Tilboði hafnað í Sami

Echo greina frá því í morgun að Liverpool hafi hafnað 2,5 milljón punda boði í Sami Hyypia.

Þetta er í rauni helvíti magnað. Hyypia er **34 ára gamall** og það er nú ekki algengt að menn á þeim aldri fari á háar upphæðir á milli liða. Þetta sýnir greinilega hversu mikilvægan Benitez telur Hyypia vera fyrir Liverpool liðið.

Ég hefði svo sem ekki grátið mikið þótt við hefðum misst Hyypia útúr hópnum í vetur, þar sem við ættum að vera vel sett í þessari stöðu með hina frábæru þrenningu af Carra, Skrtel og Agger. Hins vegar þá er Hyypia einfaldlega einn af þessum mönnum, sem maður vill sjá klára ferilinn á Englandi hjá Liverpool. Hann er búinn að vera í alltof mörg ár hjá Liverpool til þess að maður geti vanist að sjá hann spila fyrir eitthvað annað lið. Hann má vel klára ferilinn hjá einhverju liði í Finnlandi, en á Englandi á hann heima í Liverpool.

13 Comments

 1. Það hefur líka oft verið talað um hvað hann gefi mikið af sér til ungu strákana í liðinu. Einnig hefur hann sjálfur talað um að hann vilji verða partur af þjálfaraliði Liverpool þegar ferli hans sem knattspyrnumanns ljúki.

 2. Hefði ekki grátið????? Í síðasta leik heirðist í þulinum,Hyypia hreinsar, Hyypia hreinsar, Hyypia hreinsar. Hann á sko mikið eftir og er goðsögn hjá Liverpool.Einar Örn, á hverskonar lyfjum ertu. 🙂

 3. Já ég er algjörlega á því að það hefði verið hræðilegt að missa hann, að mínu mati dregur hann það besta út úr varnarlínunni þegar hann spila. Hann nær að rífa hina oft með sér og það má vel vera að hann sé ekki sá sneggsti maðurinn í liðinu en hann hefur margt annað að bjóða svo sem gríðarlega reynslu og vinnusemi. Ekki oft að útlendingar koma til klúbba á englandi og eru í 10 ár hjá sama klúbbnum svo hann fær respect.

 4. Maður selur ekki svona legends. Það eru nú ekki margir mánuðir síðan hann startaði besta sigri LFC (4-2 á Arse-anal í CL) með geðveiku skallamarki.

  Líka gott kúl að segja 2.5 m fyrir 34 ára gaur – “umm, nei takk!”

 5. Sælir félagar.
  ÉG HEFÐI GRÁTIÐ. Hyypia er maður sem ég vil hvergi sjá annarstaðar en hjá Liverpool. Svo einfalt er það
  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. Þetta er ótrúlegt… sama verð og við keyptum hann á fyrir 10 árum síðan !

  Maðurinn varð goðsögn á fyrsta tímabili og hefur haldið þeirri tign síðan, VIÐ seljum ekki slíka menn.

  YNWA

 7. Gott hjá Raffa að selja hann ekki var lang besti varnarmaður okkar í fyrra svo var vörnin okkar mu betri með hann á móti Sunderland en Agger á móti standard

 8. Hyypia er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig framúrskarandi karakter. Þótt hann sé ekki lengur sjálfvalinn í byrjunarliðið (líkt og áður) þá er hann mikilvægur hlekkur í keðjunni. Rétt ákvörðun hjá Rafa því þá eiginleika sem Hyypia hefur yfir að búa í dag eru ekki metnir til fjár.

 9. Hyypia á að fá að klára þetta season hjá Liverpool og fá sinn heiðursleik eftir 10 ára frábæra þjónustu. Maður sem á innilega skilið að vera í næsta sigurliði ensku úrvalsdeildarinnar, svo hann fullkomni verðlaunaskápinn sinn

Fantasy verðlaun

Middlesbrough á morgun