvernig lið hann er með hverju sinni. Þrjú stig og ekkert múður.

Þessu næst tekur við ferðalag til Madrid, leikur sem ég er afar spenntur fyrir. Þar vil ég sjá týpískt Liverpool lið á útivelli í Meistaradeildinni (Barcelona frammistöðu frá Camp Nou leiknum). Taka leikinn heljartökum og fara í versta falli þaðan með eitt stig og nánast formsatriði að komast upp úr riðlinum. Ef það eru einhver lið sem Rafa Benítez kann að undirbúa sína menn fyrir, þá eru það liðin frá Spáni.

Svo kemur fjórði leikurinn og það verður prófraun í lagi. Getum við farið á Stanford Stamford Bridge og náð í 3 stig? Af hverju ekki? Að mínum dómi er Chelsea með lang sterkasta hópinn í deildinni og þeir eiga ekki eftir að gefa álíka slaka og þeir gáfu Man.Utd á síðasta tímabili. Þeir hafa reyndar átt í meiðslavandræðum, en ef eitthvað lið má við slíku, þá er það Chelsea, enda með 2-3 landsliðsmenn að berjast um hverja einustu stöðu á vellinum. En ég segi samt að nú sé lag. Nú er lag til að skrá sig á spjöld sögunnar og verða fyrsta liðið í égveitekkihvaðlangantíma til að ná í 3 stig á heimavöll þeirra. Er til eitthvað sterkara “statement” en það til að sýna fram á að við ætlum okkur að verða í baráttunni í ár? Eftir þessa törn “léttist” svo prógrammið talsvert og liðið með fullt sjálfstraust, ætti að geta komið sér í ansi hreint vænlega stöðu.

Nú er lag, eða hvað?

34 Comments

  1. mér lakar til þegar við förum á Stanford Bridge því að við vinnum ef Daniel Agger verður í Byrjunarliði liverpool því að mér finst hann besti varnarmaður til að dekka Chelsea mennina og Gerrard skorar 1 og Kuyt1
    og staðan verður 2-0 fyrir liverpool til þín Benítez.

  2. loka augunum og læt eins og ég hafi ekki séð morðið á íslenskri tungu hér á undan

    Annars er það alveg rétt hjá Steina hérna. Þetta er svona “defining moment” á þessu tímabili. Hérna gæti allt heppnast eða allt farið úrskeiðis. Það er samt erfitt að ætlast til þess að við vinnum Chelsea en það er allt hægt.

    Núna sést einfaldlega hverjir eru menn og hverjir eru mýs. Núna þurfa Keane, Gerrard, Torres og Masch að rísa og klára þetta. Vil sjá Rafa keyra á sama liðinu. Menn eins og Aurelio og Arbeloa hafa sýnt í síðustu leikjum hvað það þýðir fyrir menn að fá nokkra leiki í röð. Þeir einfaldlega stíga upp um level.

    Friður

  3. Nr. 3 GUMMI minn þú mættir telja upp að tíu áður en þú setur inn þína skoðun, framsetningin er ansi lík spjallborði Gras.is og það er ekki vinsælt hérna. Fá jafnvel einhvern til að fara yfir áður en póstað er inn 😉

  4. Gummi stattu þig. Þú hefur alveg sama rétt og aðrir að setja fram skoðanir þínar og þér þykir klárlega jafn vænt um Liverpool og okkur hinum, en þú mátt vanda þig aðeins meira við skriftirnar. Svo ætla ég að vera leiðinlegur við SStein af sömu ástæðu og ég er ekki leiðinlegur við Gumma: “Svo kemur fjórði leikurinn og það verður prófraun í lagi. Getum við farið á Stanford Bridge og náð í 3 stig?”

    NEI. Af hverju ekki? Við spilum væntanlega á StaMford Bridge sem er heimavöllur Chelsea og þar væri frábært að ná í þrjú stig ! (Fyrirgefðu maður verður svolítið nastí þegar efnahagurinn er eins og hann er !!) Takk samt fyrir góðan pistil, sammála honum í einu og öllu nema Stanford Bridge !!

  5. Þessi Gummi er bara húmoristi og hlær að öllum commentunum sem hann fær út á sín eigin. En nóg um það..

    Hvað segja menn annars við því að Agger sé orðaður við R. Madrid!?:http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=67570
    Ef ég á að segja fyrir mitt leiti þá líst mér bara alls ekki á það. Hann á 2 ár eftir af samningnum og þetta er klárlega leikmaður sem við VERÐUM að halda í okkar röðum. Þá er ég að tala um upp á framtíðina líka. Ekki til margir varnarmenn á Englandi með hans quality, þ.e. að geta spilað bolta út úr vörninni og tekið rispur inn á milli upp völlinn og skapað hættu. Tala nú ekki um í öllum föstu sóknar leikatriðunum. Ég meina, það er ekki eins og Carra eigi allt of mörg ár eftir í topp klassa þó hann sé enn þá hörku góður og einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í dag. Ég verð a.m.k. brjálaður ef hann verður seldur, það er á hreinu..

  6. Agger verður í liðinu á sunnudag. Skrtel, er það ekki honum að kenna markið sem Liv fékk á sig, það segja margir.

  7. Persónulega finnst mér full mikið gert úr þessu nánast eina neikvæða atriði síðasta leiks. jú jú Skrtel hefði vissulega getað gert betur í markinu, en hann átti mjög góðan leik að öllu öðru leiti. Svo var þetta nú bara þræl vel gert hjá PSV og gott mark.

    Ég er alveg einn af þeim sem væri til í að sjá Agger í byrjunarliðinu en skil það hinsvegar bara nokkuð vel að hann er ekki í því sem stendur, þetta flokkast sem lúxusvandamál.

    Það er nú bara þannig. (eða hvernig er þetta)

    Annars fínar pælingar Steini, næstu fjórir leikir eru vissulega mjög mikilvægir, en ef þeir vinnast verða næstu fjórir leikir eftir það alveg jafn mikilvægir (o.s.frv.) Ég er ennþá á því að banna ætti allt tal um að “núna eigum við hugsanlega jafnvel kannski möguleika á titilnum”.
    Spá bara í það hvort við vinnum næsta leik eða ekki, Rafa og co er svosem að reyna þetta en lenda alltaf í að svara þessum spurningum hvort sem er.

  8. Flottur pistill!
    Aðgát skal höfð. Munum það öll, á þessa síðu mega allir skrifa, hvort sem stafsetning eða íslensk tunga er rétt eða röng! Bara dónaskapur bannaður. Munum það að styrkleikar fólks og veikleikar eru mismunandi….

  9. Það er líka nokkuð ljóst að við verðum að viðhalda góðu “momentum” í næstu 3 leikjum til að geta farið á Stamford og tekið 3 stig þaðan. En annars spennandi viðureignir framundan og verður gaman að sjá hvort að maður sjái breytingu á Keane eftir að hann braut ísinn. Ekki það að hann hafi verið að spila illa, en vonandi sýnir hann meiri tilþrif uppvið mark andstæðingana.

    Og flott hjá CAPS-nafna mínum, hann setur alveg í samhengi fyrir mann hvernig hlutirnir gætu verið hérna.

  10. Sammála Babu þarna. Allir leikir mikilvægir. En því veru ekki neitað að það yrði mikið egó búzt að taka Chelsea á þeira heimavelli. Niðurstaða: báðir betri.
    Veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi Agger mál. Hann er hörku leikmaður en hann kemst ekki í liðið vegna þess að það eru 2 aðrir betri í augnarblikinu. Ekki viljum við að Rafa skipti um miðvörð þegar vel gengur bara til að leifa Agger að spila.
    Eins og er kemst Maschrano ekki heldur í liðið og það réttilega því Alonso hefur verið að spila vel undanfarið. Liverpool er bara orðið af stórliði strákar mínir með urmul góðra leikmanna á sínum snærum. Er það ekki bara jákvætt.

  11. Sammála Dóra, en kanski er allt í lagi að leyfa þessum tveim sem Dóri nefnir að vera með á sunnudag. Menn vilja spila til að þeir fái að spila með landsliði sínu, og séu ekki að röfla um það að þeir verði að fara eitthvert annað þar sem að þeir fái að spila meira, og ef þeir eru ekki að standa sig þá má alltaf taka þá útaf…

  12. núna þarf liðið að sýna hungur sitt. skemmtilegtasti leikurinn sem við eigum í vændum er á moti Atletico. Klárlega. Vonandi getum við tekið City á sunnudaginn. ég hef mikla trú á því að við getum tekið öll stigin á Brúnni.
    En að segja að það sem ég eftir komi séu léttari leikir finnst mér ekki passa.
    má vera að þar séu lakari leikmenn en þetta eru einmitt þau lið sem hafa oft
    tekið af okkur stig. það verður engin leikur léttur á leiðinni að titlinum góða.

  13. Þetta eru jú bara spennandi leikir framundan og ég hef fulla trú á okkar mönnum. Liðsandinn virðist vera virkilega góður og liðið hefur virkar betur og betur á mig. Auðvita má margt betur fara en það er þannig einnig hjá hinum liðunum enda er erfitt að mæta í nýtt tímabil með fullslípað lið.
    Nú er bara að sjá hvað Rafa getur og vinna þessa fjóra leiki – þetta er vel hægt – rétt eins og að ná krónunni á rétt ról 😉 Bæði mun gerast á næstu vikum. Ég hef fulla trú á bæði.
    Koma svo 😉

  14. Gaman væri að vera með þriggja manna vörn. Dæmi: Aureleo og Arbeloa á köntunum, Agger eða Carr á milli, svo J M, Alonso, Gerrard, Kuyt og Riera, og svo Keane og Torres. Bara að prufa eitthvað nýtt, en RAFA ræður…… Með þriggja manna vörn er J M fjórði maðurinn í vörnini og einnig er hann nokkuð sókndjarfur.. Koma svo LIVERPOOL BESTA LIÐIÐ Í BRANSANUM..

  15. Veit einhver hvort leikurinn er á laugardag eða sunnudag? Á textavarpinu og daskrá ”stöð2 sport2 ” stendur að leikurinn sé á laugardag! en á liverpool.si stendur að hann sé á sunnudag. veit einhver það?

  16. Hvað viljum við fá mikið út úr þessum leikjum? City úti, Wigan heima og Chelsea úti. Ég segi 7 stig. Það væri fyrir mér frábært. Best væri náttúrulega að taka 3 af þeim gegn Chelsea. Leikirnir á útivelli gegn City hafa verið erfiðir undanfarin ár og yfirleitt endað 0-0.
    Ég hef akkúrat engar áhyggjur af Atlético því við megum alveg við því að tapa í Madríd. Þótt ég sé auðvitað ekkert að biðja um það og um spennandi leik sé að ræða.
    Varðandi stóra Aggermálið þá kæmi það mér ekkert á óvart að hann færi í janúarglugganum. Hann er enn mjög ungur sem varnarmaður og þarf að spila til að fá að þróast. Það er ekki að ganga í augnablikinu, ég bíð eftir tveim síðustu leikjunum í Meistaradeildinni, þá leiki á hann að fá, ásamt Babel, Mascherano (ef hann verður ekki þá þegar kominn inn í liðið) og Lucas. Annars er ekkert á vísan að róa í þessu, í augnablikinu er enginn af sterkustu 13-14 leikmönnunum meiddir þannig að eins og kemur fram hér að ofan þá er Benítez að glíma við lúxusvandamál – uppáhaldsvandamál allra þjálfara.
    Varðandi það að breyta varnaruppstillingunni þá er það algjörlega út í hött að fara í 3-5-2 þegar 4-2-3-1 (4-3-3) er að svínvirka bara til að koma einum ákveðnum leikmanni inn í liðið.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  17. Rétt hjá Einsa Kalda – Sunnudag kl. 14.
    En hvenær sefur Einsi Kaldi 😉

    Hef á tilfinningunni að Rafa breyti ekki miklu eins og liðið hefur verið að spila síðustu tvo leiki en vissulega rétt að það væri skemmtilegt að prufa að hafa JM rétt fyrir framan vörnina og vera með þriggja manna vörn.
    Er samt ekki að sjá það gerast en maður veit svo sem aldrei hvað Rafa dettur í hug. Það hefur allavega komið mér á óvart í þessum fyrstu leikjum hversu lítið hann róterar sem er að mínu mati hið besta mál.

  18. Góður pistill SSteini, stuttri en vanalega frá þér og því betri og hnitmiðaðri. Það mættu halda að þessi síða sé svona Ritun 101, dáldið fyndið.

    En aðallatriðið er þessi leikur á sunnudaginn. Ég bara sé ekki hvernig lið eiga að skora á móti Liverpool vörninni eins og hún hefur verið að spila en auðvitað geta menn gleymt sér í stuttan tíma þegar leikir eru unnir. Skrtel og Carra eru alltaf massívir en það sem hefur komið á óvart í síðustu leikjum er hve Arbeloa og Aurelio hafa bætt sig mikið. Aurelio er að spila sína bestu leiki og Arbeloa er að losa sig við slenið sem var í fyrstu leikjunum.

  19. Rétt hjá Einsa Kalda – Sunnudag kl. 14.
    En hvenær sefur Einsi Kaldi. Manni, Ég sef á nóttuni eins og flestir, en stundum vakna ég á miðri nóttu, og þá gjarnan fer ég og kíki á þessa síðu. Annars vil ég sofa sem minnst, vegna þessað svefninn er bróðir dauðans.( svakalega er þettað djúpt hjá mínum) Þá er ein spuring, hvenær sefur Óli #18. Ívar Örn, við höfum þrjá góða varnarmenn þarna á miðjunni, og jafnvel þann fjórða (HYYPIA). En mér fynnst að það sé í lagi að láta Agger byrja i sumum leikjum, svo að hann fái einhverja þjálfun og reynslu. Er ekki betra að hann hafi spilað eitthvað ef Carr eða Skrtel meiðast, í staðin fyri að þurfa allt í einu að koma inná, og ef að hann byrjar einhvern leik og er ekki að standa sig, þá er honum bara skipt út. Þú segir að liðið sé að gera fína hluti eins og leikkerfið er, sem er alveg rétt,,, nema í Stoke leiknum, þar vil ég meina að Agger hefði settan inn, vegna þess að hann er sókndjarfur og skotglaður + hann hittir á ramman……LIV ER POOL klapp klapp.. 🙂

  20. 🙂 Ég vona bara að þið (Einsi og Óli) sofið bara vel þegar þið sofið 😉
    Rétt að vera ekki að spá í svefnvenjum annara og einbeita sér að boltanum.
    Er annars sammála því að gefa Agger meiri séns. Finnst hann meiri ógn sóknarlega séð og koma boltanum betur í spil en þeir. Þrátt fyrir að það sé ekki hlutverk varnarmanna að vera mikið í sókninni þá er það styrkur.
    Hann hlýtur að fara að fá fleiri sénsa – trúi bara ekki öðru og vil alls ekki trúa því að hann fari í Janúar.

  21. Í Fowlers bænum, ekki misskilja mig hérna. Ég meinti ekki að þeir leikir sem á eftir þessum 4 koma séu léttir, það eru engir léttir leikir í deildinni. En þeir leikir sem á eftir koma eru leikir sem við ættum að vinna á eðlilegum degi, leikur eins og gegn Chelski er aftur á móti leikur þar sem við þurfum að eiga algjöran toppdag til að sigra. Bara að setja “the record straight”. Þessi pistill var ekki ætlaður sem einhver cocky pistill, far from it.

  22. SSteinn=SSt 1. 🙂 það eru margir sem eru í því að misskilja, ég gæti sagt, hvar er þessi Fowler bær? En ég held að við getum unnið hvaða lið sem er og þurfum ekki endilega góðan dag til að vinna þessi topplið. við höfum alla burði til að taka þettað og allir dagar eru góðir dagar hjá LIVERPOOL, það er bara þannig. Sem sagt enga minnimáttarkend.

  23. Frábært viðtal við Kónginn Alonso sem Kjartan bendir á hjá Guardian. Algjör snillingur – hefði verið rugl að fá Barry í staðinn.

  24. einsi kaldi……í guðs bænum……….fowler=guð………..get it? got it? good!!

  25. Toni, á ég að trúa því að þú getir ekki lesið á milli lína. Auðvita skildi ég hvert SSteinn var að fara. Enda var ég bara með dæmi, get it? got it? good!! Sæll.

  26. Í guðsbænum ekki fara að líkja Alonso við Haman. Spánverjin hefur og mun aldrei hafa tærnar þar sem þjóðverjin hafði hælana. Alonso fínn í rólegheitunum á Spáni en hefur hvorki hraða né snerpu til þess að verða afburðarleikmaður í Englandi. Gallarnir eru bara of margir til þess

  27. hvaða neikvæðni ? Alonso hefur átt ágæa leiki upp á síðkastið en verður aldrei jafn mikilvægur fyrir okkur og Haman var. Hvaða neikvæðni fellst í því að segja sannleikann?

Liverpool – PSV 3-1

Manchesterferð til fjár, City – Liverpool