Úr sunnudagsumræðunni

Vanalega eru sunnudagsblöðin þau safaríkustu í bransanum, en þennan daginn er þó lítið nýtt. Gareth Barry spilaði 75 mínútur sem vinstri bakvörður fyrir Aston Villa í gær og MON framkvæmdastjóri fær fyrirsagnirnar í dag þar sem hann segir að Aston Villa vilji Barry meira en Liverpool. Nenni ekki að finna link um það, allir örugglega búnir að lesa það nú þegar og við öll orðin þreytt á þessari sögu sem ég er sannfærður um að endar í næstu viku, á hvorn veginn sem er.

Ég aftur á móti ákvað að benda fólki á þennan hlekk hér sem segir frá því að tilboð upp á 6 milljónir punda sé komið í Alvaro Arbeloa. Alvaro virðist ekki líka lífið í Englandi og vill fara heim til Spánar, þó það sé reyndar hvergi staðfest.

Ég ætla að ráðleggja Rafael og félögum að samþykkja þetta tilboð. Arbeloa hefur aldrei sannfært mig sem afburða leikmaður, en vissulega góður. Það að selja hann með 3.4 milljóna hagnaði finnast mér góð viðskipti, sérstaklega þar sem ég tel hægri bakvarðarstöðuna bara í ágætis málum með Finnan og Carragher sem valkosti og yngri leikmenn eins og Darby, Irwin og Spearing með möguleika á að koma inn í þessa stöðu í vetur.

Ég held því að þessar 6 milljónir gætu farið upp í að styrkja aðrar stöður, annað hvort með Barry eða með kaupum á fljúgandi vængmanni. Hvað finnst ykkur????

26 Comments

 1. algjörlega sammála, ef hann er ósáttur á Englandi þá á að láta hann fara. svo eru 6 kúlur fínn peningur fyrir hann.

 2. Ekki gleyma Dagen……

  En annars er ég sammála þér með Arbeloa, hann hefur aldrei verið sannfærandi þarna í bakverðinum og síður en svo sóknarþenkjandi leikmaður. Við verðum að hafa fyrsta valkost í hægri bak, leikmann sem getur komið upp og gefið góðar fyrirgjafir. Það er Arbeloa ekki.

 3. Veit ekki hvort það hefur komð fram í umræðunni annars staðar á síðunni, en heimildir Tottenham-megin herma að Robbie Keane sé mættur til Liverpool í dag, í dularfullum erindagjörðum.

 4. Sammála því að selja Arbeloa. Segi það en og aftur vill sleppa Barry og kaupa Silva 🙂

 5. Kjarri, hann er örugglega kominn með nóg af kúltúr í bili, eftir tvær vikur á Alicante 😉

 6. Ef við gefum okkur þó að þetta sé satt (Daily Post voru að tala um heimþrána), þá verð ég að segja einsog er að ég er alls ekki að fíla þetta mál. Er það virkilega ásættanlegt að við förum inní tímabilið með Degen (óreyndur), Carragher (miklu betri sem miðvörður) og Finnan (sem var afleitur í fyrra) sem kosti í hægri bakvörðinn?

  Mér lýst alls ekki nógu vel á það.

  En Man U unnu nú deildina með Wes Brown í hægri bakverðinum, þannig að það er allt hægt.

  Ég sá Degen alltaf vera að koma í staðinn fyrir Finnan, þannig að ég trúi ekki öðru en að Rafa reyni að kaupa e-n í staðinn fyrir Arbeloa.

 7. Já ég verð að vera sammála þér Einar.
  Svo fannst mér spilið hjá Liverpool mun betra þegar Arbeloa var í bakverðinu, overplap og hlaup upp kanntinn mun betri en hjá Finnan. Einnig gat hann leyst visntri bak ágætlega. Tel það slæmt mál að missa hann ef satt reynist en 6 kúlur fyrir kappann er svosem ágætis summa, svo lengi sem við fáum annan betri.

 8. verð að vera sammála Einar í þessum málum, ég myndi kannski fara eins mikið á taugum ef við ættum einhver virkilega efnilegan hægri bakvörð eins og Insua. en getur verið að við fáum bara 50% af söluverðinnu af Arbelo og restinn rennur til deportivo? ég vona að við séum ekki að fara lenda í svoleiðis rugli.

 9. Ég er algjörlega ósammála greinarhöfundi með Arbeloa, finnst hann vera einn af betri bakvörðunum okkar sóknarlega, hefur frekar fundist hann vanta aðeins upp á varnartaktana ef eitthvað er. Mér líst mjög illa á að missa hann og er sammála Einari að ef þetta slúður er rétt að þá hlýtur Rafa að fjárfesta í öðrum hægri bakverði. Það er hins vegar engum greiði gerður að hafa mann í hópnum sem ekki vill vera þar og ef hann er með heimþrá og líður illa í Englandi að þá er náttúrulega ekkert annað í stöðunni en að selja hann. 6 milljónir eru svo sem ágætis peningur fyrir hann og rúmlega tvöfallt það sem hann var keyptur á en ég er þó á þeirri skoðun að hann sé meira virði en það.

 10. þótt að Arbeloa fari þá er það bara í lagi. Talandi um það að vera með óreyndan mann, þá er Rafa örugglega búinn að spá í það. Agger og Skrtel komu beint í liðið og eru aldeilis fínir ,og að Arbeloa sé betri en Finnan er út af því að Finnan var svo lélegur s.l tímabil.

 11. Spurning hvort Benítez sé farinn að gæla við að nota Carra í hægri bakvörðinn til að koma þeim öllum fyrir í vörninni (Agger, Skrtel og Carra).

  Persónulega finnst mér það ekki vitlaust og stendur og fellur með því hvernig Carra leysir bakvörðinn. Mér fannst hann standa sig vel í þeim leikjum sem hann spilaði í bakverði á síðasta tímabili, mun betur en áður en hann tók við miðvarðarhlutverkinu.

 12. Það á engann veginn að selja Arbeloa að mínu mati! Finnst að hann og Degen ættu að skipta hægri bakvarðastöðunni sín á milli á næsta tímabili og selja Finnan. Carragher er náttla fyrsti kostur í stöðuna að mínu mati ef að Arbeloa og Degen meiðast en svo eins og þið segið Darby sem að er búinn að koma vel út úr leikjunum á undirbúningstímabilinu 😉

 13. Seljann á 6. Selja Kuyt á 5. Kaupa Keane og Silva allir eru sáttir.

 14. Ef Degen og Dossena eru báðir hugsaðir sem sóknarþenkjandi bakverðir þá efa ég að þeir spili marga leiki báðir. Sama á við um Aurelio, því held ég að annar bakvörðurinn verði oftast meira varnarþenkjandi og þar finnst mér Arbeloa koma sterkur inn í púlsið, hann er fínn sem bakvörður á móti wing-back hinumegin.

  Það er auðvitað hægt að nota Carra á alveg sama hátt og Arbeloa en mér finnst Arbeloa bara skemmtilegri týpa í bakvörðinn heldur en Carra. Arbeloa getur þó sótt fram þegar það þarf og Carra á bara að vera í miðverðinum, en báðir geta þeir leyst allar stöður í vörninni. Finnan er auðvitað ekkert búinn en ég myndi frekar vilja hafa Arbeloa.

  Ef hann verður seldur er ég nokkuð viss um að það verður keypt alhliða varnarmann í staðin.

 15. Ef hann verður seldur vill maður klárlega fá annan og betri hægri bakk í staðinn. Degen og Finnan eru ekki nægilega góðir kostir. Carra er fyrst og fremst miðvörður.

 16. LP. Hvað veist þú um það hvort Degan sé ekki nægilega góður með leyfi ?

 17. Ef að Arbeloa vill fara þá er mjög gott að fá fyrir hann 6 millur.
  Mætti selja Finnan líka og reyna að fá Rafinha, það væru klassakaup, hafa Rafinha og Degen hægra meginn og Dossena og Insua í vinstri, það mætti líka selja Aurelio.

 18. Sammála flestum hér að ofan, ef að Arbeloa fer að þá tel ég að hægri bakvarðarstaðan veikist til muna. Treysti ekki Finnan og Degen til þess að leysa hana skammlaust. Carra er frábær miðvörður en slakur bakvörður, þannig ef Arbeloa fer held ég að Benitez verði að splæsa einhverjum milljónum í nýjan hægri bakvörð.

 19. Tjahh…..ég stórefast um að Benítez sé að fara að kaupa nýjan bakvörð þegar hann er með 3 ágæta menn í þessa stöðu. Vandamálið er auðvitað að líklega eru þeir allir bara ágætir.

  Degen gæti blómstrað en er líklega enginn heimsklassa bakvörður.
  Finnan gæti komið til baka eftir meiðsli og vandræði á síðasta tímabili.
  Carra gæti fengið smá greddu fram á við og staðið sig vel.

  Hann hlýtur að leyfa þessum leikmönnum að berjast um stöðuna og sjá hver stendur sig best. Ég er ennþá á því að Carra gæti alveg spilað þarna, sérstaklega þar sem bæði Agger og Skrtel gætu þá spilað líka. Svakaleg varnarlína. Ég get ekki séð að lykillinn að því að vinna deildina sé að við séum að spila með einhverja “Barcelona bakverði” sem eru meira inn á vallarhelmingi andstæðingsins. Benítez hefur alltaf lagt mjög mikið upp úr því að menn haldi stöðum (þó að bakverðirnir verði auðvitað að hjálpa kantmönnunum þegar þess þarf).

 20. Þessar fregnir með Arbeloa opna væntanlega dyrnar fyrir því að Rafa bjóði Valencia Arbeloa + pening fyrir David Silva, sem yrði rökrétt framhald ef/ÞEGAR við klárum Robbie Keane kaupin. Síðan þyrfti að fá nýjan bakvörð í staðinn og þyrfti hann a ðvera sókndjarfur að mínu mati.

 21. Skv. þessu er Rafa að undirbúa 17 milljón punda boð í Silva. Hann þarf reyndar að keppa þar við Atletico de Madrid sem reyna sitt besta til að klófesta hann, þannig að þetta er ekkert gefið. Auk þess virðist Valencia eiga erfitt með að ákveða sig, segja einn daginn að hann verði seldur og annan daginn að hann verði ekki seldur.

 22. Ef Silva kemur þá er ég sáttur.
  Í rauninni alveg sama um Barry. Væri bara til í Keane og Silva og þá brosi ég út seasonið.
  Ef Arbeloa stendur í veg fyrir Silva þá selja hann.
  Vill Voronin líka burt, gætum fengið eitthvað fyrir hann til að nota í betri menn 🙂

 23. Meiðsli hjá Deggen þarf að fara í uppskurð vegna nárameiðsla sömu mieðlsi og héldum honum utan við lið Dortmund í fyrra talað er um að Rafa ætli að kaupa Rafinha frá Schalke fyrir 4-5 m punda ef að hann þarf að selja Arbeloa

 24. Það er alltaf fínt að selja leikmenn með hagnaði og var í raun ávallt ljóst að Arbeloa yrði aldrei neinn stjörnuleikmaður en mér fannst hann samt einn af betri leikmönnu síðasta tímabils. Aldrei meiddur og spilaði vel þar sem Rafa notaði hann. Þetta er leikmaður á besta aldri og hefur tekið miklum framförum frá því hann kom til félagsins. Hins vegar ef hann vill sjálfur fara þá er ekkert við því að gera en að leyfa honum það.

  Ég er alls ekki sannfærður að Degen sé málið og ef þetta er rétt sem Rosco er að segja varðandi meiðslin þá er ekki nóg að hafa bara Finnan og síðan unga pjakka.

Keane er að koma

Keane og Degen