Hver er Astrit Ajdarevic og hvers vegna vill hann fara? (uppfærtx2)

Astrit Ajdarevic er 18 ára Svíi sem kom til Liverpool frá Falkenberg fyrir £750,000 í janúar 2007. Hann er sem stendur til reynslu hjá NEC Nijmegen í Hollandi og er talið líklegt að samningir náist við félagið (hann er m.a. nú þegar orðinn leikmaður liðsins á heimasíðu félagsins). Helsta ástæða þess að Astrit vill fara frá Liverpool er að hann telur sig tilbúinn að spila með aðalliðinu og finnst hann ekki hafa fengið þau tækifæri sem hann eigi skilið hjá Liverpool. Hjá NEC eru víst meiri líkur á því að hann fá að spila með aðalliðinu.

750 þús. pund eru miklir peningar fyrir 16 ára dreng og bendir allt til þess að þarna sé á ferð afar efnilegur leikmaður en annað hvort er hann afar heimskur (og með vonda ráðgjafa) eða þá gríðarlega mikið sjálfstraust og metnað að hann verður að komast lengra NÚNA. Það er vitanlega ávallt erfitt að meta þetta en ég er ekki frá því að þetta gæti reynst drengnum góð skipti.

Á norsku Liverpool síðunni er farið ágætlega ofan í saumana á þessu máli sem og viðtal er við drenginn.

Uppfært (Aggi) 4. ágúst: Svo virðist sem Astrit sé ennþá leikmaður Liverpool því hann spilaði með U18 ára liðinu á laugardaginn gegn Bradford. U18 vann þá leikinn 4-1 og skoruðu Þjóðverjarnir Pourie (3) og Buchtmann.

Uppfært (Aggi) 7. ágúst: Skv. þjálfara U18 liðsins, Hughie McAuley, þá eru meiri líkur en minni að Astrit muni fara frá félaginu.

“The situation with Astrit is he is still under contract with us but can talk to other clubs. He did go to Melwood with the reserve squad towards the end of last season but the decision was made not to take him up there. While he is still our player we will continue to look after him. If he doesn’t get a new club then I can still use him next season in the under-18 team.”

6 Comments

  1. Mjög líklegt að Benayoun sé að fara til Man City fyrir 6m punda og svo er nokkuð ljóst held ég að Pennant fari til Blackburn, Spurs er að signa hann í dag sennilega. En varðandi þennan Svía þá er þetta furðulegt og líklegt að drengurinn sé með slæma ráðgjafa. En hér er svo linkur á fréttina varðandi Yossi….. http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1039703/Manchester-City-set-outbid-Hammers-Liverpools-Israel-midfielder-Benayoun.html

  2. Skrýtin röksemdafærsla hjá Astrid greyinu. Svona menn þurfum við ekki, good luck in Holland, Patrick Bergers’ secret son!

  3. Ég las nú einhversstaðar að þetta væri langbesti leikmaðurinn í unglingaliði Liverpool. Ekki besti, heldur langbesti.

  4. Fór á 1 leik hjá u18 ára liði Liverpool í fyrra, hann var klárlega langbesti leikmaðurinn í þeim leik á móti ManU, var gríðarlega efnilegur og sá langhættulegasti, þvílíkt hraður og teknískur. Mikill missir að hann fari frá okkur held ég!

  5. Ég hef ekki séð eða heirt um þennan Svía en ef hann er eitthvða í líkingu við það sem er sagt hér að ofan þá á ekki að láta hann fara… hvað gerir Wenger hjá Arsenal með svona stráka leifir þeim koma inn í leikjum með aðalliðinu þegar hann er að byggja þá upp, trúi ekki að hann verði látin far ef hann er svna efnilegur eins og sagt er og það sem var bogað fyrir hann segir bara nokkuð mikið um hann…

Alonso á leið til Arsenal…. uuhhh leyfðu mér hugsa NEI!

Leto neitað um atvinnuleyfi – fer á lán.