Vålerenga 1 – Liverpool 4 (uppfært)

Leik Vålerenga og Liverpool er nú lokið í Osló með 1-4 sigri Liverpool. Leikurinn var áfram fín æfing fyrir aðalliðið og ungu mennirnir okkar stóðu sig verulega vel!

Liverpool stjórnaði gangi leiksins í fyrri hálfleik og leiddi 1-0. Vålerenga jafnaði í upphafi síðari hálfleiks en í kjölfarið fylgdu þrjú góð mörk.

Daniel Agger lék allar 90 mínúturnar einn leikmanna, en að mínu mati voru Xabi Alonso og Yossi Benayoun bestir hinna reynslumeiri, en af ungu mönnunum fannst mér Jay Spearing og David Ngog bera af. Spái því að þeir verði ekkert lánaðir og við sjáum þá leika mínútur með aðalliðinu í vetur.

Í heildina fínn leikur og ljóst að menn eru á góðu róli!

Þeir sem vilja fá nánari lýsingu geta smellt á hér að neðan…..

Hæ!

Leikurinn hófst kl. 17:00 að íslenskum tíma……

Sýnist leikurinn vera frítt á LFC.TV, endilega kíkja á!

Fyrir þá sem ekki sjá leikinn er verið að spila 4231

Liðið

Cavalieri

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Gerrard – Alonso
Kuyt – Benayoun – Keane
Torres

Senterarnir aftan við Torres fljóta mikið milli staða, Alonso er dýpri en Gerrard sækir. Byrjunin flott….

Mark á 20.mínútu. Flott vinna milli Kuyt og Arbeloa á hægri kantinum, sent á Keane á vítateigslínunni sem leggur boltann út á Alonso sem skorar flott mark af 20 metrum. Liverpool stjórna öllu og spila afar vel, mikið kantspil í gangi!!!

ÚFF!!!! Gerrard virðist togna á nára og er skipt útaf. Jay Spearing inná í hans stað á 27.mínútu.

Hálfleikur. 0-1. Flott mark Alonso skemmtilegast, og Xabi bestur, en leiðinlegast að Gerrard virðist hafa rifið upp nárameiðsli sín frá upphafi undirbúningstímabilsins….

Liðið í upphafi seinni hálfleiks

Reina

Arbeloa – Hyypia – Agger – Dossena

Spearing – Alonso
Kuyt – Benayoun – Keane
Torres

Fáar skiptingar þar á ferð!

Jöfnunarmark Vålerenga á 48.mínútu. Boltinn tapaðist illa á vinstri kanti, Hyypia lét draga sig úr stöðu og Arbeloa einnig. Einfalt að klára, einn á einn gegn Reina. 1-1.

Strax 1-2. Kuyt skallar á Torres sem kemst framhjá varnarmanni á flottan hátt og leggur hann í fjærhorn. Jafnt í eina mínútu…..

Skipting á 53.mínútu. Alonso út og Plessis inn.

1-3. Benayoun með flott einstaklingsframtak utarlega úr teignum í fjærhornið á 60.mínútu.

Fimm skiptingar á 67.mínútu
Arbeloa, Dossena, Keane, Torres og Benayoun út. Darby, Insua, Nemeth, Ngog og Pacheco inn.

Skipting á 75.mínútu, Dirk Kuyt út og Nabil El Zhar út.

Fínt spil á 83.mínútu skilar marki. Pacheco á skemmtilega stungu í gegnum miðja vörnina, Ngog var réttstæður og kláraði afar vel undir markmanninn. Flott mark!

21 Comments

  1. Fannst við nú meira spila hreint 4-3-3 með Alonso djúpan á miðjunni og Gerrard og Yossi þar fyrir framan og Keane og Kuyt á köntunum.
    Svona ala Barcelona.

  2. Hvað tekur það langan tíma að meðaltali að jafna sig af tognun í nára?

  3. Það fer bara eftir því hversu slæm tognunin er…. algengt að það taki ca 2 vikur að jafna sig. En getur bæði verið styttri og lengri tími sem það tekur.

  4. Flott umfjöllun um leikinn Maggi. Það er gaman að sjá strákana svona hungraða þegar þeir koma inná í seinni hálfleiknum, bæði í dag og gegn Rangers. Þá var einnig gaman að sjá Alonso í fantaformi, sá virðist ætla að standa fastur á sínu miðað við formið núna. Einnig, ef þið hafið horft á æfingaleikina í sumar vitið þið af hverju Yossi Benayoun er ekki á förum frá Liverpool.

    Ngog. Tvö mörk í tveimur leikjum. Það skyldi þó aldrei vera að það sé eitthvað mikið varið í þennan pilt? 🙂

  5. Það er óhætt að segja að ungu leikmennirnir hafi sjaldan verið eins burðugir og nú.

    Plessis og Insua virka mjög traustir á meðan mikið lof hefur berið borið á Darby og Spearing. Pacheco er mjög útsjónasjamur og með frábært auga fyrir sendingum á meðan Nemeth er að koma sér í færi og sýnir að hann hefur gríðarlega hæfileika. Svo er Ngog nýkominn og þegar búinn að setja tvö.

    Athyglisverðast að sjá hversu gott samspilið var í seinni hálfleik þrátt fyrir að skiptingar rugli alla liðsuppstillingar fyrst um sinn. Svo er bara spurning um það hverjir af þessum guttum komi til með að spila með í vetur!?

  6. þessi tognun virtist nu ekki alvarleg sem betur fer. Gaman að sjá alla ungu strákana spila saman síðasta korterið. Pacheco og Nemeth líta alveg ótrúlega vel út og flott hjá N´gog að simpla sig svona vel inn.

  7. Fínn leikur í alla staði. Tek undir með Kristjáni Atla um Benayoun, hann er einfaldlega búinn að vera frábær í síðustu 2 leikjum og ég efa það stórlega að Benitez hafi svo mikið sem látið sér detta í hug að selja hann, hvað þá af einhverri alvöru. Ungu strákarnir komu skemmtilega inn í dag, Nemeth fékk 2 fín tækifæri og hefði með smá heppni getað skorað, N’gog kláraði markið sitt mjög vel, Plessis og Spearing stóðu sig með prýði á miðjunni og Darby og Insúa áttu ekki í miklum vandræðum í bakvörðunum. Dani Pacheco finnst mér þó hafa borið af af þessum kjúklingum í æfingaleikjunum, hreyfing hans og útsjónarsemi með boltann er í raun fáranleg fyrir 17 ára pjakk og ég er ekki í vafa um að við erum hérna að sjá framtíðarstjörnu stíga sín fyrstu skref með liðinu.

  8. Nákvæmlega sömu markaskorarar í tveimur leikjum í röð. Ég er sáttur! Verst að hafa ekki séð leikinn live þar sem maður var að vinna, en gott að sjá mörkin. Líst vel á liðið okkar! Og sammála með Benayoun… ég vill ekki að hann fari.

  9. Þetta var nú grísamark hjá Benayoun, það getur ekki hver sem skorað með sköflungnum. Fannst hann ætla að setja hann fyrir á Torres.

  10. Þetta var nú grísamark hjá Benayoun,segir Arnar. þettað var gott mark, og mér sýnist bara innanfótar, kanski svolítið ofarlega. Gat varla gefið á Torres, varnarmaður sem var samhliða honum var fyrir, við gætum kanski sagt þettað ef að hann hefði ekki skorað. En hvað með Gerrard, er hann að eiga við svipuð meiðsl og Kewell? Ekki gott ef svo er. Hann er búinn að eiga við þettað í ca 3 vikur eða svo.

  11. Flottur leikur og mikil barátta hjá okkar mönnum, fóru frekar rólega af stað en svo small þetta allt saman sérstkalega í síðari hálfleik, það má vel vera að þetta mark hjá Benayoun hafi verið grís en þetta var mark og það skal ekki tekið af honum að hann er að spila fanta vel og virkar í fínu formi og sama má segja um Alonso og Guð og góðir menn forði okkur frá því að selja þessa menn, trúi því ekki að það verði raunin. Rafa talar um að þetta sé tognun í læri og að þetta geti tekið viku tíma að jafna sig og hann verði jafnvel með á móti Standart Lige, bara að vona það besta það væri slæmt ef hann misti af byrjun tímabilsins ef það kæmi í ljós að þetta væri meira en menn halda, svona tognanir geta verið þrálátar….

  12. Grísaði líka hvernig boltinn skoppaði af löppunum á honum trekk í trekk þegar hann hljóp. Hef heyrt suma halda því fram að þetta sé viljandi gert og kallist að rekja bolta ( dribble ). Því trúi ég alls ekki.

  13. Alveg rólegir – ég hef nú tekið upp hanskann fyrir Benayoun á þessu borði þegar menn vildu losna við hann. Mér hefur alltaf fundist þessi leikmaður smellpassa í okkar lið – finnst þetta toppleikmaður.

    Auðvitað var enginn grís í aðdragandanum – en mér sýndist boltinn skoppa ílla þegar hann ætlar að spyrna og fara af leggnum. Fannst hreyfingin vera eins og hann hafi ætlað að stinga yfir á fjær.

  14. Er alveg sammála þér ArnarÓ Benayoun smellpassar inn í okkar lið og þetta er topp leikmaður sem ég trúi ekki að verði seldur, það er talað um að Róma vilji fá hann og ekki nema skiljanlegt að þeir vilji krækja í Liverpoo menn til að bæta sitt lið en látum nægja að Rize sé farinn til þeira. Nú finnst mér að Pennant megi fara og svo kaupum við Barry án þess að selja Alonso og þá er þetta orðið gott fyrir þetta tímabil.

  15. Veit einhver hvar hinn ungi og efnilegi Gerardo Bruna Blanco er of af hverju hann spilar enga vináttuleiki með aðalliðinu ? http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/alfredobrunablanco/

    Ég var búinn að heyra að hann væri svaka efni, og hann er jafn gamall Pacheco svo hann ætti að geta fengið að spila nokkrar mínútur. Einhver sem veit eitthvað um þetta mál ?

  16. Bruna er búinn að spila 2 leiki með varaliðinu á undirbúiningstímabilinu.

  17. Þetta eru bara aðalliðsleikirnir. Hérna og hérna eru leikskýrslur fyrir þessa tvo leiki sem Bruna hefur spilað. Hann skoraði meira segja í öðrum þeirra en var tekinn út af í þeim báðum

  18. Flottur leikur hjá okkar mönnum.
    Mark eitt var mjög skemmtilegt spil. Boltinn fór á milli margra og endaði á að Keane setti hann á Xabi sem kláraði hann snyrtilega.
    Mark tvö var skemmtilegur klobbi frá Torres og bara Torres afgreiðsla sem við fáum vonandi að sjá meira af 🙂
    Mark þrjú verð ég að segja virkilega vel gert hjá Benayoun. Hann er búnað standa sig með prýði á pre-seasoninu og gerði þetta vel.
    Mark fjögur sýndu þeir ungu sig og Ngog kláraði vel.
    Gaman að sjá Benitez hrósa scoutum félagsins. Ekki of oft sem það gerist.
    Verður gaman að sjá Lazio leikinn og svo Standard.

Undirbúningstímabilið hingað til

Áminning: Umsóknartími Liverpoolbloggara opinn