Liverpool 1 – 0 Standard Liege

Eftir þessa 210 mínútna óvæntu háspennurimmu er ekki hægt annað en að byrja á að hálfpartinn samhryggjast mótherjunum, þetta belgíska lið spilaði svo sannarlega ekki eins og minna liðið gegn Liverpool í þessu einvígi og Standard Liege virðist vera hörkuklúbbur heilt yfir, með gott og kraftmikið lið og stuðningsmenn sem minna á sjálfan rauða herinn.

En manni líður ekkert betur með frammistöðu Liverpool fyrir því, þeir eru að spila leikkerfi sem þeir virðast ráða afar illa við, vandræðalega illa á köflum með menn í aðalhlutverkum sem passa alls ekki saman. Leikurinn í dag var eiginlega beint framhald af síðustu þremur leikjum og vægast sagt afar pirrandi.

Liðsuppstillingin hjá okkar mönnum í kvöld (og vonandi í síðasta sinn í bili) var svohljóðandi:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Kuyt – Gerrard – Alonso – Benayoun

Keane – Torres

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Agger, Plessis, Spearing, El Zhar, Babel.

Aurelio kom inn fyrir Dossena frá Boro leiknum og var það að í góðu lagi mín vegna enda bjóst maður nú við öflugri sóknarleik frá vinstri vængnum, þar sem Babel kæmi jafnvel inná í seinni og setti allt í háaloft. Sú varð nú aldeilis ekki raunin.

Leikurinn byrjaði þó sæmilega hjá okkar mönnum fyrstu mínúturnar, vorum með boltann og af og til sást glitta í ágætis spil. Það breyttist þó eftir ca. 10.mín þegar Liege fær sitt fyrsta færi, hörkuskot fyrir utan frá nemanda ársins 2006 hjá belgíska leiklistarháskólanum Mbokani að mig minnir. Stuttu seinna fengu þeir annað færi sem Jose Reina varði listavel og bjargaði þar með andliti okkar manna enn eina ferðina. Þannig gekk fyrirhálfleikur nokkurnvegin. Liverpool reyndi að byggja upp eitthvað spil en góð pressa gestana á andlausa miðjumenn okkar lét sóknartilburði okkar líta út eins og fólksbíl á sumardekkjum í fljúgandi hálku. Eitt umdeilt atvik átti sér reyndar stað þegar okkar menn heimtuðu víti þar sem boltinn var handleikinn innan teigs af liggjandi manni, læt aðra um að fella dóm á það atvik, ég var allavega ekkert trylltur.

Í hálfleik bjóst maður við að Rafa myndi koma mönnum inn á rétta braut og heimta MIKIÐ BETRI frammistöðu gegn ekki sterkari mótherjum og jafnvel gera bara breytingar strax. Það var auðvitað ekki upp á teningnum og áfram hélt þessi kvöl fyrir okkur stuðningsmenn. Allar okkar sóknaraðgerðir voru svona næstum því, það var varla að við næðum skoti á markið svo heitið geti. Kanntspil Kuyt og Bennayoun var hreinn brandari, rólyndis hlaup þeirra inn á miðju eða jogg þeirra upp í hornin voru afar auðlesin og skiluðu litlu. Á meðan var Gerrard fastur allt of aftarlega á vellinum að passa Alonso sem átti í tómu basli með miðsvæðið gegn reyndar mjög spræku miðjupari gestana, þeim Defour og Fellaini.

Reyndar dró töluvert af Standard í seinni hálfleik og þeir fóru að draga sig aðeins aftar og létu Mbokani hlaupa svolítið, en eftir þetta einvígi er ég gríðarlega feginn því að sá kappi er ekki betri slúttari því þá værum við í sjokki núna. En seinni hálfleikur tók enda um síðir, bæði lið áttu inn á milli sæmilega spretti en ekkert sem fékk mann til að standa upp yfir, meira var um að maður lét út úr sér nokkur vel valin fúkyrði og spyrðist fyrir um það hvar í andskotanum Peter Crouch væri?

Ég bjóst nú samt ekki við öðru en við myndum nú sigla yfir þetta lið í framlengingu enda voru Liege menn farnir að þreytast og ég hreinlega neitaði að trúa að Liverpool gæti fallið út á þessu stigi keppninnar.

Framlengingin var nokkurnvegin framhald af seinni hálfleik, við vorum meira með boltann án þess að skapa mikið og bera fór á mistökum úr ótrúlegustu áttum, Torres var með móttöku sem Sissoko hefði roðnað yfir og hvaðeina. Kuyt átti ágætt skot frá vítateigslínunni eftir að hafa unnið boltan en það fór rétt framhjá, Arbeloa af öllum mönnum kom svo með eina bestu tilraun okkar manna þegar hann smellhittiboltann út við hliðarlínu en Espinoza í marki Liege var með þetta allt á hreinu. Stuttu seinna átti hinn spræki El Zhar svo klárlega að fá víti, en hann hafði tekið varnarmenn Liege listavel á og var klárlega sparkaður niður beint fyrir framan dómarann en fékk ekkert fyrir sinn snúð. Það var semsagt bara ekkert að ganga og mest lítið í spilunum hjá okkar mönnum sem fékk mann til að búa sig undir “flautukörfu”. En á 118. mínútu fær Babel blöðruna og fer með hana út í horn, þar tekur hann bakvörð Liege á og nær góðum bolta inn á fjærstöng, þar gat ekki verið neinn annar mættur en Dirk Kuyt sem laumaði sér á ótrúlegan hátt á bakvið Dante og hamraði boltann í netið. Snilldarmark hjá Kuyt og eitt af því fáa sem hann gerði af viti í sóknarleiknum í kvöld, en það var svo sannarlega vel tímasett hjá honum og hreint hræðilega mikilvægt.

Áfam höldum við því að misnota máltækið “winning ugly”, það er auðvitað þræl pirrandi alveg en á maðan maður veit að það býr MIKLU meira í þessu liði og að það kallast jú auðvitað WINNING ugly þá er maður ekkert farinn að örvænta strax. Liverpool var klárlega að spila gegn mótherjum sem þeir bjuggust ekki við að væru svona sterkir og geta þegar horft er á einvígið í heild þakkað Jose Reina all hressilega fyrir að vera komnir í riðlakeppni UEFA. En það eru sigurvegararnir sem er munað eftir og við eigum líklega lítið eftir að spá í þessum leik þegar fram líða stundir, maður gæti samt ekki verið fegnari að þessar 210 mínútur eru búnar, þetta var allt allt of tæpt.

Til að enda þetta vil ég aðeins pæla í frammistöðu leikmanna og þessu blessaða leikkerfi. Ég skil ekki alveg afhverju við erum aftur farnir að leggja upp með 4-4-2 kerfið og nota í það sömu menn og hafa sannað getuleysi sitt í því fyrir. Það eru 3 ár síðan Gerrard og Alonso combó-ið var rétt búið að klúðra fyrir okkur úrslitaleik þessarar keppni, en þeim var bjargað fyrir horn með því að djúpur miðjumaður var settur inná og Gerrard gefið frelsi. Þetta virðist ekkert hafa breyst, Gerrard vill svolítið hverfa þegar hann fær ekki að leika lausum hala og er að mínu mati vannýttur þegar hann er að spila of langt frá markinu, Alonso hefur bara enganvegin worke rate-ið í að spila sem solo varnartengiliður og það hamlar því að bakverðirnir okkar geti beitt sér í sóknarleiknum eins og maður hefði viljað. Aurelio og Arbeloa voru samt ekkert arfaslakir í kvöld en báðir geta betur.

Kuyt og Bennayoun hafa verið arfaslakir sóknarlega í upphafi tímabils og voru það einnig í kvöld, fyrirsjáanlegir, allt of hægir og hvorugur virðist vera hreinræktaður kanntmaður. Ég er ekki aðáandi þess að Kuyt sé byrjunarliðsmaður hjá okkur en það er á svona momentum sem maður vill að stungið sé upp í mann, líklega tekur Kuyt nú við kyndlinum af norska vini mínum sem sérhæfði sig í að skora þegar ég var búinn að fylla úr blótkvótann. Long may it continue.

Þessir fjórir miðjumenn ná ekki að skapa mikið fyrir sóknarmennina okkar enda í töluverðri fjarlægð frá þeim og það segir sína sögu að við náum Torres aldrei einum í gegn á móti Standard Liege, hvað þá Keane sem í fyrsta skipti á ævinni lítur út fyrir að skorta smá uppá sjálfstraustið!!! Þeirra samvinna á samt ekki eftir að batna mikið fái þeir ekki betri þjónustu.

Aftast erum við svo nokkuð vel settir, Carra stendur ALLTAF fyrir sínu og Skrtel var að spila vel í kvöld, það var nú bara ekki eins hrikalega mikið um þessar ömurlegu löngu spyrnur þeirra í kvöld og þeir koma báðir vel frá leiknum. Á bak við þá er svo eini leikmaðurinn (ásamt Carra kannski) sem virðist vera mættur til leiks þetta tímabilið, Jose Reina. Hann vel ég mann leiksins í kvöld, bæði vegna þess að hann stóð uppúr í dag og einnig vegna þess að það er alfarið honum að þakka að við erum ennþá með í meistaradeild Evrópu.

Af bekknum komu svo þeir fóstbræður Babel og El Zhar, sá hollenski er að að gera sitt allra besta til að dempa væntingarnar sem maður gerði til hans fyrir þetta tímabil með afar ósannfærandi byrjun, á meðan sá marakóski virkar þræl sprækur alveg og rættlætir það ágætlega að vera búinn að slá Pennant út úr hópnum. Babel er þó sá sem getur gert eitthvað óvænt upp úr þurru og það var hann sem náði þessum kross fyrir á 118 mínútu. Þannig að ágæt innkoma hjá báðum þegar á heildina er litið.

Hvað um það, nú er búið að stilla miðið á Róm, það er það eina sem skiptir máli eftir svona rimmu.

Takk fyrir

Einar Babu

52 Comments

 1. Guð hjálpi okkur ef þetta fer nú ekki aðeins að skána. Kuyt sýnir samt hversu ofboðslega duglegur hann er og kannski fer maður að viðurkenna að hann getur nú okkur mikilvægur. En jæja við komnir áfram og til hamingju með það…….

 2. Sorglegt og taugaslítandi að horfa upp á þetta og sigurinn gat varla verið tæpari – en veturinn er allur framundan og eigum við ekki að segja að nú sé leiðin bara upp á við?

 3. Af hverju var þetta tæpt? Var þetta ömurlega belgíska lið líklegt til að setja’nn? Hvað er að vera tæpt? West Ham gerði jafntefli við MACCLESFIELD í Carling Cup í kvöld, en vann 4-1 í framlengingu, var það tæpt eða stórsigur??

 4. Það var sorglegt að horfa á þetta voru ekki að spila sinn bolta voru að flýta sér of mikið með löngum boltum, en þegar að þeir spiluðu bara vel uppá kantinn þá kom mark, en það voru nokkrir góðir punktar Babel var sprækur og svo átti Nabil El Zhar að fá víti en þeir kláruðu þeir þetta þó og eru komnir áfram, svo .etta getur aðeins orðið betra.

 5. þarf ekki að vera fallegt. 4-4-2 án kantmanna ekki líklegt til árangurs

 6. Jæja taugaleikur afstaðin og meistaradeildin kallar á okkur 😉 jæja ég var nú búin að blóta liðinnu hressilega í kvöld og sérstaklega Kyyt en hann átti nú aldeilis eftir að svara til baka 😉 og eitt af HIGHLIGHT af leiknum og mest spennandi við leikinn var rifriltið á milli þjálfaranna segir það ekki mikið um þennan leik?

 7. Það er tæpt þegar það gerist á síðustu stundu. Það er tæpt þegar lítið er eftir. Það er tæpt þegar ekkert gerist í venjulegum leiktíma. Það er tæpt að þurfa framlengingu. Það má líka orða það öðruvísi en þetta orðalag var valið í hita leiksins og nú skilja það allir.

 8. Aron Elí á hvaða leik varst þú að horfa á?? Babel sprækur?? Babel gat nákvæmlega ekkert í leiknum. Nánast allar hans sendingar fóru í rugl og hann gat ekki einu sinni komist framhjá varnarmanninum. Eina sem bjargar að hann fær að vera í hóp í næsta leik er sendingin undir lokin sem Kuyt bjargaði honum með…
  El Zhar var mun betri og vonandi fer hann að standa undir því að hafa verið valinn næst bestur á eftir Messi í HM U20 hér um árið…

 9. Ég er feginn að þurfa ekki að skrifa þessa leikskýrslu. Ég þurfti að skrifa leikskýrslu um svipaða hörmung fyrir þrem árum og hún var stutt. Ef ég hefði skrifað þessa leikskýrslu, þá hefði ég einfaldlega sagt:

  Guði sé lof að þriðjudags- og miðvikudagskvöldunum í vetur er bjargað

  Í alvöru talað, við vorum í alvörunni farin að tala um það sem vorum heima hjá mér að við gætum verið að horfa fram á að Liverpool kæmist ekki í Meistaradeildina í ár. Ímyndið ykkur hvað það hefði verið hræðilegt. Ég get varla hugsað þá hugsun til enda.

  Það er fáránlegt en þeir tveir menn sem voru sögulega lélegir í þessum leik skulu svo hafa skapað markið. Orð fá vart lýst því hversu lélegir Hollendingarnir tveir voru í kvöld.

  El Zhar var bjartasti punkturinn í kvöld. En ég segi bara aftur: Við erum komnir í Meistaradeildina og það skiptir öllu máli. En okkar menn VERÐA að bæta sig fyrir Aston Villa – við getum ekki unnið mikið lengur með svona frammistöðum.

 10. Einhver deyfð yfir mannskapnum, og þeir virka frekar þungir, en við erum ennþá taplausir ! Er þetta ekki ekta meistaraheppni ?
  Þetta minnir óneitanlega á marga man utd leiki, þar sem þeir grísast alltaf til að skora á síðustu mín.

 11. Ef ég hefði sett markmið fyrir Liverpool hvernig staðan ætti að vera á þessum tímapunkti þá væri það að vera með 6 stig og komnir í riðlakeppnina í meistaradeildinni þannig að ekki er hægt að kvarta en samt…….

 12. Þetta var alveg hræðilegt. Ég er ekki að finna þessa sigurtilfinningu eins og ég ætti að vera að gera núna. Er það einfaldlega vegna vægast sagt slakrar frammustöðu í síðustu leikjum, eða öllu heldur öllum leikjunum á þessu seasoni (fyrir utan æfingaleiki). En ég þarf aðeins að nefna Keane, keane fannst mér alveg hrikalega lélegur og bara þungur á sér og ég trú ekki öðru en hann skáni. En það er bara ekki nóg, hann þarf svo miklu meira en að skána. El zhar var okkar besti maður í kvöld. Aurelio fannst mér líka fínn, stóð fyrir sínu bæði varnalega og sóknarlega. En það var Pepe Reina sem kom okkur í gegnum þessa rimmu, ég held að það séu lang flestir sammála mér um það

 13. Þetta var í fyrsta skiptið sem e-ticket hefur komið sér vel, sá leikinn í ótrúlegum gæðum, og verð að segja þetta var allan tímann öruggt.
  Það er óþarfi að stressa sig á hlutunum þegar maður veit að maður á að þjást.
  Ég hef þjáðst sem liverpool aðdáandi síðan Souness kallinn tók við og kann ekki við ef það á að breytast nú 🙂
  Nú verður spennandi hvaða lið taka við hlutverki standard liege nú í vetur.

 14. þessi spilamennska er farin að gera mig verulega pirraðan og eftirvæntingin fyrir leiki minnkar með hverjum leiknum sem líður. varnarleikurinn er solid og það er jákvætt. en sóknarleikurinn er ótrúlega hugmyndasnauður. leikmenn láta boltann ganga sín á milli og það gerist ekki neitt. það er vegna þess að sendingaleiðirnar eru augljósar sökum fárra óvæntra hlaupa og annarra aðgerða sem eru notaðar til að brjóta upp varnir. ég er mjög ósáttur við sóknarleik liðsins og ég vona að hann breytist sem fyrst.

  mér fannst öll vörnin eiga fínan leik og el zhar kom vel inn í þetta. aðrir eiga að geta gert svo miklu miklu miklu betur.

 15. Ég var farinn að sjá Liverpool í UEFA cup. Það er enginn framför í liðinu frá síðustu þremur leikjum, ENGINN!!!!!!

  Keane skelfilegur, Benayoun glataður, Kuyt gríðarleaga ömurlegur, tekur ekki á móti bolta nema að missa hann 2-3 metra frá sér. Torres leit út eins og hann hefði aldrei spilað fótbolta áður á æfinni, sáuði feilana hjá gaurnum?

  Kuyt skoraði en hann á ekki að fá að vera í byrjunarliðinu í næsta leik, ég vil fá El Zhar í liðið frá fyrstu og ég myndi vilja sjá Keane víkja fyrir Mascherano og fá þá Gerrard upp með Torres.

  Annars er vetrinum bjargað sem er frábært. Borgnesingar fjölmennum á Vinakaffi.

 16. Mér fannst nú einmitt málið að menn létu boltann ekki ganga… alltof mikið af hlaupi með bolta. Batnaði samt eftir því sem á leið.

  En ég heyrði breska þulilnn segja að við yrðum að komast í riðlakeppnina til að klára Riera dílinn…. heyrði einhver það ? Allavega sorglegt ef við þurfum 12M í tekjur til að geta keypt leikmann á 8M búnir að vera að bjóða í leikmann sem kostar líklega 18M. Segir mikið um fjárhagsstöðuna.

 17. Ég verð að sega það enn og aftur,,,, Keane er ekki að gera neitt, hann er farþegi í þessari Liverpool rútu, og Beanyoun á ekki að byrja leik með Liv, hann er eins og óli gunnar sólsker, á að koma inná þegar illa gengur. Babbel er að sýna að hann er kominn í gang, og eigum við ekki að hætta að vera með þessi leiðindi út í Kuyt, því að hann er að gera það mjög gott. Torres er alltaf að ögra en hann þarf að fá eitthvað úr að moða , og að lokum vörnin var sæmileg. P.S Keane verður að GIRÐA almenilega upp um sig, ef hann á að fá að spila með LIVERPOOOOOOOL

 18. En ég heyrði breska þulilnn segja að við yrðum að komast í riðlakeppnina til að klára Riera dílinn…. heyrði einhver það ? Allavega sorglegt ef við þurfum 12M í tekjur til að geta keypt leikmann á 8M búnir að vera að bjóða í leikmann sem kostar líklega 18M. Segir mikið um fjárhagsstöðuna.

  ArnarÓ, líkurnar á að einhver þulur á Sky hafi einhverja minnstu hugmynd um fjárhagsstöðuna hjá Liverpool eru svona sirka 0,5%. Mun líklegra er að hann hafi togað þessa fullyrðingu útúr rassgatinu á sér.

 19. Eitt er þó á hreinu, kaupin á Kuyt geta ALDREI talist slæm. Þau borguðu sig heldur betur í kvöld. Annars var þetta verulega slakt. En við erum að vinna leikina þrátt fyrir að spila mjög illa. Einhverjir Man U aðdáendur ættu nú að kannast við það… Nú hlýtur leiðin að liggja uppá við. Hjartað á mér má ekki við meiri spennu í bili…

 20. Að vera með Torres, Gerrard og Keane frammi en Kuyt og Benayoun á köntunum er eins og að kaupa sér Ferrari og keyra hann á felgunum..

 21. Ég veit ekki hvað skal segja eftir svona leik. Standard Liege lék leikinn skynsamlega og mjög vel, en þegar á leið leikinn fór tafirnar og stælarnir í þeim að fara í mínar fínustu. Ég var ánægður með kúlið hjá Rafa þegar þjálfari Standard ætlaði að hella sér yfir hann eftir að einn standard maðurinn “meiddist” og þeir spörkuðu boltanum út af og liverpool gaf ekki til baka… ótrúlega ljúft að sjá kúlið “in action”!

  Ég sat á Mongó með nafna mínum og þarna voru nokkrir. Allir virtust sammála um að leikurinn hefði verið of tæpur, því Liverpool á að geta miklu betur.

  Og ég skil ekki hvernig lélegasti maðurinn á vellinum gat gefið þessa sendingu á Kuyt, sem hafði verið slappur sjálfur, og þeir klárað leikinn. Babel var fyrir utan þessa sendingu algjörlega hræðilegur!

  Reina átti fínar vörslur, en mér er sama hvað allir segja … við sessunautarnir vorum sammála um að Xabi Alonso hefði verið skásti maður Liverpool í leiknum. Hann átti góðar sendingar inn á milli, átti skot, varðist vel og pressaði. El Zhar átti ferska spretti og átti að fá víti, en alls ekki skásti maðurinn í leiknum.

  Liege á hrós skilið fyrir sína spilamennsku, fyrir utan ömurlega leikþætti og dýfingar í grasið svona undir lokin. En sigurinn var sanngjarn.

  Áfram Liverpool, og sýnum nú að án Gerrard, getum við alveg unnið Barry og félaga í Aston Villa. Ég vona að FH-ingar sjái til þess að þeir verði í molum um helgina … 🙂

  Áfram Liverpool!

 22. “ArnarÓ, líkurnar á að einhver þulur á Sky hafi einhverja minnstu hugmynd um fjárhagsstöðuna hjá Liverpool eru svona sirka 0,5%. Mun líklegra er að hann hafi togað þessa fullyrðingu útúr rassgatinu á sér.”

  Ekki að það skipti neinu máli – en það var Jim Beglin sem var að röfla um þetta í lýsingunni á ITV. Sammála Einari um að hann veit ekki rassgat um þetta. Hins vegar hefði Liverpool orðið af ca. 15 milljónum punda í tekjum ef þeir hefðu dottið út. Það sorglega er að þeir gátu ekki neitt. Bæði Kuyt og Yossi leituðu alltaf inn á miðsvæðið og það skemmdi fyrir Torres, Keane og Gerrard. Það komu nánast aldrei hlaup upp kantana og sóknarleikurinn var rosalega geldur. Maður er því miður hálf niðurdreginn þrátt fyrir sigurinn.

 23. “En við erum að vinna leikina þrátt fyrir að spila mjög illa. Einhverjir Man U aðdáendur ættu nú að kannast við það…”

  Jújú, en ólíkt ykkur þá könnumst við líka við það að spila vel 😉

 24. Það er augljóst að Torres saknar síns partners frá því á síðasta tímabili og mér sýnist sóknin almennt sakna hans…því miður. Ef Keane stendur ekki undir væntingum þá megum við ekki við þessu og Gerrard verður að fara framar. Frábær lýsing annars hjá Kjartani í #21 ,,Að vera með Torres, Gerrard og Keane frammi en Kuyt og Benayoun á köntunum er eins og að kaupa sér Ferrari og keyra hann á felgunum..” Benni á bara að koma inná þegar allt annað þrýtur og Kuyt er enginn kantari…enda var hann inni í boxinu eins og striker þegar hann skoraði í kvöld. Guði sé lof annars fyrir Kuyt í kvöld:)

 25. Það var átakanlegt að horfa á þetta. Má segja að heppni hafi verið með Liverpool í þessu einvígi heilt yfir. Það hefði orðið gríðarlega erfitt fyrir liðið að vera með 1-0 tap úr fyrri leik á bakinu fyrir þennan leik, tala ekki um ef belgíska liðið hefði komist yfir í leiknum. Það var lítið í spilunum að Liverpool næði að skora í þessum leik.
  Sigurinn hafði engu að síður. Persónulega fannst mér miðverðirnir bestu menn Liverpool í kvöld og Alonso átti ágætis seinni hálfleik. Annars var þetta ansi dapurt og menn verða sýna betri tilburði gegn Villa ef þeir ætla sér 3 stig.

 26. LOL !!! Djöfull er ég sammála þér Kjartan # 21…..
  Það er engan veginn ásættanlegt að vera með þá sem kantmenn. Þvílík hörmung ! Kuyt potaði inn sigurmarkinu og ég elska hann fyrir það 🙂 en hann er enginn kantmaður, og djö…. er ég komin með leið á þeirri setningu “,Hann er svo duglegur,”….. Arrrghhh En í kvöld má hann njóta þess.
  Og Benayoun er ekkert meira en “squad player”. Og ég held að Benítez sé loksins að átta sig á því með kaupunum á Riera.
  Og hvar eru N’Gog, Nemeth og Pacheco ? Bestu leikmennirnir í undirbúningsleikjunum ! Annars, Fucking snilld ! Virku dögunum í vetur bjargað………. Áfram Liverpool

 27. Babu ???? snildarmark hjá Kuyt, og eitt af því fáa sem hann gerði í sóknar.. O.S.F. Mér fannst Kuyt vera duglegur, og einn af okkar bestu mönnum í kvöld. Hvernig stendur á því að enginn talar um Keane, og engin talar um það að hann gerði ekki neitt, enda tekinn út af. Torres? ekkert gekk hjá honum, og svo var hann að reyna þessa brellu að fara á milla tveggja manna, en það gekk bara alls ekki upp í kvöld ,,, því miður.Ég er ekki að segja að Liv hafi verið góðir, en mér finnst að þeir séu að spila betri bolta en þeir hafa verið að gera í síðustu 3 leikjum. það sem mér finnst leiðinlegt, er að menn eru alltaf að ráðast á sömu mennina, þó að þeir séu að gera góða hluti (kuyt) , en sega aldrei neitt um hina, sem í þeir augum eru stjörnur.

 28. Einsi Kaldi, þú hlýtur að vera að fokking grínast í því að finnast Kuyt vera góður í kvöld. Hann var einfaldlega HRÆÐILEGUR – móttakan hörmung og sendingarnar nánast allar lélegar. Munurinn á Kuyt og Keane er að Keane er búinn að spila 3 leiki fyrir Liverpool, Kuyt tvö heil tímabil.

  Á þessari síðu hefur aldrei skort þá sem hafa varið Kuyt (ég þar með talinn á tíðum undir lok síðasta tímabils). En það er hreinlega ekki hægt að hrósa honum fyrir frammistöðuna í kvöld. Hún var fullkomlega afleit í 116 mínútur.

 29. Mér finn samt alveg gleymast að nefna að það vantar jú Masch.
  Gerrard er neyddur til að leita aftar þegar hann vantar. og reyndar liðið í heild.
  Mér sýnist að masch sé orðinn jafn ómissandi og Gerrard

  Ég hefði einnig viljað sjá betri byrjun hjá Keane. Virðist ekki alveg finna sig, en hjartað virðist vera á réttum stað hjá honum.
  Reyndar held ég að við komum til með að sjá hann stíga upp núna um helgina gegn Aston V. Hef RB grunaðan um að hafa keypt Keane sem nokkurs konar Back up fyrir meiðsl hjá Gerrard

  Eigum við svo ekki að fara að Kuyt í sátt. Skrambakornið! 🙂

 30. Einsi kaldi, EÖE svarar þessu nú eiginlega fyrir mig. En þetta er í það minnsta mín skoðun á honum. Hann (ásamt fleirum) var að gera mig gjörsamlega geðveikan á köflum í kvöld og mér fannst hann enn á ný langt í frá ásættanlega góður í kvöld, tek það samt ekki af honum að hann bjargaði vetrinum ásamt Babel og hann er svona tegund af karakter sem ég hefði t.d. viljað að tæki víti ef til þess hefði komið. Segi það enn á ný, Kuyt er leikmaður sem hefur allt sem fótboltaleikmaður á hæsta leveli þarfnast nema gæðin.

  Ég verð nú seint sakaður um að hafa hrósað Torres og Keane mikið eftir leikinn í kvöld en ég veit að þeir eru nokkrum ljósárum betri en Kuyt og í þokkabót finnst mér Kuyt (og félagar á miðjunni) vera stór partur af því að svona lítið sést til Keane og Torres.

  • 210 min, eru það ekki eitthvað “iffy” útreikningar ?

  Ég var næstum búinn að slá þessu upp í reiknivél eftir þetta komment 🙂

 31. Einar Örn , ég get alveg viðurkennt það að Kuyt átti sínar slæmu sendingar og móttökur, en félagar hans voru sömuleiðis svipaðir í því. En ekki segja að Keane sé í fyrsta sinn að spila í ensku úrvalsdeildini + hann átti að vera marka skorari, en móttökur,sendingar og skot að marki eru út í hróa. Ég get ekki sagt að hann sé eitthvað sem ræður úrslitum hjá Liv. þótt að hann sé að spila í 3-4 sinn með Liv þá er hann 100 sinnum búinn að spila í úrvalsdeildini, en taktu eftir,,,, með miðlungs liðum..

 32. Jæja strákar. Liðið komst áfram í kvöld og það var fyrir öllu. Vil síður hugsa til enda þann möguleika að liðið dytti út. Hvernig yrði veturinn þá? Frekar kaldur. Og einmitt vegna þess hve byrjunin er brösótt og lítt traustvekjandi, en þó komnir áfram, þá ætla ég að spá því að Liverpool spili úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Spái síðar hvernig sá leikur fer.

 33. menn eru alltaf að blóta leikkerfinu og af hverju Benitez spilar með Gerrard og Alonso saman í 4-4-2. Ástæðan er einföld, hver annar á að spila á miðjunni. Lucas og Mascherano voru frá og Plessis er ekki tilbúin í byrjunarliðið. Ég held að þetta eigi eftir að breytast núna og það verði aftur farið i 4-2-3-1 þar sem Gerrard, Keane, Kuyt, Babbel, Benayoun og nýr leikmadur rotera med Torres fyrir framan. Það sást á EM í sumar ad Torres er langbestur einn uppi. Þegar Villa meiddist þá blómstraði Torres og vann úrslitaleikinn. Svo verða Mascherano og Alonso fyrir framan vörnina.

  Ástæðan fyrir að Benitez vildi Barry er að hann getur spilað 3 stöður í tessu leikkerfi, í stað Alonso, sem bakvörður og sem einn af 3 mönnum fyrir aftan Torres (svipaður og Kyut nema á vinstri kanti). Svo virkar hann líka í 4-4-2 á vinstri kanti.

  Það er enginn furða að Benitez var pirraður, Barry (reyndar á uppsprengdu verði) hefði leyst svo mörg vandamál fyrir Liverpool og það hefur komið bersýnilega í ljós í byrjun tímabilsins. Núna lendum við í stökustu vandræðum ef 2 af Gerrard, Mascherano og Alonso meiðast sem er alls ekki ólíkleg staða

 34. Vá hvað ég er sammála Einsa Kalda, Kuyt var mjög góður í þessum leik. Mér fannst frábært að sjá hvernig hann reif menn áfram í framlengingunni og náði upp baráttundanda í liðið. Vilji hefur komið mönnum ansi langt….eins og markið sýndi. Þó að allt hafi ekki gengið upp hjá honum þá heldur hann áfram…….og skorar líklega mikilvægasta mark Liverpool þetta árið!

  Hins vegar er hann ekki fljótur og því verður hann að hafa fljóta leikmenn í kringum sig til að brjóta leikinn upp (eins og El Zahar gerði). Þá er ég ekki að tala um EINA sóknarmanninn okkar heldur hina sem sækja með á vörnina. Babel, Benayoun og Keane voru hreinlega mjög slakir en Kuyt spilar alltaf sinn leik.

  Ef ég fengi að velja liðið þá er Kuyt númer 3 eða 4 á blað. Hann er einn mikilvægasti leikmaður Liverpool og algjörglega nauðsynlegur fyrir þetta lið. Frábær leikmaður sem klárar leiki eins og þennan og drífur leikmenn áfram.

 35. Vá hvað ég er sammála þér Júlli. En eruð þið ekki að grínast með að vörnin hafi staðið sig vel hversu oft voru þeir staðráðnir í að leyfa þeim að skora. Engar dekkningar í föstum leikatriðum og virtust hafa borgað sig inn á leikinn sem áhorfendur. Carra skánaði þegar leið á en ef REINA væri ekki til að þrífa eftir þá skítinn væri engin meistaradeild í ár.

 36. Reina hlýtur að teljast maður leiksins, bjargaði okkur hvað eftir annað í fyrri hálfleik. Annars fannst mér Kuyt og Arbeloa frískir á köflum en aðrir voru minna áberandi.
  Keane, Benayoun, Babel og Torres hefðu líklega ekki átt að koma nálægt þessum leik (að mínu mati)

 37. Slappt ….. allt frá vörninni til fremstu manna við voru hvergi nógu samfarandi allt of mikið af lélegum sendingum. Við vorum allt of hægir að koma boltanum upp og þegar hann kom þá tókst okkur ekki að senda hann fyrir. Þrátt fyrir að minn maður Kuyt hafi skorað þá vantar okkur menn sem geta sent almennilega fyrir af kantinum. þá er ég ekki bara að tala um eina
  góða sendingu í leik.

  Áfram Liverpool

 38. Þetta er deja-vu frá því í fyrra þegar við reyndum að spila með tvo framherja og enga kanntmenn – það gekk bara ekki upp, og var ekki fyrr en við fórum að spila með Gerrard í “holunni” að hlutirnir fóru að gerast…

  Veit ekki hvort maður eigi að vera pirraður eða þakklátur að vera með 6 stig af 6 mögulegum og komnir í riðla CL, því það gæti mjög svo auðveldlega verið án sigurs í PL og dottnir úr CL …

  …. þetta verður bara að breytast…

  • 45+45+15+15?

  Ertu að reyna að skilja þetta ekki? Þessi rimma tók 210 mínútur, við spiluðum tvisvar við Liege og seinni leikurinn var framlengdur, 90 + 90 + 30 = 210
  Ég bjóst nú alveg við að umræða um Kuyt yrði issue eftir leik enda menn með mismunandi sjónvörp greinilega þegar hann er í beinni, en ekki út af þessum 210 mín 😉

 39. Eru menn virkilega að hrósa Dirk Kuyt fyrir góðan leik? Hann var skelfilegur! Hann tók markið sitt ágætlega(hvað var varnarmaðurinn að spá???) en fyrir utan það gat hann ekki skít…ekki frekar en Robbie Keane, Steven Gerrard, Benayoun eða Babel eftir að hann kom inn.

  Ótrúlega grátlegt að sjá Liverpool liðið svona skammarlega slakt leik eftir leik…og síðan á einhver Rieira að koma og bjarga málunum, úff….ekki líst mér nú vel á það.

  En úr svartsýni yfir í jákvætt, við erum með fullt hús stiga, komnir áfram í meistaradeildinni og Javier Mascherano mun líklega koma inn í næsta leik. Ég ætla að spá því að ef við vinnum man utd 13. sept að við verðum í baráttu í vor.

 40. Sem betur fer komumst við áfram úr þessu einvígi. Mig grunar að ef við hefðum ekki gert það þá fyrst hefði allt farið af stað á bak við tjöldin hjá klúbbnum og ekki ólíklegt að Benitez hefði verið látinn fara. Þá hefði allt tímabilið hugsanlega verið ónýtt. Sem betur fer komumst við áfram.

 41. Liðið var langt frá því að vera sannfærandi, enda mættu þeir gríðarsterku Standard liði sem var greinilega búið að liggja yfir leik okkar manna. Það vantaði breidd og Standard menn áttu mjög euðvelt með að loka á allar leiðir frá miðju, Xabi og Gerrard voru að skapa litla hættu þangað til El Zahr kom inn á. Kuyt og Benni náðu ekki að ógna neitt frá köntunum, Það gekk illa að meitla sig í gegn og lykilmenn okkar virtust gefast allt of fljótt upp á því verki. Keane virkaði andlaus og reyndi ekki nema einu sinni í fyrri hálfleik að brjóta varnarmúrinn með því að brydda upp á nýjum hlaupaleiðum Kuyt var ekki að ganga vel (mun betur enn Benna) og átti feilsendingar og tapaða bolta í sama magni og aðrir leikmenn EN hann hætti aldrei að berjast og reyndi ALLTAF að bæta fyrir mistök sín, tókst það nokkuð oft, meðan aðrir settu upp fýlusvip og hættu. Mér fannst hann virka fínt í holunni eftir að El Zahr kom inn á, því er hann minn maður leiksins.

 42. Ég hef eytt góðum tíma í gegnum tíðina að verja Rafa og Kuyt sérstaklega, en ég fékk alveg nóg í gær. Ég er ekkert að heimta að Rafa sé rekinn eða neitt svoleiðis, en hvaða rugl er þetta á köntunum? Benayoun gerði varla einu einustu tilraun til að komast upp að endamörkum til að gefa boltann heldur tók strikið beint í miðja belgísku vörnina, sem er ótrúlegt því teigurinn var stúrfullur af stórum og sterkum belgum.
  Og á hinum kantinum er duglegasti leikmaður liðsins sem er einn slappasti kantmaður sem ég hef séð. Hann drepur allan hraða í sókninni og 70-80% allra sendinga eru til baka á varnarmennina. Eins og ég segi er hann ótrúlega duglegur, en þessi duglega týpa er best geymd í afturliggjandi miðjumanni. Þar höfum við Mascherano og því spurning hvort ekki sé hægt að selja annan þeirra til að kaupa alvöru kantmann. “En Kuyt skoraði sigurmarkið” kynni einhver að segja. Það er hárrétt, en eins og gefur að skilja þá var hann í sókninni þegar hann skoraði og gerði gagn í sinni réttu stöðu.

  En besta mál að vera komnir áfram þótt þetta hafi verið tæp. Vonandi fáum við bara góð lið eins og Juve, Bayern í stað þess að fá einhver austur-evrópu leiðindi.

 43. Jæja.
  Ákvað að fá ró á hausinn áður en ég kommentaði. Fyrst. Frábær leikskýrsla Babu, alveg hrikalega sammála henni og ætla því bara að setja hér í stuttu hvað ég hugsaði.
  Alonso út! Strax! Svo hjartanlega sammála því að með hann á miðjunni geta bakverðirnir ekki farið upp. Hann er alltof hægur til að sópa á upp og slakur takklari. Masch og Lucas eru miklu betri í því hlutverki að verja vörnina og gefa bakvörðum sóknarfærið. Ekki það að Aurelio og Arbeloa láta munnvatnið nú ekki leka niður á háls!!!
  Leikkerfið 442 virkar ekki með þessa kantmenn. Einfalt. Kannski verður það með Riera og Babel í formi. Með Benayoun og Kuyt? VONLAUST.
  Hjartanlega sammála með Kuyt. Tapaði minnst 20 boltum og hægur í öllu sem hann gerði. En ég er hættur að blóta honum því hann var sá líklegasti til að skora í þessum fighting í gær. En kantmaður í þessu leikkerfi verður hann aldrei. Kantmenn í þessu kerfi eru t.d. Giggs og C.Ronaldo, menn með mikinn hraða og mikla tækni til að fara framhjá varnarmönnum. EKKI Dirk Kuyt.
  Ég vorkenni Keane. Mikið. Sóknarleikur liðsins er geldari en allt, engin breidd og bara hnoð inn á stóra varnartrukka. Í þessum fjórum leikjum höfum við kannski fengið 2 almennileg færi og Keane annað þeirra, sem hann klúðraði í gær. Það er ofboðslega ósanngjarnt að leggja á hann mælistiku eins og liðið spilar.
  Ég bölvaði allan leikinn í gær og hálfskammast mín fyrir að vera kominn áfram í keppninni. Alveg með hreinum ólíkindum hversu lélegir við erum alltaf í þessari undankeppni og eitthvað sem þarf að fara að skoða.
  En auðvitað gleðst maður yfir því að jafn illa og liði spilar séu þetta tómir sigrar hingað til!

 44. Hvers vegna er Liv að spila svona illa? Jú er það ekki bara af því að mótherjar voru að spila ágætlega og börðus eins og ljón, þannig að sendingar og fyrirgjafir voru mjög slæmar. Kuyt tapaði boltanum 20 sinnum segir Maggi. Eg gat ekki betur séð að flestir í Liv væru að missa boltan.Vörnin? hvað var hún að gera þegar að 2 sóknarmenn Standard kinksuðu.. Hvað voru Keane og Torres að gera betur en Kuyt? eða Benayoun, missti boltan öruglega 20 sinnum ef ekki meira. Eg er alveg sammála að Kuyt á ekki að vera á kantinum en það virðist samt engin í LIVERÐOOL geta verið þar og verið skárri en Kuyt. Margir ef ekki flestallir eru sammála að það vanti kantmenn eins og Maggi nefndi (Giggs og Ronaldo) en stjórinn virðist ekki hafa not fyrir kantara, bara sækja frá miðjuni og hnoðast þar

 45. Það er alveg ljóst að Rafa Benitez þarf kanntara ef hann vill endilega breyta í 4-4-2 aftur. Einhvern vegin fannst mér hann vera að finna rétta blöndu og “gela” liðið dálítið saman í fyrra með 4-2-3-1 kerfinu. Manni fannst mannskapurinn lofa góðu og það lá ljóst fyrir í hvaða stöður þurfti að fylla til að styrkja liðið (sóknarþenkjandi bakverðir, framliggjandi vinstri og hægri miðjumenn).

  4-2-3-1 kerfið virkar nefnilega alveg án kanntmanna. Það gerir 4-4-2 hins vegar ekki alveg svo auðveldlega. Kannski í með einhverri tígul miðju en varla öðruvísi.

  Kuyt, Babel og Benayoun geta vel spilað sem framliggjandi miðjumenn á öðrum vængnum. Þeir eru hinsvegar ekki neinir kanntmenn í eiginlegri merkingu og virka alls ekki sem slíkir í 4-4-2 kerfinu sem við höfum verið að spila.

  Ég skrifa alveg undir það að engin þessara leikmanna er í einhverjum rosa klassa. Babel hefur potential en enn sem komið er ekkert meir en það. Vonandi tekur hann miklum framförum í vetur og verður sá leikmaður sem allir vona að hann geti orðið.

  Það sem ég skil hinsvegar ekki alveg er drullið sem margir ausa á Benny og Kuyt á meðan Rafa er undanskilin allri gagnrýni. Það er jú hann sem velur þessa menn til að leysa stöður sem eru ekki þeirra. Staða Kuyt á vellinum á þessari leiktíð er sú fjórða sem hann leikur undir stjórn Benitez…

Byrjunarliðið gegn Liege

Gerrard fer í aðgerð á nára