Síðasti félagsskiptadagur! (uppfært)

Ákvað að skutla hér upp færslu sem tengist þeirri staðreynd að í dag er síðasti dagur félagsskipta á Englandi og að viðbúið er að talsverð hreyfing verði á Anfield.

Ekki hefur verið rætt um aðra hreyfingu inn utan Riera, sem væntanlega verður klárað um hádegisbilið. Þó fóru raddir í gang í gær eftir viðtal við Rafa um að mögulega væri annar senter að koma inn, og auðvitað var nafn Michael Owen sett á flug!

Á útleið eru væntanlega Finnan, Itandje, Voronin og Pennant, svo hugsanlega Sami nokkur Hyypia. Ég uppfæri þetta nokkuð reglulega en ef einhver vill fylgjast kröftugar með en þetta eru auðvitað allar síður með sér færslu, ég notast mest við breska ríkismiðilinn og lít líka oft á klukkukíkkið á Sky Sports.

Minni á að við erum einum klukkutíma á eftir þannig að glugginn lokar kl. 23 á íslenskum tíma og oft eru vandræði með þetta dæmi, hann t.d. lokar kl. 22 í suður Evrópu…

Gaman væri að heyra hvað fólk langar mest í að gerist, algerlega óvænt, þessa síðustu 14 tíma á “silly season”

Byrjum:

Kl. 09:21 er ekkert staðfest!

10:41. Samkvæmt heimasíðu Guillem Balague er ástæða þess að Riera er ekki mættur í myndatöku sú að Espanyol vilja fá Steve Finnan sem hluta kaupverðsins. Finnan ku nú vera að ræða samning við Spánverjana og í framhaldinu verður gengið frá. Ef Finnan verður ekki með munu kaupin ganga í gegn, en þá fyrir hærri peningaupphæð auðvitað.

10:45. Eitthvað virðist vera hægt um málin á Anfield. Kannski ágætt að skoða helsta hingað til. Tottenham hafa keypt Pavlyuchenko frá Moskvu og Corluka frá Man. City. Annað ekki merkilegt gerst.

12:39. Skv. BBC Sport hefur Liverpool fengið Vito Flora á frjálsri sölu til félagsins frá Botafogo í Brasilíu. Hann er 18 ára framherji með ítalskt vegabréf. Ég veit akkúrat núll um þennan dreng.

13:55 Enn virðist rólegt yfir vötnum, þó eru komnar upp raddir sem segja Pennant vilja fara til Blackburn frekar en Stoke. Spjall að birtast um að Nemeth verði settur í lán til liðs í Championship deildina líka á ferð. Vito Flora að bíða eftir því að fá sinn ítalska passa staðfestan….

14:07 Ekkert nýtt á Anfield en Scum búnir að selja Saha til Everton, en Berbatov að fara að hitta Mark Hughes, en ekki Sir Alex! Botnlausir vasarnir hjá City þessa dagana…..

15:47 Uss! Lenti á klukkutíma fundi og hvað gerist??? Allt á fullt!!! Fyrir það fyrsta erum við búnir að kaupa Peter Gulasci markmann sem var á láni hjá okkur í fyrra. EN. Snúum okkur að brottförum.

15:48 Tveir leikmenn eru farnir nú þegar og fleiri víst á leið burt. Steve Finnan hefur kvatt Anfield og er kominn til Spánar á mála hjá Espanyol. Misvísandi er hvort talað er um að hann fari fyrir 2 milljónir í peningum eða hvort hann er hluti Albert Riera pakkans. Sá er enn ekki kláraður, en allavega er Finnan þökkuð fín þjónusta lengst af. Ég persónulega er alltaf glaðari þegar maður sér svona góða leikmenn ekki í öðrum búningi á Anfield.

15:49 Jafn mikið og ég mun sakna Steve Finnan er næsta brottför að mínu mati gleðiefni því Úkraínumaðurinn ekki svo knái eða klári Andriy Voronin verður í láni hjá Herthu í Berlín í vetur. Ekki hefur verið talað um neinar upphæðir eða hvort lánið verður svo gert að staðfestum díl.

Sjúkk. Mikið í gangi og dagurinn alls ekki búinn!

16:51 Klárt. Albert Riera er launsonur Rafael Benitez! Strákurinn mun bera númer 11 í vetur og vonandi er hann góð viðbót. Nánari pistill seinna, en hann er mættur. Kaupverð í kringum 10 millur að lokum.

17:35 Meðan við bíðum eftir að meira gerist er ljóst að stóru spilararnir í dag eru Manchester City. Búnir að staðfesta að þeir hafi boðið rúmlega 30 millur í Berbatov og síðan í David Villa OG Gomez, þá eru núna fréttir að Robinho sé á leiðinni. Abramovich hvað?!?!?!? Hvað segir fólk, er þetta það sem við myndum vilja hafa hjá okkur? Ég satt að segja er ekki alveg viss, finnst lítið varið í svona aðferðafræði, en ljóst auðvitað að í lok dags gæti bláa liðið í Manchester verið orðið alvöru lið!!!

21:05 Allt hljótt. Er Jermaine Pennant að verða fyrirliði varaliðsins og Itandje í senternum??? Er á næstu tveimur tímum eitthvað sem slær okkur líkt og þegar Fowler mætti skyndilega????

23:00 Jæja. Búið að loka glugganum. Ekkert nýtt neins staðar. Gefum samt hálftíma til að sjá hvort eitthvað hefur fallið á síðustu metrunum. Ekki langt síðan staðfestar fréttir sögðu ljós á skrifstofum stjórnenda LFC. Eitthvað óvænt á síðustu sekúndunum???????

23:40 Ekkert heyrist frá Anfield en sögulegir hlutir hafa gerst. Roman Abramovich hefur tapað leikmannakapphlaupi. Robinho mun spila sinn fyrsta leik FYRIR Man. City GEGN Chelsea eftir 32.5 milljón punda díl á síðustu mínútunum!!! Berbatov fréttir ennþá engar…….

23:42 Dimitar Berbatov farinn til Scum United fyrir 30.75 milljónir punda auk þess sem Frazier Campbell verður lánaður til Tottenham þetta tímabil. Þannig að Sir Alex hefur nú náð að klára díl eins og Ronaldo málið og getur því varla grátið hátt þegar Real koma næsta sumar og sækja sinn mann. Eða hvað……..????

00:00 Þar með held ég að ástæða sé til að láta gott heita í dag. Allskonar kjaftasögur um að ákveðnir dílar hafi verið kláraðir, þ.á.m. sala á Pennant til Blackburn, að deyja niður og sennilega er glugginn lokaður hjá stóru liðunum.

Stærsta fréttin er auðvitað að Chelsea virðist nú vera næstríkasta liðið á Englandi, Arabar frá Abu Dabi hafa keypt Man. City og hafa nú þegar, eftir að hafa átt liðið í 16 klukkustundir hent sér í stór kaup. Enn er ekki útilokað að þeir nái í fleiri leikmenn, þar sem að tímasetning tilboða getur ráðið. Enn hefur t.d. ekki heyrst af viðbrögðum Valencia við tilboði í David Villa, sem sumir segja að sé upp á 45 milljónir punda!!!

Okkar lið fór nálægt því að gera það sem það ætlaði. Náði í vinstri vængmann og losaði um “deadwood”, þó ekki alveg því enn virðast ónothæfir leikmenn eins og Itandje og Pennant vera á launaskrá um sinn!

Hins vegar getur maður ekki annað en hrist höfuðið vonleysislega yfir þeim hremmingum í leikmannamálum okkar sem hafa birst í sumar. Við stöndum að mínu mati aftan við Man. United, Chelsea og nú Aston Villa og Manchester City í möguleikum á leikmannakaupum! Kannski líka Arsenal og Tottenham. Auðvitað hættir maður ekki að gera kröfu á Benitez en það er alltaf að verða augljósara að David Moores og Rick Parry eru ábyrgir fyrir stærsta klúðri í sögu félagsins þegar þeir völdu alls ekki nægilega fjársterka menn sem eigendur liðsins okkar.

Meðan þeir ráða fjármagninu hjá okkur er óraunhæft að heimta samkeppnishæft lið við United og Chelsea og viðbúið að Villa og City vinni upp bilið á okkur. Hratt!!!!!

Allavega, ef eitthvað bætist við, endilega skellið því í ummælin…… Góða nótt!!!

66 Comments

 1. Smá slúður King Kenny sást á vappi fyrir utan Anfield áðan og sagan segir að hann eigi að taka við Liverpool af Benitez. Það eru víst allir orðnir svo leiðir á stífum varnarleik og hugmyndaleysi sem sumir líka við Arsenal undir stjórn Graham. Heyrst hefur einnig að Beardsley og Barnes séu klárir með Dalglish í næsta leik á móti MU. Watch this space…spennandi

 2. Góður Höddi.
  Ronnie Moran á víst að verða “fitness trainer”…..

 3. 1155: LIVERPOOL SIGNING
  The Premier League club have signed Brazilian Vito Flora on a free transfer from Botafogo. The 18-year-old holds an Italian holds an Italian passport and the necessary international clearance has been received.

 4. Ég vill losna við Finnan, Itandje, Voronin og Pennant og fá inn Owen, Riera og einn hægri kant.

 5. Þetta er athyglisvert
  1202: That Man City takeover – it seems to be the real deal.
  Arab group plans Man City buy-out

  Það virðist ver sem þeir séu aftur að fá inn nýjan eiganda.

 6. hver er þessi Vito Flora? -> BBC “1155: LIVERPOOL SIGNING
  The Premier League club have signed Brazilian Vito Flora on a free transfer from Botafogo. The 18-year-old holds an Italian passport and the necessary international clearance has been received. “

 7. Já, þetta verður viðburðaríkur dagur, og væntanlega mesta spennan hjá okkur hversu marga leikmenn við náum að losna við af launaskrá. Riera inn (ásamt þessum kjúlla frá Brasslandi). Stóra spurningin er með Voronin, Itandje, Finnan og Pennant.

  En aftur poppar þessi Owen umræða inn 🙁 Mín afstaða til þess hefur ekki breyst, vil einfaldlega ekki sjá hann aftur til okkar.

 8. Ef fréttir af yfirtöku Manchester City eru réttar eru það fjárfestar frá Abu Dhabi sem þar eru að verki, ekki Dubai. Það mál hefur því væntanlega engin áhrif á áhuga Dubai-manna á Liverpool, hvort sem hann er nú mikill eða lítill um þessar mundir.

 9. Það var reyndar ekki DIC sem voru að kaupa City.
  En það verður spennandi að sjá hvort þeir dæli peningum í það lið.

 10. Það er ekki skrítið að Daglish hafi sést á vappi fyrir utan Anfield, völlurinn hverur ótrúlegt aðdráttarafl, en GUÐ og góðir menn forði okkur frá því að hann komi í brúnna. Held að Rafa eigi eftir að vera þar lengi lengi við stjórn og það er vel, hann mun landa titlum í ár sannið bara til.

 11. Sammála Valla, Það væri frekar að king kenny tæki við af H og G. En annars, veit einhver hvað torres er lengi frá

 12. Eigum við ekki bara að vona að King Kenny sé bara að fara taka við af Rick Parry og Bearsley og Barnes að koma til að taka á þessu kantmanna veseni okkar. Kenna þeim hvernig á að gera þetta!

  Maður má jú láta sig dreyma 🙂

 13. Þessi Owen orðrómur er að magnast… verður forvitnilegt að fylgjast með því.

  There is a lot of chat floating around about the future of Michael Owen, with several of you saying he could be on his way back to Liverpool.

  Skv. fréttamiðlum þá er Riera klár sem leikmaður LFC en spurning hvort Finnan fari í gagnstæða átt eður ei.

  Fyndnasta dæmið í þessu öllu er ef Berbatov fer til Man CITY en ekki Utd.

 14. Jæja þá er Man City búið að staðfesta að Tottenham hafi tekið boðinu og þeir einnig á eftir Mario Gomez (Stuttgart) og David Villa (Valencia) og eiga, samkvæmt einhverjum ónefndum heimildarmanni, að bjóða þessum leikmönnum óútfyllta ávísun.

  Ef satt reynist þá eru City að fara borga 50-60 milljónir í 2 leikmenn + hvað sem þeir biðja um í laun!

 15. Það væri frábært að fá Owen aftur en ég get ekki ímyndað mér að hann komi enda höfum við verið að raða inn mörkum í síðustu leikjum.

 16. Gott útspil já City með því að bjóða í Berbtov… vonandi setur það allt upp í loft þar..

 17. Ekki enn búið að negla Riera? Eins gott að hugmyndin að Finnan fari í skiptum skemmi ekki dílinn. Svo er ég að láta mig dreyma um hægri vængmann…sérstaklega þar sem Pennant er víst kominn í hundakofann og verið er að reyna að losna við hann. Skil þetta samt ekki alveg, okkur bráðvantar hægri vængara sem geta tekið menn á og gefið fyrir og Pennant var mjög góður í fyrrahaust þar til hann meiddist.

  En Owen? Já fyrir rétt verð, algerlega!

 18. 1430: The latest from Man City – and I have to say that they are fast becoming the club of the day. BBC Sport understands that a £30m bid has indeed been made for Dimitar Berbatov, while the club are in talks with Valencia’s David Villa and Stuttgart’s Mario Gomez…

  Vá hvað okkur vantar nýja eigendur…

 19. Mér fannst hálf leiðinlegt að lesa að Quaresma væri að fara til Inter. Hefði verið til í hann.

 20. Orðrómur í gangi að Stoke ætli að bjóða í Pennant… uuhhh já takk.

  Stoke have apparently tabled a £5m bid for Cardiff midfielder Joe Ledley. Tony Pulis also has a beady eye on Liverpool winger Jermaine Pennant, who would command a similar price.

 21. 1612: HOLA ESPANYOL
  Liverpool full-back Steve Finnan has signed for Spanish side Espanyol on a two-year deal for an undisclosed fee. We have yet to hear that Albert Riera has completed his move.

  Finnan farin yfir svo ætli það sé ekki bara tímaspursmál hvenær Riera verði tilkynntur formlega sem leikmaður Liverpool

 22. Af LFC.TV:
  “Andriy Voronin has today agreed a one year loan deal with German side Hertha Berlin. ”
  Hefði helst viljað fá pening fyrir kallinn en þar sem hann kom frítt er víst lítið hægt að kvarta.

 23. 1744: BIG TRANSFER COMPLETED
  Liverpool’s official website tells the world the news it was massively expecting – Espanyol winger Albert Riera, formerly of Manchester City, has joined on a four-year deal for a fee believed to be about £8m.

 24. “Riera is known as Spain’s answer to Middlesbrough’s Stewart Downing”

  Hmmm…

 25. Jæja þá er búið að selja Finnan, það verður nú ekki annað sagt en að hann hafi skilað góðu hlutverki fyrir LFC, oft á tíðum vanmetin leikmaður. En hvernig datt mönnum í hug að lána Voronin, afhverju gáfu þeir hann ekki bara, þvílikur happa fengur fyrir klubbinn eða þannig…

 26. Mér finnst líklegt að Voronin hafi verið lánaður vegna þess að það er fljótlegra að klára lánssamninga en endanlega kaupsamninga. Allavega hefur maður séð þetta gert áður á lokadegi leikmannagluggans.
  sbr. Defoe í fyrra.

 27. Ókei, þegar þetta er skrifað er þá staðan þessi á lokadeginum:

  Við keyptum Riera á 8m punda, 4ra ára samning.
  Við keyptum ungan brasilískan framherja.
  Við lánuðum Voronin út til Þýskalands í vetur.
  Við seldum Finnan til Spánar á 2m punda.

  Í raun má segja að það sé aðeins eitt sem eigi eftir að ganga frá í dag og þá séu öll markmið varðandi breytingar á leikmannahópnum fyrir þetta sumar orðin klár. Það er, það á eftir að selja Jermaine Pennant til Stoke/Blackburn. Ef það næst held ég að við getum verið sátt við daginn.

  Svo er það önnur umræða hvort Riera, Keane, Dossena, Degen og Cavalieri eru nægileg styrking á leikmannahópnum þetta sumarið eða ekki. Við skoðum það svo sem seinna.

 28. “Svo er það önnur umræða hvort Riera, Keane, Dossena, Degen og Cavalieri eru nægileg styrking á leikmannahópnum þetta sumarið eða ekki. Við skoðum það svo sem seinna.”
  Aðal styrkingin fólst í því að selja Jón Árna til Roma : )

 29. Vala það þíðir ekkert að fara gráta þó að Torres verði ekki með gegn United, við vinnum þá samt og það með 2 -3 mörkum sannaðu til, þetta verður leikurinn sem Robbie Keane skorar sín fyrstu mörk og við höldum veislu þá helgina, og ég segi það enn og aftu Man United hvað, er það eitthvað ofaná brauð. Nú held ég að sigur ganga Liverpool fari af stað og þeir fari að vinna titla en Man Utd verði án titla um í einhver ár, enda fer Alex gamli bráðum að fara á Grund og allir hinir sem eftir verða fara að gráta… þannig að Vala mín við skulum leifa þem að gráta…. Ferguson vildi ekki kaupa leikmenn en nú vill hann fá Brebatov, leikmannin sem eiðileggur allan móral og viti menn United er bara ekki lengur stóra liðið í Manchestr og líklega stela City Berbatov frá þeim, en þá meiri ástæða til að kætast… ekki gráta, bara brosa smá og öllum liður betur 🙂

 30. Verð að segja ykkur einn djók sem var sagður í vinnuni, þar erum við Púlarar í meirihluta en nokkrir United menn lika. Einn Púlari kom með þenna góða djók:

  Vitið þið hver er munurinn á hausnum á Rooney og súpuskál ?

  Svar: Engin hvorki að utan né innan.

 31. þetta þýðir aðallega það að eftir ekki langan tíma verðum við ekki að berjast um 4 sætið heldur 6. Litlir peningar til og engir alvöru karlar fengnir í sumar nema kannski Keane svo þegar við sættum okkur við jafntefli á móti liði eins og Aston Villa þá er meðalmennskunni náð.

 32. Gaman ef City sweepar Berbatov undan MUUUUUndu eftir mjólkinni ónýted. En ég sakna Finnan, kannski af því að mömmu fannst ég svo líkur honum.
  Að fá Owen heim er jafn fyndið og brandarinn hér á undan í 41 með allri virðingu fyrir hans framlagi til LFC áður fyrr en það var einmitt áður fyrr. Svo að lokum þá hef ég trú á að Robbie Keane noti tækifærið á móti Ónýted og fukkar´eim upp. En annars bæ Voronin og Hæ Riera. Svo held ég að eitthvað óvænt gerist undir miðnætti.

 33. Tveir brandarar í tilefni dagsins. Jókið um Owen er gott og síðan er komment #1 algjörlega bestast!!! Að skipta Benítez út um leið og glugginn lokar…..trúlegt eða….ekki!

  Menn dagsins eru tveir: Reira og Voronin. Ég óska þeim til hamingju með daginn og klúbburinn er meiri eftir þennan dag.

  Ég er sáttur……það er allavega búið að kaupa mann í veikustu stöðuna á vellinum.

 34. Skv. klukkukíkkinu á sky er verið að ganga frá málum Berba og búið að smella mynd af honum með Ferguson. Fergie fékk sitt í gegn…fær Rafa sitt í gegn? Verður Barry signaður f. deadline? 10 mills+ Pennant og málið dautt.

 35. Ef man utd fá Berba og Man City fá Robinho þá fer ég ekkert brosandi í bælið yfir Barry eða Reira urrr 😛

 36. Sky voru að segja að Robinho væri farinn til Man City, og Big Sam vildi meina að það væri bara byrjunin sbr Chelsea á sínum tíma.

  Mér líst ekkert orðið á þetta City lið ef svo er, þar sem þeir hafa verið að styrkja sig mikið undanfarið. Nokkuð ljóst að það verður gerð hörð atlaga að “The big 4” þetta tímabilið, og mitt raunsæja álit er að Arsenal og Liverpool eigi eftir að lenda í enn meiri pakka en í fyrra með liðum einsog AV, EV, MC og TH.

  En vonum samt ekki!!

 37. Hef enga trú á Everton eða Spurs.
  En Villa og City eru orðin rík. Ríkari en við. Það er bara ljóst.

 38. 23.44 Real Madrid president Ramon Calderon has confirmed that Robinho has ‘agreed’ to join Manchester City.

  Skv. Sky

 39. jey, a medan vid kaupum riera ta kaupa man city robinho a metfe.. hann er dýrari en Torres og riera til samans.. djö hefur thetta verid surt leikmannasumar hja okkur.

 40. Það er nú ekki eins og það hafi byrjað að flæða olíu á skrifstofu Liverpool eins og gerðist hjá City í morgun.

 41. Ég vissi að þetta var sterkur leikur hjá Dieter Haman að fara til City á sínum tíma 😛

 42. Breaking news…. Hicks og Gillett hafa ákveðið að giftast!! Giftingin verður í kyrrþey í Alaska. Parry og Benitez verða svaramenn.

 43. Höddi þarf greinilega að fara að leggja sig eftir langan dag 🙂

 44. Hehe, hvor leggur fram heimamundinn??
  Eða verður það fyrsta rifrildið þeirra hjónakorna 🙂

 45. getur eh sagt mér hvenær liverpool áttu metið í stórkaupum í enska boltanum? Þegar Stan Collymore var keyptur?

 46. 0034: ENORMOUS BREAKING TRANSFER NEWS
  The Spurs website says they have agreed to sell Dimitar Berbatov to Manchester United for £30.75m, with Fraizer Campbell going to Spurs on a season-long loan. Did you get all that?

  Og fyrsti leikurinn á móti Liverpool, oh cricky!

 47. Newcastle komnir með nýjan striker, á ekki bara eftir að tilkinna suprise dagsins Owen heim ? ;D

 48. Stæðstu viðskipti “silly season” staðreynd. Robinho til City af öllum klúbbum. Maður veit ekki almennilega hvað er í gangi í þeim bænum, e.t.v. að nýtt Chelsea dæmi sé framundan.

 49. Bobby þetta var nú ekki svo slæmt fyrir Spurs, þeir voru á tímabili í kvöld orðaðir við Heskey!!

 50. “Riera has the qualities we were looking for,” said Benitez. “He’s a left footer who normally plays on the left wing,”

  Þetta “who NORMALLY PLAYS on the left wing” lætur mig fá hroll alveg inn að beini. Riera fram og Keane á kantinn it is then…

  • Hvað er ekkert að ske hérna, ekkert nýtt að ske hjá klúbbnum…?

  Er í lagi að ég svari þér í janúar?

Aston Villa 0 – Liverpool 0

Torres frá í 2-3 vikur