Liðið gegn Standard Liege

Rafa stillir upp óbreyttu liði frá því á föstudagskvöldið gegn Lazio. Það er ekkert sem kemur á óvart í liðsuppstillingunni og eitthvað sem flestir áttu von á held ég. SSteinn spáði því hárréttu byrjunarliði í upphituninni og byrjar tímabilið vel, með að lesa Rafa eins og opna bók.

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Plessis – Alonso
Kuyt – Keane – Benayoun
Torres

Bekkur: Cavalieri, Hyypia, Gerrard, Voronin, Insúa, El Zhar, Pennant.

Jæja, þá siglum við inn í fyrsta alvöru leikinn, með þetta lið er sigur lágmarkskrafa.

13 Comments

 1. Sáttur með þetta lið. Klára þetta í fyrsta leik. fá sjálfstraust fyrir næstu helgi.
  “come on you reds”

 2. “Standard” spurning hjá mér….veit einhver hvort hann er sýndur á einhverri stöð, fyrir utan Stöð 2 sport auðvitað?

 3. Kanski alveg nóg að vera með 3 strikera inn á en ég hefði samt viljað sjá Ngog á bekknum. skiljanlegt samt að Voronin sé tekinn fram yfir hann vegna þess að hann skoraði í síðasta leik.

 4. Biddu Biddu, hvað er í gangi hérna. Eru Liverpool grænir eða rauðir ??

  Jú bíddu, Liverpool hljóta að vera þessir grænu. Það eru grænir miðverðir sem gera ekkert annað en að freta boltanum eins langt fram og þeir geta !

 5. Það hefur líklega eitthvað með það að gera að Alonso er eins og jólaskraut þarna á vellinum, eins og það sé enginn á miðjunni. Fer líklega að styttast í Gerrard með þessu áframhaldi.

 6. Tveir sprækustu menn okkar á undirbúningstímabilinu Alonso og Yossi eru eins og slakir utandeildarleikmenn í þessum leik…

 7. Þetta er ekkert spes leikur hjá okkar mönnum, mjög dapur, varla færi sem ég hef séð í seinni hálfleik.

 8. mjög slakur leikur að okkar hálfu, Standard menn samt að spila vel.. fyrsti alvöru leikur tímabilsins, sýnum þolinmæði..

 9. Standard Liege lokar algjörlega á Alonso og allt uppspil frá miðjunni hjá okkar mönnum. Við erum arfa slakir og eigum ekki skilið að fara í riðlakeppnina ef mið er tekið af þessum leik. Nú eru 4 mín eftir og satt best að segja hefur Rafa komið mér virkilega á óvart í kvöld. Hann tekur útaf Keane sem spilaði sem miðjumaður í kvöld og setur Gerrard inn sem á að liggja framar en Keane gerði. Mér er þá spurn…afhverju erum við að kaupa sókjnarmann á 20m og setja hann á miðjuna þegar við í raun getum alveg eins splæst í 20m miðjumann til að spila þar ??? Ef Rafa myndi breyta í 4-4-2 og kyngja þessu andskotans stolti sínu, þá yrðum við fínir. Hann er að gera lið sem gæti spilað fjandi góðan bolta að einu leiðinlegasta liði sem sögur fara af. Þetta er sem betur fer fyrsti alvöru leikurinn á tímabilinu og tek ég þessu sem bara “bad day at the office” hjá Rafa og co en framhaldið breytist vonandi.

 10. Get nú ekki betur séð en að Keane og Gerrard séu að spila sömu stöðu í þessum leik, Keane var bara ekkert að koma sér í boltann og þegar hann fékk boltann þá gerði hann ekkert að viti.

  Jæja nú er þessari hörmung lokið og leikskýrslan hlýtur að vera sú einfaldasta í heimi:
  “Hundlélegt liverpool lið slapp með skrekkinn í Belgíu”

 11. Arfaslakt. Vonandi ekki það sem koma skal hjá Dossena. Dalmat lék sér að honum í kvöld.

 12. Skelfilegt er eina orðið yfir þetta, Belgarnir voru einfaldlega miklu miklu betri í leiknum og Liverpool er bara stálheppið að hafa ekki tapað honum. Vonum að við fáum að sjá aðra og betri frammistöðu á laugardaginn því ef það verður áframhald af þessarri vitleysu þá má hreinlega búast við slæmri útreið gegn sunderland.

 13. Sælir félagar
  Get ekki annað en tekið undir með þeim sem hér hafa tjáð sig. Okkar menn að spila mjög illa og belgarnir afar óheppnir að vinna ekki þennan leik. Eini maður L’pool sem stóð undir nafni var Reina og svo náttúrulega Carra minn maður.
  Það er nú þannig.

  YNWA

Standard Liege á morgun

Standard Liege 0 – Liverpool 0