Fer Alonso kannski ekkert? (Uppfært)

Núna liggur næstum ljóst fyrir að danski landsliðmaðurinn Christian Poulsen er á leið til Juventus frá Sevilla. Gæti þetta þýtt það að Juventus hefur ekki lengur áhuga á Alonso eða Liverpool tregir að selja drenginn?


UPPFÆRT: Fram kemur í kvöld á SkySports vefnum að skv. Sissoko þá sé Alonso ánægður hjá Liverpool og má telja næstum víst að Alonso fari ekki til Juventus. Það hefur ekkert annað lið komið fram opinberlega og lýst yfir áhuga á Alonso þar með hljóta líkur að aukast að hann verði áfram hjá Liverpool.

Hvað finnst ykkur?

7 Comments

 1. Sammy Lee hér að koma helvíti sterkur inn…
  http://gras.is/content.aspx?n=35443&c=1

  Mikið djöfull er gott að heyra gamla góða eldmóðinn um að Liverpool geti ,sé og eigi að verið besta lið Englands.
  Ég man þá tíð þegar aðdáendur og Liverpool leikmenn hugsuðu svona hér í gamla daga þegar þeir voru að rusla deildinni upp ár eftir ár. Báru virðingu fyrir andstæðingnum en ætluðu sér efsta sætið hvað sem það kostaði og litu á sig sem sigurvegara.
  Viðhorf sem hefur sárlega vantað uppá síðustu ár.

  Juve er nú ekki eini mögulegi áfangastaður Xabi Alonso. Annar stór spænsk/ítalskur klúbbur gætu vel verið möguleiki. Rafa Benitez vill selja Alonso til að fá meiri hraða og bit í liðið sóknarlega. 50 metra þversendingar og meiðslum hrjáður leikstjórnandi sem tekur lítinn alvöru þátt í sókninni er bara ekki að virka í enskum nútímafótbolta þó góður sé.

 2. [blockquote]Rafa Benitez vill selja Alonso til að fá meiri hraða og bit í liðið sóknarlega. 50 metra þversendingar og meiðslum hrjáður leikstjórnandi sem tekur lítinn alvöru þátt í sókninni er bara ekki að virka í enskum nútímafótbolta þó góður sé.[/blockquote]

  Alonso er kannski ekki alltaf mjög áberandi en hann er að gera hlut sem enginn í liðinu getur annar, að dreifa spilinu og vita hvenær á að róa og hvenær á að sprengja upp hraðann. Hefur t.d. sýnt sig að Gerrard ræður engan veginn við þá stöðu og hvað þá Mascherano. Lucas er er sá eini sem kemst nálægt því en Alonso er með meiri breidd í sendingum sínum (stuttar, langar). Þótt hann sé ekki að gefa stoðsendingar í hverjum leik þá er hann alger lykilmaður í öllu spili.

 3. Arnór: Ég get verið sammála þér í því að Juventus er klárlega ekki eina liðið sem hefur áhuga á Alonso en samt eru þeir eina liðið sem hefur lagt fram tilboð. Rafa virðist vera tilbúinn að selja Alonso ef viðunandi tilboð kemur 15+ milljónir punda ef ekki þá verður hann bara áfram. (Hef reynt heyrt því fleygt að frúin hans Alonso vilji flytja en gæti allt eins verið rugl).

  Alonso er ekki sá fljótasti og var óheppinn með meiðsli á síðasta ári en hann er eftir sem áður okkar langt besti leikstjórnandi og hvorki Lucas né Mascherano geta tekið það hlutverk að sér í dag.

 4. Fyrir mig yrði það eins og nýtt ,,signing” ef Alonso fer ekki. Enginn leikmaður brillerar meiddur og nú er hann heill og er sá leikmaður okkar sem hefur langbestu sendingargetuna. Vil ekki sjá að hann fari fet!

 5. Frábærar fréttir fyrir Liverpool ef hann verður áfram. Vonum það besta.

 6. Poulsen til Juve (Staðfest) þannig að Alonso fer ekki þangað líklegra
  núna að hann fari aftur til Spánar

Hugleiðingar um varnarleikinn á næsta ári

Hver bauð í Aguero?