Unglingarnir í frumskóginum – eiga þeir séns? (uppfært)

Það er klárt mál að það verður sífellt erfiðara fyrir unga leikmenn að komast uppúr unglinga- og/eða varaliðunum hjá stóru félögunum. Vissulega koma inn gríðarlega efnilegir árgangar líkt og Fowler, Redknapp og McManaman hjá Liverpool og þegar Scholes, Beckham, Neville hjá Man U en þá þarf líka tímasetningin að passa svo þessir leikmenn nái að blómstra og festa sig hjá liðunum sínum. Þegar Fowler og co. fengu sénsinn hjá Liverpool var Souness að umbreyta liðinu (hvort sem það var nú svo jákvætt) og lét marga reynslubolta fara á sama tímapunkti (McMahon, Beardsley, Staunton, Gillespie, Ablett o.s.frv.) sem er aldrei jákvætt. Betra er að láta leikmenn detta smátt og smátt út líkt og Wenger gerði með vörnina hjá Arsenal á sínum tíma (Bould, Adams, Dixon og Winterburn).

Rafa hefur umbreytt unglingastarfinu hjá Liverpool (ekki öllum til ánægju) og er ég viss um að sú breyting muni bera ávöxt. Nú þegar eru leikmenn líkt og Nemeth, Spearing og Darby að fá leiki á undirbúningstímabilinu. Rafa hefur verið duglegur að kaupa unga leikmenn allsstaðar frá heiminum sem gerir ungum drengjum frá Liverpool ennþá erfiðara að komast í gegnum sigtina. Hins vegar eru núna tveir drengir sem hafa staðið sig vel á þessu undirbúningstímabili og vonir eru að þeir gætu farið alla leið.

Það birtist fín grein í Liverpool Echo um daginn um Spearing og Darby:
Scouse young guns breaking through the Liverpool FC multi-national ranks

Viðtal við Spearing á official síðunni:
SPEARING: I’VE RAISED MY GAME

Þar sem Rafa hefur keypt gríðarlega efnilega drengi frá öllum heimshornum þá er ljóst að margir af þeim drengjum munu aldrei vera neitt annað en efnilegir (sbr. Le Tallec). Landsliðsþjálfari Ungverjalands, Erwin Koeman, hefur áhyggjur af þróun Nemeth hjá Liverpool og telur að það muni hefta hans framgang ef hann spilar einungis með unglinga- og varaliði Liverpool á næstu árum.

“I think Krisztian Nemeth is an exceptional talent. But I think he can’t improve enough in the Liverpool reserve team.”

Þetta er og verður alltaf erfitt en ég tel að megin regla er þessi: Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall! Nemeth mun fá sín tækifæri hjá Liverpool ef hann er nógu góður.

Liverpool hefur núna í allt 7 leikmenn í útláni þetta tímabil en 2 síðustu leikmennirnir til að vera lánaðir út voru þeir Martin og Leto. David Martin mun verja rammann í Leicester næstu 6 mánuðina. Þar hittir hann fyrir Jack Hobbs. Leto fer í árslán til Olympiakos þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi í Englandi.


Uppfært Aggi: Núna er Liverpool búið að senda 8 leikmanninn í útlán þetta tímabil en það var hollenski framherjinn, Jordy Brouwer, sem fer til Utrecht út tímabilið. Athyglisvert er að Liverpool tekur það sérstaklega fram að þeir hafi ekki áhuga á að selja drenginn.

10 Comments

 1. Miðað við það sem ég hef séð á undirbúning tímabilinu þá er einmitt að gerast það sem Benitez og aðrir eru búnir að bíða eftir.

  Ungu strákarnir eru orðnir nógu gamlir og nógu góðir til þess að fara að spila með aðalliðinu.

 2. Þó að ég verði nú að bæta við að það sé ekki hægt að heimta meistaratitil og youth á sama tíma :P.

  Það er ekki árið 1996 lengur 😀

 3. Í þessum undirbúningsleikjum sem ég hef séð koma bara Plessis og Nemeth til greina í aðalliðið, kanski Spearing. Hinir eiga eitthvað í land – N’Gog var keyptur í aðalliðið.

 4. Nú virðast Boro ætla gera allt til að kaupa Steve Finnan, væri ekki fínt að láta hann fara fyrir nokkrar kúlur og nota þær til að klára kaup á einum world class leikmanni í viðbót? Silva, Barry?

 5. Nú, maður sem er byrjunarliðsmaður í besta landsliði í evrópu ekki world class? Hvað er þá world class?

 6. það er vafamál sem mætti kannski ræða frá hlutlægu sjónarhorni en ég er nokkuð handviss að Gareth Barry er ekki World Class, ekki frekar en beggi og pacas.

 7. Þetta er bara kantamaðurinn sem Liverpool þarf. Bara setja manninn beint í byrjunarliðið. Ef ég væri Paul Ince þá myndi ég spá í hvort að konan hafi nokkuð haldið fram hjá með John Barnes.

 8. Ég get nú ekki séð að Tom Ince leggi upp fleiri en 2 mörk í þessum leik en hann virðist allavega ekki eiga í vandræðum að senda fyrir með vinstri fætinum.

Þeir fara ekki fet!

Liverpool 1 – Lazio 0