Torres tilnefndur til Ballon d’or

Fernando Torres er einn af fimm leikmönnum, sem eru tilnefndir til Gullboltans, Ballon d’or, sem að franska tímaritið L’Equipe veitir á hverju ári besta knattspyrnumanni í heimi. Þetta eru virtustu verðlaun í knattspyrnuheiminum ár hvert.

Í ár eru tilnefndir Fernando Torres, Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Andrei Arshavin og Iker Casillas.

Michael Owen vann verðlaunin árið 2001 og Steven Gerrard varð í þriðja sæti árið 2005.

Ég verð að segja að af þessum mönnum, þá eru í mínum huga bara Torres og Ronaldo óumdeildir á þessum lista. Arshavin spilaði í miðlungs deild og brilleraði í UEFA cup á móti liðum einsog Everton og spilaði svo frábærlega vel í tveim leikjum á EM, en hvarf í þeim þriðja þegar menn höfðu lært hvað hann héti.

Messi er vissulega einn af bestu leikmönnum í heimi, en hann var gríðarlega mikið meiddur á síðasta tímabili. Og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Casillas sé þarna að stærstum hluta útaf EM. Ég sá ekki nógu mikið af spænska boltanum, en Real Madrid datt út í 16 liða úrslitum í Meistaradeildinni, sem er varla neitt til að monta sig af.

Eðlilegast hlýtur að vera að Ronaldo vinni þetta. Hann var besti maðurinn á Englandi, leiddi sitt lið til sigurs í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir slappt EM, þá á hann titilinn skilinn.

2 Comments

  1. Casillas þarna út af EM? Vá. Maðurinn vann spænska meistaratitilinn svo til upp á sitt einsdæmi. Langbesti maður spænsku deildarinnar. Og já, mér fannst hann miklu betri en Aguero.

  2. Casillas á alveg skilið að vera þarna.

    En það þarf ekkert að tilnenfna fimm og hafa einhverja voða seremoníu í kringum þetta, Ronaldo vann þetta svo hrikalega afgerandi í ár að það er því miður rosalegt.

    Það yrði svona jafn gáfulegt að Ronaldo fengi þetta ekki ár eins og að kjósa Margréti Láru ekki besta í kvk.deildinni í fyrra

Cavalleri, Babel og Sammy Lee

Kommentum breytt