Byrjunarliðið gegn PSV

Rafa var búinn að gefa það út fyrir leikinn að hann myndi ekki breyta miklu, liðið hefur verið að spila vel og kallinn segist eiga í basli með að taka einhvern út úr starting 11 á meðan svo sé. Að hann sé að tala svona er jafvel sögulegri viðburður heldur en gengi krónunnar þessa dagana og eitthvað sem mjög margir anti-rotation sinnar ættu að vera ánægðir með.

Fyrir leikinn er gerð ein breyting og hún er jákvæð að mínu mati, Fabio Aurelio kemur inn fyrir Dossena en annars er liðið nákvæmlega eins og það var gegn Everton.Nú er bara vonandi að Aurelio nái að ræpast til að taka smá run án þess að meiðast, þetta er góður leikmaður þegar hann er heill.

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Aurelio

Gerrard – Alonso
Kuyt – Keane – Riera
Torres

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Agger, Mascherano, Babel, Benayoun, Lucas.

Það þarf ekki neinn vísindamann til að sjá að bekkurinn okkar er orðin mun sterkari en hann hefur oft verið og því margir möguleikar í stöðunni fyrir Rafa þessa dagana. Ég vil líkt og Babel sjálfur fara sjá hann meira í liðinu, sama á við um Agger, en meðan þessir kappar eru bara á bekknum hlítur liðið að vera sterkt um þessar mundir. Mascherano er svo auðvitað byrjunarliðsmaður allajafna en ég er alveg sáttur við miðjuna eins og hún er í dag gegn PSV heima.

Ég segi að þetta verði lítið óvænt í kvöld og fari 3-0, við erum bara mun sterkari en PSV og klárum þetta lið á Anfield, kæruleysið frá upphafi þessarar keppni í fyrra er vonandi að baki. Torres 2 og Alonso skora fyrir okkur.

8 Comments

 1. deskotans! 1 rangur hjá mér!

  en annars á þetta lið að fara með sigur af hólmi í kvöld, engin spurning 🙂

  held mig við spánna í upphituninni, hún er rock solid.

 2. Reyndar held ég að Aurelio fyrir Dossena sé ekki merkilegasta breytingin fyrir leikinn. Mun frekar að það eru heilir tveir púllarar að fjalla um leikinn “í settinu” á Stöð 2 Sport, okkar maður Höddi Magg og svo Rúnar Kristins.

  Þetta er mikil bæting frá því að þurfa að heyra visku þeirra Leifs Garðars (ofur Everton maður) og Tómasar Inga (verri gerðin af United manni) eftir hvern Liverpool leik í fyrra. Meira svona, það eru eðlilega fleiri Liverpool menn að horfa þegar Liverpool er að spila og því fínt að losna við anti – Liverpool spekúlanta. (annars vil ég nú taka það fram að mér finnst Tómas Ingi hafa stórbatnað frá því í fyrra, I might be wrong).

  Svo er bara að vona að Isaksson verði í eins miklu stuði og hann var í síðasta leik sem hann spilaði á Englandi 🙂

 3. Ég vonast til að Keane fái svipaða hjálp við að skora í kvöld og Berba fékk í gær …

  2-0, Keane og Gerrard

 4. Frábært mark hjá Keane, en ég vona innilega að hann standi við stóru orðin og taki þetta óþolandi fagn aldrei aftur. Það er viðbjóður

 5. Ég gæti svo sannarlega vanist þessu fagni, svo lengi sem hann er að fagna marki fyrir okkur.

 6. Eftir að hafa séð það núna þá finnst mér þetta fagn er algjör snilld ! 😀

 7. Vúbbs, samþykkti commentið aðeins of snemma.

  Hafið þið tekið eftir því að tvær af bestu sóknunum okkar eru eftir hornspyrnur ?!? Ég held að ég fari með nokkuð rétt mál þegar ég segi að það eru svipaður fjöldi og á öllu árinu 2008.

PSV á morgun

Liverpool – PSV 3-1