Hvað mun gerast?

Eftir að hafa rúllað yfir flesta netmiðlana í morgun þá er erfitt að sjá fyrir hvað muni gerast.

Ef eitthvað er að marka útspil Aston Villa manna þá er Barry málið endalausa klárt, hann kemur ekki!

Þetta kemur í kjölfar þess að Rafa segir að hann verði að selja til að kaupa fleiri leikmenn. Rafa var varla búinn að sleppa þessum orðum þegar Benayoun átti að vera á leið til West Ham eða Man City. Ég get alveg slegið því föstu að Benayoun er ekki að fara eitt né neitt. Þetta er gæðaknattspyrnumaður sem sættir við að vera næstum lykilmaður.

Hins vegar tel ég meira að marka þær fréttir að Pennant sé á leið til Blackburn í ljósi þess að Bentley hefur verið seldur til Tottenham fyrir 15 milljónir punda. Ef þetta reynist satt þá held ég að bæði lið geti verið sátt, Pennant vill fá meiri ábyrgð og mun örugglega spila minna í ár en í fyrra á meðan Blackburn vantar hægri kantmann. Ince, gjörðu svo vel!

Auðvitað eru þetta flest allt slúðurmiðlar en Aston Villa var varla búið að gefa út þessa yfirlýsingu að Barry væri ekki á leið til Liverpool þegar fréttir bárust þess efnis að Liverpool væri loksins búið að ná samkomulagi við Villa.

Ég ætla að leyfa mér að spá þessu: Barry ræðir við O´Neill í dag og fer fram á sölu frá félaginu. Í framhaldinu kemur Liverpool með tilboð sem hljóðar uppá 16-18 milljónir punda og Villa um samþykkja það með semingi. Þetta mun allt gerast í dag! Á morgun klárast síðan kaupin og Barry mun spila seinni hálfleik á móti Rangers um helgina!

4 Comments

  1. Þessi sápa fer að nálgast Ronaldo vs Real madrid dæmið sem allir eru komnir með leið á.
    Ég er á báðum áttum með þessi kaupa þar sem ég er farin að vilja halda Alonso og sleppa Barry, en samt væri ég til í að fá Barry og geta haldið Alonso en það gengur ekki í þessari kreppu hjá könumum.
    Ég væri frekar til í Silva eða Maxi Rodríguez einhverja sem gætu klárað leiki upp á sitt einsdæmi.
    En Benitez virðist vera ákveðin í því að hann treystir Barry betur en Alonso og þá spyr maður sig hvort að hann ætli þá ekki Barry að vera með vinstri kanntinn og verjast þegar að Dossena sem er virkilega sókndjarfur sækir fram.
    Ég held að ég sé bara komin á þá skoðun að mér sé sama hvor þeirra verði hjá okkur, ég vil bara fá niðurstöðu í málið sem fyrst þannig að liðið verði klárt sem allra fyrst.

One Ping

  1. Pingback:

Vilt þú verða næsti bloggari Kop.is?

Liðin sem við getum mætt í undankeppni Meistaradeildarinnar.