Spá “spekinganna” á Kop.is!

Sæl öll!

Nú þegar aðeins þrír dagar 36 tímar eru eftir í að enska deildin hefjist ætlum við hér að fara eilítið í gegnum okkar spá fyrir deildina í vetur. Við röðuðum allir sex deildinni upp eins og við teljum líklegt og út frá því voru svo gefin stig. Fyrir fyrsta sætið 20 stig og allt niður í 1 stig fyrir neðsta sætið.

Þá var talið saman og heildarniðurstaða fengin. Mest var því hægt að fá 120 stig og minnst 6 stig.

Ef lið voru jöfn að stigum raðast það hærra sem nær hærra sæti hjá einhverjum okkar.

Eilítil umfjöllun er um hvert lið og fylgir með.

Sæti 14 – 20 ríða á vaðið í kvöld, svo 7 – 13 á morgun og 1 – 6 á laugardagsmorgun…..

20.sæti: Stoke City. (10 stig)

Helstu nýir leikmenn
Thomas Sörensen (Aston Villa) – Seyi Olofinjana (Wolves) – Dave Kitson (Reading)

Helstu brotthvörf
Engin

Við félagarnir spáum Stoke neðsta sæti og falli aftur í Championship deildina. Kannski lítið óvænt í því. Liðið kom verulega á óvart í fyrra með því að ná í Úrvalsdeildarsæti og hefur gengið illa að ná sér í leikmenn nú í sumar. Búast má við því að þeir bæti einhverju við sig fram í ágúst, en verulegt kraftaverk þarf að eiga sér stað til að Stoke verði á meðal þeirra bestu haustið 2009. Liðið spilar mikinn kraftafótbolta undir stjórn Tony Pulis, þar sem miðjumennirnir líkjast oft keppendum í leirdúfuskotfimi og viðbúið að þarna fari lið sem nálgist það að slá lélegleikamet Derby frá í vetur.

19.sæti: Hull City (10 stig)

Helstu nýir leikmenn George Boateng (Middlesboro) – Anthony Gardner (Spurs) – Bernard Mendy (Paris St. Germain) – Geovanni (Man. City) – Craig Fagan (Derby) – Peter Halmoisi (Plymouth) – Marlon King (Wigan)

Helstu brotthvörf Henrik Pedersen (hættur) – Frazer Campbell (Man. Utd. aftur heim úr láni).

Hull City komu eins og Stoke verulega á óvart í fyrra með því að komast upp um deild og við teljum alveg víst að þeir fylgi Stoke niður. Hull er í eigu meðalauðjöfurs á enskan mælikvarða sem hefur eytt miklum peningum í að koma klúbbnum upp í Úrvalsdeild enda borgin ein sú stærsta á Englandi. Í sumar hefur hann eytt talsverðum upphæðum í að styrkja liðið með reynslumiklum mönnum sem eiga að hjálpa til við að hala inn stig á fyrsta tímabili liðsins í efstu deild í sögu þess. Liðið komst upp í gegnum Playoffs þegar hinn brátt fertugi (já eins og 40 ára) Dean Windass skoraði sigurmark liðsins á Wembley, eftir undirbúning hvers? Jú, Nick Barmby!!!! Þarf að segja meira? Fall!!!

18. sæti: Bolton Wanderers (25 stig)

Helstu nýir leikmenn Danny Shittu (Watford) – Fabrice Muamba (Birmingham) – Johan Elmander (Toulouse)

Helstu brotthvörf Ivan Campo (Ipswich) – Abdoullaye Meite (W.B.A.) – El Hadji Diouf (Sunderland) – Stelios (enn að leita að félagi) – Danny Guthrie (Newcastle)

Íslendingaliðið Bolton er þriðja liðið sem við spáum falli. Eftir mjög slaka byrjun síðasta haust náði Bolton að rétta sig aðeins við og bjarga sér á falli undir vorið. Gary Megson hefur í sumar verið að yngja liðið upp, sem ekki var vanþörf á, en við teljum róðurinn verða erfiðan fyrir Grétar Steins, Heiðar Helgu og félaga á Reebok Stadium. Liðið spilar hrútleiðinlegan fótbolta,jafnvel þann leiðinlegasta í Evrópu, undir stjórn Megson sem hefur mikla reynslu af því að falla. Völlurinn flotti iðulega hálfgaltómur og liðið kannski bara númeri of lítið í keppni þeirra stóru! Fall……

17.sæti: West Bromvich Albion (25 stig)

Helstu nýir leikmenn Gianni Zuiverloon (Heerenveen) – Luke Moore (Aston Villa) – Abdoulaye Meite (Bolton) – Scott Carson (Liverpool)

Helstu brotthvörf Curtis Davies (Aston Villa) – Zoltan Gera (Fulham) – Kevin Phillips (Birmingham)

Glöggir lesendur sjá að W.B.A. fær 17.sætið þrátt fyrir að vera með jafnmörg stig og Bolton. Kemur það til þar sem W.B.A. náði hæst 13.sæti hjá einum okkar en Bolton hæst 15.sæti.
Við semsagt spáum því að W.B.A. bjargi sér frá falli og sendi Bolton niður á síðasta degi leiktímabilsins! Á lokasekúndunum!
Tony Mowbray stjóri liðsins hefur styrkt varnarleik liðsins í sumar, en missti reyndar tvo leikmenn sem skoruðu mikið af mörkum sem tryggði svo liðinu sigur í næstefstu deild á síðasta tímabili. Búist er við því að hann kaupi sóknarmann áður en ágústmánuður líður til að laga þá stöðu aðeins.
W.B.A. reynir að spila fótbolta undir stjórn Mowbray og ekki er langt síðan liðið var í deildinni. Það teljum við, ásamt skynsömum kaupum, vera lykilatriðið í því að liðið heldur sér uppi í vor.

16.sæti: Wigan Athletic (38 stig)

Helstu nýir leikmenn Lee Cattermole (Middlesboro’) – Olivier Kapo (Birmingham) – Daniel De Ridder (Birmingham)

Helstu brotthvörf Andreas Granqvist (Groningen) – Julius Aghahowa (Kayserispor) – Marcus Bent (Charlton) – Marlon King (Hull)

Við teljum í raun Wigan vera nokkuð örugga í vetur ef litið er á stigamun þeirra og liðs W.B.A. í 17.sæti. Steve Bruce er því miður nokkuð glúrinn í því að halda liðum uppi, oft með því að tjalda strætó í varnarteignum sínum og bíða sallarólegur. Rafael vinur okkar á þann vafasama heiður t.d. að hafa aldrei unnið hans lið í deildarleik á Englandi og erum við ekki allir bjartsýnir á að það breytist nokkuð í vetur! Liðin hans hafa stimpilinn “erfið að sigra” (tough to beat), vel skipulögð varnarlega og ná oft leiftrandi skyndisóknum. De Ridder og Kapo þekkja vel til Bruce og hann til þeirra, svo líklegast er að Wigan verði ofan við fallbaráttuna, en gæti dregist þangað niður ef breiddin fer að ráða. Hún er ekki mikil í Wigan. Nema í tómri stúkunni, sem er skelfileg sjón í efstu deild á Englandi…..

15.sæti: Fulham (42 stig)

Helstu nýir leikmenn Andy Johnson (Everton) – Pascal Zuberbuehler (Xamax) – Frederik Stoor (Rosenborg) – John Pantsil (West Ham) – Bobby Zamora (West Ham) – Zoltan Gera (W.B.A.) – Mark Schwarzer (Middlesboro’) Tony Kallio (Young Boys)

Helstu brotthvörf Lee Cook (QPR) – Dejan Stefanovic (Norwich) – Carlos Bocanegra (USA) – Brian McBride (Toronto) – Carlos Bocanegra, Jari Litmanen, Philippe Christanval og Kasey Keller (samningslausir)

Fulham bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli og við hér á Kop teljum þá sigla lygnan sjó í vetur. Þó er talsverð sveifla á spám okkar, allt frá 18. sæti og falli, og upp í 8.sæti! Enda liðið eilítið óskrifað blað. Roy Hodgson hefur yngt liðið verulega upp og keypt í bland efnilega leikmenn erlendis frá og leikmenn með mikla reynslu úr ensku Úrvalsdeildinni. Hodgson er smám saman að færa áherslur liðsins í átt til sinna og frá áherslum vitleysingsins Lawrie Sanchez sem var að fylla Craven Cottage af rugludöllum, þær áherslur Hodgson eru að spila hraðan sóknarbolta og einblína á að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Karlinn hefur náð fínum árangri í öðrum löndum og við teljum liðið stíga marktækt skref fram á við í vetur!

14.sæti: Middlesboro’ (42 stig)

Helstu nýir leikmenn Didier Digard (Paris St. Germain) – Marvin Emnes (Sparta Rotterdam)

Helstu brotthvörf Mark Schwarzer (Fulham) – Luke Young (Aston Villa) – Lee Cattermole (Wigan) – Fabio Rochemback (Sporting Lisbon)

Norðanmenn í Middlesboro’ sitja í 14.sætinu hjá okkur, sjónarmun á undan Fulham. Liðið hefur verið nefnt eftir merkilegri hljómsveit á meðal okkar hér, nefnilega Status Quo! Eitt og eitt ágætt tímabil inn á milli og einstaka fallbarátta en annars yfirleitt afar óspennandi knattspyrnulið lengst af sinni löngu sögu. Þegar þetta er skrifað hefur Gareth Southgate, stjóri liðsins, lofað áhangendum liðsins því að leikmenn verði fengnir nú á ágústdögum sem muni “excite them”. Veit ekki, kannski. En ég er ekki viss að margar stórar stjörnur hafi gaman af því að leika á Riversidevellinum í vetur. Ef Southgate nær ekki að fjárfesta núna í lok gluggans gæti liðið þó hæglega dregist niður í fallbaráttu.

Takk í dag, meira á morgun!

13 Comments

 1. Flott samantekt og ansi líkleg botnbarátta. Ég efa stórlega að Hull og Stoke verði einhver spútnik lið, helsta spútnik liðið í ár held ég að verði Sunderland og nái jafnvel inn í evrópu eða verði í það minnsta nálægt því. (eftir slæma byrjun í 1.leik auðvitað).

  Annarsstaðar spáði ég botnbaráttunni svona:
  14. Blackburn
  15. Wigan
  16. Bolton
  17. WBA
  18. Fulham
  19. Stoke City
  20. Hull

 2. Fyrir þá sem eru á leiðinni á Anfield í vetur er eins gott að fara að leggja þetta lag á minnið. Hef það á tilfinningunni að það verði mikið sungið. Skemmtilegt lag að mínu mati.

  “http://www.youtube.com/watch?v=jfNvzYZAOoo”

 3. Var einmitt að spá í því sama Vala, þegar þessarri grein er hent inn á síðuna eru nú bara rétt um 36 tímar í fyrsta leik ensku deildarinnar og um 6 í viðbót í fyrsta Liverpool leik. Grunar þó að þetta hafi þá verið skrifað ca sólarhring áður en þetta birtist hér.

  Annars er ég nokkuð sammála með uppröðunina þó ég haldi reyndar að WBA komi til með að standa sig aðeins betur og sigla nokkuð lygnan sjó í kringum 15. sætið, það er nú ekki það langt síðan þeir voru síðast í úrvalsdeildinni og þeir hafa því smá reynslu af þessarri baráttu. Fulham á líka eftir að vera sterkara en í fyrra og enda í kringum 12. sætið. Hull og Stoke eru á leiðinni beint niður aftur en verða þó vonandi hvorugt jafnlélegt og Derby á síðasta tímabili. Bolton og Wigan koma svo til með að berjast við eitthvað þriðja lið um að bjarga sér frá falli, hvaða lið er ég ekki viss um en það er alltaf eitthvað lið sem veldur vonbrigðum og spilar “undir getu”, gæti trúað að það verði middlesbrough eða west ham.

 4. púffh, eins gott, ég skoðaðo dagskrána á tveimur mismunandi stöðum eða þremur þegar ég las þetta. Ætlaði ekki að trúa því ég yrði að bíða lengur en til morgunns! 🙂 alveg komið nóg, yfirþyrmandi tilhlökkun í gangi hér ! ;-D – annars er ég til í að skipta Wigan yfir í fallsæti fyrir Stoke, mjög spennt að sjá hvað þeir gera til að sanna sig í ár 🙂 og líst vel á að WBA haldi velli eftir árið. Hvatti þá til dáða héðan úr stofunni í fyrra í þeirri von um að sjá þá í Premier League í ár og já .. hlakka til !

 5. Ekki að það skipti miklu máli en þá er teljarinn ennþá vitlaus. Ég held að allir séu sjálfir að telja niður sekundurnar í að deildin hefjist.

 6. Tjah, vitlaus og ekki vitlaus, fer eftir því hvaða atburð er verið að telja í. Hjá mér segir hann núna 21 tími og korter sem er nokkurn veginn tíminn þar til leikur Arsenal og WBA hefst og þar með deildarkeppnin, en ég hélt nú reyndar að hann ætti að telja í fyrsta deildarleik Liverpool og þá þarf að bæta ca. 4 og hálfum tíma við hann. Mig grunar að vandamálið liggi í því að þegar hann var settur upp var ekki búið að færa neina leiki vegna sjónvarpsútsendinga og því miðað við 15:00 í englandi, Af hverju hann er að telja í 13:00 veit ég reyndar ekki en tengist hugsanlega því hvar teljarinn er hýstur og tímanum á þeim vefþjóni. Ég gæti líka verið að bulla út í bláinn hérna og markmiðið alltaf að telja í fyrsta deildarleik, sem viðbúið var að yrði færður fram fyrir sjónvarpið. Einhvern veginn efa ég þó að knattspyrnuþyrstir aðdáendur missi af fyrsta leik vegna þessa smávægilega galla.

 7. Sælir félagar

  Ég geri ekki ahugasemd við þennan fyrsta þriðjung spárinnar. Tel niðurstöðuna mjög líklega þó einhver skipti verði ef til vill milli þriggja neðstu sætanna.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Soutgate(suðurhlið) er einhver vanhæfasti maður til að stjórna liði í efstu deild á englandi. hann er looser hvernig sem litið er á málið. hann ætti að reyna að kaupa sér nýjar tennur frekar en að gaufa í boltanum.
  Það er alveg dæmi útaf fyrir sig hvað stjórnarformaður m´boro hefur ráðið
  mikla vanvita til að stýra þessu liði, sem nota bene hefur fínan völl og ágætis
  mætingu á völlinn. Svo hafa einstaka snillingar spilað þarna í gegnum tíðina.
  best væri ef gareth yrði rekinn svona á aðfangadag t.d og didier dechamps tæki við.

Standard Liege 0 – Liverpool 0

Sunderland á morgun.