Eigendamál

Það var hrist heldur betur upp í knattspyrnuheiminum þegar lið Manchester City var keypt rétt fyrir lok félagaskiptagluggans. Sitt sýnist hverjum og hafa skapast líflegar umræður um það hérna á síðunni okkar undir skemmtilegum pistli hjá Babu. Ég ætla mér ekki að fara nánar út í þetta City ævintýri, heldur hef ég verið að velta hlutunum fyrir mér þegar kemur að félaginu okkar, Liverpool FC.

Hvað er best í stöðunni fyrir okkur? Mín skoðun er alveg skýr og hefur verið það lengi. Ég vil fá þá Gillett og Hicks út og sem lengst frá félaginu okkar. Fyrir mér snýst þetta ekki um peningaskortinn sem slíkan, þá á ég við þann skort á fjármunum til að keppa um stærstu bitana á markaðnum. Þetta snýst um framkomu og svo skuldsetningu. Þeir “félagar” komu inn með fögur fyrirheit og sögðu flest réttu orðin þegar þeir keyptu félagið. Þeir ætluðu ekki að steypa félaginu í skuldir, þeir ætluðu að byrja á nýjum leikvangi strax, þeir ætluðu að setja talsvert fé í leikmannakaup og síðast en ekki síst þá ætluðu þeir sér að fara “The Liverpool Way” að hlutunum. Það er aðeins eitt af þessu sem þeir hafa ekki brotið og það er það þegar kemur að leikmannamálunum (þó svo að eflaust einhverjir vilji deila um það). Þeir hafa í sinni tíð pungað út fyrir leikmönnum eins og Torres, Babel, Mascherano, Skrtel, Dossena, Keane og Riera. Það er alveg slatti í fötu.

Þeir hafa þó skuldsett félagið mjög og er talið að afborgun af þessum skuldum sé um 30 milljónir punda á ári. Það væri svo sannarlega hægt að kaupa ágætis leikmann fyrir þá fjárhæð. Þeir hafa þvælt fram og aftur þegar kemur að vellinum. Byrja á því að endurskipuleggja hann með miklum tilkostnaði, en fatta síðan seint og um síðir að þannig yrði hann of dýr. Svo var honum breytt aftur til að kostnaður yrði viðráðanlegri, en það kom ekki að sök, enn og aftur verður hlutunum frestað og nú er talsvert fjármagn, sem var búið að lofa í verkið, að hverfa af borðinu. Einna verst er þó framkoma þeirra kumpána í fjölmiðlum og þetta innherja stríð á milli þeirra tveggja. Klinsman fíaskóið, Parry fíaskóið, DIC fíaskóið og bara almennt fjölmiðlafíaskó. Þetta er eins langt frá því að vera “The Liverpool Way” eins og hægt er. Þetta félag hefur ávallt haldið hlutunum innanhúss og ekki básúnað um allt og ekkert í fjölmiðlum, heldur hafa mál verið leyst með góðu eða illu á bakvið luktar dyr.

En hvað er til ráða? Jú, út með þessa menn og það sem fyrst. Staðan væri erfiðari ef enginn kaupandi væri klár í startblokkunum, en sú er ekki raunin. DIC hafa aldrei misst áhugann. En af hverju DIC? Viljum við annað City ævintýri (eins og það lítur út fyrir að verða miðað við yfirlýsingar í fjölmiðlum)? Nei, það vil ég klárlega ekki. Væntingar mínar til DIC væru þær að þeir myndu rífa þessa skuldsetningu af félaginu. Þeir gætu fjármagnað byggingu á leikvanginum með hægri hendi og fengið það fjármagn tilbaka til framtíðar litið. Það myndu væntanlega koma um 30 milljónir punda til leikmannakaupa sem annars fara í afborganir af lánum þeirra USA bræðra. Af því sem ég hef lesið mér til um DIC, þá virðast þar vera á ferðinni þrautreyndir rekstrarmenn með gott “sens” fyrir ímyndarmálum og markaðssetningu almennt. Það hefur skort gríðarlega hjá Liverpool FC. Síðast en ekki síst þá myndi yfirtaka þeirra ekki bara þýða að Gillett og Hicks færu sem lengst í burtu frá félaginu, heldur myndi þetta væntanlega þýða brotthvarf Rick Parry, sem ég tel vera kominn á algjöra endastöð hjá liðinu. Ég vil ekki sjá DIC henda endalaust af peningum one way í leikmannakaup, en það er svo margt annað sem þeir gætu bætt. Því krossa ég fingur og vona það besta, en reyndar býst við því versta.

52 Comments

 1. Þarna lýsir þú auðvitað þeirri leið sem ég held að flestir myndu sætta sig mjög vel við miðað við stöðu enska boltans í dag.
  H & G eru líklega búnir að skíta of mikið upp á hnakka til að vinna aftur traust poolara.
  Þeir eru líklega búnir að skuldsetja klúbbinn meira en þeir ráða við svo hægt sé að reka hann sómasamlega í náinni framtíð.
  o.s.frv.

  100 sammála, góður pistill og ef þetta gengur upp þá skal ég fá mér Carling og Carsberg (tvö rör bara) samtímis til að fagna því.

 2. Flottur pistill og ég er algjörlega sammála honum. Vil þessa Kana út og það sem fyrst. En miðað við þvermóðsku þeirra og innri vandamál… þá er ég svo rosalega hræddur um að ekkert gerist.

  Mér þykir óhemju vænt um félagið mitt… og vil að því vegni vel. Tel að G og H ættu að sjá amerískan sóma sinn í því að selja.

  Áfram Liverpool!

 3. Sammála mörgu þarna, en hvar vilja menn setja mörkin í hversu mikla peninga þeir DIC menn ættu að setja í leikmannakaup ef þeir myndu nú kaupa klúbbinn. Þú segist ekki vilja sjá þá moka einhverjum hrúgum af peningum í leikmannakaup en hvar eiga mörkin að vera.
  Segjum sem svo að Benitez vildi fá hægri kantmann sem í framhaldi af áhuga fjársterkra aðila yrði umsvifalaust hækkaður um helming í verði. Eiga menn þá að hugsa “Hmm, við eigum skítnóg af peningum og gætum auðveldlega keypt hann en það er ekki nógu mikið The Liverpool Way að eyða svona miklum peningum, kaupum heldur einhvern annan ódýrari”.
  Held ekki. Hugsa að menn verði bara kátir með það ef að Benitez myndi allt í einu geta keypt hvaða leikmann sem hann vildi fá burtséð frá verðmiðanum.

  • Þú segist ekki vilja sjá þá moka einhverjum hrúgum af peningum í leikmannakaup en hvar eiga mörkin að vera.

  Er þau ekki nokkurnvegin að framtíðarstefnan verði á þá leið að klúbburinn geti nokkurvegin staðið undir sér í stað þess að treysta bara á budduna hjá eigenunum og alls ekki eins illa og t.d. Chelsea og líklega Man City. Það þarf að eyða slatta til að gera klúbbinn þannig, þ.e. halda honum í toppbaráttunni og byggja mikið stærri völl, en samt ekki missa allt jarðsamband við raunveruleikann og ekki skuldbinda hann með einhverjum rugl risa samningum við meðalgóða leikmenn.
  Rugl risa samningur við meðalgóða leikmenn er t.a.m. að láta Robinho fá sín % af 32.5 m.p kaupverði og síðan 160 þús pund á viku í 4 ár.

 4. Mjög flottur pistill og ég er virkilega sammála honum.
  Held að það séu nánast ekki til Liverpool aðdáendur sem myndu vilja halda þessum Bandaríkjamönnum enda hafa þeir látið eins og fífl. Vissulega keypt góða menn eins og kemur fram í pistlinum en það er bara ekki nóg. Hef áhyggjur af klúbbnum með þá fremsta í flokki. Skuldsetning, samstaða, bygging nýs leikvangs og framtíð er það sem maður hefur áhyggur af með þá innanborðs.

  Víst að DIC virðast þeir einu sem hafa nægjanlegan áhuga og fjármagn til að kaupa klúbbinn þá bíð ég þá bara velkomna.
  Ég reyndar trúi því að innan tveggja vikna verði þeir orðnir eigendur því G. og H. virðast hreinlega ekki hafa bolmagn í að halda þetta út.
  Í síðasta lagi í Des. gefast þeir upp 😉

  Mikið rosalega væri gaman að koma þessum eigendamálum frá. Byrja á nýjum og flottum leikvangi ásamt því að sjálfsögðu að fara að vinna fleiri titla 😉

  kveðja,
  Hartmann

 5. Ég er sammála þessum pistli að öllu leyti. Mér finnast þessir menn þó ekkert hafa verið að standa sig neitt sérstaklega glæsilega hvað varðar leikmannakaup, en eins og SSteinn segir, þá má líklega deila um það.

  Það er verið að spyrja um hversu mikla peninga mætti setja í klúbbinn, t.d til leikmannamála, áður en það væri komið út í vitleysu (sbr. City t.d). Það er held ég ekki til neitt eitt einfalt svar við því, en hugsanlega mætti hafa til viðmiðunnar að klúbburinn fengi þá fjármuni til baka, á x mörgum árum. Menn geta vel gert fjárhagsáætlun til lengri tíma. Í byrjun þyrfti kanski að kaupa fyrir upphæðir sem mörgum myndi finnast háar, en til lengri tíma litið þá myndi það kanski skila sér í tekjum. Liðið yrði þekktara og vinsælla út í heimi sem svo skilaði aftur tekjum. Ef við héldum áfram að styrkja okkur innanfrá, þá myndu svona “ofurkaup” minka með tímanum, og markmið allra hlýtur að vera að ná sem lengst, og eyða sem minnst. Einhversstaðar þarna á milli er fín gullin lína sem flestir eru að reyna að dansa koma auga á. Þetta vita sjálfsagt flestir og ég ætla ekkert að þykjast vera að kenna nein geimvísindi hérna. Svona lítur þetta út fyrir mér. Það er vel hægt að fara Liverpool leiðina í þessu, en það er hugsanlegt að það þyrfti að styrkja liðið talsvert til að leggja inn í bankann til lengri tíma.

  Góða helgi drengir… Carl Berg

 6. Maður er orðinn alveg hrikalega leiður á því hvernig Parry og fleiri í kringum klúbbinn eru að lifa í fortíðinni. “Liverpool Way” er það ekki bara líka partur af fortíðinni???
  Ég vil sjá einhvern kaupa liðið sem byggir klúbbinn upp sem fyrirtæki, vörumerki og síðast en ekki síst sem knattspyrnulið. Mann grunar, miðað við velgengni DIC, að þeir gætu verið menn í að framkvæma það.

 7. Mörg góð komment komin, en ég hélt ég hefði útskýrt “The Liverpool Way” Óskar. Það var fyrst og fremst meint um það hvernig menn haga sér til að mynda í fjölmiðlum og þeim sirkus sem þar er í kring. Þ.e. að leysa málin innan félagsins í stað þess að vera í fjölmiðlum að þrasa. Af hverju á það að vera hluti af fortíðinni? Þetta “The Liverpool Way” er ekkert í mínum huga sem ætti að koma í veg fyrir að byggja upp vörumerki og slíkt, heldur fyrst og fremst hegðunarmynstur hjá stjórnendum félagsins.

  En annars sammála Babu, Manna, Carl Berg og fleirum hér að ofan. Mörkin dreg ég við að klúbburinn verði sjálfbær og til að mynda þessar 30 milljónir punda sem fara í afborganir væru stór og góður biti sem hægt væri að nota í leikmannakaup.

 8. Fínn pistill og ég er sammála flestu. En eitt er þó ljóst að Benitez þarf að gera atlögu að titilinum á þessu tímabili. Mér sýnist því miður að hann sé farinn að afsaka sig strax. Það gengur ekki og verður aldrei “the Liverpool way”. Það er krafa að stjórinn sýni framför í PL á tímabilinu ég krefst ekki titils en atlögu. Síðan er Benitez ekki alveg saklaus varðandi ólguna í klúbbnum og á stundum hefur hann verið að ögra mönnum jafnvel egna þeim saman. Það er heldur og hefur aldrei verið stefna Liverpool. Það þýðir ekki að vera í fýlu og kenna öðrum um. Ekki misskilja mig Rafa er einn hæfasti stjórinn í dag og hefur skilað flottu starfi en nú þarf að stíga skrefið til fulls og taka meiri áhættu í leik liðsins. Go for it í sumum leikjum og það gæti skilað fleiri stigum þegar upp er staðið.

 9. Fyrir mér er það nauðsynlegt að innherjamál félagsins séu ekki lekið í fjölmiðla til að hægt sé að reka klúbbinn án þess að það verði ekki eins og góð sápuópera. Hicks og Gillett hafa verið á salerninu þegar “Liverpool Way” var útskýrt fyrir þeim.

 10. Góður pistill og gott að sjá hvað allir eru sammála um að kanarnir megi fara til helv… . Tek undir með Hödda Magg. Benitez þarf að gera alvöru atlögu að titlinum á þessu tímabili og sýna einhverjar hreðjar við það.
  En og aftur virðist mér að þær skorti hjá honum og kemur það bæði fram í uppstillingu (taktík) og innáskiptingum. Þetta tvennt er það sem mér hefur löngum sýnst að helst orki tvímælis hjá Kallinum í brúnni.
  Það er nú þannig

  YNWA

 11. Tek undir með þeim sem hafa skrifað hér í kommentum, pistillinn er góður og byggir á hugmyndum sem ég tel heppilegar fyrir félagið. Þó hægt sé að skilja sem svo (á kommentum mínum við hina eigendafærsluna) að ég sé í vinstrigrænni herferð gegn peningaflæði í boltann, þá er það ekki svo. Ég er alveg til í að fá eigendur inn sem ég geta eytt pening í klúbbinn. En þá einmitt á þeim forsendum að þessa peninga verði hægt að fá tilbaka. Að einhver hugsun sé að baki kaupunum, önnur en sú að eyða bara glórulausum upphæðum í allar áttir af því eigandinn eigi svo mikið hvorteðer. Mér finnst þónokkur munur á þessu tvennu. Fjársterkir eigendur sem vilja búa til góðan rekstur í kringum klúbbinn, eða fjársterkir eigendur sem vilja bara leika sér við að eyða eins miklum fjármunum og þeir geta.

  Hver hefur svosem gaman af því að fylgjast með öðrum ofdekruðum krakka brussast með það leikfang sem manni þykir einna vænst um? Mér liði svolítið eins og ég væri að horfa á einhvern annan riðlast á kærustunni. Guð hvað ég vona að hún lesi þetta ekki.

 12. Það kom að því að við urðum sammála um eitthvað Toggi 🙂 (broskallinn bara fyrir þig)

 13. Það er einmitt málið að það getur verið asskoti þunn lína sem skilur að réttlætanleg ofurkaup og silly ofurkaup (a la Robinho). Held að við getum sett kaupin á Torres í flokkinn réttlætanleg ofurkaup og ekki mikið hægt að kvarta yfir þeim kaupum.

  Ef við værum hinsvegar komnir nokkur ár fram í tímann og DIC búnir að kaupa klúbbinn, búnir að koma stöðugleika á fjármálin og nýji völlurinn á full swing. Man City eru þá búnir að bjóða rugl upphæð í nýjustu stjörnuna frá Brasilíu en DIC stinga undan þeim síðustu stundu og kaupa leikmannin á mun hærra verði.

  Komi leikmaðurinn til með að standa undir væntingum ,blómstra með liverpool og hafa úrslitaáhrif á það að liðið vinnur titilinn það árið verður ekki nokkur maður sem kvartar yfir því að of mikið peningaflæði sé komið í klúbbinn.

  En ég er kannski að fara fram úr sjálfum mér með þessum pælingum.

 14. Ég hef sterka trú á því að DIC kaupi félagið á næstu mánuðum. Það þarf ekki mikið til að allt fari í bál og brand aftur milli eigenda og stjórnenda liðsins og eigendurnir myndu ekki þola slíkt. DIC virðast vera besti kosturinn sem eigendur. Þeir eru Liverpool menn nú þegar og mæta reglulega á leiki, virðast hafa einhvað vit á fótbolta og síðast en ekki síst eiga nóg af peningum.
  Hins vegar er spurning á hvaða forsendum þeir koma inní klúbbinn, til þess að auglýsa sjálfan sig, vilja sjá klúbbinn sinn í fremstu röð og byggjan upp sem fyrirtæki sem getur rekið sig. Það skiptir miklu máli í þessu að þeir eru Liverpool aðdáendur nú þegar, maður hefur einhvern veginn á tilfinninguni að þá verða hlutirnir gerði af viti.

 15. Sammálla Hörður (10), ömurlegt að hlusta á þennan uppgjafartón í Benitez, (nema þetta sé e-r dulbúin sálfræðikænska til að klekkja á andstæðingnum, eins og sumir vilja halda fram). Það er augljóst að Benitez hefur ekki alltaf fengið sínu framgengt í leikmannakaupum og ef stuðningur stjórinnar og fögur fyrirheit í leikmannakaupum hefðu gengið eftir væri kallinn eflaust sáttari, sem og stuðningsmenn liðsins.
  Mikið ósköp er ég samt kominn með leið á þessu væli og stöðugu afsökunum í honum. Stundum er eins og það vanti hreinlega allan metnað og hungur í Benitez. Það má alltaf velta fyrir sér hvernig hlutunum væri háttað ef Benitez hefði fengið þá leikmenn sem hann vildi í staðinn fyrir að þurfa sætta sig endurtekið við annan eða þriðja kost. Staðreyndin er samt sú að Benitez er með frábært lið í höndunum, eitt það besta á Englandi og vafalaust besta sóknarmanninn og miðjumanninn í deildinni að mínu mati. Nú er það hans að mótivera liðið og gera almennilega atlögu að titlinum, en ekki fara út í horn að skæla.

 16. er eitthvað í spilunum sem að bendir til þess að DIC séu enn áhugasamir um það að kaupa félagið?

 17. Það er alveg með ólíkindu að jafn reyndur stjóri og Benitez er að hann skuli láta hafa þetta eftir sér. Sú var tíðin að Rela Madrid keypi allt sem hreifðist en engir voru tittlarnir og allar stjörnurnar náðu ekki að vinna sem ein heild. Ég er sammála þér Hörður Magg að það þarf að gera atlögu að titlinum, en ég er líka jafn viss um að svona ummæli um að ekki sé hægt að keppa um titla vegna fjárskorts eigi ekki heima í Liverpool og ef þetta er rétt haft eftir Benitez þá er ég jafn viss um að því verður ekki tekið þegandi hvorki af stuðningsmönnum né eigendum LFC. Engin skildi efast um hæfileika Benitez sem stjóra, en það að vera stjóri hjá jafn stóru félagi og Liverpool, þíðir líka að viðkomadi þarf að kunna að koma fram og segja réttu hlutina á réttum tíma. Ég er algerlega viss um að Alex Ferguson myndi ALDREY láta svoan nokkuð frá sér fara. Mér finst alveg álita mál hvort knatspyrnustjóri sem lætur hafa svona eftir sér sé yfir höfuð hæfur til að stjórna jafn stóru félagi og Liverpool. Og svo er annað að ef DCI gera tilboð í Liverpool og því yrði tekið þá væri þeirra fyrsta verk að láta Benitez far, og innst inni vona ég að það verði úr.

 18. Athugið að það er vel hugsanlegt að með þessum ummælum Benites að hann sé að leggja sín lóð á þær vogaskálar sem vilja DIC inn og kanana út. Hann er einungis að benda(þeim) á að undir þessum eigendum þá mun Liverpool ekki ná alla leið. M.ö.o. þá er þetta bara hluti af taktík sem nauðsynleg er til að ýta málum rétta leið.

 19. Já vonadi kaupa DIC og Benitaz missir vinnuna ég hef ekki trú á að þeir vilji hafa hann, held að The Spesial one sé þeirra maður…

 20. Sammála þessum góða pistli Steini.
  Hef verið hálf út úr tölvusambandi og því ekki alveg náð að kommenta í kjölfar City málsins fyrr en nú.
  Mig langar fyrir það fyrsta að benda mönnum á að vissulega vorum við glaðir að fá Hicks og Gillett. En ansi margir hér stigu varlega til jarðar í því að reikna með því, og vilja, fá inn gæja með botnlausa vasa. Það er þeirra eini vandi út á við örugglega.
  En inn á við er vandinn sá sem Steini er að lýsa. Brotin loforð og endalaus frestun á vallarmálinu er að gera allt vitlaust úti í Liverpool. Það sem Höddi er að segja um Rafa er líka margt til í. EN. Höddi, þú veist að ef að þú ert fúll með ástandið í fyrirtækinu lætur þú heyra í þér. Ef t.d. að Stöð 2 Sport væri að reyna að fá Adolf (ekki neinn hlátur takk) í starfið ÞITT, er viðbúið að þú myndir hlaða mennina lofi og treysta þeim fullkomlega???
  Ég er sannfærður um það að Benitez treystir Hicks, en alls ekki Gillett og Parry. Hvernig myndum við bregðast við því, þegar t.d. Parry býr til OPINBERA yfirlýsingu um það að Gareth Barry væri of dýr, ca. 30 klukkustundum eftir að við hefðum gefið út að þann leikmann vantaði í liðið?
  Þegar maður talar við hinn almenna LFC aðdáanda úti tala þeir mikið um það að Rafa sé að vinna með hagsmunum félagsins og aðdáenda gegn vitleysunni í H & G og rottunni Parry. Þeir hafa orðið vitni að endurbyggingu félagsins á tíma Rafa og fylgjast með efnilegum mönnum á leið upp og heyra stjórann lýsa stöðugri aðdáun á þeim, borginni og lífsstílnum. Við “sófaaðdáendurnir” ættum að mínu viti að lesa meira af staðarblöðunum og gera okkur far um að ná spjalli á pöbbunum, ekki bara á leikdag þegar við erum úti.
  Staðreyndin er sú að við lesum of mikið af suðurfréttunum, Sky, TeamTALK, Daily Telegraph, sem mörg hver eru ansi glöð með að lýsa neikvæðum fréttum úr norðrinu. Bætum svo við Evertonmanninum Andy Gray sem líður ALDREI betur en þegar hann getur nítt niður Liverpool og þá er hættan sú að við missum okkur í að hugsa neikvæðar en ef við spáðum aðeins meira í bakgrunninn.
  Því þar liggur stærsta H & G. “The Liverpool way” er fyrst og fremst sú að skilja að Liverpool Football Club ER LIÐ FÓLKSINS

 21. Afsakið gerði mistök, framhald pistilsins…….
  ER LIÐ FÓLKSINS í Liverpoolborg. Sama hvað Bluenose-s*****s segja. Lið sem sækir sögu sína og sigra í bakgrunn verkamannanna sem ennþá eru stór hluti aðdáenda og beinlínis uppruni borgarinnar.
  Ég virkilega held að lið eins og verið er að búa til í Manchester núna og áður í London einfaldlega væri HALLÆRISLEGT á Anfield og í Liverpoolborg.
  Mín eina von með DIC er að einn aðalmaðurinn þar er seasonticketholder á Anfield og hefur lengi verið, ég bind vonir við það að hann skilji félagið og átti sig á að jarðýtustarfsemi eins og nú er í gangi á Middle Eastlands myndi ekki virka.
  Ég veit ekki hvort G & H skildu þetta ekki, eða eru einfaldlega of þrjóskir, eða of blankir til að vinna á þennan hátt.
  En ég virkilega segi “The Liverpool way or no way”. Ég verð þá bara að vera gamaldags og hallærislegur í augum einhverra, enda að verða arfagamalt rör!!!!

 22. Valli kemur einmitt með það sem ég hef verið að sega undanfarin ár, stjörnur ná ekki samann. Meðal leikmenn og kanski rúmlega það geta náð betur saman vegna þess að þeir eru ekki eigingjarnir, og ég er alls ekki að missa mig út af þessum leikmannahóp sem við höfum. Í dag erum við með betri leikmenn en í fyrra, og með þá leikmenn sem við höfum verið með undir stjórn Rafa, höfum við verið mjög framalega í meistaradeildini. En það vantar einhvern neista í úrvalsdeildini, sem mér finnst skrítið, miða við meistaradeildina, en kanski er Rafa loksins búinn að læra á ensku úrvalsdeildina….Vona það..

 23. mjög góður pistill eins og vanalega á þessari síðu 😉 persónulega þá hef ég ekki mikið álit á eigendur liverpool, eða stjórnin sem er bakvið Benitez fynnst hún ekki vera standa undir væntingum :S

  Svo er annað mál með þessi leikmannakaup ég er ekki að fara sjá liverpool eyða 100-150 milljónum punda á einu bretti við yfirtöku. við erum komnir með flottan hóp og þyrftum kannski 3-4 stór nöfn, myndi segja að við þyrftum sárlega hægri bak og hægri kant þessar stöður yrðu kannski í kringum 30-40 í heildinna og svo vinstri bak og vinstri kant á svipað. værum kannski að eyða 70-90 milljónum punda fyrsta árið svo yrði þetta 1-2 nöfn á ári þar sem þetta væri í kringum 50 milljón pund í heildinna, Chel$$$$ og man utd voru ekki að eyða gífurlegum peningum í ár í leikmannakaup þannig sé ég liverpool eftir 2-3 ár eftir yfirtöku. þannig að með nýjan völl og engar skuldir þá sé ég allveg að liðið geti orðið skálfbært í rekstri.

  svo er líka liverpool liðið með talsvert betri mannskap en C$$$$$$$$ þegar þeir lentu í yfirtökunni. þeir eru 2 eftir frá því Abra ka dabra tók við þeim á 5 árum sem eru að spila í liðinnu, Lampard – terry.

  hjá okkur sé ég framtíð í reina – agger – skrtel – carra – macherano – gerrard – alonso – torres – keane – babel plús 4 svo eru hinir flottir backup 🙂 plús ætla ekki að dæma dossena – degen – riera allveg strax 🙂 hvað fynnst ykkur um mína skoðun?

 24. Hvað var allur þessi mannskapur að gera í undanförnum leikjum? Þessi margumrædda hryggsúla liðsins? Að vísu vantaði Masc en hinir voru fyrir hendi en voru ekki að spila eins og tilvonandi meistarar í PREM! Mér finnst vanta eitthvað hjarta, einhverjan sannan Liverpool anda í liðið. Hélt að það myndi nást með komu litla mannsins við hlið Benites en svo virðist ekki…ennþá. Okkur vantar neistann…..ekki endilega leikmennina….eða hvað?

 25. Það er eitthvað sem deyr innra með mér þegar fólk oftúlkar hvert orð sem Benitez segir og vill fá Mourinho inn í staðin.

 26. Voðalega eru menn eitthvað að tala um hversu mikla peninga DIC eiga a setja í leikmanna kaup ef af þessari sölu verður. Þeir eiga bara að setja það mikla fjármuni í þetta þannig að liðið verði samkeppnis hæft. Við höfum aldrei geta kept um stæðstu bitana ef hin félögin eru líka eitthvað að spá, fyrir utan Torres, hann var sennilega eina ástæðan fyrir því að hann var keyptur, því Liverpool var eini klúbburinn sem hann vildi fara í.
  Svo er það með G & H, held þeir séu of vitlausir til að selja. Þeir fóru út í eitthvað sem þeir réðu ekki við og núna er tíminn til selja ef það er einhvern tíma rétti tíminn til að selja.
  Vonandi verða bara einhverjir með nógu djúpa vasa sem geta lyft Liverpool á þann stall sem þeir eiga að vera á.

 27. Gleymdi einu. Með þessari þróunn sem er núna í gangi þá verðum við í baráttu um ufea sæti á næstu leiktíð. Man City, tottenham, Villa eru að styrkja sig mun meira heldur en við. Þótt við séum með sterkari grunn í liðinu þá á það eftir að breytast fljótt ef G & H fara ekki að standa við loforðin.

 28. Hef verið að velta einu fyrir mér. Þetta félagsskiptakerfi í fótboltanum er alveg út í hött.

  Frá sjónarhorni leikmanna það er. Sú hugsun að menn skuli keyptir og seldir milli liða og að lið fái greitt fyrir leikmenn er eiginlega bara fáránleg.

  Robinho var óánægður í vinnunni sinni. Ég skil hann vel, hef upplifað slíkt og langaði að skipta um vettvang. Ég skipti yfir á annan vinnustað sem ég var mjög ánægður með að komast á og þar með lauk samskiptum mínum og fyrrverandi vinnuveitanda.

  En Robinho sem var búinn að finna sér nýjan vinnustað sem hann langaði að vinna á, vinnustað þar sem honum buðust ákjósanleg laun, góð fríðindi og áhugaverðir vinnufélagar með gífurlegan metnað til að vera á toppnum í sínum geira. En hann gat ekki farið þangað vegna þess að hann var “SELDUR” á annan vinnustað.

  Ég veit ekki með Robinho en ég hefði orðið alveg brjálaður!

  Og nú sé ég það sem ég taldi áður vera vanhugsuð ummæli Sepp Blatters um Ronaldo og Man Utd. í nýju ljósi. Starfsmanni líður illa í vinnunni, vill skipta en fær það ekki. Ætli þetta myndi líðast einhversstaðar annars staðar? Maður hefur séð lykilstarfsmenn bankastofnanna skipta eins og ekkert væri, og þar eru nú umtalsvert meiri hagsmunir í húfi heldur en í boltaleik. Þeir þurfa bara að bíða í ákveðinn tíma á milli starfa.
  Ég hef reynt að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum réttlæti það að ef starfsmaður skiptir um vinnustað að þá verði að borga fyrrum vinnuveitenda hans mun meira fyrir að fá hann í vinnu heldur en honum sjálfum. Ég hef reynt að sjá fyrir mér að skipta um vinnu og fengi aðeins hærri laun en á fyrri vinnustað, en gamli atvinnuveitandinn fengi ENNÞÁ meira heldur en ég fyrir starfskrafta manns.

  Ég yrði alveg brjálaður!

  Spái því að í framtíðinni munu lið ekki komast upp með þetta. Bestu leikmennirnir munu láta á þetta reyna og munu hafa sigur úr býtum. Þeir muni semja á sínum forsendum við þau lið sem þeir vilja semja við, með uppsagnarákvæðum.

  Eðlilega.

 29. Kommentið að ofan tengist afar óbeint efni pistils SSteins. Ef leikmenn gætu samið sjálfir þá breytist allt business-case í enska boltanum.

  Ætlaði að kommenta þetta við annan þráð en ruglaðist… sorrý SSteinn.

 30. Eitt sem ég vil koma inná, það er þettað með peninga málin. Menn segja að Rafa hafi ekki getað keypt menn sem hann vill kaupa, vegna að hann fær ekki peninga hjá G&H. Hvaða menn eru það sem hann er að sækjast eftir, eini maðurinn sem þettað virðist snúast um er Barry, hverjir eru aðrir sem Rafa er að spá í. Varla snýst þettað um einn mann (barry), hann breytir ekki öllu, og að það þurfi fleiri og fleiri umræður um að Rafa fékk ekki að kaupa umræddan leikmann er ekki ástæða að gera svo mikið mál. Er ekki þettað bara stormur í vatnsglasi.Getur einhver sagt mér, til hvers Liv er að fá 17 ára miðjumann að láni, ég hélt að við værum með nóg af miðjumönnum bæði í varaliðinu og aðal. Unglingarnir hljóta að fara að streyma inn í aðalliðið, og þar leynast kanski stjörnur.. Hver veit…

 31. Annað sem ég gleymdi er það að það virðist ekki heillavænt að kaupa menn sem eru no 1 í meðalliði.(samanber Keane sem er ekki að sýna neitt, vona samt að hann fari að gera eitthvað). þá er betra að fá óslípaðan demant og fá hann til að brillera (eins og Maschrano). það er bara svona.

 32. Daði (30), ég skil eiginlega ekki alveg kommentið þitt. Í fyrsta lagi, ertu að segja að Robinho hafi verið seldur án þess að fá neinu um það ráðið? Sölur milli knattspyrnufélaga hafa margoft strandað á því að leikmaðurinn vill ekki fara í það lið sem ber víurnar í hann. Af hverju ætti hann ekki geta sagt “nei” við Man City? Ég held að það sé nokkuð augljóst að launin réðu úrslitum. Miðað við umræður síðustu daga í fjölmiðlum, á netinu og hérna á spjallinu held ég að flestir séu sammála um það.
  Í öðru lagi, þá finnst mér dáldið mikil einföldun að líkja starfi knattspyrnumanns við starf bankamanns, enda er starfið í eðli sínu mjög frábrugðið, þ.e ég get ekki séð neina aðra samsvörun með fótboltamanni og bankastarfsmanni, nema að þeir eru báðir launþegar. Fóboltamaðurinn gerir samning við vinnuveitenda sinn sem hann ber að virða yfir ákveðið tímabil, nema sé komist af samkomulagi um annað eins og t.d sölu eða lausn undan samningi. Bankastarfsmaðurinn er ef til vill lausráðin eða fastráðinn eftir hentugleika. Ég veit ekki hvernig ástandið væri ef fótboltamenn gætu hagað sér eins og bankastarfsmenn, þ.e sagt upp ef þeir eru óánægðir og leitað annað. Held að það yrði algjört fíaskó ef sú yrði raunin. Menn að skipta um lið eins og nærbuxur, með þvílíkt tangarhald á þjálfara, eigendum og stjórn. Ég bið til Guðs um að sú verði ekki raunin í fótboltanum.
  “Maður hefur séð lykilstarfsmenn bankastofnanna skipta eins og ekkert væri, og þar eru nú umtalsvert meiri hagsmunir í húfi heldur en í boltaleik”. Er það virkilega? Er þetta ekki eins og að bera saman epli og appelsínur.
  Að lokum, það að líkja sölu á knattspyrnumönnum nú til dags við þrælahald líkt og Sepp Blatter gerði er gjörsamlega út í hött og ekki svaravert.

 33. gæti ekki verið meira sammála þér, hreinlega öllu sem þú segir, mjög góður pistill!

 34. Hvað varðar samningsmálin; þá tíðkast náttúrlega oft í hörðum samkeppnisrekstri að setja inn svokallaðar no-compete-klausur í ráðningarsamninga; þ.e. að starfsmenn sem ráða sig hjá ákveðnu fyrirtæki skuldbinda sig til þess að vinna ekki hjá samkeppnisaðila innan X ára fari svo að þeir segi upp starfinu. Ef samningar hjá knattspyrnumönnum ættu að breytast í hefðbundna launasamninga gæti maður ætlað að slíkar no-compete klausur gætu orðið fjötur um fót – þ.e. að þær kæmu inn í samningana og þá á þá leið að ef Fernando Torres, sem dæmi, segir upp starfi hjá Liverpool, þá geti hann ekki starfað hjá samkeppnisaðila (sem væri hægt að skilgreina sem öll knattspyrnufélög í Evrópu), í tvö ár frá lokum uppsagnarfrests. Sem væri svolítið skrýtið, eða hvað…?

 35. LFC er að dragast aftrúr í leikvallarmálum og aðbúnaði vara og yngri liða.
  LFC er er klárlega staðnað í markaðsmálum.
  Rick Parry er klárlega staðnaður í starfi og í einkennilegri stöðu gangvart bæði Benites (á köflum) og eigendum sem eru greinilega í sjálfskaparvíti í peningarmálum með félagið. Fyrst og fremst þetta gerir það að ekki nást þau skref sem þarf til að tryggja samkeppnishæfni LFC við önnur ensk lið í framtíðinni.
  Það jákvæða í dag er að leikmannahópurinn er alltaf að styrkjast(þrátt fyrir “peningaskort”) og við erum með klárasta stjórann í starfi að mínu mati plús að Sammy Lee er kominn aftur. Auðvitað vonar maður að Liverpool verði þar sem þeir eru á töflunni út tímabilið en það er sérstaklega erfitt með inbyrgðis deilum 3-4 manna sem virðast ekki vera sammála um marga hluti síðustu misseri. ÚT með amerikanana og Parry sem fyrst og þá sjáum við kannski framfarir til lengri tíma, hverjir sem eigendurnir verða því ég held að stjórnun LFC geti varla verið verri en hún er í dag…..utan vallar !!

 36. Stefán #36, Robinho samþykkti að fara til City en var það útaf því að hann langaði til City frekar en Chelsea? Nei, örugglega ekki. Hann var til í að gera allt til að fara frá Real.

  Ég endurtek að þegar maður veltir fyrir sér stöðu knattspyrnumannsins í félagsskiptum þá er hún ekki góð ef borið er saman við störf annara, t.d. í bankageiranum. Eins og Kiddi bendir á gætu knattspyrnumenn samið um no-compete klausur og það væri jú fáránlegt að Torres myndi ekki spila fótbolta í tvö ár en það er eiginlega alveg jafn fáránlegt að ef hann vildi fara til Barcelona að Liverpool myndi selja hann til Celtic. Ef hann færi ekki til Celtic gæti Liverpool í dag látið hann rotna í varaliðinu, a´la Winston Bogarde. Hinn möguleikinn væri buy-out klásúla svipuð því sem gerist á Spáni, þannig að félagið verður að láta menn fara ef ákveðið tilboð berist í þá.

  Tek fram að þetta eru bara pælingar útfrá hagsmunum knattspyrnumannsins, ekki félagsins.

  Hvað eigendur og þjálfara varðar tek ég undir með þeim sem segja að Benitez er með gott lið í höndunum, einn besta framherja og tvo af bestu miðjumönnum í heimi, fjóra frábæra miðverði og einn besta markmann í heimi. Ef þú getur ekki búið til lið í kringum þennan mannskap þá veit ég ekki hvað. Svona lið á að geta klárað Birmingham heima og Reading úti án vandkvæða.

 37. Þetta er útfyrir efnið en voruð þið búnir að sjá CL liðið?
  Ekki pláss fyrir Hyypia og Plessis í því.

  Goalkeepers

  • No. Name
  • 1 Dieogo Cavalieri
  • 25 Pepe Reina
  • 34 Martin Ronald Kelly
  • 41 Martin Hansen *

  Defenders

  • No. Name
  • 2 Andrea Dossena
  • 5 Daniel Agger
  • 12 Fábio Aurélio
  • 17 Álvaro Arbeloa
  • 23 Jamie Carragher
  • 27 Philipp Degen
  • 32 Stephen Darby
  • 36 Steven Alan Irwin
  • 37 Martin Škrtel

  Midfielders

  • No. Name
  • 8 Steven Gerrard
  • 14 Xabi Alonso
  • 15 Yossi Benayoun
  • 16 Jermaine Pennant
  • 20 Javier Mascherano
  • 21 Lucas Leiva
  • 26 Jay Spearing
  • 35 Ryan Flynn *
  • 39 Nathan Gregory Junior Eccleston *

  Forwards

  • No. Name
  • 7 Robert David Keane
  • 9 Fernando Torres
  • 11 Albert Riera
  • 18 Dirk Kuyt
  • 19 Ryan Babel
  • 24 David Ngog

  Key:
  * Player list B

  nota bene ekki ég sem set ákveðna leikmenn í framherja, þetta er tekið beint af uefa.com

 38. Anton.
  Hvað meinarðu með aðbúnað vara- og yngri liða?
  Erum við að missa okkur í bullið eða???

 39. Anton, Eitt er víst, LFC er ekki staðnað í markaðsmálum því stór skref hafa verið tekinn síðustu 2 ár eftir að G&H komu inn, í fyrsta lagi með ráðningu Ian Ayre í stöðu yfirmanns markaðsmála og hitt stóra skrefið er nú bara það að við erum komnir með ný auglýsingaskilti sem eru tölvustýrð. Það er risa breyting. Og eflaust er hægt sjá breytingar í markaðsmálum félagsins á hinum ýmsu sviðum þessa dagana.

  En varðandi aðbúnaðinn hjá Academy þá eru allar breytingar & endurbætur þar “on hold” vegna fjárhagsstöðu G&H.

 40. Rafa telur að Albert Ries styrkja lið sitt, er fyrir sögn hjá Liv. is. Hvað er í gangi hjá Rafa, úr því að hann keypti Ries, þá er hann að kaupa mann sem er að styrkja liðið, ekki er hann að kaupa mann sem hann veit ekki hvort að styrkir liðið eða ekki. Bara næ þessu ekki, furðulegt..

 41. Það sem ég á við með aðbúnaðarmál yngri liða er nákvæmlega það sem Mummi áréttar í komment “44”. Kann vera að hlutirner séu að breytast í markaðsmálum sbr. nýju skiltin og nýja verlun á Anfield og kanski rétt að gefa Ian Ayre og hans mönnum séns á að sanna sig en undanfarin ár höfum staðnað að mínu viti í markaðsmálunum.

 42. merkilegt við þennan leikmannalista er að Pennat er inni en El Zhar úti en kannski er litið á El Zhar sem framherja ekki miðjumann , Insúa er heldur ekki í hópnum heldur Darby og Irwin

  S

 43. “Ummæli þín hafa verið skráð og bíða samþykkis.”

  Hvað er í gangi?

 44. Gunnar (og aðrir), þegar ummæli innihalda fleiri en einn tengil á aðrar vefsíður fara þau sjálfkrafa í ‘sóttkví’ þangað til einhver okkar ritstjóranna hefur litið á þau og samþykkt þau. Þetta er gert til að verjast ruslpósti og fjöldaummælum frá klámsíðum og slíku.

  Allavega, ég er búinn að samþykkja ummælin frá þér sem lentu í sóttkví. 😉

Af hverju er Agger á bekknum?

Viðtal við Gerrard og taktískar pælingar