Seinni leikurinn gegn Standard Liege í Meistaradeildinni.

Sæl öll!

Þá styttist í einn mikilvægasta leik ársins á Anfield Road, seinni leikinn í 3.umferð undankeppni Meistaradeildarinnar 2008 – 2009. Annað kvöld mætum við semsagt Belgíumeisturunum í Standard Liege, með verðlaun upp á minnst 12 milljónir punda fyrir sigurvegarann.

Satt að segja var ég búinn að semja pistil á mánudagsmorguninn um „gæði þess að vinna ljótt“ eftir fyrstu þrjá leiki okkar manna í haust en svo rifjaði ég upp undanfarin ár í þessari keppni og ákvað að vera ekkert að storka örlögunum!

Því satt að segja hafa þessar viðureignir verið okkur ansi erfiðar! Utan öruggs sigurs á Toulouse í fyrra höfum við alltaf haltrað inn í þessa keppni, og látið ótrúlega slök lið frá Austurríki, Búlgaríu og Ísrael stríða okkur allverulega!

Mótherjarnir okkar núna eru nú sennilega sterkari en þau lið, en samt eiga þeir alls ekki að vefjast fyrir okkur. En það gerðu þeir heldur betur á sínum heimavelli fyrir tveim vikum þegar einungis frábær frammistaða Pepe Reina skilaði okkur 0-0 úrslitum og í raun fínni stöðu fyrir heimaleikinn!

Ég tel að mjög mikið muni ráðast af byrjun þessa leiks. Belgarnir komu okkur verulega á óvart í upphafi leiks síðast, en svo fannst manni LFC ná sínum tökum á leiknum þegar á leið. Það er alveg ljóst að Standardmenn munu liggja til baka og reyna að sækja hratt, en þann leikstíl kunna þeir vel og eru afar skeinuhættir fram á við. Á sama hátt hefur varnarleikur þeirra ekki verið þeirra sterkasta hlið og ég tel víst að við fáum fullt af færum. Málið verður að nýta færin, helst sem fyrst, og þar með kæfa allt strax í fæðingu. Mæta með hápressuna að vopni og mikil læti, kveikja í vellinum og fylla þessa Belgi minnimáttarkennd yfir því að hafa villst í gryfju ljónsins og drepa alla von um að sleppa vel frá því! Þeir hafa enga reynslu af svona leikjum og það á að nýta sér!

Ef við hins vegar komum hægt úr startblokkunum og gefum þeim færi á að ná upp sjálfstrausti gæti þessi leikur alveg orðið okkur erfiður. Mjög erfiður.

Víkjum þá aðeins að því liði sem ég spái að spili held ég að lítið verði um breytingar frá helginni. Ég held þó að Rafa velji reynslumeiri leikmenn í keppninni og því geri hann tvær breytingar á byrjunarliðinu frá helginni.

Mín spá um byrjunarlið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Kuyt – Gerrard – Alonso – Benayou

Torres – Keane

Semsagt, Aurelio og Agger inn fyrir Dossena og Skrtel. Áfram 4-4-2 þar sem verður hápressað. Babel mun koma fyrstur inná……

Eins og ég hóf pistilinn er ég ekki að reikna með einhverri flugeldasýningu í þessum leik. Liðið er enn að slípast saman og virðist ennþá vera að vinna sig uppúr undirbúningstímabilinu hans Rafa, sem er ákaflega þungt!

Hins vegar er alveg ljóst að við gerum kröfur á það að vinna lið Standard Liege á heimavelli. Að því töldu held ég að leikurinn á morgun verði ekki endilega mikið fyrir augað en í baráttuleik vinnum við 2-0 sigur með mörkum frá Keane og Gerrard, þannig að við getum farið að telja pund og pens á fimmtudagsmorguninn til að styrkja liðið enn fyrir 1.september!

15 Comments

  1. sigur sigur sigur. það kemur ekkert annað til greina. þessi leikur er sá stærsti hingað til á seasoninu og VERÐUR að vinnast!

    ég er sammála byrjunarliðinu nema ég held að babel byrji inná, hef tilfinningu fyrir því að rafa vilji sjá sína menn skora snemma til að standard menn komi framar á völlinn og opni sig frekar. þá eru meiri líkur á að þeir reyni að halda boltanum meira og á meðan eru þeir ekki að beita sínum leiftursnöggu skyndisóknum sem við tókum eftir í fyrri leik liðanna.

    en jesús minn góður ég vona bara að þessi leikur verði sigurleikur.

  2. Ég fer ekki út í viku ef við töpum!!!!

    SIGUR OG EKKERRT ANNAÐ KEMUR TIL GREINA!

    :D:D Annars spái ég 2-1. Torres og Keane.

  3. Verð að viðurkenna að ég hræðist þennan leik alveg ofboðslega mikið. Ég vona svo innilega að við setjum mark á þá snemma í leiknum til að losa spennuna svo mætti annað fylgja fljotlega á eftir.
    Koma svo áfram LIVERPOOL.

  4. Ef Benítez ætlar að halda hreinu þá munu hinir eiturhörðu Skrtel og Dossena að sjálfsögðu verða í liðinu.

    Skil ekki þessa Agger-Aurelio ást í mönnum hérna. Agger á jú eftir að verða lykilmaður í vörn Liverpool á næstu árum en Skrtel er laaaangtum betri varnarmaður en Agger eins og staðan er í dag. Þetta eru jú VARNARMENN þó að Agger sé aðeins betri á boltann. Tilbreytingarleysi í sóknarleik Liverpool verður ekki leyst með því að hafsentar séu betri á boltann!!!!! Far from it!!

    Aurelio er annað mál, því hann er líklega slakasti leikmaðurinn í hópnum hjá Liverpool eins og hann er í dag.

  5. Aurelio, í formi var besti bakvörður okkar á síðasta tímabil að mínu mati Júlli minn. Aurelio er ekki slakari en Voronin (þurfti að athuga hvernig það er skrifað, svo langt síða ég sá það síðast) til dæmis.

    Vona að Rafa spili 4-2-3-1 kerfið með Gerrard í holunni, Plessis og Alonso á miðju, keane og kyut á köntunum og nautabanan frá Madrid fremst. Verðum að vinna miðjuna í þessum leik. Gerrard er ekki í nógu góðu formi til að skila miðju hlutverkinu vel frá sér.
    Mér sýnist Dossena vera að negla vinstri bak og Skrtel var annsi sterkur í síðast leik. Það er gríðalega mikilvægt að fá ekki á sig mark og því verður vörnin eins sterk og hægt er.

  6. Finnst alltaf vanta í svona pistla klukkan hvað leikurinn er og hvort að hann sé sýndur.
    El Zahr fær pottþétt tækifæri í byrjunarliðinu.

  7. Leikurinn hefst 19.05 og útsending byrjar á S2sport (Sýn) klukkan 19.00. Hafi einhver áhuga þá er Arsenal – Twente sýndur beint á S2sport 3 kl 19:00.
    Beint

  8. Vörni hefur yfirleitt ekki verið vandamál, en miðjuna þarf að laga. Ef Rafa verður með þessa miðju eins og síðast, þá þarf hún að girða sig betur, svo virðast nánast allir spila kant nema kanski Reina. Sigur og ekkert annað

  9. Iss piss, ísí písí japanísí, tökum þetta a.m.k. 2-0.
    Langar að benda á að það þarf að uppdeita “næsti leikur” reitinn 😉

  10. það kemur ekkert annað til greina en sigur. Ég vil samt sjá skrtel inn á. Hann er meira no-nonsence heldur en Agger og ég held að það þurfi þannig varnarmann í svona leik. En ég spái að liverpool liðið detti í sitt rétta form í þessum leik. Meistaradeildarkvöld á Anfield og þeir fá eitthvað svona auka í líkaman og taki þetta stórt 4-0 mín spá. gerrard, torres með tvö og xabi alonso setur eitt.

  11. Júlli: Nú er ég ekkert að setja út á Skrtel, hann er á góðri leið með að verða einn af mínum uppáhalds, en að segja að Agger sé ekki góður eða að hafa mann sem er góður á bolta lagi ekki sóknarleikinn er í besta falli skortur á fótboltaviti af mínu mati. Að hafa mann sem getur borið upp boltann úr vörninni er bara alveg gríðarlega mikilvægt fyrir sóknarleikinn. Það þíðir að miðjumenn þurfa ekki að fara eins langt aftur að sækja boltann…æji ég nenni ekki að rökræða þetta, mér finnst þetta svo augljóst.

    …afhverju heldur þú að Ferguson hafi keypt Laurent Blanc hérna um árið, afþví að hann var svo mikill yfirburða varnarmaður??? Sérðu hvernig Rio og Vidic bakka hvorn annan upp, annar frábær varnarmaður á meðan hinn er feikilega góður á bolta… AUGLJÓST.IS

  12. “Vona að Rafa spili 4-2-3-1 kerfið með Gerrard í holunni,”
    Innilega sammála þessu. Gerrard í holuna. Plssssssssss Rafa… ekki reyna að gera Gerrard að varnartengilið!!

    “Málið verður að nýta færin, helst sem fyrst, og þar með kæfa allt strax í fæðingu. Mæta með hápressuna að vopni og mikil læti, kveikja í vellinum og fylla þessa Belgi minnimáttarkennd yfir því að hafa villst í gryfju ljónsins og drepa alla von um að sleppa vel frá því! Þeir hafa enga reynslu af svona leikjum og það á að nýta sér!”
    Segir allt sem segja þarf. Allt blaður um uppstillingar og hverjir spila hvar og hvers vegna er tilgangslaust ef baráttann og hjartað er skilið eftir inn í búningsklefa.

  13. Ég held að minnið sé eitthvað að bjaga þá sem eru að gera lítið úr hæfileikum Daniel Agger. Hann er frábær varnarmaður (horfið bara aftur á seinni leikinn gegn Chelsea í CL 2007) og hann skilar boltanum miklu betur en Carragher, Hyypia og Skrtel.

    • Ég held að minnið sé eitthvað að bjaga þá sem eru að gera lítið úr hæfileikum Daniel Agger

    -þá
    +þann

    Ég nennti ekki einu sinni að svara þessu, það er auðvitað ekki bara vegna þess hversu góður Agger er að koma boltanum úr vörninni sem Rafa segir endurkomu hans vera lykilatriði, þetta er topp varnarmaður, á góðri leið með að verða sá besti sem við eigum, ef hann er ekki orðinn það nú þegar.
    Dæmi um gott miðvarðapar er Carra eða Skrtel týpa með Agger týpu.

  14. Benni Jón – ég sagði hvorugt sem þú ert að segja að ég hafi sagt. Ég sagði að “Tilbreytingarleysi í sóknarleik Liverpool verður ekki leyst með því að hafsentar séu betri á boltann”. Með þessu er ég að meina að sóknarvandamál Liverpool séu stærri og meiri en sendingargeta central varnarmanna!

    Ég sagði heldur aldrei að Agger væri lélegur, langt í frá. Mér finnst hann frábær og það er mikill kostur að hafa mann sem getur tekið þátt í liðsspilinu án þess að kíla boltanum fram endalaust. Hins vegar þá á hann nokkuð í land með að ná sama öryggi og Skrtel hefur náð, varnarlega. Agger á eftir að taka miklum framförum og þá verður hann einn af betri varnarmönnum deildarinnar. En “…eins og staðan er í dag” þá er Skrtel betri.

    Einar – Minnið er ekki að bjaga mig, ég man eftir öllum góðu leikjunum sem hann hefur átt en ég man líka eftir slæmum leikjum. Eins og t.d. fyrri leikurinn gegn Standard þar sem hann spilaði mjög illa……sem er einmitt ástæðan fyrir því að hann hefur ekki verið í liðinu síðan.

    Ég er sammála Babu með að Agger væri mjög góður með Skrtel eða Carra. Mín skoðun er sú að Benítez ætti að prófa nokkra leiki með Agger og Skrtel í miðvarðastöðunni en Carra í bakverðinum því Arbeloa hefur ekki gert mikið í þeirri stöðu. Reyndar er erfitt að segja þetta eftir leikinn á móti Middlesborough þar sem hann var maður leiksins.

Búið að komast að samkomulagi um Riera?

Smá tilkynning