Sunderland á morgun.

Þá er komið að því að mótið hefjist LOKSINS og við mætum á leikvang ljósanna þar sem Sunderland á heima. Undirbúningstímabilið rúllaði fínt en framan af vantaði margar stórstjörnunar eftir EM08. Í allt spiluðum við 8 leiki, unnum 5 og gerðum 3 jafntefli. Leikurinn gegn Standard Liege á miðvikudaginn var vondur en vonandi var það góð köld gusa í andlitið á okkar mönnum.

Það er ljóst að Babel, Mascherano og Lucas eru ekki með þar sem þeir eru á Ólympíuleikunum og Skrtel, Finnan og Degen eru víst frá vegna meiðsla. Aðrir eiga að vera klárir m.a. Aurelio sem hefur tjáð Rafa að hann sé leikfær á morgun. Ég tel líklegt að liðið verði svipað og gegn Standard Liege nema hvað Gerrard kemur inn fyrir Plessis

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Gerrard – Alonso
Kuyt – Keane – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Hyypia, Insúa og Plessis verða örugglega á bekknum á meðan einhverjir þrír af þessum: Voronin, Pennant, N´Gog, Spearing og Darby.

Roy Keane er að hefja sitt annað tímabil með Sunderland og má segja að hann sé búinn að hreinsa vel til í leikmannahópnum. Hann fékk í fyrra m.a. Ian Harte og Andy Cole en þeir reyndar fóru jafnhratt og þeir komu. Ennþá heldur hann trausti við Dwight Yorke en hann er víst meiddur og verður ekki með á morgun. Hann fékk nokkra öfluga leikmenn í sumar meðal annars 3 frá Tottenham: Teemu Tainio, Steed Malbranque og Pascal Chimbonda. Fyrrum leikmaður Liverpool, El Hadji Diouf, kom frá Bolton og ætti hann að styrkja þá sónkarlega. Helsti framherji Sunderland, Chopra, er ekki með vegna leikbanns.


Ég held að Keane geti náð fínum árangri með þetta lið þar sem það virðist vera fínt jafnvægi í því og mikil barátta. Í fyrra fékk hann marga reynslubolta til að tryggja sætið í deildinni en á endanum voru þeir einskins nýtir sbr. Andy Cole sem var lánaður til Burnley. Ég hef ávallt verið hrifinn af Malbranque og vildi ólmur fá hann frá Fulham á sínum tíma en hann náði sér aldrei á strik hjá Tottenham. Einnig er Chimbonda fínn bakvörður sem klárlega styrkir liðið.

Þrátt fyrir að okkur vanti einhverja leikmenn þá eigum við að vinna þennan leik þar sem mænan í liðinu er til staðar: Reina, CarrAgger, Gerrard og Torres. Síðan hafa leikmenn eins og Benayoun og Alonso verið að spila vel í æfingaleikjunum þannig að það er full ástæða til bjartsýni. Robbie Keane hefur ekki ennþá náð að skora og hefur ekki alveg náð að stilla sína strengi með liðinu en vonandi gerist það á morgun.

Niðurstaða: Ég verð drullufúll ef við sýnum ekki betri frammistöðu á miðvikudaginn því það eru svona leikir sem við verðum að klára til að eiga möguleika á að berjast um toppsætið. Ég fer því fram á sigur og geri ráð fyrir 0-2 sigri.

20 Comments

  1. Einhverstaðar las ég að Alonso og Benayoun væru tæpir eftir evrópuleikinn

  2. Ég mátti til með að senda ykkur tölvupóst sem er að ganga frá hópi stuðningsmanna sem er að reyna að taka LFC yfir. Aldo er núna í þeim hópi og skrifar undir skeyto sem er að ganga manna á milli og lýsir ansi vel stöðu mála hjá klúbbnum:
    ShareLiverpoolFC gets active

    Come and join ex-players, the ShareLiverpoolFC board and the Secretary of State for Media, Culture & Sport in our campaign for fan ownership
    We’re stepping up our bid for fan ownership of Liverpool FC, and launching a new phase with the backing of LFC legends, celebrities and politicians.
    Come and join us at this launch, which is being held before the second leg of the Champions League qualifier on Wednesday 27 August, at the Liverpool Lighthouse, in Anfield, starting at 5.30pm. There will be plenty of time to make it to the match – the Lighthouse is on Oakfield Rd, just 2 minutes walk from the ground, and we’ll be done by 7.00pm.
    You’ll hear from Andy Burnham, Secretary of State for Culture, Media & Sport and former Chairman of Supporters Direct, me and other ex-players, as well as Rogan Taylor, board member and founder of ShareLiverpoolFC.
    There will also be the chance to ask questions about how it will all work.
    The urgency of fan involvement in the club has become acute since the American owners took over. Now saddled with debt, we’ve all read story after story this summer of Rafa trying to sell players to find money to buy new ones. Even the money for Robbie Keane was borrowed, and has been added to the burden on our once financially stable and secure club. Now, apparently, Hicks and Gillet have been unable to agree to put the finance together for the Barry deal which is now dead in the water.
    This great Club is losing ground, day by day. If you love LFC, please think about committing to the ShareLiverpoolFC project – either on your own or in a group – or with your time and support. (see http://www.shareliverpoolfc.com for more information or to re-register your support).
    If you’re already signed up, please pass this invitation to a relative, friend, neighbour or workmate – especially those who might not go on the internet very often.
    Numbers at the event will be strictly limited by the size of the venue (about 400 people), and will be offered on a first-come, first-served basis. So get there early to be sure of a seat. There’s a café at the venue if you want a bite to eat before the match!
    I’m gutted by what’s happening at our club, and really motivated to do something about it. ShareLiverpoolFC can work if we all get behind it. So pass the word.
    YNWA
    John Aldridge
    ShareLiverpoolFC

  3. “Even the money for Robbie Keane was borrowed, and has been added to the burden on our once financially stable and secure club”

    Nú?
    Fengum við sem sagt ekki aur fyrir Crouch of fleiri?

  4. Þetta verður vélknúinn 0-2 sigur, Torres og Benayoun með mörkin. Leikurinn mun klárlega bera þess merki að liðið er nýkomið af stað en við verðum þó of sterkir fyrir Sunderland.

  5. Nokkuð sammála byrjunarliðinu. Vona samt að kean sé ekki kominn til að vera í stöðunni hans Gerrard. miðjuspilið var mikið betra með Gerrard í þessari stöðu, Kean ekki nógu dulegur að koma aftur og sækja boltan og þannig hjálpa miðjunni.

    Að þessu bréfi þá ég ekkert viss um að hópur að stuðningsmönnum sé einhvað betri eigendur en þeir sem fyrr eru. Alltof mikið að tilfinningum og of lítið af skynsemi er ég hræddur um.

  6. verð að segja það að ef að Rafa ætlar sér að verðlauna einhverja leikmenn fyrir að hafa staðið sig vel á undirbúningstímabilinu þá hlýtur hann að gera það strax nú. Ég verð persónulega fyrir miklum vonbrigðum ef að Insua fær ekki að byrja (sé hann heill), Dossena vonandi eftir að reynast vel en ég verð að segja það að ég er ekki sannfærður. ENN ÞÁ. Eins væri maður alveg til í að sjá Keane færðan út í annan kantinn þá á kostnað Benayoun Gerrard framar og Plessis fengi þá að spila. Þá fengjum við líka kannski að sjá betur hvort hann er orðin sá leikmaður sem að við vonum, óvíst að hann fái svo mörg tækifæri til að sýna sig eftir að Mascerano og Leiva koma til baka.
    ÁFRAM LIVERPOOL!!

  7. Ég verð að vera þessi “fúli á móti” en ég er svartsýnn fyrir þennan leik. Liðið spilaði höööörmulega í evrópukeppninni í vikunni og eitthvað segir mér að þeir taki það með sér til Sunderland gegn mun sterkara liði en við spiluðum við. Sunderland hefur styrkt sig gífurlega í sumar og trúi ég að þeir eigi að veita okkur verðuga keppni í þessum leik. Það sem gæti unnið gegn Sunderland í þessum leik eru allir nýju leikmennirnir sem eru að spila saman en ég einhvern veginn hef það á tilfinningunni að Roy Keane lemji þá saman og vinni okkur 2-1. Fall er fararheill!

  8. Miðað við hvernig Liv spilaði síðast, þá held að þeir séu búnir að girða sig, og taki þennan leik nokkuð auðveldlega, það er mín tilfinning.Að vísu eru þeir Alonso og Yossi B eitthvað tæpir en Rafa leysir úr því. það er komin tími að Keane sýni okkur hvað hann getur, og að Torres fái úr einhverju að moða, en Gerrard er heill og getur farið að mata hann. Liv vinnur 3-0 POTTÞÉTT. Mistökin í síðasta leik var að setja ekki Voronin inná, og klára leikinn eins og hann gerði í síðasta æfingaleik, þar sem hinir höfðu c a 80 mín til þess, en gerðu ekki. 🙂 😉

  9. Veit einhver um pöbb í Rvk sem ætlar að sýna þennan leik? Players er lokaður, skilst mér og Ölver virðist ekki ætla að sýna hann.

  10. Býst við stirðri byrjun, mögulega jafntefli í baráttuleik. Við erum góðir ef við náum 3 stigum úr þessum leik.

  11. Talandi um pöbba, er enginn sportpöbb í vesturbænum eða á Seltjarnarnesi ?

  12. Liðið komið…
    The Reds XI is: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Hyypia, Benayoun, Kuyt, Gerrard, Plessis, Torres, Keane. Subs: Cavalieri, El Zhar, Aurelio, Ngog, Skrtel, Agger, Alonso.

  13. Já þetta er áhugavert, skil ekki alveg Hyypia og Plessis inná fyrir Alonso og Agger!!

    En Hörður Magnússon fær kudos fyrir setningu vikunnar og bestu lýsingu á leikmanni sem ég hef heyrt lengi….
    Eboue er svona nokkurskonar Ólafur F Magnússon fótboltans

    snilld

  14. Alonso á víst að hafa beðið um að vera seldur og er tæpur, svo Rafa lætur hann líklegast ekki spila, þessvegna. Skrtel á að vera tæpur ásamt Aurelio. Veit samt ekki afhverju Agger er ekki :s

  15. Reglunum var breytt hjá enska sambandinu í haust. Nú mega 7 varamenn vera á bekknum.
    Langar líka að láta vita af því að síðan virðist í erfiðleikum, við höfum enn ekki náð að setja í gang frétt með byrjunarliðinu og viðbúið að erfitt verði að setja inn leikskýrslu strax eftir leik!

  16. Eyþór núna má hafa 7 varamenn í deildinni eins og hefur verið í meistaradeildinni en Anton ertu viss um að Alonso hafi farið fram á sölu ?

Spá “spekinganna” á Kop.is!

Spáin, sæti 7 – 13!