Keane kominn – staðfest! (uppfært)

Eins og væntanlega flestir hér hafa lesið nú þegar á opinberu vefsíðunni hefur Robbie Keane, fyrirliði írska landsliðsins og áður fyrirliði Tottenham skrifað undir 4ra ára samning við Liverpool. Kaupverðið er sagt 18 milljónir punda, sem mun svo hækka ÞEGAR (ekki ef) Liverpool vinnur ensku deildina á ferli hans á Anfield.

Væntanlega verður ítarlegri yfirferð um feril Robbies og fróðleiksmolar um Írann snögga hér fljótlega, en þeir sem vilja geta nú strax tjáð sig um sín fyrstu viðbrögð! Það er jú aldrei víst fyrr en það er víst og nú er þetta víst.

Velkominn Robbie!

Uppfært

Molar um Robbie Keane.

Skrifaði undir “schoolboy” samning við Wolves sumarið 1995. Hafnaði samskonar samningi við Liverpool þar sem hann taldi meiri möguleika á að fá að spila hjá Úlfunum. Lék fyrsta leik sinn fyrir Úlfana haustið 1997 aðeins 17 ára gamall og spilaði 87 leiki fyrir þá alls og skoraði 29 mörk, allt í næstefstu deild.

Keyptur til Úrvalsdeildarliðs Coventry fyrir 6 milljónir punda sumarið 1999, var þá dýrasti táningur (yngri en 20 ára) sögunnar. Sir AF sagði á þeim tíma að hann myndi aldrei borga meira en 500 þúsund fyrir svo ungan mann…… Lék eitt tímabil með Coventry í Úrvalsdeildinni, alls 34 leiki og skoraði 12 mörk.

Keyptur til Internazionale sumarið 2000, aðeins 20 ára, fyrir 13 milljónir punda. Komst strax í byrjunarliðið hjá Marcelo Lippi, en datt út þegar hann var rekinn. Lék aðeins 13 leiki fyrir Internazionale og skoraði 2 mörk.

Keyptur til Leeds í apríl 2001 fyrir 12 milljónir punda. Lék 56 leiki fyrir Leeds, þar af byrjaði hann aðeins 38 leiki og skoraði 19 mörk, en var einn fyrsti leikmaðurinn sem Leeds seldi þegar fjárhagshrunið dundi á þá, enda var hann þá að mestu orðinn bekkjarformaður á meðan að Fowler, Smith og Viduka voru í byrjunarliðinu.

Keyptur til Tottenham sumarið 2002 fyrir 7 milljónir punda, lék þar 254 leiki og skoraði 107 mörk. Árið 2005 var hann gerður að varafyrirliða félagsins og hefur síðan ansi oft borið fyrirliðabandið. Síðastliðið vor vann hann sinn fyrsta titil sem leikmaður, þegar Spurs vann Chelsea í úrslitaleik League Cup.

Svo í dag var hann seldur til Liverpool fyrir 19 milljónir (20.3) punda og þar mun hann sko taka til hendinni. Í dag er Robbie Keane nýorðinn 28 ára (fæddur 8.júlí) og hefur leikið 442 opinbera leiki fyrir sín félagslið og skorað 168 mörk. Samanlagt kaupvirði hans allan ferilinn stendur nú í 57 milljónum (58.3) punda. Vonandi hækkar sú tala ekkert meir……

Robbie Keane er írskur landsliðsmaður. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Tékklandi rúmlega 17 ára gamall í mars 1998 og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í október gegn Möltu sama ár. Hann var stjarna írska liðsins á HM 2002, þar sem hann skoraði 3 mörk í 4 leikjum, þ.á.m. eftirminnilegt mark gegn Þjóðverjum. Hann var svo gerður að landsliðsfyrirliða í tíð goðsagnarinnar (eða??) Steve Staunton í mars 2006 og þegar Giovanni Trappatoni tók við liðinu staðfesti hann þá ákvörðun. Í dag hefur Robbie Keane leikið 81 leik fyrir Írland og skorað í þeim 33 mörk, sem er það langmesta sem Íri hefur skorað fyrir landslið sitt, í öðru sæti þar er góðvinur Bjarna Fel., Njáll Kvinn með 21 mark.

Semsagt, heljar reynsla þarna á ferð og leikmaður sem gaman verður að sjá í alrauðum búningi á Anfield. Síðast þegar Robbie Keane mætti á Anfield skoraði hann bæði mörk Tottenham í 2-2 jafntefli sunnudaginn 7.október 2007. Það voru tvær frábærar afgreiðslur sem hundpirruðu mann! Næstu mörk hans á Anfield munu vekja önnur viðbrögð!!!!

Enn og aftur……

Velkominn Robbie!

Uppfært aftur

Samkvæmt fyrsta viðtalinu við Robbie á opinberu heimasíðunni mun hann leika í treyju nr. 7 og ætlar að fagna á sinn gamla, skemmtilega (eða?) hátt einu sinni fyrir framan The Kop.

46 Comments

 1. SNILLD DAGSINS! Velkominn til Anfield, Keane!

  Bara svo að við komum nokkrum atriðum á hreint, þá hef ég aflað mér eftirfarandi upplýsinga á meðal Púllara í netheimum í dag:

  01 – Keane mun líklegast taka sér treyju nr. 11, sem Benayoun bar síðasta vetur en ætlar víst að taka nr. 15 í vetur, sem er treyjan sem Crouch var með.

  02 – Það verður víst algjörlega harðbannað að kalla hann Keano. Það er uppnefnið sem United-aðdáendur nota fyrir Roy Keane og þegar sá leikmaður lék gegn Liverpool og gerði eitthvað af sér stríddu Púllarar honum víst iðulega með því að kalla á hann, “Keano! Keano! Keano!” Því verður harðbannað að nota það nafn um Robbie.

  03 – Tottenham-menn eru vælukjóar. Lauslega þýtt af vefsíðu þeirra, þá líta þeir ekki á þetta sem félagaskipti eins manns frá einu félagi til annars heldur nauðungarsölu Tottenham á eign sinni sökum skuggalegra aðferða kaupandans. Bla bla, grátur, grátur, fokkið ykkur. Liverpool gerðu áhuga sinn ljósan, Keane vildi koma og lagði inn beiðni hjá Tottenham-mönnum, við borgum þeim premíumverð fyrir kauða OG styrkjum góðgerðarsjóð Tottenham til að bæta fyrir þá sök sem klúbburinn viðurkenndi, þ.e. að það hafi verið ósiðlegt að birta ummæli Rafa um að Keane væri leikmaður sem hann hefði áhuga á, áður en samkomulag klúbbanna hafði nást. Hættið þessu væli, Spurs-arar.

  04 – Robbie fokking Keane er kominn til Liverpool. Hann er kannski ekki jafn þekktur á heimsvísu og Torres, en hvað varðar Úrvalsdeildina er varla hægt að kaupa stærra nafn og betri árangur fyrir utan hin þrjú stóru liðin síðustu árin. Berbatov? Plís, hann er góður en Keane hefur verið að skora meira og var (réttilega) í meiri metum síðustu tvö árin hjá stuðningsmönnum Tottenham.

  Velkominn til Liverpool, Robbie! Vonum að þú standir þig jafn vel og síðasti framherji Liverpool sem bar fornafn þitt. 😉

 2. Til hamingju poolarar hvað verður það betra? neglum Silva og Barry og málið er dautt

 3. ég vil bara benda mönnum á misskilning varðandi það að Robbie Keane hafi verið fyrirliði Tottenham, Ledley King hefur verið fyrirliði Tottenham undanfarin ár, en vegna mikilla meiðsla þá hefur Robbie Keane oft fengið að hafa bandið.

  gríðarlega mikilvæg kaup sem að styrkja okkur gríðarlega í leit okkar að næsta Englandsmeistaratitli

 4. Vá, ég táraðist við að lesa þessa yfirlýsingu frá Levy.

  Djók! Þetta eru annars frábær kaup. Topp framherji, sem ætti að vera á hátindi ferilsins og hélt auk þess með Liverpool í æsku. Frábært. Velkominn, Robbie!

 5. Frábært! Nú held ég að silly-season fari fyrst að verða forvitnilegt og betur komi í ljós hvort við eigum bót fyrir rassgatinu á okkur eða ekki. Hlakka til að sjá fullskipað liðið.

 6. betur komi í ljós hvort við eigum bót fyrir rassgatinu á okkur eða ekki

  Bara Liverpool aðdáendur myndu efast um slíkt, klukkutíma eftir að næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins var keyptur. 🙂

 7. Kristján ég er ekki allveg að skilja þetta frá þér ? ,,Keane mun líklegast taka sér treyju nr. 11, sem Benayoun bar síðasta vetur en ætlar víst að taka nr. 15 í vetur, sem er treyjan sem Crouch var með,, hvort verður hann númer 11 eða 15 ?
  En annars bestu fréttirnar hingað til í sumar fyrir okkur Liverpool aðdáendur.
  Ég ætla að leyfa mér að syngja Keano þegar hann þenur netmöskva andstæðinganna í vetur (vona bara að hann heyri ekki í mér).

 8. Fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar Setanta sögðu að hann tæki líklega við 7-unni. Maður veit ekki..

 9. Einar Örn er ekki kominn tími til að slaka á, búinn að eiga annaðhvert komment undanfarnar mínútur 😉

  En að öllu höddagríni slepptu að þá eru þetta frábærar fréttir, það leikur enginn vafi á því að Keane styrkir liðið mikið. Bæði er hann feikiöflugur sóknarmaður og svo er hann með mikla reynslu af enska boltanum og hefur sýnt það og sannað að hann höndli hann auðveldlega. Það verður spennandi að sjá hvernig Rafa hyggst nota Keane í vetur en hvort sem það verður sem hreinræktaður sóknarmaður í 4-4-2 eða einn þriggja framherja í 4-2-3-1 er ég sannfærður um að hann eigi eftir að reynast liðinu vel.

 10. Einar Örn er ekki kominn tími til að slaka á, búinn að eiga annaðhvert komment undanfarnar mínútur 😉

  Jú, Kristján Atli var að senda mér póst og biðja mig um að slaka á.

 11. Ef hann hélt með liverpool þegar hann var barn, ahverju hafnaði hann þá liverpool til að ganga til liðs við Wolves hérna back in the days ?

 12. Hafnadi Liverpool sem unglingur og fór til Wolves vegna thess ad hann hélt ad hann fengi meira ad spila thar.

 13. Ég ætla rétt að vona að menn kalli hann ekki Keano.

  Góður leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í vetur, vonandi gengur honum vel í okkar liði.

 14. Þá er það bara Silva inn og svo Arbeloa út og Rafinha inn. Rafinha getur komið í janúar en Silva í næstu viku.

 15. Núna þarf bara að selja Voronin svo að Keane fái 10una, en annars eru þetta bestu fréttir af Liverpool lengi.

  Velkomin Keane!
  You’ll Never Walk Alone !!

 16. hefði ekki bara verið betra að kaupa Eið Smára fyrir miklu minni pening????

 17. Ekki sammála Krstjáni um að Keane sé betri en Berbatov. Hugsanlega passar Keane betur inn í leik Liverpool og er óneitanlega vinnusamari, en hæfileikaríkari en Berbatov er hann ekki. Það sést vel á því að Tottenham samþykktu boð undir 20m í Keane en vilja töluvert hærri upphæð fyrir Berbatov.

  Annars hlýtur þetta bara að vera pólitík hjá Levy, Tottenham-menn stefna upp á við og þeir sætta sig ekki við að vera svokallaður ‘selling club’. Þ.a.l. láta þeir þetta líta út sem þvingaða sölu. Eflaust er eitthvað til í því, en tvær hliðar eru á öllum málum og sannleikurinn liggur e-s staðar þar á milli.

 18. Svo ég notið frekar dónalegt orð en þá er ég TSSU sáttur við þessi kaup! Þessi kaup voru vissulega á gráu svæði miðað við reglurnar en mér er TSSU sama. Robbie Keane er kominn á Anfield, vonandi til að spila framherja með Torres en ekki til að leysa Arbeloa af hólmi í hægri bakverði. (þetta síðasta var djók fyrir alvörugefna aðdáendur). Næsta stopp Gareth Barry og/eða SWP.

 19. Er ekki bara málið að verið er að geyma 7-una fyrir enn stærri kaup……..
  Maður getur jú látið sig dreyma um það!

 20. Glæsilegt. Sýnir mikinn metnað að fá hann. Ef við nældum okkur líka í Silva væri maður rúmlega sáttur við sumarið.

 21. Kristján Atli: Levy finnst hafa verið brotið á klúbbnum og lætur það í ljósi. Þá eru Tottenham-menn vælukjóar sem eiga að fokka sér.. Hefðir þú leyft þessum ummælum að standa ef stuðningsmaður annars liðs hefði komið hér inn og sagt e-ð svipað um Liverpool?

 22. Líst betur og betur á Keane. Verð að viðurkenna það. Núna vantar að styrkja kantstöðurnar sem LFC hefur ekki haft nægilega vel skipaðar síðan John Barnes var og hét.

  “betur komi í ljós hvort við eigum bót fyrir rassgatinu á okkur eða ekki

  Bara Liverpool aðdáendur myndu efast um slíkt, klukkutíma eftir að næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins var keyptur.”

  Einar og Bragi. Þetta sannar svo sem ekki neitt. LFC er nær einungis að nota pening í Keane sem hefur verið fenginn í gegnum sölur. Menn eins og Crouch, Riise, Carson o.fl. fjármagna þetta.

  EF annar stór leikmaður verður keyptur þá skal ég taka undir með ykkur en eins og er þá erum við nánast á pari hvað varðar peninga eydda í leikmenn. Vonandi að sterkur kantmaður bætist við svo við getum keppt almennilega um titil.

 23. Velkominn…….Þó það verði erfitt að venjast því að sjá Keane nafnið aftan á Liverpool búning 😉

  Sáttur við þessi kaup. Tölfræði hans í ensku úrvalsdeildinni segir allt sem segja þarf.

 24. Robbie Keane er frábær viðbót við liðið og er alveg viss um að þessar 20m sem félagið er að borga fyrir hann eiga eftir að borga sig upp á komandi tímabili :)!

  Hef alltaf verið aðdáandi keane, bæði út af viðhorfi hans til leiksins og leikstíl hans og ég gæti ómögulega hugsað mér betri framherja til þess að spila við hlið torres.

  Ég meina berbatov og keane voru frábærir saman á seinustu leiktíð og ég hef fulla trú á því að torres og keane eigi eftir að verða ennþá betri fyrir okkur!!

  YNWA!!!!!!

 25. Það er frábært að það sé búið að staðfesta þetta loksins. Þetta er svona týpa af leikmanni sem verður í nánast öllum tilvikum fans favorite, þökk sé írskri baráttu, hæfileikum og krafti.

  Mér gæti svo ekki verið meira sama hvort hann verði kallaður Keano, Dino eða einhvað í þá áttina, svo lengi sem merkingin á bakvið er jákvæð.

  Og hvaða fjandans Keane er þetta sem verið að er að tala um? Spursararnir hafa gaulað þetta í mörg herrans ár, There´s only one Keano 😉

 26. Ég hreinlega trúi ekki að VORONIN haldi 10-unni. Það væri algjör skandall.

  Keane á auðvitað að fá 10 og Benayoun heldur sinni 11. Voronin mætti velja númer fyrir ofan 30! Ég trúi ekki öðru en að hann fái nánast að velja sér númer miðað við hve stór kaupin eru.

 27. Skemmtilegt myndband til þess að horfa á svona í tilefni kaupanna:

  http://www.youtube.com/watch?v=8fob012r4AM

  Gleymi t.d. seint markinu þar sem að hann skorar á móti liverpool á seinustu leiktíðinni sem er einhver staðar þarna í miðju myndbandinu þar sem að hann nær að koma boltanum yfir reina og jafna á seinustu mínútum leiksins 🙂

 28. einsidan (#25), Ég sagði að þeir væru vælukjóar og rökstuddi svo þá skoðun mína. Það kallast umræða, ekki skítkast. Við erum ekki það skinhelgir á síðunni að menn megi ekki nota “ljótu” orðin. Það er munur á umræðu, þar sem “ljótu” orðin koma fyrir, og skítkasti.

  Babu (#29), vinsamlegast lestu ummæli mín (#2) um það hvers vegna mér skilst á hörðustu Púllurunum að það sé harðbannað að kalla Robbie Keane “Keano”. Það kallar víst upp einhver óheppilegan samanburð við annan mann sem ber þetta sama eftirnafn. 🙂

 29. Hugsið ykkur Keane blómstraði sem aldrey fyrr með Berbatof, hvernig haldi þið að hann verði þá með Torres sér við hlið, og nú hefur Gerrard tvo valkosti til að koma með sínar eitruðu sendingar, þetta verður magnað tímabil, sannið til. Og ég er sammála því sem skrifað er hér að ofan að hann á að fá númerið 10…

 30. Babu (#29), vinsamlegast lestu ummæli mín (#2) um það hvers vegna mér skilst á hörðustu Púllurunum að það sé harðbannað að kalla Robbie Keane “Keano”. Það kallar víst upp einhver óheppilegan samanburð við annan mann sem ber þetta sama eftirnafn. 🙂

  nei veistu ég hef ekki hugmynd um hvaða mann þú ert að tala, held að þú sért að verða einhvað klikk 😉 Ég ítreka það sem spurs-arar hafa gaulað í mörg ár og þ.a.l. líklega selt með í pakkanum….. There´s only one Keano, og mundu það* 😉

 31. Kristján, það er hægt að segja mjög margt, færa fyrir því rök og trúa því í einlægni – allt innan ramma málefnalegrar umræðu. En um leið og þú ert farinn að uppnefna þann sem þú ert ósammála, og blóta honum í kjölfarið, þá finnst mér það vera komið út á nokkuð hálan ís, sama hversu öflugur rökstuðningurinn er. Ég er allavega ekki vanur því að taka þátt í eða fylgjast með umræðum þar sem mönnum er sagt að fokka sér – sem einhvers konar afleiðingu röksemdafærslu!

  Þá er ekki þar með sagt að þessi orð eigi sér ekki stað, ég er t.d. duglegur að blóta fólki og uppnefna það, en ekki þegar ég tel mig vera aðila að vitrænni umræðu.

  En ætli við verðum ekki víst bara að vera ósammála um þetta atriði 🙂

 32. Babu, vér mótmælum allir. Sorrý, en ég bara get ekki hugsað til þess að heyra allan Anfield kyrja “Keano, Keano” til að fagna sínum eigin leikmanni. Það bara hljómar ekki rétt. 🙂

  Ætli maður verði ekki að komast yfir það, býst ég við.

 33. Frábært! Ég er alveg viss um að hann verður góður hjá okkur! En þetta er hátt verð og ég skil alveg að Villa telji sig vera í rétti að fá 18 kúlur fyrir Barry ef við borgum fyrir Keane amk 19 og 1,3 að auki í ár eða á næsta ári þegar dollan kemur í hús. Þetta er hátt verð, líka í ljósi þess að þessir kauðar verða aldrei seldir aftur á háu verði eftir 4-5 ár, orðnir 32 og 33 ára. En…Robbie er frábær fótboltamaður og ég hlakka gríðarlega til að sjá hann í rauðu treyjunni.

 34. Ef hann sýnir helming af gæðum síðasta Robbie sem var hjá félaginu þá er ég sáttur.

  Annars er ég á því að við hefðum ekki getað fengið betri striker, sem hentar okkur betur.

  Ég væri allavega til í að sjá þann striker.

  Keano, Keano, Keano

  Nahht!!

 35. Smá tilraun…

  Fínt að kaupa þennan leikmann en 20m er ansi mikið fyrir hann. Neita að trúa því að enn eitt árið eigi að láta hjá líða að bjarga kantmálum liðsins. Liverpool hefur ekki átt gæðakantmann síðan Steve McManaman var og hét. Og ef Benítez og stjórnendur liðsins redda þessu ekki í sumar þá geta þeir FOKKAÐ sér og allir þeir sem eru mér ekki sammála.

 36. Ég hef verið mjög ánægður með að fá Keane.. en núna er þetta komið á annað stig. Þegar ég sé hann með Benitez í búningnum á official síðunni losna ég ekki við mannaskítsglottið. 😀

 37. Er Kjartan á röngu spjallborði? Ekki alvitlaust innihald en svona grunnskólakrakkar eiga bara betur heima Liverpool.is

 38. Hmm, #43, held þú þurfir að lesa þráðinn alveg frá byrjun. Þetta var vísun í komment KAR um að Tottenham-menn geti fokkað sér ef þeir eru ósáttir við hvernig þessi kaup komu til. Ætlaði þess vegna bara að prófa hvort að það sé núna orðið acceptable að nota svona málsnið í umræðum hérna eða hvort að þetta yrði tekið út…

 39. Ég vill nú frekar meina að illa upplýstir eiga heima á spjallborði manutd.is en Kjartan sem liverpool maður þurfi bara að vanda valið sitt.

 40. Ég get ekki að því gert að finnast við vera sekir um ansi mikla hræsni bæði í þessu mál og máli Barry eftir vælið í okkur varðandi t.d. áhuga Real á Benítez, Alonso, Gerrard etc. Finnst agalega slakt að segja Tottenham-mönnum að fokka sér fyrir það að vera ósáttir við hvernig þetta mál gekk fyrir sig.

  Bara þó ég haldi með Liverpool þá gerir það mig ekki að einhverjum heilaþvegnum múg í anda 1984 sem lítur á Benítez og co. sem Stóra Bróður sem gerir og segir allt rétt, hefur alltaf gert það og mun alltaf gera óháð staðreyndum. Hélt að tilgangurinn með svona kommentakerfum væri málefnaleg umræða. Ef ég vil fá 100% hlutdrægan banter á önnur lið og stuðningsmenn þá fer ég bara á leik á Anfield.

  Ekki að Tottenham-menn séu ekki hræsnarar í þessu máli líka:
  “Considering the completely above board and in-no-way duplicitous manner in which Spurs went about securing the services of their manager Juande Ramos, the Fiver was unsurprised to hear their chairman, Daniel Levy, moaning about the completely above board and in-no-way duplicitous manner in which Liverpool went about etc and so on striker Robbie Keane.

  “Incredibly disappointed … Liverpool working behind the scenes … transfer request … enforced sale … whinge … moan … boo-hoo,” sobbed Levy, pulling off the spectacular feat of sounding even more sanctimonious and hypocritical than Slippery Pete Kenyon on a day the chief executive of Chelsea (total debt: £736m) warned top-flight teams outside the Big Four it was time to “get their own houses in order”.” 😀

Keane og Degen

Númer sjö