Tottenham í Deildarbikarnum

Dregið var í 4. umferð (16-liða-úrslit) deildarbikarins í gær.
Liverpool fær útileik gegn botnliði ensku úrvalsdeildarinnar og sigurvegurum keppninnar frá því á síðasta tímabili, Tottenham.
Sú viðureign er athyglisverð fyrir þær sakir að stórkaup sumarsins hjá Liverpool, hann Robbie Keane, mun spila á White Harte Lane í fyrsta skipti síðan hann var seldur til Liverpool og það verður spennandi að sjá mótökurnar sem hann mun fá. Það ríkja blendnar tilfinningar hjá stuðningsmönnum Tottenham gagnvart Keane þar sem hann er hetja í augum sumra, en svikari í augum annarra.

Tottenham er á botni deildarinnar og furða ég mig yfir því eins og margir aðrir. Þetta lið hefur góðan hóp og topp þjálfara og eiga að vera í topp 7 í þessari deild að mínu mati.

En hér er drátturinn í heild sinni.

Sunderland – Blackburn

Arsenal – Wigan

Chelsea – Burnley

Swansea – Watford

Man Utd – QPR

Stoke – Rotherham

Birghton/Derby – Leeds

Tottenham – Liverpool

Hvað segja menn? Ánægðir með þetta?

14 Comments

 1. Þetta ætti að vera góðar fréttir, miðað við stöðu Tottenham þessa dagana. En þetta er einmitt leikur sem að þeir myndu snúa blaðinu við. Stilla upp sínu sterkasta liði, gegn einhverjum einhverjum kjúllum og mæta síðan í næsta leik með það móralboost að hafa unnið Liverpool.

  Líst ekki nógu vel á þetta. Hinsvegar væri það frábært ef að við náum að rústa þeirra sterkasta liði með eintómum kjúllum 😀

 2. Alveg merkilegt hvað Chelsea lenda alltaf á auðveldum liðum.
  Annars er ég alveg sáttur að fá Tottenhm enda eru þeir að spila ömurlega þessar vikurnar og ætti að nást góður sigur þarna.

 3. Mér gæti ekki verið meira sama hvaða lið við fáum í þessari bikarkeppni.

 4. Auðvitað hefur maður engan áhuga að mæta liðum í úrvalsdeildinni fyrr en á síðari stigum. En ef Rafa ætlar að taka þennan bikar alvarlega þá held ég ekkert varalið dugi á móti Tottenham. Tottenham mun örugglega spila sínu sterkasta liði.

 5. Tottenham er ágætis mótherji, upphafinn spjallari að þjálfa þá og búinn að selja 6 – 10 menn úr byrjunarliði á einu ári!
  Vonandi klárum við þá og förum lengra. Skiptir máli að fá nokkra leiki í henni…..

 6. Hefði verið best að fá heimaleik en á móti hverjum held ég að skipti engu máli þar sem þessi keppni verður ávallt notuð til að koma mönnum í form og/eða leyfa leikmönnum sem eru við hópinn spreyta sig.

 7. Tottenham hefur alls ekki verið að spila vel í byrjun deildarinnar en eins og margir segja, og maður heyrir oft, þetta er keppnin sem allt getur skeð í! Ef að maður vanmetur leik þá er næsta víst að eitthvað hræðilegt mun ske, eða það hefur gert það oftast.
  Þrátt fyrir það held ég að okkar menn taki þá 1-3 með marki frá Keane, Torres og Kuyt.
  En ekki vanmeta neinn andstæðing í þessari keppni, vitum að það getur verið dýrkeypt.

  YNWA – RedArmy!

 8. Auðvita á ekki að vanmeta neitt lið, en það er spurning í þessari keppni, leifa kjúllunum að sjá að mestu um þessa keppni. Annað, mér var tjáð það að ca 50% liverpool búa haldi með Everton, en ca 20% með Liv og restin með öðrum liðum, er þettað rétt, veit einhver um þettað?

 9. já, ég var líka að heyra að 50% af íbúum liverpool borgar væru þrollaheftir og óvitar, 20% væri vitiborið fólk og restin væri í bullinu.

 10. Nei, þetta sem þú ert að vísa í einsi kaldi er könnun sem menn hafa náð að mistúlka svo gjörsamlega. Það sem kom út úr þessari könnun (sem var gerð á landsvísu á Englandi) var að 20% af stuðningshópi Liverpool FC koma úr Liverpool borg. Þetta segir okkur einfaldlega að á Englandi er mjög víða mikill stuðningur við Liverpool. Í sömu könnun þá var t.d. Hull með 88% sinna stuðningsmanna í borginni Hull. Þessi könnun segir okkur það að af stuðningsmönnum Liverpool á Englandi þá búa rúmlega 20% þeirra í borginni.

 11. Ok, en eru þá fleiri sem halda með Everton í Liv, borg, heldur en Liverpool FC SSteinn veistu það? Hvað er að vera þrollaheftur. 🙂

 12. hæ við vinnum Tottenham þeir spila ömur lega þessa dagana en Robbie Keane er eftir að skora í þessum leik.

 13. einsi kaldi.. augljóslega þýðir þetta að Everton á ekki jafn marga stuðningsmenn utan borgarmarkanna eins og Liverpool.. en þetta segir ekkert um hvernig prósentuhlutfallaið í borginni er á liðin tvö..

 14. Spennandi dráttur…en Tottenham mun klárlega gefa talsvert í þennan bikar, fyrst þeir hafa byrjað svona skelfilega í deildinni.

  Hef samt trú á að Rafa muni stilla upp sterku liði og þetta verði tens…vinnum í framlengingu

Everton – Liverpool 0-2 (Leikskýrsla)

Mánudagur!