Cavalleri, Babel og Sammy Lee

Nokkrir punktar í dag.

Skv. Times mun Liverpool klára kaupin á Diego Cavalleri, varamarkverði Palmeiras í Brasilíu, í dag. Hann mun kosta 3m punda og væntanlega fara beint á varamannabekkinn hjá Liverpool. Betur borgað, sennilega, og gefur honum möguleika á að fara svo til sæmilegs Evrópuliðs eftir 1-2 ár. Gott hjá honum. Þetta þýðir væntanlega að Scott Carson og Charles Itandje fara pottþétt báðir frá Liverpool í sumar. Vona að við seljum þá, óþarfi að lána mann eins og Carson alltaf þegar féð frá sölu hans gæti runnið í veskið hjá Benítez.

Svo virðist sem Ryan Babel muni fara á Ólympíuleikana með hollenska U23-landsliðinu. Ég skil pirring Rafa Benítez yfir þessu vel. Hann meiddist á æfingu með Hollendingum í vor og því myndi maður halda að þeir yrðu skynsamir og leyfðu honum að jafna sig af því og byrja nýtt tímabil í rólegheitum heima hjá sér með liðinu sínu. Ekki að jafna sig á meiðslum með því að fljúga til Kína og spila þar nokkra leiki með stuttu millibili við hápressuaðstæður. Ojæja.

Svo er hér stutt og lagggott viðtal við Sammy Lee. Alltaf hress, kallinn. 🙂

Villa fyrir Crouch?

Torres tilnefndur til Ballon d’or