Leikur gegn Wisla Krakow í dag

Jæja, þriðji æfingaleikur sumarsins fer fram eftir rétt rúman klukkutíma á æfingasvæði Liverpool í Sviss. Mótherjar dagsins eru Wisla Krakow og er byrjunarliðið eins og hér segir:

Cavalieri

Darby – Carragher – Agger – Dossena

Benayoun – Lucas – Plessis – Leto

Voronin – Babel

Bekkur: Martin, Hyypiä, Skrtel, Hobbs, Aurelio, Spearing, Insúa, Pennant, Mascherano, Pacheco, Kuyt.

Það vekur athygli að það er enginn Steven Gerrard í hópnum í dag, en hann meiddist á nára í vikunni og er farinn heim til Liverpool til að fá aðhlynningu. Talið er að hann verði frá í rúma viku.

Það verður athyglisvert að sjá Dossena leika í fyrsta sinn fyrir Liverpool. Menn geta sem fyrr horft á leikinn í beinu streymi á LFC tv á fjölvarpinu eða netinu.

32 Comments

 1. með lfc.tv þarf maður ekki að vera með e-season ticket til að sjá leikinn þar ?

 2. Pólverjarnir virka miklu frískari í þessum leik sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem þeir eiga fyrsta leik í deildinni heimafyrir eftir 5 daga. Veit einhver annars hvar Finnan er? Er hann meiddur eða er bara búið að ákveða að framtíð hans liggi annars staðar?

 3. Hvað ???Voronin að skora ,kominn með 2 mörk í tveimur leikjum.Maðurinn sem á ekki að vera í Liverpool. En annars hvar eru spánverjarnir ?Eru þeir ennþá í sigurvímu getur einhver sagt mér það,og er þettað alvöru lið sem Liv er að spila við

 4. Svenni, Finnan fór ekki til Sviss í æfingabúðirnar þar sem hann er með einhver meiðsli.

  Einsi, Spánverjarnir fengu auka frí þar sem þeir spiluðu lengst allra í sumar. Koma til æfinga eftir æfingabúðirnar, eða um næstu helgi held ég. Mótherjarnir í dag heita Wisla Krakow og unnu pólsku deildina með 14-stiga mun á síðasta vetri. Þeir eru að spila í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir eina og hálfa viku þannig að þeir eru komnir lengra á sínu undirbúningstímabili en Liverpool og hafa fyrir vikið verið talsvert sterkari aðilinn í þessum leik.

 5. a)Fyrst Voronin skorar í tveimur æfingjaleikjum þá hlýtur hann að vera næsti Dolp Lundgren…
  b)Geri fastlega ráð fyrir að Spánverjanir hafi fengið lengra frí eins og vanalegt er með leikmenn sem hafa verið að spila á stórmótum.
  c)Wisla Krakow er með stærri liðum í Póllandi

 6. Þetta var nú ekki beint eftirminnileg frammistaða hjá okkar mönnum. Dossena var ekki sannfærandi en aftur kom Pacheco sterkur inn ásamt Kuyt síðasta part leiksins.

 7. Kristján og Kjartank,takk fyrir uppl.s.Vona bara að Liv hafi unnið þennan leikog alla þá sem eftir eru. Fór inn á link sem Magnús benti á en það kom bara LODING og svo annars slagið myndir. Getur verið að maður verði að Lóda C.A klukkutíma áður

 8. Hvernig fór svo þessi blessaði leikur ? Heyrði að staðan var 1-1 í hálfleik og Pólverjarnir voru betri, annars skipta úrslitin í þessum pre season leikjum engu máli, bara að menn komist í æfingu og nái að stilla saman strengi sína fyrir alvöru leiki.

 9. Þetta endaði 1-1 í afar döprum leik en það er greinilegt að menn eru bara að vinna sig upp í þoli, enda er spilamennska liðsins engan veginn skemmtileg.

  Gaman samt að sjá þessa ungu stráka fá að spreyta sig.

 10. Mikið var ég undrandi þegar Lucas Leiva segir að hann sé búinn að fá leifi til að skora og sækja meira fram.Hafa þessir menn ekki tilfinningu fyrir því þegar að þeir sjá að þeir geta sótt og sjá marktækifæri.þettað er bara BILUN. Ef spánverjarnir hefðu verið í þessum leik þá hefði Liv unnið 3-0 😉

 11. ef menn eru að tjá sig um gæði voronin þótt hann hafi skorað í tveim ÆFINGARLEIKJUM á móti mjög slökum spámönnum þá held ég að þeir ættu að finna sér aðra íþrótt til að fylgjast með.. sá ekki byrjunina en sá að dossena átti stóran þátt í markinu sem lpool fékk á sig, missti manninn sinn framhjá sér og hann sendi fyrir og mark. degan átti líka vafasama varnartilburði… en það er ekkert, ekki neitt sem maður getur sagt útfrá æfingarleikjum.. og cavalieri átti eina slökustu spyrnu frá marki sem ég hef séð markverði í liðum af þessu caliberi . alveg vel slappur leikur, en ágætis æfing á móti liði sem er reyndar talsvert sterkara en seinustu 2 mótherjar og er að fara að byrja í deild eftir 5 daga, þannig væntanlega lengra komnir í undirbúning.

 12. Höddi ef ég skil rétt þá var þettað pólska lið að rúlla upp deildini á síðasta tímabili.Ég tel að ef Liv var með varamenn og stráka sem eru ekki að jafnan með aðalliðinu, þá er þettað gott mál.Spáðu í það hvernig leikurinn hefði farið ef okkar bestu menn hefðu verið með.Ég tel að ef liðin frá Íslandi(í úrvalsdeild) hefði lent á móti þessu liði, þá hefðu þau tapað stórt

 13. var ekki að dissa liðið per say.. það eru öll lið léleg á undirbúningstímabilinu

 14. Hehe…..en það er spurning hvort Benítez ætli jafnvel að nota Pacheco eða Nemet eitthvað í vetur?

  Voru Fabregas, Messi og auðvitað Torres ekki á svipuðum aldri þegar þeir byrjuðu að spila. Þó að það sé ólíklegt þá hefur maður séð svo rosalegt potential í þessum leikmönnum að hann mætti alveg prófa þá í fyrstu bikarleikjunum.

 15. Ok, s.s. ef menn skora í æfingaleikjum skiptir það engu máli ef þeir heita Voronin, en ef Pacheco hefði skorað væri hann náttúrlega þvílíkt efni.

  Skrítið að þetta rusl nái að skora mörk.

 16. Málið með Voronin er það sama og í fyrra….hann er í TOPPFORMI á undirbúningstímabilinu og er þ.a.l. sprækur en fjarar svo út þegar aðrir komast í toppform !!

 17. “Ok, s.s. ef menn skora í æfingaleikjum skiptir það engu máli ef þeir heita Voronin, en ef Pacheco hefði skorað væri hann náttúrlega þvílíkt efni.”

  Voronin er búinn að sýna fram á að hann hefur lítið fram að færa á þessu leveli og enginn búinn að sjá að hann sé að spila sérstaklega vel í þessum leikjum. Pacheco er hins vegar ekki enn búinn að fá séns með aðalliðinu og búinn að spila vel í þessum leikjum að því er virðist. You do the maths…

 18. Það er aldrei að vita nema að Voronin komi manni á óvart á þessu tímabili.. Ætla samt að veðja á að hann verður seldur fyrir 31. ágúst.

 19. Ættir að finna eitthvað um þetta hérna

  Annars var lítið um highlights í þessum leik.

 20. Plessis átti nú stóran þátt í þessu marki sem liðið fékk á sig. Benayoun virðist koma sprækur undan sumrinu ásamt Voronin. Það er hins vegar lítið að marka þessa leiki og þeir eru nú fyrst og fremst til þess að koma leikmönnum af stað eftir sumarið.

  Það er alveg ljóst að Liverpool verður að bæta við sig öflugum senter með Torres, held að það sé forgangsmál hjá Benitez þessa daganna að reyna landa Keane. Ef Torres myndi meiðast illa er ljóst að Liverpool liðið yrði í mjög slæmum málum ef ekki væri einhver til þess að bakka hann upp.

  Einnig þarf Benitez að spá í hvernig hann leysir kantara málin. Babel fer á Ólympíuleikana og þarf af leiðandi er enginn sem vinstri kantur til staðar. Sýnist á öllu að Benayoun, Gerrard og Pennant munu koma til að spila hægri kantinn í vetur. Nú bíður maður bara og vonar að eitthvað krafsandi fari að gerast á leikmannamarkaðnum hjá Liverpool.

 21. Eg er nu frekar sammala commentunum i thessari grein heldur en greininni sjalfri (i svari #29). Eg personulega aetla allavega ad bida til 20. agust med ad daema hopinn, eg er svo viss um ad hann verdur ordinn mjog sterkur fyrir timabilid. Rafa er potthett med einhver jarn i eldinum sem vid vitum ekki af.

 22. Franski framherjinn David Ngog hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með PSG og er á leið til Liverpool. Útsendari Liverpool í Frakklandi, Laurent Viaud, mælti með hinum 19 ára framherja við félagið. Paris St Germain samþykkti tilboð Liverpool sem hljóðar upp á 1,5 milljón punda. PSG er þvert um geð að selja hann en hann vildi ekki gera nýjan samning við liðið og PSG því nauðugur einn kostur að láta hann fara vegna þess að hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum. Hann þreytti frumraun sína fyrir PSG á síðasta tímabili en skoraði einungis eitt mark.

  Ngog vakti fyrst athygli enskra liða þegar hann rústaði enska U-18 ára landsliðinu í september 2006. Hann skoraði bæði mörk Frakka í 2-0 útisigri og sagt var að ensku ljónin hefðu verið tamin af Ngog
  heimild http://www.liverpool.is

Keane og Barry! (surprise!)

Franskur framherji til Liverpool