Eiga Rafa og Rinus eitthvað sameiginlegt?

Í kommentunum við kaupinn á Keane benti Reynir á pistil birtist á spjallborði heimasíðunnar RedandWhitekop.com. Þar byrjar pistlahöfundur (royhendo) á að benda á nokkra aðra pistla sem vert sé að lesa áður en lengra er haldið (sem og ég gerði).

Fyrsti pistillinn sem ber nafnið This is the year… fjallar um að þetta tímabil sé í raun það fyrsta síðan Rafa tók við liðinu að við getum gert RAUNHÆFAR kröfur á að vinna enska titillinn. Pistlahöfundur (L6 Red) kemur með góðar röksemdir fyrir því hvers vegna og orðar hlutina stórskemmtilega á stundu.

It has always been a case of ‘one bitten, twice shy’ for me. After the fantastic treble of 2001, I finally expected a Nintendo (by now, a PS2) within two years, only to be heartbroken as I unwrapped Diouf, Diao and Cheyrou. Never again, I said.

Næsti pistillinn sem bent er á að lesa er This season’s Defence – an Attack en það ser sá hinn sami L6 Red sem skrifar hann. Þar fjallar hann um að líkt og að mikilvægt að vörnin byrji á framherjunum þegar andstæðingurinn er með boltann þá er fyrsta sóknarlínan vörnin.

He made a European-Cup winner out of the lamentable Riise and he turned Finnan into the marauding right-back he’d once been at Fulham.

Eftir að hafa lesið þessa tvo pistla var ég loksins klár í upphaflega pistillinn þar sem segja má að hinir tveir hafi verið skyldulesning til að geta haldið áfram í næsta áfanga. Í þeim pistli sem ber heitið Rinus Michels, his teambuilding process, and the final jump to Level 3 football er höfundurinn búinn að lesa bók sem Rinus Michels, fyrrum landsliðsþjálfari Hollands, skrifaði árið 2001 og heitir Team Building – the Road to Success.

Í þessum pistli er farið ítarlega ofan í hugmyndafræðina á bak við Rafa og líkur reyondo þeim Rafa og Rinus ítrekað saman. Á stundu þung lesning en ótrúlega fróðleg og gefandi (ef nægur tími er fyrir hendi í sumarfríinu). Pistlahöfundur tekur síðan tilvitnanir í hinar og þessar síður og oftar en ekki í mennnina á bak við Rafa til að styrkja sitt mál.

Í veit að margir hafa lesið þessa pistla eftir að Reynir kom með þetta í kommentin í gær en mér þótti vel þess virði að koma þessu áleiðis þar sem ég var dolfallinn í gærkvöldi við þessa lesningu.

*myndin tekin af amazon.com

33 Comments

 1. Frábær lesning.
  Rímar við allt sem ég hef verið að grúska um Rafael karlinn. Mjög gaman að lesa ævisögu hans sem endaði á sigrinum í Istanbul. Þar er einmitt mikið rætt um draum hans um lið sem hann geti byggt upp til langs tíma og þar er líka rætt um að velgengni hans með Valencia hafi í raun orðið til þess að hann hætti þar. Skrýtið? Jú hann vann titil snemma með taktíkinni sinni og þar með vildi eigandinn sigra heiminn strax, keypti leikmenn sjálfur og gagnrýndi allt í kringum liðið hrikalega þegar leikur tapaðist.
  Ég byrjaði að fylgjast með Rafael eftir slátrun LFC í Champions League á sínum tíma, þ.e. Valencia 2-0 x tvö skipti. Þess vegna var ég sannfærður um að þar væri á ferðinni maður sem gæti rifið liðið upp úr bullinu sem Houllier var kominn með það í.
  Þolinmæði er víst dyggð í fótbolta og ég er jafnsekur og margir aðrir hér að eiga ekki nóg af henni. Þess vegna hefur maður pirrað sig eilítið oft, auk þess sem “squad rotation” er nokkuð sem angrar mig. En heildarmynd af Rafa finnst mér algerlega frábær og hann er stöðugt að verða sterkari í enskum boltum og enskum raunveruleika (sorpblaðamennska!!!), auk þess sem ég held að hann eigi nú óskipta virðingu prúðuleikaraeigendanna….
  En þessi lesning er hreint stórkostleg og gefur held ég góða mynd af draum Benitez um stöðugt stórlið sem mun fljótlega rúlla reglulega inn ungum leikmönnum sem verða tilbúnir í átök og verður þannig fjárhagslega sjálfstætt. Ekki ósvipað draum Wenger, það er bara spurningin hvenær tvö skuldsettustu lið Englands (og sennilega í heimi) hætta að hafa efni á að kaupa gulldrengi og níða sitt bakland. Kannski þarf það ekki til, ég held að við séum að nálgast þessi lið verulega……..

 2. verður leikurinn á spáni ekki sýndur á Players í kvöld? eða einhverjum öðrum góðum pöbb (sérstaklega þar sem hann er á Sky)…?

 3. Frábær lesning allt saman, eiginlega skyldulesning. Útskýrir margt sem að maður hefur verið að pæla í varðandi heimspeki Rafa í boltanum.
  Það hafa komið tímabil þar sem maður hefur efast um að Rafa væri rétti maðurinn í þetta starf en nú er ég frelzaður, og Rafa er Messías.

 4. Þetta summerar þetta upp fyrir mér

  It’s his fifth year and this is finally the squad he wants. He never really wanted Cisse, Bellamy or Pennant. He could have gone for Queresma, Silva, Villa, Moutinho… but he has chosen Barry and Keane. He saw what a lot of us saw last season, particularly in the second half of it. A side that is capable of winning the league with a few missing ingredients. Sack off all this ‘last piece of the jigsaw’ nonsense, because Rafa would never adhere to such a strict structure. He has identified his targets and, it would appear, he has got them. For anyone who complains that we need to sign ‘world class wingers’ are missing two vital components of that: one, there aren’t any around; and secondly, we don’t play with wingers. We have three players who drift in and around Torres, but very rarely do they go massively wide. That’s why we’ve signed two attacking full-backs. If you noted the first few glimpses of them, they don’t bomb crosses into the box… they simply get forward and support the front four. This is how we gained the most goals last season and Rafa has acted upon this.

  Hættið svo að röfla um okkur vanti kantmenn.

 5. Þetta er snilldar greinar …. takk fyrir ábendinguna Reynir og Magnús Agnar fyrir að setja þetta skemmtilega upp.

  Ég mælist til þess að íslenskir íþróttafréttamenn lesi vel yfir þetta fyrir tímabilið!

 6. Þessi komment eru frekar týpísk fyrir Liverpool fans. 🙂
  Í júlí og ágúst eru væntingarnar og bjartsýnin ráðandi. Liðið hefur allt í að verða meistari, klassa leikmenn í öllum stöðum. Framkvæmdastjórinn er heilagur snillingur. Í september og október eru skiptast á skin og skúrir, ljóst er að leiðin að titlinum verður ekki eins greið og gert var ráð fyrir. Ófyrirséðir veikleikar koma í ljós.
  Í nóvember eru blikur á lofti, hugsanleg lægð í nánd. Í desemberskammdeginu gengur lægð yfir með þeim afleiðingum að liðið fer að dragast aftur úr hinum þremur liðinum. Í janúar og febrúar gengur lægðin yfir og menn gera sér grein fyrir að liðið verður ekki meistari. Ákveðnir leikmenn eru afhausaðir, stjórinn er alveg vonlaus. Óskiljanlegt að ekki sé búið að reka hann og b.t.w. eigendurnir eru algjörir hálfvitar.
  Í mars hefst alvöru ný keppni um 4. sætið við Tottenham, Everton og Portsmouth. Það eina sem heldur lífi í stjóranum er góður árangur í CL.
  Í apríl er liðið farið að leika glimrandi bolta og maður veltir fyrir sér af hverju það sé ekki búið að spila svona allt tímabilið. Í maí endar liðið í 4. sæti og tímabilið er gert upp. Fínn árangur í CL, 4. sæti en enginn titill.
  Menn jafna sig í júní og svo hefst sami tilfinningarskalinn á ný.

  Ég tel enn að það sé talsvert bil milli Liverpool milli Chelsea og Man Utd.
  Munurinn liggur einfaldlega í gæðum leikmanna, þar sem að hin tvo liðin þurfa ekki að líta á verðmiða þegar þau fjárfesta í leikmönnum.
  Þetta er ágætis lesning sem vísað er í hér að ofan en þetta er nú engin heilagur sannleikur og alls engin skyldulesning. Það er margt sem kemur þarna fram gagnrýnisvert. Það skiptir engu máli hvað er skrifað og hversu mikið er talað. Fótbolti er einföld íþrótt sem snýst fyrst og fremst um að vinna leiki, annað skiptir ekki máli.

 7. Rafa á enn eftir að sanna fyrir mér að sé nógu góður fyrir Premier League,það er ekki nóg að gera vel í CL. Hann getur allavega ekki kvartað núna yfir því að fá ekki stórar fúlgur í leikmanna kaup. Babel 11 m, Mascherano 18 m,Torres 26 m, Keane 20 m síðan kaupir hann tvo dýrustu varnarmenn í sögu Liverpool Dossena 7 m og Skrtel 6 m.
  Síðan mun hann kaupa Barry á um 18 m eftir að hann selur minni spámenn.Mín skoðun er sú að ef hann geri ekki alvarlega atlögu að PL eða nær einum bikar í safnið sé kominn tími á breytingar.!!!!!!!!!

 8. Verð nú að segja að ég er hissa á kommenti einare (nr. 7) … lastu greinina? sérðu ekki muninn á því hvað er að gerast núna og hvað hefur verið að gerast síðustu árin?

  Þolinmæði er dyggð – og oft vantar hana hjá manni varðandi Liverpool. En þegar talað er um “talsvert bil” á milli Liverpool og CheManure… , þá spyr ég: á hverju byggirðu það t.d. núna? Ég man þegar Real var að kaupa allra dýrustu leikmennina og áttu að fá titil loksins eftir mögur fá ár í spænsku deildinni (sbr. koma Beckhams, Robinho o.fl.), á pappír voru þeir með sterkasta liðið en koksuðu algjörlega, þar til fyrir tveimur árum (tja síðustu tvö árin hafa þeir unnið).

  Miðað við sirkusinn í kringum liðið í fyrra, þá finnst mér ansi gott að það hafi “einungis” munað 11 stigum. Ég tel að munurinn verði enn minni eftir þetta tímabil, og þá í hina áttina þess vegna – kemur í ljós. Við gætum enda 2-5 stigum á undan þessum liðum. Hæglega.

  Það er fátt öruggt í þessum heimi, en sá sem rýnir í Rafa-tímabilið hingað til, hlýtur að sjá að það er vaxandi stöðugleiki, góðir leikmenn komnir og mentality í góðu lagi. Það er engin ástæða fyrir svartsýni. Við lítum betur út í dag en við höfum gert síðustu misseri. Margfrægt er að SirAlex hafi ekki unnið titil fyrstu 5-6 árin hjá Manure… er til of mikils ætlast að Rafa fái sömu þolinmæði frá stuðningsmönnum Liverpool?

  Erum við ekki jú bestu stuðningsmenn í heimi? 🙂

 9. Doddi þegar að Rafa kom til Liverpool á sínum tíma gaf hann sér ákveðinn tíma í að vinna PL hann sagði þá að þetta tímabil 2008-2009 yrði tímabilið.Ef það tekst ekki er þá ekki ágætt að hleypa öðrum að ?

 10. Þetta er mjög vel skrifuð grein og skemmtileg lesning en hún er augljóslega skrifuð af manni sem heldur mikið upp á Rafa og nýtir sér allt sem hann kemst yfir til að líta á starf hans í jákvæðu ljósi. Ég efa ekki að ef einhver jafngóður penni nennti að þá gæti hann skrifað jafnvel rökstudda grein um hvers vegna Rafa hefur klúðrað málunum hjá Liverpool og best sé fyrir hann að fara á brott sem fyrst.

  Ég persónulega er einhvers staðar þarna mitt á milli, finnst Rafa hafa staðið sig ágætlega með liðið og í ljósi þess að á síðustu 3 árum hefur hann fengið 27 efnilega unglinga til liðsins fyndist mér leiðinlegt ef hann fengi ekki tækifæri til að ýta einhverjum þeirra sjálfur í byrjunarliðið. Að sama skapi finnst mér líka ekki hægt að hafa manninn lengur við stjórnvölinn ef honum tekst ekki að halda liðinu í toppbaráttunni a.m.k. fram í apríl/maí, ég er ekki að biðja um titilinn í vor, vil bara sjá liðið vera í baráttunni og eygja möguleika á honum lengur en fram í desember (eitthvað sem Rafa hefur enn ekki tekist).

  En að öðru að þá held ég að svartsýnismennirnir og þeir sem telja liðið vera í fjárhagskrísu þurfi aðeins að hugsa sinn gang ef nýjustu fréttirnar frá Daily mail eru réttar en þeir segjast hafa fyrir því heimildir að Liverpool og Aston Villa hafi komist að samkomulagi um kaupin á Gareth Barry. Kaup á 2 leikmönnum á samtals um 40 milljónir punda á innan við viku er ansi langt frá því að vera eitthvað sem gjaldþrota klúbbur hefur efni á.

 11. einare og Rosco.
  Út úr greininni held ég allavega að lesist. Liverpool er að búa til ákveðna ímynd félags (eins og við þekkjum frá Ajax og Barca) og er nú fyrst að koma inn á lokastig þess ferils. Ólíkt Chelsea og United (reyndar United bara núna síðustu 8 – 10 árin) er áherslan ekki lögð á að kaupa tugir tilbúinna stórstjarna, heldur móta lið sem mun einungis þurfa 1 – 2 lykilleikmenn nýja hvert ár.
  Vissulega hafa komið bakslög í þessa vinnu og mikill mótbyr á stundum. En breytingar breytinganna vegna eru yfirleitt vitlausustu breytingarnar. Hér áður á þessum vef hefur vel verið farið yfir algera endurbyggingu unglingastarfs og umgjarðar þessa félags frá komu Rafael Benitez. Slíkt hefur ekki verið síðan að Bill Shankly gerði klúbbinn okkar að liði á 6.áratugnum og hlýtur að gefa mönnum aukinn frest.
  Næsta skrefið er að gera alvarlega atlögu að meistaratitli í erfiðustu deild heims. Gegn 2 bestu liðum í Evrópu og sennilega heims. Það væri fullkomið glapræði að segja: “Titilinn eða farðu!” Þegar United komst til valda var það eftir 7 ára uppbyggingu Ferguson og innvígslu leikmanna eins og Beckham, Scholes, Nevilledrengjana, Butt og fleiri inn í hóp klassamanna eins og Keane, Ince, Schmeicel og Cantona.
  Ef að mótinu lýkur í febrúar hjá okkur og engir titlar eru í húsi þarf að skoða hvað verður, en þá þarf líka að finna stjóra sem er tilbúinn að halda áfram þessu starfi og er treystandi til þess. Við munum aldrei geta leikið leik Chelsea, og United sjálfir treysta á vafasama ameríska eigendur. Skuldir Chelsea í dag eru um 736 milljónir punda og United um 850 milljónir. Skulum muna það þegar verið er að hafa áhyggjur af okkar skuldum.
  Ég tel því að stefna félagsins, sem búin hefur verið til af Benitez og kemur fram í þessari grein, vera flotta og rétta og við aðdáendurnir eigum að fylgjast vel með því. Þessa breytingu hafa íbúar í Liverpool orðið meira varir við en þeir sem annars staðar búa og fylgjast með í sjónvarpi og af lestri æsiblaða. Í Liverpoolborg er stuðningurinn við Rafa mikill og á meðal lykilmanna (Reina, Carragher, Gerrard, Torres, Mascherano, Kuyt) algjör. Það skiptir líka máli.
  En þolinmæðin má ekki verða endalaus. En mér allavega finnst liðið vera að styrkjast frá því í fyrrasumar með flottum kaupum á Skrtel, Torres, Babel, Lucas og Keane núna. Ef Dossena og Degen eru góðir á klárlega krafan að verða, alvöru titilbarátta!
  United klúðraði sinni fyrstu alvöru baráttu þegar Leeds vann titilinn og Chelsea klúðraði líka sinni fyrstu undir stjórn Abramovich. Næsta skrefið er að fara í alvöru baráttu, og vissulega vonandi vinna hana.

 12. Tek undir þetta með þennan póst á RAWK, hann er líklega einn sá allra besti sem ég hef lesið lengi og virkilega summarar upp hvað Rafa & félagar eru búnir að vera að hugsa síðustu árin.

 13. er eitthvad til i thessu, svenni? Ad barry se ad komag? Thad vaeri fint ad fa hann sko

 14. Jæja Júlíus, er þetta samt áreiðanlegt.

  Mér finnst þessi frétt samt frekar loðin. Það er verið að tala um að það eigi eftir að selja hinn og þennan til að funda þetta.
  Mahr bíður bara eftir fréttinni á liverpoolfc.tv

 15. Við bíðum bara spenntir eftir nýju tímabili og látum það tala. Stöndum saman og með Rafa.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 16. Nei auðvitað er þetta ekki áreiðanlegt og þetta er “Insider-frétt” sem er ekki beint frá fréttaveitu blaðsins. En Daily Mail hafa ekki verið að birta forsíðufréttir nema að þær standist. Þetta er líka í takt við það sem Benítez hefur verið að segja.

  Ef þetta er rétt þá eru þeir allavega fyrstir með þessar frábæru fréttir 🙂

 17. Liverpool Echo (sem er notabene traustari miðill en Dail Mail) segir að það sé fullsnemmt að tala um að menn séu búnir að ná saman í þessu Barry máli.

  Félögin eru hinsvegar byrjuð að ræða málin.

  FRESH talks are under way between Liverpool and Aston Villa to thrash out Gareth Barry’s proposed move to Anfield, the Echo understands.

  Rafa Benitez has lined up England international Barry as one of the key summer targets to strengthen his squad in a bid to launch a strong Premier League title challenge in the forthcoming season.

  The Midlands club have already rejected several bids by the Reds to prise their captain from Villa Park.

  The Echo also understands, however, that reports that a deal has been completed are premature.

 18. veit einhver hvort það sé hægt að sjá leikinn í kvöld á netinu? ef svo er hvar?

 19. Rétt í þessu var eftirfarandi yfirlýsing að birtast á opinberri vefsíðu Aston Villa:

  Barry Staying

  This evening, Aston Villa can announce that Gareth Barry will be staying with the club following the interest from Liverpool over recent months.

  During discussions in the past few days, a final deadline to conclude this episode was set that all parties were aware of and agreed to. This deadline has now passed and so Gareth will remain with Villa.”

  Þeir mega eiga það að þeir eru harðir í samningum. 🙂

  Annars stendur upp úr að mínu mati í sumar munurinn á Barry og Keane. Keane lagði inn beiðni um sölu til Tottenham-manna og gerði þeim ljóst að hann vildi fara til Liverpool. Barry hefur beðið um að fá að fara til Liverpool en hann hefur enn sem komið er ekki viljað leggja inn beiðni á skrifstofu Villa-manna, og á meðan það gerist ekki halda þeir öllum ásum á sinni hendi. Keane vildi’ða meira og fékk’ða fyrr. Einfalt.

 20. Skrítin tilkynning, sérstaklega í ljósi þess að á mjög stuttum tíma var þetta skv. fréttum done deal -> nei ekki alveg -> yfirlýsing frá Villa.
  Hvað ef Barry leggur inn beiðni núna eða áður en glugganum lokar og Barry kemur. Það væri vægast sagt vandræðalegt.

 21. Áhugaverðar fréttir í dag, fyrir margra hluta sakir.

  Hvað varðar starf Rafa (og hans starfsliðs) á Anfield þá verða menn að gera sér grein fyrir því að bak við tjöldin er svakalega mikil vinna lögð að baki til að út komi sigursælt fótboltalið. Þess vegna finnst mér alveg magnað að lesa þessi viðtöl við aðal-njósnarann, yfirmann Akademíunnar og fl. o.fl.
  Þegar maður les það þá fyllist maður jákvæðni og getur ekki annað en verið 100% á bak við karlsins í brúnni.

  Þolinmæði er dyggð og hún mun í þessu tilfelli skila okkur á “okkar” stall.

  YNWA

 22. Þessar Barry fréttir eru ótrúlega … leiðinlegar. Að því leytinu til að ef þetta er jafneinfalt og KAR minnist á (nr. 23), að Barry hafi ekki lagt inn beiðni á skrifstofu Villa, þá er þetta einfalt: Hann vildi ekki nógu mikið! Keane vildi!

  Og hvernig geta svona fréttir komið svo fljótt: fyrst er talað um að liðin hafi náð samkomulagi … og svo kemur Villa fram og segir: Hey, fresturinn er liðinn! No deal, Barry stays!

  Spurning um hvernig deadline-ið hafi verið … fóru þeir fram yfir um einhverjar klukkustundir, daga eða mínútur? Miðað við hvernig dramað hefur verið, sé ég fyrir mér mínútuspursmál.

  En maður gerir þá ráð fyrir því að Barry komi ekki … fyrst hann vildi það ekki nógu mikið…

 23. þetta Barry mál, er nú að verða svo hrikalega þreytandi og leiðinlegt að það hálfa, væri sirkabát helmingi meira en nóg!!!!

  Það kemur fram í öllum fjölmiðlum að félögin hafi náð samkomulagi um kaupverðið á drengnum..17,5 M + Finnan (of mikið fyrir minn smekk), og svo sendir Villa út yfirlýsingu um að drengurinn sé ekki að fara til Liverpool!

  Þetta kemur eins og rjóminn ofan á alla þá vitleysu sem búin er að vera í gangi og það er ekki ofsögum sagt, að þetta mál sé orðið þokkalega leiðinlegt.

  Ég segi: Gefum skít í þetta mál, og einbeitum okkur að næsta verkefni.

  Insjallah…Carl Berg

 24. Sælir félagar.
  Það er ekki miklu við að bæta það sem sagt hefur verið um RB og uppbyggingarstarf hans. Hitt er ljóst að krafan er á komandi tímabili að gerð verði atlaga að TITLINUM í vetur. Atlaga sem stendur til vors þó ekki takist að landa honum að lokum.
  Ég er alveg til í að gefa RB annað tímabil ef atlagan verðu með þeim hætti að ekki sé ljóst fyrr en í síðustu tveim þrem leikjum hvort við verðum meistarar eða ekki.
  Það er eins og alltaf að við erum vongóðir stuðningsmenn í upphafi tímabils og það er engin breyting þar á nú í haust.
  En nú má vonin ekki verða að engu í nóv – des. eins og reyndin hefur verið undanfarin tímabil.

  Hvað Barry varðar er ég orðin vægast sagt leiður á honum og því máli öllu. Ef hann vill koma þá gerir hann kröfu um sölu og málið er dautt. En hann þarf að hafa þrek og þor til þess. Það virðist hann ekki hafa og því má hann sitja í sínu hæga Villa sæti til eilífðarnóns mín vegna.

  Það sjá allir menn.

  YNWA.

 25. Ég er sammála þessu. Gleymum þessu Barry máli og fylkjum okkur á bakvið þá leikmenn sem við höfum úr að moða fyrir komandi tímabil. Mér líst vel á mannskapinn og ef þetta Barry bakslag þýðir að Alonso er “save” á Anfield þá er ég sáttur. Gefum bara Villa puttann og höldum áfram – ef Barry hefur haft virkilegan áhuga, þá væri þetta frágengið (þ.e.a.s. ef KAR hefur rétt fyrir sér í sinni kenningu.)
  ´
  Góðar stundir.

 26. er að flytja til UK veit einhver hvernig er best að redda sér miðum á Anfield og útileiki?

One Ping

 1. Pingback:

Númer sjö

Vilt þú verða næsti bloggari Kop.is?