Franskur framherji til Liverpool

Echo staðhæfa að Liverpool muni ganga frá kaupum á hinum franska David N’Gog. N’Gog er 19 ára framherji og kemur á um 1,5 milljón punda. Echo segja að PSG hafi fallist á kaupverðið.

Á Liverpool.is er þetta sagt um leikmanninn:

>Ngog vakti fyrst athygli enskra liða þegar hann rústaði enska U-18 ára landsliðinu í september 2006. Hann skoraði bæði mörk Frakka í 2-0 útisigri og sagt var að ensku ljónin hefðu verið tamin af Ngog.

N’Gog verður þá væntanlega fjórði nýji leikmaður sumarsins.

62 Comments

  1. hmmm.. skoraði víst bara 1 mark stóð líka þarna fyrir psg. á seinasta tímabili … er það málið að fá sóknarmann sem skoraði ekki meira en það? 19 ára eða ekki

  2. Verður sérstakt að lesa um Skrtel sem sendir á Ngog og skorar sigurmarkið 😉

  3. Þegar Torres var 18 ára á tímabilinu 2001-2002 þá spilaði hann með Atletico Madrid í 2. deildinni á Spáni 36 leiki og skoraði bara 6 mörk.

    Scoutarnir hjá Liverpool horfa ábyggilega á ýmislegt annað heldur en hlutfallið milli leikja og skoraðra marka. Því má einnig bæta við að PSG enduðu í 16. sæti í frönsku 1.deildinni 3 stigum fyrir ofan fallsæti.

  4. Þetta eru fyrst og fremst kaup til framtíðar, efast um að við sjáum mikið til N’Gog á þessu tímabili.

  5. ok.. það er alltaf gott að kaupa efnilega unga leikmenn, en mér finnst samt þráttfyrir að psg enduðu í 16 sæti í deildinni, ekki vera gæðamerki að setja 1 mark í þessari deild sem er nokkrum levelum frá þeirri ensku, við erum búnir að fá menn sem hafa sett fullt af mörkum þarna sem hafa floppað, afhverju eiga þeir sem setja fá að vera vænlegri ?

  6. Höddi eigum við ekki að sjá þennan kjúlla spila fyrst og treysta aðeins á njósnarana, guttinn er bara 19 ára og því varla um mikla áhættu að ræða.

  7. jújú, ég er ekki að aflífa manninn strax, ég gef mönnum alltaf séns í dágóðan tíma, en miðað við upplýsingarnar sem maður er að fá fyrir kaupin á honum þá er þetta mín skoðun á þessu allavega. og ég er bara kominn með uppí kok af frönskum leikmönnum eftir allt houllier fiaskóið þar sem hver annar næsti zidane og viera floppaði á fætur öðrum

  8. Það sem er “fyndið” í þessu er að við virðumst alltaf eiga 1-2 millj punda til að kaupa unga leikmenn, sem er svipuð fjárhæð og við setjum fyrir okkur til að klára kaup á mönnum eins og Barry. Ég hefði frekar kosið að nota þennan pening til að fá Barry í hús. Forgangsröðunin virðist stundum vera skrítin.

  9. Hvernig væri þá að fara að nota alla þessa kjúklinga.
    Manni finnst eins og Gumma Daða að það sé alltaf til kúla eða tvær fyrir kjúklingum sem fara síðan í burtu eftir 2-3 ár síðan og ….

  10. Þetta er bara broslegt. erum með nóg af svona kannski einhvertíman góðir guttar nota peningana í eitthvað sem er gott núna, en vonandi verða þetta góð kaup og ég bíð hann velkomin til alvöru klúbbs

  11. Þetter fínt uppá framtíðina vonandi. Eigum eflaust eftir að hampa þessum ákvörðunum seinna.

    Enda Barry og Keane ekki hvorteðer hjá Liverpool…?

  12. ég bara man ekki eftir gaur seinast sem var signaður ungur sem við getum “hampað” … finnst alltaf verið að tala um efnilega leikmenn í yngri liðunum sem síðan aldrei sjást í liðinu sjálfu

  13. Ungir guttar sem við höfum getað hampað? Á seinasta ári kom BABEL, stuttu áður kom AGGER sértu hins vegar að tala um ódýra unga gutta þá má sjá Insua, Plessis o.fl. gaura sem eru að gera fína hluti í þau fáu skipti sem þeir fá tækifæri.

  14. Er ekki hægt að biðja um almennilega umræðu um þessi kaup í staðinn fyrir einnar línu röfl setningar um það hvað lífið sé ósanngjarnt?

    Höddi, þú ert búinn að kommenta FJÓRUM sinnum við þessa færslu án þess að hafa neitt fram til málanna að leggja nema einhverjar óljósar kvartanir um að allt sé ómögulegt.

  15. Ég verð að vera sammála Gumma Daða. Þennan pening hefði átt að nota til að klára kaupin á Barry.

  16. Ég er MJÖG sammála Gumma Daða! Við getum eytt smáupphæðum hér og þar; 1.5m hér, 1m þar osfrv, en strögglað við að fá þessa mikilvægu pósta sem okkur vantar í liðið. Rafa er að bjóða 1-2m undir í þá leikmenn sem hann vill kaupa en tekur svo mismuninn sem hann gæti hafa greitt strax í t.d. Barry og kaupir ungling. Ungling sem Höddi réttilega segir að er fáeinum klössum undir þeirri ensku í getu.

    Forgangsröðin hjá Rafa er virkilega brengluð og hreint fáránleg að mínu mati. Það er alveg í fína lagi að fjárfesta í framtíðinni en eins og Liverpool-liðið er í dag, þarf leikmenn sem geta bætt liðið NÚNA en ekki eftir 3-5 ár (ef þeir fá þá sénsinn). Þetta er orðið svo pirrandi að ég held ég stoppi hér áður en ég skrifa eitthvað sem ég sé eftir……

  17. heyrðu félagi vertu bara fkn rólegur maður.. það sem ég hef kommentað á er þegar að menn hafa verið að svara því sem ég skrifa .. farðu nú að koma niður úr skýjunum með að þú sért að stjórna bestu og vönduðustu lpool síðu í heiminum, hættu þessu rugli annars nennir maður varla að vera að tékka á þessu, sem getur nú varla verið stefnan hjá þér

  18. Verð að fá að koma með eitt inn í þessa umræðu þar sem menn eru að tala um afhverju ekki sé hægt að nota þessar 2 millur til að ganga frá kaupum á Barry. Ég held að það hafi verið þannig í upphafi að Benitez ætli ekki að kaupa Barry nema selja einhvern annan fyrst og var hann þá að hugsa um Alonso. Mér finnst það miklu gáfulegra ef út í það er farið á annað borð. Finnst oft eins og við eigum OF marga leikmenn, ekki alla nægilega góða stundum og því finnst mér það fín stefna að vera ekki að kaupa og kaupa, þú hlýtur að þurfa að losna við leikmennina sem fyrir eru líka. Svo er það annað í þessari Barry umræðu og það er það að Benitez var búinn að gefa það út að hann ætlaði að reyna að fá Barry á “sanngjörnu” verði og honum finnst verðmiðinn einfaldlega of hár og það tel ég vera vel hjá Benitez. Leiðist yfirgangur þessara stórliða sem eru ekkert að gá að því hvort að menn séu til sölu heldur einfaldlega segja bara: Við ætlum að fá þennan leikmann sama hvað hann kostar!! (Chelsea aðferðin)

  19. Ja hérna Höddi, ég verð nú bara að blanda mér í þetta og segja þér að nákvæmlega svona sandkassa komment eiga ekki að sjást hér.
    Reyndu að sýna smá klassa eða vertu úti.

  20. Höddi má alveg segja sína skoðun, honum finnst bara sem að fáir sem við höfum keypt þegar þeir eru undir tvítugu hafi staðið sig. Svo er annað mál hvort menn eru sammála því eða ekki. Vona að menn fái áfram að segja sína skoðun hér án þess að vera skotnir í kaf og sagðir vera í “sandkassaleik”.

    Þó mér finnist síðasta commentið hjá Hödda kannski aðeins yfir strikið og jafnvel líka þitt comment Einar en það er ekki mitt að dæma.

    Áfram Lfc!! (það eina sem skiptir máli;-) )

  21. Raunar er það alveg valid punktur að það sé undarlegt að það séu alltaf til 1-2 milljónir í svona kaup, en stór kaup látin flaska á svipuðum upphæðum. Þar sem punkturinn er gildur, þá finnst mér bæði eðlilegt að setja hann fram og ræða hann.

    Mér finnst persónulega hálf glatað þegar menn heimta að umræðan sé eftir þeirra höfði. Ég sé t.d. ekkert athugavert við neitt af kommentum Hödda við færsluna. Hann setur fram gagnrýni, spyr spurninga og setur fram skoðun. Enginn dónaskapur og ekkert skítkast. Hann er kannski neikvæður, en menn hljóta að hafa rétt á því að vera neikvæðir, alveg eins og aðrir hafa rétt á því að vera alltaf jákvæðir. Ef menn vilja að umræðan þróist nákvæmlega eins og þeir vilja, þá væri líklegast best að þeir töluðu bara við sjálfa sig.

    Ég er samt sammála því að halda umræðunni málefnalegri og lausri við skítkast og almennan fávitahátt (sbr. gras.is og liverpool.is).

    Annars er ég bara jákvæður gagnvart þessum kaupum, hef trú á að Rafa viti hvað hann sé að gera. Auk þess held ég að Barry og Keane komi hvorteðer til LFC í sumar, jafnvel gæti ég ímyndað mér að einhver ofurhetja komi óvænt inn á kantinn fyrir lokun gluggans. Messi væri fín pæling, Silva jafnvel. Eða bara ringlaði Ronaldo, sem veit ekkert hvað hann vill.

  22. Og já, ég kommentaði áður en ég sá síðasta kommentið hans Hödda, sem er ekki töff.

  23. Þórhallur Jónsson: “Þetta er bara broslegt. erum með nóg af svona kannski einhvertíman góðir guttar…”

    Því fleiri efnilegir leikmenn sem fengnir eru til liðsins, því líklegra er að við dettum niður á næsta Gerrard,Torres eða Carragher.

    Og varðandi þrjósku Benitez í leikmannakaupum, þá hefur hann sett sterka línu varðandi það að hann borgar ekki meir fyrir leikmenn heldur en að hann telur vera sanngjarna upphæð, þrátt fyrir að það hafi kostað okkur nokkra góða leikmenn (Daniel Alves t.d.) þá eru þetta fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að lið geti ekki hugsað: “Liverpool hafa áhuga, hækkum verðmiðann um 4-5m punda.”

  24. Toggi, við erum sammála um markmiðin, en þá væntanlega ekki aðferðirnar. Ég er ekki á því að gæði kommenta á þessari síðu séu tilviljun – að einhvern veginn hafi það bara gerst að hérna hafi sótt gáfaðara fólk en sækir gras.is og fótbolta.net. Því fer fjarri, heldur er að mínu mati ástæðan fyrir gáfulegri umræðum annars vegar sú að pistarnir eru góðir og hins vegar sú að við höfum verið óhræddir við að eyða út kommentum og loka á leiðinlegt fólk. Og við höfum hvatt fólk til að leggja metnað í kommentin.

    Það er að mínu (hógværa) mati því ansi mikið ritstjórninni að þakka hversu góð kommentin eru. Við höfum frekar fælt frá leiðinleg komment og haldið vel í þá sem að hafa eitthvað almennilegt til málanna að leggja.

    Ástæðan fyrir því að ég gagnrýndi Hödda var ekki vegna neikvæðu innihaldi kommentanna, heldur vegna fjölda þeirra og innihaldsleysis. Þannig að þetta snýst ekki um að innihald umræðunnar sé eftir mínu höfði, heldur að form og gæði hennar sé eftir höfði okkar ritstjóranna.

    Einn af göllunum við síðurnar sem þú nefnir og mörg spjallborð er sá að þar eru menn verðlaunaðir fyrir að kommenta sem oftast. Á liverpool.is eru menn kallaðir “landsliðsmenn” eða álíkum nöfnum ef þeir eru nógu andskoti duglegir við að kommenta á 3 mínútna fresti um allt og ekkert. Ég var búinn að benda Hödda vinsamlegast á að slaka aðeins á í kommentafjölda, setja inn færri komment, hafa þau innihaldsríkari og markvissari. Kristján ítrekaði þetta líka við hann.

    Hann kýs að hlusta ekki á þessi fyrirmæli frá ritstjórum þessarar síðu. Hvernig eigum við að bregðast við því? Eigum við bara að hafa þetta einsog liverpool.is þar sem allt fær að hanga inni? Eða hvað?

    Höddi, ég þarf varla að taka það fram að ef ég sé annað svona komment frá þér einsog númer 19 þá mun ég loka á frekari komment frá þér. Ég persónulega mun ekki sakna framlaga frá þér á meðan þau eru ekki á hærra plani en svo.

  25. Ég sé nákvæmlega ekkert að þessum kaupum!

    Þetta er gutti sem hefur spilað með unglingalandsliðum Frakka og hefur staðið sig vel þar. Hann neytar að skrifa undir samning hjá PSG líklega af því að hann er eitthvað ósáttur við eitthvað hjá félaginu.

    Benítez stekkur á þetta tækifæri og kaupir hann á útsölu. Mér finnst mjög líklegt að þessir 20+ leikir sem hann spilaði á síðasta tímabili, þá hafi hann komið inná sem varamaður í mörgum af þeim (þó ég hafi ekki kynnt mér það sérstaklega).

    Ég er bjartsýnn á þennan gaur og styð Benítez fullkomlega í þessu.

  26. …og ég verð að taka undir með Einari í “Stóra Höddamálinu”.

  27. Ég sé alveg tilganginn í því að fyrirbyggja óuppbyggileg komment og barnaskap (sem ég sjálfur hef dottið í í nokkrum tilvikum) en mér finnst það kjánalegt að reyna að stjórna ummælum á opinni bloggsíðu í þá átt sem pistlahöfundar vilja. Ég held að það yrði engum til góðs, þó síst þessari síðu, ef menn geta ekki komið með óþvinguð ummæli hérna inn, svo lengi sem þeir eru ekki að kalla neinn “kanabjána” eða þvíumlíkt!

    En að því sem skiptir máli, pistlinum sjálfum, þá líst mér vel á þessa fjárfestingu hjá Rafni Beinteins. Wenger hefur aldeilis sýnt það hverju er hægt að ná fram með ungum Frökkum, það er bara vonandi að við fáum tækifæri á því að nota þessa unglinga fyrr frekar en síðar. Þetta getur verið svakalegur stökkpallur fyrir svona unga leikmenn að koma til stórliðs, en svo getur það líka endað þannig að þeir fái ekki sína sénsa til að blómstra. En sjáum til hvernig seasonið spilast og dæmum manninn eftir að hann fær sinn séns.

  28. Ég efa það ekki Einar að ritstjórn síðunnar veldur gæðum umræðunnar, enda yfirleitt mjög gaman að lesa það sem hér fer fram. En mér finnst gagnrýni þín á komment Hödda (að nr. 19 undanskildu) jafn furðuleg samt sem áður. Ég sé ekki hvernig orðafjöldi getur haft eitthvað að segja og mér persónulega fannst bara ekkert að innihaldinu. Formið má kalla knappt og jafnvel lélegt, en fyrir utan síðasta kommentið var ekkert sem virkaði sérlega fráhrindandi við það. Fannst hans athugasemdir m.a.s. fullkomlega réttmætar, hvort sem ég er sammála þeim eða ekki. en við metum það greinilega misjafnt, sem er réttur okkar beggja.

    Annars ítreka ég ánægju mína bæði með síðuna og Ngong. Elska svona nöfn, ég vona að það sé borið fram með smelltáknum, í stað venjulegs orðs. Getiði ímyndað ykkur gleðina við að heyra Gaupa bera það fram?

  29. Þetta er bara hárrétt hjá stjórnendum síðunnar strákar. Þetta var ekki tilraun til ritskoðunar heldur ábending um að magn sé ekki það sama um gæði. Höddi kom með 4 skeyti um það sama, 1 skeyti hefði verið nóg fyrst hann bætti ekki neinu við umræðuna heldur brást bara við kommentum annarra.

    Vöndum okkur meira og leggjum vinnu í okkar tilsvör hér. Forðumst endurtekningar, vísum í heimildir og sýnum hvor öðrum virðingu.

    Sjálfur vil ég frekar lesa og taka þátt í góðum rökræðum sem innihalda 30 skeyti en lesa þræði sem blása uppí 100 komment útaf 5-aurabröndurum og asnalegum rifrildum. Sýnum að við höfum meiri klassa en Man Utd, Arsenal og Chelsea aðdáendur.

    Varðandi þessi kaup þá hef ég ekkert séð eða heyrt af þessum unga leikmanni. Ekkert. Ég treysti þó njósnarakerfi Liverpool.
    Mér finnst samt mjög sérstakt hvernig menn gagrýna þessi kaup. Þetta er bara nákvæmlega það sama og Arsene Wenger hefur gert undanfarin ár. Nóg hafa menn hampað þeim manni sem ” afburða snillingi”, bæði hér og annarstaðar. Kaupa nógu mikið af efnilegum unglingum, láta þá síðan slást um möguleika á sæti í byrjunarliði. Spurning um samkeppni og ungæðingslega leikgleði á æfingum sem smitast yfir í aðalliðið.
    Síðan gerir Rafa nákvæmlega það sama og allt er ómögulegt. Þá er hann bara nískur að tíma ekki að borga okurprís fyrir Gareth Barry.

    Ég veit að menn eru að fara á límingunum yfir kaupum sumarsins og vilja sjá þau kláruð helst í gær og Liverpool í titilbaráttu allt næsta ár. En í guðana bænum ekki ásaka Rafa Benitez fyrir eitthvað sem flestir hrósa Wenger fyrir. Auk þess hvet ég menn til að fullyrða ekki neitt um þennan Ngog fyrr en þeir hafa séð hann spila.
    Hættum þessari stöðugu neikvæðni og tölum okkar leikmenn upp í stað þess að rífa niður.

  30. Toggi – það er líka spurning hvort að comment nr. 16 hafi ekki kveikt í commenti nr. 19 ?

    Enda var comment nr. 16 skrítin athugasemd á comment nr. 1, 7 og 9.
    En það er bara mitt mat.

    /Þetta er farið að minna á Lost
    “4 8 15 16 23 42”

  31. Eru þessi kaup ekki bara besta mál? Hann er 19 ára gamall og greinilega efnilegur leikmaður þó hann hafi ekki verið að skora mikið. Svipuð umræða átti sér einmitt stað um Torres þegar hann kom til liðsins. Þá fannst mönnum hann ekki vera nógu mikill markaskorari, það var einmitt byggt á álíka ítarlegum upplýsingum og þeim sem menn virðast hafa hér. Torres var auðvitað miklu stærra nafn en samt voru menn að efast um getu hans þar sem hann skoraði bara 10-15 mörk á tímabili.
    Liverpool vantar klárlega fleiri strikera og þá er betra finnst mér að þeir komi ungir með potential en að fá fleiri Voronin, Mejer, Dundee týpur.
    Ég fagna því að við séum að reyna að ná í efnilega leikmenn víðsvegar um heiminn. En svo er það líklega fullljóst að Rafa mun eyða slatta af seðlum í einhverja leikmenn hvort sem það verða Keane, Barry báðir eða annað hvort eða eitthvað allt annar. Svona guttar eru bara góð viðbót.

  32. Fullkomlega sammála Einari Erni með þennan hödda gæja. Maðurinn veit ekki hvað stórstafur er og kann illa á punkta og kommur.

    Það er margoft búið að biðja hann að vanda sig en hann harðneitar og vill halda sínum 10-ára stíl útí eitt. Myndi ekki sakna hans þó honum yrði gert að vera úti.

    En með þennan N’Gog, þá er ég bara virkilega spenntur fyrir honum. Þetta á víst að vera hraður leikmaður og það er nákvæmelga það sem við þurfum, meiri hraða í sóknarleik okkar.

  33. Benni Jón: Ég ætla rétt að vona að þú sért að grínast með þessu greinarmerkjabulli. Mætti lesblint fólk þá ekki tjá sig hérna? Allra slappasta ástæðan fyrir því að gagnrýna hann er sú sem þú týnir til, skammarleg jafnvel og lýsir engu nema hroka og vitleysu. Nema þú sért að grínast, en eins og ég hef áður bent á þá er broskallalaus texti gerður til þess að valda misskilningi.

    Ég get hinsvegar tekið undir það að Hödda yrði ekki saknað á mínum bæ ef honum yrði úthýst, en ég tel ekki að það breyti miklu.

    Ég er raunar ánægður með stjórnendur síðunnar fyrir að eyða jafn fáum kommentum og þeir gera, það má ekki skilja mig sem svo að ég vilji meina að þeir séu ritskoðunarfasistar. Raunar er ég ánægður með flestallt á þessari síðu og finnst almennt haldið nokkuð vel um taumana hvað ummæli varðar. Mér fannst bara skotið frá Einari á Hödda vera ósanngjarnt og tilefnislaust/lítið. Ég er ekki endilega viss um að ég sé einn um þá skoðun. Að mínu mati var ekkert sérstaklega athugavert við komment Hödda fram að nítjánda fíflaskapnum, hvorki hvað varðar form né innihald. Bara hans skoðanir í örstuttu rituðu máli. Mér finnst það ekkert ómerkilegra en langlokur um lítið sem ekkert, sbr. þessa hér. Ég t.d. geri mér ekki grein fyrir hvort ég er að leggja nógu mikið til umræðunnar til að mér sé statt á að tjá mig í þetta sinn, en ég vil trúa því að ég geti gert það án þess að menn skjóti það niður sem einhvern kjánaskap.

    En enn og aftur, húrra fyrir N’gog, megi hann skora sem mest.

  34. Samkvæmt soccernet.com þá kom Ngog við sögu í 14 leikjum PSG á síðasta tímabili, var 8 sinnum í byrjunarliðinu og kom 6 sinnum inná sem varamaður, skoraði 1 mark og lagði upp 1, kannski ekkert sérstök tölfræði en hún segir ekki alltaf allt samanber vin okkar Kuyt en er ekkert að frétta af kaupunum á Robbie Keane ?

  35. Toggi, skoðaðu þessi fjögur komment í samhengi þess að hann kommentaði 26 sinnum á tveim dögum um helgina og það skýrir þetta komment mitt. Þú kýst að tala bara um þessi fjögur komment einsog þau hafi verið það fyrsta sem kom frá honum. Sem er auðvitað fjarri sannleiknum.

  36. Carson var keyptur a 750k og eftir lan og solu graeddi Liverpool 7-8M. Ef ad Rafa kaupir 5 unga leikmenn a 1-2M a mann og einn verdur fastamadur i lidinu og annar seldur a 5M ta eru tad fin vidskipti. Ad kaupa tennan framherja gefur lika til kynna ad Veronin verdi seldur. Mer finnst hart ad gagnryna Rafa hann hafur takmarkad fjarmagn og tarf tvi ad fara erfidar leidir til ad na settum markmidum i leikmannakaupum. Ad geta fengid pening fyrir mann eins og Carson er bradnaudsynlegt fyrir hann.

  37. Það er einn af höfuðkostum þessarar síðu að það er reynt að hafa hana sem minnst líka spjallborðum sem með tímanum fyllast allajafna af krökkum sem gera á netinu eins og þau ættu að gera örlítið lengur út á róló, fara í sandkassaleik. Slíkt er óþolandi að lesa til lengdar, og slíkt er ekki að finna hér í nándarnærri eins miklum mæli, rifrildi hér eru þó allajafna sett upp á málefnalegan hátt.

    Ég er ekki beint að saka Hödda um að vera í þessum flokki enda var hann bara að segja sína skoðun, en ég skil EÖE vel að skamma hann aðeins eftir 26. stutta “innihaldslausa” kommentið, það er allt í lagi að svara stutt af og til ef það þjónar einhverjum tilgangi.
    Ef mönnum finnst þetta vera hart þá bara gott og vel, standard-inn hérna er hærri en á venjulegum síðum, sem er vel að mínu mati að minnsta kosti.

  38. Ég ætla ekki að vera tjá mig um þetta commenta-fjölda mál sem af einhverjum ástæðum virðist vera orðið mikið heitara heldur en kaupin á þessum unga sóknarmanni.

    Ég tel að það hafi verið góð ákvörðun hjá Benitez að kaupa ungan og efnilegan sóknarmann. Eins og það hefur verið mikið síðustu tímabil þá hefur Benitez ekki haft mikið um pláss í liðinu til að leyfa ungu leikmennina að spila mikið og þá sérstaklega í sókninni. Núna þar sem hann hefur selt Crouch og fært Kuyt niður á kanntinn opnast fyrir hann möguleiki á að gefa ungu leikmennina meiri séns. Þeir eru núna orðnir 3(Ngog, Pacheco, Németh) sem eru að berjast um sénsinn og bara vonandi fyrir okkur að einhver af þeim grípi hann.

    En það er eitt sem ég myndi vilja ræða um í sambandi með þessa ungu leikmenn sem hafa verið keyptir inn í liðið síðustu ár…

    Benitez hefur verið mjög duglegur undan farin ár eins og Wenger hjá Arsenal að kaupa inn í liðið unga og mjög svo efnilega leikmenn en munurinn á Benitez og Wenger er að Benitez gefur ekki ungu leikmönnunum þann séns að fá sýna sig og öðlast reynslu til að verða klassa leikmenn.

    Mér finnst með Benitez og reyndar með Houllier líka þegar hann var við stjórvölinn, að þeir séu alltof ragir við hleypa þessum strákum inn á völlin. Með því að leyfa þeim aldrei að spila neitt þá missa þeir trúna að þeir eigi möguleikann á að komast einhverntímann inn í liðið og á endanum staðna þessir strákar og verða á endanum af miðlungs leikmönnum.

    Ég veit að ég er örlítið byrjaður að tala í hringi hérna og vil ég afsaka það en mér fyndist gaman að fá einhver komment um notkonun Benitez á ungu leikmönnum í Liverpool.

    Kveðja Júlíus H.

  39. Þetta er auðvitað bara hárrétt hjá Einari Erni, Kristjáni og félögum. Það þýðir ekkert að hleypa síðunni niður á svona lágt plan. Hingað kemur maður vegna þess hversu málefnaleg og góð umræðan er. Það er til nóg af síðum með endalausum kommentum þar sem allt er skitið út án þess að vera málefnalegt. Styð því stjórnendur þessarar síðu fullkomnlega í þessu máli.

  40. Margir kvarta undan einhverju með að klára ekki Barry kaupin og kaupa þennan. En ég held að þetta sé svona:

    Carson: 3,25
    Itjande:2
    Voronin:3

    = 8,25

    Cavlieri:3
    N’Gog:1,5

    = 4,5 í hagnaði.

    Ég held að hann sé að mæta pening í kassan en samt styrkja liðið í leiðinni. Itjande og Voronin eru vonlausir og Carson vildi fara. Ég les þetta allavega svona.

  41. Júlíus – nr.40
    Var þetta ekki nokkuð svipað ferli hjá Wenger þegar hann byrjaði með Arsenal? Fór hann strax að blóðga þessa kjúklinga? Rafa hefur á undanförnum árum verið að sanka að sér miklu magni af ungum leikmönnum, marga með mikið potential og það á þó nokkurn pening. Er ekki bara eðlilegt að svona uppbygging taki sinn tíma og ávöxturinn fari ekki að skila árangri fyrr en eftir ca. 3-5 ár. Þá í formi 1-3 leikmanna.

    Það er rosalega erfitt að komast í liðið hjá stórliði með 20-25 landsliðsmenn. Þannig að þó enginn af þessum “næsti Zidane/Makalele/Gerrard” leikmönnum hafi ekki ennþá skilað sér þá má nú benda á menn eins og Plessis og Insúa, þeir virðast vera mjög nálægt því að taka stökkið inn í aðalliðshópinn. Svo eru nokkrir aðrir búnir að vera gera ágætishluti í láni, svo ekki sé talað um Pacheco, Nemeth, Hobbs, Spearing o.fl. sem taldir eru líklegur til að komast næst að.

    Þar fyrir utan er nú líka vert að benda á að liðið er ekki beint skipað einhverjum gamlingjum núna, Lucas og Babel falla eiginlega í þennan kjúklinga flokk, JM, Torres og Reina eru rétt tæplega 25 ára og flestir leikmenn liðsins eru vel undir 30 ára.

    Miðum smá við Wenger:
    Þrjú af líklega bestu kaupum Wengers voru líklega Henry, Vieira og Anelka (tek þá sem dæmi):
    Henry var lítil uppgvötun enda búinn að vera mjög góður í Monaco og landsliðinu – Babel gæti verið þessi kaup hjá okkur, þó ósanngjart sé að setja þá pressu á hann að verða jafn góður og Henry. Spila sömu stöðu, koma fyrir svipaðan pening og sumir efuðust um getu þeirra í þeim liðum sem þeir voru.
    Vieira var líka engin rosa uppgvötun þannig enda kominn til AC Milan og því með nokkuð gott potential sem Wenger náði út úr honum með glæsibrag – Lucas gæti með árunum verið álitin svipuð kaup hjá okkur og mikil rós í hnappagatið hjá Rafa.
    Anelka var bara ógeðslega góður strax 17 ára í PSG og skilaði HELLINGS pening til Arsenal þrátt fyrir skort á gáfum – hugsanlega kannski gæti Pacheco verið þessi gullmoli hjá okkur 🙂

    Hendi þessu fram í svona hálfgerðu gríni, stundum heppnast þessi kjúklingakaup og stundum ekki, efa ekki að Wengar hafi líka eytt helling í krakka sem meikuðu það alls ekki.

  42. Og líkurnar á að einhver stígi upp í aðalliðið aukast þegar hann kaupir fleirri, ekki satt? Ég sé ekkert að því að kaupa þá og á meðan hann fær þá á “útsöluverði” þá á hann bara að grípa tækifærið, eins og með Ngog!

  43. Einar: Ég raunar “kýs” ekkert að tala bara um þessi fjögur komment, ég tala bara um þau vegna þess að það eru kommentin sem ég hef lesið frá manninum. Það er ekki gert til að auki vægi míns málflutnings, það er bara leti í mér. Ég nenni ekki að rifja upp eða fletta einhverjar færslur til baka til að lesa hvort og hve mikið einhver kommentaði. En ef ég skil þig rétt þá var hann að fá spjald við þessa færslu vegna uppsafnaðra brota. Sé tekið mið af því, þá er ekki óeðlilegt að ég t.d. hafi gert athugasemd við þín viðbrögð, þar sem ég missti af söfnuninni en sá bara smotteríið sem verðskuldaði eitt og sér ekki neitt. Skilurðu hvað ég á við?

  44. Það er eitt í þessu sem mér finnst ansi margir vera að misskilja, og það er munurinn á ritskoðun og því að gera kröfur um gæði.

    Ritskoðun er þegar einhver segir eitthvað óviðeigandi á síðunni og við í ritstjórninni tökum ummælin út. Þau fá ekki að standa, þeim er eytt og ef um ítrekað brot er að ræða fær viðkomandi ekki að setja inn fleiri ummæli. Það er ritskoðun að taka út ummæli sem eru óviðeigandi.

    Það er krafa um gæði þegar ummæli fá að standa en við bendum ummælanda vinsamlegast á að reyna að leggja aðeins meira upp úr sínum ummælum. Ummælin fá að standa, ekki er troðið á réttum neins sem hefur ekki unnið sér það inn, en við í ritstjórninni biðjum fólk vinsamlegast um að leggja aðeins meira upp úr ummælunum.

    Höddi var ekki ritskoðaður. Hefur ekki enn verið ritskoðaður á þessari síðu, en samt eru margir að stökkva honum til varnar hér og segja að hann hafi ekki sagt neitt alvarlegt. Hann sagði ekkert alvarlegt, ekkert óviðeigandi, enda vorum við ekki að ritskoða hann. Það er því óþarfi að verja hann með því að segja að hann hafi ekkert gert af sér.

    Atburðarásin er nokkurn veginn svona:

    • Höddi kemur inn af krafti og setur inn 26 ummæli á tveimur dögum. Flest þeirra eru aðeins ein setning að lengd og bæta litlu við umræðuna. Ef öll 26 ummælin væru innihaldsrík hefðum við ekkert út á þau að setja.
    • Einar Örn bendir Hödda á þetta og biður hann vinsamlegast um að fækka ummælum og leggja í staðinn aðeins meira upp úr hverju þeirra.
    • Höddi bregst við með að segjast ekkert rangt hafa gert.
    • Ég útskýri ítarlega fyrir Hödda hvað við meinum með gæðakröfum þeim sem Einar krafðist af Hödda.
    • Höddi viðurkennir að rök okkar Einars séu góð og gefur til kynna að hann ætli að vanda sig.
    • Degi síðar er Höddi mættur aftur og byrjaður að dæla einnar setningar ummælum í hvarvetna á síðunni, eða margfalt fleiri ummæli en næstummælahæsti spjallarinn þessa sömu daga. Það er eins og umræða helgarinnar hafi aldrei átt sér stað.

    Þetta er það sem við erum að meina. Við erum ekki þjónusta sem þið borgið fyrir. Það er ekki okkar hlutverk að þegja og láta yfir okkur ganga. Við gerum það sem við gerum af áhuga og án endurgjalds. Við höldum fundi, skipuleggjum mánuð í einu fram í tímann í umfjöllun okkar, eyðum miklum tíma að tjaldabaki í skipulagningu og sjálfsgagnrýni hjá okkur sjálfum (þ.e. ég og Einar) og sem hópur penna (þ.e. við allir). Við borgum fyrir lén og hýsingu, erum áreiðanlegur miðill fyrir vandaða og íhugula umræðu um Liverpool, enska knattspyrnu og jafnvel Evrópuknattspyrnuna almennt, og þetta fáið þið allt án endurgjalds.

    Við áskiljum okkur hins vegar rétt til að gera örlitlar kröfur til ykkar sem lesið síðuna. Við biðjum ykkur um að:

    • vera ekki dónaleg
    • skrifa helst ekki í skjóli nafnleysis
    • vanda til verkanna þegar þið skrifið ummæli

    Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn krafa. Langlest ykkar halda þessum staðli uppi, t.a.m. get ég sagt að ég hef margoft verið ósammála mörgum ykkar sem eruð að ræða málin í þessum þræði en ég hef aldrei þurft að saka ykkur um dónaskap eða óvönduð ummæli. Hödda hef ég ekki þurft að saka um dónaskap (þótt hann hafi daðrað við það afbrot hér ofar) en við höfum beðið hann um að vanda ummæli sín og hann virðir það að vettugi.

    Og nei, við erum ekki að tala um komur, punkta og upphafsstafi, þótt Benni Jón hafi farið á þá braut. Auðvitað geta lesblindir skrifað ummæli Toggi, það er óþarfi að snúa út úr. mÉR er zlétt zama hvort fólk notar ztóra ztafi eða ekki á zíðunni, eins lengi og það er að skrifa eitthvað af viti. Eitthvað meira en stakar 5-10 orða setningar í einu og mýmörg slík ummæli við hverja einustu færslu.

    Við lendum í þessu svona 3-4 sinnum á ári, að það blossa upp umræður í kringum ummælendur sem eru annað hvort dónalegir eða með óvönduð ummæli og við lendum í að þurfa að „ávíta“ viðkomandi. Þessi síða er rúmlega fjögurra ára gömul og þetta hefur alltaf endað á sama hátt; viðkomandi ummælandi hverfur af síðunni eftir að hafa gefið okkur ritstjórunum langt nef og/eða sakað okkur um egómaníu á einhverju stigi, og degi síðar eru allir búnir að gleyma viðkomandi og síðan gengur sinn vanagang … enda hafa þessir menn sem horfið hafa undantekningarlaust lagt minna en ekkert til málanna. Líklegast mun Höddi einnig hverfa á braut, enda efast ég um að honum sé nógu annt um „ummælaferil“ sinn á þessari síðu til að leggja það á sig að vanda sig. Gerir samt þær kröfur til okkar að við vöndum okkar framlag til síðunnar, og steinþegjum svo á meðan hann gerir lítið úr því framlagi með innistæðulausum tékkum.

    Ég nenni ekki að ræða þetta lengur. Ef Höddi skrifar fleiri innistæðulausa tékka hérna verður hann ritskoðaður. Orð hans dæma sig sjálf, og ég skil ekki af hverju þið hinir, sem skrifið miklu betri og innihaldsríkari ummæli en hann, nennið að eyða púðri í að verja hann.

  45. Í athugasemd minni (#10) var ekki ætlunin að gagnrýna þessi kaup sérstaklega, Rafa er mun betur treystandi en mér til að velja réttu mennina!
    Það sem mér finnst hins vegar skrítið er að Rafa talaði sérstaklega um það í lok síðasta tímabils að núna yrðu kaupin gerð snemma sumars svo nýjir menn gætu verið með á undirbúningstímabilinu. Jafnframt hefur hann oft nefnt að stuðningur (fjármagn) verði að vera fyrir hendi til að hann geti keypt þá leikmenn sem eru efst á óskalistanum.
    Síðan gerist það að Liverpool býður í Barry og Rafa er greinilega spenntur fyrir honum. Af því dreg ég þá einföldu ályktun að Barry sé efstur (a.m.k. mjög ofarlega) á óskalistanum fræga. Eftir smá skollaleik í sumar er komið í ljós að Liverpool þarf að bæta við tilboðið eða Aston Villa gefa eftir til að kaupin gangi eftir.
    Það er hægt að færa rök fyrir því að Barry sé ofaukið vegna núverandi fjölda miðjumanna í hópnum. Sama gildir um N´gog, við eigum fyrir 2 unga og efnilega fyrir auk annarra framherja.
    Ég met stöðuna bara þannig að Rafa hafi virkilega langað að fá Barry og þess vegna eigi það að vera forgangur númer 1. En auðvitað hef ég ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessu í öllu saman.
    Það er í sjálfu sér ágætt að láta ekki valta yfir sig í verðum á leikmönnum. Það er hins vegar hægt að ganga of langt í prúttinu með þeim afleiðingum að við fáum leikmenn seint eða alls ekki. Og það getur verið dýrt spaug þegar uppi er staðið!

    Við verðum bara og bíða og sjá hverjir koma næst. In Rafa we trust!

  46. Sindri #44
    Ég er í sjálfu sér sammála þessu. Í mínum huga á reglan að vera svona:
    Ef meiri líkur en minni eru til að ungur leikmaður verði heimsklassaleikmaður, á alltaf að kaupa hann. Annars aldrei.

    En ég viðurkenni að þetta er ansi matkennt, verð spilar inní o.s.fr.

  47. Mér finnst það góð stefna hjá Rafa að eyða smá pening í hina og þessa unglinga. 1,5 milla fyrir franskan unglingalandsliðsmann er ekki mikill peningur.
    Las á wikipedia að hann væri 190 cm. Spurning hvort að Rafa sjái hann sem framtíðarreplacement fyrir Peter Crouch.
    Rosalega er manni farið að þyrsta í BIGNAME-signing.

  48. Kristján Atli: Bara örfáir punktar, aðallega til að hreinsa af mínu litla borði og líka vegna þess að ég er háður því að eiga síðasta orðið (auk þess sem ég hef gaman af að ríma).

    Fyrir mitt leyti geri ég mér grein fyrir muninum á ritskoðun og ávítum, enda minntist ég sérstaklega á það í kommenti #36. Hinsvegar fannst mér og finnst enn að Höddi hafi ekki farið yfir nein strik í þessari umræðu, þó ég geti alveg fallist á að hann gæti vel hafa verið búinn að vinna sér inn pirring með eldra böggi.

    Hvað varðar lesblindu ummæli mín, þá ert þú eitthvað að misskilja ef þú heldur að með því sé ég að snúa útúr. Ef þú lest komment Benna Jóns og svo svar mitt, sem var augljóslega beint til hans, þá ættirðu að sjá að enginn útúrsnúningur er til staðar. Hann notar greinarmerki og stíl sem mælikvarða á vægi tjáningar, ég bendi bara á að það útilokar stóran hóp af vel gefnu fólki. Fólki sem jafnvel gæti sópað gólfið með honum á öllum öðrum sviðum en þeim er snúa að punktum og kommum. Ég sé engan útúrsnúning í því. Ef þú telur að mínum ummælum þar hafi verið beint að einhverjum öðrum en Benna Jóni, þá ertu að misskilja.

    Hinsvegar get ég fallist á að innihald komments #19 sé algjörlega 10 ára og þá skipta greinarmerki engu máli.

    Mér finnst alltaf eðlilegt að lesendur geri athugasemdir ef þeim finnst stjórnendur síðunnar séu komnir út á hálan ís. Ég hefði haldið að þið fögnuðuð því, svo fremi sem það sé gert kurteislega. Mér er persónulega drullusama um umræddan Hödda og hvort eða hvað hann skrifar á internetið. En mér er ekki alveg sama um þessa síðu og þætti leiðinlegt ef ritstjórar hennar fara að taka sig full hátíðlega. Markmiðið með mínum neikvæðari kommentum er nú almennt frekar að veita ykkur aðhald en að verja einhvern vitleysing. Og þó ég eigi ekkert í síðunni, þá tel ég það vera mitt hlutverk, sem lesanda, að láta ykkur vita ef mér finnst þið á vitlausri leið. Mér finnst það bara sanngjarnt.

    Over & out

  49. Gummi Daða, þú vilt semsagt aldrei taka sénsinn á leikmanni sem er ekki orðinn gríðarlega þekktur sautján ára gamall?

  50. Ykkur til stuðnings þá kíkti ég á þessa færslu þegar comment nr. 7 frá hödda var nýjasta commentið (áður en höddagate byrjaði, að mér vitandi). Ég byrjaði að skrifa svar við þessu commenti hans, þegar því var lokið las ég yfir commentið hans aftur og hugsaði með mér “what’s the point?” og hætti við að svara og fór. Því eins og ykkur fannst mér innihald commentsins hjá honum ekki merkilegt.

  51. Þetta með punktana, kommurnar og stóru stafina átti nú bara að vera viðbót við það sem Einar sagði, átti að sýna enn betur hvað póstarnir hans voru óvandaðir. En ef maðurinn er lesblindur þá er honum auðvitað fyrirgefið að vera svona skrifhalltur.

    Annars útskýrir Kristján Atli þetta mjög vel hér að ofan. Þar sem þeir félagar halda þessu úti á eigin kostnað og í eigin tíma þá er það lágmark að þeir fái að setja sínar eigin reglur og sinn gæðastaðal. Ég veit nákvæmlega hvernig það er að vinna svona vinnu fyrir eigin pening og í eigin tíma, hef skilað ófáum klukkutímunum í vinnu fyrir Liverpoolklúbbinn og eiga þeir félagar allt það hrós skilið sem þeir fá.

    …síðan veit ég ekki hvað ég er að skipta mér svona mikið af þessu, ég hef ekkert með þessa síðu að gera nema að finnast hún frábær og lesa hana daglega:)

  52. Toggi, við fögnum uppbyggilegri gagnrýni og ummælum um störf okkar á síðunni. Það vill bara svo skemmtilega til að við höfum rétt fyrir okkur í þetta sinn. Skemmtileg tilviljun, það. 😉

  53. Ég er mjög svo sammála Gumma Daða #47 og hef undrað mig á því af hverju Rafa sé ekki búinn að ganga frá einhverjum af sínum Top-transfer targets eftir að hann talaði um í vor að mikilvægt væri að klára þau kaup sem fyrst.
    Ég skil vel að það kom upp vandamál með Barry dílinn en af hverju ekki að klára Keane ef hann er á annað borð á eftir honum. Það eru tvær gildar ástæður fyrir því sem ég sé :
    1. þá kemst hann fyrr inn í æfingahópinn og getur æft með liðinu á undirbúningstímabilinu.
    2. Þar sem Ferguson er á eftir Berbatov þá er mikilvægt að næla í Keano á undan Man Utd því ég tel ólíklegt að Tottenham vilji selja þá báða.

    Það hlýtur eitthvað að gerast í þessari viku… ég trúi bara ekki öðru.

  54. Minn túkall í höddagate umræðuna (kúdos til Reynis fyrir þetta prýðilega nafn). Ég er eiginlega sammála öllum deiluaðilum, hef sjálfur átt í vinsamlegau orðaskaki við hödda og þó ég hafi oft heilmikið út á skoðanir hans að setja að þá virði ég þó rétt hans til að hafa þær og það sem meira er rétt hans til að koma þeim á framfæri. Af þessum gríðarlega fjölda kommenta sem hann hefur skrifað á síðustu dögum held ég að þau séu ansi fá sem eitt og sér séu eitthvað sérstaklega athugaverð og eiginlega eru það bara viðbrögðin hans við að vera siðaður aðeins til sem eru eitthvað ámælisverð.

    Hins vegar er ég líka alveg sammála ritsjórum, síðueigendum, pistlahöfundum, einræðisherrum, fasistum eða hvað það er sem þeir félagar hafa verið kallaðir að þegar fjöldi kommenta sem segja nákvæmlega sama hlutinn er orðinn eins hár og raun ber vitni með hödda þarf með einhverjum ráðum að fá hann til að slaka aðeins á. Komment eins og þessi nr. 7 og 14 við þennan þráð eru algjörlega tilgangslaus enda bæta þau engu við umræðuna og eru bara endursögn á því sem hann er þegar búinn að segja í kommentum 1 og 9. Ef allir skrifuðu á sama hátt yrði þessi síða fljót að breytast í spjallborð liverpool.is (eins og það var fyrir 3 árum, síðast þegar ég kíkti þar við) sem við hljótum flest að vera sammála um að þurfi að forðast eins og heitan eldinn.

    Hvað N’gog varðar er ég fyllilega sammála títtnefndum hödda að hann kemur ekki beint með glæsta ferilskrá á bakinu. Á móti kemur að verðmiðinn er ekkert stjarnfræðilega hár og fyrst við erum þegar búnir að brenna okkur á að kaupa menn sem skora að vild í frönsku deildinni, hví ekki að prófa hið gagnstæða? Aukin samkeppni fyrir unglingana getur varla talist neitt nema jákvæð og ég býð N’gog (borið fram með smellhljóðum fyrir Togga hvort sem það er rétt eður ei) hjartanlega velkominn til liðsins.

  55. Okey, til að vera með uppbyggilega gagnrýni þá finnst mér klúbburinn mjög duglegur að ná sér í “góða og efnilega” unglinga sem fá yfirleitt aldrei að taka eitthvert runn með félaginu.
    Gott og blessað að kaupa og kaupa en ég vil líka fá að sjá þá notaða í alvöru leikjum. Sem dæmi, af hverju að kaupa Barry (gefum okkur að það gangi eftir) ef við getum gert miklu miklu meira með Plesis?
    Sama má segja með Keane og Nemeth.
    Og til að taka af allan vafa, ég er ekki að segja að Barry/Keane séu í sama klassa og Plesis/Nemeth en for kræing át lád, gefa frekar stjörnum framtíðarinnar meiri sjens en að setja þá aftar í goggunarröðina, 35 milljónum punda seinna.

  56. Skil ekki alveg umræðuna um það að yngri leikmenn fái ekki sénsinn. Eru menn þá að tala um Le Tallec og Pongolle????
    Rafael var nú nýlega að selja Danny Guthrie á 2.25 milljónir punda, auk þess sem Bolton greiddi 1 milljón fyrir lán á honum síðasta vetur.
    Scott Carson var í vikunni seldur til W.B.A. fyrir að lágmarki 3.25 milljónir, sumir miðlar segja 4 millur. Hann var lánaður til Charlton sem greiddi 750 þúsund pund og Aston Villa sem greiddu 2 millur. Samtals virði? 6 millur. Við keyptum hann á 750 þúsund pund.
    Ég hlakka mikið til að sjá hvernig Anderson, Hobbs, Hammill, Darby og Spearing spjara sig og algerlega hundklár á því að Pacheco, Huth, Insua og Nemeth verða toppleikmenn. Skulum ekki gleyma því að Newcastle var sennilega að bjóða 6 milljónir í Insua! Flott framtíð held ég….
    En nútíminn er líka brýnt mál. Dossena virkaði ágætlega á mig gegn Luzern og Degen bætir hópinn. Hins vegar er það lykilatriði að fá inn leikmenn á góðum aldri sem sóma sér strax vel í toppslag deildarinnar. Þar held ég að Barry og Keane séu góðir kostir.
    Ngong virðist verulega efnilegur leikmaður, hefur spilað talsvert með PSG og yngri landsliðum Frakka og bara allt í lagi að setja 1.5 millur í það.
    Sýnir bara að kjaftablaðrið í Lundúnablöðunum um almenna fátækt LFC á ekki við mikil rök að styðjast.
    Svo þarf ekki að taka fram að ég styð ritstjóra og eigendur síðunnar fullkomlega í aðgerðum þeirra, það er þeirra verk að þetta er toppsíða um LFC á alþjóðamælikvarða, og enn frekar að hún hefur verið um langt skeið.
    Ég treysti þeim fullkomlega til að þekkja hvar strikin eiga að liggja!!!!!

  57. Sæll Stefán #51
    Þetta er alltaf matskennt eins og ég nefndi í athugasemd minni. Aldrei/alltaf er meira hugsuð sem þumalputtaregla.
    Mér finnst það alltaf vera áhætta að kaupa unga leikmenn. Þess vegna finnst mér að það eigi að vera einföld almenn regla sem notuð er til viðmiðunar í þessum málum. Tilgangurinn með henni er að lágmarka áhættuna í kaupum á ungum leikmönnum. Við eigum að hafa öflugt unglingastarf og kaupa efnilega leikmenn. Það á hins vegar að vanda valið vel.

    Það má líka spyrja hvert markmiðið sé með kaupum á ungum leikmönnum.
    a) Selja þá með hagnaði nokkrum árum síðar.
    b) Eignast hágæða leikmenn sem hjálpa okkur að gera atlögu að titlum.

    Mitt svar er b. Markmiðið á alltaf að vera að búa til hágæða leikmenn. Það tekst hins vegar ekki alltaf og þá er menn seldir.
    Að mínu viti er a-svarið bara spákaupmennska til að græða pening og fótboltaklúbbur á ekki að gera það. Ef menn vilja fara í slíkan leik eiga menn frekar að setja pening í áhættusamar fjármálavörur, t.d. voguð gjaldeyrisviðskipti.

    Og að lokum, vertu hjartanlega velkomin David N´gog (ég veit þú lest þessa síðu daglega).

  58. Þó svo að það séu góður puntkur hvers vegna alltaf sé nóg til af 1-2m til að kaupa ódýra leikmenn en svo vanti þessar 1-2m til að klára stærri kaup þá vil ég koma með einn punkt.

    Skvt. slúðrinu þá var fyrsta tilboð í Barry uppá hvað 10m ? Og síðasta hvað 15m ? Hvað á að bæta oft 1-2m við ?

    Svo finnst mér líka áhugavert að það hefur ekki gerst síðan við fórum að kaupa unga leikmenn í kippum að við höfum fengið svo mikið sem einn þeirra uppí aðalliðið sem einhvern póst. Menn nefna hérna Insua og Plessis sem eru búnir að spila færri leiki en puttarnir á á mér. En vonandi breytist það.

    Einhver nefndi að eftir því sem við keyptum fleiri myndi það auka líkurnar á því að einhver þeirra gengi uppí aðalliðið !!! þetta er ein sú alvitlausasta thería sem ég hef heyrt. Svona svipað og þegar Fram varð að hlutafélagi hér um árið og fékk megnið af U16 liðunu í 2. flokkinn hjá sér með því að borga þeim 30þ á mánuði – enginn þeirra komst í mfl.

    Annars finnst mér hárrét hjá Einari & Co að blasta á þá sem leggja ekkert til málanna, hvort sem það er ég eða aðrir.

  59. Gummi Daða #59 ég held að það sé enginn hætta á öðru en reynt sé að búa til hágæða leikmenn í vara- og unglingaliðunum. Með því að gera það leiðir það til þess að við getum líka selt leikmenn með hagnaði. Þannig að ég myndi segja að stefna liverpool sé bæði a og b með meiri áherslu á b.

    ArnarÓ #60 eru ekki allir sammála því að vara- og unglingaliðin séu miklu sterkari núna en þau voru fyrir tíð Rafa. Það hlítur að auka líkurnar á þvi að einhver skili sér upp í aðalliðið.
    Svo er hins vegar alltaf spurning hvenar á að gefa þessum leikmönum tækifæri. Ef þeir eru ekki til búnir andlega og líkamlega þegar þeim er hennt útí stórlaugina geta þeir eiðinlagst. Við verðu því að treysta því að þjálfara teymi liverpool viti hvað þeir eru að gara.

Leikur gegn Wisla Krakow í dag

Brottför Dodda