Gerrard fer í aðgerð á nára

Rafa tilkynnti það eftir leikinn í kvöld að Steven Gerrard mun fara í aðgerð á nára og verður frá í 10-15 daga. Hann mun því væntanlega missa af leiknum gegn Aston Villa á útivelli – en gæti mögulega verið tilbúinn gegn Manchester United 13.september á Anfield (sem er eftir 17 daga).

9 Comments

 1. Það var svo sem ekki við öðru að búast. Gerrard hefur ekki verið 100% í þessum leikjum sem búnir eru og það hefur haft töluverð áhrif á framistöðu hans. Hins vegar má ekki gleyma hve mikil áhrif nærvera hans hefur á liðið þannig hans verður sárt saknað í þeim leikjum sem framundan eru.
  Það kæmi mér virkilega á óvart ef hann myndi snúa aftur eftir 10-15 daga, þar sem að nárameiðsli geta verið erfið viðeignar og oft þrálát. Nú er bara krossleggja fingur og vona það besta.

 2. nárinn er djöfullegur, það þekkir maður.

  þetta eru virkilega slæmar fréttir og ég vona að gerrard verði fljótur að jafna sig.

 3. Já slæmar fréttir, og góðar því Captain Fantastic verður að vera heill til að allt geti gengið upp.
  Aftur kemur að Mascerano er kominn til baka og ég er viss um að Alonso noti tækifærið og sýni sínar bestu hliðar.

 4. Já og svo er hann líka að missa af tveimur landsleikjum. Er þetta ekki bara svona “aðgerð” sem felst í því að hvíla sig almennilega fyrir eina tvo mikilvægustu leiki í fyrri hluta leiktíðar?

 5. Vissulega slæmt fyrir okkur en þá munu Alonso/Lucas og Mascerano sýna hvað þeir geta og taka Barry og félaga í bakaríið.

 6. Hræðilegar fréttir og á þeim var alls engin þörf 🙁

  Líka alveg “hræðilegt” að það sé landsleikjahlé framundan 😉

 7. Gerrard augljóslega ekki í alvöru standi í haust og gott mál að nota landsleikjahlé í þetta mál! Hann spilar á móti United. Klár á því!

 8. Það stendur á vísi.is að Gerrard muni missa af leiknum á móti Manchester 13.sept

 9. Eyþór #08, ég myndi frekar treysta fréttum á þessari síðu en Vísi.is. which is garbish

Liverpool 1 – 0 Standard Liege

Riðladráttur Meistaradeildar 2008/9