Fatboys leiðir keppnina með einu stigi.

Eftir tvær umferðir af Fantasy leiknum þá eru Fatboys (Kjartan Jónsson) efstir með 122 stig, einu stigi meira en Liver in Pool (Gunnar Hrafnsson) sem eru í öðru sæti.

Líkt og Einar Örn kom inná um daginn þá hefur hann útvegað verðlaun fyrir þann sem vinnur þessa gríðarlega spennandi keppni, burt séð frá heiðrinum að vinna keppnina.

Við pistlahöfundar erum ekki að dansa í þessari keppni:
Ég er nr. 56, SSteinn er númer 64, Babu nr. 95 og aðrir í tómu rugli.


Þess má til gamans geta að það hafa nú þegar skráð sig 232 stjórar til keppni!

6 Comments

  1. Ég vil bara koma því á framfæri að ég hef bara fengið stig fyrir eina umferð, sem skýrir af hverju ég er í sæti 208 af 230 keppendum. 🙂

  2. Einar. Ef þú hefur skráð þig áður en mótið byrjaði þá ættiru að geta breytt þessu þannig að þú fáir stig þá fyrir 1. umferðina líka.

  3. Gestatalvan sem ég notaði var næstum sprengd á laugardaginn þegar breytingarnar mínar misfórust endalaust. Hvert leggur maður inn kærur!!!!

  4. Ég “ákvað” að hrófla ekki við liðinu eftir góðan leik í 1. umferðinni. Liðið mitt drullaði upp á hnakka í þeirri seinni og því ljóst að þónokkrar breytingar verða á liðinu.
    Hver hélt því fram að aldrei ætti að breyta sigurliði? 🙁

Bæting milli ára?

Búið að komast að samkomulagi um Riera?