Rafa býr til fjórar fréttir í einni setningu

Eitt það skemmtilegasta við það að reka þessa bloggsíðu er að reyna að átta sig á því hvað Rafa meinar þegar hann talar um leikmannakaup. Í gær talaði hann um David Villa og sagðist hafa áhuga á honum. Í dag er hann hættur að hafa áhuga og fer að tala um Robbie Keane. En svo segir hann Keane bara vera á listanum, sem er væntanlega sami listi og Villa var á.

Allavegana, Reuters búa til frétt um þetta, sem segir í fyrirsögninni: “Benitez says Valencia’s Villa not a target but Keane is” þrátt fyrir að í viðtalinu bendli Rafa okkur ekkert frekar við Keane en David Villa. Svona birtist textinn á lfc.tv

>”I said the other day that Villa is one of the names we had on our list, but I can say at this moment that it is not an option for us.

>”We know Villa is a very good player, we know the price and we know the players we have, so when you consider everything we decided he was one of the names, but at this moment, not our target.

>”Keane is one of the other names and, okay, we are working on other names. We were in contact and we will see now.”

Túlki þetta hver einsog hann vill.

Ég og Kristján ræddum þessa Villa frétt nokkuð lengi í gær og vorum eiginlega sammála um að það yrðu pínkulítið blendnar tilfinningar ef að við myndum kaupa hann. Hvað myndi þá gerast fyrir leik-kerfið? Yrði reynt að troða Villa á kantinn einsog Kuyt? Eða þyrfti að skipta um leikkerfið sem gafst svo vel og fara að spila 4-4-2? Hver á þá að vera á hægri kantinum? Hvernig eiga þá Barry, Gerrard og Masche að spila saman?

Allavegana, þá væri Robbie Keane eðlilegri kaup miðað við að Rafa ætli að leika 4-2-3-1 á næsta tímabili, einsog verður að teljast líklegt.

20 Comments

 1. Sælir félagar
  Þetta er auðvitað endalaus Kremlologia þegar fjölmiðlar eru að reyna ráða í véfréttastíl RB.
  Mitt réð er að bíða bara og sjá hvað gerist og gera það svo upp þegar allt er um garð gengið.
  ‘i sjálfu sér vantar ekki menn ef þessir bakverðir standa undir nafni. Einnig eru geysi öflugir varaliðsmenn til staðar og þeir ættu að geta komið sterkir inn ekki síur en kjúklingarnir hans Wenger hafa gert oft á tíðum.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 2. Ég persónulega held að það sé meira vit í að kaupa Silva heldur en Villa eða Keane.. við þurfum ekkert annan framherja, Torres er númer 1 og svo eigum við nokkra sem geta eflaust leyst þá stöðu með prýði ef hann meiðist eða þarf hvíld. Kantstöðurnar eru hins vegar vandamál sem þarf að leysa í sumar.

 3. Satt best að segja finnst mér Rafa búinn að vera allt of spjallglaður í sumar og “cocky” á tímum sem fær mig til að halda að hann sé búinn að gera einhverja díla sem aðrir vita ekki um. Ef það reynist rangt þá finnst mér Rafa vera virkilega að skjkóta sjálfann sig í fótinn og strax búinn að eyðileggja vonir okkar um titil heimafyrir með lélegum fjárfestingum þetta sumarið. Vona að það fyrra sé rétt þó og hann komi með eina kippu af klassa í restina….ekkert Carlsberg rusl þegar Erdinger er á markaðnum! 🙂

 4. Ef Robbie Keane og David Silva eru báðir fáanlegir fyrir svipaða upphæð og David Villa, þá held ég að þeir muni nýtast okkur betur. Auðvitað óttast maður að það séu ekki til peningar fyrir Villa og Silva saman.

  Annars yrðu engar blendnar tilfinningar fyrir mig að fá David Villa, þó sumir vilja meina að það þýddi að Torres þurfti að spila eitthvað öðruvísi. Þeir náðu ágætlega saman í landsliðinu, og það væri bara hið besta mál ef skorunin dreifðist meira.

 5. hvað ef robbie keane kemur….hvern á hann að slá út úr byrjunarliðinu? torres eða gerrard? hann yrði kannski sáttari við að vera backup heldur en villa. en það yrði ekki slæmt að hafa torres og keane til taks í framlínuna í vetur, hef mikið álit á keane. torres spilar svo sem aldrei 90 mín alla leiki þannig af hverju ekki að fá keane?

  samt vill ég fá kantmann eins og silva, sem getur leyst báðar kanstöðurnar, og það þarf að vera ALVÖRU kantmaður. maður sem er lykilmaður í landsliði sínu.

  annars er ég ósammála því að rafa sé of málglaður í fjölmiðlum, hann er bara að svara spurningum sem hann fær og mér finnst svosem ekkert að því. kallinn er farinn að hleypa smá hita í leikmannamarkaðinn 😉

 6. Ég er búinn að skemmta mér vel í sumar við að lesa um hvernig stjórn Real reynir að fella ManUtd á eigin bragði í sambandi við Ronaldo, gefa honum undir fótinn í fjölmiðlum o.s.frv….. en á sama tíma er það gríðarlega dapurt að sjá Benitez detta í Ferguson pakkann og taka svona blatant “media tapping”, og það á official heimasíðu Liverpool. Ég hélt að Rafa væri einn af góðu gæjunum.

 7. Sammála ykkur félagar.
  Keane er skynsamlegra en að fara að breyta leikkerfi, hann getur klárlega leikið linkup senter. En eitthvað hlýtur hann að hafa fyrir sér varðandi Keane. Ég reyndar er ánægður með þetta “mean streak” hjá skeggsnillingnum þetta sumarið, hann hefur ekki alltaf virkað grimmur á mig í leikmannamálum, en það er það sem þarf!

 8. Ég hef sterkan grun um að Rafa vilji geta stillt bæði Keane og Torres saman. Það er rétt sem kemur fram hjá Olla að Torres spilar ekki 90 mínútur í öllum leikjum. Einnig að Keane getur tekið stöðu Gerrard og hann settur aftar eða út á kant. Það sama á við Gerrard, Keane, Babel og Kuyt að þeir spila heldur ekki allir 90 mínútur í hverjum leik. Það sem ég óttast er að Keane nái sér ekki á skrið fái hann ekki góðan tíma til að koma sér fyrir í liðinu í réttri stöðu – sem er þá staðan sem Gerrard spilaði síðasta vetur.

 9. Svo ég haldi áfram að vera leiðinlegi gaurinn, þá langar mig að leiðrétta þann algenga misskilning að Keane sé “linkup senter”, kantmaður eða geti spilað í holunni. Hans langbesta staða, alveg frá því hann kom til Tottenham, hefur alltaf verið sem fremsti sóknarmaður, sama hvort hann spilaði við hliðina á Sheringham, Kanoute, Mido eða Berbatov.

  Hann er rosalegur instinct striker, og það hefur oft verið sagt að hann sé bestur þegar hann hefur ekki tíma til að hugsa sig um. Þetta á sér auðvitað undantekningar, en það hefur alla tíð loðað við hann að hægja á hröðum sóknum og spila sig út í horn þegar hann reynir að stjórna spilinu í fremsta þriðjungnum.

 10. Smá off topic.
  Ég sprakk úr hlátri núna rétt áðan þegar ég las frétt þess efnis að Arsenal eru búnir að klófesta franska drenginn Samir Nasri, flott hjá þeim en það var þessi lína sem gerði það fyrir mig: “Nasri hefur oft verið kallaður hinn nýij Zinedine Zidane” 🙂
  Kannast einhver við svona samlíkingu?
  Hér er fréttin http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=63911

 11. Allar þessar pælingar, að fá topp leikenn eru mjög skemtilegar,en margir sem hafa komið til Liverpool hafa ekki plummað sig þar (eða í enska boltanum).það kemur einhver sem við erum ekki hrifnir af, en nær eftir vill að brillera.Svo að það er kanski ekki best að hafa þá bestu, maður veit aldrei.Annars ? er einhver með fréttir af Owen? Er hann kanski meiddur eða verður hann áfram hjá N, castle.Ekki er hann þessi ‘ovænti glaðningur????

 12. Góð pæling einsi, held að flesti væru sáttir við að fá hann í formi til baka.
  Annars er ég ekki að trúa því að á tímum þar sem allt lekur í pabba og þaðan í frænda og þaðan í blöðin eða bloggið að Rafa hafi fundið leið til að tryggja sér leikmann sem hefur “nafn” án þess að það leki ekki út.
  Mjög sérstakt ef svo er 😉

 13. Ég er þá greinilega ekki í þessum “flestir” hóp. Vil ekki sjá hann til Liverpool aftur, simple as that.

 14. Takk fyrir þetta, Einsidan. Ég hélt þetta líka, þótt ég horfi væntanlega ekki á nándar nærri eins marga Tottenham leiki einsog þú.

  Því skil ég ekki heldur Keane kaupin. Ef hann kostar 18 milljónir punda, þá er það geðveikur peningur og honum er varla ætlað að vera á bekknum. Myndi það þá þýða breytingu á leikkerfi hjá Rafa??

 15. Nákvæmlega, SSteinn. Meira að segja Owen aðdáandinn ég vill ekki sjá hann aftur hjá Liverpool. Hann fékk sitt tækifæri og tók það ekki, ólíkt t.d. Fowler.

 16. Owen gerði mistök á sínum tíma og ég er búinn að fyrirgefa honum það.Hann grét sig víst í svefn þegar Liv gat ekki greitt sama verð og N,castle.En Carr og Gerrard vilja fá hann og það segir eitthvað.þegar Owen er heill er hann topp framherji og hann elskar Liverpool og það er ekki slæmt 🙂

 17. Grét sig í svefn my arse, það er hrein og klár þvæla því hann hafði þetta allt saman í höndum sér því Real vildu losna við hann og player power í dag er slíkt að þetta var algjörlega í hans höndum.

  Owen elskar sjálfan sig og enska landsliðið og hefur alltaf gert. Enska landsliðið hjá honum var númer 1,2 og 3 þegar kom að fótbolta og það var eitt af því sem gerði það að verkum að úti í Liverpool borg þá komst hann aldrei nálægt því að vera með tærnar þar sem t.d. Fowler hafði hælana 20 skrefum áður.

  Það sem fór mest í taugarnar á mér við Owen var þegar hann tók McMoneyman á okkur, s.s. hélt okkur í trúnni og dró Liverpool FC á asnaeyrunum og fór svo fyrir skít og ekki neitt nánast daginn eftir að hann sagðist vera að fara að skrifa undir nýjan samning. Ég er honum þakklátur fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið, mörkin hans og allt það. En það er á tæru að ég vil ekki sjá hann aftur.

 18. ég væri alveg til í að fá Owen aftur en þyrfti þá breyta leikkerfinu

 19. Talandi um Owen þá var ég fyrst núna að afreka að klára “ævisöguna” hans, þvílík leiðindarlesning og réttlætingarvæl á hinu og þessu, mæli eindregið ekki með henni, en geri það þó eiginlega samt.

  Hann sagði þó að árið í Madríd hafi verið gott hjá honum og að hann hefði séð eftir því alla tíð hefði hann ekki gripið gæsina og farið til þeirra. Þegar því ævintýri var lokið beið hann eins lengi og hann gat eftir niðurstöðu um það hvort Liverpool myndi bjóða nógu mikið í hann, en Newcastle var þá búið að setja fram risaboð sem Liverpool gat ekki og vildi ekki fara í grend við að toppa.

  Niðurstaða úr Spánarævintýri Owen´s þó hann segi það ekki sjálfur, fékk góða lífsreynslu, vann ekki neitt og missti af stærsta titli Liverpool í rúm 20 ár og varð á endanum að sætta sig við að fara í Newcastle.
  Miðað við ferilinn hans eftir Liverpool þá vorum við nú bara nokkuð heppnir.
  Varðandi vinsældir þá held ég að aðalmálið sé að hann er bara einfaldlega ekki nógu skemmtilegur og gaf ekki mikið af svo aðdáendur sæju.

  Frábær framherji engu að síður þegar hann er heill.

Degen og Dossena kynntir

Einn inn, þrír út?