Coach Carra?

Ég var áðan að renna í gegnum net-hringinn minn góða og rakst á mjög spennandi og skemmtilega frétt inni á opinberu síðunni.

Öll lið á heimsmælikvarða hafa þessa svokölluðu lykilleikmenn og þetta eru yfirleitt tvenns konar týpur, þó er síðari týpan í minni hugleiðingu frekar sjaldgæf. Við höfum oft dýrari leðurjakkatýpuna sem er alltaf með smjör í hárinu, sem er jafnframt markaskorarinn og hetjan sem að stuðningsmenn og leikmenn treysta á þegar illa gengur, sbr. Gerrard og Torres í Liverpool. En svo höfum við líka eitt stykki jarðýtu sem er oftast “local lad”, sem argar eins og bátsmaður út á dekki úr sér lungun á hverri æfingu og í hverjum leik. Þetta er yfirleitt mikill karakter og leiðtogi mikill, einskonar sál liðsins. Liverpool eru heppnir að hafa einn svoleiðis því svona menn finnast ekki á hvejru strái, og ég er auðvitað að tala um Jamie Carragher.
En fréttin sem ég las, svo við komum nú aftur að henni og missum ekki þráðinn hérna, fjallar um að Rafa bakki Carra upp, sem hafði sagt í nýútgefinni ævisögu sinni að hann vilji verða framkvæmdarstjóri Liverpool í framtíðinni. Ef ég ætti að velja einhvern leikmann í Liverpool síðustu ár, til að taka við liðinu innan c.a 10 ára, þá myndi ég velja Carra og ekki hika við það. Maðurinn hefur svitnað blóði fyrir félagið frá því að hann hóf sinn knattspyrnuferil og ég hef sjaldan vitað um leikmann sem er jafn “dedicated” og Carra er. En þótt menn séu góðir leikmenn þá þarf ekkert að vera að þeir verði topp stjórar, en eitthvað segir mér að Carra verði bæði.

Rafa rabbar um möguleika Carra á starfinu við opinberu síðuna:

” I think he has the qualities to be a Liverpool manager, he could be ready in 10 or 15 years.
When you have more experience you sometimes try to be just with your family and think about other things. He loves football, he enjoys playing and talks about it all the time, I think he has many good qualities.

Þó ég muni aldrei líkja Carra við Roy Keane og biðjist velvirðingar við lesendur að þetta nafn hafi ratað inn í færsluna, þá gæti þetta orðið áþekk saga hjá þeim tveimur. Nema hvað að Carra hefur leikið fyrir einn klúbb, hinn myndi aldrei tolla hjá 1 klúbb allan sinn feril. En við sjáum hvað er að gerast með Roy Keane hjá Sunderland. Hann byrjar þjálfaraferil sinn hjá þeim í 1. deildinni, kemur þeim upp á old school enskri spilamennsku og svo er hann ekkert að rífa upp pennan þegar að honum er boðinn langur samningur og góð laun, þvert á móti heldur hann bara sínum samning og er ekkert að skuldbinda sig til of langs tíma. Hann mun því væntanlega taka við af Fergie á næstu árum þegar hann hefur náð sér í næga reynslu, þarf svosem engan snilling til að sjá það.
Carra gæti farið sömu leið og held ég að það væri ráð. Menn geta náð sér í reynsluna í nokkur ár hjá smærri klúbb þar sem ekki er eins mikið í húfi og pressan minni og svo þegar tíminn er réttur þá kemur Carra gamli með kleinuhringsskegg og heldur áframhaldandi sigurgöngu klúbbsins.

Er ég úti á túni að skíta eða eru menn sammála mér í því að Carragher gæti orðið framtíðarstjóri hjá Liverpool? Ég er allavega til í að veðja við ykkur upp á 1 stk. Anfield-ferð að hann muni einhverntíman taka við liðinu.

8 Comments

  1. Það er ansi erfitt að vinna þetta veðmál við þig, nema Carra verði bráðkvaddur sem við viljum nú ekki að gerist. Get alveg séð Carra fyrir mér sem stjóra liðsins eftir ein 10-15 ár. En eitt er víst að þeir leikmenn sem myndu spila undir stjórn Carra myndu berjast til hins síðasta annars fengju þeir skóinn í rassinn.

  2. Með fullri virðingu fyrir Jamie Carragher sem er stórkostlegur leikmaður og algjörlega ómissandi fyrir Liverpool þá held ég að meðalmennskan yrði toppuð með að ráða hann sem stjóra. Sjálfur er ég Carra Fan og vildi að hann gæti spilað í 69 ár til viðbótar þá held ég að við þurfum toppklassastjóra með reynslu og hæfileika sbr. Marcelo Lippi og Fabio Capello. En það er ómögulegt að spá í framtíðina en þetta er mín skoðun.

    Áfram Carra

  3. Þú sást “eftir 10-15 ár” partinn? Gott að troða honum bara í meðalmennsku flokk stjóra meðan hann er enn að spila. 🙂
    Lippi verður 70-75 ára og Capello 72-77 ára. Viltu taka stefnuna á Hrafnistupool fc?

  4. Veit svosem ekki hvaða gagn pælingar sem þessar gera. Þú kannski finnur þessa færslu þegar Carra er búinn að taka við og segir I told you so:) Souness var nú mikið manager-material. Er þetta ekki bara leið hjá Benítez að hrósa Carra fyrir karakterinn sem býr í honum?
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  5. tilgangurinn í þessari grein/pælingu var bara að varpa ljósi á þetta mál, svo einfalt er það.
    en ívar, við skulum bara rétt vona að kop.is verði enn við lýði þegar að carra tekur við 😉 þá kemur “i told you so” færslan…

  6. Já Olli það var ekkert eins og hann skorti eitthvað vinsældir hjá okkur!!

    Verst finnst mér með þessa kana að það lítur út fyrir að Carra sé að segja nokkurnvegin hárrátt frá þeirra hugmyndum, peningagræðgi og ekkert annað, samt ekkert óvænt þar sem þessir kappar vissu ekki JACK SHIT um fótbolta þegar þeir keyptu klúbbinn (hafa svo sannað það).

    Helst myndi maður vilja að bölvaðir kanarnir selji klúbbinn sem fyrst og komi út í feitum mínus, þeir eiga svo sannarlega ekki skilið að græða fleiri hundurð milljón pund á þessum viðskiptum, 1 pund væri sanngjarnt, semsagt 50 pens á mann.

  7. Ég held að Carragher eigi eftir að byrja með Cardiff og koma þeim upp í úrvalsdeild og vinna FA.Cup og koma þeim í 8.sæti og þá er árángur hans náður og hann fer að leita til Liverpool og byrjar sem Assistant Coach og verður síðan eftir 2-3 ár tekur hann við Liverpool og gerir okkur að Englandmeisturum 5 ár íröð Meistaradeildina 4í röð,FA.Cup 3,samfélgasskjöldin 3 Leagur Cup 3 og verður þar með mest elskaði leikmaður og þjálfari fyrr og síðar og má líka nefna sigursælasti þjálfarinn :D:D:D:D:D:D

Derhúfuhlé

Dossena brillerar fyrir Ítali