Degen og Dossena kynntir

Nýju bakverðirnir okkar voru kynntir fyrir blaðamönnum í dag. Ég er ótrúlega sáttur við það að við séum að kaupa TVO nýja bakverði fyrir þetta tímabil því þær stöður hafa að mínu mati verið til mikilla vandræða að undanförnu.

En allavegana, það eru komin á official síðuna tvö viðtöl við nýju mennina. Fyrst Philipp Degen og svo hinn ítalska og snoðaða Andrea Dossena.

5 Comments

  1. Vonum bara að það sé ekki nýtt Josemi-ævintýri í uppsiglingu.

  2. Það er greinilegt að Rafa er að koma með “scare-factor” í vörnina. Bæði Skrtel og Dossena, líta út eins og menn sem maður vill ekki mæta í dimmu húsasundi 🙂

  3. Mér sýnist að Degen ætli bara að láta Skrtel og Dossena sjá um “Scare-factorinn”. Hann er eins og 11 ára kórdrengur í grímunni.

  4. Í lok viðtalsins við Rafa segir hann: “If they can give us the things that they have both spoken about with an offensive mentality and quality with the ball then it will help us and also the two strikers.”

    Ég fór að velta því fyrir mér hvort þarna væri vísbending um breytingu á leikkerfi, þ.e. “two strikers”….oftúlkun?

Herlegheitin að hefjast

Rafa býr til fjórar fréttir í einni setningu