Standard Liege á morgun

Þá er komið að þeirri stund sem maður hefur lengi beðið eftir. Fyrsta upphitun leiktímabilsins 2008-2009. Mér finnst eins og ár sé síðan enska deildin kláraðist og verð ég að viðurkenna að ég er orðinn að fram kominn af hungri í alvöru fótbolta. Það eru kannski margir ekki jafn illa haldnir og ég þar sem þeir hafa séð eitthvað af undirbúningstímabilinu, en ég þarf að leita langt aftur til að finna tímabil þar sem ég missti af ÖLLUM undirbúningsleikjunum. Það gerðist þó núna í sumar og því er ég afar feginn að svelti mitt sé á enda.

Fyrsti alvöru leikurinn okkar á þessu tímabili er í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og þarf ekkert að fjölyrða neitt um mikilvægi þessa einvígis við Belgíumeistara Standard Liege. Reyndar eru lið frá Belgíu ekki hátt skrifuð á kortinu í Evrópuboltanum nú um stundir, en svona one off slagir geta verið stórhættulegir og mörg lið brennt sig á því. Þessir mótherjar okkar rúlluðu víst upp deildinni í heimalandi sínu á síðasta tímabili, svo sannfærandi að mér skilst að þeir hafi einungis tapað einum leik í deildinni og það tap kom eftir að þeir voru búnir að tryggja sér titilinn. Ég viðurkenni það fúslega að ég nennti hreinlega ekki að fletta þessu upp og ef einhver telur þetta vera rangt hjá mér, þá er hinum sama guðvelkomið að reka þetta á bólakaf ofan í mig. Ég fór þó yfir leikmannalista þeirra og þar og get sagt með góðri samvisku að ég þekki ekki einn einasta leikmann í liði þeirra. Ég ætla því þar með ekki að spá meira í því.

Hvað með okkar menn? Það hefur ekki verið gerð nein gjörbylting á leikmannahópi okkar í sumar, fyrst og fremst klárar styrkingar á nokkrum stöðum (að mínu mati). Robbie Keane er kominn inn í stað Peter Crouch, Andrea Dossena í stað John Arne Riise (Reyndar hef ég ekki séð Dossena í rauðu treyjunni, en þetta getur ekki verið annað en styrking frá Riise og mér sýnist einnig svo vera af umfjöllunum) og Diego Cavalieri í stað Itandje (Þó sá síðarnefndi sé ekki formlega farinn ennþá). Þar að auki hafa þeir Philipp Degen og David Ngog bæst í hópinn. Það verða þó ekki allir okkar leikmenn klárir í slaginn á morgun. Philipp Degen, Fabio Aurelio og Martin Skrtel eru allir meiddir og þeir Ryan Babel, Javier Mascherano og Lucas Leiva eru að spila á Ólympíuleikunum (Ó já, það virðist vera keppt í fótbolta þar).

Mér líður alltaf betur þegar við byrjum á útivelli í tveggja leikja einvígi. Þetta var í raun fínn dráttur upp á það að gera og eins það að ferðalagið er afar stutt. Þetta er kannski 40 mínútna flug í mesta lagi. Með góðum úrslitum á morgun þá ætti eftirleikurinn að verða býsna auðveldur hjá okkar mönnum og ég efast ekki um það í eina mínútu að leikmenn gera sér fullkomlega grein fyrir því og koma inn í leikinn af krafti. Ég er sammála Rafa með það að liðið í dag er það sterkasta sem hann hefur haft á tíma sínum hjá félaginu, og því ætti maður að geta búist við því að menn myndu leggja sig fram til að gera almennilegt tilkall til stöðu í liðinu. Rafa hefur gefið það út að liðið sem spilaði gegn Lazio muni svipa mjög til liðsins sem labbar inn á völlinn annað kvöld (þá er ég að vísa í liðsskipan sem slíka). Ég ætla því að giska á það að það verði algjörlega óbreytt byrjunarlið og að hann geymi Steven Gerrard á bekknum og hafi hann kláran ef á þarf að halda. Best væri ef hann gæti alveg gefið honum frí í leiknum. Liðið yrði þá svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Plessis – Alonso
Kuyt – Keane – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Finnan, Hyypia, Gerrard, Pennant, Voronin og Ngog

Mér dettur ekki annað í hug en að við vinnum þennan leik (þó svo að marka jafntefli séu fín úrslit). Ég segi að við vinnum leikinn 0-2 og að það verði þeir Benayoun og Kuyt sem sjái um markaskorunina. Allavega, þá get ég hreinlega ekki beðið eftir að heyra flautað til leiks og ég leystur úr því svelti sem ég hef verið í. Til hamingju öll með nýtt tímabil.

28 Comments

 1. Held að þú hafir hitt naglann á höfuðið með þetta byrjunarlið. Þetta er, eins og málin standa núna, okkar sterkasta byrjunarlið og ætti ekki að vera í vandræðum með þetta Standard lið.

  Nýtt tímabil hefst formlega á morgun og er ég næstum farinn að skjálfa, enda off-season yfirleitt verstu fráhvarfseinkenni sem þekkjast 😀

 2. Tek undir þetta, loksins loksins!

  Byrjunarliðið ætti að vera nokkuð nærri lagi, ótrúlegt en satt þá erum við frekar fátækir á miðjumenn í augnablikinu, þrátt fyrir að það sé sú staða sem hve mesta samkeppni er um…
  Verður forvitnilegt að sjá Plessi þarna, átti stórleik gegn Arsenal undir lok síðustu leiktíðar, en var svo hörmung gegn Birmingham viku seinna…

  Ég ætla að tippa á 0-1 sigur, sigurmarkið kemur, eins og svo oft áður, frá Torres.

 3. Þetta verður alls ekki léttur leikur frekar en gegn Lazio um daginn en eitthvað segir mér að leikmenn Liverpool muni frekar henda sér í tæklingarnar í þessum leik en í æfingaleik. Þessi leikur er einnig tilkomið tækifæri fyrir leikmann eins og Plessis sem mun verða í mikilli baráttu við að komast í hópinn í vetur.

  Ég held að við munum vinna þennan leik það verður enginn stórsigur, 1-2 kannski þar sem Belgarnir skora snemma leiks en Torres og Alonso loka þessu fyrir okkur.

 4. Held þetta verðir frekar daufur og erfiður leikur. Belgarnir skora snemma eða í fyrri hálffleik og halda því framm á 80+ þá kemur NGOG inná og setur jöfunarmarkið. Það skiptir held ég engu hvernig þetta fer í Belgíu, þetta verður rúst heima.

 5. Held að við vinnum þennan leik.Voronin kemur inná c a 83 mín og klárar þettað 🙂

 6. Já ég er hjartanlega sammála með það, að biðin hefur verið óbærilega löng. Ég ákvað að taka mér alveg frí frá fótbolta í sumar, og hef þess vegna ekki séð neitt af undirbúningstímabilinu heldur. Þegar ég segi ” Ég ákvað”, þá á ég að sjálfsögðu við að konan mín tók þessa ákvörðun fyrir mig;) og ég skyldi hlutina þannig, að ef ég ætlaði að hafa þetta áfram að áhugamáli, þá væri mér hollast að hlýða hvað þetta varðaði.
  Til að þurfa ekki að sofa í stofusófanum, þá hlýddi ég eins og barinn rakki, og játa það fúslega að ég er orðinn svo spenntur á þessu stigi, að mér er sama þó svo að ég sofi í tjaldi fram að jólum, ég ætla að horfa á þennan leik 😉

  Ég spái okkar mönnum sigri 0-1 í leik sem fer seint á spjöld sögunnar fyrir skemmtanagildi, en það verður áhugavert fyrir menn eins og mig, að sjá liðið og hvernig það kemur undan sumri…

  Insjallah…Carl Berg

 7. Ég ræddi nú við konuna þína í Eyjum Carl Berg og það var eins og ég hélt, það hefði ekki skipt nokkru máli hvort þú hefðir farið eftir þessu eða ekki, þú ert alltaf eins og barinn rakki heima hjá þér….síðan er ekkert að stofusófanum heima hjá þér, ég allavega hef getað lúllað þar fínt hingað til, hehe.

  En að leiknum, þetta er skildusigur. Mín Spá er 0-2 þar sem Torres skorar auðvitað og Keane setur sitt fyrsta mark 🙂

 8. Ég efa það stórlega að þetta verði einhver leikur kattarins að músinni, þó belgísk lið séu kanski ekki þau hæst skrifuðu í evrópu að þá hafa þau nú öðru hvoru ratað í riðlakeppnina. Það er nú heldur ekki eins og Liverpool liðið hafi verið eitthvað gríðarlega sannfærandi í þessum undankeppnisleikjum í gegnum tíðina. 2004: 2-1 samanlagt, 2005:3-2 samanlagt og 2006: 3-2 samanlagt. Í öllum þessum viðureignum höfum við unnið fyrri leikinn en tapað/gert jafntefli í þeim seinni. Í fyrra slátruðum við þó Toulouse og ef allt er eðlilegt ættum við að komast án teljandi vandræða í gegnum þessa leiki. Ætli þetta verði ekki bara svipað og í fyrra, 1-0 úti og svo öruggt (3+ mörk) á Anfield eftir hálfan mánuð.

 9. Ég tel ekki miklar líkur á því að Benitez muni stilla upp Alonso í byrjunarliðinu, enda þá nánast kemur hann í veg fyrir það að hann muni geta selt hann. Og ef að Alonso spilar þennan leik þá held ég að hann verði ekki seldur.

 10. jæja. fín upphitun ssteinn og núna er maður kominn í gírinn. ef maður kemst ekki í stuð við að lesa upphitun eftir keisarann þá á maður ekkert að vera að fylgjast með fótbolta 🙂

 11. Þá er komið að því, mikið er ég feginn að leikirnir séu aftur farnir að skipta máli og þá væntanlega menn að taka hlutunum alvarlega, og taka almennilega á því.
  Ég er hræddur um að leikurinn á morgun verði allt nema auðveldur, Standard verða örugglega kolbrjálaðir, enda er þessi leikur fyrir þá svipaður og undanúrslitaleikur í CL fyrir okkur. Einnig þarf liðið okkar eflaust aðeins betri slípun til að geta auto-pilotað í gegnum svona “pappírslega skyldusigra”.
  Keane á eftir að setja kvikindi samt og taka handahlaupið, kollhnísinn og byssuna!

 12. Hér er spenna,
  hér er gaman,
  tímabilið að hefjast og leikurinn á morgun verður bara góður. Gæti trúað 1:1 jafntefli eða 1:2 sigri okkar manna, en öruggur sigur svo á heimavelli. Plessis skorar! Og gott ef Keane geri það ekki líka. Sem þýðir að ég spái 2:1 fyrir Liverpool. Með hverjum heldur Ásgeir Sigurvins…?
  Áfram Liverpool!

 13. Úff, ég er ekki að trúa því að þetta er loksins að gerast. 2 mánaða fótboltaþurrð er að ljúka og hamingjusæla tekur við völdum, allavega svo lengi sem við erum ofar en Everton.

  Spái 0-3 sigri okkar á morgun og Keane, Benayoun og Agger skora mörkin.

 14. Las skýrsluna aftur, ljóst að Babel gefst aldrei upp ( hið margrómaða mentaliteee rafa hreimur ). Kom sterkur inn með mörkin gegn Arsenal og Chelsea í CL. 🙂

  Hef engar áhyggjur af Standard. Klárast í þessum leik.

 15. LOksins, loksins,,,, sammála með byrjunarliðið, við vinnum þennan leik 0-2, Keane setur sitt fyrsta og Ngog hitt, en það besta við þennan leik verður (ef þetta verður liðið!) að Alonso spilar, sem minnkar til mikilla muna að hann verði seldur 🙂 Enda væri það bara rugl!!!

 16. Alls ekkert ólíklegt byrjunarlið. Og með þetta byrjunarlið ættum við ekki að tapa þessum leik. Allt annað en tap eru góð úrslit, á Anfield ættum við að taka þetta lið með 2-3 mörkum.

  Ætla spá 0-2 sigri þar sem Keane leggur upp bæði mörkin og að ég held á Torres bæði, eða Torres og Benayoun. Þægilegur sigur og við getum “slakað” á í seinni leiknum.

 17. Er búinn að vera að lesa um Standard liðið á netinu og það hljómar ekkert
  alslæmt þetta er mjög ungt og efnilegt lið t.d. er fyrirliðinn þeirra
  Steven Defour ný orðinn 20 ára en er samt búinn að vera lykilmaður í liðinu þeirra seinustu ár.
  Ég held að miðjumenn liðsins eigi eftir að koma ykkur mikið á óvart og
  þeir eiga eftir að berjast alveg til enda.
  Ég spái 1-0 fyrir Standard en ég held nú að þið klárið þetta í seinni leiknum

  Þegar ég segi þið þá meina ég Liverpool menn, sjálfur held ég með Arsenal.

 18. Áhugaverð óskhyggja hjá þér Bjarki. 🙂
  Ungt og efnilegt getur líka þýtt = algert reynsluleysi í top-level fótbolta.
  Ef að lykilmaður seinustu ára og fyrirliði Standard Liege er 20ára þá er þetta lið varla burðugt.

  Ætli þetta sé ekki belgískt Arsenal lið, ungt og mjög vinnusamt á miðjunni. Spilar flottan bolta en takmarkanir liðsins koma greinilega í ljós þegar reynir á taugarnar og hluti eins og föst leikatriði.
  Belgísk lið hafa verið mjög slöpp í Evrópu undanfarin ár, einfaldlega klössum fyrir neðan bestu lið Evrópu. Liverpool vann nú mjög svipaðan úrslitaleik á útivelli gegn Marseille 0-4 í fyrra til að komast áfram í keppninni.

  Ég spái öruggum 1-3 sigri fyrir Liverpool.

 19. Ég er alltaf stressaður fyrir þessa leiki í 3.umferð undankeppninnar. Það getur allt gerst og Liverpool hafa oft komið kaldir inn í þessa leiki þó að alltaf hafi liðið nú komist áfram. Það góða er að undirbúningstímabilið gekk vel og því ætti liðið að koma vel stemmt til leiks. Ég spái 2-1 fyrir Liverpool.

 20. Þetta fer 0-1 fyrir okkur. Robbie Keane skorar hans langþráða mark svo við heyrum kannski eitthvað nýtt í fjölmiðlum annað en “The goal will come” 🙂

 21. Bjarki ertu ekki búinn að lesa aðeins og mikið um þetta Standard lið? (1-0 tap!!)

  Býst ekki við neinni flugeldasýningu á eftir, típískur evrópuleikur á þessu stigi með keim af því að þetta er fyrsti leikur okkar (sem skiptir máli) á þessu tímabili. Tökum þá 1-2 eða 0-2 og förum ekki úr 2.gír allann leikinn. Alonso og Dossena verða með mörkin.

  En mikið óskaplega er nú hrikalega gott að veislan sé að byrja aftur.

 22. Aðeins að öðru. Á sama tíma í fyrra var hér nokkuð hávær umræða um áskriftina hjá þeim 365 mönnum og voru menn nokkuð stórorðir og sögðust margir ekkert ætla að taka enska boltann inn á þessu verði. Ég var á sama máli og neitaði mér um áskrift allan síðasta vetur og lét p2p tv á netinu duga.

  Nú ári síðar ætla ég að gefa eftir í þessu mótmælasvelti mínu og taka inn enska og borga mína áskrift. Væri fróðlegt að heyra í öðrum með þetta. Þ.e.a.s stóðu menn við að gerast ekki áskrifendur og hvað finnst mönnum um þetta nú ári síðar.

  Spurning um sér færslu um málið eða hvað ?

 23. Ég er ekki, og verð ekki, ákskrifandi af þessu.
  Ég fer á minn heimavöll og horfi á alla leikina þar.

  Carl Berg

Hitnar í kolunum

Liðið gegn Standard Liege