Man Utd í heimsókn á morgun.

Á morgun Á laugardaginn koma erkifjendur okkar, United frá Manchester, í heimsókn á Anfield en þeir hafa aðeins spilað 2 leiki í deildinni: Byrjuðu á jafntefli gegn Newcastle á heimavelli 1-1 og unnu síðan Portsmouth á útivelli 1-0. Við höfum á meðan spilað 3 leiki, unnið Sunderland úti 1-0 og Boro heima 2-1 og síðan gert jafntefli á útivelli gegn Villa, 0-0.

Hjá okkur er ljóst að bæði Gerrard og Torres eru ekki með á morgun og fyrir einhverju síðan hefði ég talið óhugsandi fyrir okkur að vinna Man U án þeirra en í dag er ég bara nokkuð bjartsýnn. Af hverju? Það er ekki eins og liðið hafi verið að spila vel í deildinni eða nýju leikmennirnir að brillera samt er ég bara nokkuð afslappaður fyrir leikinn. Þetta er bara svo týpískur leikur þar sem Keane, Dossena, Alonso og Agger sýna hversu megnugir þeir eru. Já en og aftur er ég að tala um að Agger byrji inná en ég er einfaldlega á þeirri skoðun að hann sé betri kostur en bæði Carra og Skrtel þar sem hann er betri knattspyrnumaður en það er annað mál. Aðalatriðið er LEIKURINN á morgun á laugardaginn!

Hjá Man U er Ronaldo frá vegna meiðsla og munar um minna. Hjá þeim hafa 8 leikmenn spilað báða deildarleikina: Brown, Evra, Ferdinand, Fletcher, Rooney, Scholes, Van der Sar og Vidic og á ekki von á öðru en þeir geri hið sama á morgun. Berbatov er náttúrulega kominn og styrkir liðið gríðarlega mikið þar sem mér hefur ávallt þótt bæði Tevez og Rooney svolítið líkir leikmenn. Í raun er mér alveg sama hverjir spila hjá Man U því við munum vinna 🙂

Þar sem ljóst er að Torres og Gerrard eru frá þá verður Rafa að gera breytingar á liðinu. Ég held að Keane muni taka stöðuna hans Torres og væntanlega Kuyt í holuna fyrir aftan hann þar sem Gerrard hefur verið. Út á kantinn sé ég Benayoun og vonandi sjáum við Riera í sínum fyrsta leik með Liverpool á vinstri kantinum. En skoðum hvernig ég sé Rafa stilla liðinu upp á morgun á laugardaginn:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Alonso – Mascherano
Benayoun – Kuyt – Riera
Keane

Bekkurinn: Cavalieri, Skrtel, Aurelio, Lucas, Babel, NGog, El Zar.

Þetta er einn af stóru leikjunum og því gríðarlega mikilvægur uppá framhaldið hjá okkur því ef við vinnum þá gefur það okkur ótrúlega mikið sjálfstraust uppá framhaldið sem og trúin um titilinn verður einhvern vegin raunverulegri. Á meðan tap myndi í raun segja okkur að við erum á nákvæmlega sama stað og undanfarin ár þe. við getum ekki unnið stóru liðin í deildinni!

Núna þegar bæði Gerrard og Torres eru frá þá verður athyglisvert að fylgjast með því hvaða leikmenn taka ábyrgð og hafa burði til að vera “match winners”. Ég sé Keane og Alonso klárlega í því sem og jafnvel Babel koma ferskan af bekknum. Það verður líka gaman að fylgjast með Riera og ef hann á góðan leik og jafnvel úrslitasendingu og/eða setur mark þá verður hann tekinn í guðatölu í Liverpool.

Mín Spá: Hvorki Liverpool né Man U hafa verið að spila blússandi sóknarknattspyrnu undanfarið og samanlagt hafa liðinu skorað 5 mörk í 5 leikjum. Ég gef mér þar með að leikurinn á morgun einkennist af taugaveiklun og stressi framan af sem leiðir af sér miðjuþóf. EN í seinni hálfleik stingur Keane Rio af og setur sigurmarkið í leiknum, 1-0! Er þetta ekki alveg raunhæft?

SÅDAN DER! Djöfull hlakka ég til!

55 Comments

 1. Leikurinn er á laugardaginn, 13. Sept, bara til að hafa það á hreynu.
  Samt, flott upphitun og þetta verður svakaleg barátta!

  Áfram Liverpool!!!

 2. Er reyndar ekki viss um að við sjáum Agger byrja, en væri gaman. Aggi er greinilega í gírnum úti í dinamarca og upphitunin mætir snemma.
  Sætti mig vel við ummæli, liðsuppstillingu og úrslit.
  KOMA SVO!!!!!

 3. Djöfull er maður steiktur…

  Var búinn að plana að skrifa upphitunina í dag vegna anna á morgun og síðan setti ég hana bara inn án þess að hugsa, svona er maður bjartsýnn að halda að það sé laugardagur á morgun!!!!

  Þetta er s.s. í fyrsta og eina skiptið sem upphitunin kemur 2 dögum fyrir leik á þessari síðu, pælið í því. 🙂

 4. Heyrðu, bara góðar fréttir! Samkvæmt heimildum er líklegt að Fernando Torres verði heill og geti spilað gegn United eftir allt saman!

  Betri fréttir er vart hægt að byrja um. Það er spurning hvort þú vilt endurskoða liðsuppstillingu þína í ljósi þessara frétta, Aggi? Eða eigum við að segja að Torres byrji líklega á bekknum vegna meiðslanna og spili frekar í seinni hálfleik en heilan leik?

 5. hhmmmmm ég áskil mér rétt til breytinga á liðsuppstillingu í fyrramálið (þe. föstudagsmorgun). Ef Torres er heill og í hóp þá hlýtur hann að byrja!

 6. Taka Torres og Gerrard út og leysa það með Kuyt í holunni…..gegn United!!! Jesús kristur, Jesús Pétur og Lykla Pétur hvað ég vona að það verði ekki lausnin!! (frekar Yossi eða Babel).

  En flott upphitun Aggoz og tímasetningin er lýsandi fyrir gúrkuna sem hefur verið í gangi! Passaðu bara að mæta ekki til vinnu á laugardegi eða eitthvað í þá áttina, þá erum við að tala um heimsókn á spítalann.

  En þegar fréttir fóru að berast að því um helgina að Torres og Gerrard yrðu ekki með varð ég nokkuð viss um að það yrði auðvitað öfugt líkt og oft þegar svona fréttir berast snemma. Torres held ég að byrji inná og ég yrði ekki hissa á að sjá Gerrard í hóp.

 7. torres fyrir kuyt, robbie í holuna og babel á kantinn fyrir yossi, þá er ég sáttur

 8. Uss! Ég er nokkuð sammála þessu, en eitthvernveginn finnst mér eins og N’gog byrji inná. Keane í holunni og Babel inn fyrir Kuyt, veit ekki hvað það er en það segir mér eitthvað að það verði svona. Eða þá að Riera byrji ekki inná heldur Babel. Annars 3-0 tap!

 9. Sælir félagar
  Get fallist á allt hjá Agga nema dagsetningar og ummælin um að Agger sé betri en Carra (guðlast 🙂 ). Eins mætti mín vegna taka Aurelio útúr hóp fyrir lífstíð.
  Er sammála athugasemdum Totii#9. Ég vil endilega að RB fari að láta Babel spila meira en hingað til.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 10. Já, þetta verður magnaður leikur. Vantar kannski að fjalla aðeins um seinni landsleikina hjá leikmönnum beggja liða, t.d. hvort Mascherano sé kominn til Englands og geti æft fyrir leikinn, hvort Babel hafi spilað o.s.frv. Það hefur alltaf haft veruleg áhrif á byrjunarliðið.
  Að öðru leyti er kannski varhugavert að vera bjartsýnn því leikir þessara liða síðustu ár hafa tapast og liðið hefur ekki enn spilað vel í haust. Ég yrði sáttur við jafntefli í þessum leik eins og staðan er í dag, með Gerrard og Torres tæpa. En mikið andskoti yrði maður kátur með sigur eftir erfiða viku…
  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 11. Ef Babel byrjar ekki inná á morgun þá mun ég trompast! Hvorki Gerrard né Torres með þannig að ef það á að vera einhver sóknarbroddur í okkar ástkæra liði þá verður Babel að byrja inná!

  Burt með Benayoun!

 12. þess má geta að fifa09 demoið kom út í dag :)) En ég bíð samt spenntari eftir PES09… jayj

 13. sammála upphitun agga nema því að agger byrji inná. ég held að skrtel byrji í vörninni enda hefur hann verið að spila solid leiki.

  ég vona að torres sé ekki að fara að gera neitt, tæpur í hamstring, hann má ekki spila nema hann sé algjörlega fullkomlega búinn að ná sér af þeim meiðslum því þau taka sig alltaf upp aftur hjá honum. þetta virðist ætla að verða erfiður ljár í þúfu á ferli hans og því vona ég einfaldlega að torres verði ekki notaður NEMA hann sé 100% klár. svo hef ég enga trú á að gerrard verði með.

  en ég er ekki bjartsýnn fyrir þennan leik. vantar bæði hugsuðinn og gerandann í sókn okkar og því er ég ekkert að springa úr bjartsýni.
  spái því 0-0.

 14. Ég hef heirt að Torres verði með á laugardaginn allavegana á bekknum. En ef þá vantar, Gerrard og Kanski Torres , þá verður þettað leikur sem aðrir eflast og spila ekki eins og Gerrard væri með, semsagt taka meiri ábyrgð. Og ekkert svona kjaftæði, að jafntefli yrði gott, við tökum þennan leik, Liv hefur kanski ekki verið að brillera, en ekki M U heldur, og Liv getur alveg unni, ég spái 2-0 ,og KEANE skorar sitt fyrsta mark, annars verður hann að fara í æfihgarbúðir, hann verður bara að fara að sýna hvað hann getur. KOMA SVO LIVERPOL.

 15. Takk strákar fyrir frábæra síðu!

  Vinnum þennan leik, er klár á því! 2-0!! Keane og Alonso skora í síðari hálfleik!
  YNWA!!!

 16. Babel getur ekki enn spilað heilan leik… Vil sjá hann koma inn af bekknum á ca. 64. mínútu og klára leikinn einsog gegn Arsenal í vor.
  Spurning líka um að setja Carra í bakvörðinn í leik einsog þessum og leyfa Dossena að spæna upp vinstri kanntinn með Agger og Skertl í miðverðinum.

 17. Reina
  Carra – Agger – Skrtel – Dossena
  —– Masch — Alonso—-
  Kuyt ——Lucas——Babel
  ———–Keane————-

 18. verð nú að spá leiknum hér ætla vera naunsær og spá liverpool 5-1 sigri þarsem að coach carra skora 3 mach 1 og reina 1 úr útsparki já eru einhverjir sammmála mér eða ?

 19. Ætli við munum ekki stjórna leiknum einsog alltaf gegn þessum stórliðum en töpum svo 0-1. Annaðhvort dómaraskandall eða grísamark….
  ….eða við stjórnum leiknum og Alonzo skorar eftir klafs í teignum.

  Verður gaman að sjá Keane og Berbatov kljást í því hvort liðið keypti betri Tottenham mann (án tillits til verðmiðanna á þeim)..

  3 stig á lau gætu skipt sköpum fyrir leiktíðina og jafnvel verið ágætis turn off fyrir Man U.
  Hef takmarkaða trú á okkar mönnum en kannski boðar það bara gott!!!
  Áfram LFC

 20. 19 “Babel getur ekki enn spilað heilan leik”

  Hvers vegna í fjandanum ekki? Það eru mun yngri menn en hann að klára leiki hjá mörgum liðum í deildnni. Hvað gerir hann svona öðruvísi?

  Svo skil ég ekki í mönnum að vilja fá Agger í vörnina sem hefur verið þokkalega traust, sérstaklega í henni miðri.

 21. Mig hefur aldrei dreymt úrslit í fótbolta áður en í nótt dreymdi mig úrslit þessa leiks: 2-1 fyrir Liverpool. Það var Macherano sem skoraði bæði mörk Liverpool og bætti þar með fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn rauðu djöflunum á síðasta tímabili. Spurningin er hins vegar hvort að þetta gerist ekki bara í draumum.

 22. hey drengur vissiru ekki ad tad er ljott ad herma 😀 en vá tad væri nice se samt masca ekki fyrir mér grísa inn marki hvad tá tveimur en tad er alltaf hægt ad leyfa ser ad dreyma :D:D

 23. Maður fær bara hnút í magan af svona leikjum.

  Ég vona að við tökum þetta.

  áfram lfc

 24. Góð upphitun hjá þér Magnús, það eru blendnar tilfinnigar sem maður hefur þegar bæi vantar Gerrard og Torres, en svona er boltin og nú reinir á það virkilega úr hverju við erum gerðir. Það vantar Ronaldo hjá Man U og er það bara fín jöfnun á við það sem okkur vantar þó að okkar missir sé meyri en Man U. Ef það reinist rétt hjá þér Magnús að Agger verði í liðinu þá er ég mikið sáttur, frábær leikmaður og ég bara skil ekki að hann skuli ekki hafa fengið að spila meira. Eg er svoldið efins að hafa Kuyt þarna á miðjunni en málið er bara að Rafa hefur óbilandi trú á þessum leikmanni og líklega verður hann þarna eðá á kantinum. Það verður spennandi að sjá hvernig Riera fellur inn í þetta hjá okkur ég hef trú á að þetta eigi eftir að verða góður leikur hjá honum. Það verður gríðarleg stemning eins og vanalega þegar þessi lið mætast, en stæsta breytingin frá fyrri leikjum er að Liverpool vinnur 2 – 0 (Reina heldur hreinu)…

  Áfram LIVERPOOL (væri gaman að geta skrifað Liverpool með rauðu)

 25. já strákar enda var aldrei búið að gefa annað út… skrýtið að fullyrða annað þangað til hr. benitez segir það !

 26. Gleði fréttir…Gerrard og Torres verða báðir með á morgun…. eða þeir verða allavega í hópnum og það þíðir að þeir geti spilað (segir Rafa) þá þarf að endur skoða uppstillinguna…

 27. Nr 13: ÓBG.

  Ég er sammála ÓBG að trompast ef Babel byrjar ekki á morgun. Og fyrst ég er byrjaður á föstudagstrompinu vil ég að Benitez kokgleypi stolti sínu með góðu spænsku víni og taki svo sína vanabundna taktík og éti hana í eftirrétt á laugardaginn og blási til sóknar gegn Scums. Það er KLÁRLEGA ekki boðlegt að bjóða aðdáendum liðsins upp á enn eina varnarveisluna á heimavelli.

  Torres og Gerrard eiga að vera klárir í slaginn á morgun samkvæmt nýjustu fréttum, en tel það vera afskaplega fáránlegt að stilla þeim upp nema þeir séu 110% klárir. Torres og Gerrard eru það mikilvægir leikmenn að það er ekki hægt að taka séns á að meiðslin taki sig upp.

  Kæri Benitez, ég biðla til þín um að drullast til að spila sóknarbolta á morgun!

 28. Ég heyrði það einhvers staðar að Gerrard og Torres yrðu með á morgun hehehe….
  Síðustu 2 leikir á Anfield á milli þessara liða hafa unnist á frekar ógðeðslegum mörkum úr föstum leikatriðum þar sem að Liverpool hefur yfirspilað man u alveg fram að síðasta vallarþriðjungi. Þar hafa Rio og Nemanja staðið sig mjög vel gagnvart sóknarmönnum Liverpool eða sóknarmanni. Í fyrra voru þeir 2 með Torres í gjörgæslu allan leikinn, enda var hann eini maðurinn sem að þeir þurftu að hugsa um.

  Ég held að Liverpool vinni þetta 1-0 á ógeðslegu marki úr föstu leikatriði og ætli það verði ekki bara hann Keano sem að setji hann og þar með kemst hann á blað og í guðatölu á Anfield.

 29. Kárinn nr. 23: Ég er jafn ósáttur við að Babel geti ekki spilað heilann leik einsog hver annar en það virðist vera staðreind einsog er. Þess vegna finnst mér mun skynsamlegra að nota hann sem varamann sem getur breytt leikjum.
  Síðan er annað að við splæstum 11M + punda í þennan unga leikmann sem virðist ekki enn geta spilað heilan leik meðan, einsog þú bendir á, aðrir leikmenn, jafnvel yngri, geta það. Mitt innsægi bendir mér á að það kunni að vera líkamsbygging hans eða eitthvað álíka. Vonum að við höfum ekki keypt köttinn í sekknum og hann verði n.k. “late bloomer”!

 30. Ég var að fá stórfréttir frá fyrstu hendi, Torres og Gerrard verða víst með á morgun eftir allt saman 😮

 31. Nú er það klárt að Torres verður með(eins og ég sagði í koment 17 ) og einnig Gerrard. en hverjir víkja fyrir þeim Torres og Gerrard ? Ég held að Yossi B og Keane / Alonson verði á bekknum. En hvernig vilja aðrir hér á síðuni sjá liðið eftir að þeir félagar eru mættir á svæðið…..

 32. Reina
  Arbeloa – Skrtel – Carra – Dossena
  ——-Masch – Alonso——–
  Kuyt – Gerrard- Riera
  Torres

  Svo vill ég sjá Keane og Babel koma inn á í seinni ef að hlutirnir eru ekki að ganga sem skyldi. En eitthvað segir mér samt að Yossi Benayoun byrji leikinn, þá verð ég ekki sáttur!!!

 33. Olli kanski byrjar Yossi B, en er það ekki bara til að hvíla Gerrard, og ef ekkert gengur þá kemur Gerrard inná, vegna þess að Gerrard er ekki fullkomlega orðin góður.Yossi er oft þrumu góður og ef hann er í stuði á morgun þá getur hann gert margt.Samt held ég að Keane verði í byrjunarliði, vegna þess að hann gerði þann smmning að hann fái að spila mikið, en vermi bekkinn lítið, eða alla vegana er talað um það. Hvort það er satt veit ég ekki. Og að lokum 2 -0 jess jess……..

 34. Eftir að Benitez tjáði sig um það að önnur lið hefðu styrkt sig mikið og hefðu yfir miklu fjármagni að ráða, þá hef ég velt þessu dáldið fyrir mér.
  Mér finnst þetta kjánaleg nálgun hjá honum. Það eru ellefu leikmenn inná í hvoru liði. Nái stjórinn að spila rétt úr sínum spilum og búa til góða heild þá er ekkert ómögulegt. það er oftar en ekki heildin sem nær árangri frekar en 11 rándýrir snillingar. Öll lið þurfa að mætast heima og heiman. Við vitum alveg af hverju við vorum 10+ stigum á eftir sl season. Vegna þess að við náðum ekki að brjóta á bak aftur lið sem td. Man u gat síðan flengt. Við þurfum ekki endilega að vinna Man U eða Chelski til að verða meistarar. Vinna þarf þessi wannabe lið..Villa-Tottenham-p´mouth-City-Everton ofl. ofl. flengja þessi lið á Anfield og vinna þau á þeirra eigin heimavelli.
  Þetta er nú ekki flóknara en það. hætta að velta fyrir sér hvað aðrir eru að gera og einbeita sér að sínu liði.

 35. Reyndar Steinþór, fyrst þú ert farinn út á þennann ís, þá væri eflaust fróðlegt fyrir þig að reikna út stöðuna á Man.Utd og Liverpool á síðasta tímabili ef þú myndir “bara” snúa úrslitunum úr innbyrðisleikjum við. Niðurstaðan kemur þér eflaust skemmtilega á óvart 🙂

 36. Srákar við þurfum ekki að ræða um síðustu úrslit eða síðasta tímabili. Ef við þurfum að tala um eitthvað sem gerðist áður, þá er Liv sigusterkasta liðið á englandi( eiga flesta BIKARA) það er bara gott mál .Dagurinn á morgun er það sem er málið. Sammála n.o. 44 Rándýrir leikmenn eru ekki endilega það sem ræður úrslitum. Og ég hef sagt það áður og ætla að segja það einu sinni enn. Bítlarnir voru ekki bestu hljóðfæraleikarar í heimi, en þeir náðu bara svo frábærlega saman. Sem sagt” samvinna ,,,,, það er málið……

 37. Á morgni leikdags er ég ansi bjartur. Hef fulla trú á því að við vinnum United í dag! Spái því að Gerrard verði í byrjunarliði og Torres á bekknum. Einfaldlega því að að Gerrard er búinn að æfa lengur. Held að Masch og Alonso liggi aftan við hann með Robbie á toppnum.
  Koma svo…….

 38. Úff líst ekkert á liðið:The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Alonso, Mascherano, Riera, Benayoun, Keane, Kuyt. Subs: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Ngog, Torres, Gerrard, Babel. Vona að þetta fari vel !

 39. Kanónurnar á bekknum.
  The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Alonso, Mascherano, Riera, Benayoun, Keane, Kuyt. Subs: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Ngog, Torres, Gerrard, Babel.

  Þá er bara að halda jöfnu fram á 60. mínútu þá geta þeir komið inná og klárað þetta 2-0.

 40. Uss líst ekkert of vel á þetta byrjunarlið miðað við það sem við höfum á bekknum og að Agger er ekki einu sinni þar, veit einhver hvað er sagan á bakvið það??
  Vona bara að þeir sem spila nái 100% leik og við vinnum þennan leik, að það fari ekki eins og síðustu leikir á móti mu á Anfield að við ráðum leiknum en þeir sjá um markaskorunina!!
  Koma svo Liverpool.

 41. Því ekki að prufa þettað,það getur verið að leikmenn verði að spila svona ef aðrir meiðast, leikmenn verða að trúa á sjálfan sig og hana nú

 42. hvenær ætlar Keane að fara gera eitthvað af viti? :-S bíð og bíð, ekkert gerist…

 43. fyri þan peny sem rafa fékk í leikmannakaup átti hann að kaupa rafinja og Qvaresma

One Ping

 1. Pingback:

Dossena brillerar fyrir Ítali

Liverpool menn í Borgarnesi