Tranmere í dag: 1-0 fyrir LFC (uppfært)

Ég veit þetta er bara sparkæfing, fyrsti æfingaleikur og svo framvegis, en leikurinn í dag hefur eiginlega strax þjónað sínum tilgangi. Daniel Agger er orðinn nógu góður af meiðslum sínum til að byrja inná!

Liðið sem hefur leik í dag er svona:

Martin

Darby – Hobbs – Agger – Carragher

Pennant – Plessis – Lucas – Insúa

Benayoun – Pacheco

**Bekkur:** Cavalieri, Hyypiä, Skrtel, Degen, Kelly, Aurelio, Gerrard, Spearing, Voronin, Flynn.

Einnig gaman að sjá tvo af nýju mönnunum, Cavalieri og Degen, á bekknum, auk Aurelio sem er þá orðinn heill fyrir tímabilið. Leikmennirnir á bekknum munu eflaust flestir eða allir koma inn í hálfleik.

Ég spái því að Voronin skori og Pennant verði maður leiksins. Þannig var síðasta undirbúningstímabil allavega. 🙂


**Uppfært (KAR kl. 16:45):** Jæja, ég náði ekki að horfa á leikinn vegna anna en Liverpool unnu víst 1-0 sigur með glæsimarki frá Yossi Benayoun. Ég var að horfa á markið á e-Season-svæði LFC.tv og verð að segja að það er mjög glæsilegt. Gott að sjá að Yossi byrjar undirbúningstímabilið af krafti.

Annars les ég mér þess til á netinu að Philipp Degen hafi verið fínn í dag, af nýju leikmönnunum, en maður leiksins var valinn ungstirnið Daniel Pacheco.

Flott mál. Næsti leikur er á miðvikudag.

31 Comments

 1. Skrýtið að ég var búinn að gleyma því að Jermaine Pennant er auðvitað enn hjá Liverpool. Það eru allir búnir að afskrifa hann, manninn sem var okkar besti leikmaður í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir 2 árum.

 2. Ég vona að Agger sé orðinn góður af þessum meiðslum. Þrátt fyrir mikla breidd í miðvarðarstöðum þá söknuðum við hans mikið á síðustu leiktíð.

 3. Já leikurinn verður sýndur á LFC tv á fjölvarpinu, lika leikirnir á móti Herthu Berlin og Vålerenga

 4. Snilld að hafa þetta liverpool tv. Það er bara eins og mid season að geta sest niður fyrir framan sitt eigið sjónvarp og horft á Liverpool.

 5. yndislegt að sjá agger þarna. þvílíkt úrval af klassa hafsentum: Carra, Skrtel og Agger. sæææll 🙂

 6. Frábært mark hjá Benayoun en það vakti athygli mína að Plessis er nr. 7, er það komið til að vera þannig ?

 7. Þið sem eruð að horfa, getiði uppdatað okkur hina eitthvað? Er að deyja úr spennu yfir fyrsta leik, gaman að sjá hverjir af þessum ungu standa sig og hverjir skora!

  Kv. Andri.

 8. Nei Dabbi, þessi nr. eru ekki varanleg.
  Bendi á að Flynn er nr. 9 á bekknum því Torres er ekki í hóp.

 9. 1-0 í hálfleik með flotu marki frá Benayoun, guttin þarna frammi lítur vel út, Pennant og Agger verið frískir

 10. Nokkrar breytingar í hálfleik, Brassinn fer í markið, Dagem, Hyppia, Spearing inn og kannski fleiri, jú Aurelio líka kominn inn á vinstri kantinn því Insua er ennþá inniá

 11. Þegar veðrið er svona og enginn sportpöbb í nágrenninu þá er ég ekkert smá glaður að hafa LFC TV 🙂

 12. Skrtel og Flynn hafa víst líka komið inná í hálfleiknum, við erum með 3 hafsenta eins og er, Skrtel, Hyppia og Agger og Gerrard er byrjaður að hita upp 🙂

 13. Gerrard og Voronin að koma inn fyrir Plessis og Pacheco þegar 25 mínútur eru eftir og staðan er enn 1-0

 14. Martin Kelly sem ég veit enginn deili á er að koma inn fyrir Agger svo Insua fær þann heiður að klára leikinn þar sem þetta er tíunda og síðasta skiptingin en leikurinn hefur dottið niður í seinni hálfleik en vonandi fáum við annað mark í lokin 🙂

 15. Nemeth er á EM U19 með Ungverjum sem hefst á þriðjudaginn.
  Ég sá nú eitthvað af leiknum og varð hrifinn af Pacheco, hann er 91′ módel og á framtíðina fyrir sér. Verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig í næstu æfingaleikjum og líklegast varaliðinu í haust.
  En flottur sigur og markið glæsilegt hjá Benayoun. Ég vona að hann komi sterkur inn fyrir okkur í haustið.

 16. ég sá viðtal við RB á sky eftir leik og hann var spurður um Robbie Keane málið og þá svaraði hann að Daniel Pacheco hefði spilað vel í dag og hann ætlaði að fylgjast vel með honum í næstu leikjum. Spurning hvort hann verður bara einn af okkar aðal strikerum í vetur, ég vona það allavega!

 17. Flottur leikur að mjög mörgu leyti, en vitanlega gegn veikum mótherjum.
  Pacheco var klárlega sá sem maður tók mest eftir, en ég var líka glaður að sjá að Philip Degen er áræðinn og svakalega fljótur og skilaði flottum boltum inn í boxið! Þarna erum við komnir með alvöru sóknarbakvörð sýnist mér, en lítið reyndi á hann varnarlega.
  Agger virkaði í flottu standi og Lucas í gír.
  Fín byrjun á close season……

Danny Guthrie farinn til Newcastle

Hvað eigum við mikinn pening?