Snýr Heskey aftur? Getur það verið?

Stór hluti af mér er frekar hræddur við að setja þessa umræðu af stað, þar sem mig grunar að þetta verði eins og að opna öskju Pandóru gagnvart mörgum Púllurum. En, þar sem það eru enn tæpir þrír sólarhringar í Stoke-leikinn og ekki margt annað í fréttum getum við svo sem fundið okkur verri hluti að ræða.

Um síðustu helgi birtist í News of the World frétt þess eðlis að Aston Villa og Liverpool væru að íhuga að gera tilboð í Emile Heskey, framherja Wigan Athletic, þegar janúarglugginn opnar.

Já, þið lásuð þetta rétt. Emile Heskey. Sá sami og skoraði 60 mörk í 223 leikjum fyrir Liverpool undir stjórn Gérard Houllier og var seldur vorið 2004, rétt áður en Rafa Benítez tók við liðinu.

Þessi frétt vekur upp ýmsar kenndir hjá manni og margt sem ég ætti að minnast á hér. Í fyrsta lagi finnst mér rétt að leggja áherslu á að miðillinn sem segir frá þessu – News of the World – er ekki hátt skrifaður á meðal enskra fjölmiðla og almennt talið til hinna svokölluðu götublaða / sorprita sem hafa hingað til ekki látið sannleikann hindra sig í að ljúga til að geta birt góða frétt. Reyndar hefði ég aldrei birt þessa frétt út frá þessum miðli einum og sér, en þar sem þessi frétt hefur vakið allmikil viðbrögð á spjallborðum Púllara erlendis og menn bæði á RAWK.com og YNWA.tv svona hálf ýjað að því að það geti mögulega, hugsanlega, kannski verið eitthvað til í því að útsendarar Liverpool séu svona hálfpartinn að skoða Heskey, þá finnst mér í lagi að setja þetta í loftið.

Sem sagt, miðillinn sem segir frá þessari frétt er mjög vafasamur og sem stendur eru svona 90% líkur á að þetta sé algjört rugl.

Hvað ef þetta er samt ekki rugl? Þannig séð er þetta ekki alvitlaus hugmynd; Heskey hefur spilað mjög vel fyrir Wigan, sérstaklega eftir að Steve Bruce tók við stjórn þess liðs um mitt síðasta tímabil, og er orðinn fastamaður í enska landsliðinu á ný eftir fjögurra ára fjarveru (eða síðan hann yfirgaf Liverpool). Hann varð þrítugur í janúar síðastliðnum og skv. frétt NOTW rennur samningur hans við Wigan út næsta sumar svo að ef hann gerir þeim ljóst að hann ætli að fara gæti hann fengist fyrir tombóluverð í janúar (NOTW-greinin talar um 3m punda).

Þetta er heldur ekki svo alvitlaust því hann gæti verið týpa sem hentar í leikmannahóp Liverpool. Við eigum alhliða súperstjörnu í Torres, vinnuhest í Kuyt, lunkinn stuðningsframherja í Keane og ungan og óslípaðan demant í Ngog en eftir brottför Crouch verður að viðurkennast að okkur skortir talsvert upp á að geta látið andstæðingana finna fyrir okkur í háloftunum og þá sérstaklega fyrirgjöfunum. Að því leytinu til passar Heskey eins og flís við rass inn í núverandi leikmannahóp Liverpool, auk þess sem samvinna hans með sér flinkari framherjum (Owen, Defoe, Rooney, Walcott) hjá enska landsliðinu gefur manni von um að nærvera hans og leikreynsla gæti hjálpað Torres, Keane og Babel sérstaklega á næstu tveimur árum eða svo. Þá er Fabio Capello enginn vitleysingur og ef Heskey er nógu góður fyrir hann ættum við varla að kvarta, er það?

Hins vegar … þá er þetta Emile Heskey. Sami leikmaðurinn og gat verið algjörlega óstöðvandi þegar hann lék fyrir Liverpool áður, en eftir því sem árin liðu hvarf sá leikmaður æ oftar og í hans stað mætti jafnan út á völlinn stór klunni sem var með eindæmum bitlaus í vítateig andstæðinganna. Við Liverpool-menn þekkjum Heskey betur en flestir og þótt hann sé eldri og reyndari nú en þegar hann lék í rauðu treyjunni hefur hann ekki skorað jafn mikið fyrir Birmingham og Wigan og hann gerði á sínum fyrstu árum með Leicester og Liverpool, og því í raun ekkert sem segir manni að hann myndi endilega standa sig mikið betur í annað sinn.

Hvað finnst mönnum? Ég þori varla að spyrja, en væri gáfulegt að kaupa Heskey fyrir lítið fé og hafa hann í leikmannahópnum næstu 2-3 árin eða svo? Eða er þetta – ef rétt reynist – algjört glapræði sem okkar menn ættu að forðast með öllum ráðum?

32 Comments

 1. Þegar ég hef í gengum árin verið að pirra mig á mönnum eins og Sissoko, Riise og Kuyt þá segi ég oft að hann sé næstum kominn á sama status hjá mér og Heskey var!!!

  Ég væri frekar til í Jose Morinho sem aðstoðarþjálfara heldur en að sign-a Heskey, trúi bara ekki að Rafa sé að spá í að gera mér það. Það hafa fáir gert eins góða tilraun til að gera mig gráhærðan fyrir þrítugt og hann.

 2. Þetta er ekki það heimskasta sem ég hef lesið og eru margir leikmenn verri en Heskey.
  Kostir: Hann þekkir Liverpool út og inn. Rafa hlýtur að vita hvað hann getur og hvað hann getur ekki. Hann er með reynslu og sættir sig við bekkjasetu. Hann er hrikalega duglegur og líkamlega sterkur. Hann er ENGLENDINGUR sem er gott uppá CL.

  Ókostir: Hann er ekki markaskorari. Hann er 30 ára gamall. Hann kúkaði var hrikalega slappur síðustu árin hjá Liverpool. Hann er flækifótur. Hann er ekki og verður aldrei byrjunarliðsmaður í liði sem vinnur enska titilinn.

  Ef Heskey kemur ódýrt og er ekki of dýr í rekstri þá segi ég .

 3. Ekki séns.

  Aldrei!

  Frekar vil ég spila ungum leikmönnum heldur en að fá Heskey aftur. Það þarf ekki alltaf að vera einn Voronin/Zenden/Riise/Heskey í hópnum. Þessi frétt er gefin út með því markmiði að ná Liverpoolmönnum á jörðina eftir gott start á tímabilinu.

 4. Hvað eiga menn við, þegar þeir tala um það sem kost að þekkja Liverpool út og inn ?
  Ég hef oft heyrt talað um þetta, þegar það er í umræðunni að fá einhvern til liðsins sem hefur leikið með því áður. ” Hann þekkir Liverpool út og inn” !! Hvað meina menn með þessu ?
  Ekki er hann vanur að spila með leikmönnunum (Heskey), því þetta er algerlega nýtt lið þannig séð. Áttu þá við að hann rati svona vel til búningsklefans og viti hvar æfingasvæðið sé ? Af því að þeir sem koma nýjir lenda yfirleitt í svo miklum vandræðum með þessa hluti, því þeir þekkja Liverpool ekki nógu vel ?

  Carl Berg

  p.s: Nei takk ég vil helst ekki sjá hann í Liverpooltreyju aftur.

 5. NEI NEI NEI, guð hjálpi mér. Ég er alveg hrikalega sammála Gumma hér að ofan, það þarf ekki alltaf að hafa einn klunna í hópnum. Þó hann kæmi frítt þá myndi ég ekki vilja fá hann. Ég var t.d. hrikalega ósáttur við að fá Voronin til Liverpool á sínum tíma en mörgum fannst það mjög flott move því hann kom frítt. Svona klunnar eru bara fyrir ungu strákunum í goggunarröðinni og koma í veg fyrir að efnilegir menn öðlist reynslu. Ef við ætlum að fylla hópinn af meðalskussum sem hafa ekkert nema reynsluna þá er alveg óþarfi að versla unga og efnilega menn því þeir komast aldrei að.

 6. Hvaða hvaða, ef hann skorar ekki getur Sammy Lee bara knúsað hann aðeins (og aðdáendur komi þeir til með að hitta hann á förnum vegi) …

  Annars hefur maður alveg heyrt það gáfulegra og vitlausara. Hann er eins og Kristján bendir á góður með flinkum leikmönnum og hann er jú búinn að vinna sér sæti í landsliðinu aftur og það spilandi með Birmingham og Wigan. Ef við fengjum sama Heskey sem kom inn í Liverpool með hungur og áræðni þá væri þetta ekki vitlaust fyrir lítinn pening en Born Slippy sem spilaði síðari hluta ferilsins og endaði sennilega á fleiri bolum en Emilie Heskey er bara of slappur, of mikill flækjufótur og svo er ég persónulega ekki enn búinn að fyrirgefa klúðrið á móti manu á 94 mínútu hérna um árið …

  Síðan mundi þetta skemma Born Slippy bolinn minn ef hann kæmi aftur í Liverpool …

 7. No way Jose. Þarf ekki að ræða það frekar. Hann fékk sinn séns, klúðraði honum illilega þegar á leið ferilinn og nú er það að baki. Þetta er svipað og við ætluðum að fá John Arne Riise til liðs við okkur á ný eftir kannski 2 ár eða svo.

 8. Getur einhver sagt mér eða grafið upp hvort News of the World hafi haft rétt fyrir sér með eitthvað, þeas í leikmannakaupum hjá stóru liðunum.
  En hann mundi ekki fá að spila mikið hjá okkur og þarafleiðandi mundi hann detta út úr enska landsliðinu…

 9. þegar að leikmenn Liv, þrusa boltanum langt yfir eða framhjá, segja menn gjarnan, þettað var Heskey skot. Engin ástæða að fá hann, eins og er bent á hér að ofan. Hefði verið góð og skondin frétt ef núna væri 1. APRÍL. 😉

 10. Nei takk við höfum engin not fyrir þennan mann hjá okkur. N’Gog er stór leikmaður og ef hann styrkir sig þá getur vel verið að hann gæti reynst vel í föstum leikatriðum.

 11. Þessi hugmynd (sem er væntanlega ekki frá Liverpool, heldur bara spuni) lyktar af því að Liverpool vilji bara 3. eða 4. sæti í deild. “Þetta tímabil hefur byrjað of vel, það passar ekki, það er ekki Liverpool, fáum Heskey aftur til þess að halda mönnum niðri á jörðinni”.

 12. Jaahá …. eigum við ekki bara að taka B.Cheroy til baka líka … 🙂

 13. ef þessi maður kæmi til liverpool þá myndi ég ekki vita hvort ég ætti að hlægja eða skæla! 😀

  en nei takk fyrir mitt leiti, aldrei!

 14. Ekki ad eg vilji modga neinn, en hver er tilgangurinn med tessari frett?

  Tad er alltaf verid ad bendla monnum vid liverpool, af hverju ad taka Heskey serstaklega fyrir, hann var seldur af tvi ad hann var ekki nogu godur (af Benitez ef eg man rett). Hann skorar ekki 10 mork a leiktid og er 30 ara!!!

 15. Ouucchh,,,,,Ekki glæta,,,við stefnum framá við ekki aftur á bak. Getum alveg eins freistað þess að athuga hvort að Björnebye, Kvarme og Eric Majer séu tilbúnir að koma aftur.

 16. Væri svosem til að fá Eric Meijer aftur, veit ekki afhverju en mér líkaði alltaf vel við hann. Skil það ekki. Væri ekki bara góð regla hjá Liverpool að banna alla norðmenn í framtíðinni, reynast þeir einhverjum liðum vel svo lengi sem þeir líta ekki út fyrir að vera 13 ára gamlir hobbitar?

 17. Kristján Atli, Silly season er búið !
  Það þarf ekert að ræða þetta.

 18. Hvað eru margir á ári yfirleitt orðaðir við klúbbinn? 50-80 leimenn? Hvað koma margir? 5-8? Sumsé 10% líkur. Ef okkur vantar senter núna (sem okkur vantar ekki með Torres, Keane, Babel, Kuyt, Ngog, Nemeth og Pacheco) og við fengjum ekki fyrstu 18 kostina sem við værum að leita að, þá já takk. En annars nei, held ég sleppi þessu núna…
  http://www.knattspyrna. bloggar.is

 19. Einmitt og koma þá Mcmanaman og Rednapp líka ásamt Berger og gott ef Paul Ince og Fowler séu á leiðinni einnig. Sæll og Bless.

 20. Nei, come on!! Ekki Emile Heskey. Mun frekar að gefa þessum ungu framherjum alvöru séns eins og N’Gog. Heysky á í besta falli heima í miðlungsliði og í þeim hópi höfum við Púllarar engan áhuga á að vera. Gleymum þessu bulli. Þetta gerist aldrei.

 21. Gott væri að fá helling af kommentum á næstu færslur til að þessi umræða gleymist sem fyrst.

  Ég fæ hroll þegar talað erum um Heskey aftur í Liverpool

 22. Sælir félagar
  Ég segi fyrir mig, nei og aftur nei. En hvað er með þessar konur. Linda #10 talar eins og dóttir mín sem er komin vel til tektar. Hún dýrkar “svarta folann”. Þarna held ég að sé á ferðinni eithvað annað en knattspyrnuleg viðhorf. 😉

  Það er nú þannig.

  YNWA

 23. Þegar maður skoðar mörkin frá 2001 season þá er Heskey með helling af flottum mörkum…en ég held að punkturinn sé sá að hann yrði bara varaskeifa og þar með myndi hann detta úr landsliðinu og þar með úr leikæfingu = yrði aftur áhugalaus og ónothæfur. En gefum Heskey prik fyrir að hafa spilað vel og spilað sig inní landsliðið aftur! Hafa ekki allir leikmenn sem hafa yfirgefið Liverpool dalað sem leikmenn? Ekki Heskey.

Marseille 1 – Liverpool 2

Hvar er Pennant?