Keane og Degen

Góðan daginn!

Það eru aðallega tvær fréttir, sem vekja athygli í dag. Önnur slæm, hin góð. Byrjum á þeirri slæmu. [Ian Doyle spekúlerar um það](http://www.liverpoolbanter.co.uk/2008/07/philipp-degen-in-op-blow-as-ro.html) að Philippe Degen þurfi hugsanlega að fara í aðgerð til að laga nárameiðsli, sem héldu honum á hliðarlínunni allt síðasta tímabil. Ef að við gefum okkur að sögusagnir um Arbeloa séu réttar, þá er aðeins Steve Finnan eftir sem hreinræktaður hægri bakvörður. Og í sumar hafa gengið sögusagnir um að Finnan sé á leið frðá liðinu, enda var hann afleitur í fyrra.

Þetta er að mínu mati fullkmolega fáránleg staða til að vera í. Jafnvel þótt að Degen væri heill, þá er ég alls ekki sáttur við að fara inní tímabilið með hann, Finnan og Carragher (sem ég HATAÐI sem bakvörð – hann var á tíma á lista með Emile Heskey yfir menn sem fór mest í taugarnar á mér að væru í byrjunarliðinu þegar hann var í bakverðinum) sem fyrstu kosti.

Einhverjir óábyrgir miðlar hafa verið að orða okkur við Rafinha, en ég hef ekkert séð um það á ábyrgum miðlum.

**Uppfært (EÖE)** Barrett segir í greininni sem ég linka á í Keane frásögninni að þessi aðgerð muni aðeins halda Degen frá í tvær vikur.


Þá að góðu fréttunum því að Robbie Keane kláraði í dag læknisskoðun á Melwood. Þannig að þetta er því komið og fastlega er búist við að hann skrifi undir samning í dag og geti hugsanlega spilað með gegn Villareal. Gott mál.

Einnig segir í sömu grein að áhugi Liverpool á Gareth Barry sé enn til staðar.

41 Comments

 1. Glæsilegt að fá Robbie Keane. Ótrúlega hrifin af þeim leikmanni, mun betri týpa og team player en t.a.m Berbatov.

  Keane, vertu velkominn og vonandi skorar þú mikið af mikilvægum mörkum í leið okkar að titlinum.

  En það er augljóst að það vantar enn hreinrætaðan kantmann og ekkert lið vinnur aðaldolluna án þeirra. Því græt ég ekki ef David Silva kemur jafnvel ekki Rafinha (tel nokkuð víst að hann er mun betri en Rafinha miðað við það sem ég hef séð af Rafinha).

 2. Ef við byrjum á þessari bakvarðarumræðu þá er þetta hið versta mál og er ég hjartanlega sammála EÖE. Við verðum að fá bakvörður ef við ætlum að selja Arbeloa. Það breytir í raun engu þótt Degen sé meiddur eður ei þar sem hann hefur ekkert sýnt til að ætla það að hann sé betri en Finnan. Rafinha… jájá hvers vegna ekki en helst myndi ég vilja fá einn reynslubakvörð til félagsins… t.d. Lucas Neill og losum West Ham undan launakostnaðinum og tökum hann frítt.

  Hvað varðar Keane þá eru þetta hreint út sagt FRÁBÆRAR fréttir og hlakka ég mikið til að sjá þennan dreng í rauða búningnum.

 3. gaman að sjá hvort hann fær tíuna hans Voronin sem er hans númer með Spurs og Írska eða fræga númer 7 sem hvílir reyndar einhver bölvun á

 4. Varðandi hægri bakvarðastöðuna hef ég tvær uppástungur: höldum Steve Finnan og gefum Stephen Darby séns. Í alvöru, það er alltaf verið að tala um hvað Darby stendur sig vel með varaliðinu og hann er kominn á þann aldur að hann þarf að fara að fá sénsa til að geta bætt sig og orðið að klassaleikmanni (svipað og með Insúa hinum megin). Ef Degen er meiddur og missir kannski af fyrstu 1-2 leikjum tímabilsins (þótt Echo bendi á að hann gæti orðið heill fyrir þann tíma) og Arbeloa verður farinn á þeim tímapunkti hljótum við að geta lifað af eins og 2-3 leiki með Steve Finnan í þessari stöðu og Darby sem backup.

  Varðandi Keane, þá skilst mér að fólk sé þegar byrjað að tala um að hann taki sjöuna. Ekkert nema gott um það að segja. Ég hélt ég myndi aldrei segja eftirfarandi orð, en:

  Welcome to Liverpool, Mr Keane! 😀

 5. já Darby finnst mér nokkuð spennandi kostur, svona í miðað við æfingaleikina, svo sagði lýsandinn í leiknum gegn Berlin að Carragher hafi verið að hrósa honum mjög, og þú getur varla fengið betri meðmæli en frá honum?

 6. ég hef fyrir því áreiðanlegar heimildir að í samningnum standi að leikmaður megi ekki fagna mörkum á sama hátt og hann hefur gert síðustu ár 🙂

 7. Já, ég var einmitt að spá í því hvort þessi fögn hans væru eitthvað bærilegri ef þau kæmu eftir Liverpool mörk. 🙂

  Og ég er svooo ósammála því að Finnan sé ásættanlegur kostur. Alltaf þegar að hann gefur þessar háu þversendingar sínar, beint úr vörninni – yfir miðjuna, þá deyr eitthvað innra með mér.

 8. Ég er ekki tilbúinn að aflífa Finnan sem fyrir síðasta tímabil hafði verið einhver besti leikmaður LFC undanfarin tímabil. Hvað eru margir betri bakverðir í enska boltanum en Finnan (fyrir utan síðasta tímabil)?

 9. þeir eru ekki margir en þetta er spurning um að hann haldi sér heilum þá er hann góður kostur fyrir okkur og skilar ávalt sínu

 10. Til hamingju með góðan leikmann, get jafnframt huggað ykkur með því að hann hætti að taka fagnið eftir þarsíðasta tímabil, eins og sást í 22 skipti síðasta vetur 😉

 11. Keane vonandi klárar sín mál í dag svo við getum tileinkað honum færslu á morgun.
  Varðandi bakverðina tel ég lítið breytast við brotthvarf Arbeloa. Mér finnst hann ekki nógu góður varnarlega gegn stóru liðunum, muniði t.d. fyrsta mark Scum á OT í fyrra, og ekki með nægilega góðar sendingar til að vera góður sóknarlega. Góður leikmaður vissulega, en ekki nógu afgerandi fyrir minn smekk.
  Darby verður klárlega góður bakvörður, en mér finnst hann eilítið of léttur miðað við það sem maður sér af honum, ég væri því líka til í að gefa Jay Spearing séns þarna, þvílíkur dýnamói þar á ferðinni, sem er vissulega varnarsinnaður miðjumaður, en gæti klárlega leyst þessa stöðu og fengið þar reynslu. Munum að Gerrard leysti hana nokkrum sinnum í upphafi ferilsins með sóma.
  Mér finnst allavega kominn tími á Scouser í liðinu aftur og vill alls ekki fá Rafinha, einfaldlega ekki nógu góður varnarlega til að bæta eitthvað. Steve Finnan er einn af englunum í LFC og gaman væri ef hann bara stæði sig vel, auk þess sem meiðsli Degen eru ekki þess eðlis að það þurfi að rjúka af stað og kaupa. Með Finnan, Carra, Darby og Spearing sem mögulega kosti tel ég mikilvægara að vaða í kantmenn, og svo skulum við bíða eftir brotthvarfi Arbeloa áður en við kveðjum hann……..

 12. Finnan er bara kominn yfir sinn hátind og því bara tímaspursmál hvenær hann fer í Hull, Fulham, Sunderland…. Eflaust ágætt að hafa hann eitt tímabil í viðbót sem back up, efa að Darby og Spearing verði mikið hugsaðir sem í aðalliðshópinn í ár.

  En varðandi Degen þá var það nú akkurat þetta sem maður hafði áhyggjur af þegar hann kom. Maðurinn hefur verið meiðslahrúga og Liverpool hefur nú ekki beint verið heppið með meiðsli undanfarin ár. Auðvitað vonar maður það besta, en það er ekki á nokkurn hátt góðar fréttir að hann missi a.m.k. tvær vikur úr undirbúningstímabilinu. Held að þetta geri útslagið með að Arbeloa fái ekki að fara, hvort sem honum líkar það eða ekki, ekki fyrr í fyrsta lagi í janúar þá.

  En það að Keane sé LOKSINS LOKSINS að ganga í hús á Anfield eru snilldar fréttir. Þó ekki nema bara fyrir þá staðreynd að við erum búnir að landa einum major kaupum. Líklega er þá ekki svo ýkja langt í næstu stóru eða semi-stóru kaup.

  p.s. hvernig er þetta fagn hjá Keane aftur? var það ekki einhverjir fimleikataktar??? Btw. ef menn hafa áhyggjur af fögnum þá minni ég nú bara á DJ Heskey.

 13. Happa fengur þessi Degen !!!
  Arbeloa er fínn bakvörður en ef hann er með heimþrá er um að gera að reyna að fá eitthvað fyrir hann í staðinn og nota það sem fyrir er. Ég hef verið talsmaður þess að nota þessa kjúklinga lengi og í versta falli er hægt að senda Carra í bakvörðinn enda sýndi hann ótrúlega takta í chelsea leiknum í CL í fyrra 🙂
  Finnan gæti svosem komið til aftur.

 14. Þetta gæti nú bara verið Ryan Giggs þarna fyrir aftan hann…er hann svarið okkar við kantstöðunni? 😛

 15. Vá, hárrétt hjá Benna Jón, sláandi líkur Giggs frá þessu sjónarhorni!!!
  Það væri til að fullkomna ruglið, Keane til Liverpool og er skutlað þanngað af Giggs 🙂

 16. Ég er alveg gífurlega fegin að þessi kaup eru að detta í gegn…

  Ég hef margoft sagt það hér að ég tel þetta frábær kaup – og í raun er ég spenntari fyrir þessum kaupum en þegar við keyptum Torres, því í mínum huga var Torres meira óskrifað blað (fyrir mér) þegar hann var keyptur, á meðan ég hef fylgst nokkuð vel með og hrifist af Keane, ekki bara sem leikmanni heldur líka sem karakter.

  En talandi um dauðan tíma í leikmannamálum, það hlýtur að vera sögulegt að staðarblaðið, Echo, sé með viðtal við Carra um ungu strákana og barneignir Djibril Cisse á forsíðu sinni svo að dögum skiptir…. 😉

 17. Þetta eru gleðifréttir með Keane. Hins vegar velti ég fyrir mér hvað verður aðalkerfið hjá Rafa í vetur? Hvaða leiki er Keane að fara að spila 4-4-2 með Torres? Hvaða leiki spilar Torres einn og Keane í Kuyt-stöðunni? Verður Keane settur inn á miðju og Gerrard út á kant? Hvaða leiki verður Keane á bekknum? Er hann að fara að spila 30+ leiki í deild og skora 15+ mörk? Koma svo, svara nú!!

 18. Babu: “Btw. ef menn hafa áhyggjur af fögnum þá minni ég nú bara á DJ Heskey.”

  Hahahahhaha, loksins skil ég þetta fagn frá manninum. Ég hélt alltaf að hann væri að hringja e-ð úr mjög gamalsdags síma. 😀 hahahahahhaha
  Emile Heskey …. phone home …….

 19. Rosco, slakaðu aðeins á. Þú átt núna 5 af 22 ummælum hér að ofan og aðeins eitt þeirra inniheldur meira en eina setningu.

  Stundum er gott að anda rólega, slaka á og safna smá innihaldi áður en þú svarar. Þú getur svarað fleiri en einum ummælum í hvert sinn, þannig að það er óþarfi að stökkva til með svör eins og þetta í #22 í hvert sinn sem einhver annar kommentar. 🙂

  Annars, þá er þetta athyglisverð pæling hjá Ívari Erni. Við Einar Örn ræddum einmitt um daginn hver munurinn yrði á því ef Rafa keypti David Villa í stað David Silva. Tveir frábærir leikmenn frá Valencia en annar þeirra meiri striker og hinn meiri vængmaður. Við vorum sammála um að Silva hentaði betur í leikkerfið sem vængmaður öðrum hvorum megin við Torres, á meðan Villa – ef hann kæmi – myndi nánast neyða Rafa til að fara í 4-4-2. Keane getur vissulega spilað þessar vængstöður en spurningin er hvort hann nýtist best þar, eða hvort þessi kaup þýða að Rafa ætli að fara aftur í 4-4-2.

 20. Kristján vissi nú ekki að það væri einhver mælistika á því hversu margar setningar þurfa að vera fyrir hverja færslu hvað með þá sem að eru alltaf að tala um sömu hlutina aftur og aftur eins og sumir eins og Ragnar Reykás skil ekki alveg commentið frá þér.

 21. Keane – Torres
  Babel – Masche – Gerrard – Silva
  Dossena – Carra – Agger – Degen
  Reina

  4-4-2 virkar fint svona 😀 Keane yrdi svo thessi “duglegi” framherji sem dettur til baka og hjalpar midjumonnunum i varnarleiknum medan Torres lurir frammi, eflaust eins og Sir Alex er ad hugsa med Berbatov kaupunum. Thad er ad lata Rooney vera duglegan medan Berbatov lurir frammi.

 22. Ég held að Benitez sé að reyna að komast í að spila 4-4-2 og nota þá Torres og Keane saman frammi. Færa Gerrard aftur á miðjuna en þar sem hann spilar með Mascerano þá getur hann sótt eins og hann vill.
  Babel á öðrum vængnum og vonandi Silva eða Young (ekki það að hann sé í myndinni) á hinum vængnum.
  Ég held að Benite hafi bara hálfneyðst til þess að spila þetta 4-2-3-1 kerfi í fyrra vegna skorts á leikmönnum. En ef hann fær Silva þá getum við farið í 4-4-2 auðveldlega. hann gæti þó líka verið að pæla í þessu svona.

  ———–Torres————–
  Babel——Keane——Kuyt/Silva
  —–Mascerano—Gerrard—

 23. Ég spái þessu svona:

  ———-Torres—Keane
  Gerrard(frjáls)———-Babel eða Kuyt
  ———Mascherano—-Alonso
  Dossena—Agger—Skrtel—Carra
  ——————-Reina

  Dossena fær grænt ljós upp vinstri kantinn á meðan Carra heldur sinni stöðu hægra megin. Þannig verður þetta á köflum nánast eins og 3-5-2.

 24. Varðandi þessi “frægu” fögn Robbie Keane, þá vona ég að við eigum eftir að sjá sem flest af þeim. Til þess að fagna, þarf að skora mörk og ef hann skorar mörk gæti mér ekki verið meira sama hvernig hann fagnar.

  Welcome to Liverpool, Mr. Keane 🙂

 25. ———Torres———-
  Babel–Keane–Gerrard
  —–Barry—Masch—–

  ?

 26. Varðandi það hvaða kerfi Benites mun láta liðið spila í vetur með tilkomu Keane, þá eru möguleikarnir óþrjótandi. Hann gæti spilað óbreytt kerfi, þá fellur Gerrard niður á miðju með Masche og Keane fer í holuna. Gerrard gæti líka farið út hægra megin og verið þar með frjálst hlutverk. Ef Torres meiðist, þá á Benites þann möguleika að setja Keane á toppinn og Gerrard í holuna og Xabi/Barry á miðjuna. Ef Keane meiðist þá kemur Stevie bara í holuna og svo framvegis…
  Ef, bara ef, við fáum svo Silva líka þá getið þið margfaldað möguleikana sem Benites hefur fram á við… 🙂

  Ég hef svo sem aldrei skilið það að menn skuli vera svona svakalega uppteknir af því að til að lið nái árangri þá þurfi lið nauðsynlega að spila með vængmenn á köntunum í leikkerfinu 4-4-2. Ég er langt því frá að vera sammála því og sagan sýnir okkur það einnig.
  T.d. þegar Arsenal varð meistari (Invincibles tímabilið 2003-04)) þá vissulega stillti liðið uppí nk. 4-4-2 EN; Pires og Ljungberg voru engir kantmenn, þeir voru sóknarsinnaðir leikmenn sem hlupu í eyður og Henry fór oft út til vinstri og Lauren og Cole sáu um að koma upp með víddina.

  Chelsea, undir stjórn Mourinho, urðu meistarar 2005 og spilaði liðið 4-3-3 með Robben og Cole sem n.k. útherja með Drogba. Svo er líka alveg ljóst að United spilaði ekki 4-4-2 sl. vetur, enda Ronaldo enginn kantmaður (allavega ekki lengur). Ferguson var iðulega farinn að nota Ronaldo í frjálsu hlutverki í línu með Tevez og Rooney sem féllu niður í svæðin f. aftan hann og 3ja manna miðja þar fyrir aftan og Evra og Brown (ótrúlegt en satt) bombuðu fram við hvert tækifæri. Það getur vel verið að sumir séu ósammála mér í þessari leikgreiningu á Man Utd. en ég fer ekki ofan af þessu.

  4-2-3-1 kerfið verður nr. 1 næsta vetur hjá okkur, með möguleikanum á að breyta yfir í 3-5-2 eða 4-4-2 þegar það á við.

  YNWA

 27. Mér líst vel á þessa uppstillingu, 3-5-2.
  Reina
  Skrtel – Carragher – Agger
  Masch
  Barry – Gerrard
  Silva Babel
  Keane – Torres

  Keane væri þá varnarsinnari og fyrir aftan Torres. Ef við kaupum ekki Silva þá færi Babel á vinstri kant og Kuyt á hægri eða einhver sem að yrði keyptur í sumar. Svo ef Barry kemur ekki þá fer Alonso bara í hans stöðu.

 28. 18 MILJÓNIR PUNDA FYRIR Robbie Keane er ekki í lagi menn 8 milljónir punda ættu að vera rétt verð ,hann hefur ekki sýnt neitt í Ensku úrvalsdeildini þau ár sem hann hefur verið þarna .Mér lýst ekkert á þessi kaup hjá Rafa sama bullið alltaf hjá honum nema Torres sem kostaði aðeins meira en Robbie Kean .Liverpool vantar að kaupa gæða leikmenn og hætta að kaupa þessa miðlungs leikmenn 2 fyrir 1 eða 3 fyrir 1
  Kveðja Poolarinn

 29. Guðni Hraundal sagði eiginlega það sem ég vildi sagt hafa. Held að 4-4-2 kerfið í sinni gömlu mynd sé dáið (í bili í það minnsta).

  Ef ég fer í Babúdamus-gírinn þá spái ég að það verði aðallega um tvö kerfi að ræða í vetur (eins og gefið hefur verið út). Fyrst og síðast verður lagt upp með sama kerfi og var endað með í fyrra, 4-1-3-1-1. Fjórir í vörn, tveir tiltölulega djúpir á miðju og fjórir fram á við ef þetta er sett upp á mjög svart/hvítan hátt.

  Í vetur sé ég svo líka fyrir mér að 3-5-2 kerfið verði mikið upp á teningnum í vetur.
  Í grunninn með þrjá miðverði, einn af þeim væri Carra/Arbeloa sem dregur sig meira út en hinir tveir.
  Wing backs sitthvorumegin, annar frekar aftar (Dossena/Finnan) og hinn mjög sókndjarfur (Kuyt/Aurelio/Degen)
  Tveir á miðju (JM/Alonso/Lucas) og einn fyrir ofan þá (Gerrard/Youssi)
  Og svo tveir frammi, einn FC (Keane) og annars Striker (Torres)
  Svo er ég nokkuð viss um að það verði einn í marki

  Einhvað í þessa átt sé ég 3-5-2 kerfið fyrir mér, en að sjálfsögðu með mjög breytilegum leikmönnum. Í raun má segja að Rafa hafi fáránlega marga möguleika á uppstillingum og því nánast ekki hægt að tala um 1-2 föst leikkerfi.

 30. Örn Steinar er greinilega eini maðurinn sem hefur ekki horft á leik með Tottenham því Robbie vinur minn er búinn að vera einn af allra bestu leikmönnum þeirra síðustu árin og það er enginn vafi á því. Enginn vafi. Ekkert persónulegt Örn.

  Hvort 18-20 milljónir sé of mikið eða ekki er annað mál.. persónulega finnst mér það alveg í það mesta en ég er himinlifandi að fá hann.

 31. Sæll Rosco.
  Þar sem ég fékk sennilega eina innihaldskommentið þitt tel ég að best sé fyrir mig að svara því.
  Ég sá tvo leiki með Schalke 04 í CL í fyrra, Porto úti og Barcelona heima. Í báðum leikjum tapaði S 04 með markatölu 0-1 og Rafinha réð lítið við Quaresma í Portúgal og var að spila illa gegn Barca. Auðvitað vill ég fá sóknarbakverði, en þeir verða að geta varist mönnum eins og Ashley Young, Ronaldo, Joe Cole, Fabregas og öðrum sem á þeim geta lent.
  Svo vill ég nú góðfúslega benda á að þessi vefur hefur ekki verið þekktur fyrir einnar setninga komment, það eru aðrir vefir. Kristján segir þér hver reglan hefur verið frá því að hann stofnaði þennan vef……

 32. Sennilega eru menn komnir með þetta hérna(addorri, Guðni Hraundal, Babúdamus og fleiri), þetta snýst auðvitað um að fjölga möguleikunum fram á við með kaupum á toppsóknarmanni. Það er líklegt að Keane verði meðal fystu 11 í stærstum hluta leikjanna í vetur. Ef maður setur þetta upp þannig að maður reynir að koma 4 bestu sóknarmönnum liðsins í ákveðinni uppstillingu – gefið að 4 öftustu, markmaður og Mascherano og/eða Alonso taki hinar stöðurnar.
  Þá er nokkuð ljóst að þessir leikmenn heita Gerrard, Torres, Babel og Keane. Þessum fjórum leikmönnum verður dreift annað hvort þannig að Babel verður úti vinstra megin, Torres efstur og svo er spurningin hvort Gerrard eða Keane verða með Torres/fyrir aftan Torres/hægra megin við Torres eða hvað skal kalla kerfið hverju sinni. Ef spilað verður með einn afturliggjandi miðjumann kemur væntanlega Kuyt inn í þetta eins og staðan er í dag og þess vegna dreymir menn blauta drauma um Silva eða slíkan leikmann.

 33. Flott að fá Keane. Núna er bara að sleppa Barry og kaupa SILVA og Rafinha. Láta svo Finnan,Arbeloa og Voronin fara ásamt Itjande. Þá erum við vel settir í titilbaráttuna.

 34. Mér finnst menn persónulega vera að gleyma Dirk Kuyt mikið í þessari umræðu um það hvernig Benitez ætli að spila þessu í stærstu leikjunum, því að eins og við vitum þá er það aðallega bara í stærstu leikjunum sem að við aðdáendurnir fáum að sjá hvernig svokallað XI lítur út.

  Rafael Benitez sýndi það allt seinasta tímabil að hann hefur óbilandi trú á vinnusemi Kuyt, og ég hef persónulega enga trú á því að það sé eitthvað að fara breytast með tilkomu Robbie Keane. Mér finnst líklegra að Ryan Babel detti meira út úr byrjunarliðinu. Einnig finnst mér það mjög óraunhæfar pælingar þegar að menn eru að spá honum sæti sem wing-back í 3-5-2 eða sem hreinum kantara í 4-4-2. Ég held að það litla bit sem að hann hefur sýnt okkur í sóknarleiknum yrði að engu með því að færa hann aftar. En aftur á móti léttir þessi óendanlegi dugnaður hans í varnarleiknum fram á við leikmönnum eins og Fernando Torres, Steven Gerrard og Ryan Babel lífið.

 35. Þetta eru allt áhugaverðar pælingar um sóknarleik en ég held að maður eins og Rafa byggi liðið frá markmanni og fram, ekki framherjum og svo aftur. Slíkt er meira í anda Keegan.
  Í fyrra var hann með “neyðarvörn”, þ.e.a.s. Agger dettur fljótlega út, Carra er meiddur og Finnann og Riise eru úti. Hann þarf að nota Hyypia meira en góðu hófi gegnir. Í ár hefur hann þessa menn inni mínus Riise. En bætir við Dossena og Degen sem eru enn sem komið er Nobodies.
  Hann er því með:
  Arbeloa/Finnan/Carra – Srtel/Carra – Agger – Dossena/Arbeloa/Aurelio.
  Hérna hefur hann þrjá góða kosti í miðverði en spurning er hvernig þeir verjast snöggum áhlaupum með hjálp “holding midfielder”. Þar höfum við úr að moða: Mascherano og Xabi. Stutt er svo í Lucas og mögulega Plesis. Þarna er tiltölulega veikur hlekkur þar sem að ef bakverðirnir eiga að vera sóknarsinnaðir, þá eiga þeir gjarnan það til að verða “eftir”.
  Mín niðurstaða er sú að hann verður að vera með bæði Masch og Xabi inn á og hafa 4 manna varnarlínu. Þá er hann líklega með 3 menn í dekkun og tæklingum í skyndiupphlaupum. Þá er pláss fyrir 4 leikmenn í viðbót og það er nóg um gott kvalití.
  M.ö.o. ég er ekki að sjá að hann noti Keane og Torres saman í sókninni, Kuyt og Babel á köntunum og á sama tíma Gerrard fær frjálst hlutverk sem framliggjandi miðjumaður. Ekki nema þá að það hafi verði fjölgað í liðinu … sem ég hef þá misst af 🙂 .

  Það verður þessvegna rosalega gaman eftir nokkra daga að sjá fyrsta leikinn, sjá hvernig hann stillir upp liðinu og vonandi rústar þetta lið deildinni.

Úr sunnudagsumræðunni

Keane kominn – staðfest! (uppfært)