Agger getur keypt sig lausan eftir 1.janúar.

Danskir vefmiðlar gera því skóna að það sé óvissa með framtíða Aggers hjá Liverpool og að hann geti keypt sig lausan frá félaginu frá og með 1.janúar 2009. Þá hefur hann verið 3 ár hjá félaginu og þar sem hann er undir 28 ára gamall þá hefur leikmaðurinn rétt á að borga launin sín út samningstímann (ca. 3 milljónir punda) og skipta um lið utan Englands. Frægasta dæmið um svona lagað er þegar Andy Webster fór frá Hearts til Wigan.

Þetta þýðir að Liverpool þarf að ákveða sig hvort Daniel Agger sé í framtíðarplönum félagsins og mikilvægt að hefja viðræðum um nýjan samning fyrr en síðar. Agger staðfestir að hann hafi ekki fengið neitt samningstilboð frá Liverpool ennþá.

Jeg kan bekræfte, at jeg ikke har modtaget et tilbud om kontraktforlængelse med Liverpool.

Ég hef persónulega ekki mikla trú á að þetta gerist né er eitthvað í þessari frétt sem gefur það til kynna nema að Agger er ekki byrjaður að ræða um nýjan samning við félagið.

16 Comments

 1. Sem sagt Agger er ekki búinn að fá tilboð um lengri samning og menn byrja svo að spinna eitthvað rugl í kringum það. Ég er nú sámmála þér varðandi það að það er ekkert virði í þessari frétt. Agger hefur ávallt sagt það í öllum viðtölum að það muni taka tíma að komast inn í liðið aftur. Hann fer að detta inn í fleiri leiki og þá verður Hyppia maðurinn sem verður óánægður og fer líklegast í janúar.

 2. Er það bara ég eða var ekki tímabilið að byrja fyrir svona 10 mínútum? Kannski full snemmt að fara hafa áhyggjur af einhverju svona núna!! Fyrir utan að Rafa gat ekki undirstrikað mikið meira mikilvægi Aggers

  Það er ekki nema eðlilegt að hann þurfi smá tíma til að vinna sér sæti í liðinu.

 3. Hann fær sénsinn og framlengingu. Með betri hafsentum í ensku deildinni en það góða er að við höfum 3 slíka. Það er að detta inn bikarleikir og meistardeild í miðri viku þannig að hans er virkilega þörf núna. Hyppia er fórnarkostnaður …ef enginn meiðist! Dönunum (rétt eins og okkur með Eið Smára) finnst þetta skrítið að maðurinn er ekki í hóp eða á bekknum í einhverjum leikjum. Hef þó meiri trú á Agger spili reglulega hjá LFC heldur en Eiður Smári hjá Barcelona.

 4. Ég vonast til Þess að sjá Agger spila með Carragher á morgun í CL.
  Gefa Carra hvíld og nota Agger.

 5. Ég skal gefa Ásmundi splunkunýja stafræna myndavél ef honum tekst það 🙂

  En hvað varðar Agger held ég að hann sé algjörlega inn í framtíðaráformum Rafa. Hann er frábær miðvörður og ákkurat ólíkur hinum þremur, að því leytinu til að hann kann að spila boltanum vel frá sér og á það einnig til að koma upp völlinn og opna svæði.

  Svo er þetta síðasta ár Hyypia hjá Liverpool (styð það samt að gefa honum ófáa leiki og kveðja hann með deildarmeistarafögnuði á Anfield í maí) og þegar hann fer þá eigum við bara þrjá miðverði eftir og hann ásamt hinum tveimur fá að spila meira.

  Styð svosem Rafa að geyma hann á bekkinn enda ósanngjarn að kippa Carra og Skrtel út úr liðinu þegar vel gengur og ennþá kjánalegra að henda Carra í bakvörðinn.

 6. Hef trú á því að Agger spili á morgun enda Rafa oft með aðra uppstillingu í Meistaradeildinni en í Úrvalsdeildinni. ,,Fréttirnar” í dönsku blöðunum eru svosem skiljanlegar vangaveltur fréttamanna en það er ekki séns að Agger verði leyft að fara. Hyypia er 35 ára og hætta á meiðslum varnarmanna sem annarra leikmanna alltaf fyrir hendi. Agger spilaði mikið í upphafi tímabils og hann á eftir að spila mikið í vetur.

 7. Aggers var það sárt saknað allt síðasta tímabil, að ég bara trúi ekki að hann fái ekki annan samning. Hann er hjartað í vörninni!

 8. Þetta er ósköp einfalt með Agger.

  Hann var meiddur allt síðasta tímabil og Skrtel átti algjörlega frábæra innkomu í liðið og endaði tímabilið á að vera með gott samstarf við Carra. Skrtel hefur ekki enn gert mistök, sem verðskulda það að hann fari útúr liðinu.

  Það væri einfaldlega furðuleg skilaboð að senda til Skrtel ef að Agger væri tekinn inní liðið af því að hann var svo góður fyrir rúmu ári.

  Ég er á því að Agger sé okkar besti miðvörður, en það er bara ekkert óeðlilegt að hann þurfi að sanna það að hann geti haldið sér heill til þess að hann sé aftur settur inní liðið. Agger á eftir að fá nóg af tækifærum til þess í vetur.

 9. Algerlega sammála Einari Erni. Fótbolti gengur út á eitt. Þeir sem spila best eiga að vera fyrstir í liðið. Fíla Agger í ræmur, en Skrtel er líka búinn að vera algerlega frábær. Tími Danans mun koma aftur. No worries. Nú, ef ekki, þá er hann bara ekki nógu góður væntanlega!

 10. Hvernig er hægt að halda því fram Agger sé okkar besti miðvörður þegar Carragher er enn að spila fyrir Liverpool? Carra er ekki sá flinkasti en hefur allt annað. Hann er hjarta Liverpool.

 11. Rick Parry hefur sagt að Agger sé mikilvægur hlekkur í keðjunni og muni verða boðinn nýr samningur bráðlega.

  “Daniel is very important to the future of the club.”

  …og skv. Rafa þá er Agger í hópnum gegn Marseille í dag:

  “Agger is in the squad. The good problem I have is we have good centre-backs here and Agger is one of the best, so he could be playing against Marseille.”

 12. Hverskonar bull er þetta? Dýrasti knattspyrnumaður dana til langs tíma er í okkar röðum. Saami er á útleið og það vita allir. Agger mun verða hluti af sterku liði okkar næstu árin. Allt svona er bara þvaður. Því ættu menn að kaupa upp sinn samning við Liverpool. Það er ekki hægt að vera hjá betra liði
  í boltanum. Sá sem þangað er kominn einu sinni fer ekki burt að gamni sínu.
  Hættið svo að bulla.

Liverpool 2 – Man Utd 1

Marseille á morgun