Sagan endalausa um Gareth Barry (uppfært x8)

Ok, ég ætla að gera nýja tilraun hérna á Liverpool blogginu. Hér eftir munum við bara hafa eina færslu um Gareth Barry og það verður þessi hér alveg þangað til að það kemur fram á Liverpoolfc.tv að hann hafi skrifað undir samning við Liverpool.

Þetta er komið útí svo mikla endalausa hringavitleysu að það er ekk hægt að bjóða lesendum uppá endalausar uppfærslur um þetta sama mál og endalausa endurtekningu á sömu kommentunum á 10 mismunandi færslur.

Uppfært 19. ágúst (Aggi)x8: Rafa hefur ekki gefið upp vonina að krækja í Barry og mun gera sitt til að díllinn fari í gegn. Hann er víst reiðubúinn að selja Alonso og/eða Pennant, Voronin og Finnan til að afla fjárs til að kaupinn verði að veruleika. Þetta hangir saman við að Finnan segist ekki hafa guðmund um framtíð sína hjá félaginu.

Ég hef ein skilaboð til eigenda Liverpool: Kaupið Barry og treystið Rafa!

Þannig að til að byrja á þessu, þá einsog Kristján greindi frá í gær þá gáfu Villa út yfirlýsingu um að einhver deadline hefði liðið og því yrði Gareth Barry áfram hjá liðinu.

Daily Post í Liverpool borg greinir hins vegar frá því í morgun að Benitez sé alls ekki hættur og að hann hafi fengið leyfi frá G&H til að eyða 18 milljónum cash í Barry. Barry er augljóslega ekki bara allt í einu ofsalega ánægður með að vera að leika í InterToto keppninni, þannig að hann vill auðvitað enn fara til Liverpool.

Allavegana, við munum uppfæra þessa færslu með fleiri fréttum af þessu máli. Aggi talaði lauslega um þetta mál í morgun og spáði því að Barry myndi spila með okkur gegn Rangers.


Uppfært (Aggi): BBC Sport segir: Barry’s Liverpool move still on og að Barry muni hitta O´Neill og Lerner fyrir lok þessarar viku og ræða málin. Ég stend fast við mitt, Barry mun koma til Liverpool.


Uppfært (EÖE) 11.26: Echo segja málið líka vera á lífi í þessari frétt: Liverpool FC won’t give up on Gareth Barry deal. Samkvæmt þeirri frétt virðist þetta vera alveg mögnuð og kjánaleg þrjóska í Aston Villa (en Echo er auðvitað Liverpool blað). Þarna segir m.a. (feitletranir mínar)

>A day of complex talks was brought to a halt by Villa at 5pm yesterday, according to the terms of a deadline imposed by the Midlands club.

That was despite the fact Liverpool had met Villa’s financial demands for Barry, as laid out in written correspondence between the two clubs.

A cash plus player deal was agreed and those closest to the transfer expected the 27-year-old to finally get his move to Anfield.

But on Tuesday afternoon – as Liverpool arrived in Valencia for last night’s friendly against Villarreal – Reds officials learned that Villa had decided to change the payment schedule.

With Villa’s arbitrary 5pm deadline fast approaching, Liverpool asked for a further 48 hours to be able to put the necessary finance structure in place with their banks to meet the new demands but this request was refused.Villa, whose manager Martin O’Neill criticised Liverpool for doing business in public at the start of this long running saga, then put a statement out on their official club website stating the deal was off.

Magnað!


Uppfært (Aggi) 2. ágúst 17:44: Martin O´Neill viðurkennir að dyrnar séu galopnar fyrir Barry að fara frá félaginu. Þetta segir hann eftir að hafa hitt Barry og umboðsmann hans.

“There will be no deadline and Liverpool will have all the time in the world to sign him. They’ve got to the end of the transfer window at the end of the month. I’ve got a football club to run and I really do want people who want to play for me.”

Ég get ekki staðið við fyrri spádóm minn að Barry myndi spila gegn Rangers í dag en ég spái því að fyrsti leikur Barry fyrir félagið verði gegn Lazio þann 8. ágúst næstkomandi.

O´Neill heldur áfram:

“Obviously I was disappointed to hear that. Gareth’s head is a bit all over the place at the moment and they asked for some more time. So I’ve listened to what they’ve said and I’ll go with it – reluctantly but I’ll go with it. There will be no deadline and Liverpool have all the time in the world now to sign Gareth Barry. They’ve got up to the normal window, which is the 31st of this month.”


Uppfært (Aggi) 8. ágúst kl:11:08 : Liverpool Echo greinir frá því að mjög líklega muni eigendur Liverpool ekki styðja Rafa í kaupunum á Gareth Barry. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem talið var næsta víst að Barry myndi koma til Liverpool eftir að Martin O´Neill gaf sig um síðustu helgi. Ég veit hreint út sagt ekki hvað ég á að segja um þetta allt saman. Það sem kannski stendur uppúr er að eigendur Liverpool, Hicks & Gillett, virðast ekki treysta Rafa fullkomlega fyrir leikmannakaupunum eða þá (sem er kannski líklegra) að þeir hafa einfaldlega ekki nógu djúpa vasa!


Uppfært (Aggi) x5 9. ágúst kl:07:01: Rafa sagði í gær eftir leikinn gegn Lazio að Barry væri mjög sterklega inní myndinni ennþá og þetta væri alls ekki spurning um peninga heldur að það væri annar örvfættur leikmaður kominn í myndina.

“The situation is not a question of money. He is English and can play three different positions, but I am talking about someone who can play on the left. We have a good player (Alonso) and we have another good player coming in soon. We can improve the squad, so we will try to do that. We will bring in one more player if we can…”

Ekki erum við að tala um Albert Riera sé á leið til Liverpool í stað Barry?


Uppfært (Aggi) x6 10. ágúst kl:08:31: Sökum mikillar umræðu í gærdag um Liverpool, Barry, eigendur o.s.frv. sá Liverpool sig tilknúið til að gefa út formlega fréttatilkynningu sem hljóðar svona:

Liverpool FC Chief Executive Rick Parry said: “There has been a lot of comment today regarding our position with regards to Gareth Barry.

“This is not about questioning the Manager’s judgement or the ability of a particular player. The owners have clearly demonstrated throughout the year they are willing to back Rafa in the transfer market and will continue to do so.

“It is obviously the selling club’s prerogative to put whatever price they want on the player, but on this occasion Liverpool think the price quoted is too high.

Til að ýta ennfrekar undir orðróm þess efnis að Barry sé að koma þá neitar Rafa að útiloka að Alonso verði seldur.

“For me it is not a problem if he stays or not. He can stay, we always have felt he is a good player. We are only talking about a very, very good price. He is a good player, if he is not going to bring a good price then it is very simple, easy to understand…”


Uppfært (Aggi) x7 14. ágúst kl:08:23: Ég ætla leyfa mér að fullyrða það að í kvöld ræðst það hvort Barry kemur til Liverpool eður ei. Ef hann spilar í kvöld þá kemur hann EKKI! Ef hann hins vegar spilar ekki þá tel ég öruggt að hann komi.

Hver hefði trúað því að leikur í Hafnafirði gegn FH frá Hafnafirði myndi gera út um það hvort leikmaður komi til Liverpool?

127 Comments

 1. Líst vel á þetta!
  Já ég stend við mína spá, Barry verður formlega Liverpool maður á morgun.

 2. já ég er sammála Magnúsi Agnari hann mun ganga í raðir Liverpool fyrir helgi og það munu verða síðustu stóru kaup Rafa á tímabilinu. En þessi O´neil er ekki alveg með fullu fimm og sumir hafa talað um einhverjar 20 mín sem Liverpool hafi verið of seinir í gær.Og mér sýnist Kanarnir vera að koma sterkir inn.

 3. Finnst eins og þessi hringavitleysa sé að Aston Villa hafi ætlað sér að ná í David Bentley með fjármuni á sölunni til Liverpools. Vegna þess að Liverpool borgaði ekki þá upphæð og á þeim tímapunkti sem Aston Villa vildi þá sé staðan svona. Hvort Barry komi á endanum til Liverpool verður erfiðara með hverjum deginum.

 4. Það er eitt mikilvægt atriði varðandi Keane kaupinn og síðan hugsanleg kaup á Barry. Keane fór fram á sölu frá Tottenham og lagði inn skriflega beiðni þess efnis. Það hefur Barry aldrei gert þótt hann hafi sagt að hann vilji fá að fara til Liverpool. Ég tel að hann muni núna gera það eftir fundinn með O´Neill og Lerner og þá verði eftirleikurinn auðveldur hjá Liverpool.

 5. Það er orðið ansi þreitt að heyra skrifað um þetta mál alla daga og altaf er þetta að smella og svo er allt í bremsu. Það er mín trú að Barry komi til Liverpool, O´neil hefur ekkert um það að segja, það að lið skuli koma með svona yfirlísingu eins og Villa gerðu er alveg skiljanlegt þetta er þeirra besti maður og þeir vilja ekki missa hann, en Barry er bara leikmaður með metnað og þess vegna langar honum til Liverpool og þar mun hann enda áður en tímabilið hefst…

 6. Samt fannst mér KAR benda á skýran mun á milli Barry og Keane í gær: Keane lagði fram skriflega beiðni um að koma, Barry hafði aldrei gert það. Keane virtist vilja þetta heitar – end of story.

  En Barry-sagan er ekki búin. Hans vegna vona ég að hann komi til Liverpool og sýni að hann eigi heima þar, því ég get ekki trúað því að hann sé vinsælasti leikmaður Villa í dag, miðað við fyrri yfirlýsingar hans.

  Mér finnst líka ótrúlegt að gera Liverpool og Rafa að einhverri grýlu í þessu (sbr. sum komment Villa-aðdáenda á netinu) … ég sé ekki hvernig framkoma Liverpool eða Rafa hafi verið eitthvað smánarleg í átt að Villa.

 7. Nú spilaði Barry gegn Odense í Intertoto keppninni. Hefur það einhver áhrif á mögulega þáttöku hans í meistaradeildinni?

 8. Martin O’neill er ekki alveg með ‘etta.. Mjög mikil kaldhæðni í því að hann sé núna búinn að fara með samningaviðræðurnar í fjölmiðla!

  Ef Finnan fer þá má vera ljóst að Arbeloa er ekki á förum! Peningarnir sem mundu fást yrðu þá notaðir til að kaupa nýjan hægri bakvörð. Degan og Darby í hægri bakverðir í liði sem vinnur deildina.

 9. Þessi farsi er náttúrulega orðin mjög þreyttur. Ég held að þetta velti á Barry sjálfum. Liverpool vill leikmanninn, nokkuð ljóst að Villa eru ekki á því að missa hann baráttulaust eðlilega enda þeirra besti maður. Á þessum tímapunkti verður Barry að þrýsta á skiptin við villamenn ef eitthvað á að gerast. Ég vil meina að ef hann vill virkilega fara þá á Barry að geta þrýst málinu í gegn bakvið tjöldin enda ætti honum að vera ljóst að hann er á þröskuldinum á anfield, bara spurning hvort hann langar yfir hann.

 10. Ég er orðinn of þreyttur á þessu máli til að nenna að skrifa um það. 🙄

  Þreyttur á Liverpool.
  Þreyttur á Gary Barry.
  Þreyttur á tilhugsuninni um að maður sem heitir Gary Barry muni spila fyrir liðið mitt.
  Þreyttur á Martin O’Neill.
  Þreyttur á Aston Villa.
  Þreyttur …

  Ég skrái mig hér með í þagnarbindindi. Ætla ekki að eyða orðum í þetta fyrr en þetta er staðfest. 🙂

 11. Steven Gerrard, Xabi Alonso, Javier Mascherano og Lucas Leiva.

  Er það ekki nóg í stöðu miðjumanna? Þykja þrír heimsklassamenn allt í einu ekki nóg lengur? Og einn afar efnilegur með? Þarf virkilega að bæta 27 ára manni við þennan hóp?

  Ég tel þetta vera eina af fáum stöðum sem Liverpool þarf EKKI að styrkja. Benitez ætti að horfa á uppstilliingu sína. Í einni stöðunni er hann með Dirk Kuyt í byrjunarliði. Finnst mönnum það eðlilegt??? Og munum svo að Dirk sjálfur er ekki einu sinni að spila sína náttúrulega stöðu!!

  Barry myndi styrkja liðin, no doubt. EN við þurfum ekki Barry. Við erum með svakalega menn þarna og betri menn en hin liði á Englandi hafa. Ætti það ekki að vera nóg fyrir flesta? Notum þessar 18 milljónir í þær stöður sem þarf að styrkja og bæta.

 12. Mér finnst að Benitez ætti bara að segja við Villa, ok við sleppum Barry og þú lætur okkur bara fá Ashley Young í staðinn og þá erum við sáttir.
  Mér finnst Young vera besti leikmaður Villa og hversu frábært væri það að geta haft Young og Babel á sitthvorum kantinum ? Mitt svar: Það væri betra en að fá Silva.

  Ég er bara ekki að skilja hvar Benitez ætlar að koma Barry inn.
  Og Ef að Pennant fer, ætlar hann þá ekki að hafa neina kantmenn ?

 13. Ásmundur, það er kannski málið. Spurning hvort að Benitez sé bara að losa sig alfarið við kantmenn? Fari í tígulmiðju? Þetta er merkilegt allt.

 14. Stb, það má alveg benda þér á þessa umræðu ef þú vilt fara útí einhverjar Dirk Kuyt umræður enn einu sinni.

  For anyone who complains that we need to sign ‘world class wingers’ are missing two vital components of that: one, there aren’t any around; and secondly, we don’t play with wingers

 15. Ef að Barry kemur þá hlítur Alonso að fara. Að halda 5 miðjumönnum er heimska. Lucas þarf að spila og með kaupum á Barry gerist það ekki. Þá er líka eins gott að ef hann ætlar að kaupa meðalmann eins og Barry að hann kaupi þá Silva, setji bara Alonso upp í þau kaup. Enginn tilangur að hafa 5 miðjumenn en 3 kanntmenn.

 16. Er það eitthvað öruggt að allir þessir svokölluðu miðjumenn séu að spila á miðjuni , þeir eiga öruglega að hlaupa út á kantana þegar það hentar. Tek undir Með Kristjáni Atla,,,Barry BULLLLLLLL

 17. Þessi orð Stb eru eins og sögð frá mínu hjarta. Hvernig í ósköpunum dettur Benitez í hug að kaupa sinn fimmta heimsklassa miðjumann á meðan leikmaður eins og Dirk Kuyt er nánast alltaf fyrsti maður á blað þegar hann velur byrjunarliðið? Það sér það hver heilvita maður að kantspil Liverpool liðsins hefur verið skammarlega lélegt síðustu árin. Þá er vil ég sérstaklega benda á hversu lélegar fyrirgjafir koma þaðan. Ég tel að leikmaður eins og David Silva sé kærkominn kostur fyrir okkur. Mjög fjölhæfur leikmaður og í raun listamaður með boltan. Að auki gæti þetta verið sá maður sem okkur hefur sárlega vantað í gegnum árin sem getur unnið leiki upp á eiginn spýtur. Ég tel það vera vitleysu í Benitez að eyða öllum sínum tíma í að reyna að klófesta Barry þar sem hann hefur þrjá betri leikmenn í þeirri stöðu.

 18. “Hvernig í ósköpunum dettur Benitez í hug að kaupa sinn fimmta heimsklassa miðjumann…”
  – hér er ansi sterklega verið að gefa í skyn að Rafa sé hreinlega bara viti sínu fjær að vera að eltast við Barry.

  Stb segir að hópurinn myndi styrkjast við komu Barry en að við þurfum hann ekki. Sissi bendir á að heilvita menn eigi að sjá hversu dapurt kantspil Liverpool hefur verið… en af hverju ekki að lesa commentið í commentinu hjá Einari (nr. 15) …

  Barry er maður sem Rafa hefur viljað allan þennan tíma. Með hann innanborðs hefur hann úr öðru að moða heldur en án hans, og svo er það alltaf spurning hver passar með hverjum – og á móti hverjum …. o.s.frv.

  Það yrði ekki heimsendir eða titlabrostnarvonir ef Barry kemur ekki. En sannarlega hljótum við að gera meira tilkall til titilsins með hann innanborðs.

  En hvað veit ég sosum… Rafa er greinilega gaga yfir að vilja Baba …rry.

 19. ooohhhh hvað ég þoli ekki þetta Barry mál.

  Ef að Benitez er tilbúinn að selja Alonso til að kaupa Barry þá er eitthvað meira en lítið að.

  Barry má frekar rotna í Birmingham en að við förum að eyða einhverjum 20 millum í kappann +það að losa okkur við betri leikmann.

  Ég nenni heldur ekki að ræða þetta meira. Þetta er officially orðið leiðinlegra en Baugsmálið.

 20. Ásmundur er með þetta.

  Mikið finnst mér það góð hugmynd að hunsa bara Barry málið. Láta þá sitja uppi með mann sem er drullufúll yfir því hvernig þeir ,,höndluðu” málið. Sleikja Alonso upp og gera honum ljóst að hann eigi framtíð hjá LFC, allt hafi bara verið gert uppá djókið. Fara svo af fullum krafti á eftir Ashley Young.

  Young yrði fullkomin viðbót við þetta lið.

 21. ——-Torres—–Keane——–
  Young——————–Babel
  —–Mascerano—-Gerrard——

  Ég myndi miklu frekar vilja sjá þetta heldur en að fá Barry inn.
  og fyrir 20 millur hlýtur að vera hægt að fá Young

 22. OK Einar Örn. Okkur vantar leikmann í stöðuna sem Kuyt var að spila í!!!!

  Mér er alveg sama hvað þú kallar þessa stöðu, getum kallað hana Jónas ef það hentar þér betur en þetta er staðan sem við þurfum að styrkja.

 23. Stb – þakka þér fyrir þetta með Jónas, ákaflega vandað nafn. Jónusum er ekki gert nægilega hátt undir höfði í þessari tilveru.

 24. Já heyrðu, ég er bara nokkuð sáttur við að kalla þessa stöðu Jónas. Virkilega sterkt og skapandi nafn, alveg eins og þessu staða þarf að vera.

 25. !-#$!#!€!!!

  Stb: Hvaða mann ætlarðu að fá í stöðuna hans Kuyt sem er betri en Kuyt?
  Í stórum leikjum þar sem liðin eru stál í stál hefur það verið óbilandi vinnusemin hans Kuyt sem oftar en ekki hefur skilið liðin að. Marseille, Inter Milan, Arsenal og Chelsea. Hann skoraði í seinustu umferð riðlakeppni meistaradeildarinnar, hann skoraði í 16-liða úrslitum, hann skoraði í 8-liða úrslitum og hann skoraði í undanúrslitum. Hann var hreint út sagt stórkostlegur á seinni hluta seinasta tímabils. Þó Babel sé ágætur til síns brúks, þá er hann ekki enn orðinn nógu þroskaður til að hægt sé að stóla á hann í 90mínútúr, alveg sérstaklega ekki ef við ætlum okkur að vera á Level3. Það er Kuyt hinsvegar. Ég ráðlegg þér að lesa greinina þar sem hugmyndafræði Rinus Michels og Rafa Benitez er borin saman. Ef þú verður ekki enn búin að átta þig á mikilvægi Kuyt þegar þú hefur lesið hana, lestu hana þá aftur og aftur þangað til þú áttar þig.

  En svona til að gleðja þig, þá erum við nú þegar búin að kaupa mann til að keppa við Dirk Kuyt um stöðuna. Hann heitir Robbie Keane.
  Ég sé fyrir mér að baráttan verði annarsvegar milli þeirra um aðra kantstöðuna og hinsvegar milli Babel/Benayoun. Eitt dripplandi tæknitröll og einn baráttuhundur á sitthvorum kantinum. Báðir gífurlega kreatívir en á mismunandi hátt.

 26. Þá virðist það vera ákveðið, nefnum þessa stöðu Jónas hér eftir.

  Kristinn: Kuyt er frábær leikmaður – marki yfir. Þegar liðið þarf að verja forskot þá er enginn betri en Kuyt get alveg tekið undir það. En ef liðið þarf að sækja og ef liðið þarf að skora þá hljóta allir að hafa áttað sig á að Gáds er ekki besti maðurinn í þessa stöðu.

  Hvern vil ég fá? Er ekki hægt að finna e-n öflugan leikmann í “Jónas stöðuna” á 18 milljónir punda??? Ég get ekki svarað því nákvæmlega hver það er enda þekki ég almennt ekki verð á leikmönnum, en þeir sem reka LFC ættu hljóta að geta fundið mann í þessa stöðu á þeim pening í stað þess að bæta enn einum góða miðjumanninum við.

  Ég er hins vegar sammála því að það verður gaman að sjá Keane þarna og vonandi tekur hann mínútur af Kuyt. Ég hefði bara viljað sjá mann sem er keyptur fyrir ÞESSA stöðu þarna hægra megin.

 27. Ekki skil ég hvernig umræðan fór allt í einu að snúast um einhvern Ashley Young sem enginn hafði heyrt um fyrir hálftíma.
  En er þetta Barry-mál ekki að renna út í sandinn? Persónulega finnst mér það slæmt vegna þess að ég held hann gæti haft svipuð áhrif á Liverpool og Carrick (og svo Hargreaves) höfðu á Man.Utd.
  Annað, eru komnar einhverjar myndir af konunni hans Robbie Keane?

 28. Hvernig var með Xabi Alonso? Ég hélt að hann hefði farið til Juventus… Sé að hann spilaði með á móti Glasgow Rangers.. Hvað er málið með það?

  YNWA.

 29. Ljóst eftir viðtalið við Martin O’Neill í dag að Gareth Barry mun spila með LFC á næsta ári.
  Bara spurning hvenær díllinn verður kláraður. Vonandi sem fyrst!!!

 30. Sleppa að kaupa Barry.þettað hefur verið brösótt og það er einhver að reyna að segja að Barry eigi ekki að koma..mjög spúký..vúúúú .Mér finnst mjög skrítið ef að Alonso verði látinn fara, hann hefur staðið sig vel nema núna á seinasta tímabili , enda lent’ann í meiðslum og náði sér ekki á strik, en virðist vera að koma í sitt gamla form. Sama gildir um Finnan , leifa mönnum að ná sér. Kewell fékk aldeilis marga sénsa , áður en hann var látinn fara…. Ó já.

 31. Ef einhverjir eru að spá í hvað Rafa ætlar að gera með Barry ef Alonso fer ekki eins og í kommenti 36 og fleirum reyndar þá er svarið það að hann mun rótera mikið og spila mönnum úr stöðum. Ekkert nýtt þar.

 32. Mér finnst með ólíkindum neikvæðnin út í Gareth Barry. Hann er framúrskarandi leikmaður sem getur leikið flestar stöður á vellinum. Hann er einmitt leikmaður sem Rafa hrífst af. Svo hefur komið mér á óvart hjá stuðningsmönnum L´pool ekki bara hér heldur einnig á Englandi neikvæðni út í Robbie Keane. Maðurinn er sniðinn fyrir Liverpool og skipulag Benitez. Ég vona að Alonso verði áfram hann hefur ekki leikið sem skyldi líkt og fyrstu tvö tímabilin en ekki rugla saman Barry og Alonso. Tveir ólíkir leikmenn en málið er að það virðist sem svo að Barry komi ekki nema Alonso verði seldur en það er ekki Barry að kenna! Svo menn skulu fara varlega í að gagnrýna Barry áður en hann kemur.

 33. ég er ekkert svo visss um að Barry komi eingöngu ef Alonso sé seldur. Það er orðið svolítið langt síðan Alonso sagðist vilja vera áfram hjá liverpool. Það er búið að bjóða í Barry, allavegna einu sinni eftir að hætt var við að selja Alonso.
  Það góða við að fá Barry inn fyrir utan hvað hann er góður leikmaður, þá fær Alonso í fyrsta skipti hjá liverpool alvöru samkeppni um stöðuna sína. Sem ég tal að hafi vantað áður, Alonso hefur verið nokkuð öruggur um stöðu sína síðustu ár og skortur á samkeppni hefur orsakað það að hann hefur dalað síðustu 2 tímabil. Því tel ég Barry mjög gott rassspark fyrir Alonso og vegna fjölhæfni sinnar líka Mascherano, Babel og vinstri barkvarðarmenn.
  Þannig að ef Barry kemur má búast við annsi blóðugum rössum á Melwood ef þið skiljið mig strákar. hehehe……

 34. Hjartanlega sammála Herði Magg. Finnst margir aðdáendur dottnir oní það að vilja kaupa nöfn og einhverja endalausa kippu galdramanna! Með allri virðingu fyrir því hvað gaman er að eiga galdramenn er það heila málið að kaupa leikmenn inn í skipulag þjálfarans.
  Keane og Barry smella inn í það og eru þess vegna góð kaup að mínu viti. Auk þess þurfa þeir ekki einhverja mánuði (eða ár) til að “aðlagast” enska boltanum. Þeir munu vita hvað tekur á móti þeim á Stadium of Light í fyrsta leik, auk þess að vera báðir fyrirliðar liða sinna.
  Hvað viljum við frekar, 23ja ára Chilebúa sem á margra mínútna klippur á YouTube með því hvernig hann heldur á bolta eða leikur á einhvern sorry varnarmann??? Með virðingu fyrir Chilebúum auðvitað.
  Miðað við það sem maður sér af æfingaleikjunum hingað til verður líka talsvert gert af því að spila 442 í vetur og þá þarf Gerrard nákvæmlega leikmann eins og Barry með sér, physical miðjumann sem brýtur niður sóknir, EN getur líka sótt. Það finnst mér hann hafa framyfir Alonso (slakari varnarlega) og Masch (slakari sóknarlega)……

 35. Eg hef sagt það áður að það sé ekki no 1 að kaupa nöfn. En það hafa komið nöfn til liverpool sem hafa ekki virkað. Keane og Barry hafa spilað vel með sínu liði undan farin ár, en þessi lið eru ekki í sama klassa og liverpool. þess vegna passa kanski ekki þessir menn í liverpool, þvi að þar hitta þeir menn sem eru jafn góðir ef ekki betri en þeir, og þeir ná ekki að stimpla sig inn ,eins og oft hefur gerst. Eg held að engin sé á móti Barry ,menn eru bara þreittir á þessu rugli og verðinu sem á að borga.Vona bara að Keane og Barry(ef að hann kemur) smelli inn í liðið.

 36. Já það er rétt að bæði Tottenham og Villa eru ekki eins góð lið og Liverpool, en það segir ekki að þessir leikmenn Keane og Barry séu ekki góðir leikmenn og ég held að þeir eigi bara eftir að verða betri þegar þeir fá leikmenn á sama kaliberi til að spila með. Hvort sem Barry kemur eða ekki þá erum við með mjög góða miðju en ef hann (Barry) kæmi þá irði hún bara betri og svo er vert að skoða það sem Hörður Magg segir, Barry getur spilað margar stöður og í ljósi þess að Rafa hefur verið gjarn á að nota svo kallað skipti kerfi þá gæti það verið sú hugsun sem hann er með í kollinum þegar hann segist vilja fá Barry. Ef það þarf að selja leikmenn til að kaupa Barry þá á að mér finnst ekki að selja Alonso, gleimum því ekki að það eru liðin 18 ár síðan við unnum Deildina og það þaf stóran og breiðan hóp til að enda þá sorgarsögu…

 37. Að kaupa mann fyrir 18m til að auka breiddina því hann getur spilað nokkrar stöður er glæpsamleg ef þið spyrjið mig. Damien Plessis og Jay Spearing hafa staðið sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og auðvitað á að nota þessa gutta uppá breiddina. Ég einfaldlega trúi ekki að Barry sé hugsaður sem bakvörður, enda vorum við að kaupa dýrasta varnarmann í sögu Liverpool í vinstri bakvörðin og eigum fyrir Aurelio og Insua þar…ekki verður hann spilaður sem kanntmaður enda algjörlega fráránlegt að kaupa miðjumann á 18m og spila honum síðan á kantinum. Ef Alonso fer þá væri ég til í að fá Barry, en alls ekki annars og alls ekki fá hann til að láta Alonso fara.

  Ég segji eins og margir hérna, ég vil kaupa mann í stöðuna sem Dirk Kuyt spilar, enda á sá maður ekki að koma nálægt byrjunarliðinu. N’Gog reyndar heillaði mig mikið í leiknum gegn Rangers og væri fínn kannski sem annar kostur á eftir Silva eða þannig týpu af leikmanni…einhver nefndi Ashley Young og er það bara alls ekki óvitlaust. Ég hef ekkert á móti Barry og finnst hann mjög góður leikmaður, en mér finnst þörfin ekki brýn á að kaupa þannig týpu af leikmannig þegar við erum með Dirk Kuyt í byrjunarliðinu.

 38. Rétt hjá þér Benni Jón að Demen Plessis og Jay Spearing hafa staðið sig vel á undirbúningstímabilinu en það er alls ekki það sama og úrvalsdeildin og ég held að þessir strákar séu ekki tilbúnir til að taka heilt tímabil í aðalliðinu, en vissulega eru þeir góðir. Ég er líka sammála þér að N´Gog var frábær í leiknum við Rangers hann var út um allan völl og var alveg frábær og ég held að hann eigi að vera í hópnum. Varðandi Kuyt þá vil ég bara segja að það er leikmaður sem er vanmetin, hann vinnur mikið fyrir liðið, vissulega var búist við að hann myndi skora meira af mörkum, en hvaða mörk hefur maðurinn skorða, iðulega þegar liðið er að strögla þá kemur hann um og skorar þíðingarmikil mörk og ég held að hann sé leikmaður sem á eftir að verða enn betri í ár. En að eiða 18 miljónum punda í Barry er að minu viti ekki vittlaust þegar litið er til þess að Liverpool vill vinna allar keppnir eins og Rafa segir sjálfur og til þess þarf breiðan og stórðan hóp og það er trú mín að áður en þessi vika er liðin að þá verði Barry orðin leikmaður Liverpool og Alonso verður ekki seldur og þá erum við ekki bara í góðum málum heldur frábærum málum…

 39. Ef satt reynist þá er þetta staðfesting á því að eigendurnir geta ekki fjármagnað nein leikmannakaup af viti nema peningarnir fáist úr sölu annarra leikmanna, ekki vænlegt til árangurs m.t.t. Man U og Chelsea. Ég tel hinn möguleikan að þeir ætli að hafa vit fyrir Rafa hverja á að kaupa svo fáránlegan að jafnvel þessir trúðar viti betur, maður veit þó aldrei eftir Klinsmann dæmið.

  Ég held þó enn í vonina að þetta sé þvæla og Barry sé á leiðinni. Því einn sem þykir áreiðanlegur á rawk sagði í gær að þetta myndi klárast í dag.

 40. Já réttilega er þetta sagan endalausa, einn mðill segir að Barry sé á leiðinni til Liverpool og annar segir að svo sé ekki, maður veit ekki hverju maður á að trúa. En ef þessir blessuðu eigendur hefðu einhvern áhuga á að hjálpa Rafa til að byggja upp liðið þá væru þeir búnir að kaupa Barry en ég held bara að málð sé að þeir eiga ekki nógan pening til þess. En maður vonar bara að hann komi og svo má bara láta Finnan, Pennant og Voronin fjúka….

 41. Afhverju væri fáránlegt að kaupa Barry ef Alonso verður áfram ? Við erum að fara keppa í Deild, bikar og meistaradeild og það þarf breiðan hóp og því fleirre og betri menn því betra að takast á við það. Sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti verið tveir hjá félaginu…

 42. Hvað varðar spurninguna hvort Liverpool eigum að kaupa Barry eður ei þá segi ég þetta einfaldlega: Ef Rafa vill fá hann þá á Liverpool að kaupa hann. Svo einfalt er þetta fyrir mér. Því annars er varla hægt að dæma Rafa af sínum verkum ef hann getur ekki unnið vinnuna sína!

 43. Sjáum bara i hvaða stöðu við erum á miðjunni nuna, verði Gerrard ekki með, þá eigum við Alonso einan tilbúinn á miðja miðjuna sem hefur einhverja reynslu. Fá Barry og ef miðjan er ofurmönnuð þá höfum við hann sem kost í vinstri bak einnig.

 44. Sælir félagar
  Sagan endalausa er að sönnu endalaus enn sem komið er. Það er ekki mikið um þetta að segja. Það sem Magnús Agnar 50# segir er hinn einfaldi sannleikur þessa máls. Dollarargrínin eiga einfaldlega að gera það sem RB telur vera rétt eða að viðurkenna að þau hafi ekki áhuga á að RB byggi upp LFC með þeim hætti að árangur náist. Ef vasar þeirra eru of grunnir eiga þau að viðurkenna það og haga sér í samræmi við það. Þ. e. selja liðið mönnum sem hafa þann fjáhagslega styrk sem þarf. Allha veri lofaður 🙂
  Það er nú þannig

  YNWA

 45. Æj….þetta eru nú mjög undarlegar fullyrðingar hjá ykkur drengir, Aggi, #50, #52 og fleiri. Í fyrsta lagi þá getum við ekki dæmt neitt um þetta fyrr en tímabilið byrjar. Það hafa verið fréttir að Rafa sé að spá í nokkra aðra leikmenn en Barry og að auki hefur Alonso verið að spila vel í þessum fyrstu leikjum. Því er líklegt að hann sé sjálfur að skoða þetta mál mjög vel.

  Þetta er ekki svona einfalt að Rafa eigi að geta bent á leikmenn og þeir verði keyptir sama hvað þeir kosta……og stór kaup á leikmönnum eru ekki gerð með einum “enter” takka! Rafa er sjálfur mjög passasamur á að kaupa ekki leikmenn á yfir-verði, og það hefur komið fram að honum finnist Barry of dýr. Könunum finnst Barry alveg örugglega of dýr líka og það er mjög skiljanlegt. Þeir eru nýbúnir að kaupa leikmann á um 20 m. punda og því er nánast frekja að kvarta yfir því að Barry, Silva, Villa eða aðrir séu ekki komnir á Anfield núna.

  Ameríkanarnir eru líka að reka þennan klúbb vegna business ástæðna en ekki hugsjóninni einni saman. Áhorfendur þurfa ekkiað spá í rekstur klúbbsins heldur vilja þeir bara fá titla og sjá góða leikmenn í sjónvarpinu. Í raunveruleikanum þá er þetta auðvitað blanda af hugsjón, stolti, skemmtun og VIÐSKIPTUM.

  Einhverjar samsæriskenningar um að hann fái ekki vinnufrið og að þeir treysti Benítez ekki eru alveg út í pizza hött að mínu mati.

 46. Júl.li, þú hlýtur að vita að Klinsmann málið var ekki samsæriskenning. Það var staðreynd, þeir treystu honum ekki. Þeir kalla þetta yfir sig sjálfir með því að segjast ætla að veita Rafa stuðning. Mikið var talað um að versla Snoogy Doogy, smáaletrið sem þurfti að kroppa tippexið af til að lesa innihélt að það þyrfti að selja aðra leikmenn til að fjármagna kaup virðist vera.

  Þetta er sagt m.t.t. þess að echo greinin sé ekki skáldskapur. 🙂

 47. Hversu áræðanlegar eru fréttir á Liverpoo Echo í dag um að Barry sé ekki að koma til Liverpool þar sem G & H eiga ekki fyrir honum og að þeim finnist hann of gamal fyrir fjögura ára samning og þá fáist ekkert fyrir hann, er þessi miðil áræðanlegur veit það einhver hér…?

 48. Tek nú undir með Júl.la #53. Þetta er ekki bara svart eða hvítt. Auðvitað þarf að huga að ýmsu og ég er ekkert sannfærður að Rafa vilji borga þessar 20 millj. punda fyrir Barry, sem er ansi dýrt. Ef að það á að eyða slíkri summu finnst mér mun viturlegra að reyna að fá David Silva. Hann spilar stöðu þar sem okkur vantar klárlega öflugan leikmann. Sá aldrei fyrir mér að Barry myndi koma ef Alonso færi ekkert. Draumurinn að mínu mati væri að selja Pennant og Voronin og fá David Silva. Þá gæti maður verið virkilega ánægður með afrakstur sumarsins.

 49. Já ég er sammála þér LP maður yrði ángður með afrakstur sumarsins og útkomu tímabilsins líklega, sem við og verðum þegar við erum búnir að vinna tvöfalt….Com on you Reds…

 50. Sælir félagar
  RB hefur alltaf farið varlega í innkaupum það er rétt. Því meiri ástæða til að gera það sem hann biður um.
  Hinsvegar væri ég til í Silva ef um er að ræða.
  Það er nú þannig

  YNWA

 51. Er ekki bara að koma endanlega í ljós að Rafael fær nánast ekki krónu frá eigendum LFC til leikmannakaupa þetta sumarið? Að hann þurfi að halda tombólu og selja fyrir þann pening sem hann vill kaupa fyrir?

  Vona innilega að það sé samt ekki svo að Rafa fái ekki pening. Þetta eru skelfilegar vinnuaðstæður fyrir stjóra, að fá ekkert úr að moða. EN ætli eigendurnir hafi kannski áttað sig á því að LFC er með fjóra menn fyrir í þessari stöðu, þar af þrjá sem eru heimsklassamenn, og ætli því ekki að henda pening í þetta? Að þeir vilji kannski öðruvísi kaup?

  Hver veit. Vonum alla vega að liðið verði styrkt frekar.

 52. Hef enn trú á að Barry komi og Silvaa er út úr myndinni, var að skrifa undir hjá Barcelona. Barry er hugsaður sem varamaður í 3 stöður…v-bakvörð(Aurilio allmikið frá), v-kant (Babel) og á miðjuna. Mun því spila mikið ef hann kemur sem ég tel sterkar líkur á! Benites sagði í kvöld eftir leikinn við Lasio að vintri kantur væri á leiðinni……hver haldið þið?

 53. Er það eitthvað nýtt hjá ykkur að hætta að nenna að tala um æfingaleiki ?
  Ekkert um liðsuppstillingu eða neitt………. Er metnaðurinn eitthvað að minnka ?

 54. Frá BBC: http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/a/aston_villa/7550766.stm

  Benitez drops strong Barry hint

  Liverpool boss Rafael Benitez has indicated that Aston Villa midfielder Gareth Barry remains a serious target.

  Benitez refused to name the England midfielder but would not say that the long-running transfer saga was over.

  Villa boss Martin O’Neill conceded last week that his captain might leave but reports have suggested that a proposed fee of £18m was the sticking point.

  “The situation is not a question of money,” said Benitez after Liverpool beat Lazio 1-0 in a friendly on Friday.

  “He is English and can play three different positions, but I am talking about someone who can play on the left.”

  Barry, 27, can play central midfield, on the left and left-back.

  Xabi Alonso had long been expected to make way for the Englishman but he now looks set to stay at Anfield.

  “We have a good player (Alonso) and we have another good player coming in soon.

  “We can improve the squad, so we will try to do that. We will bring in one more player if we can.

  “I do not know when but clearly we have problems on the left, Kewell has gone, Aurelio is injured and Leto cannot get a work permit.

  “Babel is away in the Olympic Games. Maybe he can come back and fill that role, but I know we can improve in this area.

  “Who comes in? It could be another left-sided player rather than a central midfielder.

  “Maybe he can play in three different positions, that is a positive thing. I am talking about one player, but I won’t say the name.”

 55. Ásgeir nr. 63:
  “Who comes in? It could be another left-sided player rather than a central midfielder.

  “Maybe he can play in three different positions, that is a positive thing. I am talking about one player, but I won’t say the name.”

  Spennandi… og skiljanlegt að hann nefni ekki nafn svo hann eigi ekki kæru yfir höfði sér! Ég er ánægður með hvernig Benitez hefur höndlað sumarið. Harðari en áður (sem og fyrri stjórar LFC) og dularfyllri og virðist vera farinn að geta leikið sér aðeins með fjölmiðlana, þ.e. búinn að læra á það hvernig breska pressan virkar og eins snjall maður og hann er þá finnur hann sínar leiðir til að það komi félaginu til góða.
  Pressan er mjög stór partur af leiknum í dag og nauðsynlegt að geta átt við hana. Mér finnst hann t.d. hafa komið mun betur út úr þessari endalausu (hingað til) Barry sögu en Martin O’Neill sem hefur lækkað í áliti hjá mér og fleirum í kringum allt þetta drama.

  Hér set ég punktinn.
  In Rafa We Trust

 56. Glaður að sjá að vinstri fótar maður er á leiðinni. Í dag er það bara Dossena og það hrópaði á mig að sjá Pennant spila þar að hluta í gær gegn Lazio.

 57. Þetta er English man sem getur spilað vinstra megin á miðjunni skv. ummælum Rafa. Ef þetta snýst ekki um peninga þá er þetta ekki Barry? Svo er spurning hvort hann sér Barry sem vinstri kantmann? Vonandi ekki.
  Benitez promised to sign one more new player this summer, insisting it will be to fill his problem left-flank area – and maintained the new player will be English.
  Benitez said: ‘(This deal) is not about money.’
  http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=561283&sec=england&cc=5739

 58. Ok, Rafa segir í þessu viðtali við Echo:

  It was pointed out to Benitez that Barry can also play down the left, and the Reds boss added: “He can play in three different positions, which is a positive thing, but I am talking about one player – I don’t say the name.”

  Asked if that player would be Barry, he smiled and said: “We can improve, so we will try to improve.”

  Asked further whether he would be given the money for Barry, he went on: “I think it is not a question of money.

  “He is English and you need four local players and four English. He can play in three different positions but I’m not talking about him because we are talking about a player who can play on the left.

  Hann segir semsagt þetta sé maður sem getur spilað á vinstri kantinum. Þegar hann sé spurður hvort að hann muni fá peninga til að kaupa Barry, þá segir hann að þetta snúist ekki um peninga. Svo virðist hann vera að tala um Barry þegar hann segir:

  He is English and you need four local players and four English. He can play in three different positions but I’m not talking about him because we are talking about a player who can play on the left.

  Hann segist semsagt EKKI vera að tala um Barry, eða hvað? Ég get svo svarið það að þessi maður talar í eintómum gátum!

  Ef ég les rétt úr þessu þá er hann hættur við Barry, en það sé ekki vegna peninga. Það eina sem ég get lesið úr þessu er að Rafa sé á eftir vinstri kantmanni, sem sé ekki Gareth Barry. Eða er ég að misskilja þetta?

  Ég segi bara Geisp!

 59. Ég held hann séi að skjóta á O’Neill og Tottenham með því að nefna ekki nafn hans en lýsa þess í stað hvar á vellinum leikmaðurinn (Barry) spilar og hvert þjóðerni hans er. Ég skil það þannig. Var ekki verið að kvarta yfir því að menn væru að nefna nöfn?

 60. Mér sýnist Rafa nú bara vera að leika sér að pressunni þarna. Byrjar á að lýsa leikmanni sem líkist ansi mikið Barry, brosir svo og segist ekki vera að tala um hann. Ef maður reynir að lesa á milli línanna að þá er hann sennilega að ýja að því að hann megi ekki nefna Barry með þessum feitletraða punkti. Eini annar leikmaðurinn sem mér dettur í hug að hann geti verið að tala um og hefur verið orðaður við liðið er James Milner og ég er nú ansi lítið spenntur fyrir þeim möguleika. Bara rétt rúmir 22 dagar eftir af þessarri vitleysu, mikið verður 1. september skemmtilegur dagur.

 61. Já nú talar Rafa um að það þurfi að auka gæðin vinstra megin þar sem Rize, Kewel seú farnir og Leto fái ekki atvinnuleifi, peningarnir sem fengust fyrir Rize og Kewel fóru í Keane og það eru bara ekki til meira af peningum og það er bara verið að draga málið á langin að manni finnst. Og svo núna í Enskum miðlum talar Rafa um að Alonso geti farið fyrir rétta upphæða, hann segir að það skipti hann ekki neinu máli hvort hann sé eða ekki ef rétt upphæð fáist fyri hann. Ég trúi því bara ekki að hann selji Alonso þá held ég að hann sé byrjaður að rífa liðið niður í stað þess að byggja það upp… Og mikið er ég sammála þér Svenni að það verður gaman þegar það er komin 1. sept þá er þetta leiðindar mál úr sögunni…

 62. Hann gæti verið að tala um Milner eða Downing.

  Ég vona að hann sé frekar að tala um Barry en hina ofangreindu. Við höfum spilað 4-4-2 með Riise og Aurelio á vinstri kanti með góðum árangri og Barry er klárlega betri en þeir. Þori ekki að fullyrða um hvort Milner eða Downing séu betri en Riise og/eða Aurelio en þeir mundu auka breiddina og eru ódýrari en Barry. Í þessu samhengi er rétt að minna á að við eigum Benayoun og Babel í þessa stöðu – sem og Keane ef við spilum 4-2-3-1 kerfið.

  Þess vegna finnst mér ekki þörf á að kaupa Milner eða Downing og trúi því enn að Barry sé á leiðinni..

 63. ….þessi kanarassgöt…. Alveg hreint magnað dúó. Skil oft á tíðum ekki hvernig Rafa meikar að vinna með þessum gæjum.

 64. Æi veit það ekki… Er það ekki svolítið skrítið að kanarnir séu fyrst núna að átta sig á því hvað við eigum marga miðjumenn og hvað Barry er gamall.

 65. það er samt alveg svolítið til í þessu sem kanarnir eru að segja AÐ VISSU LEITI. Við höfum Gerrard, Alonso, Lucas, Mascherano, Plessis, Spearing á miðjunni, þarf virkilega að bæta enn einum við? Er ekki Lucas farinn að klóra nógu harkalega í bakið á Alonso að það hleypi lífi í hann og veiti honum góða samkeppni um stöðuna á miðjunni? Annars ætla ég ekki að efast um hæfni Rafa, bara mín hlið á málinu.

 66. fréttatilkynning frá LFC
  http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N160851080809-2245.htm

  Liverpool FC Chief Executive Rick Parry said: “There has been a lot of comment today regarding our position with regards to Gareth Barry.

  “This is not about questioning the Manager’s judgement or the ability of a particular player. The owners have clearly demonstrated throughout the year they are willing to back Rafa in the transfer market and will continue to do so.

  “It is obviously the selling club’s prerogative to put whatever price they want on the player, but on this occasion Liverpool think the price quoted is too high.”

 67. Já er það ekki bara málið að þeim finnst verðið of hátt, skrítið og svo er Keane keiptur á 20 millur og hann er ári eldri en Barry, það er kanski í lagi að borga það fyrir framherja samt svoldið skrítið. Og jú víst erum við með mikð af miðjumönnum og ættum ekki að vera í vandræðum að manna þessar stöður á miðjuni, en hvað það er sem Rafa er að spá veit ég ekki en ég treysti honum alveg til að gera réttt. Og þessir barrabræður sem eigar klúbbin eiga að treista honum betru en þeir gera…

 68. Ég er þeirrar skoðunar að Barry geti gert heilmikið fyrir okkar lið. Getur leyst nokkrar stöður afar vel og er kraftmikill, reyndur og yfirvegaður leikmaður.
  Það er nokkuð snúið að átta sig á nýjasta útspili okkar manna. Halda þeir að hægt sé að snúa upp á höndina á A.Villa á síðustu metrunum?
  Eins og þetta horfir við manni þá sér Benitez Barry fyrir sér sem mikilvægan hlekk fyrir komandi tímabil. Ef nokkrar millur til eða frá verða þess valdandi að Barry kemur ekki þá myndi ég ekki lá Benitez fyrir að segja mönnum að éta sérmalaðan álkuskít og hugsa sér til hreyfings.
  Það þarf a.m.k. ekki mikla paranoju til að líta á þetta síðasta útspil sem ákveðið vantraust á Benitez.
  En auðvitað sér maður bara fjölmiðlaða hlið málanna, það getur auðvitað allur fjandinn verið í gangi sem maður hefur ekki hugmynd um.
  Kannski er bara gáfulegast að steinþegja og narta í hrökkbrauð, helst 3ja vikna.

 69. Farsi. Vesalings Barry að þurfa að spila fyrir þverhausinn hjá Villa eftir allt sem á undan er gengið. Því ég ætla að spá því að Aston Villa sé búið að klúðra þessu fyrir Barry. Það hefur verið planið frá upphafi og það er að takast. Á einhverjum tímapunkti hljóta þeir sem borga brúsann hjá Liverpool að fá nóg af þessari vitleysu. Ég satt best að segja lái þeim það ekki.

 70. En eftir stendur að við verðum að fá inn leikmann á vinstri vænginn, og ég held að ef að Gerrard eða Alonso meiðast núna á næstu vikum, á meðan Lucas og Masch eru á ÓL 2008 verðum við í eilitlum vandræðum. Þó ég hafi trú á Plessis og Spearing fljótlega, jafnvel á næsta ári, held ég að þeir þurfi meiri reynslu áður en þeir geta verið reglulega í liðinu í PL.
  Barry finnst mér besti kosturinn út af því að hann getur leyst tvær vandræðastöður vinstra megin og yrði öflugur inni á miðju.
  En þetta verður að vera klárt fyrir fimmtudag takk!

 71. Þetta er góður púntur hjá þér Maggi, ég er á því að það væri best ef við fengjum Barry sé litið til þess að tímabilið er langt og það geta komið upp meiðsli og ef Gerrard og eða Alonso meiðast þá væri góður kostur að hafa Barry í liðinu. Vissulega eru þeir Plessis og Spearing góðir og þeim hefur farið mikið fram en reinsla þeirra er lítil sem engin í PL þannig að ég held að Barry sé það sem okkur vantar. En samkvæmt miðlum á Englandi þá finnst eigndum Liverpool hann of dýr og þar stendur hnífurinn í kúnni. Rafa er búinn að segja að það verði vonandi einn nýr leikmaður sem sé að koma en vill ekki nefna nein nöfn og ég held að það sé David Silva sem um ræðir og að H & G seu til í að punga út 18 millum fyrir hann þar sem hann sé enn ungur og á meira eftir en Barry…

 72. Ef Gerrard meiðist ef Alonso meiðist?? Hvað ef Barry kemur og meiðist? Þessir sem eru á Ó L leikjum meissa ekki nema 2-3 leikjum hjá Liv. Varla þarf að kaupa Barry út af 2-3 leikjum, og fyrir slíka upphæð. Ef að hann kemur þá er það bara gott mál, en ef að hann kemur ekki þá held ég að Liv plummi sig alveg.Ekki get ég nú sagt að hafi verið meistara bragur á mu, og eflaust segja margir að það hafi vantað Ronaldo og Rooney, en er ekki m u með þvílika breidd að þar á bæ kemur maður í manns stað, alla vegana er talað um það á þessari síðu, og að Liv verði að geta haft svona breidd.Kanski kanski ekki?

 73. Þessi farsi er niðurlægjandi fyrir LFC og endurómar bullið sem átti sér stað á milli eigendanna tveggja og Rafa um árið. Aumingja Barry verður nú að endurbyggja margar brýr sem fuðrað hafa upp…
  Næsti blaðamannafundur með Rafa verður forvitnilegur ef hann mætir…

 74. Ég myndi nú telja Rafael Benitez heppinn með eigendur, miðað við það sem að Mark Hughes þarf að búa við, ganga sögusagnir um internetið að Vedran Corluka og Stephen Ireland hafi nánast verið seldir, án þess að hann fengi að vita nokkurn skapaðan hlut.

 75. Ég verð sáttur ef annað hvort Silva eða Barry verða keyptir fyrir seasonið, annars ekki!

 76. Aðeins að jákvæðari hliðum, Ryan Babel skoraði fyrsta mark Hollendinga í 2-2 jafntefli við USA í nótt.
  Flott hjá honum : )

 77. Er búið að færa Laugardalsvöllinn í Hafnarfjörð?? Allt fær þetta sveitapakk nú upp í hendurnar!

 78. Hann spilar í kvöld og við fáum hann á 7 millur
  hann getur spilað í meistarad í feb

 79. Jæja, nú virðist liggja ljóst fyrir að Barry kemur ekki núna. Kannski í glugganum í janúar, hver veit?

 80. Hvernig væri bara að hætta velta sér uppúr þessu. Hefði aldrei trúað því að Gareth Barry ætti eftir að fá yfir 100 ummæli á Liverpool síðu. Messi, Villa eða Ronaldo spekúlationir ættu e.t.v. rétt á því,,,,en Gareth Barry, COMMON

 81. Hahahahahahha, það er orðið 0 – 2 eftir nokkrar mínútur.

  Þetta er magnað. FH er að standa sig alveg jafn illa og Heimir lofaði.

 82. Ég er virkilega ósáttur við vinnubrögð LFC í þessu “Barry-gate” máli. Þetta er klassa leikmaður sem Rafa hefur verið að reyna að fá en með einhverjum óskiljanlegum hætti hefur LFC dregið lappirnar í þessu máli, hvern svo sem saka skal um það. Það er engin stefna komin hjá eigendum liðsins um hvað þeir stefna með liðið og þ.a.l. fær framkvæmdastjórinn úr engu að moða með framhaldið. Ég er fyllilega ósáttur með sumarið eins og það hefur verið “nýtt”.

 83. Ennþá ólíklegra að Barry komi fyrst hann spilar með AV í þessum leik gegn FH, sem er svosem gott mál þar sem ég vil frekar halda Alonso og nota pundin í annað (kaupa krónur?).

  Og í sambandi við leikinn þá eru nokkrar perlur búnar að koma útúr bresku þulunum, og flestar ekki jákvæðar í garð FH eða íslenskrar knattspyrnu.

 84. Var að koma heim frá þessum leik, lokatölur 4-1 fyrir Villa og eftir að hafa séð nokkur ummælanna hér að ofan vil ég koma nokkrum punktum á framfæri.

  • Barry byrjaði inná, skoraði en hafði sig annars lítið í frammi í þessum leik. Eins og flestir Villa-mennirnir fékk maður á tilfinninguna að hann væri að spara sig fyrir laugardaginn og eftir að þeir fengu 0-2 forgjöfina á fyrstu sex mínútunum settu þeir að vissu leyti í hlutlausa gírinn og lönduðu þessu bara í rólegheitunum.

  • Að því sögðu, þá er ég sáttur við frammistöðu FH-inga í kvöld. Þeir skoruðu mjög gott mark og hefðu getað skorað tvö í viðbót ef Matti Vilhjálms og Tryggvi Guð hefðu nýtt dauðafærin sín í sitt hvorum hálfleiknum. Það var algjört stress í vörn FH-inga fyrstu mínúturnar sem olli því að Barry og Young fengu að skora óáreittir en eftir það jafnaðist leikurinn aðeins út, bæði af því að FH-ingarnir náðu sér á strik og af því að Villa-liðið slakaði aðeins á. Agbonlahor skoraði svo gott einstaklingsmark og svo skoraði Laursen auðvitað eitt með skalla eftir hornspyrnu, enda klárt fyrirfram að hann myndi setja eitt svoleiðis enda höfðinu hærri en allir aðrir leikmenn á vellinum.

  Þið sem viljið hlæja að FH-liðinu fyrir þessa frammistöðu þurfið að horfa aðeins í spegil. FH er sterkasta lið Íslands miðað við töfluna í sumar og náði að skora gegn Villa (samanburður: Liege gat ekki skorað gegn Liverpool í gær, og eiga þeir þó að vera besta lið talsvert sterkari deildar en sú íslenska er) og berjast ágætlega, en auðvitað er getumunurinn á íslenskri knattspyrnu og enskri það mikill að Villa-liðið landaði þessu án teljandi erfiðleika.

  Ágætis leikur í kvöld, fínasta skemmtun, við FH-ingar fengum markið sem við þráðum og svo fékk maður að sjá “history in the making” í eigin persónu þegar Barry rölti út á völlinn í byrjunarliðinu. Ekki slæmt kvöld á vellinum. 😉

 85. Hvað finnst þér þá um árangur Vals gegn Bate Kristján? 0-3 samanlagt gegn liði sem er á góðri leið með að komast í Meistaradeildina?

 86. Sá árangur virtist slæmur fyrst, þar sem menn þekktu lítið til þessa Baate-liðs, en eftir að sjá þá slá út Anderlecht og vinna Levski Sofia minnir mig í gær geta Valsarar bara borið höfuðið hátt með sinn árangur gegn þeim, held ég.

 87. FH á hrós skilið fyrir að mæta í leikinn til þess að spila fótbolta en ekki pakka í vörn til þess að halda jafnteflinu eins og þekt er hér á Íslandi.Fá gott klapp fyrir góðann leik

 88. Ég fór á FH – Villa í gær og eftir leik hittum við Barry og félaga þar sem þeir voru að gefa eiginhandaráritanir. Einn Ungur maður sagði við hann ” Barry are you going to Liverpool? og hann brosti bara.
  Nokkru síðar labbaði gamli púlarinn Brad Fridel og bróðir minn skaut því til Fridel, hvort hann ætlaði að segja Barry að fara til liverpool? og Brad brosti og sagði ekki neitt.

 89. Ekki alls fyrir löngu birtust fréttir á öllum helstu miðlum um að Liverpool og Aston Villa hefðu loksins náð samkomulagi um kaupverð á Gareth Barry, sem var um 17 milljónir punda + Steve Finnan. Seinna sama dag birtist svo frétt á heimsíðu Aston Villa um að samningaviðræðum við Liverpool hefði verið rift vegna þess að Liverpool fóru yfir einhver tímamörk til að ganga frá kaupunum. Skv. Echo og Liverpool Daily Post þá var málið víst það að Villa menn fóru skyndilega fram á breytt greiðsluform sem Liverpool tókst ekki að ganga frá fyrir þennan tímafrest. Villa menn sáu svo að sér og ákváðu að fella þennan tímafrest úr gildi og lístu því yfir að Liverpool hefðu tíma út félagsskiptagluggann til að ganga frá kaupunum.

  Þá spyr ég, af hverju eru Liverpool ekki fyrir langa löngu búnir að ganga frá þessum kaupum fyrst þeir voru búnir að sætti sig við það að greiða 17 milljónir punda + Finnan, sem Villa voru búnir að samþykja á sínum tíma?

 90. við þurfum Alonso í meistaradeildina því barry getur ekki spilað þar. frekar að selja Alonso þá eftir áramót þegar Barry verður gjaldgengur í meistaradeildinni. Annars bara ekkert að selja Alonso, selja bara Voronin, Pennant og Finnan. Pennant er kominn fyrir aftan El Zhar í röðinni, samkvæmt síðustu 2 leikjum. Selja þessa kalla og kaupa nýtt.

 91. Að láta Alonso fara hvort sem það er fyrir eða eftir áramót er óðsmannsæði og ég hef enga trú á að Rafa geri svona vittleisu. Það var fyrst sem eitthvað fór að ganga á móti Sunderland þegar hann kom inn á.

 92. Ég er nokkuð viss um að Rafa sé tilbúinn að láta Alonso fara vegna þess að honum finnst hann vera með betri (allavega efnilegri) leikmann í Lucas sem hann hefur trú að geti fyllt hans skarð.

  Einnig tel ég nokkuð víst að hann ætli sér að spila með tvo djúpa miðjumenn, Mascher hægra megin og Barry vinstra megin, báðir snjallir leikmenn sem lesa leikinn vel og geta dekkað svæðið sem bakverðirnir skilja eftir sig þegar þeir bomba fram.

  Þá yrði þetta einhverveginn þannig að Torres er fremstur og Keane rétt fyrir aftan eða með honum frammi, Babel og Gerrard úti vinstra og hægra megin en leita mikið inn á miðju meðan að bakverðirnir, Dossena og Degen (Arbeloa) leika vængmenn.
  Þá geta þessir tveir leikmenn dottið niður og passað svæðið sem þeir skilja eftir sig.

 93. Það er í lagi að trimma niður stærðina á hópnum og minnka launagreiðslurnar með því að selja Pennant og Voronin en ég vil halda Finnan og Alonso ef hægt er. Persónulega finnst mér að ef Rafa selur Pennant og Voronin að eigendurnir tussist til að taka upp budduna og láti hann fá það sem vantar upp á fyrir Barry. Þeir hafa greinilega ekki fylgst með enska boltanum lengi til að sjá hversu góður Barry er, né hafa nægilegt traust á Rafa.

 94. Ég veit að þetta er ekki fylgjandi umræðunni en veit einhver hvernig Brasilía – Argentína fór.

 95. Argentína vann 3-0. Lucas var rekinn út af fyrir gróft brot á Mascherano.

 96. Ég skil ekki hvað menn geta rætt endalaust um þennan Barry. Eg hef séð Liv spila marga leiki við Aston villa og ég tók ekki sérstaklega eftir þessum umrædda Barry. það getur vel verið að hann sé góður en smá spurning???? Passar hann í Liverpool, hvað með Keane? ekki hefur hann sýnt að hann passi í hópinn. Vona bara að hann fari að gera eitthvað sem við sættum okkur við

 97. hvað með Keane? ekki hefur hann sýnt að hann passi í hópinn

  Jesús Kristur! Liverpool er búið að spila EINN leik í Úrvalsdeildinni.

 98. En hvað með í meistaradeildini og undirbúningstímabilið. Einar Örn eigum við ekki að horfa á það líka, eða er undirbúningstímabilið ekkert að marka, og ef svo er til hvers er verið að vera með svoleiðis dæmi, ef menn geta ekki sannað sig. En eins og sagði er ég að vona svo ynnilega að hann geri eitthvað sem við sættum okkur við. Sjáum til á morgun, og ég vona að hann skori mörg mörk fyrir LIVERPOOL

2 Pings & Trackbacks

 1. Pingback:

 2. Pingback:

Nýr Liverpool-bloggari: Babu

Riera, Babel og fleira