Hvar er Pennant?

Nú hann er í Liverpool eða réttara sagt varaliði Liverpool en ég rakst á leikskýrslu frá varaliðsleik Liverpool gegn Sunderland. Varaliðið tapaði þar sínum fyrsta leik í tæpt ár 1-2 gegn Sunderland en síðasta tapaði liðið einmitt fyrir Sunderland 0-1 í október í fyrra.

Það sem vakti athygli mína var hversu sterkt varaliðið var hjá okkur og samt náði liðið ekki að vinna Sunderland. Gary Ablett ýjar að því að leikmenn hans hafi verið með hugann við leikinn gegn Crewe á þriðjudaginn kemur.

“We felt we had brought a particularly strong team tonight and that it was more than capable of winning the game. We thought those players would have something to play for in terms of a Carling Cup place next week but on the balance the majority let themselves down tonight and only our goalkeeper came out with any credit.”

Liðið sem lék í þessum leik var:

Bouzanis

Darby – San Jose – Huth – Insua

Pennant – Plessis – Spearing – El Zhar

N´Gog – Pacheco

Innáskiptingar:
59 mín: Pacheco út og Flynn inn. – 71 mín: Spearing út og Brouwer inn.

Ég spurði í upphafi hvar er Pennant og ég tel næsta víst að hann sé á útleið frá Liverpool. El Zhar hefur verið að fá tækifærin hans á þessu tímabili og þannig heldur það örugglega áfram. Spurning hvort Liverpool verði ekki að lækka aðeins verðmiðann á drengnum?

15 Comments

 1. Ég held að fjarvera Pennant hljóti að vera vegna einhvers annars er bara hæfileikaskorts og skil þetta satt að segja bara ekki alveg. Hann verður seint talinn með bestu leikmönnum í heimi, en hann er nú ekki alveg svona slappur!!

  Held líka að hann þurfi að fá smá traust frá sínum stjóra og nokkra leiki til að spila að eðlilegri getu. Það er klárlega ekki málið hjá okkur og því verð ég mjög hissa ef hann verður ennþá hjá okkur 1.feb. n.k.

 2. Ég horfði nú á þennann varaliðsleik í gær og menn voru nú ekki mikið að stimpla sig inn fyrir Deildarbikarinn gegn Crewe. Flestir afar slakir í leiknum. Ngog átti fína spretti og sömu sögu að segja af El Zhar. Huth var einnig öflugur í vörninni en aðrir mistækir eða hreinlega slakir. Ég bjóst við Pennant öflugum í að sanna sig, en þrátt fyrir einstaka spretti þá var hann hálf áhugalaus og slakur. Þetta var einfaldlega ekki sama varaliðið og maður hefur séð spila síðasta árið.

 3. Ég að Rafa hafi einfaldlega gert Pennant það kristalklárt að hans nærveru er ekki óskað hjá Liverpool, hann neitaði því að fara til Stoke, líklegast vegna lægri launa sem eru í boði þar. Pennant er því gjörsamlega metnaðarlaus að spila fyrir liðið og fer í jan.

 4. Kaupin á Pennant voru dæmt til að mistakast. Af hverju ætti leikmaður sem var ekki nógu góður fyrir Arsenal að vera nógu fyrir Liverpool þegar síðarnefnda liðið er að stefna að því að komast upp fyrir það fyrrnefnda.
  Hvaða rósir á leikmaður sem hefur mestan sinn feril leikið með miðlungsliðum eða hreinlega lélegum liðum að gera fyrir lið sem leikur í CL?
  Skil ekki enn í dag af hverju Benitez var að eyða peningum í Pennant.

 5. EinarE.

  Eru þá kaupin á Riera dæmd til að mistakast, var ekki nógu góður fyrir Man City en á að vera nógu góður fyrir Liverpool?

  Held að það sé klárlega öruggt að Pennant fari í janúar. Rafa ábyggilega í fýlu út í hann því hefði hann selt hann hefði hann kannski getað keypt Barry.

 6. Reyndar hef ég aldrei skilið þetta með Riera og Man.City og að hann hafi ekki verið nógu góður fyrir þá. Man.City reyndu að kaupa hann eftir lánstímann en höfðu ekki efni á honum þá. Ekki það að það skipti höfuð máli í dag, en finnst þetta of oft koma upp.

 7. Kaupin á Riera eru enganvegin sambærileg.
  Riera var lánsmaður hjá Man City, sem vildi halda honum. Er viðloðandi spænska landsliðið. Lék með Espanyol sem er talsvert stærra en Leeds, Birmingham og Watford. Pennant var þekkt stærð í enska boltanum, þekktur vandræðagripur sem Arsenal losaði sig við. Það er óþarfi að eyða fleiri röksemdarfærslum í þetta en það sjá það allir að það er ekki hægt að bera þessi kaup saman.

 8. Pennant karlinn er væntanlega enn í hálfgerðu sjokki eftir að hafa verið hent út í kuldann í fyrra. Ég spái því að hann fái nú samt sénsinn á móti Crewe og fái einhverjar nokkrar mínútur fram í janúar.
  En hann er á útleið! Ég varð fyrir enn meiri vonbrigðum með aðra í gær, Darby, Insua og Pacheco…….

 9. Pennant var ekki seldur frá Arsenal vegna þess að hann var ekki í framtíðarplönum Arsenal.
  Wenger hafði mikla trú á honum enda var hann mjög efnilegur en málið var að drengurinn er fífl. Hann var alltaf að gera einhverja skandala og var bara engann veginn íþróttamaður.
  Wenger þolir ekki svona gaura og losar sig hiklaust við þá 🙂

  (er arsenal maður)

 10. Ívar Örn: Á rás #47 á Digital Ísland, LFCTV

  Bjarki: Drengurinn GERÐI mistök á sínum tíma, en þú segir hann VERA fífl. Hann hefur nú hagað sér óaðfinnanlega í mörg ár núna og hagað sér íþróttamannslega. En þú þurftir raunar ekkert að taka það fram að þú værir Arsenal maður 🙂

 11. Ívar Örn. Eða kaupir þér e-season ticket á Lfc.tv. Allir varaliðsleikirnir í beinni þar í ágætis gæðum.

 12. Rafa búinn að gefa Pennant uppá bátinn…aðeins hálfu ári eftir að hann var með herferð í fjölmiðlum ,,Pennant í enska landsliðið”! Eitthvað hefur gerst…

Snýr Heskey aftur? Getur það verið?

Liverpool – Stoke á morgun