Liverpool 0 – Stoke 0

Í dag tapaði Liverpool 2 stigum á heimavelli í baráttunni um enska meistaratitilinn. 27 marktilraunir, þar af 11 á rammann, hvað er hægt að segja?

En hefjum þetta á byrjunarliðinu.

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Dossena

Gerrard – Alonso
Kuyt – Keane – Riera
Torres

Bekkur: Cavalieri – Degen – Agger – Lucas – Benayoun (inn f. Keane) – Babel (inn f. Riera) – Mascherano.

Leikurinn byrjaði ansi fjörlega. Steven Gerrard tók aukaspyrnu fyrir utan vinstra vítateigshornið og skot/sending hans hafnaði í netinu og hafði ekki viðkomu við neinn leikmann. Þrátt fyrir það var flaggað og markið dæmt af og verð ég bara að segja að ég veit ekki alveg hvað dómararnir sáu athugavert við þetta. Fullkomlega löglegt fyrir mér. En þetta umdeilda atvik átti svo eftir að ráða úrslitum.
Leikurinn þróaðist eins og flestir áttu von á held ég, þ.e.a.s Liverpool lágu á Stoke og léku boltanum sín á milli fyrir utan teig Stokara. Það er oft frekar erfitt að komast bakvið svona varnarmúra og í fyrri hálfleik sáum við lið gestanna liggja mjög aftarlega með vörn sína (sem var eiginlega allt liðið) og færi Liverpool voru þá einna helst skot fyrir utan teig.
Í síðari hálfleik var það nákvæmlega sama upp á teningnum og Liverpool fengu góð tækifæri mjög fljótlega. Fyrst var það Keane sem fékk sannkallaðan deddara eftir góðan undirbúning Arbeloa en Keane klúðraði. Torres fékk svo mjög gott skallafæri, aftur eftir undirbúning Arbeloa og nú voru allavega færin að færast nær marki Stoke. Menn voru farnir að koma í meira mæli inn í teig og því komu eðlilega meiri möguleikar heldur en í fyrri hálfleik þegar að menn stóðu fyrir utan teig og spiluðu þar á milli sín með Torres einan inni í teig. En leikurinn fór að opnast og Stoke fór að fá innköst frá Rory Delap og hornspyrnur og hvaðeina og að sama skapi opnuðu þeir sig örlítið varnarlega. Liverpool fóru að nýta sér það með að fjölga inni í teig og loksins var þetta orðinn leikur. Næst var röðin komin að Torres, hann þrumaði á markið en varnarmaður Stoke komst fyrir skotið með höfðinu. Dirk Kuyt fékk svo 2 færi á sömu mínútunni og aukaspyrna Steven Gerrard skreið svo framhjá stönginni. Eitthvað hlaut að fara að gefa sig, þetta var ekki hægt. Það tók svo alveg steininn úr þessu þegar að Carragher var farinn að skjóta á markið, en skot hans fór upp í stúku.
Pressan jókst undir lok leiksins en krafturinn var ekki nógu mikill og leikurinn fjaraði út.

Þessi leikur var hreinn viðbjóður að horfa á, spil Liverpool var alveg allt í lagi en þegar það átti að reka endahnútinn á sóknirnar þá klikkaði allt. Hugmyndirnar voru afleitar og leikmenn virkuðu þreyttir og bitlausir.

Vörnin þurfti ekki að gera mikið svosem varnarlega og gula spjaldið hans Skrtel var algjör óþarfi og ófagmannlegt pirringsbrot. Carragher og Skrtel komu aðeins upp í sóknina en spila eðlilega ekki mikið af henni. Dossena þarf að fara að laga krossana sína því þeir voru vægast sagt viðbjóður áhorfs í dag. Arbeloa var hins vegar mjög beittur og spilaði mjög vel, bæði í vörn og sókn.

Miðjan gerði vel í að leika boltanum sín á milli og skilaði kannski sinni rullu sæmilega. Mér fannst Alonso eiga allt í lagi leik, sótti boltann niður í vörnina og lék honum ágætlega frá sér, skilaði svo sem sínu hlutverki allt í lagi. Gerrard byrjaði leikinn á að skora gott mark sem var því miður dæmt af og hann átti ekkert afleitan leik að mínu mati. En hann er greinilega ekki í sínu besta formi, eiginlega frekar langt frá því og það sást að hann hafði ekki kraftinn í lokin þegar menn voru að leita að honum. En það er eðlilegt þar sem hann var meiddur fyrir ekki svo löngu síðan.

Sóknin eru náttúrlega vonbrigði dagsins. Riera átti góð tilþrif og fína spretti og virkaði nokkuð solid á mig, spilaði fínan leik og ekkert hægt að kvarta undan honum. Kuyt spilaði þokkalega, átti nokkur færi sem hann hefði mátt fara betur með en hann skorti hugmyndir eins og flestir aðrir í sóknarleik Liverpool í dag. Keane var rosalega slakur í dag. Hann fékk tvö mjög góð færi og ég veit ekki hvað maðurinn þarf gott færi til þess að geta skorað sitt fyrsta mark, ég er orðinn mjög pirraður á honum og hann varla sást í þessum leik og það sem sást af honum var neikvætt. Mér fannst Torres vera staður inni í teignum og skapaði lítið, kannski því hann var á einhvern óskiljanlegan hátt mjög oft einn inni í teignum. Torres tók sér líka of mikinn tíma í sínar aðgerðir og var einfaldlega eins og allir aðrir í dag, bitlaus og klaufalegur í færunum.

Það eru nú ekki margir sem berjast um hituna þegar kemur að því að velja mann leiksins. Það voru nokkrir sem gerðu svo sem ekkert rangt, en mér fannst heldur enginn gera eitthvað auka sem þarf oft til að eitthvað gerist. Þetta var eins og áður hefur komið fram ótrúlega bragðdauft og þegar færin loksins komu þá voru menn algjörlega eins og aumingjar fyrir framan markið.
Ég ætla að velja Arbeloa mann leiksins, hann átti góðar fyrirgjafir og spilaði varnarleik sinn vel. Hann undirbjó bestu færi liðsins en samherjar hans sáu til þess að klúðra þeim tækifærum.

En við skulum nú ekki mála skrattann á veginn strax. Þessi leikur er búinn og ég er viss um að menn séu eðlilega mjög pirraðir, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar. En það þýðir ekkert að hengja haus og vera með nein læti, tímabilið er ekki langt komið og ég er viss um að nú þegar Gerrard og Torres séu komnir á fullt að þá fari eitthvað almenninlegt að gerast þarna frammi. Það þarf hins vegar augljóslega að fríska eitthvað upp á sóknarleikinn og fara yfir það hvernig menn brjóta upp slíkt tjaldsvæði sem myndaðist í teig gestanna. Ég er hins vegar mjög mótfallinn því að hafa Keane í holunni, ég vill hafa Gerrard í þeirri stöðu fyrir aftan Torres. Af hverju að breyta einhverju sem var að virka? Sáum hvernig þetta virkaði í Frakklandi í vikunni allavega. Keane er bara ekki að virka í þessari stöðu og ég veit ekki hvað hann þarf marga leiki þangað til eitthvað gerist hjá honum. En nóg um það og leikinn.

Næsti leikur er gegn Crewe í Deildarbikarnum á þriðjudaginn og vonumst við til þess að það verði aðeins skemmtilegri leikur.

YNWA.

84 Comments

 1. Hvað í andskotanum sá dómarinn sem varð til þess að hann dæmdi markið hans Gerrard af????????????????
  Óþolandi svona leikir!!!!!

 2. Eftir alla þá gleði sem fylgdi Manure sigrinum … þá fer þetta með þá gleði algjörlega. Auðvitað er mótið nýhafið og allt það – og mögulega lendum við einungis tveimur stigum á eftir toppliðinu eftir umferðina… en ef titill á að vinnast í vor, þá eiga svona leikir að vinnast! Plain and simple!

 3. Verðum aldrei meistarar undir stjórn Benitez. Maðurinn þarf að fara finna punginn á sér og taka smá áhættu, alveg óskiljanlegur þessi maður, hann fær 0 í einkunn fyrir þennan leik.

 4. Leikurinn og úrslitin í dag er ástæðan fyrir því að Liverpool nær ekki takmarkinu: verðlaunum fyrir 1. sæti. Leikurinn í dag er dæmigerður. Eftir að hafa unnið Man. Utd og Evrópuleik – þá kemur liðið og getur ekki skorað mark á heimavelli gegn nýliðum deildarinnar. 30-2 í skotum. 76-24% með boltann. En ekkert mark. Menn fá ekkert fyrir að dúlla með boltann, skjóta og skora ekki. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu en gátu það bara ekki. Og því miður er það ekki nóg. Menn fá bara stig fyrir fleiri mörk skoruð. Sem sagt, góð vika farin fjandans til. Þessi stig sem töpuðust í dag eru skelfileg. Hvað ef það munar 1-2 stigum á Liverpool og næsta liði í vor? Skipta þessi stig þá ekki máli?

 5. Úff … þvílíkt svekkelsi 🙁 Hugsaði með mér þegar markið var dæmt af hvað ég yrði pirraður ef þetta myndi ráða úrslitum leiksins.

  Blahh … verður maður ekki bara að halda með Bolton og Júnæted á morgun? Þá endum við umferðina a.m.k enn á toppnum þrátt fyrir þennan harmleik í dag.

 6. Verulega frústrerandi leikur. Sýndist markið vera vel rúmlega löglegt. Kuyt fannst mér fínn að mörgu leyti, Arbeloa átti nokkrar hættulegar sendingar og Gerrard reyndi eins og hann gat að redda liðinu enn einu sinni. Carragher átti líka fínt skot sem maður hefði vel verið til í að sjá inni. Vörnin og Reina voru annars bara í fríi, allavega hvað varnarleik varðar. Aðrir leikmenn voru með drulluna mestallan tímann.

  Ég var hlynntur kaupunum á Keane og er enn bjartsýnn á að hann muni standa sig vel með Liverpool. En kæruleysið sem hann sýndi af sér í þessum tveimur dauðafærum sem hann fékk var algjör dauði og ekki beinlínis til að létta af honum pressunni.

  En já, þessi leikur (og þá sérstaklega úrslitin) var algjör martröð. Hryllingur hreinlega.

 7. Fann fyrir sterkri ógleði-tilfinningu þegar leikurinn var flautaður af. Sé ekki alveg hvað Benitez gat gert meira til að knýja fram sigur. Keane, Torres og Gerrard (1 af 7 á markið) verða bara að nýta færin sín betur. Í hvert sinn sem Stoke reyna að spila fótbolta eru þeir flengdir en geta náð stigi á Anfield með svona anti-fótbolta, það er eitthvað öfugsnúið við þetta.

 8. Þetta er náttúrulega hneyksli og er ástæðan fyrir því að við vinnum ekki deildina. Leikur liðsins hugmyndasnauður og fálmkendur, við virðumst ekki hafa gæði til þess að brjóta upp varnir liða sem spila með 10 manna varnarmúr. Og ekki tekur hr Benitez sénsa Gleðin yfir sigrinum um síðustu helgi entist því einungis rúma viku. Ef að markið hefði ekki verið dæmt óskiljanlega af hefði leikurinn hugsanlega endað með stór sigri. En guð hjálpi okkur við vorum að spila við lang, lang slakasta liðið í deildinni. Annars má maður ekki vera of neikvæður ; ) Því miður eiga samt fleiri svona leikir eftir að hrella okkur í vetur

 9. jafntefli á heimavelli eru það sem munu kosta okkur það alltaf að við eigum ekki séns á titlinum alveg þangaðtil það vera teknir inn nógu skapandi leikmenn sem geta klárað leiki af þessu kaliberi

 10. Í fyrsta lagi. Markið hjá Gerrard löglegt…punktur. Enska Knattspyrnusambandið getur étið úldinn draug yfir því að vera með asna í vinnu við að dæma. Mannkertið sem flaggaði stal tveimur stigum af Liverpool í dag.

  Í öðru lagi. Af hverju í ósköpunum er menn eins og Torres og Babel sem kunna að taka menn á ekki spilaðir í lappirnar aftur og aftur, þar til:
  A)Þeim tekst að hjóla sig í gegn og skora mark.
  B)Þeir eru felldir í vítateig og fá víti.
  Algjörlega óþolandi að vera með endalausar hásendingar inn í svona hávaxna vörn og ekkert gerist. Mikið andskoti saknaði ég Crouch í dag.

  Í þriðja lagi. Er Robbie Keane fyrirmunað að skora? Og hvar var hann í fyrri hálfleik?

  Niðurstaða. Enn eitt fokkings óþarfa jafnteflið á Anfield. Fari það í kolmórauðar kæstar krabbaflær. Mikið djöfull er ég pirraður yfir þessu jafntefli.

 11. Þvílíkt svekkelsi, það er fátt meira pirrandi en að þurfa að gefa tvö stig vegna þess að linuvörurinn var ekki starfi sínu vaxin, markið var fullkomlega löglegt… Uppstillingin á liðinu er líka áhyggjuefni, það er alveg sama hvað Babel stendur sig vel í lieikjum hann virðist bara ekki komast í byrjunarliðið í deildinni, algerlega óskiljanlegt. Keane virðist ekki ætla að koam með mark, og það vantar allan brodd í að klára sóknirna hja´okkur, og eitt er það sem þar að fara inleiða í Liverpool og það er einna snertinga bolti það er svoleiðis bolti sem getur brotiðaftur 10 manna vörn en ekki það að vera sífelt að klappa boltanum. Ég er ekki sammála því eins og sumir segja hér að við getum ekki unnið daildina bara vegna þess að við unnum ekki í dag og þó að við höfum unnið Man Utd, þá segir það ekkert um það hvernig næsti leikur fer. Ferguson er nú reindai en flestir í þessum bolta og eitt sinn sagði hann að ef lið ætlaði að eiga séns i að vinna deildina þá mætti ekki muna meira en 9 stigum á efsta liðinu og þremur næstu um ármamót, eins og hann sagði sjálfu að það kæmi þá fyrst í ljós úr hverju liðin eru gerð, ég held og trúi því að þó að þetta hfai farið illa i dag að þetta veði ár Liverpool og við fögnum tilinum í lok tímabils…

 12. Smá leiðrétting á skýrslunni.

  *Torres fékk færi að venju en hann þarf enn að bíða eftir sínu fyrsta marki á seasoninu

  Torres er nú þegar búinn að skora sitt fyrsta mark á sísoninu, á móti Sunderland í fyrstu umferð ef ég man rétt 🙂

 13. Gerrard verður að fara taka Keane í BARE ARSE þetta gengur ekki!!!!!

  vonandi að það verði ekki miskilningur á þessu!!!

  YNWA

 14. Mér finnst rökin í því að velja Arbeloa mann leiksins ekki standa, þegar sagt er að hann hafi spilað varnaleikinn vel……ég man ekki eftir að hann hafi þurft að verjast.

  Dómarinn maður leiksins eftir að hafa klúðrað stærsta atriðinu.

 15. Skv. soccernet þá dæmdi dómarinn og línuvörðurinn hrindingu á Torres, hmmm sá einhver annar hana?

 16. Jákvætt að hafa fengið stig sem við höfðum ekki í morgun.

  Ánægjulegt að ekki hafi verið ástæða til að fara í þriggja manna vörn þegar ljóst var að hitt liðið var að setja nýtt heimsmet í fótbolta án hreðja. Þar með slógu okkar menn heimsmetið úr höndunum á Stoke.

  Langt síðan maður hefur séð leikaðferðina 11-0-0 spilaða á jafn fullkominn hátt og verður að hrósa Tony Pulis fyrir taktíska snilld. Andfótbolti hvað?

  Gott að ekki er verið að sóa hæfileikum Ryan Babel í 90 mínútur. Enda drengurinn ungur og óreyndur. Hef fulla trú á því að ef hann breytir nafninu sínu í Ricardo Sanchez þá geti hann loksins unnið sér sæti í liðinu?

  Og að lokum, taplausir í úrvalsdeildinni! Geri aðrir betur. Nóg eftir af mótinu.

 17. Mér finnst rökin í því að velja Arbeloa mann leiksins ekki standa, þegar sagt er að hann hafi spilað varnaleikinn vel……ég man ekki eftir að hann hafi þurft að verjast.

  hann þurfti náttúrlega að verjast á tímum, fara í tæklingar og passa að missa ekki manninn sinn framhjá sér. ef þú sást ekki að arbeloa þurfti að spila varnarleik þá held ég að þú hafir ekki verið að horfa á sama leik og ég. hann þurfti að sjálfsögðu að leika vörn í leiknum þó það hafi ekki farið mikið fyrir sóknum stoke, hann bara gerði engin mistök varnarlega séð. en svo fylgir líka í rökum mínum bjartmar að hann hafi undirbúið 2 bestu færin í leiknum fyrir torres og keane og svo var hann mjög frískur.
  en kannski ert þú með einhverjar tillögur…

 18. Ég ætla að kommenta lítið á þennan leik, er að safna upp í pistil argasta leiðindaform sem hægt er, ég ætla að taka saman hversu illa við höfum farið með færin á að sýna að við séum með alvöru lið.
  Enn einu sinni kemur SKÍTALIÐ á Anfield og fer í burtu ánægt. Í fyrra t.d. Birmingham og Barnsley! Enn einu sinni kemur Rafa punglaus í þessa leiki og röflar alla vikuna um að “vera patient”!!! Ég styð hann 90% en þessi 10% fara í það að arga á uppsetningu leikja hans gegn svona áætlunarbílaliðum sem parkera í teignum. Við höldum boltanum 70% í fyrri hálfleik en fáum EKKERT færi. Svo kemur hápressa fyrstu 15 í seinni hálfleik og þá í eina kaflann í leiknum fáum við færi sem Keane og Torres klúðra. Þá hefur mótherjinn fengið sjálfstraust og hirðir stig. Þessi ágæti Spánverji ætti kannski að reyna að læra af þeim sem hafa unnið þessa deild. Þau lið hápressa fyrstu 30, skora fljótt, komast í 2-0 og HALDA BOLTANUM SVO!!!!!!!!!!!
  Er alveg brjálaður, en er þó glaður að tvennt kom í þessum leik. Squad rotation hefur ekki tapað þessum stigum í dag. Leikskýrslan var ekki veik, en þessi leikur var bara eins og á móti Birmingham án Torres og Gerrard í fyrra. Hitt sem sást algerlega er að Gerrard er ekki nýttur rétt inni á miðjunni fyrir aftan holuna. Sama hvað Andy Gray, Óli Þórðar, Guðni Bergs og aðrir “spekingar” tala um. Berið saman frammistöðu hans gegn Stoke og Marseille!
  Svo ætla ég að fá að vera ósammála Olla um val á manni leiksins. Vissulega lagði Arbeloa upp tvö fín færi, en ég held að öll innköst, horn og aukaspyrnur sem Stoke fengu hafi verið eftir hans gjörðir, þar af allavega eitt bullhorn og fáránlegt brot rétt utan teigs sem gaf mótherjunum þeirra besta færi. Hann átti góðar sendingar í seinni hálfleik, en við skulum rifja upp hversu oft hann átti skelfilegar sendingar í fínum sendingarmöguleika. Ég ætla samt að viðurkenna það að ég fíla hann ekki. Mér fannst Jamie Carragher og Pepe Reina einu mennirnir sem léku eðlilega, en ekki vel.
  Svo ætla ég ekki að pirra mig á Keane, sem var slakur, heldur Torres. Hann er ekki mættur eftir EM, í fyrri hálfleik tapaði hann öllum boltum, fór aldrei framhjá varnarmönnum. Í seinni klúðraði hann tveimur bestu færum liðsins að mínu mati. Að auki pressaði hann ALDREI á varnarmennina og virtist í mikilli fýlu!
  En fyrst og síðast. Ég hef oftast stutt Benitez og mun örugglega gera aftur. EN, þetta eru óásættanleg úrslit með öllu, þó að dómaraklúður hafi skipt miklu, og ef að lið eins og Stoke fara að taka stig á Anfield á að skipta um mann í brúnni. Þetta spænska element, “keep the ball and be patient” er of þróað fyrir ruddalið eins og Stoke. RAFA, ÞETTA ER KOMIÐ Í LJÓS EFTIR 4 ÁR. LÆRÐU!!!!!!
  Ég hata það að hafa unnið Marseille með uppsetningu þjálfarans en vinna svo ekki Stoke, að miklu leyti vegna uppsetningar þjálfarans.
  Skelfilegt!!!!!!!
  Fyrirgefið mér, búinn samt að halda í mér í rúma tvo tíma……

 19. Leikmenn, þjálfari og aðdáendur Stoke ættu að skammast sín. 11 manns í vörn allan fucking leikinn og fagna síðan eins og þeir hafi orðið heimsmeistarar þegar þeir ná jafntefli. Ósigur fyrir fótboltann segi ég… ekki ósvipað og þegar Grikkland varð Evrópumeistari.

 20. Stoke og co þurfa ekki að skammast sín…þeirra taktík sigraði í dag…það eru Liverpool og sem eiga að skammast sín fyrir bitleysi, lélega taktík og slaka spilamennsku…úff hvað Keane ætlar að vera lengi í gang! Hann er búinn að vera skelfilega daufur amk miðað við 20 kúlur…en vil samt ekki bara kenna honum um..flestir aðrir voru slakir.

 21. Haukur H Þ Torres er búinn að skora fyrista markið á tímabilinu… !!!! á móti Sunderland…

 22. því miður finnst mér spjallið hér komið niður á sama plan og á gras.is það gefur hreinlega ekkert að skoða það.
  þetta voru vissulega vonbrigði en tímabilið er ekki búið. Öll lið fara í gegnum svona leiki, þessi minnti óneytanlega á fyrsta leik tímabilsins í fyrra hjá Man Utd. gegn Reading, en hvað um það, liðið gerði að sjálfsögðu ekki það sem við vonuðumst eftir í dag. En það virðist sem flestir þeir sem skrifa inn hérna séu nú ekkert sérlega miklir stuðningsmenn, heldur svona sófa röflarar, (takið eftir ég skrifa FLESTIR), það eina sem þarf að gerast er að liðið rífi sig upp í næstu leikjum, fáir hér væru hæfir í að peppa sína menn upp, í hverju sem er.

  Auðvitað er ég sammála mörgu sem er skrifað hérna svona strax nokkrum mínútum eftir leikinn, og mér finnst margir leikmenn ekki hafa staðið sig, en manni finnst það bara hálf kaldhæðnislegt að hrósa mönnum sem hetjum út í eitt og daginn eftir hreinlega drulla yfir hverja einustu sálu sem kemur nálægt klúbbnum.
  ÁFRAM LIVERPOOL

 23. Deja vou, það er eins og ég hafi upplifað þetta fyrr. En í guðs bænum verið málefnalegir í krítikini, ekki búa til nýtt gras hérna inni. Eitt er alveg nóg.

  YNWA

 24. það gefur ekkert að hafa fyrir því að vinna stóru liðin ef við vinnum ekki littlu liðin á heimavelli. Ég spreðaði peningum í það að fara á Anfield í janúar til að horfa upp á eitt af jafnteflunum sem kostuðu okkur titilinn. Ég fann til með vinum mínum sem fóru á Anfield í dag til að horfa upp á þessa hörmung sem mun verða hluti af því sem kostar okkur titilinn í ár. Það vantar eitthvað í liðið til að jarða litlu liðin. Ég þoli ekki afsökunina “þeir pökkuðu bara í vörn og það er svo erfitt að skora á móti þannig liðum” FUCK THAT. Það þarf að kunna að brjóta það á bak aftur til að vina deildina, við gerum það ekki með KUYT sem okkar fyrsta valkost hægra megin.

 25. Maggi ég er ósammála gagnrýni þinni á Torres. Hann fékk mjög stutt undirbúningstímabil og svo er hann að ná sér eftir meiðslinn. Hann er einfaldlega ekki í formi til þess að hlaupa um allan völl og pressa.
  Eftir að hafa sagt það þá skil ég ekki afhverju Rafa var ekki með fleirri sóknarvaramenn á bekknum. Babel og Benayoun einu sóknarmennirnir á bekknum og komu báðir inn. Ég hefði vilja sjá NGog eða El Zhar þarna inni fyrir Degen eða Mascherano.
  Hvernig er hægt að fá ekkert útút svo mörgum hornspyrnum. Hvað rugl er það? ég ekki hægt að hitt hausinn á Kyut, Torres, Skrtel eða Gerrard í einhvað skiptið.
  Og svo er það Keane. shit! hann er bara fyrir inná vellinum. Getur einhver réttlæt veru hans í byrjunarliðinu fyrir mér, hann hefur byrjað í öllum leikjum á tímabilinu. Þessi maður á heima á bekknum og hvergi annarstaðar. Hann getur spilað sig inní liðið á æfingum. Þeir leikir sem hana unnist á þessu tímabili eru eftir mörk sem skoruð eru þegar hann er farinn útaf og ekki lengur að þvælast fyrir Torres og öðrum í sókninni
  Jæja ég er búinn að fá nóg af þessu þó ég hafi yfir mörgu öðru að röfla. Ég á t.d. eftir að taka Alonso fyrir. Bara stutt. Alonso er allt of hægur og fyrir enskan fótbolta.

 26. Eru þetta álög eða hvað? Hvað veldur því að Liverpool getur ekki komist á toppinn? Það er náttúrlega sama hversu klár þú ert sem stjóri, ef einhver annar er klárari þá vinnur hann: svona er þetta búið að vera í tuttugu ár eða svo. Heila kynslóð! Mér þykir bara verst að þjálfarinn er blindur, að minnsta kosti litblindur. Hann sér yfirleitt ekki það augljósa. Af hverju er það? Sennilega álög. Fari það í fjörutíu fokking fjandans fjörulalla! Eins og Kolbeinn kapteinn segir stundum. Alltaf skulu vera álög á mínu liði. Ég er viss um að Kolbeinn kapteinn heldur með Liverpool.

 27. Hvað eru menn að væla út í Rafa? Hann stillti upp hrikalega sterku liði og sennilega það sterkasta (nema kannski Alonso út fyrir Masch) sem við gætum mögulega stillt upp. Þeir leikmenn sem spiluðu leikinn náðu ekki að vinna inn 3 stig og því ættu menn frekar að bauna eitthvað yfir þá……

  Please ekki detta í þennan neikvæða vælugír þó við höfum misst af 2 dýrmætum stigum í dag…..Tímabilið er rétt byrjað og við erum bara í flottum málum sem af er…

 28. Ég hef eina athugasemd við að segja að Kuyt hafi verið allt í lagi í dag. Var ég að horfa á annan leik en sumir? Jú vissulega komst hann stundum upp við endamörk og kom með fína krossa en ég ætlast til svo miklu meira af honum. Á krúsíal mómentum þá görsamlega floppaði hann með einhverjum þvílíkum antí-fótboltatöktum. Ég held reyndar mjög upp á Kuyt, ótrúlegt en satt fyrir baráttuvilja en gegn liði eins og Stoke þarf ekki baráttuvilja heldur mörk.
  Sömuleiðis var Dossena hrikalegur, ef hann hefði getað komið með 3 krossa sem myndu koma inn í teiginn en ekki bakvið endamörk þá hefði leikurinn getað endað öðruvísi.
  Þarf ekki einu sinni að tala um Keane, vonandi þegar (ef) hann skorar fyrsta markið sitt þá mun hann hrökkva í gang.
  Raun er ekki hægt að kenna Rafa um þetta tap að mínu mati,

 29. Mig langar að tjá mig um þennan leik en ég get það ekki. Er enn of pirraður yfir því að liðinu hafi ekki tekist að skora mark á Anfield gegn Stók-er-djók.

  Ég vil hins vegar segja þetta: það sagði enginn að liðið myndi pottþétt vinna titilinn eftir sigurinn gegn United um síðustu helgi. Að sama skapi er fásinna að ætla að segja að liðið vinni pottþétt ekki titilinn eftir jafnteflið í dag. Hins vegar er alveg klárt mál að þetta jafntefli þarf að vera algjör undantekning í vetur hvað varðar töpuð stig á heimavelli, ef titilinn á að nást. Þetta minnti óþægilega mikið á kraftlausar frammistöður okkar gegn lakari liðum sem lágu í vörn á Anfield í fyrra.

  Pirringur. Við erum í öðru sæti (fyrir leikinn á morgun) en ég sé ekkert jákvætt við það í dag. Okkur vantar tvö stig á töfluna.

 30. Valli #11. Ég verð að benda á þversögn hjá þér þegar þú biður um að Babel byrji alla leiki, en jafnframt að Liverpool leiki einnar snertingar bolta. Babel er einmitt maðurinn sem klappar boltanum mest, um of í mörgum tilfellum þegar hægt er að losa bolta og skapa eyður. Sorry, þannig sé ég það.

 31. Babel er bar að gera miklu meira sóknarlega en t.d. Kuyd. Ég er ekki að segja þetta bara eftir leikinn, ég vitna í kommentin mín þegar byrjunarliðið var tilkynnt hér á þessari síðu. Heldur fullyrði ég ekki að leikurinn hefði unnist ef Babel hefði byrjað í stað Kuyt en ég tel okkur MUN líklegri til að skora með hann í stöðunni hans Kuyt. Kuyt er sannarlega betri varnarlega, en þurfum við virkilega á því að halda á móti liðum sem liggja í vörn á Anfield???????…. Ég held að ALLIR hefðu getað sagt sér fyrirfram að þannig myndi leikurin þróast. Babel skoraði sigurmarkið á móri scums og vann vítaspyrnu í frakklandi á erfiðum útivelli. margir tala um hann sem óslípaðan demant, og ég er því sammála, en hann slípast ekki til á bekknum. Látum hann spila, leifum honum að gera sín mistök og skora sín mörk, það fékk Ronaldo að gera hjá scums þó hann hafi ekki staðið sig vel í öllum leikjum fyrstu seasonin. Pointið er að Baben í stað Kuyt erum við mun beittari fram á við og það er EKKERT sem réttlætir það að Kuyt eigi fast byrjunarliðssæti í þessu liði.

 32. Smá viðbót.
  Þið sem ekki þekkið leikmanninn fyrir utan Liverpool leiki, þá er hann EKKI VINSTRI KANTMAÐUR að upplagi, heldur hefur hann spilað mest af sínum ferli sem framherji eða hægri framherji/kantmaður í þriggja manna sókn hjá sínu landsliði og fyrrum félagsliðum. Benitez er bara að reyna að finna honum nýtt hlutverk hjá Liverpool og er búinn að festa hann í því og láta liverpool-aðdáendur trúa því að hann sé vinstri kantmaður.

 33. Guð minn almáttugur hvað þetta var svekkjandi leikur.. alveg dreeeep leiðilegur. helvíti að þurfa að hafa svona leiki inn á milli… mér þykir leiðilegt að segja þetta; en ég vona að Manchester vinni…
  vá.. mér líður illa eftir þessa setningu..

 34. Þetta var mark. en þess fyrir utan áttu að vinna Stoke á þinum heimavelli.
  þetta er ákkúrat ástæðan fyrir því að við endum alltaf 10+ stigum á eftir efsta
  sætinu. Benitez verður að vera grimmari í sínum uppstillngum fyrir svona leiki.
  Leikmennirnir verða að taka svona leiki sem úrslitaleiki. henda öllu liðinu fram
  síðustu 15 mín leiksins. Gera ALLT til að ná sigrinum. Það er engin leikur unnin áður en hann er spilaður.

 35. Illt þykir mér það að sjá að framkvæmdastjóri vor virðist ekki kunna að láta lið sín spila enskan fótbolta, sem klárlega er sá eini sem virkar þegar spilað er við lið frá Bretlandseyjum. Ef hann skyldi reka nefið hér inn, þá ætla ég að rekja hér í fáum orðum það hvernig spila skuli fótbolta á hinn eina rétta hátt.

  1 Markmaður: Verja markið.

  2 Bakverðir: Hlutverk bakvarða er að sjá til þess að passa að kantmenn geti ekki hlaupið með boltan upp línuna (sjá #4) og hreinsa í innkast við hvert tækifæri.

  3 Miðverðir: Miðverðir skulu vera 190cm á hæð hið minnsta. Þeirra hlutverk er tvíþætt, að sparka í fætur framherja andstæðingsins sem og að senda háa bolta á eigin framherja,

  4 Kantmenn: Einfalt, þeir skulu hlaupa með boltann upp eftir hliðarlínunni með það að markmiði að komast sem næst endalínu áður en gefið er fyrir.

  5 Miðjumenn: Passa að boltanum sé ekki leikið upp miðjuna.

  6 Framherjar: Skora mörk.

  Eins og ágætur maður sagði: “Þetta er ekki flókið sport”.

 36. Varmenni! Ég var byrjaður að skrifa gagnrýni á þessi skrif þín en svo áttaði ég mig á því að þú hlýtur að vera að grínast.

 37. REKA Benitez vinnu ekki ensku deildina með hann við stjórn… hann þarf svo að fara kaupa gæði ef hann vil vinna deildina ekki magn af einhverjum meðalmönnum sjáið manutd þeir eiða t.d 30 miljonum i 1 eða 2 leikmenn á sumri og það skilar árangri en ekki að vera kaupa einhverja meðalmenn

 38. Nákvæmlega! Verum alveg pollrólegir á yfirlýsingunum “REKA Benitez”.

  Það er nóg eftir af þessu tímabili og það koma ALLTAF svona leikir hjá ÖLLUM liðum einhverntíman á tímabilinu. Liðið gjörstjórnar leiknum og á 15-20 hornspyrnur og haug af færum en tekst bara ekki að skora.

  Það er ekki stjóranum að kenna að leikmenn geti ekki komið tuðrunni í netið!
  Liðið var einfaldlega hrikalega óheppið og slakt framávið í þessum leik.

  Það hefði hinsvegar verið hægt að hrauna yfir Benitez ef að Stoke hefðu stjórnað leiknum og átt fleiri færi en Liverpool, þessi leikur var bara SLYS!

  Það er nóg eftir!

 39. Maggi komment no20. Eins og talað úr mínu hjarta!
  Algjör hörmung að ná ekki að fylgja góðu gengi eftir á heimavelli gegn 11 járnkörlum sem kunna ekki að spila fótbolta. Þetta jafntefli er hneisa.

 40. Held að innst inni viti allir að Kuy er langt frá því að vera boðlegur þarna sem byrjunarliðsmaður í flestum úrvalsdeildarleikjum. Maðurinn var svo yfirnáttúrulega lélegur á tímabili með Liverpool að menn einhvern veginn eru bara fegnir þegar hann er ekki algjör hörmung og þora varla að kvarta.
  Annars kippi ég mér nú ekki of mikið upp við þetta jafntefli því við erum ennþá í bara virkilega góðum málum. Nú vona ég bara (já ég vona það) að ManU vinni Chelsea á morgun því eitthvað segir mér að það verði að fara að bremsa Chelsea af áður en þeir verða að einhverjum skrýmsli.

 41. Mér finnst menn vera orðnir full neikvæðir í garð liðs og stjórnenda – neikvæðnin ætti fyrst og fremst og auðvitað eingöngu að beinast að dómurum leiksins.
  Ef markið hefði ekki verið dæmt af í byrjun leiks hefði liðið unnið minnst 5-0, ég fullyrði það vegna þess að á meðan staðan var 0-0 áttu Stoke-arar alltaf möguleika.
  Ef markið hefði hins vegar staðið hefði Stoke ekki pakkað ellefu manna varnarlínu inn á markteig með fyrrgreindum afleiðingum, Liverpool hefði bætt við allavega öðru marki fyrir hálfleik og síðan minnst þremur fyrir framan KOP.
  Ég veit að það er alltaf hægt að segja “ef” og “hefði” en mitt mat er að dómarinn hafi eyðilagt leikinn. Hér er varla við einstaka leikmenn eða stjóra að sakast.

 42. Ótrúlega léleg hjá okkar mönnum.

  Að Benitez skuli voga sér að bjóða stuðningsmönnum þessa liðs uppá Dirk Kuyt leik eftir leik, svo ég tali nú ekki um leik þar sem við þurfum að opna varnir og sækja mörk, er algjörlega óásættanlegt. Þetta er ágætur leikmaður einu marki yfir á erfiðum útivelli í evrópu, en heima gegn Stoke á þessi leikmaður að vera heima uppí sófa og horfa á leikinn þar, hann á ekki að koma nálægt liðinu…þvílíkt og annað eins hreðjaleysi hjá Benitez.

  …og til að hafa ykkur blindu Kuyt aðdáendur ekki brjálaða þá er ég ekkert að meina að Kuyt hafi verið arfaslakur í dag. Hann einfaldlega henntar Liverpool liðinu ekki í 90% okkar leikja, og þetta var svo sannarlega einn þeirra. Ég er ekki að kenna Dirk Kuyt sjálfum um, það er ekki honum að kenna hversu gríðarlega takmarkaður leikmaður hann er. Hann reynir að gera það besta úr því litla sem hann hefur. Ég kenni Benitez alfarið um að spila svona sleða leik eftir leik, ár eftir ár…maðurinn hefur ekki skorað í deildinni síðan í desember í fyrra, rétt tæpt ár…og þetta á að vera(með áherslu á “á að vera”) sóknarþenkjandi leikmaður, guð minn góður!!!

  Með markið, þá sýndist mér Torres vera rangstæður, í það minnsta á grensunni. En það skiptir bara ekki nokkru máli. Við höfðum 88mín í viðbót til að skora annað mark og gátum það ekki. Vælið í Benitez eftir leik í garð dómarana færir mér kjánahroll. Við töpuðum þessum leik ekki útaf dómurum, hvaða helvítis væl er þetta…þetta er verra en vælið hjá Skagamönnum í sumar, dísús kræst! Við töpuðum þessum leik útaf hreðjaleysi Benitez, hugmyndasnauðum sóknarleik og dass af óheppni.

  Auðvitað töpum við ekkert titlinum á þessu jafntefli, en þessi leikur er gott dæmi um hvernig Benitez og Liverpool liðið er. Benitez verður að fara finna punginn á sér ef hann ætlar ekki að klúðra enn einu tímabilinu!!!

 43. Rosalega getur fólboltinn verið ósanngjörn íþrótt stundum. Eins og Helgi J bendir á þá hafði það úrslitaáhrif að dómarinn skildi dæma markið af án þess að vita ástæðu þess. 1-0 staða eftir 2 mín hefði breitt gangi leiksins svo um munar. Þessi dómgæsla kostaði LFC 2 stig í dag og ég skil vel að Rafa sé brjálaður við dómarann. Auk þess rændi hann Gerrard sínu 100 marki, fáránlegt. Svo er annað sem angraði mig allan leikinn, þurfa lið eins og Stoke að vera marki yfir til að leikmenn fái spjöld fyrir að tefja leikinn. Ég var byrjaður að tuða um spöld (fyrir tafir) upp í sófa strax eftir 20 mín. leik. Dómari eins og Collina hefði fyrir lifandi löngu verið búinn að aðvara og spjalda t.d. Sörensen fyrir að taka 1 mín. lágmark í hvert útspark. Það er ljóst að þolinmæði fyrir tafir er meiri á Englandi en í meistaradeildinni sem dæmi.

  Svo skil ég ekki þetta ótímabæra tuð um að Rafa sé ekki að standa sig og jafnvel að reka þurfi manninn. Í dag byrjaði Liverpool með sitt sterkasta lið fyrir utan Mascherano. Enda engin ástæða fyrir því að hafa besta varnartengilið deildarinnar inn á í leik sem þessum. Þeir sem kvarta eftir hvern leik hafa t.d. vælt yfir því að Benitez skuli spila með Mascherano inn á í leikjum (sem þessum) gegn mun lakari liðum þar sem allt kapp er á sóknarleik.

  R. Keane hefði átt að skora 1 mark ef ekki 2 miðað við færi. Hjá T’ham voru svona færi inn í netinu, þetta kemur hjá honum. Ég er sammála nokkrum öðrum hér að Gerrard og Torres virka betur á mig sem fremstu menn eins og leikmenn eru að spila í dag. Enda skiluðu þeir í fyrra yfir 50 mörkum saman. Hef mikla trú á því að það verði tilfellið (Gerrard/Torres) á móti Everton næstu helgi enda erfiður útileikur þar sem öll færi telja.

  Menn verða að muna eftir því að deildinn hefur aldrei klárast í september, horfum á töfluna í janúar, þá er réttlætanlegt að gagnrýna eða hrósa Benitez.

  Kv
  Krizzi

 44. Ég er enn jafn fúll í dag.
  Mark sem dæmt var af á 1.mínútu á ekki að vera umræðuefni þjálfarans, heldur það að við skoruðum ekki hinar 89 mínúturnar gegn þessu liði. Fattaði t.d. varamannabekkinn ekki fyrr en í dag, þegar ég fattaði að við nýttum ekki allar okkar skiptingar í þessum leik!
  En ég ítreka að það var ekki þessi eini leikur sem gerði mig reiðan, heldur t.d. nokkrir í fyrra. Hef nefnt tvo áður, en get bætt við Wigan, Aston Villa, Tottenham frá því fyrra og svo t.d. Blackburn, Portsmouth og Everton í deildinni þar áður. Mér finnst Bentiez ekki enn hafa náð tökum á því að vinna leiki sannfærandi þar sem takmörkuð fótboltalið koma til að berjast. Slíkur vandi hefur kostað fjölda stiga á heimavelli í gegnum tíðina og fjölmörg töp og jafntefli á útivöllum.
  Því reiddist ég alvarlega í gær og er enn fokreiður. Ég skil ekki hvernig maður sem hefur unnið á mörgum erfiðustu útivöllum Evrópu getur klikkað svo reglulega á heimavelli á móti slökum liðum.
  Ég reyni að tjá mig sem minnst um Kuyt, því of mörg orð hér snúast um hann, en ég ætla að vera sammála því að hann átti ekki að vera með í gær. Hann hefur ekki skorað mark í deildinni í tæpt ár og hefur ekki tækni í það að fara fram hjá nokkrum manni, auk þess að hafa ekki næga sendingargetu til að nýtast best í svona leik. Mér finnst óskiljanlegt að hafa ekki El Zhar eða Pennant á bekk í þessum leik.
  Vonandi fer mér að renna pirringsreiðin. Lagast samt ekki nema að við vinnum á S**tty Ground.

 45. Ég get ekki skilið afhverju Dirk Kuyt er fastamaður í liði Liverpool, honum ætti að vera róterað líkt og t.d. Benayoun og Babel. Það sem ,,summed up” knattspyrnuhæfileika mannsins var í seinni hálfleik þegar hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Liverpool og ætlaði að taka hann með sér. Dirk tókst að fá boltann í hælinn og síðan náði einhver stókari honum.

  Síðan verð ég alltaf jafn pirraður þegar ég sé hann taka langskot enda sjaldan sem aldrei hætta af þeim (man eftir einu marki úr langskoti frá honum á Upton Park í fyrra). Jújú hann er duglegur, sterkur, fínn í loftinu og á það til að pota inn mikilvægum mörkum en samt sem áður finnst mér töluvert uppá að þessi maður eigi að vera fastamaður í byrjunarliði Liverpool.

  Það breytir því ekki að Liverpool á að vinna Stoke sama hvernig byrjunarliðið er slíkur er gæðamunurinn á leikmannahópum liðanna. Maður hefði kannski viljað sjá Benitez taka smá áhættu og fækka í vörninni (t.d. setja Masch/Lucas á miðjuna og Gerrard framar) og freista þess að ná þremur stigum. Spurning hvort það hefði skilað einhverju þar sem engin glufa fannst á 10-0 handboltavörn Stoke.

 46. Já, ég er ennþá alveg hrikalega pirraður yfir þessum tveim töpuðu stigum, en svo kemur maður hérna inn og les suma steypuna sem menn hamra á lyklaborðið, þá kemst maður að því að maður er meira pirraður yfir vitleysunni sem sett er hérna inn heldur en einstaka atriðum úr leiknum.

  Það kom manni til dæmis ekki mikið á óvart að menn næðu að snúa þessari umræðu um leikinn yfir í þetta vanalega Kuyt þvaður. Talandi um kjánahroll. Ég fæ kjánahroll við að lesa þessa tuggu frá sumum einstaklingum.

  Auðvitað talar Rafa um það í sjónvarpsviðtali eftir leik að dómarinn hafi kostað okkur stig. HANN KOSTAÐI OKKUR STIG. Hvernig í ósköpunum var ekki hægt að dæma mark þarna er ofar mínum skilningi. Ég fullyrði það að þessi leikur hefði endað allavega 5-0 ef hann hefði ekki verið svona desperat fyrir 15 min of fame.

  Rafa stillti upp sterku liði og ég er sammála Olla með Arbeloa. Fannst hann leika virkilega vel í leiknum. Þeir Robbie Keane og Fernando Torres voru aftur á móti (leiðist mjög að segja það) okkar al slökustu menn á vellinum. Maggi talar um hér að ofan að Rafa hafi ekki lært að vinna takmörkuð lið sannfærandi, við höfum oft unnið lið sannfærandi heima og við erum hreinlega ekki einir um þetta vandamál. Við höfum séð Arsenal, Man.Utd og Chelsea öll lenda í því að eiga erfitt með að brjóta upp lið sem stilla upp öllum 11 mönnum sínum inn í teig. Þá snýst þetta oft um þetta eina decisive móment að komast í gegn, móment of brilljans. Menn sem hefðu átt að sýna okkur það í gær voru þeir Gerrard, Torres og Keane (Babel eftir að hann kom inná) en það kom bara ekki frá þeim.

  Mitt frustration snýr fyrst og fremst að dómara leiksins. Hann kostaði okkur 2 stig í dag og það er bara engin spurning í mínum huga. Rafa stillti upp sterkara byrjunarliði en menn bjuggust við, en þrátt fyrir fáheyrða yfirburði, þá tókst okkur ekki að koma tuðrunni í netið. Rafa sjálfur má ekki fara inn á völlinn og sparka boltanum inn. Við vorum með marga leikmenn sem áttu að vera með gæðin og hæfileikana í það, en allt kom fyrir ekki.

  En endilega haldið áfram að beina reiði ykkar að Kuyt (takið það til sín sem eiga það), ef það hjálpar til við að halda andlegu hliðinni í lagi, þá er um að gera að halda því áfram.

 47. Krizzi#47: Ég er ósammála þér að það sé engin ástæða að spila Mascherano á móti “minni” liðum þar sem hann sé bara varnartengiliður. Hver skóp annað markið á móti United? Maðurinn er snillingur að vinna boltann á stórhættulegum svæðum sem var einmitt það sem við þurftum á gær. Það hefði verið gott að hafa hann tuddast í þessu stókerum. Hann er einnig miklum hraðari en Alonso og Gerrard og hefði, með öllu þessu plássi sem Liverpool fékk, kannski getað sprengt þetta meir upp. Annars er ég ekki hrifinn að sjá Alonso og Gerrard saman tvo á miðjunni, í minningunni hefur það sjaldan gengið. Ég vill sjá Gerrard í holunni, punktur! Væntanlega var Mascherano hvíldur í gær eftir erfiða viku, annars skil ég ekki þessa uppstillingu hjá Benitez. Eftir þetta leiðindar jafntefli er komin aukin pressa á að sækja 3. stig á Goodison Park sem verður helvíti erfitt. Ég hefði fyrirfram tekið 3. stig á móti Stoke og svo sætt mig við 1. stig á Goodison en nú þýðir ekkert annað en sigur til að heltast ekki úr lestinni.

 48. SSteinn #50 segir allt sem segja þarf, Liv var alls ekki lélegt í gær. Reyndar sá ég ekki allan leikinn, en það sem ég sá og heyrði á mönnum, var bara jákvætt, nema að boltinn fór ekki inn. Að vísu fór hann inn, en dómarinn gerði mistök, sem hann getur gert, svipað og leikmenn gera stundum. En hvað er til ráða þegar að 11 leikmenn eru í markinu, og 10 leikmenn sækja? Ekki bætum við Reina í sóknina? Nei ég held að það sé eina sem hægt er að gera er að skjóta sem oftast á ramman í von um að boltinn fari inn eða í hönd á einhverjum. Nú segja margir eflaust að menn hefðu skotið og skotið, en ég segi bara, skjóta meira og hitta ramman, en ekki spila á milli manna fyrir framan markið í von um það að næsti maður skjóti.Ég ætla ekki að gagnrína einhverja menn eða Rafa, það verður bara að finna lausn á þessum liðum sem eru með 11 markmenn. Það ætti bara að banna svoleiðis lið. 🙂

 49. Fyndið hvað menn sjá mismunandi hluti út úr knattspyrnuleikjum.
  Það sem manni fannst vanta sárlega var að hafa menn sem:
  a) keyrðu aftur fyrir bakverði Stoke, flestar fyrirgjafir komu úr bakvarðarstöðunni sem er auðvelt að verjast gegn ef þú ert með allt liðið þitt inni í vörninni
  b) komu sér inn í teiginn til að taka við fyrirgjöfum
  c) keyra sjálfir með boltann og reyna að fá skot/víti/frákast

  Ég skil ekki þessa aðdáun á Arbeloa sem mér finnst vera mun slakari en Finnan. Og í raun leit út fyrir að Stoke væri að bjóða Liverpool uppá að bakverðirnir kæmu boltanum fyrir því það kom ekkert út úr hvorki honum né Dossena. Þeir komu bara ekki boltunum bakvið vörnina. Ég hefði óskað eftir því að spila með 3 manna vörn sem ætti skvt. öllu eðlilegu að ráða við einn Ricardo Fuller og fórnað Arbeloa fyrir Babel sem allra allra fyrst. En Rafa ræður og hann sá einhvern tilgang í því að hafa fjóra varnarmenn allan seinni hálfleik. Erum þó ennþá taplausir þökk sé þeirri taktík ef maður á að horfa á björtu hliðarnar.

 50. Nei Steini nú hættir þú. Í alvöru, hvort ertu Liverpool aðdáandi eða Dirk Kuyt aðdáandi? Ég get svo svarið fyrir það.

  Ég veit vel að þessu var beint til mín, enda ótrúlegt hvernig þú verð þennan mann útí eitt…þú sem notaðir hvert tækifæri til að drulla yfir allt sem John Arne Riise gerði. John Arne Riise var antikristur í þínum augum…ert þú einn um að meiga finnast leikmenn ekki nógu góðir eða???

  Ég útskýrði ágætlega áðan afhverju ég vildi ekki hafa Dirk Kuyt inná, ég meira að segja tók það fram að það væri ekki við hann sjálfann að sakast. Ég útskýrði í hvernig leikjum hann gæti nýst vel og ég hef meira að segja sagt þér að ég vilji ekkert endilega selja hann.

  Ég hef í raun bara eina spurningu til þín. Fyrir leik gegn Stoke á Anfield þar sem þú ert nokkuð viss um að við munum liggja á þeim svo til allan leikinn, hvort hefðir þú sett Dirk Kuyt í liðið eða mann sem getur brotið upp varnir…er í það minnsta líklegur til þess? Ég ætla að geta mér til að þú, eins og flestir sem eitthvað vit hafa á fótbolta, myndir velja seinni kostinn og því er þetta þá svona fráleitt sem ég sagði?

  Tek það aftur fram, Dirk Kuyt átti ekkert svakalega slakan dag á hans mælikvarða, en þetta er bara alls ekki leikmaðurinn sem við þurfum í svona leiki. Afhverju var hann í byrjunarliðinu? Afhverju var honum ekki skipt útaf þegar við þurftum mark? …sérstaklega í ljósi þess að við notuðum ekki allar skiptingarnar okkar…þetta eru spurningar sem ég væri til í að fá svör við frá Rafa.

  Hvort sem menn fíla Dirk Kuyt eða ekki, þá held ég að það sé deginum ljósara að hann er ekki leikmaður sem á að vera fyrsti kostur í svona leiki.

 51. …og þetta með að kenna dómaranum um er auðvitað bara hlægilegt. Kannski gerði hann mistök(sást samt í endursýningu að Torres er allavega mjög nálægt því að vera rangstæður) en að hann hafi tekið tvö stig af okkur er auðvitað bara kjánalegt. Og hvernig sumir hérna fullyrða að við hefðum unnið stórsigur ef þetta mark hefði staðið, hehe, veit ekki alveg hvað maður á að segja við svona bullfullyrðingum.

  Staðreyndin er bara sú að við gátum ekki, útaf hugmyndasnauðum sóknarleik í bland við smá óheppni, brotið þetta Stoke lið niður og hluti af ástæðunni er uppstilling Rafa.

  Dómaravælið hérna í sumum er komið á sama stall og vælið í Guðjóni Þórðarsyni fyrr í sumar, guð minn almáttugur. Ég sem skagamaður var ekki ánægður með gráturinn í Gauja og fannst hann kjánalegur, ætla rétt að vona að ég sé ekki að fara upplifa svipaðan grátur hjá Rafa og öðrum stuðningsmönnum Liverpool.

 52. Þú ert ekki að ná punktinum Benni, og ég mun því gera eina lokatilraun í viðbót. Þetta snýst ekkert um það hvort ég sé Kuyt aðdáandi eða ekki eða hvort mér fannst hann spila vel eða illa í þessum leik. Punkturinn hjá mér var sá að í stað þess að ræða leik liðsins þá fór þetta að snúast hjá þér og öðrum enn og aftur um Dirk Kuyt. Talandi um að vera með ákveðinn einstakling á heilanum. Ég held að það séu allir búnir að ná því hversu mikið þér er illa við þann leikmann. En þér er auðvitað guðvelkomið að tönglast á þessu áfram.

  Fyrst þér er svona umhugað um Riise, segðu mér þá eitt. Var ég hérna og annars staðar að drulla yfir hann og lýsa yfir skoðun minni á honum fyrir og eftir hvern einasta leik Liverpool síðustu tímabilin? Nei, það gerði ég ekki. Ég meira að segja þagði yfirleitt með hann og álit mitt á honum. Það var helst þegar menn voru að ýta þessu að mér í gamansemi og öðru sem ég tjáði mig um þann dreng.

  Spurningin sem þú byrjar á er hreinlega ekki svaraverð Benni og hún er hreinlega skítleg, en þú verður að eiga það við sjálfan þig.

 53. Með því að ræða það að við hefðum haft annan leikmann í liðinu en Dirk Kuyt, erum við þá ekki að ræða leikinn? Við erum að tala um hvað okkur vantaði leikmann til að brjóta Stoke liðið á bak aftur, erum við þá ekki að ræða leikinn? …skil þig ekki þannig að endilega útskýrðu þetta betur.

  Þú tönglaðist á Riise alla leiki í mörg ár á Players Steini, blótaðir honum í sand og ösku…ég reyni þó að vera sangjarn með mína gagnríni á Kuyt. Ég kalla hann ekki fávita og þaðan af verra eins og þú gerðir með Riise greyjið. Það versta sem ég hef sagt er að hann er lélegur leikmaður og gæti ekki rassgat, það var kannski orðum ofaukið en mikið assgoti er hann takmarkaður leikmaður.

  Og afhverju er spurningin ekki svaraverð? Skil það ekki. Afþví að þú ert sammála um að þú hefðir ekki haft hann í byrjunarliðinu? Ef svo er, er þá mikill munur á skoðun okkar?

  En þú virðist enn ekki skilja, svo ég ætla segja það í þriðja skipti. Ég er EKKI að tönglast útí Dirk Kuyt sjálfan, það er ekki honum að kenna hvað hann er takmarkaður leikmaður og það er ekki honum að kenna að hann spili viku eftir viku, þrátt fyrir getu- og markaleysi. Ég er að setja útá liðsvalið hjá Rafa. Got it?

  Einföldun: Dirk Kuyt er takmarkaður leikmaður en það er Rafa sem spilar honum og því er pirringurinn meiri útí Rafa.

  …en þér er velkomið að halda áfram að reyna snúa þessu uppí hvað ég þoli ekki Dirk Kuyt, go nuts, en málið er bara að ég hef ekkert þannig á móti Dirk Kuyt, gef honum að hann þó reynir, eitthvað sem margir aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar, bæði í dag og bara í gegnum tíðina. Ég bara þoli ekki hvað Rafa gefur honum endalausa sénsa þrátt fyrir margar vafasamar framistöður.

 54. Lestu aftur það sem ég hef skrifað Sölvi…er þetta tuð? Alveg merkilegt að það meigi ekki gagnrýna Rafa fyrir liðsuppstillingar án þess að einhver gæji hérna inni kalli það tuð.

 55. Algörlega sammála þér Benni Jón, sumir hér inni ættu að taka leppana frá augunum, horfast í augu við verleikann og hætta að væla yfir réttmætum skoðunum annara

 56. Ég sagði í upphitun að þessi leikur væri ákveðinn prófsteinn á liðið, liðið féll á þessu prófi. Get samt ekki sagt að liðið hafi fallið illilega enda SKORUÐUM VIÐ FOKKINGS MARK en engu að síður var afar pirrandi að sjá getuleysi okkar í að klára þetta lélega lið.

  Það er ákaflega eðlilegt að Rafa bedi fyrst og fremst á illskiljanlega ákvörðun dómarans á 2.mínútu enda er það algjör vendipunktur í leiknum, það er mjög mikilvægt að skora snemma í svona leik og það gerðum við. Ég held að línuvöruðurinn hafi ekki flaggað neitt og dómarinn hafi alfarið tekið þessa ákvörðun sjálfur.

  Hvað mann leiksins varðar þá hef ég Arbeloa, Riera eða bara Carra, enginn með neitt eftirminnilegan leik en ég set Carra þarna þar sem hann sýndi það að honum augljóslega langaði að klára þetta.

  Ég skil enganvegin afhverju við fækkuðum ekki í vörninni enda var hún nánast óþörf í leiknum, Dossena hefði t.a.m. alveg rosalega mátt hvíla sig í seinni.

  og að lokum þá snýst þessi Kuyt umræða ekkert um að hafa manninn á heilanum eða eitthvað þannig, það er VIÐBJÓÐSLEGA pirrandi að horfa á hann sem einn af kostunum í sóknarleiknum í svona leikjum, hann hamlar okkar sóknarleik og ég er ekki frá því að andstæðingar okkar gefi honum viljandi pláss svo hann geti klúðrað boltanum til þeirra. Það er því fullkomlega eðlilegt að ræða þetta eftir svona leik, þó það hafi verið gert áður. Samt átti hann bara nokkið eðlilegan leik miðað við sig á meðan Torres virkaði ekki með sjálfum sér og Keane virðist ennþá skorta aðeins upp á sjálfstraustið, vil samt ekki ganga jafn langt í drullinu á hann og margir hérna.

  p.s. bring back Peter Crouch

 57. þótt að Ronaldo eða (Barry) eða sjálfur Peli eða bara Maradonna eða Robbie Fowler hefðu spilað með LIV,,,, þá hefði leikurinn ekki unnist. það er bara svona…….

 58. Ég tel það nánast öruggt að ef þetta mark hefði verið látið standa þá er nánast öruggt að við hefðum skorað fleirri en 1 mark.stokararnir hefðu þá ekki getað pakkað í vörn og því hefði opnast meira hjá þeim og kannski hægt að stynga 1 til 2 boltum innfyrir þá.En á meðan þeir eru allir saman í sínum vítateig í 90 min þá nátturulega er eingannveginn hægt að stynga honum innfyrir á t.d Torres…..En hversu oft hefur maður þurft að upplifa svona leiki gegn þessum liðum þar sem við sækjum og sækjum og getum bara eingannvegið skorað.við getum pottþétt bókað að þetta verður ekki eini leikurinn sem verður svona á tímabilinu.Eigum eftir að fá fullt af svona liðum í heimsókn sem verða allir sem einn í sínum vítateig og Liverpool sækir og sækir og ekkert geingur og allir orðnir brjálaðir……

 59. Ekki batnar skapið í dag þegar taflan er litin augum. Af öllum hörmungas leikjum… Stoke á heimavelli þá gátum við ekki nýtt okkur yfirburðina og sent skýr skilaboð til hinna liðanna…. nei nei… Í staðinn erum við í þriðja sæti. I am depressed!!

 60. Það gerðist akkúrat ekkert hjá okkur í sóknarleiknum á móti Marseille nema Dirk Kuyt kæmi nálægt því… Hann átti stórgóðan leik þar og fínan leik núna gegn Stoke.

  Ég man hvað menn voru alltaf brjálaðir þegar að Crouch átti góða leiki og var síðan tekinn út úr liðinu fyrir næsta leik, nú er svo komið að Kuyt á mjög góðan leik gegn Marseille og heldur sæti sínu í liðinu og þá eru menn alveg óðir…

  Úlfur, úlfur anyone?

 61. Addorri.
  Mér finnst líka stigsmunur á útileik gegn Mareille eða heimaleik gegn Stoke.
  útileikur gegn Marseille í meistaradeild krefst sennilega meiri varnarskyldu frá öllum leikmönnum liðins þar sem Marseille er ekki að fara að pakka í vörn á eigin heimavelli. Í þannig leikjum er Dirk mjög mikilvægur.
  En í heimaleik gegn Stoke þar sem þeir tjalda inni í teig og reyna að hanga á jafntefli með Berlínarmúr fyrir framan markið, þurfum við á skapandi mönnum með TÆKNI og HRAÐA eins og Babel hefur. Hér er um 2 mjög ólíka leiki að ræða og því vel hægt að réttlæta það að Kuyt verði settur á bekkinn gegn Stoke. En ég var líka mjög ánægður með að sjá hann í liðinu gegn Man U á heimavelli, þar sem hann var í mjög mikilvægu hlutverki með þessari óbilandi vinnslu og pressu á leikmenn Man U, sem þurfti ekki gegn Stoke.

  Enginn úlfur úlfur

 62. Haha, SSteinn eina ferðina enn farinn að tuða yfir skoðunum annara. Það er eins og verið sé að reyna að ala upp vissar skoðanir í mönnum og ekki skuli menn vera ósammála Formanni Liverpool-klúbbsins á Íslandi. SSteinn er að ásaka menn um tuð vegna Kuyt, ef skrif SSteins er ekki tuð þá er ekkert tuð.

 63. Já, þeir KAR og EOE voru búnir að vara mig við þegar ég tjáði þeim að ég hugðist taka að mér formannsembættið aftur að það ættu eftir að koma fram misvitrir einstaklingar hérna og byrja á ákveðinni gamalli tuggu. Jú, Haddi Pool ríður á vaðið með einstaklega innihaldsríkum skrifum.

  Hvern sjálfan andskotans skiptir það máli Halli hvernig ég ver frítíma mínum, hvort ég kjósi að verja honum í að vinna fyrir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi sem eru í klúbbnum eða bara í eitthvað allt annað? Þann tíma sem ég hef verið pistlahöfundur hérna hef ég minnstan part verið formaður klúbbsins og ritstíll minn breytist akkúrat ekkert út frá því. En það hlaut að koma að því að einhver myndi stíga fram að lokum og sanna mál þeirra félaga minna. Til hamingju Haddi Pool (finn reyndar ekki þetta nafn í þjóðskránni).

  En svona bara til að RÖKRÆÐA einn punkt sem þú komst með:

  “Þið sem ekki þekkið leikmanninn fyrir utan Liverpool leiki, þá er hann EKKI VINSTRI KANTMAÐUR að upplagi, heldur hefur hann spilað mest af sínum ferli sem framherji eða hægri framherji/kantmaður í þriggja manna sókn hjá sínu landsliði og fyrrum félagsliðum. Benitez er bara að reyna að finna honum nýtt hlutverk hjá Liverpool og er búinn að festa hann í því og láta liverpool-aðdáendur trúa því að hann sé vinstri kantmaður.”

  Þá held ég að þú ættir aðeins að skoða heimildir þinar betur, þær gætu komið óþægilega á óvart í tilviki Babel. Oftar en ekki hjá landsliði og Ajax var hann vinstra megin og þá ofast hluti af þessari 3ja manna línu.

 64. legg til að menn skrifi þessi úrslit í bókina. þann 20 sept 08 tókst okkur
  ekki að vinna stoke á heimavelli. því töpuðust stig…stig sem við munum sakna í maí.

 65. Voðalega var þetta sárt að minnst hafi verið á stöðu þína hjá Liverpoolklúbbnum. Ég veit ekki betur en að menn eru oft kenndir við það sem þeir gera en ef það er bannað í þínu tilfelli máttu taka það fram og ég skal ekki gera þér þan óleik aftur.
  Ótrúlegt en satt að þá erum við líkir að einu leiti, það er að erfitt er að finna þessi nöfn okkar í þjóðskránni, ég gerði tilraun til að Finna SSteinn en fann ekkert, lenti bara í því nákvæmlega sama og þú þegar þú gerðir tilraun til að finna “Haddi Pool”.
  Þetta með stöðu Babels, ég hafði 2svar séð hann spila með landsliðinu og lá hann hægra megin í bæði skiptin og svo í lýsingu á Liverpool leik þá talaði Gummi Ben um að Babel væri vanur því að spila hægra megin í þriggja manna sóknarlínu með sínu gamla félagsliði. Þaðan hafði ég mínar upplýsingar og var ekki búinn að gera ítarlegar rannsóknir á þessu. En ef þú veist betur þá hefur þú bara rétt fyrir þér og mér svíður ekkert undan því væni minn og ég óska þér innilega til hamingju með það.
  Ég er bara einn af MÖRGUM sem eru búnir að fá meira en nóg af Kuyt og mönnum sem eru með leiðindi og/eða hroka í garð skoðanna fólks, þú fellur í hópinn og þess vegna skaut ég á þig og nafngreindi þig. En ég hitta bara greinilega á svo veikann blett með því að taka fram stöðu þína hjá Liverpoolklúbbnum, en sem betur fer voru vinir þínir búnir að vara þig við, úff ég hugsa til þess með hryllingi hvernig hefði farið fyrir þér annars.
  Vonandi jafnar þú þig á þessu og segir ekki upp XXXXXXXX-stöðuni hjá Liverpoolklúbbnum vegna ógurlegs áreitis.

  • Haha, SSteinn eina ferðina enn farinn að tuða yfir skoðunum annara. Það er eins og verið sé að reyna að ala upp vissar skoðanir í mönnum og ekki skuli menn vera ósammála Formanni Liverpool-klúbbsins á Íslandi. SSteinn er að ásaka menn um tuð vegna Kuyt, ef skrif SSteins er ekki tuð þá er ekkert tuð.

  Algjörlega sorgleg skrif, það er SSteinn sem er að svara þér, sem hann sjálfur, ekki formaður Liverpool klúbbsins ef ég skil þetta rétt. Ekki að það ætti að skipta nokkru einasta máli.
  p.s. Þú getur frætt þig um hans nafn hérna hægramegin á síðunni.

 66. Vá Steini, hann kallaði þig Formann Liverpoolklúbbsins, ekkert hræðilegt eða dónalegt…en fyrir vikið er hann misvitur einstaklingur og fær heilu ræðuna yfir sig. Er ekki kominn tími á að þú slakir aðeins á. Menn meiga alveg vera þér ósammála án þess að þeir eigi skilið skítkast.

 67. Þá er Babu búinn að koma fram til að halda í hendina á SStein, ætli fari ekki að styttast í Kristján, Einar Ö og co. Hef tekið eftir svo margoft á þessari síða að ef einn þeirra sé gagnrýndur þá eru hinir stokknir fram eins og lífverðir til aðstoðar. Ef menn ætla að vera duglegir við að gagnrýna skoðanir fólks þá verða þeir sömu að geta tekið gagnrýni sjálfir.
  Eru þetta fyrirfram ákveðin strategía hjá ykkur félagar að stökkva allir fram til varnar ef einn ykkar er gagnrýndur hér á síðunni???

 68. Ég var nú bara að lýsa minni skoðun og hún stendur.

  • Það er eins og verið sé að reyna að ala upp vissar skoðanir í mönnum og ekki skuli menn vera ósammála Formanni Liverpool-klúbbsins á Íslandi.

  Er hann þá einræðisherra??

  Annars held ég að það sé ekki hægt að saka okkur Steina um að vera beint sammála í t.d. þessari Kuyt umræðu!!

  Ertu ekki með einhverjar fleiri samsæriskenningar Haddi?

 69. Hér er dæmi um skrif SSteins (er innan gæsalappa, kann ekki skárri framsetningu):

  “Já, ég er ennþá alveg hrikalega pirraður yfir þessum tveim töpuðu stigum, en svo kemur maður hérna inn og les suma steypuna sem menn hamra á lyklaborðið, þá kemst maður að því að maður er meira pirraður yfir vitleysunni sem sett er hérna inn heldur en einstaka atriðum úr leiknum.

  Það kom manni til dæmis ekki mikið á óvart að menn næðu að snúa þessari umræðu um leikinn yfir í þetta vanalega Kuyt þvaður. Talandi um kjánahroll. Ég fæ kjánahroll við að lesa þessa tuggu frá sumum einstaklingum.

  Auðvitað talar Rafa um það í sjónvarpsviðtali eftir leik að dómarinn hafi kostað okkur stig. HANN KOSTAÐI OKKUR STIG. Hvernig í ósköpunum var ekki hægt að dæma mark þarna er ofar mínum skilningi. Ég fullyrði það að þessi leikur hefði endað allavega 5-0 ef hann hefði ekki verið svona desperat fyrir 15 min of fame.”

  Þetta finnst mér t.d. kjánalegustu og hrokafyllstu kommentin sem komið hafi tengdum þessum leik, óhemju barnaleg og ekki til að halda umræðunni á háu plani eins og bloggarar þessarar ágætu bloggsíðu stefndu að en eru sjálfum sér/síðunni verstir.
  Og Babu, guð minn góður, flettu orðinu einræðisherra upp í orðabók áður en þú ferð að nota það, ég sé allavaga ekki samhengi í mínum skrifum og spurningunni sem þú barst fram.
  Samsæriskenningar?? Bjánaleg spurning hjá þér og ekki svaraverð.

 70. Ég var nú að meina að punktur þinn um að SSteinn væri formaður Liverpool klúbbsins væri sorglegur enda settir þú það fram á kaldhæðin hátt að hann væri einskonar einræðisherra hérna sem formaður klúbbsins sem menn skulu ekki vera ósammála, þarf ekkert að fletta þessu upp og minn punktur ætti að skiljast.

  En þér virðist ekki líka vel við SStein!! Það er alfarið þitt mál. Reynum samt að halda skítkastinu við skoðanir manna, ekki persónur. Það er nú frekar ósanngjarn leikur t.d. í tilfelli hins vel þekkta (hérna inni) SSteins á móti hinum dulnefnda Hadda Pool.

  Annars gleymdi ég að ég held að senda kudos á hann Olla fyrir fína skýrslu, vona að umræðan fari að snúast aftur um efni hennar og leikinn á Laugardaginn.

 71. Haddi Pool: “Eru þetta fyrirfram ákveðin strategía hjá ykkur félagar að stökkva allir fram til varnar ef einn ykkar er gagnrýndur hér á síðunni???”

  á ég að svara þessu fyrir þig? svarið er nei. hér stekk ég ekki til varnar eins eða neins, heldur bara að REYNA að útskýra hvernig þetta virkar allt.
  það eru of margir hérna inn á síðunni (og þá aðallega eftir að liverpool tapar stigi/stigum) sem virðast ekki getað rökrætt eins og fullorðnir menn sín á milli, heldur þurfa hlutirnir yfirleitt að detta í persónuleg skítköst og menn fara að tuða hvor í öðrum og eru oft komnir langt út fyrir umræðuefnið. menn vita allt betur en hinir og ef ekki allir eru sammála þá dettur umræðan í persónuleg yfirdrull og leiðindi. mjög barnalegt, og þá sérstaklega af mönnum sem skrifa undir dulnefnum, vonandi eru þetta allavega ekki skírnarnöfnin:D held að menn ættu að flétta upp orðinu “skoðun” og velta merkingunni aðeins fyrir sér. á meðan umræðan er málefnaleg þá er ég ánægður, því það er eiginlega markmið síðunnar að mörgu leyti, að skapa skemmtilegar og málefnalegar umræður um liverpool fc:) en um leið og menn hætta því og detta í ruglið þá dregur það umræðuna alltof langt niður og menn hætta að tala um það sem á eiginlega að tala um.

  en sumir þrífast á tuði og rifrildum mæta hingað inn eftir töpuð stig og koma með ótrúlega grunn komment um að reka hinn og þennan og að þessi sé hálfviti og aumingi og blablabla.
  þetta fýla aðrir ekki og koma þessum aumingjum og ræflum (í þessu tilfelli benítez og kuyt sem oft er talað um sem ég skil ekki) til varnar og reyna að útskýra sitt mál. ég er einn af þeim sem fýla ekki svona komment frá lesendum, heldur reyni að líta á heildarmyndina, eitthvað sem mjög fáir virðast gera. ég stekk ekki upp eftir jafntefli og hrauna einhverja steypu, ef að 1 af þessum færum hefði farið inn hefðu allir verið brosandi með 1000 broskalla hérna og hrósa kuyt fyrir baráttu og góðan leik og að gerrard hefði verið geðveikur og blablabla.
  þessir menn sem virðast vera annaðhvort þunglyndir eða upp í skýjunum sjást ekki vikunum saman og svo þegar stig tapast þá koma þeir hérna inn og HRAUNA yfir liðið og alla þá sem eru þeim ekki sammála. þetta er óþolandi barnaskapur og eins og að menn verði bara að komast á netið og skrifa eitthvað slæmt og neikvætt.

  verum málefnalegir og höldum umræðunni um liverpool fc, en ekki um hvort annað:)

 72. Bara örstutt í lokin. Ég er þér (Olli) algjörlega sammála um að umræðan eigi að vera málefnaleg. Og Babu, mér er ekkert persónulega illa við SStein. En mér þykir samt sem áður hans skrif sem ég vitnaði í (tíndi ekki saman öll hans niðrandi komment, kom meira frá honum seina) ALLS EKKI málefnaleg og frekar á lágu plani. Auðvitað er þetta ykkar síða og þið hafið fullt leifi til að skrifa það sem ykkur finnst. Þegar menn eru að vinna að einhverju eins og þessari síðu, sem er opin almenningi til að tjá sig, og vilja tala niðrandi um skoðanir annara þá eiga þeir að geta tekið gagnrýni á móti.
  Ég vill taka það fram að þessi síða hjá ykkur er virkilega góð með mjög góðum og vel skrifuðum greinum og eigið þið skilið mikið hrós skilið fyrir það. En því miður eru kommentin oft ekki á jafn háu plani (að mínu mati og tók ég dæmi um slakt komment).
  Bara ábending en ekki skítkast.

 73. Það er ekki hægt að kenna dómaranum um vegna einna mistaka. Liverpool á ekki að treysta á dómara til að vinna leiki. Þeir eiga að klára það sjálfir.

  Annars fannst mér Kuyt besti maður leiksins….skapaði sér góð færi, átti góðar sendingar inn í teig og hann er í dag með flestar og bestar fyrirgjafir í þessu liði. Eitthvað sem Rafa er búinn að vera að leita að síðan hann byrjaði.
  Kuyt er búinn að vera okkar besti leikmaður á þessu tímabili so far (enda fær hann ekki mikla samkeppni frá Keane og félögum).

 74. Er sammála Hadda um barnalegt hörundssæri SSteins. Hinsvegar er ég svo gott sem hættur að lesa komment hérna vegna þess sem SSteinn talar um. Ég nenni bara ekki að pirra mig meira en orðið er. Legg til að ritstjórar síðunnar fari að herða á reglum um komment hér inni til að missa þetta ekki útí e-ð liverpool.is spjallborðs-dæmi. Þetta er orðinn vettvangur gremju-aftöppunar oft á tíðum. Annað mál, og heilbrigt, er hinsvegar þegar menn hafa mismunandi skoðanir, sem opnar kannski sjóndeildarhring einhverra…

  Vil enn á ný þakka fyrir góða síðu sem er sú fyrsta á netrúntinum hjá mér, en reynum ( líka við lesendur ) að halda henni sómasamlegri.

 75. Ég nenni bara ekki að pirra mig meira en orðið er. Legg til að ritstjórar síðunnar fari að herða á reglum um komment hér inni til að missa þetta ekki útí e-ð liverpool.is spjallborðs-dæmi

  Sannleikurinn er sá að allavegana ég nennti hreinlega ekki að lesa þessa umræðu eftir leikinn. Ég lét það nægja að röfla í vinum mínum allan laugardaginn. Ég vissi sem er að umræðan myndi afara að snúast uppí sama kjaftæðið og eftir hvern einasta leik þar sem stig tapast.

  Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér hver yrði gerður að blóraböggli eftir leikinn. Ég hefði svo sannarlega viljað halda í það hálmstrá að geta kennt einhverjum einum um allt. En málið var að liðinu öllu var um að kenna. Hvort sem menn heita Torres, Gerrard og Kuyt.

  Þegar ég sé svo að umræðan er líka komin í “þið stökkvið allir til varnar hinum pennunum” og þá fallast mér endanlega hendur.

  Það væri víst hægt að reyna að herða á þessum reglum, en þar sem þetta er ekki launað starf ritstjóra, þá nenni ég því hreinlega oft ekki. Umræðan virðist oft vera sérlega slæm á laugardagskvöldum og þá er ég einfaldlega oftast að gera eitthvað meira spennandi en að fara í gegnum komment og ákveða hver falla að okkar standard.

 76. Sæl öll,
  gott að sjá að hér logar allt eftir síðasta leik því að það merkir að okkur er ekki sama um liðið okkar, hvort að mikið eða lítið vit er í því sem ritað er verður svo hver og einn að meta fyrir sig. Það að pistlahöfundar nenni yfirhöfuð að “rökræða” við okkur misvitra athugasemdapésana er mér hulin ráðgáta sem og af hverju að Liverpool gengur svona illa með “littlu” liðin og það á heimavelli. Skiptir einu að liðið verjist með 10 menn í og eða við eigin teig, skiptir einu þó að dómarinn dæmi af mark strax á 3. mínútu, Liverpool á einfaldlega að gera betur sérstaklega þegar að við stillum upp okkar sterkasta liði svo til, umdeilanlegt með 3-4 stöður.
  Það sem að mér hefur fundist vanta í okkar leikamannahóp eru fleiri leikmenn sem eru skapandi og geta og þora að taka menn á, það sást berlega þegar að Benayoun tók eina slíka rispu og var nærri því að komast í gott færi, ok endaði ekki í marki en klárlega vantar þetta vopn í safnið okkar, við höfum sendingamennina, hlaupin inn af miðjunni, stungurnar inn fyrir vörnina en ekki nógu marga eða þá góða one on one. Einn tvo slíka og þá erum við að mínu viti komnir með lið sem getur farið alla leið í deildinni, vil ekki vera svartsýnn en mér sýnist þetta lið ekki alveg vera komið þangað sem það þarf að vera til gera atlögu að titlinum, þrátt fyrir ágæta byrjun og vonandi sanna Rafa og strákarnir að ég hafi ekkert vit á þessu.
  Kv Stjáni

  PS: Takk fyrir síðuna og ekki láta pésa eins og mig og fleiri draga úr pennaskrifum ykkar og pælingum um Liverpool!!!

 77. Sælir félagar.
  Ég sá leikinn ekki því miður (eða sem betur fer 😉 og ætla því ekki að tjá mig um hann sem slíkan. Hitt vil ég benda á, því ég hefi oft gert það sjálfur, að það er ekkert að því að menn komi hér inn, finnst mér , og ergi sig yfir leik og frammistöðu okkar manna. Ekki frekar en menn og konur komi hér inn og geðjist hóflega (eða óhóflega ef vill) yfir góðum úrslitum. Hitt er verra ef við förum að rífast innbyrðis (þekki það af eigin raun og veit hvað það er tilgangslaust og vitlaust), berja hver á öðrum og reyna að koma einhverju leiðindahöggi hver á annan.
  Hitt finnst mér í lagi að menn bölvi leikmönnum fyrir misjafn frammistöðu að þess mati sem bölvar. Svo mega menn auðvitað vera ósammála bölvaranum og telja að einhver annar sé blóraböggullinn en þurfa samt ekki í leiðinni að ráðast á bölvarann sjálfan, – finnst mér.
  Til þess hefur sumum mönnum hætt og eru þar fáir undanskildir og ekki ég sjálfur jafnvel. Merkilegt 🙂 En ekki meira um þetta. Ég er hundfúll yfir þessum “tapaða” leik og hananú.
  Það er nú þannig.

  YNWA

Gríðarlega sterkt byrjunarlið gegn Stoke.

You’ll Never Walk Alone… á mánudegi!