Carson til Stoke?

Samkvæmt BBC þá hafa Liverpool tekið tilboð Stoke í Scott Carson, sem hljómar uppá 4 milljónir punda.

Vandfundinn er sennilega sá leikmaður sem hefur hrapað jafn svakalega í verði eftir einn leik líkt og Carson gerði í Rússaleiknum Króatíuleiknum á Wembley.

63 Comments

  1. Einar leikurinn var gegn Króötum ekki Rússum en við erum búnir að taka vel inná honum undanfarin ár núna síðast 2 m punda hjá Aston Villa

  2. Gott dæmi um discount-inn sem á við þegar lítil lið kaupa frá stóru. Ef Liverpool væri að kaupa enskan landsliðsmarkmann frá Stoke í dag væri það varla á 4m punda?

  3. Þetta þykir mér skrýtið. Láta hann á 4 millur til SToke en vildu fá 10 þegar Villa vildi hann!! Eitthvað er þetta funky.

  4. samið var við Villa um 10 m þeir borguðu 2 m við lánsamningin og áttu að greiða núna 8 m í viðbót ef þeir vildu signa hann til framtíðar en hann skeit á sig og þá lækkar náttúrlega verðið en ekki gleyma því að hann kom á 750.000 pund frá Leeds 2005 og við erum búnir að taka um 4 m punda síðan þá frá Shef Wed,Charlton og svo núna síðast Aston Villa á lánssamningum þannig að við getum nú ekki kvartað ef við fáum svo 4 m í viðbót frá Stoke núna

  5. miðað við verð á enskum leikmönnum þá er þetta gjafaverð, alveg sama hvað gerðist í einum landsleik.

  6. ef hann er svona góður og þetta svona mikið gjafverð af hverju eru þá ekki lið í röðum að bíða eftir að signa hann ???????

  7. Þetta þykir mér nú ansi lítið kaupverð í ljósi miðað við að leikmaðurinn er enskur landsmaður. Minnir að Krikland hafi bæði verið keyptir til Liverpool og seldur frá þeim á töluvert hærri upphæð.

  8. Það er lítið hægt að kvarta yfir þeim verðum sem Liverpool hefur fengið fyrir leikmenn sína frá því að Benitez tók við, t.d. Sissoko og Crouch. En ég tek undir með öðrum hér mér finnst verðið á Carson ekki hátt. Það er út í hött að segja að einn slakur landsleikur lækki verðið á leikmanni um helming. Sunderland borgaði 9 millj punda fyrir Craig Gordan. Carson á ekki að vera helmingið ódýrari en hann, það er ekki það mikill gæða munur á þeim.

    Ef verð á enskum leikmönnum ættu að miðast við frammistöðu þeirra með landsliðinu þá væru verðmiðar lægri (t.d. Barry, Carrick). Maður hafði gert sér vonir um 8 millj punda eða þar í kring fyrir Carson enda talan sem ávallt hefur verið rætt um. Hefði ekki veitt af því fyrir okkar fátæka félag í baráttunni við Chelski og manu.

    Það er ljóst að Benitez þarf að selja og aftur selja til að fjármagna það sem koma skal. Vonandi verða þessar fáu milljónir sem fást fyrir Guthrie og Carson nóg til að klára önnur stór kaup.

    Kv
    Kristján

  9. Carson var heilt yfir slakur með Aston Villa fékk mikið af vafasömum
    mörkum á sig en auðvitað spilar eitthvað inní að við þurfum pening
    núna hugsanlega væri hægt að fá 1m meira með því að bíða en er ekki
    viss um það fyrst að Stoke er eina liðið sem vill borga 4 m í fyrir hann
    í dag.

  10. Ef við gefum hann fyrir 4 millur þá trúi ég ekki öðru en svo að t.d. þegar Stoke kemur til að selja hann fáum við stóra prósentutölu af þeim viðskiptum.

    4 m/p er einfaldlega alltof lítið fyrir Scott Carson. 7-8 er sanngjarnt. 10 millur er ósanngjarnt. 5-6 er á heildsöluverði og 4 millur er jólagjöf í júlí.

  11. það hlýtur að vera slatti af smáu letri í þessum kaupsamningi því verðið er alltof lágt. Hann átti reyndar ekki mikla framtíð hjá félaginu svo að krafta hans var ekki þörf. Vonandi verður þessum peningum varið í leikmann sem getur eitthvað ekki einhvern gutta sem kannski verður góður eftir einhver ár ef hann þá fær séns

  12. Skv þessum tölum þá fer þessi peningur í að kaupa nýja markmanninn okkar. Kostar hann ekki milli 3 og 4 mills? Þá er lítið eftir til að setja í Barry sarpinn…

  13. Afhverju segiru það?

    Riise til Roma á 4
    Crouch til Pompey á 10
    Guthrie til N’castle á 2,25
    Svo ef Carson fer á 4 til Stoke þá erum við að tala um 20,25 millur punda í vasan. Dossena kom svo á 8 er var það ekki og nýji markmaðurinn á 2 eða 3? Samkvæmt mínum útreikningum erum við ekki að selja Carson til að fjármagna í þessum nýja gæja.

  14. Fyrst að LFC tekur 4 milljóna punda tilboði í hann þá er greinilegt að RB er í algjöru tíma og peningaharki við að klára næstu sumarkaup. Vonandi gleður hann okkur öll með þeirri ákvörðunartöku um hvaða leikmenn skuli signa.

    Síðan finnst mér einkar einkennilegt ef að Scott Carson ákveður að joina Stoke. Skrýtið að maður sem hefur sannað sig sem úrvals markmaður í EPL og verið til að mynda í baráttu í efri hluta deildarinnar með Aston Villa, svo ég tali ekki um Enska landsliðið, sýni ekki meiri metnað en það að fara í lið sem sennilega dvelur bara 1 ár í Premíunni.

    Það er leitun að eins góðum markmanni eins & SC fyrir aðeins 4 milljónir. Frábær kaup hjá þeim og klárt að hann mun safna þónokkrum stigum fyrir liðið einn síns liðs.

  15. Stoke er eina liðið sem að hefur boðið 4 m í leikmanninn
    sem segist ekki nenna að vera varamaður fyrir Reina og segir kannski
    ýmislegt um metnað og vilja leikmannsins

  16. Staðan er einfaldlega svona: Það hefur EKKERT lið áhuga á Scott Carson í dag og er það vel skiljanlegt. Stoke City verða líklega í mikilli fallbaráttu allt næsta tímabil en það getur vel verið að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir Carson. Það verður nóg að gera hjá honum í rammanum á Brittania vellinum og ef hann er nógu góður þá stoppar hann stutt þar.

    Við erum þá búnir að fá 8 milljónir punda í það heila fyrir Carson og er það hið besta mál.

  17. Kannski er ég að skíta upp á bak en ég man ekki eftir einum leikmanni sem Rafa hefur keypt sem hefur farið á minni pening en hann kom á.

    Annars finnst mér þetta líkan vera gjafaverð fyrir Carson, finnst hann reyndar ekki vera neinn stjörnumarkmaður en hann er enskur, hann er viðloðandi landsliðið og hann er ungur pungur þannig að maður myndi ekkert vera hissa ef að hann væri að fara á 10 millur

  18. Kannski er ekkert svo slæmt fyrir Carson að fara til Stoke í 1-2 ár. Hann er bara 23 ára (í sept næstkomandi) og er eflaust bara að safna í reynslubankann. Reyndar hvarflar að mér að hann verði bara ekkert betri og klárlega aldrei í toppklassa. Ég sé hann til dæmis aldrei slá Reina út úr liðinu.

    Carson kom á 750 þúsund pund fyrir þremur árum og við erum að fá hátt í 8 milljónir punda fyrir hann, uppsafnaða upphæð. Er hægt að biðja um mikið meira, sérstaklega í ljósi þess að það vill ekkert annað lið kaupa hann?

  19. já Eisi þú ert gjörsamlega að skíta á þig bara núna síðast Crouch hann var keyptur á 7m,Bellamy í fyrra fór á 8 eða 8.5 keyptur á 6 Sissoko keyptur á 6 seldur á 8 menn eru að tala um Xabi á um 14 c.a keyptur á 10 m svona nokkur dæmi hægt að finna fleiri og það hefur verið styrkur Rafa að vera klókur á transfer markaði

  20. Vááá Rosco, þú ert að misskilja mig all svakalega. Ég sagði, með öðrum orðum, að ég Rafa hefur alltaf náð að selja leikmenn sem hann hefur keypt á meiri pening en hann borgaði fyrir þá…. skiluru? 🙂

    Annars held ég að við höfum tapað á Morientes, man ekki eftir fleirum.

  21. Smá svona off topic.
    Ég var að lesa spjallið á YNWA og þar segir Elisha_Scott ,sem einhverjir af ykkur kannast örugglega við, venjulega mjög öruggur “spjallari” og hann segir að the Keane thing is close to being finalized. Er ég sá eini sem er ekki spenntur fyrir honum. sérstaklega ef verðið er 20 milljónir punda eins og rætt hefur verið

  22. Fallið í verði??? Hann kom nú bara á 750.000 og er búinn að borga sig upp margfalt í gegnum lánsamninga og svo núna 4m ofan á allt. Þetta verðfall fer alveg framhjá mér sko. Góður díll hjá LFC og í rau nperfect ef 5m hefðu náðst.

  23. Held að menn hérna séu aðeins að ofmeta Scott Carson. Málið er bara að hann er alls engin bomba.

  24. 20 milljónir punda fyrir Robbie Keane????? Hvers kyns bullverð er það?

  25. Carson er hugsanlega bara ekkert betri en þetta. Að fá Keane væri.. frábært, vægast sagt.

  26. Ef keane er maðurinn sem þarf til þess að færa okkur nær titlinum sem ég efast reyndar ekki um þá skiptir verði ekki öllu máli. Vonandi verða kaupinn á Barry kláruð líka hið fyrsta svo hægt sé að einbeita sér að undirbúningi fyrir næstu leiktíð

  27. Smá ekki um Carson…
    en Nemeth skoraði eina mark Ungverja í fyrsta leik þeirra við Búlgaríu 1-0 á EM u19 mótinu sem hófst í gær.
    Verður gaman að sjá hvort hann spjarar sig með okkar mönnum á næstunni 🙂

  28. Freysi (Svar 30)

    Ég get staðfest það að Elisha Scott er með mjög öruggar heimildir, hann sagði til um Alonso, Garcia löngu áður en netmiðlar/blöðin komu með það. Hann hefur komið með ótal ótal upplýsingar í gegnum tíðina sem alltaf hefur staðist.
    Hann mun víst vera góður vinur Gerrards, og þó maður setji alltaf stór spurningarmerki við svona “vinur einhvers” heimildir, þá hefur þessi verið nánast undantekningarlaust með réttar heimildir í gegnum árin.

    Þannig að ég er mjög sáttur, vil ólmur fá Keane til Liverpool.
    Baráttumaður, skorari, fljótur, klókur og síðast en ekki síst púllari!

  29. Eyþór: Ég er ekki frá því að Elisha scott sé kvenmaður 😉

  30. Nú er það ?
    Getur svo sem vel verið, aldrei spáð í því 😉

  31. Jæja, 4 millur fyrir Carson er ágætt. Annað hvort WBA eða Stoke kaupir hann. Fínt. Allir sammála um að Carson er ekki betri en Reina þannig að þetta þarf ekkert að ræða frekar.
    Keane og Barry eru of dýrir m.v. aldur/getur/reynslu. Legg til að við séum ekkert að velta því fyrir okkur og skil vel að LFC og Rafa séu bara búnir að tæta sölugögnin yfir Barry og láta hann súrna hjá Villa.
    Held að það verði bara gott að byrja seasonið með tiltölulega sama hóp og í fyrra og láta kjúklingana koma rólega inn í liðið úr akademíunni. Rafa hefur verið að kaupa nokkra unga og efnilega sem eru við það að koma inn, t.a.m. Plesis, Nemeth og Hobbs. Gefa þeim sjens.
    Held líka að það sé sterkt að vera að hræra ekki of mikið upp í hópnum og láta hann þétta sig betur saman. Vitanlega geta meiðsli skipt sköpum og hoggið skarð en ég er ekki að sjá þá leikmenn vera að færa sig á milli liða sem okkur virkilega vantar til okkar. Hefði viljað kaupa Alaves og mögulega Silva og Villa ef þeir væru að færa sig. Annars ekkert.

  32. Það eru nú ekki beint stórliðin sem eru að berjast um Carson. WBA og Stoke. Það að fá 4 milljónir punda fyrir markmann, sem er ekki eftirsóttur af stærri liðum (sama hvað við kunnum að halda um getu hans) er mjög gott.

    Vonandi að þetta kveikji í fleiri liðum.

  33. Ég hreinlega get ekki trúað því ef LFC ætlar að fara að borga 40 milljónir punda tæplega fyrir Gareth Barry og Robbie Keane.

    Ef það eru aðalsumarkaup LFC og fyrir þennan pening get ég ekki verið ánægður. Ég myndi líkja því við þegar ég fór á Bruce Springsteen í Gautaborg um daginn og að hann hafi ekki tekið The River á tónleikunum.
    FRÁBÆRT show og þvílíkir tónleikar – EN það vantaði eitthvað upp á. Þaðan fór ég hálf “sár” í burtu og myndi einnig vera það ef þetta eru kanónur LFC þetta sumarið og það fyrir um 40 milljónir punda.

    , er þetta fyrir mér eins og þegar

  34. Elisha Scott spilaði með Liverpool sem markmaður í mörg ár þannig að ég er nokkuð viss um að hann sé karl.

  35. þeir eru nákvæmlega réttu mennirnir fyrir liðið hættum þessu hangsi og kaupum þá.

  36. Er ég einn um að finnast þessi Springsteen samlýking afskaplega furðuleg?

    Hvaða miðjumann og framherja myndir þú kaupa fyrir þennan pening?

  37. 🙂

    Elisha Scott sem spilaði sem markmaður Liverpool dó 1959. Því er líklega átt við Elisha Scott sem sagður er félagi/vinur/kærasti(??) Gerrard, ekki séð neinn annan en BirgirÞór halda því fram að sá aðili sé kona. Hann hefur greinilega eitthvað inside info hann Birgir. 🙂

  38. Ég myndi reyna að fá betri leikmenn fyrir þenann pening. Hverjir það eru veit ég ekki, enda ekki með það á hreinu hvað leikmenn almennt kosta. En mín meining er sú að hægt væri að fá sterkari leikmenn en Barry og Keane fyrir sama pening.

    Þá er ég ekki að segja að þeir séu lélegir, bara að ég vilji eitthvað meira fyrir peninginn eða ögn sterkari menn.

  39. Einar sammála þér mjög furðuleg samlíking með Springsteen. Stb hvað kallar þú ögn sterkari leikmenn?

  40. vilja menn ekki fá leikmenn sem eru með gífurlega reynslu í enska boltanum báðir fyrirliðar record Keane er nú mjög gott
    10 Robbie Keane 235 leikir fyrir Spurs 115 mörk hann er einn af 13 leikmönnum frá upphafi til að skorað hafa yfir 100 mörk í premiership og í fyrra var hann með 23 mörk í 54 leikjum fyrir Spurs ég ekki betra liði en það er það nú mjög gott. Sama með Barry gífurleg reynsla í Enskudeildinni 9 mörk í 35 leikjum í fyrra er gott fyrir afturliggjandi miðjumann.Er eitthvað betra að kaupa einhverja útlendinga sem maður veit aldrei hvernig plumma sig í enskudeildinni og ekki skemmir fyrir að þeir eru á besta aldri 27 ára Barry og 28 ára Keane

  41. Reynir: my mistake 🙂 var buinn að stimpla þessu inní hausinn á mér að hann væri kvennmaður af liverpool- spjallinu þarsem þeir voru eitthvað að tjá sig um það. En skoðaði þetta á netinu og sá mynd af gæjanum, ekkert hróss fyrir hann að vera talinn sem kvennmaður hjá mér haha..

  42. Elisa Scott er líka mjög oft með liðið á hreinu nokkru áður en það er gefið út hjá fjölmiðlum og hefur eins og áður er nefnt oft verið með transfer upplýsingar langt á undan öðrum, meira að segja Echo.

  43. Ekki hélt ég að ég væri að setja upp einhverjar ráðgátur hér.

    Ögn sterkari leikmenn eru leikmenn sem eru betri en umræddir menn. Fótboltamenn sem eru betri í fótbolta en hinir.

    Varðandi Springsteen samlíkinguna þá var hún svona til gamans gerð kannski. Boðskapurinn er sá:
    1) Springsteen tónleikarnir voru frábærir í heild sinni. Í raun ekki veikan blett á því sem fór þar fram að finna. Hins vegar vantaði mitt uppáhalds lag með manninum – því fór ég hálf “sár” út af Ullevi vellinum þrátt fyrir að tónleikarnir hafi verið nær óaðfinnanlegir.
    2) Barry og Keane eru báðir góðir knattspyrnumenn og myndu styrkja LFC. Hins vegar tel ég að það væri hægt að gera betur fyrir þennan pening og fá betri leikmenn. Því væri ég “sár” ef þetta reyndst kanónur sumarsins þrátt fyrir að leikmennirnir sem keyptir eru séu góðir í fótbolta.

    Í framtíðinni skal ég sleppa Springsteen líkingum en mér datt þetta bara í hug þar sem mér fannst þetta sambærilegt.

  44. Ég myndi reyna að fá betri leikmenn fyrir þenann pening. Hverjir það eru veit ég ekki, enda ekki með það á hreinu hvað leikmenn almennt kosta

    Þetta er að mínu mati alltof algengt fyrir Liverpool aðdáendur. Menn fussa og sveija yfir því að væntanleg leikmannakaup séu ekki nógu flott, en eru svo ekki með neina aðra raunhæfa möguleika í staðinn.

    Ég er óviss um Keane, en skil ekki þessa Barry gagnrýni. Ég ætti allavegana í erfiðleikum með að finna raunhæfan og betri kost en Barry til að bæta þetta Liverpool lið.

  45. Annars grunar mig reyndar að ef einhver annar en ég hefði komið með þessa Springsteen líkingu þá hefði hún ekki verið eins furðuleg. Það virðist vera að sama hvað maður skrifar hér, það virðist vera hægt að setja út á það allt.

  46. Já, ég er sammála því að kaupin á Barry meika meiri sens fyrir þennan pening er Keane. En ég tel að betur væri hægt að gera, that’s it.

  47. Ég efast stórlega um að það sé eitthvað persónulegt, þar sem þú kommentar ekki einu sinni undir fullu nafni, Stb.

    Þú ert hins vegar maðurinn sem vildi ráða Jose Mourinho í vetur. Það getur varla komið á óvart að sett sé útá slík skrif.

  48. Þar sem Einar Örn fór aðeins inn á það að of fáir Liverpool aðdáendur sem ekki væru ánægðir með væntanleg leikmannakaup kæmu ekki með neina aðra raunhæfa möguleika í staðinn. Fór ég aðeins að pæla í því hverjir það gætu verið. Og það sem að mig dettur í hug án þess þó að leggjast of mikið yfir þetta eru: Silva, wesley sneijder, bestian sweinsteiger, van der vart, quaresma, (jaquin), og jafnvel SWP síðan hefðum við getað verið með í slagnum um Mancini og dos santos sem fór á hlægilega lítinn pening. Hérna taldi ég aðalega upp vængmenn því þar tel ég að við þurfum að styrkja okkur helst. Eflaust eru fleirri sem ég hefði geta talið upp og ég stórlega efast um að allir séu sammála mér að þessir leikmenn séu eitthvað betri eða raunhæfir kostir. Svo er draumurinn minn núna Aguero. Ég held að það sé ekkert ómögulegt.

  49. já það er einmitt það sem ég held að flestir séu ósáttir við, þeas af þeim sem eru ósáttir við þessi kaup. Við erum nú þegar með feiki sterka miðju, lang sterkasta staðan okkar. Og margir af þessu sem ég taldi upp geta spilað stöðuna sem mér skilst að keane eigi að spila

  50. Ok, Einar.
    Ég er Púllari og ég er ekki sáttur með að kaupa þá tvo, af því ég tel þá ekki bæta neinu við liðið, og tel liðið alveg jafn illa sett ef það þarf endilega að kaupa einhvern án þeirra en með þeim innanborðs.
    Nú ef hinsvegar þeir verða keyptir OG eru þá X factorinn sem vantaði, skal ég éta nokkra hatta, ekkert mál.

  51. ég veit hvað ögn betri þýðir. vildi fá fram hvaða leikmenn sem hugsanlega eru á lausu myndu styrkja okkur meira en kean og barry.

Hver bauð í Aguero?

Barry!