Marseille á morgun

Já nú hefst fjörið. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst á morgun og byrja okkar menn að heimsækja Marseille. Það er ekki langt síðan við spiluðum þar síðast, og meira að segja var pistlahöfundur einmitt staddur á þeim leik. Frábær leikur þá og frábær úrslit. Það er hreinlega alltaf sérstakt andrúmsloft í gangi þegar þessi Meistaradeildarkvöld renna upp. Það er sérstök stemmning í Liverpool borg, en það er líka sérstök stemmning á öldurhúsum Íslands. Fyrir mér eru þessi kvöld þau bestu í boltanum og er maður með fiðring í maganum allann daginn í vinnunni.

Það er ekki ennþá farið af manni brosið eftir leikinn á laugardaginn og enn mikið talað um hann. Ég fékk þá tilfinningu strax eftir þann leik að ég vildi bara fá næsta leik sama kvöld, ég var svo spenntur og ánægður. Líklega hefðu leikmenn ekki verið sammála mér í því, væntanlega þreyttir eftir átökin, en ég er engu að síður viss um að á meðan þeir eru í svona stuði þá vilja þeir að leikirnir komi á færibandi og vilja byggja upp “momentum”.

Marseilli liðið var svona fyrirfram að mínum dómi, slakasta lið riðilsins. Ekki misskilja mig, þeir sýndu það á síðasta tímabili að þeir geta svo sannarlega bitið frá sér og það má alls ekki vanmeta þá. En engu að síður að þá er þetta útivöllur sem ég vil fá 3 stig frá. Nú er enginn Djibril Cissé hjá þeim, en hann setti nú svo sem ekki mikið mark sitt á leiki liðanna á síðasta tímabili. Bolo Zenden er reyndar ennþá þarna, og þrátt fyrir allt og allt þá er hann ágætis knattspyrnumaður. Þetta lið getur alveg strítt hvaða liði sem er á góðum degi. Við þurfum bara að passa að morgundagurinn verði ekki góður dagur hjá þeim.

Mér fannst allt annað að sjá okkar menn í síðasta leik. Mun meira flæði í leik liðsins og menn að bjóða sig og hlaupa í svæði, mun meira en í leikjunum á undan. Það er mikið talað um að Man.Utd hafi hreinlega verið að leika illa, en reyndin er engu að síður sú að þú kemur ekkert inn í leiki með hangandi haus og hvað þá svona stóra leiki. Enda sýndu þeir fyrstu 10-15 mínúturnar að þeir voru sko klárir í slaginn. Því segi ég það að við létum þá líta illa út því við fórum og lokuðum á spil þeirra og leyfðum þeim ekki að ná upp sínu spili. Þetta fannst mér vera grundvallar breyting hjá okkur og vonast ég til þess að sjá áframhald á þessu á morgun. Sjálfstraust skiptir gríðarlegu máli í fótbolta, og mér fannst okkar menn geisla af því eftir því sem á leið leikinn á laugardaginn.

Eitt sem mér finnst þó standa upp úr, við eigum Gerrard og Torres algjörlega inni. Þeir hafa hvorugir sett virkilegt mark sitt á þetta tímabil og einmitt vegna þessa er ég bara tiltölulega bjartsýnn á liðið okkar. Auðvitað eru engir titlar unnir í september, en mér finnst liðið vera hreinlega heilsteyptara en oft áður. Ég er viss um að Rafa mun fara hægt í sakirnar með þá félaga og ég hreinlega býst við að sjá þá báða á bekknum í næsta leik líka. Fréttir herma að Mascherano sé líka tæpur á meiðslum og gæti vel verið að Lucas fengi sénsinn á móti Marseille. Ég hef hreinlega ekki heyrt af frekari meiðslum hjá okkur og því ætla ég að skjóta á þetta lið með fyrirvara með það (Breytt útfrá nýjum meiðslafréttum):

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Benayoun – Lucas – Alonso – Riera

Keane – Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Degen, Agger, Mascherano, Babel, Gerrard og Torres.

Við getum alveg unnið með þetta lið og Lucas þarf að fá leiki til að þróast sem fótboltamaður. Ég treysti honum fullkomlega í verkið og Javier veitir hreinlega ekki af hvíldinni og að jafna sig alveg af þessum meiðslum. Það vilja margir fá Babel inn í byrjunarliðið og það getur alveg verið að Rafa taki Yossi út fyrir hann. Ég held þó ekki þar sem reynsla þess síðarnefnda kemur að góðum notum. Ég ætla að spá því að við vinnum 1-2 baráttusigur og loksins, loksins, loksins skorar Robbie fyrir okkur. Hitt markið verður svo skorað af Kuyt, enda vanur því þegar kemur að Meistaradeildinni.

29 Comments

 1. Er Mascherano meiddur eftir leikinn um helgina?
  PS. Djö var gaman að horfa á þetta á laugardaginn!!!! 🙂

 2. Ég ætla að spá því að Agger spili þennan leik… og að við vinnum 2-1..

 3. Aurelio verður ekki með og Masch fór með til Frakklands skv. þessari frétt
  hér á aðal síðunni. Annars spái ég hörkuleik sem við vinnu 0-2 með mörkum frá Keane & Gerrard

 4. til lukku með leikinn a laugardaginn allir sem einn!!!

  djöfull var gaman að sjá Riera stimpla sig vel inn.. En ætli Stóri G verði ekki í byrjunarliðinu á morgun.. hefur það eh staðar verið gefið út um að svo verði ekki??

  ekki það að við séum ekki með bestu breidd á miðjunni í langan tíma.. sem er náttla bara gott mál…

 5. Babel og Agger fá vonandi að byrja, Babel frammi og Kuyt á hægri kanti.

 6. er sammála byrjunarliðinu nema ég held að gerrard byrji.

  annars fín upphitun ssteinn og ég held að það gefi liðinu mikið sjálfstraust að vita af torres og gerrard þarna baka til, þeir eiga eftir að koma inn í þetta og efla sóknarleikinn gríðarlega mikið.

  en lokatölur verða 1-3 fyrir liverpool þar sem xabi – babel – riera skora mörk liverpool.

 7. Flott upphitun hjá þér !!!!

  Ég vonast til þess að sjá liðið svona.

  ——-Keane—–Kuyt——
  Riera——————Babel
  ——–Lucas—–Alonso——–
  Dossena-Agger-Skrtel-Arbeloa
  ————–Reina—————

  0-2 fyrir Liverpool…..

 8. Hvernig er það, verður ekkert stemmari hjá Benítez að setja Babel í byrjunarliðið? Maður er að verða ansi langeygur eftir því. Ég veit nú ekki alveg hvað Benayoun hefur gert til að halda honum út úr liðinu – með það í huga að Babel geti spilað báðar kantstöðurnar. Annars góð tilfinning fyrir leiknum, er sannfærður um að okkar menn klári þetta 2-1.

 9. Já, glæsilegur sigur að baki og meistaradeildin á morgun.
  Ég hef reyndar trú á að Torres og gerrard byrji inná. Þeir fengu hvíld á móti man. utd. og heimaleikur á móti stoke(ef ég man rétt) á Laugardag.
  Svona spái ég liðinu:

  ——Torres–Keane——

  Riera–Gerrard–alonso–Kuyt

  Dossena-Skertel-Carra–Degen
  ————-Reina———–
  Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Degen byrji inná.
  Ég ætla líka að vona að Keane hitti boltan í þessum leik,það er allavega byrjunin 🙂
  en Gerrard skori eina markið 0-1……Annars væri gaman að sjá torres fara setjan

 10. Sammála öllu hjá þér Steini, nema það að ég á enn eftir að upplifa Evrópukvöld á Anfield. Þarf að fara að drífa í því. En leikurinn verður vonandi skemmtilegur, þó ég hallist að því að vörnin verði meiri en sóknin.

 11. Ef að Keane byrjar inná þá setur hann 3 mörk….klárt mál leikurinn fer 5-0

 12. Er reyndar orðinn pirraður á að sjá Yossi í byrjunarliðinu, málið er einfalt fyrir mér, betri maðurinn skal byrja inná, og Babel er einfaldlega betri leikmaður, hvernig á drengurinn að byggja upp reynslu þegar hann fær bara max 20 min í leik? inn með babel, sem fyrst

 13. Veit einhver hvort hægt er að kaupa áskrift á netinu að stöð sem sýnir meistaradeildina? Sem sagt horfa á það í tölvunni. Eins ef hægt er að kaupa áskrift að ensku úrvalsdeildinni og hvernig þá best er að gera þetta.

 14. Hold your horses, men, þetta verður strembinn leikur en okkar menn hafa það 1-0, Torres klárar þetta í seinni hálfleik. Mark my words…

 15. Liðið í kvöld

      Reina
  

  Arbeloa-Carra-Skrtel-Dossena
  Lucas-Alonso
  Kuyt – Benaouyn – Riera
  Babel

  Kemur væntanlega út í einhverju rugli en ætti að skiljast. Var bent á þessa mynd máli mínu til stuðnings.
  [img]http://img83.imageshack.us/img83/7628/ap080915017091ya2.jpg[/img]

 16. Vona að Torres og Gerrard verði inná í kvöld,hlýtur bara að vera þeir eru góðir af meiðslum sínum. tökum þettað 0=3 og ég vona að 1 ákveðinn maður skori

 17. ó þið miklu herrar þessarrar síðu 😀 .. er nokkuð hægt að fylgjast betur með uppfærslunni á liðnum “næsti leikur” 😉 ? .. alltaf fyrsti staðurinn sem ég tékka á þegar ég ætla ath. tímasetningar og útsendingu.. en uppfærslurnar á honum verið svotil heldur götóttar upp á síðkastið 🙂

 18. Gott að minna okkur á svona þegar menn gleyma sér svona 🙂 Takk fyrir það.

 19. Úff, endalok leiðinlegra þriðju- og miðvikudaga hefur komið. Spái leiknum í kvöld 1-2.

  Vona að byrjunarliðið verði svona

  Reina
  Arbeloa Agger Carragher Dossena
  Benayoun Alonso Lucas Riera
  Babel Keane

 20. Verð í vinnu til að verða 23. Veit einhver hvort að leikurinn verður sýndur aftur á einhverri hliðarrás seinna um kvöldið. Alveg skelfilega erfitt að fá einhverjar upplýsingar um dagskránna hjá 365. Ef einhver hefur hugmynd þá endilega látið vita 😉
  YNWA

 21. þann 16.09.2008 kl. 03:1116Leó

  Veit einhver hvort hægt er að kaupa áskrift á netinu að stöð sem sýnir meistaradeildina? Sem sagt horfa á það í tölvunni. Eins ef hægt er að kaupa áskrift að ensku úrvalsdeildinni og hvernig þá best er að gera þetta.

  Leo, settu inn E-mailið og ég skal redda þér svoleiðis….

 22. Fernando Torres and Steven Gerrard return to the starting line-up for this evening’s Champions League opener in Marseille – a game you can follow with live commentary online from 7.45pm BST.
  Rafael Benitez makes five changes from the team which defeated Manchester United at the weekend, with Lucas, Ryan Babel and Andrea Dossena also earning recalls.

  The Liverpool team for tonight’s match is as follows:

  Reina
  Dossena
  Carragher
  Skrtel
  Arbeloa
  Lucas
  Mascherano
  Gerrard
  Babel
  Kuyt
  Torres

  Subs:

  Cavalieri
  Agger
  Keane
  Riera
  Alonso
  Benayoun
  Degen

Agger getur keypt sig lausan eftir 1.janúar.

Liðið gegn Marseille