Liverpool 2 – Man Utd 1

LOKSINS!

Á upphafi síns fimmta tímabils við stjórnvölinn hjá Liverpool hafði Rafa Benítez það loks af að vinna sigur gegn Sir Alex Ferguson í Úrvalsdeildinni, en okkar menn í Liverpool unnu í dag verðskuldaðan 2-1 sigur gegn Manchester United í fjórðu umferð Úrvalsdeildarinnar.

Byrjum á byrjuninni. Rafa stillti í dag upp eftirfarandi liði:

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Aurelio

Alonso – Mascherano
Benayoun – Keane – Riera
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Hyypiä, Dossena, Gerrard, Babel, Torres, Ngog.

Sem sagt, okkar sterkasta lið nema að Torres og Gerrard voru á bekknum, þrátt fyrir að vera orðnir heilir heilsu. United-megin var Ferguson með allan sinn hóp til taks utan Cristiano Ronaldo sem er ekki alveg orðinn leikfær.

United-menn komust yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Carlos Tevez fékk boltann á miðsvæðinu og gaf hann viðstöðulaust innfyrir vörn Liverpool. Þar náði Dimitar Berbatov fyrstur til boltans úti við vítateigshornið hægra megin og lék inn að endalínunni. Carragher var í honum en gaf Berbatov of mikið pláss til að athafna sig og sá búlgarski náði fyrirgjöfinni. Skrtel var með Rooney í gjörgæslu á markteignum en boltinn barst aftur fyrir þá og út í teiginn þar sem téður Tevez kom aðvífandi, aleinn, og smellti boltanum óverjandi í markhornið framhjá Pepe Reina.

Þetta mark var algjört kjaftshögg fyrir okkar menn; Carra átti að gera miklu betur í að loka á Berbatov og leyfa honum ekki að athafna sig svona auðveldlega, á meðan Mascherano og Alonso voru hvergi nærri Tevez sem kom á seinna hlaupinu inní teiginn og fékk að skora óvaldaður. Eftir þetta mark voru okkar menn verulega stressaðir svona fyrsta kortér leiksins en svo fór þetta að jafnasta aðeins út og það var kannski heilst einum manni fyrir að þakka að okkar menn fóru að fá trúna á að þeir gætu jafnað leikinn aftur.

Albert nokkur Riera var að leika sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í dag og hann byrjaði snemma í leiknum að keyra á Wes Brown í bakverðinum hjá United, og yfirleitt hafði hann betur og skapaði mikinn usla upp við vítateig United. Það var einmitt eftir pressu frá honum sem jöfnunarmarkið kom svo loks, en það var Edwin van der Sar sem gaf okkur það á silfurfati. Nokkrum mínútum áður hafði van der Sar sloppið með skrekkinn þegar Kuyt skaut beint á hann úr dauðafæri eftir að hann hafði misst auðvelda fyrirgjöf úr hornspyrnu, en á 26. mínútu kom hár bolti fyrir inn í teiginn frá hægri kanti Liverpool.

Wes Brown virtist ætla að ná fyrstur til boltans og hreinsa hann frá markinu, en Riera pressaði í bakið á honum og eitthvað hefur van der Sar ekki litist á blikuna því í stað þess að leyfa Brown að sjá um fyrirgjöfina skutlaði hann sér út í teiginn og reyndi að blaka boltanum frá. Það tókst þó ekki betur en svo að hann sló boltann í lærið á Brown og þaðan rúllaði boltinn í tómt netið. Staðan orðin 1-1 og þótt markið hafi verið snemmbúin jólagjöf efldust okkar menn við það og náðu yfirhöndinni í leiknum eftir markið. Þó var enn talsvert jafnræði á milli liðanna í leiknum og eftir kaflaskiptar mínútur var staðan enn 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik mætti hins vegar bara annað liðið til leiks. Ég veit ekki alveg hvað gerðist hjá United-liðinu en menn Ferguson náðu sér einfaldlega aldrei á strik eftir leikhléð. Ég man eftir góðu langskoti frá Ryan Giggs sem Reina náði að verja yfir markslána og svo átti Rooney eitt máttlaust skot framhjá á 94. mínútu, eftir hornspyrnu, en að öðru leyti var United-liðið einfaldlega í eltingarleik allan seinni hálfleikinn.

Að sama skapi var síðari hálfleikurinn mjög jákvæður hjá okkar mönnum og hreinlega frábært að sjá liðið á köflum. Rafa lagði greinilega upp með það í hálfleik að leggja áherslu á að Riera fengi boltann sem mest á vinstri vængnum, þar sem hann var að rústa Brown á köflum, og var Aurelio mjög duglegur að tvöfalda með honum upp þeim megin sem olli því að Wayne Rooney eyddi mestum parti seinni hálfleiksins í varnarhlutverki með Brown þeim megin. Eflaust hefur fjarvera Rooney úr framlínupressu United haft eitthvað með bitleysi þeirra að segja en það er klárt að Rafa las leikinn hárrétt í hálfleik og þessi áherslubreyting skipti öllu máli.

Sigurmarkið kom svo á 77. mínútu. Dirk Kuyt og Alvaro Arbeloa sóttu saman upp hægri vænginn en náðu ekki að brjóta vörn United á bak aftur. Boltinn barst þó á endanum til Javier Mascherano – sem hafði yfirburði af miðjumönnum beggja liða í dag – og hann keyrði með hann alla leið inn að endalínu. Þar virtist sem hann hefði farið einni snertingu of langt með boltann í stað þess að gefa fyrir því Giggs náði að stíga hann út en það er eitt við Mascherano að hann gefst aldrei upp og í stað þess að leyfa Giggs að skýla boltanum aftur fyrir endamörk skutlaði hann sér á hann og náði að reka tána í boltann sem barst óvænt út í teig til Kuyt sem gat keyrt óvaldaður inn að nærstönginni. Þar voru United-menn með Robbie Keane í gjörgæslu en Kuyt gaf þess í stað út á óvaldaðan Ryan Babel – sem var þá nýkominn inná fyrir Riera – og sá hollenski klúðraði ekki dauðafærinu og kom Liverpool í 2-1, en það urðu lokatölur leiksins!

Svo ég tali aðeins um frammistöðu liðsins, þá var þessi leikur kannski ekki frábær framan af en á heildina virkilega jákvæður. Að mínu mati er einmitt mjög mikilvægt að liðið hafi unnið þennan leik, sérstaklega af því að leikurinn byrjaði svo illa. United komust strax yfir og fyrsta kortérið eða svo horfði ég á í tómu þunglyndi því þetta virtist vera að spilast þannig að United myndu vinna enn einn auðveldan sigurinn á Anfield. En svo gerðist eitthvað hjá okkar mönnum og þeir náðu að yfirstíga andlega múrinn og koma til baka, og svo loks að vinna. Fyrri hálfleikurinn var baráttusigur í sjálfum sér hjá okkar mönnum, en í seinni hálfleik blómstraði leikur liðsins og allt small svo hrein unun var að sjá!

Pepe Reina hafði sem fyrr segir lítið að gera í markinu. Í vörninni fannst mér Skrtel bera af og hefði hann verið minn maður leiksins ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn Spánverja framar á vellinum. Carragher byrjaði leikinn mjög illa og virkaði óstöðugur en vann sig svo inn í þetta eins og hans er von og vísa. Arbeloa og Aurelio byrjuðu einnig frekar illa og voru duglegir að senda á andstæðingana en sóttu sig báðir þegar á leið og sérstaklega var Aurelio frábær sóknarlega í seinni hálfleik.

Á miðjunni áttu Xabi Alonso og Yossi Benayoun frekar rólegan dag en léku þó ekkert illa endilega, og mætti í raun segja það sama um Steven Gerrard sem spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða svo. Mascherano byrjaði illa eins og svo margir aðrir en vann sig fljótt inn í leikinn og kaffærði á köflum bæði Anderson og Scholes í liði United hreinlega einsamall. Frábær leikur hjá litla skrímslinu. Í framlínunni börðust Keane og Kuyt vel en gerðust báðir sekir um hrikalega nýtingu úr nokkrum úrvalsfærum. Ef þeir hefðu verið á skotskónum í dag hefðu þeir hæglega getað skorað svona tvö mörk hvor en sem betur fer kom það liðinu ekki í koll. Kuyt á ekki eftir að spila marga leiki sem fremsti maður – fyllti þá stöðu í dag vegna meiðsla Torres – en Keane verður að gjöra svo vel og fara að nýta eitthvað af færunum sínum ef hann ætlar ekki að vera liðinu byrði á næstu vikum.

Í mínum huga kemur þó aðeins einn til greina sem maður leiksins. Nýliðinn **ALBERT RIERA** kom heldur betur inn í enska boltann með látum í dag og grunar mig að Wes Brown sé því fegnastur að þessum leik sé lokið. Riera lék í 70 mínútur og vissulega stal varamaður hans, Babel, senunni með því að skora gott sigurmark í leiknum en þessar fyrstu 70 mínútur fór hreinlega allt sóknarspil okkar manna í gegnum Riera á vinstri vængnum. Hann er áræðinn, tekur menn á og ógnar og pressar virkilega vel. Svo er hann líka flinkur, en ólíkt mörgum öðrum sá maður í dag að hælspyrnurnar og krúsídúllurnar þjóna tilgangi. Frábær innkoma og ef þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal vorum við heldur betur að gera góð kaup við lok félagaskiptagluggans.

Næsti leikur er gegn Marseille í Meistaradeildinni í miðri viku og svo er það Stoke City á Anfield í deildinni um næstu helgi. En við erum á toppi deildarinnar í dag og verðum það fram að næstu helgi (Chelsea eina liðið sem getur náð okkur að stigum). Því ber að gleðjast.

Góða helgi, Púllarar nær og fjær. Við höfum beðið lengi en loksins er komið að okkur að brosa eftir leik við United! 😀

116 Comments

 1. Eftir þessa snilld er eiginlega það eins sem mér dettur í hug að segja er FOKKINGS LOKSINS 🙂

  Enn eina ferðina mun betri en nú hafðist það

  meira í kjölfar skýrslu, ég spái að KAR nái að brosa hringinn (bókstaflega) og það muni sjást í skýrslunni 🙂

 2. Eftir að hafa reynt að líkja Albert Riera við Antonio Nunez segi ég bara: Djöfull bragðast hattur illa !

 3. Já verð að segja að ég var einn af þeim sem efaðist í byrjun. En þarna kemur bara í ljós það sem maður hefur verið að sjá í haust. Liðið ekkert að spila neinn sérstakan bolta en berst samt þangað til sigur er kominn í hús. Það er eitthvað sem einkennir meistaralið. Svo loksins datt spilið í gang í dag.

  Verð samt að segja að tveir menn verða að fara að hysja upp um sig buxurnar. Alonso var á hælunum allan leikinn og gerði fátt af viti. Masch var hins vegar töluvert betri og vann sína vinnu en það er ljótur blettur á leik hans að vera að láta sig detta og skella menn og fleira. Hann er bara það góður að hann á ekki að þurfa að svindla. Kuyt barðist eins og ljón og uppskar með því að að leggja upp mark en maðurinn verður að bæta fyrsta touchið. Annars bara menn almennt að spila mjög vel. Aurelio tók Rooney í kennslustund, Berba komst ekki upp með neitt fyrir utan byrjunina og Arbeloa var líka með Tevez og Evra í vasanum. Keane líka að spila fantavel og þarf bara að brjóta ísinn. Þegar maður er að tala um svona töffara er það ekki spurning um hvort heldur hvenær.

  Klassa sigur. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessum.

 4. Öruggur og sanngjarn sigur,,, helsta ástæðuna tel ég vera að við unnum miðjuna, ´Mash og Alonso áttu báðir mjög góðan leik,, skil ekki alveg Brúsa. Kuyt var ótrúlegur, þvílík vinnsla í gæjanum. Aurelio og Riera náðu vel saman og voru sífellt ógnandi. Svo verður að minnast á þolið hjá okkur mönnum, pressa stíft allan síðari hálfleikinn þannig að Utd átti engin svör. ‘I heildina bara snilldarleikur og ástæða til að gleðjast allsvakalega

 5. Það er gaman þegar vel gengur. Njótum þess. En þetta er bara einn sigur (samt ígildi 6 stiga). En mótið er ekki búið. Það þarf líka að vinna næsta leik. Og næstu leiki. En djöfull er það samt sætt að vinna Ferguson og félaga. Í dag var það engin spurning: Liverpool átti ekki bara völlinn heldur líka leikinn. Næs.

 6. Horfði á leikinn með 4 Man U. aðdáendum.. þarf ég að segja meira?

 7. Vel gert!!!

  Ég elska þessa þrjá Hollendinga, Babel fyrir markið, Kuyt fyrir að halda alltaf áfram og Van Der Sar fyrir að halda sig ekki á línunni!

 8. WHAT A MOMENT!!! KAR sagdi ter ad madur fokkar ekki í hjátrúinni :D:D hahah en ja sæll eigum vid ad ræda riera einhvad?? lyst HEVY vel a tennan dreng var ad syna flott mooves og ad koma ser vel inní liverpool spilid. GG liverpool fuckin finally!!

 9. hvílík endemis snilld!! og að vera búin að koma tvisvarsinnum til baka úr 0-1 og vinna 2-1 !!! nú byrjar bálið að brenna, GLATT !! 😀

 10. Sagði það. Fínasta lið sem átti sigurinn svo sannarlega skilið og rúmlega það. Nýju leikmennirnir flottir og gamli góði Alonso kominn til baka.

  Allt liðið á hrós skililð.

  Koma svo – áfram Liverpool!

 11. verð nú samt að segja, .. hvílíkt sjálfsmark! þau gerast vart betri, síðustu ÞRJÁR snertingar á boltanum hjá ManU áður en hann lenti í netinu… snillingar! 😀

 12. Glæsilegur sigur hjá okkar mönnum.

  Ég var rétt stiginn upp til að opna fyrir kunningja þegar ég heyrði í TV að Man U hefði skorað, þá hugsaði ég með mér að þetta yrðu enn ein vonbrigðin í dag með leik gegn Man U. En annað kom á daginn, þetta vara nánast í einu og öllu glæsilegur leikur hjá okkar mönnum og ákveðnin var sannarlega til staðar. Man U voru hreinlega ekki með í dag og virtust bara ekki vera klárir eða þá að Liverpool voru bara mun betri.
  Það var góð pressa allan leikinn og leikmönnum Man U aldrei gefinn tími til að athafna sig með eða án bolta, menn fóru ákveðnir í tæklingar og boltinn hrökk því mun oftar fyrir okkar menn. Sigurinn síst of stór ef tekið er tillit til Kuyt sem hefði getað sett hann 2 sinnum í leiknum. Ég hef oft á tíðug gagnrýnt hann sem leikmann en einnig tekið það inn í gagnrýnina að mér hefur aldrei fundist hann hafa fengið að spila sína stöðu, því hann hefur annaðhvort verið á kanntinum eða aftarlega í holunni. í dag fékk hann að vera frammi og fannst mér allt annað að sjá hann, með bættri fyrstu snertingu og meiri heppni fyrir framan markið mun hann örugglega eflast sem leikmaður, þó svo ég eigi ekki von á því að hann fái mikið fleiri leiki þarna í þessari stöðu þegar Torres kemur til baka.
  Rieira var fínn í leiknum og Babel með glæsilega innkomu sem lofar góðu með möguleikana á vinstri kanntinum, því næst finnst mér við þurfa hægri kanntara (hreinræktaðan) til að gefa liðinu meiri vídd og auka sóknarmöguleika liðsins því flestar sóknir liðsins fara upp í gegnum miðjuna.
  Það helsta sem ég tek úr þessum leik að loksins erum við betra liðið gegn Man U og náum að vinna leikinn (vorum betra liðið í seinustu 2 heimaleikum og töpuðum) og með þessum sigri er stórt sálfræðistríð unnið og ætti að gefa liðinu meira blóðbragð og trú að að geta líka unnið Chelsea og Arsenal í deildinni, því við höfum verið að tapa mörgum stigum gegn þessum liðum í deild sem vegur þungt í lokin þegar deildin er gerð upp.

  Flottur sigur með góðu spili.
  Áfram Liverpool

 13. jája glæsilegur sigur hjá mínum mönnum…….. manutd afra slakir hvernig væri nú að fara selja torres ?

 14. Og annað.
  Með Torres og Gerrard á bekknum og liðið spilandi svona vel er góðs viti og sýnir að við þurfum ekki bara að treysta á þá til að hala inn stig. En eingu að síður finnst mér vannta færi úr opnu spili. Sem væntanlega kemur með tímanum eða nýjum hægri kanntara.

 15. Dirk Kuyt maður leiksins, ekki spurning. Tvær stoðsendingar, barðist eins og ljón, spilaði framar en oft áður – hvað vilja menn meira?

 16. Vegna skólaverkefna og annarra hluta þurfti ég nauðsynlega að vera í annarri vinnu minn í dag, og missti því af leiknum. Hjátrúin staðfestist: þegar ég horfi ekki á Manure leiki, þá vinnur Liverpool. En ég ætla ekki að hætta að horfa … ég mun sjá Liverpool taka stig á Old Trafford. Fékk reglulega fréttir frá næfurþunnum vini mínum, og þakkaði fyrst fyrir það að vera í vinnunni, svo var þetta svona la la tilfinning hjá mér eftir að þeir jöfnuðu en í seinni hálfleik fékk maður á tilfinninguna: ég ætti að vera að horfa á leikinn.

  En ég er kátur … svo ótrúlega kátur. Algjörlega fullkomin leikskýrsla eins og alltaf hjá þér, KAR – ég segi því líka: LOKSINS!!!

  Vonandi verður þetta vísir á það sem koma skal, en við megum ekki gleyma okkur í gleði. Það er barátta framundan á öllum vígstöðvum. Sýnum að þessi sigur var ekki tilviljun með því að halda áfram að vera efstir og enda efstir? 🙂

  Áfram Liverpool! Til hamingju – loksins!

 17. Og til að bæta öðru við, að ég gleðst ekki mikið yfir óförum annara en ég glotti út í annað þegar Van der Saar sló boltanum í Brown og inn. Því loks getum við kveðið niður Dudek mistökin gegn Forlan og Carragher sjálfsmörkin hér í denn.

 18. Loksinns unnum við þetta ömurlega lið nú er bara að líta ekki um öxl. Raffa bætti í prikabókina. Geggjað

 19. Bara frábært og nú sjáum við að Kuyt er góður.Ég er alveg að missa mig,,,, en hvað með keane, er hann engin fótboltamaður þegar að hann er að spila með LIVERPOOOOOOL… Æi nenni ekki að eiða orðum á hann…Frábært og koma svo M C vinna celkshdhjfjfjfh.

 20. Come on krakkar við yfirspiluðum Man Utd að minnsta kosti í síðari hálfleik án tveggja bestu manna okkar ( Gerrard var augljóslega ekki í formi), hvernig er hægt að segja að okkur vanti einhvað
  slappið af og njótið sigursins

 21. Þetta var klassa leikur hjá okkar mönnum og það verður að segast að þetta er mikil stirkur sé litið til þess að Gerrard og Torres voru ekki í byrjunarliðinu. En eitt er það sem veldur mér áhyggjum (veit ekki hvað aðrir segja um það) en það er hvað Robie Keane kiksar oft boltanum… en vonandi kemur þetta mark sem hann og við allir erum að bíða eftir ….. Live is grate…áfram Liverpool…. Man Utd sucks… I meane they do….

 22. frábær sigur okkar manna, frábær dagur.
  Masch klikkaði illilega í marki Tevez og hélt ég hann ætlaði að skíta á sig í dag. sá reis heldur betur upp og átti frábæran leik.
  Skipting Ferguson í hálfleik heppnaðist stórkostlega fyrir okkur, við áttum miðjuna með öllu og þeir gátu ekki blautan, efalaust áhyggjuefni fyrir gamla skotann.

  When you walk…

 23. Við vorum að spá í að slökkva á tækinu eftir 10 mín. af leiknum. Þetta leit hræðilega út.

  Reira, Skrtel, Masch, Babel…..þessi leikur var frábær hjá þeim og síðast en ekki síst þá var Kuyt magnaður. Þessi leikmaður er ótrúlegur! Maður skiptist á að blóta honum og elska en eftir leiki þá áttar maður sig á hversu mikilvægur hann er.

  Hann gerir margt sem er miður gott en á móti kemur að hann gerir mun meira gott á móti. En það er klárlega betra að vera alltaf í boltanum heldur en að sjást ekki neitt. Þeir fiska sem róa.

  Þegar Gerrard og Torres er heill þá er Keane fyrstur á bekkinn ásamt Benayoun. Maður á allavega ekki eftir að sakna hans í liðinu þó að það muni vonandi breystast.

 24. Ég hélt að Torres kæmi inn á 73mín en við kláruðum þettað án hans.
  Spáið í það þegar að Torres og Gerrard eru heilir. Við erum BESTIR JÁ JÁ

 25. frábær sigur yessssssssssss loksins liðið spilaði vel mér líst vel á Riera sem átti góðan leik kuyt barðist vel allan timan og þeir sönuðu að við getum unnið leiki án Torres og Gerrard og Babbel svakaleg inkoma hann er alveg virði 13 miljóna vonandi að kean seti hann bráðum
  frábær sigur áfram Liverpool

 26. frábært!
  Nú er bara ad byggja á tessu og halda efsta sætinu áfram : )

 27. Jæja.
  Mér leið vel í morgun með þennan leik, var handviss að þetta yrði leikurinn sem við hristum helv**** Fergie grýluna af okkur.
  Svo kom slæm byrjun. Fyrstu 10 og maður að verða pirraður. Fannst Masch og Alonso skelfing, Aurelio fékk öskur frá mér og ég var að verða viss um að forspáin mín væri bull.
  OG SVO!
  Eftir þessar fyrstu 10 var bara eitt lið á Anfield Road, rauðklæddir heimamenn. Við algerlega yfirspiluðum meistaraliðið og bara spurning hvort við myndum nú nýta yfirburðina til að vinna leikinn.
  Vissulega gáfu Brown og Van der Sar okkur jöfnunarmarkið en þá áttu Kuyt og Keane báðir að vera búnir að skora.
  1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn enn betri. Stöðuyfirburðir orðnir algerir, Shrek orðin varnarmaður og dökk rönd á stuttbuxum Brown, Evra fór aldrei í sókn og Alex gamli ALGERLEGA ráðalaus.
  Masch kominn á fullt og Alonso aðeins að detta í gang. Markið argandi snilld, þvílík barátta Masch og Kuyt ber að hrósa fyrir yfirvegun og flotta sendingu, þökkum guði fyrir Babel.
  Vesenið var að skora bara ekki meira!!!! Einn besti dagur lengi, dóttir mín 16 ára í dag og fékk heldur betur afmælisgjöf að okkar skapi.
  Tek undir val á mönnum leiksins en vill líka bæta við að þetta fannst mér besti leikur Dirk Kuyt í rauðu treyjunni í langan, langan tíma. Ódrepandi og vantaði bara að skora úr færunum sem hann fékk, en hann var að vinna SVAKALEGA vinnu fyrir liðið í dag.
  En að lokum. Það voru tveir leikmenn að leika sinn fyrsta leik fyrir sín lið í dag. Dimitar Berbatov byrjaði vissulega vel og 32 millurnar virtust smáaurar. Svo SÁST HANN EKKI MEIR! Þvílíkur letihaugur og lúðakóngur hefur ekki lengi sést á Anfield, megi allar hans frammistöður verða eins og í dag.
  Albert Riera var svo hinn. Auðvitað verðum við að fara varlega, en þetta “debut” var eitt það besta í langan, langan tíma hjá LFC. Yfirvegaður, helteknískur, áræðinn og sterkur! Fannst frábært að sjá hann pressa Brown í jöfnunarmarkinu og svo þá yfirvegun sem hann sýndi á boltann og í ákvarðanatöku sinni hvort hann ætti að senda boltann eða taka menn á. 8 milljónir? Hann er búinn að borga eina nú þegar.
  Að lokum tek ég ofan hattinn, og svei mér þá bara líka sveittan og illa lyktandi Liverpoolbolinn frá 1996, fyrir Rafael Benitez.
  Þvílík uppsetning á þessum leik og svo taktískir yfirburðir hans í seinni hálfleik gegn Sir Alex Ferguson unnu þennan leik að svo stórum hluta að ég get ekki látið hjá líða að tárast yfir því. Hann hefur þurft að þola margt auðvitað, og ekki síst að undanförnu, en eftir þennan leik þar sem statistík leiksins er possesion 55 – 45%, skot 17 -7 og mörk 2-1 gegn United hljóta allir að vera sammála um það að þarna fer einn færasti stjórinn í bransanum.
  Og þetta án Gerrard og Torres?
  BRING IT ON!!!!!!!!!
  Liverpool er í dag stórasta lið Englands!!!!!!

 28. Langþráður sigur á manjú staðreynd og hrikalega mikilvægt veganesti fyrir framhaldið! Hrein unun að horfa á töfluna núna og ef þetta virkar ekki sem vítamínsprauta á liðið okkar þá er eitthvað að. Yndislegt að sjá okkar menn yfirspila ríkjandi meistarana í síðari hálfleik. Vorum einfaldlega miklu betri í dag!

  Það eina sem ég get fundið að er að mér finnst að við hefðum átt að klára þetta 4-1. Það hefði verið sanngjarnt og gott kick in the nuts á erkifjendurna.

 29. Flottur leikur hjá okkar mönnum. Tvennt sem ég vil sjá í næstum leikjum. 1) Að Babel spili meira. 2) að Kuyt lagi hjá sér fyrstu snertinguna. alveg hrikalegt “touch” hjá honum.

 30. Frábært að lesa blogg United manna á meðan og eftir leikinn!
  Dæmi: “Hrikalegur leikur og ömurleg byrjun á tímabilinu, þessi spilamennska er auðvitað bara hræðileg. Hlakka mikið til endurkomu Ronaldo. Enginn leikmaður góður í þessum leik og nokkrir hræðilegir. Og til að toppa þetta allt verður Vidic svo í banni á brúnni og býr maður sig bara undir upprúllun. Verð nú samt að segja að Berbatov hækkaði aðeins í áliti hjá mér (þess ber að geta að ég var ekki hrifinn af þeim kaupum)

  Valsstelpurnar eru að spila betri fótbolta í dag en United og ætla ég bara að nota tækifærið og óska öllum völsurum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!”

  Sjá nánar á http://www.manutd.is/spjall/viewtopic.php?t=2724&postdays=0&postorder=asc&start=150

  kv. Islogi

 31. Snilld!!! Loksins, loksins!! Úff, hvað maður er búinn að bíða lengi eftir sigri á MU. Ef þetta er forsmekkurinn af Riera þá verða þetta kaup ársins. Það er ljóst. Þvílík byrjun hjá honum. Koma inní stærsta leikinn og það á Anfield og vera besti maður vallarins. Algjört respect. Gífurlega sterkt að vinna þetta án Torres. Nú er bara að halda blóðbragðinu og byggja á þessu. Þennan múr er búið að brjóta og þá eru liðinu allir vegir færir. Frábært!!

 32. Klassi… bara klassi…. 🙂 Það jafnast á við góða *********** að vinna Scums… 🙂 Brosið fer ekki af mér í bráð.

  Það sem mér fannst flottasta mómentið í leiknum var þegar Sammy Lee hoppaði og trallaði eftir seinna markið….. með Rafa í forgrunni… hyper cool. Svo tapaði elskuling Rafa coolinu þegar hann var að snúa við Keane á línunni til að breyta skiptingunni… 🙂 Auðvitað var hann spenntur og fara á tauginni.. hann bara felur það alla jafna með ólíkindum vel.. það er vörumerkið hans. Ómetanleg sjónvarps augnablik.

  Til hamingju með frábæran sigur Púllarar nær og fjær.
  Njótum vel!
  YNWA

 33. Ætla að kasta fram hérna spurningu til þeirra fróðu manna er hér koma, vitði hvar hann Agger var, meiddur eða bara einfaldlega ekki í hópnum??

  Þetta voru ekki þau úrslit sem að ég átti von á verð ég að viðurkenna og ég var ekkert voðalega bjartsýnn eftir að tímabilið byrjaði en óllíkt spilamennskunni á síðustu tímabilum er við vorum að spila vel en unnum ekki að þá erum við núna að ná góðum úrslitum þrátt fyrir að spila illa, leikurinn í dag var sá fyrsti þar sem að við erum að spila ágætlega og vonandi er liðið komið í gang!!

 34. Agger er ekki meiddur, allavega ekki samkvæmt opinberum síðum.
  Hann bara kemst ekki í liðið 🙂

  Btw, Robinho búnað skora á móti chelski 1-0…

 35. veit einhver , afhverju í óskupunum, Chelsea – Man City leikurinn er ekki sýndur beint?!

 36. Af því að það er verið að sýna beint úr íslenska boltanum á sama tíma.

 37. Algjörlega frábært!

  Horfði á þetta með hóp af Liverpool og Manchester United stuðningsmönnum og það var ótrúlega sætt að vinna loksins United eftir öll þessi ár. Ég var þó hreinlega að spá í að hætta að horfa eftir fyrstu fimm mínúturnar – átti alveg eins von á að Man U myndi rúlla þessu upp. En einsog oft, þá hafa leikmenn Liverpool meiri trú á sjálfum sér en ég.

  Frábær frammistaða í seinni hálfleik og United voru hreinlega ekki með. Frábær byrjun hjá Riera, Xabi Alonso loksins að spila vel og Skrtel frábær í vörninni.

 38. fyllilega verðskuldað.

  albert riera er að koma heldur betur á óvart og stimplaði sig allrækilega inn í enska boltann með frábærum tilþrifum. sammála þér kristján með að krúsidúllurnar hans þjónuðu tilgangi í dag, svo sannarlega. ekki allir sem spila sig úr pressu man utd með hælspyrnum.

  annars eins og kristján segir, var jafnræði með liðum í hálfleik, en rafa sýndi enn og aftur hversu mikill meistari hann er með því að lesa leikinn og ferguson eins og moggann í gær í hálfleik. það var ótrúlegt að sjá til liverpool í seinni hálfleik, gestirnir áttu aldrei séns, maður sá bara að við vorum að fara að vinna þennan leik. átti alveg eins von á því að eitthvað skítamark kæmi í endinn frá man utd en eins og ég segi, þá var bara lok lok og læs.
  frábært.
  ég er líka ánægður með spilamennsku liðsins í dag, mjög ánægður. riera er að koma með nýjar víddir inn í sóknarleikinn og er að klára sýna spretti. ekki eins og við höfum oft séð babel gera, tapa boltanum og fá gagnsókn í bakið. en riera kláraði sýna spretti og endaði oftast með boltann, mjög mikið power í þessum spánverja. sniðug kaup.

  en riera maður leiksins að mínu mati. á eftir honum koma kuyt og skrtel.
  nú er bara að vona að liðið haldi áfram þessu dampi og klári flesta sína leiki 🙂

 39. Snilldar sigur og e-h svo yndislega sætur. Riera smellpassaði inn í liðið frá fyrstu mínútu eins og flís við rass, var frábær. Duglegur að koma til baka og ná í boltann, hættulegur í upphlaupum og virkaði virkilega kreatívur og meðvitaður um staðsetningar og hlaup liðsfélaga sinna. Get ekki beðið eftir að sjá meira til hans ef þetta er það sem koma skal.
  Annars skil ég ekki alveg hvað mönnum finnst svona frábært við frammistöðu Kuyt í leiknum. Burtséð frá stoðsendingu hans á Babel (sem var nú frekar basic sending, þ.e óvaldaður maður að gefa 4 metra sendingu á óvaldaðan mann) fannst mér hann arfaslakur. Klúðraði tveimur dauðafærum og gat einfaldlega ekki tekið á móti boltanum með nokkru móti allan leikinn. Hann er með svo lélega móttöku að það eru engu lagi líkara en hann sé með tréfætur. Hann hægir á sóknarleiknum trekk í trekk og eyðileggur fjölda mögulegra skyndisókna af því boltinn hrökklast af honum út og suður. En, hann hljóp og barðist vel, tek það ekki af honum. Ég spyr, er það nóg? Mér finnst ekki.

 40. Fucking snilld hjá mér og Arngrími í dag, vorum með miða í röð 9 í Kop. Snilldar stemming & momentið þegar Babel skoraði var ógleymanlegt. Algjör snilld á Park & Albert eftir leikinn. Við félagarnir erum víst á leið til Marseille á þriðjudag og svo Stoke næstu helgi. Botnlaust stuð!

  Stuðkveðjur frá Liverpool
  Mummi & Arngrímur

 41. verð bara að segja að Riera fannst mér eiga solid debut – Arbeloa vann nokkuð þétt og Kuýy ógnandi – tók eftir því eftir samt að Benitez var allan annað en ánægður með skort á kantspili – gjörsamlega apeshittaði á Hollendinginn fyrir að vaða ekki út á katntinn. verðum vonandi í marseille á þriðjudag… kop.is frábær bloggsíða…. 🙂

 42. Magnað samt að af öllum þeim leikjum sem hafa náð yfir 100 commentum skuli langþráður sigur á Man Utd. ekki vera einn af þeim.

  Ætli menn séu ekki ennþá úti að fagna bara 🙂

 43. Gjörsamlega bjargaði helginni hjá mér! Sá samt ekki leikinn, bara mörkin. Verð að reyna að ná endursýningunni, forvitinn að sjá Riera.

  Veikindin urðu öllu vægari hjá mér eftir þennan sigur 🙂

 44. Þetta var flottur leikur. Riera var helvíti öflugur í dag. Þessi sigur bjargaði helginni . Það sást aðeins 1 lið á vellinum í seinni hálfleik.

  LLL: Lengi Lifi Liverpool

 45. Sammála Antoni í #51
  Virkilega góður punktur, er á því að færslurnar núna væru orðnar 100 eða fleiri ef úrslitin hefðu orðið á hinn veginn.
  En ég ætla alls ekki að láta það pirra mig mikið!!!!

 46. Snildar leikur hjá okkar mönnum í dag. Frábær innkoma hjá Riera.
  Erum á leið á djammið í Liverpool til að fagna.

  Kveðja frá Liverpool,
  Eiður, Jónas og Steinar J.

 47. Maggi, við erum hér hvar ert þú? 🙂

  Kveðja,
  Eiður, Jónas og Steinar J (siglfirðingar)

 48. Guð minn góður, að vælukjóarnir skuli ná að koma því að að skjóta á þá sem eru ekki 100% sáttir við gang mála….ég á bara ekki til orð. Anton, Maggi og fleirri vælukjóar, skammist ykkar!!!

  Allavega, fínn leikur hjá okkar mönnum og greinilegt að Rieira virkar sem fínn leikmaður. Mascherano algjörlega sofandi í fyrsta markinu en gaman að sjá hvað við stjórnuðum leiknum eftir það

 49. Hvernig geta menn verið að bauna á leikmenn eftir svona leik?
  Dirk Kuyt hefur ótrúlega oft átt mjög góða leiki þegar á þarf að halda. Hann skorar mikilvæg mörk í CL, tvennu gegn Everton, útimark gegn Arsenal, síðasta vítið gegn Chelsea í vítakeppni, berst og berst fyrir liðið sama hvað og er snjallari með boltann heldur en flestir gefa honum kredit fyrir. Í dag gerði hann Utd. lífið leitt og kom vörninni þeirra úr jafnvægi.

  Lifi Dirk Kuyt!

 50. Daði, ég var bara að hrósa því sem ég var sáttur við og gagnrýna það sem mér fannst miður fara. Er þetta annars ekki umræðuvettvangur til að láta skoðnir sínar í ljós? Eða er kannski bannað að gagnrýna leikmenn eftir sigurleiki?
  Þér að segja, er ég samt alveg í skýjunum með sigurinn í dag, ómögulegt að þurrka glottið af smettinu á mér.

  es. geturðu útskýrt þessa snilld Kuyt með boltann sem ég fatta ekki, er það að skýla honum? Hlaupa upp í horn með hann?

 51. Nokkrir punktar, svona í lok dags, til viðbótar við leikskýrsluna mína:

  • Mummi og Arngrímur: frábært hjá ykkur að hafa fengið að vera í röð 9 í Kop-stúkunni í dag. Ömurlegt hjá ykkur að koma hingað og segja okkur hinum frá því! Ég er að drepast úr öfund … 😉

  • Ég steingleymdi að minnast á það í leikskýrslunni að við unnum þennan sigur án Torres og Gerrard. Torres horfði á allan leikinn af bekknum og Gerrard kom inná síðustu 20 mínúturnar, hafði sig lítið í frammi og kom ekki nálægt uppbyggingunni í sigurmarkinu. United-menn hins vegar keppast við að gera lítið úr þessum sigri af því að þá vantar C.Ronaldo. Ég spyr: hvort liðið er of háð sínum besta leikmanni?!?

  • Annað sem ég gleymdi að minnast á: okkar menn fengu ekki eitt spjald í þessum leik, gult eða rautt. United-menn sáu um grófu brotin, spjaldasöfnunina og Vidic fékk að lokum verðskuldaðasta rauða spjald seinni ára (átti að fá beint rautt þegar hann var klárlega síðasti maður sem braut á Keane, og átti einnig að fá beint rautt fyrir árásina á Alonso). Þessi sigur var einfaldlega HREIN snilld hjá okkar mönnum. 😀

  • Mér finnst mjög, mjög, MJÖG skrýtið að hafa gagnrýnt Kuyt mikið í leikskýrslunni og sjá svo hvern ummælandann á fætur öðrum verja hann. Mér fannst Kuyt berjast vel og hann átti jú tvær stoðsendingar (fyrirgjöfin sem leiddi til sjálfsmarksins og rúllan á Babel) en eins og Mummi og Arngrímur bentu á var hann ekki nógu skæður á vængnum eftir að hann var færður þangað, auk þess sem hann klúðraði a.m.k. tveimur fáránlega góðum færum sem framherji liðsins. Ég hef alltaf verið sá sem þarf að verja Kuyt gegn árásum sumra hér inni en hann átti ekki nógu góðan leik í dag. Punktur.

  Að því sögðu, þá er óþarfi að rífast um nokkurn skapaðan hlut í dag, piltar og stúlkur. Af hverju? Jú, af því að í dag UNNUM VIÐ MANCHESTER UNITED í Úrvalsdeildinni og erum á toppnum, sex stigum á undan þeim. Hvað viljið þið meira? 😀

 52. Frábær sigur loksins loksins. Liverool voru betri á öllum sviðum að undanskildum fyrstu 5 mín af leiknum.
  Eins spurning. Af hverju er ekki Babel í byrjunarliðinu????’
  Um leið og hann kom inná skapaðist hætta við mark andstæðinganna. Þetta er leikmaður sem getur búið til hættu uppúr engu?
  Riera kom sterkur inn en Babel getur alveg leikið hægra megin í stað Bennajóns. Vona að Babel og Riera fái að byrja á köntunum gegn Everton í næsta deildarleik. Fyrir mér er þetta eins og að horfa Utd vera með Ronaldo á bekknum í hverjum einasta leik. Svona leikmenn gera fótboltann að listgrein!
  Engu að síður frábær sigur og yndislegt að geta gortað sig aðeins við Utd fans. Erfiðir leikir þó framundan gegna Marseille og Everton. Hefði viljast sá leikmenn fagna miklu meira í lok leiks…………:)

 53. Frábær innkoma hjá Riera segir jonasb. Bíddu hvenær var þessi innkoma?Var hann ekki í birjunarliði hjá Liv. NO 55. Ég verð að sega það að Keane er ekki að gera neitt , þótt að hann sé einn frammi, þá er hann ekki að vinna betur en CROUCH, og þess vegna er hann ekki peningana virði…. hvað eigum við að gera við svona slæman mann sem er bara inná og ekkert meir. Hann er meðal maður í meðal liði og varla það,,,,en hjá LIV er hann ekkert. Hann verður að gera eitthvað að gaggni svo að hann geti verið á bekknum.( Ég er mjög sár yfir því að kaupa mann sem er drullu lélegur)

 54. Mikið rosalega er ég sammála að Riera átti frábæra innkomu, mikið var ég feginn að hafa fengið hann á 8 millur en Barry hefði allavega kostað 18.

 55. Fyrsta sem maður vil segja er FRÁBÆRT! Það er ekkert betra en að vinna Scums. Liðið hjá okkur í dag var ekkert að spila neitt þrusu bolta en frammistaðan í seinni hálfleik var það sem nægði til að vinna leikinn og það er það sem telur.
  Bæði mörkin okkar komu með því að leikmenn komust upp að endamörkum upp sitt hvorn kantinn sem segir okkur í raun hvað það er sem er að. En góður endir á leiknum í þetta skiptið.

 56. Svo vil ég koma Robbie Keane til varnar svona til tilbreytingar. Ef menn eru að horfa á vinnuna í Keane að þá er það framlag hans virkilega vanmetið. Hann hljóp eins og tittlingur á milli varnarmanna Scummers í dag og náði að trufla þá og spilið þeirra. Það er í raun ekkert gaman fyrir lið að lenda í Kuyt og Keane, tveimur ofvirkum sem hætta aldrei að hlaupa. Keane mun skora mark fyrir okkur fljótlega á meðan Rafa færir hann ekki úr sinni stöðu (sem er holan á milli sóknar og miðju eða frammi við hliðina á Torres). Spurning að menn horfi á hvað menn eru að gera annað án boltans. Sjáið t.d. Mascherano….hann vinnur helling með og án boltann….alveg hreint undrun sá maður!

 57. Já auðvitað er maður í rosalegum fíling yfir þessum sigri og ótrúlega gaman að hafa loksins unnið Man U. Frábært. Meiriháttar. Góður karakter í liðinu að koma til baka og menn stóðu sig vel.
  En ég vona að ég hafi verið að horfa á sama leik og þið.

  Ástæðan fyrir því að við unnum Man U er ekki sú að Liverpool lék svona hrottalega vel og glæsilega, heldur sú að miðjan hjá United var ekki með í dag og í seinni hálfleik voru þeir komnir í röð 9 í Kop með popp og kók.
  Ferguson byrjar með 3ja manna miðju (Anderson – Scholes – Carrick).
  Carrick meiðist fljótlega og Fergie bregður á það ráð að setja Giggs inn á í staðinn. Með okkar miðjukvintett inni þá ráða þeir ekki við neitt og það er afleiðingin af því að eitt lið var inni á í seinni hálfleik. Latidorf sem þeir fengu frá Spurs kann greinilega ekkert á liðið eða félagana og var hálf týndur greyið. Rooney var náttlega um allann völl og Teves var góður.

  Þar sem ég var staddur á Flúðum með nokkrum púllurum á leiðinni í golf eftir leikinn vorum við sammála um að miðjumenn eigi vondan dag ef þeir birtast ekki í sjónvarpsvélum og við náðum því að sjá Scholes svona 3 sinnum (með skiptinu þegar honum var skipt út af) og svo Giggs sennilega 3svar.

  Okkar menn fór mjög illa með færin sem er áhyggjuefni. Keane er ekki kominn með þá snerpu sem til þarf. Bennijón hélt ég að væri að fara tvisvar út af í dag (áttaði mig of seint á því að Riera er númer 11) var lélegur. Aurelio er ekki alveg nógu traustur bakvörður, Xabi virðist ekki vera alveg á því og maður upplifði það klárlega að Kóngurinn (Gerrard) kom inn á og gjörbreytti fókusinum í liðinu. Þá urðu menn áræðnari og beinskeittari. Frábært líka að eiga Babel á bekknum.

  En bottom línan mín er, þeir voru betri en United í dag. Þeir uppskáru sigur sem er frábært. Alex varð gjaldþrota og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum setur hann Hargreeves ekki inn á í staðinn fyrir Carrick. (Takk fyrir það). En liðið þarf að nýta betur færin sín. Liðið þarf að hitta betur markið. Liðið þarf að koma boltunum í hornum og aukaspyrnum fram yfir fyrsta varnarmann í dekkun. Það kemur allt. Vonandi sem fyrst því það er mjög notaleg tilfinning að vera á toppnum og vera 6 stigum á eftir fokkings júnæted :-).

 58. Sælir félagar og til hamingju.
  Það er búið að segja allt sem hægt er að segja og segja þarf. Ég hefi því engu við að bæta frábæran sigur okkar manna.
  Það er nú þannig 🙂 🙂 🙂

  YNWA

 59. Fucking gargandi snilld góðir hálsar. Kuyt kemur vel út í framlínunni þó hann verði að nýta þessi færi sín. Átti klárlega að skora 2 mörk í dag, en átti þó 2 stoðsendingar og barðist eins og krulluhærðum Hollendingi sæmir. Arbeloa, Skrtel og Mascherano heilluðu mig einnig, og þá sérstaklega Mascherano sem byrjaði leikinn á slæmum mistökum en hann gerði hárrétt, þe hann efldist með þessum mistökum sínum í stað þess að missa haus. En MOM er að mínu mati Riera, hann spilaði boltanum vel, kom með skemmtilegar hælspyrnur, afturhælsspyrnur, sólaði upp menn hægri vinstri (RIP Wes Brown), kom upp kantinn, pressaði vel og kom með ágætis fyrirgjafir. Frábær debut og hefur hann aukið væntingar mínar til hans um amk 850%.

  Rafa stóð sig einnig frábærlega, las leikinn mjög vel og kaffærði leikskipulagi hrukkótta tyggjóskrímslins síðustu 80 mínútur leiksins. Finnst þó að Babel eigi að vera byrjunarliðsmaður í sókninni. Einnig jákvætt að geta unnið svona 6 stiga leik án Gerrard og Torres.

  Einkannir leikmanna

  Reina – 7
  Arbeloa – 8
  Aurelio – 6
  Carragher – 7
  Skrtel – 8
  Benayoun – 6
  Riera – 8,5
  Mascherano – 8
  Alonso – 7,5
  Keane – 6
  Kuyt – 8

  Subs
  Gerrard 6,5
  Babel 7,5
  N´gog N/A

  PS: Fór Scholes einhverntímann á klósettið í miðjum leik og var þar kannski í 35-40 mínútur með hvellskitu?

 60. Ég vil ekki vera dónalegur (og þá sérstaklega ekki eftir sigurleik) en kommon Einsi Kaldi:

  “hvað eigum við að gera við svona slæman mann sem er bara inná og ekkert meir. Hann er meðal maður í meðal liði og varla það,,,,en hjá LIV er hann ekkert. Hann verður að gera eitthvað að gaggni svo að hann geti verið á bekknum.( Ég er mjög sár yfir því að kaupa mann sem er drullu lélegur)”

  Ertu búinn að vera að æfa þig í að vera bjáni eða kom það bara fyrirhafnarlaust? Hvernig geturðu dæmt Keane svona eftir örfáa leiki?

  Nema þú sért að grínast, þá er það bara fínasta mál.

 61. shit madur tvilikt moment madur 😀 eg er ennta í sæluvímu og endorfínid a eftir ad duga alveg framm ad næsta leik… KAR flott leikskýrsla sammala með dirkkkkkkkkkk kkkkkkkkkkkát atti ad klara færin en come on tad er svo oft buið ad trassa tennan dreng i döðlur en vá hann gefst aldrei upp og madur hefur tad a tilfiningunni ad madur verdi ad verja hann tvi allir trassa hann alltaf og hann stendur samt alltaf fyrir sinu í ollu sem hann gerir nema i ad skora mork :S en ja shit godur dagur fyrir poolara óska ykkur til hamingju a medan eg óska tengdarföður mínum og þó nokkrum fyrrverandi tengdarfeðrum minum alls hins vesta og takka teim asamt odrum man utd monnum fyrir YNDISLEGAN leik 😀

 62. Keane eða Crouch?? vil bara minna á að Crouch skoraði ekki mark í fyrstu 19 leikjunum sínum, þannig að ég bið menn um að sína smá þolinmæði gagnvart honum. Hann skilaði góðu hlutverki varnarlega séð í dag en um leið og fyrsta markið kemur þá held ég að hann muni hrökkva af stað. Ekki gleyma að maðurinn er með Liverpool hjarta og slíkt bætir margt annað upp.

 63. Toggi, ég horfði á leikinn með ca 15 púllurum og álika mörgum m u mönnum, sem sögðu allir það sama um Keane, að hann var nánast ekki með í leiknum og einn púllari sagði að Torres væri betri(sem var á bekknum ha ha).Ég vona að Keane fari að skora eða bara að gera eitthvað, en ekki segja að hann sé að brillera.Sem sagt voru allir sem horfðu á leikinn í gær heimskir? En við verðum að viðurkenna það að hann er ekki að gera það sem er ætlast af honum, ég held að í þessum 6 leikjum hefur hann ekki átt skot í áttina að marki. Ég allavegana vil sjá eitthvað jákvætt frá honum, og þegar hann fer í gang( ef það verður einhvern tíman) skal ég glaður hrósa honum, en eins og staðan er í dag get ég ekki gefið honum hrós.

 64. Minn maður leiksins var klárlega Dirk Kuyt, þótt hann hafi klikkað á dauðafæri í lokinn. Hann var ótrúlega öflugur.

  Það hafa eiginlega allir sagt það sem ég vildi segja og góð skýrsla hjá KAR. Þess vegna vil ég bara lýsa sms samskiptum mínum við góðan vin minn (sem er Man U stuðningsmaður).
  Hann: Njótið þið stelpurnar sigursins, þetta verður highlight á seasoninu fyrir ykkur.
  Ég: Óþarfi að vera dónalegur, þetta var sanngjarn sigur.
  Hann: Fokk Off.
  Ég svaraði þessu sms-i ekki.
  Hann: Ekkert dónalegur, bara að segja sannleikann!

  Já svona eru sumir skrítnir og sjá rautt hús þegar þeir horfa á blátt hús.

  Það var ekki fyrr en seint í gærkvöldi að við ræddum saman í rólegheitunum… (hver segir að þetta sé bara leikur) 🙂

  DFÖFULL VAR ÞETTA LJÚFUR SIGUR

 65. Ég var nú ekkert að gera Benni Jón annað en að óska eftir fleiri gleðimönnum og ætla því ekki að ergja mig á því að þú sért að skammast. Vertu glaður vinur. Ég er glaður að sjá að við förum bráðum í þriggja stafa tölu í gleðilátum.
  Mér fannst Keane afar duglegur, eins og Kuyt. Þeir voru varnarmönnunum stöðugur höfuðverkur, rifjið bara upp hversu oft Rio karlinn labbaði upp völlinn, og svo þá staðreynd að Vidic vinurinn missti sig í pirringnum í lokin.
  Auðvitað hefði maður viljað fá mörk frá þeim, en ég er alveg sannfærður um að það kemur hjá Keane, en vinnusemi hans, dugnaður og linkup spil er frábært.
  Mér finnst aftur á móti skrýtið að sjá að enn eru nú ekki margir að lýsa trausti á þjálfarateymið og uppstillinguna, eða þá viðbrögðin í hálfleik. Við erum nefnilega svo fljót til að lýsa vantraustinu þegar vel gengur.
  En ekkert “bíb”, hlakka stöðugt meira til að mæta í vinnuna!!!!!

 66. Í viðtali eftir leikinn gat ég ekki betur séð en að Alonso hefði verið valinn maður leiksins sem ég held að sé sanngjarnt. Seinni part fyrri hálfleiks og allan síðari hálfleikinn stjórnaði hann miðjunni ásamt Mascherano sem leiddi til þessara yfirburða í seinni hálfleik.

  Þetta virtist ætla að vera dæmigerður Liverpool – Manjú leikur. Aulalegt mark á okkur og stress í mönnum. Aurelio sendi tvisvar sinnum beint útaf og ef að Liverpool maður fékk boltann þá var honum þrumað langt fram. Síðan kemur yndislegt jöfnunarmark þar sem þrír manjú leikmenn spila boltanum á milli sín áður en þeir senda hann í eigið net undir pressu frá Rieira.

  Í MOTD á BBC tóku þeir sérstaklega fram vinnuframlag Robbie Keane sem var alveg ótrúlegt og sýnir hversu vel hann passar inn í þetta lið. Ef work ratið hjá honum og Dirk Kuyt hefði ekki verið í lagi í þessum leik þá hefði hann ekki farið eins vel. Í markinu hjá Babel er Mascherano að jogga niður að endalínu en það er eftirfylgnin í Kuyt að vera á réttum stað og þefa uppi boltann og koma honum síðan til Babel.

  Gaman að sjá einnig að dómaramálin eru í umræðunni á Englandi enn eina ferðina. Terry fær rautt fyrir mun minna brot en brotið þegar Vidic fellir Keane sem hefði komist einn inn fyrir. Réttlætinu var fullnægt síðan þegar að þessi stórfellda líkamsárás Vidic á Alonso leiddi til brottvísunar. Howard Webb var meira að segja svo dofinn að hann ætlaði ekki að reka Vidic útaf!

 67. Við unnum þennan leik, sem er mjög gott mál. þar af leiðandi voru allir leikmenn góðir í Liv, en ef við hefðum gert jafntefli eða tapað, þá hefði vinnusemin hjá Keane ekki verið til umræðu, mér fynnst eins og það sé verið að réttlæta kaupin á honum með því að hrósa hans smalahundshlaupum. Annað, frændi minn er staddur á englandi, og sá leikinn á pöbb og þar voru menn ekki sáttir við Keane og vildu taka hann útaf eftir 30 mín, segir þettað ekki eitthvað. En ég vona það heitt og ynnilega að hann fari í gang. 🙂

 68. Frábær sigur!

  Mér finnst fólk svolítið horfa framhjá hlutverki Alonso og Masch í dag – þetta var nú ekki beint auðvelt hlutverk að vera gegn Scholes, Carrick (fyrri hálfleik) og Anderson – en þeir stóðu sig frábærlega. Riera og Kuyt hjálpuðu vel og var hreyfing þeirra virkilega góð án bolta.

  Það er alltaf verið að tala um að Utd hafi spilað illa, en það er nú bara þannig að lið spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir, og eins og Ferguson bendir réttilega á þá pressuðum við þá í mistök og þeir náðu varla að byggja upp eina einustu sókn í síðari hálfleik. Virkilega sanngjarn sigur, og þeir gerst vart ánægjulegri.

  Nú er bara að menn átti sig á að leikurinn gegn Stoke og þeir sem fylgja á eftir gefa jafnmörg stig og þessi. Þetta er langhlaup og við vitum allir hvernig nov/des hafa verið hjá okkur í gegnum árin…

 69. Sjá Mascherano eftir markið hjá Tevez, hann vissi það að hann átti alla sök á því, svo sá maður bara á honum að þetta átti ekk að gerast sftur og hann gjörsamlega domeneraði leiknum í dag að mínu mati, svakalegur leikur hjá mínum manni…

 70. Er ekki meira í leik Keane en bara að skora mörk eða leggja þau upp?? Þegar talað er um litla hershöfðingjann Mascherano eða Gerrard þá er talað um að þeir hafi barist eins og ljón út um allan völl og spilað frábærlega en þegar talað er vinnslu Keane eða Kuyt þá er talað um smalahundamennsku. Út í hött!

 71. Að vissu leyti er gaman að sjá menn hér rökræða hvort þessi eða hinn var maður leiksins. Það er yfirleitt góð vísbending um að liðið hafi leikið vel þegar fleiri en einn og fleiri en tveir koma til greina sem maður leiksins.

  Annars þarf ég greinilega að horfa aftur á þennan leik. Eins og ég sagði í gærkvöldi veldur það mér hugarangri að menn séu að hrósa Dirk fyrir stórleik og það hafi farið algjörlega framhjá mér. 😉

 72. Keane þarf að fara að skora og leggja upp mörk þannig að menn verði fullkomlega sáttir við hann miðað við verðmiðan á honum en ekki má taka það af honum að hann er að vinna vinnuna sína vel og virðist einnig vera ákveðin leiðtogi á vellinum, var að kalla menn áfram og fá menn til að pressa um allan völl og einnig gaman að sá þó hann sé ekki að skora þá fagnar hann mörkum liverpool mjög. En held að menn ættu að gleyma því að setja út á hans leik því ég efast ekki um það að hann eigi eftir að troða því öllu uppí menn á næstu vikum.

 73. 74 Maggi… jú ég var í skýjunum með þjálfarateymið okkar og veitti því sérstaka athygli í þessu leik. (sjá komment 38). Ég held að það hafi verið tær snilld að fá Sammy Lee og það fór greinilega mjög vel á með Rafa og Pellegrino. Ég er spenntur með framhaldið.

  Keane er að gera góða hluti og mörkin koma. Hann og Kuyt þurfa skila svona ca. 10 mörkum hvor á leiktíðinni. Þeir munu gera það!

 74. Ég segi að Manchester United hafi verið heppnir að sleppa við aðeins 2-1 tap. Við áttum seinni hálfleikinn, Manchester komst ekki í sókn. Það hefði verið flott hefði Skrtel skorað úr skotinu sínu. En hefði dómarinn rekið Vidic fyrr af velli þá hefði Liverpool unnið leikinn allavega 3-1. Og Kuyt fékk gott færi en lét Van Der Sar verja frá sér. Rosalega er ég ánægður með sigurinn.

 75. Það var mjög flott að sjá Sammy Lee hoppandi af gleði í bakgrunn eftir markið en Rafa Benites pollrólegur. Ætli Benites hafi ekki verið jafnglaður og Lee en bara fagnað eftir leikinn.

 76. Afhverju eru menn að kenna Mascherano um Teves markið? Ég vil miklu frekar setja spurningamerki við staðsetningu Arbeloa, og jafnvel Skertl, í því marki. Vissulega átti mascherano að fylgja betur til baka en Arbeloa var búin að láta draga sig að stönginni vinstra megin og opnaði með því allan teiginn eins og hann lagði sig. Ég held að Mascherano hafi nú bara verið svona fúll á svipinn því staðan var 0-1 fyrir Manjú eftir 3 mín. Hver myndi ekki verið hundfúll yfir því?

 77. Hér eru öllum leikmönnum beggja liða gefnar einkunnir ásamt umsögnum.
  http://www.goal.com/en/Articolo.aspx?ContenutoId=862382

  Þarna er Dirk Kuyt með 8 í einkunn og besti maður vallarins. Robbie Keane fær 5.

  Dirk Kuyt – 8: A superb performance from Kuyt. Always looked the most likely for Liverpool and seemed to enjoy being used as a striker. Had numerous attempts on goal and probably should have scored, set-up the winning goal with a calm cut-back under pressure. Always running and attempting to influence the game.

  Robbie Keane – 5: Another ineffective display from Keane. Had two occasions where he completely missed the ball, one in each half, but will be relieved that his side won, meaning that his performance is unlikely to be as heavily scrutinised.

  Dásamlegur sigur. Nú ríður á að halda dampi út tímabilið. Loksins er maður farinn að sjá Liverpool liðið spila eins og heild undir stjórn Rafa. Svipað eins og Valencia áður fyrr, bara fleiri heimsklassa leikmenn. Menn farnir að pressa útum allan völl og stjórna leik andstæðinganna í stað þess að verjast og sækja óskipulega.
  Skulum ekki gleyma því að í gær vantaði Torres, Gerrard, Agger, Babel og co í byrjunarliðið. Breiddinn hjá Liverpool er orðin allsvakaleg.

  Við munum þurfa á Torres og Gerrard að halda á næstunni. Við erum í topp2 með Chelsea og lið munu vera varkár á móti okkur næstu mánuði. Þá þurfum við leikmenn sem hafa þennan x-factor sem klárar leiki.
  Riera byrjaði mjög flott en það mun reyna meira á hann á næstunni þegar lið parkera fyrir utan sinn vítateig á Anfield. Þá verða fyrirgjafirnar og nákvæmnin að vera í lagi.

  Annars er ég skelþunnur eftir að hafa fagnað þessum sigri allan gærdag. Forza Liverpool!

 78. Djöfull er ég ennþá hrikalega ánægður með þennann sigur okkar manna í gær. Ég mun ekki nást niður á jörðina nærri strax, og ég hreinlega botna ekki í því hvernig menn tapa sér í röfli á svona stundu 🙂

  Já Benni minn, þú mátt alveg kalla okkur vælukjóa, ég skal taka því nafni ef það kallast að vera vælukjói að vilja gleðjast og vilja síður tapa sér í að finna einhverja neikvæða punkta hjá liðinu.

  Mascherano átti þetta mark 90%, 10% fara á Carra fyrir að loka ekki betur á Berbatov. Mascherano átti klárlega að fylgja Tevez, en hreinlega hætti bara. En Javier var fyrir utan þetta alveg frábær í leiknum.

  Ég er á því að þú ættir að horfa á leikinn aftur KAR. Meira að segja Benni Jón viðurkenndi í gær að Kuyt væri að spila vel 🙂 Arbeloa fannst mér líka eiga virkilega góðan dag, og í rauninni fannst mér seinni hálfleikur það góður hjá okkur að það er varla hægt að setja út á nokkurn mann í liðinu. En þetta Robbie Keane dæmi hjá einsa kalda er farið að líkjast þráhyggju meira og meira.

  En mér finnst reyndar alltaf gaman að sjá það skrifað þegar við vinnum góða sigra, þá er það bara vegna þess að hin liðin voru svo skelfilega léleg og leyfa okkur nánast að vinna (sbr. ummæli #66). Mér fannst við einfaldlega leika frábærlega í seinni hálfleik sérstaklega og unnum þetta svo sannarlega verðskuldað.

  Stóra surprise-ið var klárlega frábær innkoma Riera. En ég ætla sko ekki að láta neitt koma í veg fyrir áframhaldandi gleði hjá mér. Ég get hreinlega ekki beðið eftir næsta leik, sem betur fer eru bara 2 dagar í hann. Champions League kvöld framundan…

 79. SSteinn, elsku karlinn minn, nei þettað er ekki þráhyggja hjá mér. Ég óska bara eftir því að hann fari að gera það sem hann gerði með Tott & öðrum liðum,sem sagt að vera ógnandi og stórhættulegur við mark andstæðinga. En O K ég ætla ekki að nefna hann á nafn eða setja út á hann næstu 6 leiki, nema að hann fari að gera eitthvað sem ég get hrósað honum fyrir OK OK. 🙂

 80. Ég held þú skiljir ekki alveg málið Einsi. Ég held að þér sé fullfrjálst að gagnrýna Robbie Keane eftir hvern einasta leik ef þú vilt, hvort sem menn eru þér sammála eða ósammála í því.

  En það er meiriháttar kjánalegt að halda því fram að hann hafi verið meðalmaður (og varla það) í meðal-liði, þar sem hann var mun meira en meðalmaður hjá Tottenham. Og að segja að útfrá frammistöðu hans í þessum fyrstu leikjum Liverpool að hann eigi ekkert erindi í liðið, sé drullulélegur og ekki peninganna virði ber vott um mjög sérstakan hugsunarhátt, að ég tali ekki um óþolinmæði.

  Robbie Keane er mjög góður leikmaður. Hann hættir ekkert að vera góður við að skipta yfir til Liverpool, en hann þarf eðlilega svigrúm og aðlögunartíma. Vonandi stuttan þó. En hann mun skora og ég er bjartsýnn á að hann muni gera mikið af því. Það er í raun engin ástæða til að búast við öðru þó hann sé ekki búinn að skora ennþá.

  En nóg um það. Góður sigur og góð stemmning, ég veðja á að LFC taki titilinn í ár. Í fullri alvöru.

 81. Fyrir það fyrsta þá er ég sammála Baldvin með að skilja ekki alveg hvernig Mascherano geti eiginlega einn verið sökudólgurinn af fyrsta markinu, auðvitað sofnaði hann á verðinum ásamt miðvörunum, bakverði og t.d. Alonso. En eftir það át drengurinn United og var gjörsamlega geðveikur í leiknum, klárlega maður leiksins hvað mig varðar og það sást greinilega þarna hversu viðbjóðslega mikilvægur hann er. Hann meira að segja var arkitektinn af sigurmarkinu með mögnuðum sprett og baráttu.

  Eins fannst mér innkoma Riera alveg frábær og það var ansi góð nýbreytni að sjá kanntmann með hæfileika í réttum búning á Anfeild, höfum átt of marga leiki með Bennayoun og Kuyt í þessari stöðu. Aurelio á reyndar helling í innkomu Riera en samvinna þeirra var frábær þegar leið á leikinn og Rooney var orðinn bakvörður á endanum, m.ö.o þeir þrýstu Ronney í svipað hlutverk og Kuyt er í hjá okkur þegar við höfum góða og fljóta bakverði og kannta á móti okkur.

  Talandi um Kuyt þá átti hann mjög góðan leik ásamt Robbie Keane. Barðist eins og ljón allann leikinn og gerði United lífið leitt, ég skil því vel allt hrósið sem hann er að fá hérna þó ég taki nú auðvitað ekki undir það að öllu leiti, enda var touchið ekkert komið og það tókst ekki að klára leikinn, þ.e. kill them off. Hann poppar engu að síður oft upp á réttum augnablikum í stórum leiknum og átti t.d. góða stoðsendingu á Babel í seinna markinu (eftir frábæran, langt yfir getu góðan sprett hjá JM). Menn eru reyndar að tala um að hann hafi átt 2 stoðsendingar í leiknum en þó ég sjái illa þá fannst mér endilega eins og Van Der Sar hefði átt hina 🙂

  Robbie Keane var svo í svipuðu hlutverki og Kuyt í leiknum og átti sinn besta leik í Liverpool búning til þessa, alltaf á fullu og sí kallandi á liðið að koma framar og pressa, ekki detta of langt aftur. Hann tók samt sín góðu kiks en þetta fer að koma hjá honum og hann er klárlega að komast betur inn í liðið. Fyndið líka fannst mér að heyra muninn á því hvernig fólk sá leikinn hjá Keane og Kuyt, líklega er það vegna mikils munar á væntingum sem öllum fannst Kuyt geggjaður í gær með tvær stoðsendingar en Keane sæmilegur/lélegur.

  Innkomu dagsins átti svo Ryan Babel, ef þú vilt verða vinsæll á Anfield þá er ágætis byrjun að koma inná gegn Arsenal í CL og klára þá og koma svo nokkrum mánuðum seinna inná gegn United og klára þá. Var reyndar smá heppinn í skotinu sínu en inn fór hann. Vill fara að sjá mikið meira af Babel.

  Af restinni af okkar liði þá er vert að bjóða Xabi Alonso velkominn til baka, hann átti mjög góðan leik og það var ljúft að sjá hann aftur í gír, Wes Brown var að spila vel í sókinni hjá okkur og setti góða pressu á Van Der Sar í fyrra markinu. Eins sýndi hann Riera mikla gestrisni með því að hleypa honum trekk í trekk framhjá sér, klárlega einn af okkar bestu mönnum í dag 😉 Vörnin var svo solid í 85 mín þó JM hafi á tíðum gert hana nánast óþarfa. Bennayoun var svo líklega slappasti maður Liverpool í leiknum!.

  Var Reina með?

  Svo til að svara röfli um að það sé ekki kommentað nóg eftir sigurleiki þá held ég að fyrir það fyrsta að menn séu almennt minna við tölvu á laugardögum heldur en t.d. miðvikudögum. Eins er mikil þörf á að fagna vel og innilega svona sigri og miðað við heilsufarið núna þá stóð ég mig vel á þeim vettvangi í gær.

 82. Glaður að sjá að því lengra sem líður á sunnudaginn því færri hér trúa frasanum “Liverpool voru ekki góðir, United voru lélegir”.
  Alex Ferguson lýsti strax ástæðum tapsins eftir leik. United réð ekki við hápressu Liverpool liðsins og varnarleikur United var í molum. Við sáum Benayoun vinna fyrsta innkastið eftir 11 sekúndur með pressu og fyrir utan fyrstu 10 voru Kuyt, Keane, Riera, Benayou og Mascherano á fullri ferð að vinna boltann. Evra og Brown algerlega lokaðir niður og í seinni hálfleik sáum við Giggs og Rooney í 10 sekúndur hvorn, langskotin en að öðru leyti ekkert sóknarlega.
  Þannig að United áttu slakan dag AF ÞVÍ AÐ LIVERPOOL VORU GÓÐIR. United fékk gjafabyrjun og fengu að leika sér í byrjun, svo fóru heimamenn í gang og stjórnuðu öllu.
  Ekki láta nokkurn mann rugla þeirri staðreynd. Liverpool voru betri. Miklu betri, meira að segja Sir Alex sammála því.
  Er enn ölvaður af gleði og hlakka stöðugt meira að koma í vinnuna!

 83. Sælir félagar.
  Tek undir með Magga vini mínum#74. En eins og ég sagði áður þá er búið að segja allt sem segja þarf og hægt er að segja um þennan leik. Og jafnvel ýmislegt sem ekki er ástæða til að segja. Ég nenni ekki að fara að rakka einhvern niður fyrir eitthvað sem skiptir ekki máli þegar upp er staðið. (Takið eftir að ég minnist ekki á Fabio Aurelio þó ég … nei annars sleppi því). Þetta var sigur liðsins, Rb og allra þeirra sem koma að þessum leik fyrir hönd LFC
  Það er nú þannig

  YNWA

 84. Þetta var alveg magnað hjá okkur!!!
  Ég var búinn að segja það fyrir leiktíðina að þegar við vinnum báða leikina gegn man utd þá vinnum við deildina…….

 85. Og núna kaupum við Danny Murphy til að taka vítið á trafford seinna í vetur til að tryggja titilinn 🙂

 86. þó að Arnar Björnsson hafi sagt að markið sem Tevez skoraði hafi verið Mascherano að kenna er ég nú ekki sammála því og mig undrar hvað margir eru sammála því. Þegar markið er skoðað betur þá sést að Alonso, Skrtel og Arbeloa standa allir inn í teig að reyna að dekka sama manninn. Þeir voru bara ekkert að fylgjast með hlaupinu inn í teiginn og gæti markið allt eins skrifast á einhvern þeirra.

 87. Það var nú ekki bara Arnar Björnsson sem hélt þessu fram, ensku þulirnir og sérfræðingar í sal hjá Sky Sports voru allir á þessu sama máli. Það er alveg sama hvernig á málið er horft, Mascherano er með svæðið sem Tevez kemur úr og horfir á eftir honum hlaupa óáreittur að markinu. Það sást líka vel á Javier að hann var svekktur út í sjálfan sig. Eins og ég sagði áður, þá á Javier svona 90% sök og Carra 10%.

 88. Góðir Púllarar og aðrir hálsar!
  Hef enn ekki náð draumaferð á Anfield en getur einhver upplýst eða svarað af hverju var ekki kyrjað You’ll never walk alone á Anfield í gær?!
  Var í raun hið eina sem maður saknaði í sigurvímunni í leikslok. En ég get hér með sannað að hafa spáð rétt fyrir um úrslit leiksins!
  http://www.bjb.blog.is/blog/bjb/entry/640830/
  Púllarakveðja til allra nær og fjær, til sjávar og sveita.

 89. Auðvitað átti Masch að sópa upp þetta svæði, Skrtel og Arbeloa eru rétt staðsettir fyrir crosssending en er sammála Steina að Carra átti að gera betur í að koma í veg fyrir sendinguna. Mér aftur á móti finnst skondið hvað Sky gerði mikið úr sendingu Berbatov en lítið úr undirbúningi Masch og fínni sendingu Kuyt. Ef þið skoðið aðdragandann á Dirk mikið hrós skilið fyrir að fylgja Masch og United mönnunum, boltinn hrekkur frekar óvænt til hans og hann skilar frábærri sendingu á Babel á örskotsstundu.
  Miðað við það sem ég sá á Lfc.tv í dag virtust fagnaðarlætin á Anfield svo svakaleg í leikslok að þjóðsöngurinn einfaldlega gleymdist í spennunni. Hefur POTTÞÉTT farið í gang áður en yfir lauk.

 90. Já Maggi, sammála þér þarna. Mér fannst rosalegt hversu Berbatov var hrósað mikið fyrir bara nokkuð svipaða sendingu og Kuyt gaf í Babel markinu. Ekki fékk Kuyt svona mikið hrós, heldur var það “sem var nú frekar basic sending, þ.e óvaldaður maður að gefa 4 metra sendingu á óvaldaðan mann” eins og kemur fram í ummælum númer 48.

  Ég var nú að horfa á leikinn aftur núna og það hljómar mjög hátt og skýrt You’ll Never Walk Alone strax eftir leikinn, heyrði það ekki í gær þar sem það var í fullu blasti á Players á þeim tímapunkti 🙂

 91. Heyriði, haldiði að lagið hafi ekki loks hljómað þegar leikmenn voru að tölta til búningsklefa, var líka að sjá það í endursýningunni, en varð að stökkva svo fljótt frá skjánum í gær þegar lokaflautið gall. En það hefði nú alveg mátt byrja fyrr að kyrja lagið, við vorum með þetta í öruggum höndum eftir mark Babels.

 92. Hérna er smá linkur á grein Alan Hansen um leik LFC vs. Scums. Ég vildi láta fylgja með smá setningsbút úr greininni fyrir þá sem bölva Robbie Keane út í eitt
  http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/7614689.stm (greinin)

  “Robbie Keane was instrumental in everything Liverpool did in terms of closing down. He didn’t have a great game in possession but his work-rate was unbelievable. “

  Horfði á Keane í næsta leik hversu mikill work-rate er í honum en “possessions” koma með tímanum þegar hann hefur verið hjá liðinu í meira en 1-2 mánuði. For crying outloud…gefið honum séns! Ég meina, ég er að gefa Riera séns!

 93. Björn #97.
  Lagið var líka sungið fyrir leik, áður en leikmennirnir komu inn á völlinn.

 94. Ég er eiginlega bæði sammála og ósammála þessum Berbatov/Kuyt samanburði. Berbatov gerði vel í því að skýla boltanum og það er ekkert auðvelt að gefa svona hárnákvæmt á mann sem þú sérð varla. Sjónahorn Berbatovs inn í vítateiginn var miklu verra en hjá Kuyt og hrósið því réttmætt. Carragher lokaði samt alls ekki nógu vel á hann.
  Kuyt snéri hins vegar að markinu án pressu frá varnarmanni, var í fullkomri aðstöðu til að sjá besta sendingarmöguleikann. Mér finnst því engin sérstök ástæða til að hrósa sendingunni sem slíkri. Hins vegar var virkilega vel gert hjá honum að fylgja skriðdrekanum eftir og hirða boltann, þar skilaði vinnuseminn sér heldur betur.

  Niðurstaða: báðir eiga hrós skilið en fyrir sitthvora snilldina!

  Og svo með Masch og MU markið. Nokkrir hér hafa tekið undir með Arnari Björns sem sagði í lýsingunni að Masch hafi greinilega kennt sér um markið. Arnar fullyrti þetta nokkrum mínútum eftir markið þegar Masch sást hrista hausinn í sífellu.
  Þegar þetta myndbrot var sýnt hafði hann hins vegar átt langa misheppnaða sendingu fram völlinn. Var hann ekki bara alveg eins að hrista hausinn yfir henni? Eða bara byrjuninni hjá liðinu? Það er eðlilegt að menn hristi hausinn þegar lið fá mark svona snemma á sig.
  Ég er ekki að segja að hann hafi ekki átt sök á markinu en mér finnst bara fyndið að fullyrða strax að hann hafi kennt sér um það. Getum við eða Arnar Björnsson lesið hugsanir?

  En þetta eru auðvitað bara aukaatriði … VIÐ UNNUM !!!!!

 95. Af gefnu tilefni, þá skal tekið fram að YNWA var sungið rétt fyrir kickoff þegar bæði lið voru kominn út á völl og biðu eftir því dómarinn blési í flautu sína. Það var hinsvegar ekki sungið í lokinn, held að geðshræring manna hafa verið orðinn of mikil a þeim tímapunkti.

 96. Fór inn á heimasíðu Man Utd (www.manutd.is) og þar er ekki orð um leikinn á laugardag. Ætli heimasíðan sé biluð?

 97. Frábært að sjá loksins mann á vinstri kantinum sem virðist geta sótt eitthvað upp kantinn, en ekki sífellt inn á miðjuna. Mér líkar einkar vel við að Riera er ekkert að einhverju óþarfa dúlleríi, það þarf nefnilega ekki alltaf að taka fimm skæri til að komast fram hjá varnarmanninum.
  Svo er spurning að horfa aftur á leikinn til að telja öll skiptin sem Rooney þurfti að dúndra boltanum úr vörninni vinstra megin.

 98. Ég fyrir mitt leyti vil fá að henda mínum 50 sentum inn.

  Að mati mín og félaga míns sem horfðum á leikinn yfir nokkrum köldum (möst!) erum við sammála um að þessi leikur endurspegli það af hverju við eigum eftir að enda dollulaustir í maí. Í fyrsta lagi unnum við ekki Man Utd heldur töpuðu þeir fyrir sjálfum sér. Varnarleikur Liverpool liðsins var ótraustur eins og sást í marki Utd. Eins vorum við stálheppnir að fá ekki á okkur amk 2 mörk í viðbót þar sem Berba og Rooney (þvílíkur leikmaður) voru síógnandi.

  Miðjumennirnir komust ekki vel frá sínu en komust upp með það sem betur fer.

  Og hver í fjandanum er þessi Riera á vinstri kanti. Enn ein miðlungskaupin hjá Benitez. Af hverju keypti hann ekki James Milner sem Aston Villa nýverið festi kaup á, á gjafaprís. Hann er ljósárum á undan Riera bæði í getu og viðhorfi.

  Robbie Keane þarf jafnframt að girða sig hressilega í brók og ef hann verður ekki bara seldur í janúar. Spurning um að skipta við Wigan á Heskey. Sá gaf alltaf sitt í leikinn ólíkt títtnefndum Keane.

  Eins má benda á að Utd vantaði besta leikmann heims, Ronaldo. Vissulega má nefna að okkur vantaði Gerrard og Torres en þeir einfaldlega hafa hreinlega verið áhorfendur það sem af er tímabils. Vonandi rífa þeir sig uppúr því.

  Að vísu hafa Liverpool verið að bæta sig smám saman tímabil eftir tímabil en að mati okkar félaganna er að minnsta kosti 3 síson í deildina.

  Bestu Liverpool kveðjur,
  Liverpool félagarnir,
  Guðbergur og Breki

 99. Nr. 108 haha góður!!

  (með fyrirvara um að þetta var ekki grín hjá þér þá spái ég að þú hafir drukkið meira yfir leiknum en ég um helgina….vel gert 😉 )

  Annars er ég sammála þessu eins og ég talaði um áður, drengurinn var ógnvekjandi öflugur

 100. Hugsum nú aftur um 2 ár eða svo, West Ham hafði ekki not fyrir Mascherano.

  • Hugsum nú aftur um 2 ár eða svo, West Ham hafði ekki not fyrir Mascherano.

  Það er reyndar rannsóknarefni hvernig þeim tókst að nýta hvorki Tevez né Mascherano, báðir hafa staðið sig mjög vel hjá að ég held bara öllum öðrum liðum sem þeir hafa tengst.

 101. Babu: West Ham náði nú aldeilis að nýta Tevez, hann bjargaði þeim nánast einn síns liðs frá falli þarna í hitteðfyrra, skoraði mark í leik síðustu 7-8 leikina ef ég man rétt. Þeir gátu svo bara ekki haldið honum.
  Með Mascherano er annað, ég held einhvernveginn að þeir hafi ekki fattað að hafa hann djúpan á miðjunni (sem sýnir kannski best hversu vitlausir sumir stjórnarnir geta verið), og alltaf verið að bíða eftir gullsendingunum – sem hann ræður ekki beint yfir.
  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 102. Ívar, þeir björguðu sér fyrir horn með því að fara LOKSINS að nýta drenginn rétt. Hann var síður en svo vel nýttur fyrstu 28 leikina eða svo.

3 Pings & Trackbacks

 1. Pingback:

 2. Pingback:

 3. Pingback:

Liverpool menn í Borgarnesi

Agger getur keypt sig lausan eftir 1.janúar.