Vellinum frestað

Nýji Anfield

Liverpool hafa staðfest það sem margir óttuðust, það er að vinnu við nýjan völl hafi verið frestað tímabundið vegna erfiðleika á lánsfjármarkaði. Ekki er tekið fram hversu lengi vinnu verður frestað, en það er þó aðeins talað um skammtíma seinkun. (sjá einnig Guardian frétt)

Þetta eru vissulega slæmar fréttir og kór þeirra sem hatast útí allt sem að Gillett og Hicks gera mun eflaust hækka enn frekar.

Það verður þó að ítreka það að **enginn** eigandi fótboltaliðs (fyrir utan kannski Abramovitz) hefur efni á því að kaupa fótboltalið af þessari stærðargráðu og byggja nýjan völl með peningum úr hinum vasanum. Það er nánast sama hvar litið er, hvort sem er til Bandaríkjanna eða Evrópu, að svona verkefni fara ekki af stað nema með nánu samstarfi við yfirvöld á svæðinu og með miklum stuðningi frá bönkum og öðrum fjárfestum.

Þegar að G&H keyptu klúbbinn fyrir ári var ástandið á fjármálamörkuðum einfaldlega allt annað. Þeir lofuðu að byggja nýjan völl tiltölulega fljótt og ég efa ekki að þeir hefðu staðið við það loforð ef að allt hefði verið eðlilegt á fjármálamörkuðum. Einsog hins vegar allir vita þá hafa astæður á fjármálamörkuðum versnað gríðarlega að undanförnu og því gat maður búist við að slík risaverkefni einsog bygging nýs Anfield myndi tefjast eitthvað.

Kosturinn við þetta er að nú gefst mönnum tími til að skoða þá möguleika að stækka völlinn uppí 73.000 sæti frá opnun.

Einsog allir Liverpool aðdáendur er ég auðvitað hundfúll, en við megum hins vegar ekki gleyma að menn geta ekki haft áhrif á utanaðkomandi aðstæður einsog þessar gríðarlegu breytingar á fjármálamörkuðum undanfarið ár. Við vonum auðvitað að þessi seinkun vari ekki lengi. G&H hafa þó frá upphafi ávallt talað um að staða Liverpool (og þar með verðmæti fjárfestingar þeirra) muni aldrei geta verið einsog best sé á kosið nema með þessum nýja velli. Það er því allra hagur, bæði eigendanna, sem okkar sem horfa á liðið og láta árangur þess hafa áhrif á skap okkar, að þessi völlur verði byggður sem fyrst.

33 Comments

 1. Ef þessir gaurar væru bara sæmilegir pappírar þá myndu þeir geta fengið fjármagn í þetta verkefni, sínir bara enn og aftur hversu aumir þeir eru í buddunni.

 2. Neikvæð frétt sem er áreiðanlega plantað á undan jákvæðri. Eitthvað segir mér að við kaupum leikmann í dag.

 3. Sorglegt ! Það eru reyndar til aðilar sem eiga peninga og vilja kaupa en við sitjum uppi með kanakjána og Parry þetta verður svona á meðan þessir aðilar koma nálægt klúbbnum tómt vesen.

 4. Vissulega geta menn ekki breytt stöðunni á fjármálamörkuðum í dag.. það er ljóst.. og þess vegna átti þetta verkefni að vera löngu komið af stað!!!

  Það átti bara að vera löngu byrjað á þessum velli…búið að tryggja fjármagnið í þetta…og í stað þess að við manni blasi svona tilkynningar, þá ættu þeir Íslendingar sem fara með klúbbnum á Stoke leikinn, að geta farið í skoðunnarferð og séð grútskítuga,hel-timbraða verkamenn vera að reisa nýja völlinn okkar ! Íslendingarnir kæmu færandi hendi og réttu þeim ískaldan Viking bjór og segðu þeim að vanda sig 😉

  Menn hafa einfaldlega verið að draga lappirnar allt of lengi í þessu máli og eigendurnir sýndu það fljótlega að þeir höfðu ekki efni á þessu og gátu ekki tryggt fjármagn í þetta verkefni… jafnvel þó svo að ástandið á fjármálamörkuðum hafi verið margfallt betra á þeim tíma.

  Ég er langt frá því að vera sáttur við þessa ákvörðun, og ég er langt frá því að vera sáttur með eigendur liðsins..

  Carl Berg

 5. Meiru ósköpin hvað sumir geta varið þessa kana (sjá grein að ofan). Það er þeirra val að koma klúbbnum í þessi vandræði. Þeim hefur boðist að selja klúbbinn til betur staddra manna en vilja frekar halda klúbbnum í heljargreipum og með því drulla yfir velviljara klúbbsins. Þeir taka sína hagsmuni landt fram yfir hagsmuni klúbbsins. Menn eins og Einar Örn falla fyrir þeirra afsökunum trekk í trekk með bros á vör og verja þá fram í rauðan dauðann. Einar, ertu virkilega að falla fyrir því að nú hafa þeir tíma til að endurskoða hönnunina til að stækka upp í 73.000 sæti?? Þetta er svo mikill brandari að 10 ára sonur minn sá í gegnum þetta hjá þeim. Þeir eru bara að kaupa sér tíma og segja þetta til að róa þá einföldustu en ég held að fæstir taki mark á þessu hjá þeim.

 6. Álit mitt á könunum breytist lítið við þessa ákvörðun. En þar sem ekki var byrjað fyrir lifandis löngu að byggja þennan völl þá skil ég þá mjög vel að vera ekki að byrja á því núna!!! Allavega miðað við stöðuna hér á landi þá myndi ég ekki einu sinni byggja dúkkuhús………..

  ………..ekki að ég hafi eitthverja þörf á dúkkuhúsi!!

  En svo er alltaf spurningin hvort DIC ætti ekki í mun minna basli með að reka þennan klúbb.

 7. Ég held að það sé algjörlega útséð með að þessir menn komi vellinum af teikniborðinu. Þeir áttu ekki mikinn pening í byrjun, menn töluðu um að það væri svo jákvætt að fá þá vegna þess að þeir höfðu reynslu af því að byggja flotta leikvanga í USA! Hvað er þá eftir af þeim þegar þeir koma síðan þessum velli ekki upp? Það er rétt að líklega gætu fæstir komið þessum velli upp akkúrat núna, nema þá Arabarnir, en það er því miður trú mín að þrátt fyrir að ástandið færist til betri vegar þá verður það langt frá því að vera jafn gott og það var þegar þeir keyptu völlinn og gerðu sín plön. Það verður enginn völlur byggður af þessum mönnum.

 8. Jæja gullöldin senn á enda.

  Það er bara að vona að við endum ekki eins og Leeds.

 9. Jæja gullöldin senn á enda.

  Það er bara að vona að við endum ekki eins og Leeds.

  Já, þetta er allt að fara til andskotans.

  Við erum með einn besta framherja og miðjumann í heimi í liðinu okkar, með fullt hús stiga í úrvalsdeildinni og komnir áfram í Meistaradeildinni.

  Ég er brjálaður yfir þessum fréttum, en þessi pistill var nú bara tilraun til að horfa á þetta mál með raunsæjum augum og að sjá björtu hliðarnar á þessu. Ég vissi að það yrði ágætt mótvægi við kommentin.

 10. Gullöldin?? Henni lauk árið 1990…….
  Höfum am.k. enn þá farið sömu leið og Leeds.

 11. Það er lítið hægt að segja við þessu , sama hvað menn belgja sig út …

  Þetta er nokkuð einfalt , að taka lán að svona stærðargráðu í dag er varla hægt, og þar sem það væri mögulegt væri vaxtakjörin svo hrikalega íhagstæð að það myndi þrengja budduna okkar enn frekar…

  Menn geta ekki kennt eigendunum um þetta frekar en ráðherrum á Íslandi, það er lausafjárkreppa í öllum heiminum og menn verða að halda að sér höndum.

 12. Ég ætla nú ekki að þykjast vera einhver hagfræðingur en það er eins og þessi lausafjárkreppa sé per se engum að kenna??? Eru það ekki bankastofnanir heimsins sem hafa með offramboði af peningum í leit að skammtímagróða skapað þessa lausafjárkreppu þegar innheimtur verða ekki í samræmi við væntingar?? Og Gillett og Hicks hljóta að vera partur af þessari peningavél, þeir hljóta að verða að græða pening einhversstaðar og nota hann annarsstaðar. En hvað veit maður svosem…

 13. Tek undir með Ívari. Ertu ekki annars að lýsa íslensku bönkunum í hnotskurn ? :)…..Þó það sé á engan hátt tengt þessari umræðu mæli ég að menn kíki á efsta pistilinn á þessari síðu;

  http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/

  Annars verð ég að vera sammála Einari Erni að vissu leyti. Ekki hægt að ætlast til þess að svona stórar framkvæmdir fari í gang þegar ástandið er svona slæmt. Það getur varla borgað sig og því spurning um að bíða þangað til að það versta ríður yfir. En svo er annað mál hvort þeir hreinlega eigi einhvern pening þessir kanar, eins og þeir segjast.

  Þýðir þó varla að örvænta, erum búnir að fá flotta leikmenn í sumar og ásamt þeim kjarna sem er fyrir er vonandi að liðið gerir smá atlögu í toppsætið…….en þetta hefur maður hugsað á hverju einasta ári undanfarin ár……bara vonan að það rætist núna

 14. Ég held að flestir séu ekkert óskaplega reiðir yfir þeirri staðreynd að það sé ekki hægt að starta framkvæmdum af þessari stærðargráðu, akkúrat núna.
  Það sem margir eru pirraðir yfir, er einfaldlega sú staðreynd (eins og ég benti á hér að ofan), að það átti að vera fokkíng löngu búið að starta þessu !!!!!
  Það átti að vera löngu búið að tryggja fjármagnið í þetta, og löngu byrjað á vellinum. Því lofuðu kanarnir þegar þeir keyptu klúbbinn, og ég er hund-skít-drullu fúll með að þeir skuli hafa svikið þessi loforð. Punktur. !!!

  Carl Berg

 15. Hvernig veistu að þeir hafi ekki verið búnir að fá fjármagnið og svo að það hafi breyst?

  Er ekki bara helvíti líklegt að þeir hafi verið með fjármagnið tilbúið þegar þeir keyptu og svo að bankarnir hafi bakkað útúr þessu þegar að lausafjárkreppan brást á? Mér finnst það ansi hreint líklegt.

 16. Standard Liege er að koma aftur til Liverpool borgar að keppa, núna á móti Everton í Uefa bikarnum. Ég ætla að vona að belgarnir slái Everton út.

 17. Staðan er nú bara þannig að það eru allir fjármagnseigendur á Vesturlöndum að berjast í bökkum og reyna halda sjó.
  Í dag væri óskastaðan vera með eigendur frá Miðausturlöndum eða Asíu en þróunin í dag er sú að aðilar frá þessum löndum eru að kaupa upp fyrirtæki í USA og Evrópu.
  Það er ljóst að Hicks og Gillette eru langt í frá nægjanlega fjársterkir til þess að standa undir kostnaði við nýjan völl eða bæta við sterkari leikmönnum.

 18. Er þetta ekki bara fullkomlega eðlilegt, ég held að það að fara út í svona stórframkvæmdir á lánum eingöngu hljóti bara að vera geðveiki.
  Þetta sýnir bara að Kanagreyin eru ekki alveg rúnir viðskiptaviti.

 19. það er bara eðlilegt miðað við ástandið á öllum mörkuðum að svona framkvæmdir býði aðeins ,halda menn virkilega að Nýr völlur sé bara fyrir stuðningsmenn ? Nei þetta er ein aðalástæðan á þeir keyptu klúbbinn enda er svolítið annað að vera að taka inn 43.000 manns á leik eða 73.000 manns á leik, enda united að taka allavega um 20 m punda bara á aðgangseyri umfram okkur á hverju tímabili. Við skulum nú bara róa okkur niður og fara að einbeita okkur að liðinu sem er taplaust það sem af er tímabili ef að menn eru búnir að gleyma því.Í hvaða stöðu værum við ef að Moores ætti liðið ennþá ? Efast um að við hefðu geta keypt Torees,Babel og Masch í fyrra og svo ´Keane núna ef að hann ætti liðið ennþá.

 20. Ef Moores ætti klúbbinn í dag væri klúbburinn þó ekki með 350 milljónir punda á bakinu og að rembast við að finna einhvern nógu klikkaðan til þess að lána sér að minnsta kosti annað eins til þess að klára þennan margumtalaða völl.
  Moores hefði án efa getað leikið sama leik og kanarnir, þ.e. tekið lán fyrir góðum leikmönnum eins og Torres og Mascherano, en það var einmitt ástæðan fyrir því að hann ákvað að selja. Hann sagðist ekki vilja stefna framtíð klúbbsins í hættu með því að veðsetja allt upp í rjáfur.
  YNWA.

 21. halda menn virkilega að Nýr völlur sé bara fyrir stuðningsmenn ? Nei þetta er ein aðalástæðan á þeir keyptu klúbbinn enda er svolítið annað að vera að taka inn 43.000 manns á leik eða 73.000 manns á leik

  Nákvæmlega. Mér finnst það oft vera einsog menn haldi að þetta sé bara partur af plottinu hjá grimmu Könunum (ekki bara á þessari síðu heldur á erlendum síðum líka). Menn horfa framhjá því að það er ábyggilega ENGINN sem er að tapa jafnmiklu á þessum seinkunum og akkúrat eigendur klúbbsins. Það er klárlega í þeirra hag að koma þessum framkvæmdum áfram.

  Staðreyndin er hins vegar sú að ástand á mörkuðum er þannig að kostnaðurinn við svona framkvæmdir er gríðarlega erfiður.

 22. Það er alveg klárlega þeirra hagur ef nýji völlurinn risi bara kviss, bamm, búmm og málið væri dautt. En þeir eru tæplega svo helvíti illa gefnir að þeir hafi ekki áttað sig á því að eftir að þeir keyptu klúbbinn, þá myndi það líka lenda á þeim að BORGA apparatið !! Er það ?

  Ég geri mér vel grein fyrir því að aðstæður á mörkuðum hafa breyst til hins verra, en þú verður líka að átta þig á því Einar, að þegar Kanarnir keyptu klúbbinn þá voru aðstæður ekki svona slæmar á mörkuðunum… og ekki í talsverðan tíma á eftir. Þeir höfðu alveg tíma til þess að klára þessi mál. Málið er bara ekkert flókið… Þeir eiga bara ekki nægilega mikinn pening. Þeir eru bara ekki nógu fjársterkir.

  Mín skoðun er bara einfaldlega sú, að menn sem hafa ekki efni á því að kaupa, eiga og reka Liverpool með sóma, þeir eiga bara að finna sér eitthvað annað að gera.

  Hvað er búið að skrifa, ræða og þræta oft um þennan leikvang og töfina á honum.???.. Afsakanirnar voru oftast á svipaðan veg, ef menn voru ekki að endurhanna, breyta, endurteikna, endurreikna, endurskrifa og endurhugsa dæmið, þá voru þeir að alveg að fara að byrja á því !!

  það má sjálfsagt finna þessum könum allt til foráttu, og eflaust má finna eitthvað jákvætt um þá líka. En þegar menn eru að hæla þeim eitthvað sérstaklega fyrir að kaupa leikmenn til Liverpool, þá gef ég bara ekkert mikið fyrir það. Það er bara eðlilegasti hlutur í heimi að leikmenn séu keyptir til atvinnumannaliða, til þess að styrkja liðið.

  Ég hef ekki gert mikið af því að tala illa um þessa eigendur, en mér finnst ég illa svikinn með þennan leikvang og er ,eins og áður sagði, déskoti fokkíng fúll með þetta bara… og ligg ekkert á því. Þegar þessar endalausu tafir og rugl með leikvanginn komu upp á borðið, þá héldu margir stuðningsmenn að kanarnir ætluðu ekkert að byggja þennan völl..eða a.m.k ekki strax. Hvað kemur á daginn ? Það er akkúrat það sem er að gerast.

  Ég er bara kominn með alveg nóg af þessu eigenda veseni, og þetta var bara kornið sem fyllti mælinn. Ég vil þessa menn bara burt, og það strax !

  Carl Berg

 23. Ég geri mér vel grein fyrir því að aðstæður á mörkuðum hafa breyst til hins verra, en þú verður líka að átta þig á því Einar, að þegar Kanarnir keyptu klúbbinn þá voru aðstæður ekki svona slæmar á mörkuðunum… og ekki í talsverðan tíma á eftir. Þeir höfðu alveg tíma til þess að klára þessi mál

  Þeir keyptu í febrúar og lánsfjárkreppan var byrjuð síðasta haust. Þannig að þeir höfðu 6 mánuði til að klára málið. Þar af fór einhver tími í að breyta plönum á vellinum þar sem þeim fannst hann vera helst til íhaldssamur og lítill. Það er fráleitt að heimta það að menn breyti útliti og stærð vallarins og reddi peningum á þessum stutta tíma.

  Það er líka einsog ég sagði vel mögulegt að þeir hafi tryggt sér fjármögnun, en að bankarnir hafi bakkað útúr henni.

  Mín skoðun er bara einfaldlega sú, að menn sem hafa ekki efni á því að kaupa, eiga og reka Liverpool með sóma, þeir eiga bara að finna sér eitthvað annað að gera.

  Einsog ég sagði, það hefur nánast ENGINN efni á því að byggja völl með peningum úr sínum vasa. Það er fáránlegt að ætlast til að eigendur liða geti vippað slíku upp.

  Það er bara eðlilegasti hlutur í heimi að leikmenn séu keyptir til atvinnumannaliða, til þess að styrkja liðið.

  Vissulega. En það er ekki eðlilegasti hlutur í heimi að leikmenn einsog Torres, Mascherano, Keane og Babel séu keyptir á rúmlega einu ári – allir fyrir yfir 10 milljónir punda.

  Ég vil þessa menn bara burt, og það strax !

  Gott og vel. Ég sé samt varla að spennandi eigendur séu handan við hornið.

 24. Við verðum líklega að vera sammála um það Einar, að vera ósammála um sumt…en þó um leið sammála um annað. Ég get vel tekið undir þau orð þín, að það séu kanski ekki neinir spennandi eigendur handan við hornið… þó svo að maður viti svo sem ekkert um það. En ég tel líklegt að það sé rétt hjá þér.

  Nú kann ég ekki að gera svona “Quote”, svo þetta komi allt saman í voðalega fallegum ljósbláum ramma hjá mér, en þú sagðir 🙂 (innsk. EÖE – búinn að breyta þú gerir bara > á undan hverri málsgrein til að gera kvót)

  “En það er ekki eðlilegasti hlutur í heimi að leikmenn einsog Torres, Mascherano, Keane og Babel séu keyptir á rúmlega einu ári – allir fyrir yfir 10 milljónir punda.”

  Afhveru er það ekki eðlilegasti hlutur í heimi? Fyrri eigandi seldi liðið, vegna þess að hann treysti sér ekki til þess að eiga það áfram. Hann treysti sér ekki til þess að setja þá fjármuni í félagið sem til þurfti, til þess að ná árangri. Það var ljóst að það þyrfti að styrkja liðið.. það var ljóst að það þyrfti að kaupa leikmenn…STERKA LEIKMENN. Fyrri eigandi treysti sér ekki til þess og seldi liðið.
  þAÐ VAR AKKÚRAT ÞESS VEGNA SEM ÞEIM VAR SELT LIÐIÐ. Það var mjög eðlilegt að kaupa sterka leikmenn. Það var það sem þurfti að gera, og þeim var fenginn klúbburinn til þess að gera þessa hluti. Það var alveg sama hver hefði keypt þennan klúbb, það lá alltaf fyrir að það þyrfti að styrkja liðið, og það talsvert. Við þetta má svo bæta, að þeir leikmenn sem þú nefnir (Torres,Masch, Keane og Babel) að hafi verið keyptir á rúmu ári, voru auðvitað ekkert keyptir allir í einum pakkadíl. Það tók fleiri en eitt síson að kaupa þessa menn, og við vorum ekkert að kaupa meira en hin “toppliðin” á Englandi.Svo má ekki gleyma því að það er búið að selja fyrir talsvert fé, til þess að fjármagna kaupin á sumum þessara leikmanna.
  Nú er ég ekki að gera lítið úr eigendunum hvað leikmannakaup varðar.. ekki misskilja mig, en eins og ég segi, þá lá bara alltaf fyrir að nýjir eigendur yrðu að leggja fé til leikannakaupa.. við vorum einfaldlega að dragast það langt á eftir öðrum liðum hvað það varðar. Svo má heldur ekki gleyma því, að liðin sem við erum að berjast við í efsta hluta deildarinnar, hafa ekkert verið að kaupa fyrir lægri upphæðir þessi tímabil, og af þeim sökum hefur síst verið keypt of mikið til liðsins.

  Svo held ég að menn þurfi að róa sig aðeins í þessu krepputali. Eftir að hafa lesið sum kommentin hérna, þá mætti halda að það hefði bara enginn orðið efni á því að negla nagla í spýtu. Staðan á markaðnum er slæm, því verður ekki neitað, en auðvitað eru stórframkvæmdir í gangi út um allar trissur, og fullt af mönnum að framkvæma stóra hluti. Sumir eru svo bara í betri aðstöðu til þess að tryggja sér fjármagn en aðrir. Kanarnir eru bara greinilega ekki “sumir”, heldur “aðrir” .. hvað þetta varðar.

  Læt þetta duga í bili. Þegar þú kemur norður Einar, þá er nauðsynlegt að ræða þetta betur yfir köldum öl, því þessari umræðu er ekki lokið. Ég óttast hinsvegar að mjólkursýrumyndunin í puttunum á mér aftri mér frá því að halda á gaffli, ef ég held mikið lengra áfram að sinni.

  Insjallah…Carl Berg

 25. Út með þessa bjána og það strax. Þeir eru búnir að brjóta nánast öll loforð sín á mettíma og gera klúbbinn að athlægi í leiðinni. Það er algjörlega ljóst að þeir höfðu engan veginn efni á að kaupa félagið, Klinsmann ævintýrið og svo smábarnaháttur þeirra sín á milli gerir þá svo fáránlega vanhæfa að það er ekki einu sinni hægt að reyna að verja neitt hjá þeim í eina sekúndu. Bara út með þessa kjána strax.

 26. Það að ákveðið sé búið að fresta framkvæmdum á nýja vellinum getur ekki komið neinum miðað við aðstæður á fjármálamörkuðum allsstaðar í heiminum.

  Líklegast er þetta skynsamlegast í stöðunni. Vitanlega er maður ekki sáttur en hvað er hægt að segja? Ekki er hægt að taka þenna völl á visa rað?

 27. “Þeir lofuðu að byggja nýjan völl tiltölulega fljótt og ég efa ekki að þeir hefðu staðið við það loforð ef að allt hefði verið eðlilegt á fjármálamörkuðum.”

  Ég myndi nú tæplega segja að ástand síðustu ára hafi verið eðlilegt!

Riðladráttur Meistaradeildar 2008/9

Riera er að koma (staðfest af Rafa)