Kommentum breytt

Jæja, við Kristján vorum að halda stuttan ritstjórafund. Þar ákváðum við að henda aftur upp gamla kommentakerfinu. Það voru einfaldlega of margir gallar að okkar mati við þetta nýja kerfi. Í stað þess munum við reyna að bæta oná núverandi kommentakerfi fídusum. Það var ekki alveg nógu sniðugt að taka upp algjörlega nýtt kerfi.

Gallinn er sá að öll kommentin, sem voru sett inní nýja kerfið, eru farin.

Við töldum einfaldlega vera of marga galla við nýja kerfið. Það var erfiðara að fylgjast með því hvar umræðan átti sér stað á hverjum tíma, það vantaði númer á færslurnar og html og broskallar og slíkt virkuðu takmarkað.

18 Comments

 1. Og við prófum!? 😉

  Gott að fá gömlu góðu broskallana aftur í ummælin. Eins og Einar sagði voru einfaldlega of margir gallar við Disqus-kerfið, auk þess sem okkur fannst fólk ekki vera að nýta sér að skrá sig fyrir það kerfi. Fyrst lesendur og ummælendur síðunnar nenna ekki að nýta sér kostina standa gallarnir einir eftir og þar með hefur kerfið verið dæmt sem gallað af notendunum. Einföld rökfræði, really. 🙂

  Aðalástæðan var samt broskallarnir. Nú get ég aftur gert svona 🙄 þegar ég er ósammála einhverjum.

 2. Ánægður með þessa ákvörðun, finnst þetta miklu skemmtilegra svona :). Bara ítreka hvað ég er ánægður með þessa síðu, hún lengi lifi. YNWA.

 3. Afsakið, veit það þarf að vera bil báðum megin við broskallinn til að hann birtist. Klikkar ekki aftur 😉 .

 4. Ég þverneitaði að kommenta á hitt systemið, fannst það slappt og laust við allt kúl. Þannig að ég hoppa hæð mína yfir þessari breytingu (ekki stórt stökk það raunar) og gleðst innilega, líkt og eflaust fleiri.

  Hinsvegar vil ég gera athugasemd við broskallanotkun almennt. Það er fátt við internetið sem mér finnst leiðinlegra en broskallar. Ég tek alltaf aðeins minna mark á texta sem inniheldur broskalla og þó hef ég notað þá sjálfur í einstaka tilfellum (og skammast mín fyrir það). Broskallar í texta minna mig alltaf á 15 ára stelpur að tjá sig. En þetta er óþarfa nöldur í mér um hluti sem mér koma ekkert við. Ég var bara búinn að sakna þess að mótmæla einhverju og nöldra hér inni. Nú mun ég eflaust gera það aðeins oftar, þar sem þessar kommentakerfisbreytingar hafa minnt mig á að við lifum í hverfulum heimi og maður eigi að njóta þess sem maður hefur, meðan maður hefur það.

 5. Toggi, ég held þú verðir að muna að bloggritstíllinn er ekki sá sami og þú myndir sjá t.d. í blaðagreinum eða skáldskap. Fyrir mér eru broskallarnir órjúfanlegur hluti af bloggskrifum því þeir eru hluti (ásamt tenglum í texta) af því sem gerir bloggskrif af því sem þau eru. Ég eyði frítíma mínum í að skrifa smásögur og stöku ljóð, vinn við þýðingar og hef starfað við blaðamennsku en skammast mín ekkert fyrir að nota broskalla í bloggtexta. 🙂

  Ofnotkun broskalla hins vegar … 🙄 🙁 😉

 6. Já, ég raunar skil punktinn hjá þér Kristján og ég geri mér líka grein fyrir að ég er náttúrulega í engum rétti til að fara fram á að menn lagi sína tjáningu að mínum venjum eða væntingum, enda geri ég það ekki (allavega viðurkenni ég það ekki). Og ég býst ekki við því að margir skammist sín fyrir að nota þá, þó ég geri það. Sem betur fer er heimurinn ekki fullur af Toggum, það væri hávær, nöldrandi leiðindagrúppa held ég í fullri alvöru.

  En mér hefur alltaf fundist (og finnst enn) broskallar vera hallærislegir, sérstaklega notaðir í miklum mæli. Finnst þeir líka oft vera notaðir á smeðjulegan og gervilegan hátt. Ég veit hinsvegar að oft eru þeir notaðir í þeim tilgangi að forðast misskilning, að bæta upp fyrir þau blæbrigði sem oft vantar í skrifaðan texta, þá sérstaklega á internetinu. Ég hef líka ítrekað lent í því á bæði mínu gamla bloggi og í kommentakerfum útum internetið vítt og breitt að menn misskilja mig vegna þess að ég smelli ekki bros- eða blikk-kalli aftan við það sem ég segi. Ég veit ekki hvort það segir meira um mína takmörkuðu getu í skriflegri tjáningu eða að áunnin lesblinda fólks á texta án broskalla. Hugsanlega sitt lítið af hvoru.

  Ekki það, þetta er nú minniháttar tuð í mér sem grýtt er harkalega úr afskaplega brothættu glerhúsi, uppfullu af of mörgum kommum og alltof löngum setningum (að ég tali nú ekki um endalausa sviganotkunina).

 7. „Sem betur fer er heimurinn ekki fullur af Toggum, það væri hávær, nöldrandi leiðindagrúppa held ég í fullri alvöru.“

  Sú grúppa kynni allavega að syngja ágætlega. 🙂

  Úr því við erum annars að ræða þetta, þá skal ég játa hvað fer í taugarnar á mér: þegar fólk setur P.s. fyrir ofan eftirskrift í ummælum (eða annars staðar). P.s. stendur fyrir post-script á ensku, en íslenska orðið fyrir það er eftirskrift og því á að standa E.s. í stað P.s. Ef það er eitthvað smávægilegt sem fer fáránlega mikið í taugarnar má mér, og er mér hreint ekki til tekna, þá er það þetta.

  Þannig að þú ert ekki einn um að vera hávær og nöldrandi leiðindagaur.

 8. Arggghhhh ég er svo mikill auli að ég klúðra alltaf köllunum mínum!
  Er hægt að fá svona tilbúna kalla sem nóg er að smella á fyrir aula eins og mig?

 9. Jess tókst næstum alveg

  En þarf að vera svona stíf ritstjórn á þessu strákar?
  “Ummæli þín hafa verið skráð og bíða samþykkis?”

 10. Babu, þetta gerist stundum sjálfkrafa að WordPress stoppar komment þar sem þau líta of mikið út einsog spam. Þá fæ ég póst um þau og get samþykkt eða hafnað.

 11. Ég held að hitt kerfið hefði notið sín betur á síðu þar sem innskráning væri nauðsynleg til að tjá sig, þá væri hægt að tengja saman innskráningu í kommentkerfið þegar maður skráði sig inná vefsíðuna. Einnig ef það væri íslenskað (sem að ég held reyndar að sé ekki möguleiki) og þessar upp og niður örvar hefðu þurft að vera thumbs up/down til að gera þær skýrari, ásamt fleiru.

 12. Já, við þurfum eiginlega að fá einhvern snjallan WordPress gaur til að benda okkur á viðbætur, sem gætu gert það sem við viljum ná útúr kommentunum. Ég mun eflasut skrifa um það fljótlega.

 13. Babu, þetta gerist stundum sjálfkrafa að WordPress stoppar komment þar sem þau líta of mikið út einsog spam. Þá fæ ég póst um þau og get samþykkt eða hafnað.

  Já ég sá það þegar ég gerði seinna kommentið, ég var auðvitað með skáletur, feitletur og link.
  En það er fínt að fara aftur í gamla kerfið, greinilegri röðun á svörunum og menn þurfa ekki að skrá sig inn á einhvað nýtt kerfi, ég kem þó líklega til með að sakna aðeins að geta ekki fínpússað hjá mér kommentið eftir á.

Torres tilnefndur til Ballon d’or

Herlegheitin að hefjast