PSV á morgun

Áfram með smjörið. Á morgun er fyrsti heimaleikur Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fáum við hollenska stórveldið PSV Eindhoven í heimsókn. Þótt ég hafi ekki enn farið á Anfield og þá mjög bersýnilega ekki upplifað Evrópukvöld þar, þá sér maður bara og finnur stemninguna á vellinum, þetta er svolítið annað heldur en laugardagsleikur í enska. En nóg um það, leikurinn er á morgun og hefst klukkan 18:45 “punctually” að íslenskum tíma.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi lið leiða saman hesta sína í Meistaradeildinni. Fyrir tveimur árum, eða tímabilið 2006-2007, þá lentum við einnig með þeim í riðli og gerðum markalaust jafntefli í Hollandi en unnum heimaleikinn 2-0. Liðin mættust svo nokkrum mánuðum síðar í 8-liða-úrslitum keppninnar og þar hafði Liverpool betur, samanlagt 4-0.

PSV eru sem stendur í 2. sæti hollensku deildarinnar (Eredivisie) og hafa unnið hana síðustu 4 ár. Ég ætla nú ekki að hafa þau mörg orðin um þennan annars ágæta klúbb heldur einbeita mér bara að gestgjöfunum.


Af okkar mönnum er hitt og þetta að frétta. Yossi Benayoun og Javier Mascherano eru orðnir heilir sem eru mikil gleðitíðindi, ég held að allir séu þá heilir nema náttúrlega hinn seinheppni Degen. Rafa hefur varað menn við liði PSV og vill byrja leikinn af krafti og setja gestina strax undir pressu. Dirk Kuyt talar einnig um að PSV séu orðnir sterkari síðan síðast, þannig það er alveg á kristaltæru að vanmat á liði PSV er eitthvað sem er ekki til á Anfield. Enda er engin ástæða til þess að vanmeta lið sem hefur verið yfirburðalið í hollensku deildinni síðustu ár.

Ég er ennþá í skýjunum eftir nágrannaslaginn um helgina og fæ bara ekki leið á því að horfa á þetta video sem ég hef sett hér í færsluna!! Liðið lék mjög vel og það er greinilegt að menn eru að komast í betra form með hverjum leikjum og mun skemmtilegra að horfa á liðið núna en fyrir nokkrum vikum síðan. Það er því mjög jákvætt að þótt menn hafi ekki verið í neinu toppformi í byrjun tímabils þá náðum við samt mjög góðum úrslitum og erum enn taplausir. Leikur liðsins hefur batnað og þá er ég aðallega að tala um sóknarleikinn auðvitað. Torres er farinn að skora á ný og Keane er farinn að leggja upp þannig ég get ekki kvartað yfir spilamennskunni þessa dagana.

Þá að byrjunarliðinu á morgun. Ég hef mikið spáð og spegulerað í þetta og hef komist að þessari niðurstöðu. Ég mun rökstyðja það sem þarf hér að neðan.

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Aurelio

Gerrard – Alonso
Kuyt – Keane – Babel
Torres

Ég held að Aurelio leiki í vinstri bakverði einfaldlega vegna þess að mér finns Dossena búinn að vera vægast sagt slakur upp á síðkastið.

Svo er það “holan”. Ef Keane fer í holuna þýðir það bara eitt, Mascherano verður á bekknum, því ekki mun Gerrard verma tréverkið og Alonso er að spila mjög vel þessa dagana. Ef Gerrard verður í holunni, þá verður Keane væntanlega á bekknum og Mascherano á miðjunni. Ég held að Keane fái þennan leik þar sem hann var frábær gegn Everton og ég væri hissa ef Rafa myndi ákveða að hvíla hann í þessum leik.

Svo er spurning með vinstri kantinn. Ætlar hann að nota Riera, Babel eða Benayoun, sem ég vona að byrji ekki þar sem álit mitt er ekkert gríðarelga hátt á þeim leikmanni. Rafa hefur verið að tala um að hann og þjálfarateymið sé að hjálpa Babel með taktísku hliðina á leiknum og að hann sé klárlega hugsaður sem byrjunarliðsmaður og muni leika stærra hlutverk í ár heldur en á síðasta tímabili. Hann segir að Babel sé leikmaður sem geti breytt leikjum, en nú vill hann að Hollendingurinn geti byrjað að hafa áhrif allt frá fyrstu mínútu. Þetta segir okkur það að Babel mun byrja oftar í vetur og tek ég þeim fregnum fagnandi. PSV ætti að henta Babel mjög vel og hann ætti að þekkja til þeirra, þar sem hann lék með Ajax, helstu erkifjendum PSV.

Spá

PSV tapaði 0-3 fyrir Atletico Madrid á heimavelli í fyrsta leik riðlakeppninnar og það er spurning hvernig þeir koma til leiks á Anfield. Ég held að þetta verði hörkuleikur og að gestirnir verði erfiðir viðureignar. Ég á þó von á að við munum klára þetta í síðari hálfleik 2-0 með mörkum frá Alonso og Skrtel! 🙂

22 Comments

 1. já við vinum 3-0 eða 5-0 ef það verður 5-0 þá skorar torres þrenu því að ég held að hann er homin aftur eftir tvö mörk á móti Everton en Robbie Keane skorar 1 og Babel 1. en mig lángar að liverpool kaupi David Villa kostar 150m evra og Aguero og selja Andriy Voronin.

 2. Váá, þetta er eitt magnaðasta komment sem ég hef séð ! 😀

  Anywhooo, það er hrein og klár krafa um 3 stig annað kvöld.

 3. Maður fær það svona á tilfinninguna að GUMMI hafi stolist á netið en haft rosalega lítinn tíma en frá mjög miklu að segja 🙂

  En smashing upphitum Olli, PSV ber auðvitað að sýna virðingu en við eigum að vera mun sterkari en þeir um þessar mundir og því c ég fyrir mér 2-3 marka sigur.

 4. Þessi Gummi er bara áhugasamur eins og við hinir, bara aðeins yngri sennilega. Svo verið góðir:-)

  En PSV eru óútreiknanlegt lið sem endurnýjast á hverju ári. Ég er ekkert alltof bjartsýnn fyrir þennann leik en spái samt 2-1, Keane með tvö! haha.
  Vona að Babel fái að spila gegn samlöndum sínum.

 5. já ef við seljum gerrard og agger og reina og voronin ættum vi að geta keypt aguero og villa;)

 6. Ég spái 3-1 sigri okkar mana. Keane mun brjóta ísinn og setja inn eitt. Hann er að komast í gang, strákurinn! Torres potar inn einu og svo verður hræðilega hallærislegt sjálfsmark undir lok leiksins hjá PSV, eftir að þeir hafa minnkað muninn í 2:1 … nokkuð öruggur um að þetta fari svona 🙂

 7. Get verið sammála mörgu fyrir utan að ég er með á hreinu að Mascherano byrjar inn á í kvöld. Kuyt er líka pottþéttur inni og ég held að Babel detti inn á móti Hollendingunum þar sem hann ætti að þekkja vel inn á þá og vera vel stemmdur. Ég hallast að þessu liði:

              Reina
  

  Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio
  Mascherano – Gerrard
  Kuyt – Keane – Babel
  Torres

  Ef kallinn vill þétta þetta enn meira gæti hann sett Alonso þarna inn á miðjuna með Mascherano. Þá myndi Gerrard fara í holuna og Keane út til vinstri. Skil ekki alveg hvað fólk er að missa sig yfir því að hann sé settur vinstra eða hægra megin í þessari þriggja mann línu fyrir aftan framherjann. Þegar þessi uppstilling er að virka hvað best eiga þessir menn hvort sem er að vera nokkuð fljótandi á meðan bakverðirnir koma upp kantana til að senda fyrirgjafir. Kuyt sýndi nákvæmlega út á hvað þetta gengur á móti Everton. Hann var alls ekki fastur á hægri heldur ógnandi allt í kringum teiginn það sást í báðum mörkunum þar sem hlaup frá honum áttu stóran þátt…..

 8. Þetta er mín óskauppstilling:

  Reina
  Arbeloa, Carra, Agger, Aurelio
  Mascerano, Gerrard
  Babel, Keane, Rieira
  Torres

  Bekkurinn:
  Cavalieri
  Skrtel
  Kuyt
  Benayoun
  N’Gog
  Dossena
  Alonso

  …ekki slæmur bekkur þetta!
  Skal reyndar viðurkenna að mér finnst Skrtel alls ekki eiga skilið að detta á bekkinn en ég vil Agger á heimavelli á móti svona liðum. Þetta er alls ekki það lið sem ég býst við að byrji leikinn, en það lið sem ég myndi vilja sjá.

 9. Babel á aldrei eftir að byrja þennan leik… Enda viljum við lika eiga super-subinn okkar inn ef í hart fer….

 10. Sælir félagar
  Ég er helsáttur við þessa upphitun og ekki síður við kommentið hjá Gumma#1
  En það eina sem ég set útá er Aurelio. Ég vil ekki sjá hann í byrjunarliði og helst ekki á bekknum heldur. Mér er ómögulegt að skilja hvað menn sjá við þennan leikmann. Miðlungs varnarmaður og ég man ekki eftir að hann hafi átt þátt í nema einu marki frá upphafi með liðinu. Ég held að hann hagfi þar að auki átt 3 – 4 fyrirgjafir á sama tíma. Og ekki er spilið í kringum þennan dreng neitt til að hrópa húrra fyrir. tapar boltanum oftar en ekki á eigin vallar helmingi og nær í annaðhvert skipti að bjarga eigin mistökum. Ja maður, þvílíkt og slíkt.
  Nei allt annað en hann (nema rauðhærða norðmannin sem var og er í sama klassa) í byrjunarliði LFC. Og læt ég svo endanlega staðar numið í ummælum mínum um þennan leikmann og mun ekki framar tjá mig um hann nema hann geri mig ómerkan orða minna. Þá skal ég verða fyrstur manna til að hrósa honum og viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér. En þangað til … Hann mun fá mörg tækifæri því miður til að afsanna orð mín því RB virðist hafa óendanlega trú á þessum dreng.
  Það er nú þannig.

  Það er nú þannig

 11. Ég væri mjög til í að sjá liðið svona:
  Reina
  Arbeloa Agger Carra Aurelio
  Alonso Mascerano
  Babel Gerrard Keane
  Torres

  Spái að leikurinn endi 1-0 eða 2-1, það er klárt að Torres skori í þessum leik en ætli Babel smelli ekki einu í leiðinni.

 12. Sammála með að Dossena er búinn að vera vægast sagt slakur. Aurelio var góður á móti Scum og á skilið að fá smá “run” í liðinu. Þannig er nú það.

 13. Rafa segir að liðið sé búið að spila vel undanfarið og hann geri litlar sem engar breytingar. það nú er þannig. 🙂

 14. — sammála síðasta ræðumanni
  Avanti Liverpool …. ALLLLLLLLTAF

 15. Flott upphitun! en ég vill fá liðið svona

  Reina
  Arbeloa-Carra-Skrtel-Dossena
  Kuyt-Alonso-Gerrard-Riera
  Torres-Keane

  spái 4-0 Keane(1),Torres(1),Gerrard(1),Riera(1)

  YNWA

 16. Mér þykir leiðinlegt að eyðileggja spennuna fyrir leikinn en mig dreymdi úrslitin. Réttara sagt dreymdi mig að ég væri að horfa á highlights úr leiknum, ég sá bara síðasta markið sem var skorað af Dossena.(hann náði að komast inn í misheppnað skot frá Kuyt) En leikuruinn fór 4-1 og Keane setti 2, Carragher 1 og svo náði Dossena að pota einu.
  vona að þetta verði að veruleika ;o)
  kv frá Köben.

 17. Sælir.
  Glæsileg upphitun og sennilegt byrjunnarlið. Ég er þó á því að Agger eigi að fara detta inn í liðið á kostnað Skrtel. Hinsvegar er það ekki sniðugt uppá heildarmyndina að taka leikmann úr liðinu sem er búinn að standa sig mig prýði það sem af er tímabili. Það sem ég væri til í að sjá gerast væri:

  Reina
  Carra – Skrtel – Agger – Arbeloa
  Alonso – Gerrard
  Kuyt – Keane – Riera
  Torres

  Þetta er að mínu mati með okkar besta byrjunarlið. Carra í hægri bak einfaldlega til þess að koma Agger inn í liðið – hann er að mínu mati okkar besti hafsent. Einnig setti ég Alonso í liðið einfaldlega vegna þess að hann er búinn að vera spila mjög vel og Mascherano er ekki eins hentugur gegn liði sem á að vera lakara en Liverpool, þrátt fyrir að vera frábær leikmaður. Riera í liðinu og Babel á bekknum. Babel á það til að koma með gífurlegan kraft inn í liðið þegar honum dettur í hug, en stundum virkar hann hreinlega lélegur og með hræðilegt fyrstu snertingu.

  Annars spái ég 2-0 sigri Liverpool. Liðið þarf að fylgja eftir frábærum sigri gegn Everton með sannfærandi sigri á PSV og sína hinum stóru liðinum að Liverpool er fullfært um að gera góða hluti á þessu tímabili – bæði í deild og meistaradeild.

  Kveðja,

 18. Ég vil sjá Riera á kantinum, Babel hefur ekki verið heillandi það sem af er.

  Það er nú þannig.
  Það er nú þannig.

 19. Reina
  Arbeloa – Carra – Skrtel – Aurelio(Pottþétt)
  Gerrard – Xabi
  Kuyt – Babel – Keane/Riera
  Torres

  Þó svo að ég viti eiginlega að Keane verði fyrir aftan Torres og Riera vinstra megin þá má maður auðvitað láta sig dreyma.. Væri líka óskandi að sjá Babel í staðinn fyrir Kuyt þarna hægra megin. En 4-0 Kuyt 2 Torres 2

 20. Reina

  Arbeloa- Agger-Carragher – Aurelio

  Gerrard – Alonso
  Kuyt – Keane – Babel
  Torres
  torres 1 – Babel 1- keane 1.

Mánudagur!

Byrjunarliðið gegn PSV