Liverpool – Stoke á morgun

Mjög margt hefur breyst síðan Liverpool spilaði síðast við Stoke City. Fyrir það fyrsta héldu flest allir Íslendingar mjög mikið með þessu fornfræga enska 2. deildarliði þar sem eigendur liðsins, þjálfari og nokkrir leikmanna voru (og eru enn) alveg rammíslenskir. Lið Liverpool var þó nokkuð vel mannað þetta kvöld og á leikskýrslu má sjá menn eins og Carra, Hyypiä, Babbel, Ziege, Super Danny Murphy, McAllister og sjálfan Robert Bernard Fowler, en hann setti einmitt þrennu þetta kvöld í leik sem Liverpool rétt marði á lokamínútunum.

Sjö tímabil eru liðin síðan þessi eftirminnilegi leikur fór fram og staða liðana hefur breyst þó nokkuð. Stoke keppa nú við okkur á jafnréttisgrundvelli ef svo má segja eftir að hafa ákveðið að kíkja við í Úrvalsdeildinni, á meðan Liverpool hefur verið Meistaradeildarlið undanfarin ár, ekki UEFA Cup-lið. Ferð þessara liða í ár verður engu að síður ekki svo frábrugðin og hún var tímabilið 00/01; Stoke tekur Deildarbikarinn (í stað Framrúðubikarsins) á meðan Liverpool tekur þrennuna; FA Cup, deild og Meistaradeild (í stað ögn minni þrennu árið 2001). Er það ekki?

En að öllum draumórum, sögu og mestu gamni slepptu þá verð ég að viðurkenna að ég er örlítið smeykur fyrir leik helgarinnar og lít á hann sem ákveðin prófstein fyrir okkar menn. Við höfum átt gríðarlega erfiða viku þar sem lið United heima og Marselle úti hafa verið sigruð og framundan eftir þennan leik er stíft prógramm sem m.a. inniheldur Everton. Því eru alltaf smá líkur á að litlu nýliðarnir í Stoke sem nú sitja í 19. sæti verði aðeins vanmetnir. Slíkt er mjög hættulegt, en því miður eitthvað sem Liverpool hefur klúðrað ansi mörgum tímabilum á. Stoke er einmitt þetta týpíska litla lið sem kemur líklega til með að spila mjög þétta og aggresíva vörn sem erfitt er að brjóta niður, þeir hafa kraftmikla leikmenn sem gefa ekkert eftir og líta á Wimbeldon sem fallega og góða fyrirmynd. Lið sem við eigum auðvitað að klára örugglega á góðum degi en getum mjög auðveldlega lent í basli með á slæmum degi.

Stemmingin í Stoke fyrir leikinn er mjög góð enda leita leikmenn flest allra nýliða fyrst á það hvenær leikirnir við stóru liðin er þegar dagatalið er gefið út. Ferð á Anfield er eitthvað sem margir fá ekkert oft að njóta og því um að gera að nýta tækifærið. Gamli Reading miðvörðurinn  Ibrahima Sonko lýsti þessu ágætlega í viðtali í vikunni og vonaðist eftir að þjálfari Stoke, Tony Pulis geri svipaða hluti og Reading gerði í fyrra:

He said: “Before that game, we asked the manager not to go with too many tactical changes.

“The manager used to change the shape of the side and go man marking and that type of thing.

“We told him we hated it. We said that if we were going to lose – which everyone expected us to – we would prefer to do it by playing our best football.

Ég væri sáttur ef Stoke menn fari að ráðum Sonko í þessum leik, pakki ekki í vörn og … tapi frekar með stæl.

Líkt og gegn mörgum af þessum svokölluðu minni liðum sem sækja Anfield heim í vetur mun fyrsta markið verða algjört lykilatriði, með því að skora brjótum við sjálfstraust þeirra niður og þröngvum þeim framar á völlinn. Ég er nokkuð viss um að Benitez fari ekki út í neina ævintýramennsku í þessum leik og stilli frekar upp nánast okkar sterkasta liði með dash af breytingum. Sé fyrir mér að t.d. Carra fái smá hvíld og yrði ekkert of hissa að sjá Torres byrja á bekknum.

En þar sem þetta er mín fyrsta spá á byrjunarliði gef ég mér tíu manns í skekkjumörk á að hafa þetta rétt þannig að allt annað en Reina er fair game:

Reina

Arbeloa – Agger – Skrtel – Dossena

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Satt að segja er þetta bara wild guess hjá mér og alls ekkert endilega liðið sem ég vil að hefji leikinn. Hyypia gæti mjög vel spilað þennan leik t.a.m. og eins held ég að sprengikraftur Babel og Torres verði á endanum nauðsynlegur til að brjóta varnarmúr Stoke á bak aftur.

Mín spá er sú að við náum að læða inn marki á 30. mínútu og göngum á lagið í seinni hálfleik og vinnum á endanum öruggan 4-1 sigur. Aðalatriðið er að fara ekki of langt fram úr sér; banna ætti allt tal um hvort liðið getur hugsanlega, mögulega, kannski jafnvel landað titlinum í vor og frekar bara einbeita sér að næsta leik. Stemningin í liðinu er mjög góð eftir síðustu viku og ég bara trúi ekki að Stoke City fari að skemma það.

Leikurinn er annars á laugardaginn kl. 14:00 og það verður Bjarni Fel sem lýsir með Hödda Magg sem aðstoðarmann.

Takk fyrir mig,

þið gangið aldrei einir

og umfram allt,

áfram Selfoss Stjarnan og Liverpool!

EMK

35 Comments

 1. Fín fyrsta upphitun Babú, kemur sterkur inn. 🙂

  Nokkrir punktar:

  01 – Stoke City hafa skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í vetur sem hafa komið eftir löng innköst Rory Delap inná vítateiginn. Þýðing: Sami Hyypiä spilar þennan leik, þar sem hann er enn okkar langbesti miðvörður þegar kemur að því að skalla föst leikatriði frá markteignum.

  02 – „Varnarmúr“? Stoke-liðið fékk á sig þrjú mörk á heimavelli gegn Everton. Ég óttast markaleysi gegn þessu liði ekki. Við munum skora í þessum leik, hins vegar gætum við fengið á okkur mark eða mörk ef við dílum ekki nógu vel við þessi víðfrægu föstu leikatriði þeirra. Gætum sem sagt þurft meira en eitt mark til að sigra þennan leik.

  03 – Ég held, persónulega, að ef einhverjir verði hvíldir í þessum leik verði það Mascherano og Kuyt. Mér fannst þeir augljóslega langþreyttastir gegn Marseille og er leið á þann leik var klárt að Mascherano sérstaklega var búinn á því eftir langt ferðalag til Argentínu og til baka í síðustu viku og svo algjört píptest gegn United um helgina.

  Ég gæti ímyndað mér að við sjáum þetta lið í þessum leik: Reina – Carragher, Skrtel, Hyypiä, Dossena – Gerrard, Alonso – Babel, Keane, Riera – Torres. Mjög sterk varnarlína, tveir öflugir miðjumenn sem ættu að geta unnið þá baráttu og svo fjögurra manna sóknarlína (plús Gerrard á köflum, auðvitað) sem ætti að geta rústað þessari lekustu vörn deildarinnar.

  Mín spá: 5-0 fyrir Liverpool. Miðað við það flug sem er á okkur myndi ég, í fullkomnum heimi, vilja sjá liðið blómstra í þessum leik og senda restinni af liðum Úrvalsdeildarinnar skilaboð. Þá værum við væntanlega á toppnum eftir helgina (ásamt eða án Chelsea) og í nokkurn veginn sömu stöðu og eftir stórsigurinn gegn Derby County um þetta leyti fyrir ári síðan. Þá fór hins vegar að halla undan fæti, sér í lagi vegna of margra jafntefla á heimavelli gegn svokölluðum lakari liðum, en það er það sem má ekki byrja að endurtaka sig. Leikur á Anfield gegn Stoke City á að vinnast, ekkert kjaftæði.

  Hlakka til helgarinnar. Vonandi stendur liðið undir þeim staðli sem það hefur sett sjálfu sér í fyrstu leikjum tímabilsins.

 2. Kæmi ekki á óvart að Degan verði með, hann fór með til frakklands og virðist vera klár. Vona bara að Rafa fari ekki að vanmeta neitt lið í úrvalsdeildini. 3-0.

 3. Held að Torres muni setja amk. 2-3 mörk í þessum leik ef hann verði með, ef ekki verður þetta leikurin sem Kean rekur af sér slyðru orðið.

  4-0 Torres eða Kean með megnið af þeim.

 4. Eins og það er gaman að horfa á kálfa á vorin þá er þessi upphitun þín jafn skemmtileg aflestrar.
  Ég er 100% á því að Agger spili þennan leik og hugsanlega með Hyypia sér við hlið. Annað hvort Skrtel eða Carragher fá alveg hvíld í dag. Degen gæti fengið sénsinn og þá Arbeloa hvíldur. Spurning hvernig Rafa spilar þetta því við eigum síðan Crewe á þriðjudaginn og þá er ekki ólíklegt að margir fái einnig hvíld. Ég vona einnig að þetta verði leikurinn sem Keane dettur í gang og þá sem framherji. Riera mun örugglega spila þennan leik og gæti þá jafnvel smellt Babel á hægri kantinn og Benayoun í holuna þe. ef Gerrard og Kuyt yrðu báðir hvíldir.

  Ég er nokkuð viss um jákvæð úrslit og reyndar held ég að þetta verði fyrsti leikur okkar sem allt smellur… Ég hef trú á góðum sigri og áframhaldandi velgengni í deildinni.

 5. KAR

  02 – „Varnarmúr“? Stoke-liðið fékk á sig þrjú mörk á heimavelli gegn Everton. Ég óttast markaleysi gegn þessu liði ekki.

  Varnarmúr as in ég held að þeir komi til með að tjalda í teignum. Við höfum stundum átt í erfiðleikim með þannig lið…. en ég spáði samt 4-1 😉

 6. Hef ekki trú á að Degen byrji gegn svona slagsmálaliðum og viðurkenni alveg að ég er smeykur við þennan leik. Reading var síðasta ruddaliðið til að spila við okkur og við munum hvernig það fór í fyrra. Naumur sigur heima og vont tap úti.
  Þess vegna styð ég Kristján í þeirri skoðun að Sami gamli Hyypia verði með í þessum leik OG að Mascherano verði á bekknum. Horfði á leik Stoke og Everton um síðustu helgi og leikur þeirra er hreint óviðjafnanlegur. Öll innköst á sóknarhelmingi eru tekin löng, með turnana inní. ÖLL. Þess vegna þurfum við þá hávöxnu með, en þá litlu í hvíld.
  Auðvitað vona ég að okkar frábæra sóknarlína taki þetta, svo ég spái 4-2 í hörkuleik……

 7. Það er ömulegt, ef á að hvíla einhverja lykilmenn bara af því að Stoke er verra liðið á pappírum. Ef LIVERPOOL á að vinna úrvalsdeildina, þá má ekkert klikka og menn sem eru góðir eiga að spila. þótt að hann noti Deden eitthvað í þessum leik (sem að ég held) þá á hann að koma inná ef og þegar að Liverpool er búinn að klára leikinn, sem verður c a á 68 mín.

 8. Einsi kaldi varstu ekki búinn að frétta af nýjustu tískunni í boltanum? Felst í því að eiga stóra og góða leikmannahópa sem hægt að rúlla nokkuð reglulega til að þreyta ekki sömu mennina of mikið til að þeir séu sprungnir í enda erfiðrar leikjatarnar.

  Eftir sigur á United voru gerðar fimm breytingar!!! Það er því ekkert ofsalega óhugsandi að það verði gerðar nokkrar breytingar og jafnvel gefið lykilmönnum hvíld fyrir heimaleik gegn Stoke.

  Ein spurning, þar sem þú vilt ekki að menn verði hvíldir fyrir heimaleik gegn Stoke í kjölfar mjög erfiðrar viku, hvenær viltu þá að Rafa noti hópinn, gefi nýjum mönnum séns o.s.frv??? Degen t.d. er fenginn inn sem Svissneskur landsliðsmaður og sem slíkur ætti nú að vera í lagi að gefa honum séns gegn liðum eins og Stoke strax frá byrjun, það er ekkert hægt að ákveða gefa honum séns þegar leikurinn er búinn, þú verður að átta þig á að þetta er Liverpool sem þú ert að tala um, við klárum sjaldnast leiki þannig.

 9. Ég tók mig til og lagaði síðustu línuna í upphituninni. Það var samdóma álit um helmings ritstjóra kop.is að þessi setning væri óboðleg.

 10. Tók mig til að tók yfir helming ritstjórnar kop.is og tók sénsinn á að verða sparkað sem penna hérna og lagaði síðustu línuna í upphituninni. 🙂

 11. “Hvenær viltu þá að Rafa noti hópinn, gefi nýjum mönnum séns …”

  Tja, til dæmis á móti Crewe á þriðjudaginn …

 12. Reina – Degen – Hyypia – Carragher – Dossen – Alonso – Lucas – Kuyt Keane – Gerrard – Torres

  Held að Babel verði einnig hvíldur, var algjörlega dauður í lok leiksins gegn Man U.
  Mín spá 3-0
  Alonso, Keane og Babel.

 13. Babu, ég var að tala um lykilmenn þ e a s Torres, Gerrard, Reina og J M. Hinir mega alveg hvílast og fá jafnoka sína inná.Og spurningin með nýja menn ? eins og Nafni no 12. sagði, ” tja, til dæmis á móti Crewe á þriðjudaginn” og mörgum öðrum leikjum. Koma svo og taka dolluna sem Gerrard á eftir að fá.

 14. Einsi, það þarf líka að hvíla okkar bestu menn, Gerrard, Torres og JM hafa allir verið hálf tæpir undanfarið!!! Crewe leikinn tel ég varla með, leiðinleg keppni sem “varaliðið” ætti að sjá um að mestu á þessu stigi.

  og Prins Póló

  – Selfoss hommi

  !!!

  Hvernig væri að vera ekki fáviti og halda sig á léttu nótunum?

 15. Tek mig til sem hinn helmingur ritstjórnarinnar og lýsi yfir frati á Einar Örn fyrir að troða Stjörnunni inná þessa fínu síðu. Einar minn, takk fyrir þetta, við höfum hrapað niður á botn virðingarstigans við þetta. 😉

  Hrósa jafnframt Steina fyrir að krota yfir Stjörnuna. Þú átt ekki eftir að vinna meira góðverk í dag, Steini minn.

 16. Takk fyrir hrósið Kristján, ég krotaði reyndar líka yfir fæðingarbæ minn Selfoss, því eins góður og hann nú er, þá á þetta ekkert skylt við fótbolta 😉

 17. Babu, alveg sammála þettað, að varaliðið ætti eingöngu að sjá um þá keppni og öll lið ættu að gera svo, og þá fá þessir lykilmenn hvíld, en þeir eru ekki tæpir lengur held ég og verða bara betri ef þeir spila mikið..

 18. Hvað er hér um að vera? Selfoss og Stjarnan… hvar endar þetta rugl? Ég hélt að Keflavík væri besta knattspyrnulið Íslands í dag.

 19. Aggi (og þið hinir í ritstjórninni) KR eru og verða bestir. Allavega sagnfræðilega. Eins og Liverpool.
  En að leiknum, þá hef ég nú ekki sérstakar áhyggjur af honum, þetta er einfalt mál: Benítez þarf að stilla upp nægjanlega sterku liði til að vinna Stoke örugglega. Til þess þarf hann að hafa a.m.k. annað hvort Torres eða Gerrard, hann þarf að hafa Babel og Riera og hann þarf að hafa Alonso frekar en Mascherano, einfaldlega vegna þess að Alonso dreifir spilinu manna best af þeim leikmönnum sem við eigum í dag. Við þurfum ekki eins mikið á Mascherano að halda því að vörnin ætti ekki að eiga í neinum vandræðum. Gætum alveg notað Lucas með Alonso. Ég hef fulla trú á því að Benítez sjái þetta eins og ég:)
  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 20. Eina stjarnan sem skín á þessari síðu er sú sem bættist í safnið í Istanbul 2005, allar aðrar stjörur eru stjöruhrap….

 21. Þurfum ekki eins mikið á J M að halda því að vörnin ætti ekki að eiga í vandræðum með þettað. Þettað er einmitt það sem hefur oft komið Liv um koll, að vanmeta smærri lið. Hversu oft höfum við ekki sagt á þessari síðu,að Liv tekur þettað eða hitt liðið 4-0eða 5-0, og við eigum að vinna þennan leik, en hvað gerist? jú Liv gerði kanski jafntefli eða töpuðu þessum leikjum, og við mætum svo dýrvittlausir á þessa síðu og úthúðum Liv og Rafa og okkur sjálfum. Nei ég segi að Liv á að mæta með sýna sterkustu menn þó svo að 1 eða 2 séu stundum hvíldir.

  • Nei ég segi að Liv á að mæta með sýna sterkustu menn þó svo að 1 eða 2 séu stundum hvíldir.

  Svona miðað við upphitunina, erum við þá ekki eiginlega sammála einsi ?

  Og það er verið að falsa textann sem ég er skráður fyrir sem er auðvitað argasti dónaskapur og hefur þegar verið sett vakt upp við Rauðavatn þar sem gæslan hefur hjá sér mynd af EÖE, hann fær ekki að fara lengra í átt að Selfossi 🙂 Annars var þetta áfram Selfoss dæmi nú bara létt skot í tilefni morgundagsins og átti alls ekki að vera aðalumræðuefni þessa þráðar.

  Annars sé ég þetta svipað og Ívar (Nr. 21) bæði hvað varðar KR og eins Liverpool liðið. Ég var ekkert endilega að stilla upp mínu óskaliði í upphitun, bara því sem ég tippa á að Rafa hefji leik með.

 22. jájá.

  heyrðu, fín upphitun. sammála byrjunarliðinu, held að rafa noti akkúrat þetta byrjunarlið.

  2-1. lfc kemst yfir með marki frá arbeloa, stoke jafnar og torres tryggir sigurinn á sjötugustu mín.

  sælar.

 23. Jú jú Babu. Ég var nú að meina svona yfir leitt, að spila með sterkustu menn,og að vanmeta ekki smærri lið. Vil samt sjá Torres í stað Keane, Torres vill skora meira en á síðasta tímabili, það er hans markmið.

 24. PS, Væri það ekki gott að Ce$$ og mu, gerðu jafntefli á sunnudaginn.

 25. Reina
  Carragher – Hyppia – Skrtel – Aurelio
  Gerrard – Alonso
  Babel – Keane – Riera
  Torres

  Já þessi leikur verður ákveðið próf á liðið og mun gefa okkur fyrirheit um framhaldið. Hvort liðið sé komið á þann stall að geta klárað flesta leiki gegn síðri liðum fyrirhafnarlaust eða hvort við séum að fara leyfa Titus Bramble-um deildarinnar að stela af okkur stigum á báðum endum vallarins í ár.
  Það er margt í liðinu í ár sem að mér hefur fundist vanta sem gefur mér leyfi fyrir því að vera bjartsýnn. Liðið er að klára leiki sem að það á ekki skilið að klára (hvað sáum við United gera það oft í fyrra?!?!), fleiri leikmenn sem að geta klárað leiki fyrir okkur og þetta er LIÐ, ekki samansafn einstaklinga sem að heita eitthvað og voru keyptir fyrir einhverja háa upphæð og eiga að vera næstu Zidane(eins og Tottenham Hotspurs)

  En núna fer að koma sá tími að Liverpool ÞARF að fara gera alvöru árás á deildarmeistaratitilinn. Benitez er ekki lengur með neinar Houllier leifar í leikmannahópnum og hefur fengið ágætis stuðning í leikmannakaupum (þó svo að við kaupum ekki Barry fyrir ‘extravagant’ 20 milljónir punda, þá hefur hann fengið stuðning), og síðast en ekki síst þá er leikmannahópurinn okkar á allra besta aldri! Engar ellikempur fyrir utan Hyppia en það verður ekki svoleiðis að eilífu, Árangur þarf að nást áður en menn eins og Gerrard, Keane og Carragher fara að færast hátt á fertugsaldurinn!

  og að lokum… ÁFRAM SELFOSS!!

 26. Torres – Babel
  Riera – Gerrard – Masch – Kuyt
  Dossena – Hyypia – Carra.. – Arbeloa
  eeða
  Torres
  Riera – Gerrard – Babel
  Masch – Alonso
  Dossena – Hyypia – Carra – Arbeloa

  Plessis gæti dottið inn fyrir Alonso eða Masch, svo gæti Agger/Skrtel komið inn fyrir Carra.. Annars er Hyypia held ég pottþéttur vegna löngu innkastanna hjá R. Delap.. Annars ættum við ekki að vanmeta Stoke, við virðumst alltaf eiga í vandræðum við litlu liðin þegar þau pakka í vörn! EF við komumst yfir þá hindrun þá verður þetta veisla á kostnað Stoke og endar leikurinn 4-0 þar sem Riera og Babel verða allt í öllu í sóknarleiknum og setja sitthvort markið og Torres með tvennu(og þar með er hann kominn í gang.) En ef skyldi að við misstígum okkur þá 1-1 jafntefli og Gerrard bjargvættur enn einu sinni. En gangi okkur mönnum vel.
  YNWA

 27. Ég held að þetta verði leikurinn hans Torres það er á móti svona liðum sem hann skorar sem aldrei fyrr, með fullri virðingu fyrir Sotke ég held að þeir eigi ekki séns og að þetta verði alger einstefna, vist koma ein og ein sókn hjá þeim en það verður ekki mikil hætta upp við markið. Vona að Agger byrji inn á…. hef mikkla trú á honum og svo vonar maður að Keane fari að opna markareikningin og það fari að rigna mörkum frá þeim félögum í framlínunni… við tökum þetta 4 – 0

 28. Með tilliti til síðustu tveggja leikja þá skiptir Benites út öðrum hafsentinum eða báðum en Carra þarfnast smá hvíldar að mínu viti! Riera byrjar þennan leik og Kuyt byrjar líklega á bekknum ásamt JM en þeir tveir eru búnir að hlaupa um 20 km hvor í síðustu tveimur leikjum og þurfa hvíld.
  Mín spá er 4-4-2 með sóknarsinnuðum köntum;
  Reina
  Arbeloa – Skrtel – Agger – Dossena
  Benni/Babel – Gerrard – Alaonso – Riera
  Torres – Keane

  Vinnum 2-0 !

 29. Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!
  Áfram Liverpool !!Áfram Stjarnan !!

 30. The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Skrtel, Kuyt, Gerrard, Riera, Alonso, Keane, Torres.
  Subs: Cavalieri, Agger, Babel, Benayoun, Lucas, Degen, Mascherano.

Hvar er Pennant?

Af tveimur leikmönnum