Pennant á leið til Blackburn?

Daily Mail segir frá því að Paul Ince sé að fara að gera tilboð í Jermaine Pennant þar sem ljóst þykir að hann nær ekki að halda David Bentley hjá félaginu en hann ku vera á leið til Spurs.

Ef þetta gengur eftir þá yrði ég afar glaður enda hef ég í raun aldrei sætt mig við tilveru Pennant hjá félaginu, mér finnst hann einfaldlega ekki nógu góður. Hann á einn og einn leik en heilt yfir er hann alls ekki nógu góður leikmaður til að vera hjá Liverpool.

39 Comments

 1. Algjörlega sammála og hann var dæmi um kaup sem að voru gerð eftir að við náðum ekki að klára aðal target Rafa í þessa stöðu og féllum á tíma vona að sama gerist ekki með Keane og Barry

 2. Bye bye. Hausinn orðinn í lagi, en hæfileikarnir ekki alveg til staðar. Það má nú ekkert ofudissa hann Pennant. Einhvernveginn búinn að skila því litla sem hann átti að skila. Sorgarsaga. Sorgarsaga að því leyti að Benitez ætlaði sér aldrei að kaupa kappann en neyddist til þess.

 3. Gæti ekki verið meira ósámmála ykkur. Pennant er leikmaður sem verður að fá að spila nokkra leiki í röð til að skila því sem ætlast er til af honum. Á seinasta tímabili þá fékk hann sjénsinn í 4 leikjum og í þeim skoraði hann eitt mark og skilaði þremur stoðsendingum. Svo sat hann á bekknum eða var ekki í hóp næstu 8 leiki og því var ekki um að kenna að hann var meiddur. Enda tel ég að hann eigi eftir að brillera hjá þeim klúbb sem hann fær að vera fastamaður í.
  En mikið er maður farinn að vona að e-ð fari að ske í þessum leikmannakaupum, þetta fer að verða frekar pínlegt 😉

 4. Það er nefnilega málið með Benitez að hann leyfir mönnum eins og Pennant ekki að blómstra, gaf Crouch reyndar marga sénsa til þess að koma sér í gang en síðann þegar hann er farinn að virka þá er honum hent. Held að 48 klst sem áreiðinlegar heimildir sögðu að kaupinn á Keane tækju liðu fyrir nokkrum dögum síðan.

 5. Ólafur: Það má vera ósammála.

  Mér finnst einfaldlega að Pennant er ekki og verður aldrei lykilmaður í liði sem ætlar sér að verða meistari. Við getum einfaldlega skoðað þá kantmenn sem eru/voru hjá Arsenal, Chelsea og Man Utd:
  Ronaldo, Hleb, Giggs, Walcott, Joe Cole, Kalou, Malouda, SW-Phillips, Nasri, Park, Nani og Anderson.

 6. Pennant er bara meðljón og ekki með hausinn í lagi og hefur ekkert sýnt í þessum leikjum núna sem segir manni að það sé að breytast

 7. Afhverju segja menn að hann sé ekki með hausinn í lagi? Hann var tekinn fyrir ölvun við akstur fyrir mörgum árum þegar hann var gutti, en hvað meira? Eyþór Arnalds var tekinn fyrir ölvun við akstur, er hann ekki með hausinn í lagi? Er hann vandræðapési?

  Allir sem fylgjast með Liverpool vita að Pennant er einn af þeim virkustu í búningsherberginu, alltaf sprellandi og heldur uppi góðum móral. Það er varla það vital sem maður sér við leikmann Liverpool að þetta sé ekki nefnt. Það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér þegar maðurinn er stimplaður “með hausinn ekki í lagi” afþví að hann var tekin fyrir ölvunarakstur fyrir mörgum árum síðan.

  Það má síðan auðvitað deila um knattspyrnulega getu hjá honum. Mér persónulega finnst hann fínn squad player. Hann reynir alltaf að koma boltanum hratt framávið, sem er meira en allt of margir leikmenn okkar geta sagt. Hann er ekki byrjunarliðsefni af mínu mati en klárlega squad player sem gott er að hafa…sérstaklega í ljósi þess að við eigum engan annan hægri kanntmann og þurftum að notast við Dirk Kuyt í þá stöðu í fyrra, sem að vísu stóð sig ágætlega.

 8. ég var ekkert að tala um þessa ölvun það kemur fyrir á bestum bæjum það sem ég meinti með það að hausinn væri ekki í lagi er að hann á einn og einn mjög fínann leik en síðan dettur hann í ruglið það hlýtur að vera eitthvað að í kollinum á svoleiðis leikmönnum við getum ekki verið með leikmenn hjá Liverpool sem að segja brandara inní klefa fyrir leiki það væri þá réttara að Liverpool menn myndu signa Svein Waage í þann pakka enda fyndinn maður með afbrigðum eins og marg oft hefur sýnt sig á Árshátíðum Liverpool og víðar.

 9. Sem betur fer eru menn ekki alltaf sammála, þá væru nú síður sem þessar alveg dead boring. Enn í ljósi þess að Benitez kom fram á seinustu leiktíð og var að tala um hversu fyrirmyndar leikmaður Pennant væri þar sem hann vildi fá að spila með varaliðinu þegar það kom í ljós að hann átti ekki að vera í hópnum fyrir einhvern meistaradeildarleik, og að hann væri svo mikill innblástur fyrir yngri strákana í hópnum og blablabla. Mér finnst þetta einmitt vera næg ástæða til að halda leikmönnum sem eru til í að leggja á sig ótakmarkaða vinnu til að ná sínu besta striki. Mér finnst Pennant engan veginn hafa fengið þann tíma sem hann á skilið og gleymum því ekki að á seinasta tímabili þá var faðir Pennants tekinn með einhverja gommu af heróíni og krakki og voru öll dagblöð uppfull af þessum fregnum þar sem voru birtar myndir af pabba hans útúr rugluðum með myndir af syni sínum í liverpool treyjunni upp á vegg. Enn í staðinn fyrir að brotna niður þá skilaði hann talsvert betri vinnu til klúbbsins en margir aðrir. Þannig að ég vil gefa Pennant sjéns.
  En þetta er allavega mín skoðun 😉

 10. Ég held nú að Pennant sé nú ekki til vandræða lengur þó hann hafi verið það vissulega fyrr á sínum ferli.
  Að mínu mati er hann ágætis leikmaður sem hefur oft staðið sig ágætlega hjá Liverpool. Lykilorðið í þessari setningu er ágætlega sem er ekki nógu gott fyrir lið eins og Liverpool.
  Hann er ágætis squadplayer en skilar ekki nógu mikið af mörkum til að geta talist byrjunarliðsmaður.

 11. Vona innilega að hann fari – alveg ótrúlegt hvað hann er að fá margar mínútur á kantinum miðað við að geta ekki gefið fyrir markið.

 12. Hvernig er það var Pennant ekki að spila meiddur fyrrihluta tímabils? Fór svo í uppskurð og spilaði lítið eftir það.Við getum ekki dæmt hann ef að hann var meiddur,og hann á að fá að sína hvað hann getur núna.Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál .við getum ekki dæmt menn út frá æfingaleikjum þar eru menn að koma sér í gang

 13. ArnórÓ…. geta ekki gefið fyrir markið…. árið áður en hann kom til okkar þá var hann með flestar stoðsendingar í sínu liði, valinn leikmaður ársins ef ég man rétt. Tel ástæðuna fyrir því að hann hefur ekki brillerað vera lélegt sjálfstraust þar sem hann naut aldrei trausts, þegar hann fór að standa sig og búinn að eiga 2 til 3 góða leiki í röð þá var honum kastað úr liðinu. Tel það ástæðuna og er alveg klár á því að hann á eftir að vera mjög góður í öðru liði þar sem hann nýtur 100% trausts stjórans.

 14. Var ekki glæsimarkið í 2-0 sigri gegn Chelsea á Anfield það eina sem Pennant skoraði fyrir Liverpool í alvöru leik?
  Veit ekki hvert ég ætlaði þegar Rafa keypti Pennant. Að treysta á Arsenal-reject er alls ekki leiðin frammávið fyrir Liverpool. Panic kaup sem áttu aldrei að gerast.

  Það var eftir fullkomlega glórulausa tæklingu og rautt spjald gegn Porto á útivelli í CL síðastliðinn vetur sem Rafa missti endanlega álitið á Pennant. Man að hann fékk sama og enga sénsa eftir það. Við höfum bara ekkert að gera með augljóslega takmarkaða leikmenn sem þola ekki smá mótlæti og hverfa ALLTAF í stórleikjum.
  Leyfum liðum eins og Birmingham; Newcastle og Blackburn framvegis að slást um þjónustu svona leikmanna.

 15. Hvenær í ósköpunum ætlar þetta félag sem við styðjum svo innilega að fara að kaupa kantmenn?????

  Vona innilega að þetta verði til þess og það verði þá fenginn einhver sem er mörgum klössum ofar en JP. Skildi þau kaup ekki á sínum tíma og verðum við að fara að fá sterkari mann en hann og Kuyt þarna hægra megin.

 16. Það verður bara að viðurkennast að Pennant er eini ,,alvöru” kantmaðurinn sem liverpool á í sínum röðum þessa dagana. Með því á ég við leikmenn sem getur tekið leikmann á, farið utanvert á hann, upp að endamörkum og gefið boltann fyrir. Þetta er eiginleiki sem enginn annar kantmaður hefur og mitt mat er að þetta sé nauðsynlegur möguleiki að hafa í jafn sterku liði og Liverpool, sérstaklega gegn slakari liðum Aðrir kantmenn, þ.e. benayoun, babel og líklega kuyt(ef við köllum hann kantmann), leita allir inn á miðjuna og annaðhvort fara aldrei utanvert á menn (Babel og Benayoun) eða þá geta ekki farið utanvert og upp að endamörkum nema fyrir einhverja slysni vegna hraðaleysis og lítillar tækni (kuyt). Pennant átti ekkert sérstakt síðasta tímabil…en hann var nú mikið meiddur og fékk ekki mörg tækifæri eins og komið hefur fram hér að framan.

  Fyrir mitt leyti myndi ég halda að það væru mikil mistök að losa sig við hann…sérstaklega þegar það virðist enginn kantmaður í sigtinu þessa dagana. Maður veit þó aldrei hvað Rafa er að hugsa…kannski er hann með eitthvað gott backup plan.

  Vonandi er hann þó ekki að hugsa um að setja Gerrard á hægri kantinn ef hann fær engan kantmann í fyrir veturinn…sá grunur læðist að manni….þegar hugsað er til þess að gerrard hefur líklega aldrei spilað betur en einmitt síðasta vetur. Og svo er þessi orðrómur með James Milner…að hann sé backup planið hjá rafa á kantinn ef hann fær ekki silva eða einhvern annan ….ég hræðist þetta mikið þar sem þetta hljómar líklegt í mínum eyrum. Hljóma bein skipti á milner Pennant vel???

  Ekki í mínum eyrum

 17. Mér finnst það eiginlega fara eftir því hver á að koma í staðinn, hvort hann eigi að fara eða ekki.
  Ef að Milner á að koma þá vill ég frekar halda Pennant áfram.

 18. Pennant eins og Crouch að mínu mati eru leikmenn sem eiga eftir að gera mjög góða hluti í litlu liðunum í úrvalsdeildinni, eiga eftir að vera áberandi og styrkja bæði Blackburn og Portsmoth mikið, en í klúbbi eins og Liverpool þá eru þetta leikmenn sem eru ekki að fara að lyfta klúbbnum upp í þær hæðir sem þarf til að taka deildina. Ef Pennant fer þá verður Benitez að styrkja hægri kantinn, persónulega hefði ég ekkert á móti því að sjá Bentley koma inn í hópinn og að Pennant myndi þá fara upp í kaupin á kappanum. Halda svo Alonso, sleppa því að fá Barry og drífa sig að negla Keane sem ég held að muni koma sem stormsveipur inn í liðið ef hann kemur.

 19. FHS segir (#16):

  „Það verður bara að viðurkennast að Pennant er eini ,,alvöru” kantmaðurinn sem liverpool á í sínum röðum þessa dagana.“

  Þetta er sá hluti kantmannaumræðunnar sem fer mest í taugarnar á mér. Liverpool á bæði leikmenn sem fara oftar utan á bakvörð andstæðinganna en Pennant og leikmenn sem eru betri í að leika á andstæðinginn en Pennant. Liverpool á líka leikmenn sem gefa betri fyrirgjafir en Pennant, sem hefur að öðru frátöldu verið akkilesarhæll hans ferils.

  Málið er bara að þetta er ekki einn og sami maðurinn. Rafa skilur þetta og veit að það er ekki nóg að eiga einn eða tvo kantmenn sem geta gert þetta allt, heldur snýst þetta, eins og allt annað, um að vera með hóp sem býður upp á valkosti. Ég skal útskýra þetta aðeins:

  Að fara utaná andstæðinginn, upp kantana. Hinn gamli góði kantmaður er dauður. Í dag sjáum við leikmenn eins og Joe Cole, C. Ronaldo, Robert Pires og Nani, svo nokkrir séu nefndir, sem gera meira af því að spila sem vængliggjandi framherjar og/eða leita inná miðjuna í marktækifærin en það að spila nær eingöngu meðfram sinni hliðarlínu. Leo Messi byrjar allar sóknir sínar af hægri kantinum, þar sem hann fær boltann í maður-á-mann stöðu gegn bakverði andstæðinganna, en hann er ekki að keyra á andstæðinginn í þeim eina tilgangi að komast upp að endalínu og gefa fyrir. Hann stefnir jafnan eins og píla inná teig andstæðinganna.

  Liverpool á þessa menn. Benayoun er snillingur í að keyra að teignum og eiga þessa baneitruðu sendingu í svæði á menn eins og Torres (sjá Chelsea á Stamford Bridge í undanúrslitum Meistaradeildar) og Gerrard (sjá Blackburn heima í deildinni í apríl). Ryan Babel er sérfræðingur í að taka menn á og keyra inná teiginn, þar sem hann getur annað hvort skotið af krafti eða farið í samspil við samherja sína eftir að vera búinn að koma öllu í uppnám með einleik sínum.

  Engu að síður eigum við líka leikmenn sem eru duglegir að fara upp hliðarlínuna og gefa betri fyrirgjafir en Jermaine Pennant. Þessir leikmenn eru einu nafni kallaðir BAKVERÐIR.

  Alvaro Arbeloa, Philipp Degen, Steve Finnan, Andrea Dossena, Fabio Aurelio, Emiliano Insúa. Í þessum sex mönnum er Rafa búinn að koma sér upp bakvarðasveit sem kann að verjast en er líka mjög sókndjörf. Að mínu mati er einhver out-and-out, hreinræktaður kantmaður ekki aðeins ekki lúxus í Liverpool-liðinu í dag heldur ekki einu sinni nauðsynlegur, því ef bakverðirnir standa sig á liðið að geta fúnkerað án eins einasta eiginlega kantmanns.

  Þið verðið að hugsa aðeins hvernig Rafa er að spila þetta í dag. 4-3-3 með Kuyt og Babel sitt hvorum megin við Torres. Kuyt og Babel; annar þeirra berst eins og ljón og vinnur bolta framarlega á vellinum, og skorar mikilvæg mörk, á meðan hinn hefur hraðann og tæknina til að koma öllu í uppnám fái hann minnsta séns til þess. Torres er svo uppi á toppi með allt sem prýðir. Hvernig getið þið horft á Liverpool-liðið spila, með Torres og Babel innanborðs, og Gerrard með sinn sprengikraft og Benayoun með sínar baneitruðu sendingar, og fyrirgjafirnarfrá bakvörðum liðsins, og sagt að okkur vanti sárlega einhvern sem getur tekið andstæðinga á?

  Ég skil það ekki. Jermaine Pennant er ekki nógu góður til að halda niðri stöðu sem fastamaður hjá Liverpool, einfaldlega af því að Babel og Kuyt skora meira úr vængstöðunum, ógna meira, skapa meira fyrir Torres og svo koma bakverðirnir upp og eru með miklu betri fyrirgjafir. Punktur.

  Ef ég ætti að velja á milli Robbie Keane eða heimsklassavængmanns myndi ég alltaf velja Keane, nánast óháð því hver vængmaðurinn er, því Keane er sá klassi sem við þurfum í HÓPINN okkar, hvort sem það er til að deila framherjastöðunni með Torres eða til að deila vængstöðunum með Babel og Kuyt.

  Sá maður sem ég myndi samt helst vilja sjá hjá Liverpool er David Silva. Það er maður sem væri brilljant öðrum hvorum megin við Torres. Ef það er eitthvað sem hann vantar er það hæfileikinn til að taka leikmenn á niður hliðarlínuna, sem sumir ykkar hérna virðast halda að sé the holy grail fyrir kantmenn, en hann er bara svo góður í öllu hinu að það skiptir ekki máli. Sérstaklega ekki á meðan Rafa er með bakverði sem geta sótt upp hliðarlínuna og gefið fyrir.

 20. Spurning hvort að Bentley sé að koma í skiptum+pening fyrir Pennant??? Það væri skref upp á við að fá Bentley, er samt langtum spenntari fyrir Silva, það væri stökk upp á við að fá hann.

 21. Kristján: mikið hjartanlega er ég sammála þér. Í leiknum á móti Hertha Berlín sýndist mér við vera að spila 4-4-2 – samt gat Pennant ekki rassgat. Og eins og þú segir hann fittar engan vegin inn í 4-3-3 (4-5-1, 4-1-3-1)

  Siggi: Þó að Pennant geti tekið menn á getur hann bara ekki komið boltanum fyrir markið. Oft er það hættulegustu fyrirgjafirnar sem koma útfrá horninu á teignum innfyrir rangstöðulínuna, hann getur það ekki því hann gerir ALLTAF árás á bakvörðinn og endar yfirleitt á að rekja boltann inní þvöguna á miðjunni. Hann er enginn team player og ég vill hann bara burt. Það sást svo vel í leiknum gegn Hertha Berlín að sá sem var hægra megin hjá þeim kom með 1000 sinnum betri krossa (sem er reyndar ekki erfitt því Pennant kom boltanum aldrei fyrir)

 22. kristján atli.. hversu mörg ár á að segja “bakverðirnir eru svo góðir sóknarlega” blabla.. það er ekkert sem kemur í stað kantmanna alan hansen er nýjasta ledgendið sem er að GRÁTBYÐJA um að menn sjái þessa þörf, það virðast allir sjá þetta. nema örfáir lpool aðdáendur og rafael benitez sem signar bara defense midfielders á miðjuna, þetta er orðið eitt stórt djók

 23. Ja hjarna Kristján .það er ekki hægt að segja að þú og Höddi séu líkir í skrifum 🙂 . Gott og vel við þurfum ekki svo kallaða kantmenn , bakverðir sjá um það og menn sitthvoru megin við Torres sem leita inn á miðju sem hefur verið notað hjá Rafa. En þettað er ekki að virka! við erum enn í sömu sætum 3-4 ,vonandi gengur betur á komandi leiktíð. Ef Babbel er framherji þá vil ég svo sannarlega sjá hann með Torres,og ég held að það sé gott að hafa menn sem nýta kantinn og geta gefið fyrir. það er um að gera að nota allan völlin

 24. Vá! Ég verð nú bara að taka undir hvert einasta orð sem Kristján Atli reit hérna í athugasemd númer 19. Held það þurfi ekkert að ræða það frekar.

 25. Kristján Atli kemur með mjög svo fína punkta í kommenti nr. 19 um hvernig Rafa vill að liðið spili. Vængframherjarnir eiga að sjá um að ógna inn að markinu eða ráðast á bakverðina og búa þannig til pláss fyrir bakverðina til að æða upp hliðarlínuna og koma krossunum inn í teiginn. Þetta er allt gott og blessað og svona vill ég líka að liðið spili, held að þetta bjóði bæði upp á árangursríkann en líka skemmtilegan fótbolta.

  Vandamálið er hins vegar að ólíkt því sem Kristján Atli ýjar að þá höfum við ekkert átt bakverði sem hafa verið að valda þessu hlutverki. Riise og Aurelio voru hræðilegir í þessu á síðasta tímabili, Riise skaut nánast undantekningarlaust á markið ef hann komst framfyrir miðlínu á meðan Aurelio náði sér aldrei almennilega á strik vegna meiðsla. Hinum megin virðist Finnan ekki þora framfyrir vítateigshornið en ég hef þó heillast töluvert af Arbeloa og fundist hann einna skársti bakvörðurinn undanfarið ár.

  Á meðan bakverðirnir eru ekki að standa sig betur en þeir gerðu á síðasta tímabili að þá er engin furða að menn séu að kalla eftir meiri ógn frá vængjunum. Fyrir meðalaðdáandann virðist augljóst að kalla eftir kantmönnum sem geta límt sig út á kantinn og komið krossum inn í teiginn en við hinir sem áttum okkur á að heildarlausnir felast ekki í plástrum hér og þar vitum vel að Rafa vill spila vængmenn sem geta ógnað markinu og bakverði sem eiga að skapa víddina í spilið (sem er nokkurn veginn sama hugmyndafræði og hefur skilað manutd 2 titlum í röð með lið sem virðist á pappírnum ekkert endilega mikið betur mannað en liverpool liðið). Mikið vona ég að Dossena og Degen séu mennirnir til að skila þessu hlutverki sómasamlega. Með heilan Aurelio, Insúa, Arbeloa og Finnan til að keppa við þá um bakvarðastöðurnar er liðið vonandi komið með frambærilega sveit bakvarða sem ætti að eyða allri umræðu um þörf á kantmanni af gamla skólanum. Þangað til þeir sýna það á vellinum verða hins vegar alltaf til þeir sem hrópa og kalla eftir nýjum kantmönnum.

 26. nei kommon drengir og fyrirgefið þið nú þið síðustjórnendur að maður dirfist að kommenta 2x á sömu frétt, ef að hver önnur gamla kempan á fætur annarri er að koma ár eftir ár og segja að okkur vanti breiddina með kantmönnum þá hljóta þeir nú að hafa eitthvað til síns máls ? frekar en við “sparkspekingarnir” hérna á klakanum.. mennirnir eiga að þekkja þetta talsvert betur en við, hvenær var seinasti hægri kantari góður ? macmanaman ? en vistri kantmaður, john barnes ?? það er talsvert síðan að við áttum menn af heimsklassa í þessum stöðum, og viti menn, það er talsvert síðan að við unnum titilinn ? tilviljun, nei ég held ekki

 27. Höddi, af hverju ertu búinn að skipta um hafn?

  Og plís ekki þetta fórnarlambavæl. Við báðum þig einfaldlega um að vanda ummælin og hafa þau innihaldsrík. Þú virðist ekki enn hafa það í huga.

 28. 28#
  Svenni er með þetta, hjartanlega samála honum, maður þarf að fara
  ansi langt aftur í tímann til að finna top-class bakvörð hjá Liverpool.
  Vonum að nýju mennirnir standi sig.
  Svo hefði ég nú ekkert á móti því að fá öflugann kantmann, ef ekki fyrir gæðinn þá fyrir skemmtanagildið, gaman að sjá þá þeystast upp kanntinn og torres hammrar hann í netið.

  áfram Liverpool..

 29. síðast bakvörður sem maður man eftir var Markus Babel og síðan má nú ekki gleyma því að Finnan hefur verið góður fyrir klúbbinn ´þó að hann sé kominn yfir sitt besta núna

 30. Svenni: Alveg rétt og þar situr hnífurinn í kúnni. Þess vegna held ég að hann hafi signað tvo bakverði í sumar – og vonandi koma þeir með sóknarboltann í þetta.

  Einsi Kaldi: Þetta er víst að virka , var ekki Liverpool með bestan árangur í deildinni eftir áramót ? Fyrir utan Des og fyrri hluta Jan þá vorum við í fínum málum. Ef við getum fengið pósta sem henta aðeins betur í þetta kerfi þá hljótum við að vera í enn betri málum.

 31. Eg er alveg sammála , að liv var oft að spila fínan bolta en jafn oft slæman bolta. Hver man ekki eftir því að menn hér á síðuni sögðu,,liv tekur þennan eða liv á að vinna þennan ,, en hvað gerðist ,tap fyrir svo kölluðum litlu liðum eða jafntefli. Við höluðum inn fleiri stigum á síðustu leiktíð en á þeirri á undan, og við vorum betri, en hin liðin voru líka betri,þannig að við stöndum í stað,, 3–4 sætið . Koma með fyrirgjafir, mér er alveg sama hver gerir það, sækja af fleiri stöðum, en ekki bara frá miðju ..

 32. já krafan um innihaldsrík komment er gríðarleg hérna greinilega. ég skal ekki tjá mig meira um það sem ég tel með kantmenn í þessu liði, er búinn að koma því til skila held ég.. en þetta eru nú bara mínar skoðanir á þessum hlutum og ég er skíthræddur að enn einusinni verði maður fyrir vonbrigðum þennan veturinn. vantar menn með metnað sem eigendur þarna, einfaldur hlutur og já burt með rick parry ekki seinna en í gær.

 33. Já…gott að maður fær svona fallegt…langt og innihaldsríkt comment frá don einari erni

  Það sem ég vildi einfaldlega benda á varðandi kantmennina hjá okkur er að þegar Pennant er í góðu formi…líkt og t.d. tímabilið 2006-2007 þar sem mér fannst hann þokkalegur…þá hefur hann hæfileika sem enginn annar kantmaður (eða bakvörður…ef út í það er farið…veit ég þó ekki hvað dossena eða degen geta) sem liverpool á hefur.

  Geri mér einnig grein fyrir því að fótboltinn er að breytast og hinn hreinræktaði kantmaður (ala steve heighway) er á undanhaldi og sókndjarfir bakverðir eru að mörgu leyti að koma í stað þeirra. Hægt er að horfa til leikmanna eins og Lahm og t.d. hinn rússneska Zhirkov sem frábær dæmi um þetta. Þessa leikmenn hefur liverpool ekki í það þó að maður voni að dossena og degen eigi eftir að geta þetta.

  Ef við hins vegar horfum liðið sem flestir (ég ekki þar með talinn) telja að spili skemmtilegasta og jafnframt árangursríkasta boltann….þ.e. manu þá sér hver maður að það lið hefur 3 leikmenn sem hafa þennan hæfileika að leika upp að endamörkum og gefa fyrir.

  Þeir eru með Giggs sem er klárlega hreinræktaður kantmaður, einnig er liðið með ronaldo og nani sem hafa þennan hæfileika og leika upp að endamörkum og gefa fyrir og gera það iðulega þrátt fyrir að þeir leyti ansi mikið inn á miðjuna einnig. Og horfði ég nú á stóran hluta af leikjum united í fyrra þar sem ég á góðan vin sem er mikill united-fan

  Er alls enginn öfga Pennant-aðdáandi en finnst það mikil mistök að láta hann fara þegar það er ekki búið að finna mann sem getur komið í staðinn fyrir hann. Þetta er auðvitað sagt að því gefnu að Pennant hafi áhuga að vera áfram í liðinu og vera ,,squad player”

 34. AHHH sorrý… þetta var nú komment frá Kristjáni Atla…nr. 19 sem ég var að tala um þarna í fyrstu setningunni

Viðtal við Eduardo Macia.

Leto lánaður til Olympiakos.