Hver er besti stjórinn! (Uppfært)

Í fyrra settum við upp smá leik um það hver væri besti stjórinn og þótt ég muni ekki hver hafi unnið þá var það ekki einn af okkur sem skrifum á síðuna. Skv. Svenna voru það Letistrumpar FC tóku þessa deild í fyrra með 2252 stigum. Ég fékk einungis 1798 stig!

Uppfært (Aggi) 18. ágúst: Það eru nú þegar 154 stjórar búnir að skrá sig til leiks og er IceAirFC (Lolli Ásmundsson) í efsta sæti eftir fyrstu umferðina með 72 stig.

En þar sem Gylfi Freyr minntist á leikinn og vildi fá kóðan til að komast í deildina þá ákváðum við að gera þetta aftur í ár. Það eru allir velkomnir til að skrá sig til leiks. Nú þegar eru 44 búnir að skrá sig til leiks.

Slóðinn er þessi: http://fantasy.premierleague.com/ og það þarf að skrifa inn þennan kóða: 452233-93678 til að fá aðgang og þá er allt klárt.

10 Comments

 1. Letistrumpar FC tóku þessa deild í fyrra með 2252 stig eftir mjög harða og drengilega keppni (man ekki alveg hvað var langt í næsta lið en það voru ekki mörg stig). Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja titilinn og hafa sett stefnuna á 2300 stig þennan veturinn.

 2. Var að hnoða saman í mjög svo seigt lið sem ætti að vera í toppbaráttunni í Kop.is deildinni í vetur.
  Gaman að sjá hvað það eru þónokkuð margir búnir að skrá sig.
  En hvet þá sem eiga þetta eftir að vinda sér í þetta, tekur max 10 mín.

 3. Þú er ekki næginlega metnaðarfullur, Davíð, ef þú eyddir bara tíu mínútum í þetta:)
  Þetta er nánast full vinna í allan vetur.

 4. Legg til að Lolli segi sig úr deildinni fyrir að vera með með 2 karmellu leikmenn. Shame on you Lolli!!

 5. Biðst velvirðingar.

  En djöf er gaman að vera svona eins og einu sinni á toppnum allavega og koma svo fólk, tökum þessari keppni af alvöru í allan vetur svo ég þurfi að hafa fyrir sigri mínum.

 6. Þetta verður barátta upp á líf og dauða, hafðu engar áhyggjur. SpesPool mun fylgjast vel með gengi leikmanna og beita herkænsku við val og breytingar leikmanna. 😉

 7. Hvernig á að skrá sig, spyr alveg eins og fáviss kona eða Grundfirðingur

One Ping

 1. Pingback:

Af hverju byrjaði Plessis en ekki Alonso?

Nýr Liverpool-bloggari: Babu