Liverpool samþykkja tilboð í Crouchinho (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að liðið hafi samþykkt tilboð frá Portsmouth í Peter Crouch. Flestir telja að tilboðið sé um 11 milljónir punda, sem er 4 milljónum punda meira en Liverpool borgaði Southampton fyrir þremur árum.

Talið er að Crouch sé spenntur fyrir því að fara til Portsmouth og því verður að telja líklegt að þessi félagaskipti klárist á næstu dögum.

Ef að verðmiðinn uppá 11 milljónir punda er réttur, þá verður Crouchy næst dýrasti leikmaðurinn sem að Liverpool hefur selt. Aðeins Fowler til Leeds fór fyrir meiri pening.

Kewell farinn til Galatasary (staðfest)

Barry og Lucas